Lögberg - 04.02.1954, Blaðsíða 3

Lögberg - 04.02.1954, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1954 3 íslenzk þjóðlög og söngvor Hugleiðing um lagasöfn og verk Hallgríms Helgasonar Undir þessari fyrirsögn riiar for- stjóri tónlistarkennaraskólans í Köln, dr. phil. prófessor Paul Mies, eftirfarandi grein í bunds- zeiiung. í september 1953. — Pró- fessor Mies hlaut doktórsgráðu í Bonn árið 1912 fyrir rit sitt „Uber die Tonmalerei." en síðan hefur hann ritað mikið um tón- listarmál 1. d. gefið úl 28 heíli og músiksafn fyrir skóla- og heim- ilishljómsveitir. Það er alkunna að hinir „þjóð- legu skólar“ í ýmsum löndum Evrópu náðu miklum þroska með hinni rómanjísku tónlistar- þróun 19. aldar. Þetta voru lönd sem fram að þessu höfðu ekki verið hlutgeng í flokki forystu- þjóðanna. Afstaða norrænu land- anna hefur hingað til ekki verið dregin nógu skýrt fram. Hið fyrsta norræna tónskáld, sem með verkum sínum vakti athygli í Mið-Evrópu, var Daninn Niels w- Gade (1817-1890). Hann hafði numið list sína í Leipzig og var mikils virtur af Robert Schu- mann og Felix Mendelsohn. Með Norðmanninum Edvard Grieg (1843-1907) barst bylgja tónlist- nrinnar einni kynslóð síðar enn- þá lengra mót norðri. Og atfur hafði námið verið sótt til Leip- zig- Allt fram til síðustu alda- mota bar hin nýstárlega list ^iegs skugga á næstum alla aðra norræna meistara, svo að flestir þeirra féllu fljótt í gleym- sku. Ég nefni aðeins tónskáldið Emil Sjögren (1853-1918) ,sem á smum tíma var á margra vör- um. En nú í dag sæta verk Griegs oréttilega sömu örlögum. Enn einni kynslóð síðar, árið 1865, fæddist stórmeistari Finn- lands Jean Sibelius, aldursfor- seti núlifandi tónskálda. Og með honum færðist bylgja tónlistar- innar enn á ný lengra í norður- att. Á sviði sönglagsins er Yrjö Kilpinen (f. 1892) merkur eftir- maður hans. Island er norðlæg- asta landið. Arið 1874 hélt það Þúsund ára landnámshátíð sína, °g 1930 minntist það þúsund ára afmæil hins elzta löggjafarþings í Evrópu. Þetta land nýttur þess veglega arfs að hafa til þessa dgas varðveitt tungu hinna fornu Germana, sem annars staðar er glötuð. Með Jóni Leifs (f. 1899) hefst þáttur íslands í evrópísku fónlistarlífi. Og með Hallgrími Helgasyni (f. 1914) hefir íslenzk fónlist eignazt nýjan og merkan fulltrúa. Samkvæmt eðli málsins hafa allar þjóðlegar stefnur það sameiginlegt, að þær láta sér annt um þjóðlög landsins og söngva, kappkosta að safna göml- um geymdum og skapa nýjar. ^annig skrifar Jón Leifs ritgerð- Irnar „Islenzk alþýðutónlist og germönsk tilfinning“ (Die Musik 16. árg. 1923) og „Islenzk þjóð- lög“ (tímarit um tónvísindi, 11. árg. 1929). Arið 1928 gaf hann út hefti með 24 íslenzkum þjóðlög- um, sem komu út í nýju upplagi með þýzkum þýðingum 1951 (for- lag Islandia). Þetta eru þjóðlög, sem hann safnaði 1952 á ferða- lagi um Norðurland. Hann hefir sniðið tónbálkinn aðallega eítir ferundum og fimmundum tví- söngsins, sem er nauðalíkur því fyrirbrigði í tónlistarsögu mið- alda ,er við nefnum „organum.11 Eyrir nokkru hefir Hallgrímur Helgason einnig lýst einkennum hinnar gömlu alþýðusöngmennt- ar á Islandi (í „Syngið og leikið“ svissneskt tímarit fyrir þjóðlega heimilistónlist, Zurich 1949). A ferðum sínum um landið hefir hann safnað lögum og kynnt ís- lenzka sönglist. Hið íslenzka lag skipar því breiðan sess í verk- um hans. Hér má gera greinarmun á brennskonar f1o k k u m verka. Eyrst og fremst koma gömul ís- lenzk þjóðlög, sem sýna hinn elzfa tónaforða Islendinga. Safn- ið „Tuttugu og fimm íslenzk þjóðlög," 3. hefti, er útkom 1944, inniheldur eingöngu slíkar minj- ar. 1 næsta flokki hefir Hallgrím- ur að leiðarorði ummæli íslenzks mannvirkja og hljóðfærasmiðs, Helga Helgasonar: „Við eigum ekki að setja útlend lög við ís- lenzk kvæði. Við eigum að semja lögin sjálfir.