Lögberg - 04.02.1954, Síða 2

Lögberg - 04.02.1954, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1954 Fréttir fré ríkisútvarpi íslands 17. JANÚAR, 1954 Hlýtt hefur verið í veðri að undanförnu, h v e r g i snjór í byggð, fjallvegir flestir færir bifreiðum, og unnið hefur verið sums staðar að jarðvinnslu með vélum. Fyrri hluta vikunnar, sem leið, var suðaustan og sunn- an átt um allt land og hlýindi, og var einkum hlýtt veður marga daga á Norður- og Austurlandi, en nokkuð skakviðrasamt á Suð- urlandi. Síðari hluta vikunnar kólnaði hins vegar í veðri og á miðvikudaginn og fimmtudag- inn mátta hetia stórhríð á Vest- fjörðum en nú er. komið hæg- viðri á þeim slóðum. 1 gær var hiti við frostmark á Suður- og vesturlandi. en tveggja til fimm stiga hiti á Norður- og Austur- landi. í góðum sauðfjárbeitar- sveitum hefur fé varla komið á hús í ^vetur í sumum landshlut- um að minnsta kosti. Á þriðjudaginn var sáust eld- blossar í stefnu inn yfir Ódáða- hraun frá bæjum í Bárðardal, Mývatnssveit og Axarfirði og var fyrst haldið að um eldgos væri að ræða í Dyngjufjöllum eða Kverkfjöllum, en síðar kom í ljós að mikið þrumveður hafði þá gengið yfir Vatnajökul, og þykir sennilegt að eldblossar þeir, sem sáust hafi verið elding- ar. ☆ Biskupskjör fór fram hér á landi síðari hluta desembermán- aðar og fyrra hluta janúar, og voru atkvæði talin á miðviku- daginn var. III höfðu atkvæðis- rétt og 110 greiddu atkvæði. As- mundur Guðmundsson prófess- or var löglega kjörinn biskup landsins með 68 og tveimur þriðju úr atkvæði, en lögmæt er kosning fái biskupsefni þrjá fimmtu atkvæða. Magnús Jóns- son prófessor hlaut næstflest at- kvæði, 45, þótt hann hefði áður beiðst eindregið undan kjöri, og þriðji í röðinni var Sigurbjörn Einarsson prófessor. Hinn nýkjörni biskup, Ás- mundur Guðmundsson, er 65 ára að aldri. Hann er Borg- firðingur að ætt, lauk prófi í hebrezku við Kaupmannahafnar háskóla og embættisprófi í guð- fræði frá Háskóla Islánds 1912, var um skeið prestur í Islend- ingabyggðum í Kanada, nokkur ár skólastjóri Eiðaskóla, varð dó- cent við Guðíræðideild Háskól- ans 1928 og prófessor 1934. Hann hefur gegnt mörgum trúnaðar- og virðingarstörfum öðrum. ☆ Forseta íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni, barst nýlega bréf frá Júlíönu Hollandsdroftningu, þar sem þökkuð er hjálp sú, sem íslendingar létu í té vegna flóð- anna miklu í Hollandi á sl. ári. Segir þar m. a.: Við samskot þau, sem efnt var til þegar í stað í Reykjavík og öðrum kaupstöð- um og þorpum, safnaðist álitleg upphæð, sem veitti verulega hjálp þeim, er tjón biðu af völd- um flóðanna. Vil ég" geta þess, að ég mat mikils þá frumlegu hug- mynd að gefa út sérstök íslenzk frímerki í þessu sambandi. Öll- um þeim, sem gerðu sitt ítrasta til að hjálpa, kunnum vér inni- legar þakkir. ☆ Viðskiptasamningur Islands og Vestur-Þýzkalands, sem falla átti úr gildi um síðustu áramót, var með erindaskiptum í Bonn hinn 13. þ. m. framlengdur ó- breyttur til 30. júní 1954. Vil- hjálmur Finsen sendiherra ann- aðist framlenginguna fyrir Is- lands hönd. ☆ Fyrir nokkrum dögum kom til Reykjavíkur pólsk sendinefnd til þess að ræða nýjan viðskipta- samning við íslendinga. For- maður nefndarinnar sem við Pólverjana ræðir, er Þórhaliur Ásgeirsson skrifstofustjóri í við- skiptamálaráðuneytinu. — Nú í vikunni er væntanleg til Reykja- víkur nefnd frá Rúmeníu til að athuga um möguleika á viðskipt- um milli Rúmeníu og íslands ☆ Eimskipafélag Islands á fjöru- tíu ára afmæli í dag og var þess minst í dagskrá útvarpsins í kvöld. Félagið á nú 10 skip, samtals nær því 26.000 lestir að stærð, og eru átta þeirra keypt eða smíðuð á síðustu fimm eða Innköllunar-menn Lögbergs Bardal, Miss Pauline Minneota, Minnesota Einarson, Mr. M......... Minneota, Minnesota Ivanhoe, Minn., U.S.A. Arnes, Manitoba Fridfinnson, Mr. K. N. S. Arborg, Manitoba Arborg, Manitoba Geysir, Manitoba Hnausa, Manitoba Riverton, Manitoba Vidir, Manitoba Arnason, Mr. R. .....Elfros, Saskatchewan Leslie, Saskatchewan Mozart, Saskatchewan Foam Lake, Sask. Wynyard, Sask. Gislason, T. J. Morden, Manitoba Gislason, G. F. .............Churchbridge, Sask. Bredenbury, Sask. Grimson, Mr. H. B. Mountain, North Dak. Mountain, N.D. Edinburg, North Dak. Gardar, North Dak. Hallson, North Dak. Hensel, North Dak. Akra, North Dak. Cavalier, North Dak. Johnson, Mrs. Vala Selkirk, Manitoba Bjarnason, Mrs. I........,....Gimli, Manitoba Gimli, Manitoba Husavik, Manitoba “Betel”, Gimli, Man. Winnipeg Beach, Man. Lindal, Mr. D. J..............Lundar, Manitoba Lyngdal, Mr. F. O.............Vancouver, B.C. 5973 Sherbrook St. Vancouver, B.C. Middall, J. J.................Seattle, Wash., U.S.A. 6522 Dibble N.W. Seattle, Wash., U.S.A. Myrdal, S. J. ................Point Roberts, Box 27 Wash., U.S.A. Oleson, G. J....... Glenboro, Man. .......Glenboro, Manitoba Baldur, Manitoba Cypress River, Man. Simonarson, Mr. A............Blaine, Washington R.F.D. No. 1, Blaine, Wash. Bellingham, Wash. Valdimarson, Mr. J...........Langruth, Manitoba Langruth, Man. Westbourne, Manitoba sex árunum, og þau eru öll mót-' orskip og sparneytnari og af-! kastameiri en eldri skipin. SKip Eimskipafélagsins fara nú um 100 fefðir á milli landa á ári og j um 50 frá Reykjavík til annarra hafna á landinu. Á sl. ári höfðu þau viðkomu í 50 höfnum í 20 þjóðlöndum. Tekjur félagsins frá upphafi hafa numið um 706 miljónum króna, en útgjöídin orðið um 607 miljónir. Um 500 manns eru í fastri vinnu hjá fé- laginu. Hluthafar eru rúmlega 13.000 og eiga langflestir þeirra þetta 25 til 500 króna hlut hver. Fyrsti formaður félagsins var Sveinn Björnsson, er síðar var kjörinn Forseti íslands, fyrsti framkvæmdastjóri félagsins Emil Nielsen, fyrsti skipstjórinn Sigurður Pétursson, og fyrsta skipið Gullfoss. sem smíðaður var í Kaupmannahöfn ^g kom til íslands í apríl 1915. — For- maður félagsstjórnar Eimskipa- félagsins Islands er nú Hallgrím- ur Benediktsson og fram- kvæmdastjóri félagsins er Guð- mundur Vilhjálmsson, er tók við því starfi árið 1930. Eimskipafélag Islands hefur nýlega ákveðið að taka upp fast- ar áætlunarferðir milli Islands og meginlands Evrópu í fyrsta sinni síðan fyrir heimsstyrjöld- ina síðari. Er ráðgert aðe þrjú skip félagsins verði í þessum ferðum og hefjast þær 20. febrú- ar næstkomandi, er hið nýja skip félagsins, Fjallfoss, fer írá Hamborg. Skipin verða í sigling- milli Islands, Hamborgar, um Rotterdam, Antwerpen og Hull, og er þau koma til íslands munu tvö sigla vestur og norður um land, en eitt austur og norður. Ráðgert er, að skipin verði í þessum ferðum á 14 daga