“ 1 tveimur heftum sem bera samheitið „organum“, „Vakna þú, lsland“ og „Farsælda frón“ með samtals 110 ísl. lög- um, birtir hann árangur þessar- ar viðleitni með nýjum útsetn- ingum. Auk hins ófeðraða lags fornra tíma og laga frá kunnum tónskáldum (Hallgrímur hefir sjálfur lagt allmörg lög af mörk- um) kemur hér í fyrsta sinn fram það, er Hallgrímur nefnir „hið nýja þjóðlag.“ Á ferðalögum sínum um Is- land hefir hann oft hitt fólk, sem að vísu kunni engin deili á fræðum söngmenntar í venju- legum skilningi en var þó gætt næmleik tóna og góðu hugviti. I mótsetningu við gömlu þjóð- lögin, „arfleifð fortíðar til nú- tíðar,“ kallar Hallgrímur þessi nýju lög „gjöf nútíðar til fram- tíðar.“ Þannig skýrir hann í for- mála að „Farsælda frón“ frá um- sögn konu nokkurrar á Aust- fjörðum, sem hér skal tilfærð: „Hjartfólgnustu hugðarefnin, söngur og hljóðfæraleikur, voru sýnir, sem engin von var til að í æskur minni aðeins draum- hvert nýtt lag lærði ég, og hvert myndu nokkurn tíma ræfast. En fagurt ljóð söng ég. Og vantaði lag við hugþekkt Ijóð, þá söng ég það með mínu eigin lagi. Þau lög lét ég engan heyra, og þess vegna gleymust þau nær öll. Þráin til að tjá mig í tónum ólg- aði í huga mínum allt frá bernskuárum , þótt enginn fengi að vita það fyrr en börn mín fóru að vaxa úr hýði. En þá hafði ég ekki aðstöðu til að afla mér þeirrar menntunar, sem þarf til að fá þrá sinni fullnægt. Ég varð að láta mér nægja að raula þessi fábrotnu stef. Og ef ég yrði að hætta því, væri það hið sama sem að banna hungruð- um manni að matast, því að lög- in hafa verið knúin fram af innri þörf. Þau urðu blátt áfram að fá útrás. En það veit enginn nema sá, sem reynt hefir, hvílík sálar- kvöl það er, að finna sig skorta menntun og tækni til að tjá sig til fulls.“ — Þetta eru því ekki gömul lög, sem enn búa í minni gamla fólksins, heldur ný lög, til orðin með sama hætti og þjóð- lög, sem endur fyrir löngu hafa skapazt í hugum landsmanna. 1 raun og sannleika eru hin mörgu lög hinnar 48 ára gömlu íslenzku konu, Ingunnar Bjarnadóttur furðuleg. Furðuleg í lagrænni línu sinni, fastri mótun og fjöl- breytilegu formi. Lagasöfn Hall- gríms er hægt að leika á píanó. En þau eru víða þannig útsett, að líka má syngja þau með fjór- um blönduðum röádum. Radd- færslan er mjög tilbreytingarík. Það er t. d. lærdómsríkt að bera saman hinar ýmsu raddsetning- ar á laginu „Island, farsælda frón.“ Jón Leifs birtir lagið í mynd hins forna tvísöngs: sam- stígar ferundir og fimmundir einkenna allan gang raddanna. Hallgrímur þræðir svipaðar leið- ir í „íselnzk þjóðlög,“ 4. hefti, en bætir við sjálfstæðri bassarödd. Hins vegar er raddbúningur hans í „Farsælda frón“ miklu harðari, að skapi nútímans, en er þó runninn af norrænni rót. Rétt til gamans skal þess getið að í „íslenzk þjóðlög“, 4. hefti, er lag við óð Horatius „Integer vitae,“ sem fyrrum var svo mikið sung- inn. Sem heild gefa þessi laga- söfn háar hugmyndir um auð ís- lenzkra söngstefja og þá ekki síður um ríkulegan og marg- breytilegan búnað, sem Hallgrím ur hefir lagt þeim til. Meðal verka Hallgríms Helga- sonar vil ég sérstaklega benda á sérstakan flokk, en það eru eigin tónsmíðar hans, er hann vinnur úr íslenzkum þjóðlögum. Fyrst nefni ég stutta andlega mótettu „Svo elskaði guð auman heim,“ í raddfleyguðum (pólýfónum) tónbálki, er hljómar sérdeilis vel og sneiðir skírlega hjá öllu smá- gengi tóna (krómatík). Mótettan .JÞitt hjartans barn“ er einnig byggð á andlegum texta. 1 upp- hafi verksins stendur íslenzka þjóðlagið á einföldum fjórradda tónbálki; síðan er á mjög hug- vitssamlegan hátt unnið úr þessu frumstefi eins og mótettuformið krefst. I þriðja lagi nefni ég fjór- radda kórmadrigal „Siglir dýra súðin“ við ljóð Einars Benedikts- sonar. Hér er minna skeytt um fleygun radda, meiri áherzla lögð á hljóðfall. Að lokum hefir Hallgrímur notað íslenzkt þjóð- lag sem uppistöðu í píanósónötu sína nr. 2. Þetta verk er venju- lega sterkt í tjáningu og auðugt að tilbreytni, en þar er þjóðlagið aflgjafi fyrir alla stefjaþróun verksins ,en birtir það eiginlega ekki sem samfellda heild. Þessi sónata er mjög vel fallin til að sýna á hvaða stigi tónlist nútím- ans á íslandi stendur. Megi þessi grein hvetja sem flesta til þess að kynnast og láta hljóma tónlist þessa norðlægasta lands, sem síðast varð til þess að fylla hóp hinna þjóðlegu skóla. Þróf. dr. Phil Paul Mies. — VISIR, 30. nóv. Til fróðleiks og skemmtunar í Ijóðum og lausu máli Svipmyndir frá yngri árum Á vetrarvertíðinni 1925 var tíðin ákaflega stirð, mátti segja, að hvert áhlaupið ræki annað, allt frá áramótum til sumar- mála, enda urðu þá mikil mann- og skipatjón. Þessa umræddu vertíð var ég skipverji á s/s. Þorsteini frá Reykjavík, en það var gufuskip, 149 br. lestir. Nú heitir þetta sama skip Sigríður, S. H. 97. Það mun hafa verið keypt hingað til lands haustið áður, þá 5 ára gamalt. Skipstjóri var Björn Jónsson frá Ánanaustum, víðkunnur sæ- garpur og farsæll aflamaður frá skútutímabilinu. Stýrimaður var Magnús Guðmundsson frá Trað- arbakka, og flestir hásetarnir frá Akranesi, þ. á m. Sigurdór Sig- urðsson frá Mel, allt ungir og frískir strákar, sem ekki kölluðu allt ömmu sína. Við fiskuðum með línu fram á páska, aðallega í Faxaflóa, en vorum eftir páska með net fyrir sunnan land. Aðfaranótt 1. fe- brúar lögðum við lóðir okkar djúpt í Miðnessjó, 1 hægu veðri, en dimmu. I birtingu um morguninn vor- um við kallaðir til að draga lín- una. Ég vaknaði sem aðrir og dró mig fram úr rúminu, en fann fljótt að breyting var á veðri og sjó, þá kom þessi vísa í hug mér: Magnast skvak um Miðnessjó marra taka strengir, nú er hrakin rekkjuró röskir vaki drengir. Þegar ég var kominn á þiljur, urðu þessar til: Sjónhring þoka og þrumuský þrungin hroka troða, austan rok með reiði gný reisir hokinn boða. Léttan Unni dansa í dag — dróttir Sunnu tregar — sveinum kunnan sungu brag sízt þó nunnu-legar. Dömur í fríi dæsandi drósir hlýju snauðar, hörpu knýja kvæsandi Kári að skýjum gnauðar. Títt um sundin sýnir völd siglu-hundinn skekur, sjómannlundin létt en köld látum hrunda tekur. Orra-fundinn seggir sjá svaðilstundir könnum. Kreppist mund og hvessist brá knáir skunda’ að önnum. Línudrátturinn gekk vonum framar, en baráttulaust var það ekki og tók allan daginn. Aflinn var í minna lagi eins og oft á sér stað þegar vont er í sjóinn, því að þá hrekkur margur fisk- urinn af áður en honum er náð; Seint um kvöldið höfðum við landkenningu af Garðskaga-vita, en þá var vindurinn genginn til S.V. með éljum. 1 röstinni var sjór úfinn, en Þorsteinn fór vel á „lenzinu". Þá varð þessi vísa til: Hrynja faldar freyðandi feiknleg aldan drynur, hranna’ 1 skvaldri skeiðandi skeiðin valda stynur. Áfram var haldið til Kefla- víkur og þar lagst fyrir akker- um. Að því búnu bjuggu menn sig til að gera að aflanum, en áður var þó komið við í eldhús- inu og drukkið kaffi. Þá stund skröfuðu menn um daginn og veginn, en einnig um þennan erfiða dag. Þá gerði Sigurdór þessa ágætu vísu: Þessi róður reyndi’ á móð og rekka góð tilþrifin Þorsteinn óður áfram vóð Ægis-blóði drifinn. Á sumardaginn fyrsta 23. apríl vorum við staddir austur við Vestmannaeyjar við þorskaneta- drátt. Við Sigurdór vorum á- samt fleirum að greiða niður netin. Þá var veðrið blítt og gott, glampandi sólskin og sléttur sjór. Var þá rabbað um eitt og annað. M. a. barst talið að veðr- inu, breytileik þess og sjávars- ins. Þá kastaði Sigurdór fram þessum vísuhelming: Sumar-mála blessuð blíða bætir sálar þungan hag • Ég var þá ekki reiðubúinn að svara, en stuttu síðar kom þessi vísupartur fram í hugann, en þá urðu til eftirfarandi sumar- málavísur, en