fresti frá erlendum höfnum. Gullfoss er nú í föstum áætlunarferðum til Skotlands og Danmerkur, tvö eru í Ameríkuferðum, en hin hafa ekki haft fastar áætlunar- ferðir sökum þess að útflutnings- verzlun landsmanna hefur ráðið ferðunum fremur en nokkuð annað. ☆ Verkfall sjómanna á vélbáta- flotanum stendur enn, og heldur sáttasemjari daglega fundi með deiluaðiljum. Aðalágreiningsatr- iðið er verðið á fiskinum. íslenzku togararnir fiska nú flestir fyrir frystihúsin víða um land, en nokkrir eru á saltfisk- veiðum. Afli hefur verið misjafn og gæftir afarstopular. Síldveiðinni á Akureyrarpolli er lokið, að minnsta kosti í bili, og hafa veiðst þar í vetur um 16.000 mál síldar. — Nokkurrar síldar varð vart um daginn við ytri höfnina í Vestmannaeyjum. Á sl. ári voru 12 skip tekin vekna ólöglegra veiða í land- helgi. Af þeim voru 8 erlendir togarar, sex belgiskir en tveir brezkir. ☆ Tryggingastofnun ríkisins, sem verið hefur til húsa á fleiri en einum stað í bænum, hefur nú flutt alla starfsemi sína í nýtt, stórt hús á Laugavegi 114. Hús þetta er 6400 teningsmetrar og hefur Tryggingastofnunin tekið það á leigu til ársloka 1958 og tryggt sér kauprétt á eign- inni að þeim tíma liðnum. ☆ I desembermánuði sl. var út- hlutað úr félagsheimilasjóði. Umsækjendur voru 44 og hlutu 27 félagsheimili styrk. Byrjað hafði verið á byggingu 10 þess- ara heimila árið 1953. Fram að þessum tíma hafa alls verið greiddar 6.2 miljónir króna úr félagsheimilasjóði til 67 félags- heimila og er byggingarkostnað- ur þeirra samtals um 16 miljón- ir króna. ☆ I Vestmannaeyjum hefur ver- ið gjörður uppdráttur að bóka- og byggðasafnsbyggingu, og er ætlunin að hefja framkvæmdir á þessu ári. ☆ Á miðvikudaginn var opnuð í Þjóðminjasafninu í Reykjavík' sýning kínverskra listgripa, sem brezku sendiherrahjónin í Reyk- javík, James Henderson og kona hans, eiga og hafa góðfúslega lánað safnniu um stundarsakir. Á sýningu þessari eru um hundr að gripir, þar af um 70 úr jaði- steini og fjöldi þeirra frá því mörgum árum fyrir Krist. Enn fremur eru þar nokkrir æva- fornir gripir úr bronzi og vegg- málverk. Brezki hljómsveitarstjórinn Eugene Goossens er væntanleg- ur hingað til lands í mánaðarlok- in á vegum Sinfóníhljómsveit- arinnar, og er ákveðið að hann stjórni hljómleikum hennar sjö- unda febrúar næstkomandi. Síð- ustu árin hefúr Goossens eink- um starfað í Ástralíu. — Sín- fóníuhljómsveitin hélt hljóm- leika í Þjóðleikhúsinu á þriðju- dagskvöldið og ve r k e f t i r Brahms, Mozart og Duka. Þur- íður Pálsdóttir söng einsöng með hljómsveitinni. Stjórnandi var Robert A. Ottóson. ☆ I gær var frumsýning í Þjóð- leikhúsinu á ævintýraleiknum Ferðinni til tunglsins. Leikstjóri er Simon Edwardsen. — Hinn 28. þ. m., á 200 ára ártíð Hol- bergs, verður sýndur þar leikur- inn Æðikollurinn eftir Holberg í þýðingu Jakobs Benediktsson- ar magisters. Leikstjóri verður Lárus Pálsson. Þjóðleikhúsið hefur nú sýnt Pilt og stúlku 12 sinnum og verið uppselt á hverja sýningu. — Leikfélag Reykjavíkur sýnir um þessar mundir sjónleikinn Mýs og menn eftir Steinbeck. ☆ Haustið 1949 veitti mennta- málaráðuneytið fimm erlendum stúdentum styrk til þess að leggju stund á íslenzku við Há- skóla íslands. Styrkur þessi hef- ur síðan verið veittur árlega og hafa yfir 20 stúdentar frá 12 Iönd um notið hans. Halldór Halldórs- son dósent hefur kennt stúdent- unum á sérstökum námskeiðum og hefur árangur verið góður. Nú eru 25 erlendir stúdentar innritaðir til náms í Háskóla Is- lands, auk þess sækja þar marg- ir aðrir útlendingar tíma í ís- lenzku. ☆ Ferðaskrifstofa ríkisins hef- ur ákveðið að efna til ferðalaga á hestum næsta sumar og verð- ur ferðast um Borgarfjörðinn. Um 25 menn munu komast í hverja ferð og verður farið viku- lega. Farnar verða tvær hóp- ferðir til meginlands Evrópu í vor á vegum Ferðaskrifstofunn- ar og verður farið með lang- ferðabifreið héðan og haldið alla leið suður til Italíu og Miðjaðar- hafsstrandar Frakklands. 5ír Sir Edmund Hillary, sá er fyrstur gekk á Everest-tind á- samt Nepal-manninum Tensing, kom til Reykjavíkur á miðviku- dagskvöldið á vegum tímarits- ins Helgafells og flutti erindi um leiðangurinn á föstudagskvöldið í Austurbæjarbíó í Reykjavík. Hann sýndi jafnframt á annað hundrað litmyndir, sem teknar voru í þessu ævintýralega ferða- lagi. Annar fyrirlestur hans í Reykjavík var í dag, einnig í Austurbæjarbíó. ☆ Skagfirðingar hafa látið gera kvikmynd af héraði sínu, lands- lagi, sögustöðum, atvinnuhátt- um fornum og nýjum og sér- kennilegum og fögrum stöðum. Mynd þessi er ekki fullgerð, en lokið mun við hana við fyrstu hentugleika. Þrjótíu óra þingmannsafmæli Bernharðs Stefónssonar Hefur reynzt giftudrjúgur full- j trúi héraðsins Einn kunnasti og mikilhæfasti þingmaður Framsóknarflokksins Bernharð Stefánsson, 1. þing- maður Eyfirðinga, átti 30 ára þingmannsafmæli fyrsta vetrar- dag síðastliðinn. Var hann fyrst kjörinn þingmaður Eyfirðinga árið 1923 og hefur jafnan verið endurkosinn síðan. Aðeins einn núverandi þingmaður mun eiga jafnlangan þingmennskuferil að baki. Er það Jóhann Þ. Jósefs- son, þingmaður Vestmannaeyja- kaupstaðar . Kosningabaráttan hér 1923 var lengi í minnúm höfð, ekki sízt fyrir það, að þá kom fyrst fram á orrustuvöll stjórnmál- anna ungur bóndi, sem vakti mikla athygli f y r i r fágæta mælsku og orðsnilld og rökfast- an málflutning og mikla þekk- ingu á stjórnmálum landsins og atvinnuháttum þess. Þessi mað- ur var Bernharð Stefánsson, þá bóndi að Þvera í Öxnadal, og hann sigraði líka í kosningunni eftir harðan bardaga. Síðan hefur Bernharð marga hildi háð á sviði stjórnmálanna heima í héraði og í sölum Al- þingis og víðar, og jafnan beitt sömu vopnum og reyndust hon- um sigursælust 1923: einurð og festu í skoðunum, fullum dreng- skap og heilindum í málflutn- ingi. Þessir eiginleikar Bernharðs, samfara mikilli þekkingu á sögu landsins, atvinnuháttum og lög- gjafarmálum, hafa ekki aðeins dugað honum til þess að verða einn hinn nýtasti þingmaður fyrr og síðar, heldur einnig á- unnið honum vinsældir og virð- ingu langt út fyrir raðir sam- herjanna. Eftir 30 ára þingmennskuferil á Bernharð Stefánsson miklum vinsældum að fagna almennt í landinu, hvar sem menn annars standa í flokki. En samflokks- menn hans — og Eyfirðingar sérstaklega — hafa þó ríkasta á- stæðu til þss að þakka honum prýðilga unnin störf á vettvangi stjórnmálanna í þrjá áratugi. Trauslur þingfulltrúi — ein- lægur samvinnumaður Hér er ek-ki ætlunin að rekja æviferil Bernharðs eða þingsögu í einstökum atriðum heldur að- eins að minna á þessi tímamót. Um 20 ára skeið unnu þeir Einar