vísuhelmingur Sigurdórs var felldur þar inn í 3. vísu óbreyttur: Sumarmálin 1925 Þessi vetur vék frá garði við hann situr minning köld angurs-hretin marga marði munu þess geta sagnaspjöld. Storma þungur þótti ’ann löngum þrávalt sungu élin ströng, boðar sprungu’ á brimilsstöngum bliku þrungin stjörnugöng. Vers um ála áttu víða ítar táli þrunginn slag, sumarmála blessuð blíða bætir sálar þungan hag. öll él birta upp um síðir oft þó syrti’ að langa hríð sumarskyrtu sól nú skrýðir svellum firrta strönd og hlíð. Guðmundur Björnsson, frá Arkarlæk —AKRANES Sérstök kjörkaup Rýmingarsala á loðkápum No. 1 Russian Persian Lamb Coats Reg. from $350.00 to $795.00 Special—$215.00 io $485.00 No. 1 High Quality Hudson Seal Reg. $525.00 — Special $445.00 No. 1 Muskrat Centre Backs Reg. 395.00 — Special $250.00 BeauUful Sheared Beaver Coats Made to Order, from J550 to $650 Fur Jackets, $50.00 Silver Tone Raccoon Reg. $295.00 — Special $165.00 Edgar Levant Furs REPAIRS and REMODELING 287 Edmonton St. Phone 93-3996 Business and Professional Cards Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega penlngal&n og elds&byrgB, bifreiBa&byrgB o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.00 p.m. Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 832 Slmcoe St. Winnipeg, Man. ------------------------1 Dr. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216 Dr. ROBERT BLACK SérfræCingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimaslml 40-3794 Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargeni Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 Thorvaldson. Eggertson. Bastin & Slringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. • PHONE 92-8291 Hofið Höfn í huga Heimili sólaetursi»arnanna. Icelandic* Old Folks’ Home Soc-, 3498 Osler St., Vancouver, B.C, CANADIAN FISH Aristocrat Stainless PRODUCERS LTD. Steel Cookware J. H. PAGE. Managing Director For free home demonstrationa with- out obligation, write. phone or caU Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET 102-348 Main Slreet, Winnipeg Phone 92-4665 Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917 “The King of the Cookware" Offlce Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Minnist BETEL Selur líkklstur og annast um út- farir. Allur (ÚtbúnaBur sá bezti. StofnaC 1894 SlMI 74-7474 Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Matemity Pavilion General Hospital NelTs Flower Shop Weddlng Bouquets. Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Bes. Phone 74-8753 Lesið Lögberg SELKIRK METAL PRODUCTS Reykh&far, öruggasta eldsvörn, og ftvalt hreinir. Hitaelningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldl- vlö, heldur hita fr& a6 rjúka út meC reyknum.—SkrifiC, slmiC til KELLT SVEIN8SON 825 Wall St. Wlnnipeg Just North of Portage Ave. Slmar S-3744 — 3-4431 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance ln all lts branches Real Estate • Mortgages • Rentab 310 POWEB BUILDING Telephone 83-7181 Res. 48-3488 LET US SERVE YOU S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg PHONE 82-4824 í erfðaskróm yðar. Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederation Llfe BuUdlng WINNIPEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker. Q.C. B. Stuart Parker. A. F. Kriatjamaon 500 Canadlan Bank of Commerce Chambers Winnlpeg, Man. Phone 82-3581 G. F. Jonasson, Prea. Sc Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Diatrlbutora of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slml 92-6327 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphln, Manitoba Elgandi ARNI EGGERTSON Jr. Van's Efectric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMTRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-48J-0

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.