á Eyrarlandi og Bernharð saman að framfaramálum hérað- sins og varð mikið ágengt, enda var samvinna þeirra hin ákjós- anlegasta. En þótt andstæðingar í stjórnmálum hafi farið með umboð héraðsins ásamt Bern- harð síðan 1942 hefur Bernharð aldrei látið ágreining við þá um almenn mál standa í vegi fyrir eðlilegri samvinnu um hagsmuna- og framfaramál hér- aðsins ,enda hafa þeir kunnað að meta drengskap og ágæta hæfileika Bernharðs og fylgt for ustu hans í þeim málum, er varð- að hafa hagsmuni héraðsins sér- staklega. Samvinnumenn hérað- sins mega og minnast þess á þessum tímamótum í ævi Bern- harðs, að hann hefur alla ævi verið traustur og einlægur sam- vinnumaður og einn hinn skel- eggasti talsmaður samvinnu- stefnunnar á þingi. Það er réttmætt og skylt að minnast þessa drengilega og á- gæta fulltrúa héraðsins á þingi á 30 ára þingmannsafmæli hans. Um langt skeið gegndi hann virðingarstöðum á Alþingi, sem verðugt var. Þótt hann hafi nú— af annarlegum ástæðum — ekki verið kjörinn til þeirra aftur, er víst, að álit hans og vinsældir meðal Eýfirðinga hafa ekki sett niður ,heldur þvert á móti. Þeir standa enn sem fyrr traustlega að baki sínum þaulreynda og ágæta þingmanni og treysta hon um sem fyrr til ódeigrar baráttu fyrir öllum góðum málum. DAGUR, 6. nóv. ferðabifreið héðan og haldið alla menn hans og Eyfirðingar — DA< Sjóslys og drukknanir nólega helmingi fleiri en venjulega og banaslys ó landi óvenju tíð Ár.;* 1,'Ao -------------------------------------—----- Árið 1953, sem nú er að líða, hefur verið óvenju mikið slysa- ár. 78 manns hafa farist af Is- lendingum hér við land og á landi, þar af eru drukknanir og sjóslys 39, nálega helmingi fleiri en venjulega, enda umferðarslys ekki talin þar með. I heildartölunni eru tvö dauða slys á útlendum mönnum, sem fórust af slysförum hér í þjón- ustu íslenzkra aðila. Samkvæmt s k ý r s 1 u , sem Slysavarnafélagið lét Alþýðu- blaðinu í té í gær, fórust með skipum 18, útbyrðis féllu vegna brotsjóa 6, af slysförum dó einn og 14 drukknuðu við land eða i ám og vötnum. Alls fórust 24 af ýmislegum dauðaslysum á landi öðrum en umferðarslysum. Fimm fórust af falli, þar af tveir af hestbaki, 3 dóu af slysförum við störf sín, 3 urðu úti, 4 létust af völdum bruna, 2 af köfnun, 5 af eitri og 2 fórust í snjóflóði. Þá fórust hér þrjár amerískar flugvélar og bjargaðist enginn af áhöfnum þeirra, alls 23 menn. Umferðarslys munu ekki hafa oriðð til muna fleiri á þessu ári en venjulega. Létust alls 15 menn af þeim sökum, þar af 15 í Reykjavík. Sex urðu fyrir bif- reiðum og slösuðust til bana, 3 dóu við árekstra, 2 er bifreið valt, 3 af falli af palli bifreiða og einn vegna viðgerðar á bifreið. Á árinu 1953 var bjargað fyrir atbeina Slysavarnafélagsins 30 mannslífum og 18 var bjargað af öðrum aðilum eða af sjálfs dáð- um úr bráðum háska. Þarna er þó ekki meðtalin öll sú mikla hjálp, sem björgunarskipin hafa veitt sjófarendum á árinu vegna þess, að skýrslur um það eru ekki tilbúnar. Sjúkraflugvélin flutti samtals 56 sjúklinga frá ýmsum stöðum á landinu fyrir utan öll leitarflug og aðra aðstoð og hjálp er flug- vélin hefur veitt, er báta hefur vantað, fólk týnzt o. s. frv. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — BEYKJAVtK

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.