Lögberg - 04.02.1954, Page 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1954
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Gefið út hvern fimtudag aí
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 743-411
Verð $5.00 um árið — Borgist fynrfram
The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Wlnnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Heilsa og líf
Einn hinn víðfrægasti stjórnmálamaður síðari alda,
Benjamín Disraeli, lét eitt sinn þannig ummælt í ræðu
varðandi líf og heill þjóðfélagsins:
„Heilbrigði þegnanna er sá grundvöllur, er hamingja
þeirra og velferð ríkisheildarinnar hvílir á; þetta er algild-
andi lögmál, sem öllum ber að virða, því brot gegn því
hefir sín grimmilega".
„Þegar að lífsins löngun hverfur
lífið er eðli sínu fjær“.
A öldinni, sem nú er að líða hafa mörg og mikilvæg
fræðsluöfl komið til liðs við lífið sjálft, öfl margvíslegrar
heilsuverndunar, er að því miða, að létta mannkyninu
göngu sína á þessari jörð og auka á lífshamingju þess.
Læknavísindin eru á hraðri sigurför um heiminn og
færa út landnám sitt jafnt og þétt; mannsaldurinn hefir
lengst að mun vegna tækilegrar þekkingar og bættra lífs-
siklyrða; almennum þrifnaði hefir skilað ört áfram, en slíkt
stafar á hinn bóginn frá bættum húsakynnum og hollari
fæðutegundum; holdsveiki hefir víða verið alveg útrýmt,
baráttan við hvítadauða er orðin sigursæl og afarmikið hefir
unnist á í viðureigninni við krabbasjúkdómana, þótt enn
sé þar eigi fullnaðaráfanga náð.
Umbætur á vettvangi heilbrigðismálanna spara milj-
ónir mannslífa hvert einasta ár og mætti þó betur vera, ef
einstaklingarnir vörpuðu ekki öllum sínum áhyggjum varð-
andi heilsuna upp á stjórnarvöldin í stað þess að vinna að
því í fullum trúnaði sjálfir að lifa heilbrigðu og skynsam-
legu lífi og hætta að eltast við skuggann sinn.
Margir menn greiða þungan skatt vegna vanhirðu um
heilsu sína og taka augnablikssvölun fram yfir reglubundið,
nytsamt starf og holla hvíld; og svo bölsótast þeir ofan í
kaiípið fái þeir snert af kveisu og háma í sig kynstrunum
öllum af pillum, sem þeir naumast vita nafnið á; slíkt kann
ekki góðri lukku að stýra og endar jafnaðarlegast með
skelfingu.
Lífið er ekki til þess gert, að leika sér með það eins og
hvert annað barnaglingur; tilgangur þess er æðri en svo.
Skeiki alt að sköpuðu á heilsa og líf að haldast í hendur í
órjúfandi samræmi.
☆ ☆ ☆
Rauði krossinn
Um jólaleytið sagði stjórnarnefnd Rauða krossins í
Manitoba frá því í útvarpinu, að þurð væri á vissri tegund
blóðs á miðstöð stofnunarinnar og fór því fram á að einstakl-
ingar gæfi sig fram til bljóðgjafar eins fljótt og framast
mætti auðið verða; svo drengilegar voru undirtektirnar, að
hinn 4. janúar frá kl. 9.30 f. h. til kl. 1.30 e. h., gáfu sig fram
139 manns. Svona eiga sýslumenn að vera.
Ársfundur þessara mikilvægu samtaka verður haldinn
hér í borginni hinn 16. yfirstandandi mánaðar að Red Cross
Lodge, Woodlown Street, St. James; mikið veltur á, að
deildir víðsvegar um fylkið haldi fundi, kjósi erindreka og
geri stjórnarnefndinni aðvart um nöfn þeirra í tæka tíð, því
slíkt styrkir samstarfið til muna.
Akveðið hefir verið, að safna í sjóð Rauða krossins í
þessu landi í ár upphæð, sem nemur $5,422,850, en ætlast
er til að íbúar Manitobafylkis leggi fram $360,700 og er
upphæðin nokkru meiri, en sú í fyrra; ekki ætti það að
verða neinum sérlegum vanda bundið að afla þessarar
fjárhæðar því yfir höfuð má hagur almennings teljast góður
og samheldni góð, er um mikilvæg velferðarmál ræðir.
Um þessar mundir vinnur aðalskrifstofa Rauða kross-
ins að því að dreifa út um landið auglýsingum og ritlingum
í því augnamiði að greiða fyrir fjársöfnuninni og er þess
að vænta að slíkt fræðsluefni lendi ekki í ruslakörfunni,
heldur verði vandlega íhugað og lesið.
Fram að 1. september árið, sem leið, var 500 mílna
svæði milli The Pas og Churchill án læknisaðstoðar og
hjúkrunarþjónustu; nú hefir úr þessu verið bætt á þann
hátt, að tekinn hefir verið til afnota járnbrautarvagn, er
þjóðbrautakerfið lagði til, er veitt getur fullkomna hjúkr-
unaraðstoð, en yfirumsjón hefir Manitobadeild Rauða
krossins með höndum í samvinnu við heilbrigðismálaráðu-
neyti fylkisins; þetta nýmæli er einstætt í sögu Canada og
spáir góðu um heillavænlegan árangur.
Yfirmaður Rauða krossins í landinu, Dr. W. S.
Stanbury, sem nýlega var á ferðalagi vestanlands og heim-
sótti Manitoba, lagði sérstaka áherzlu á það, að auka yrði
blóðgjafirnar því nú væri sýnt, að bæta yrði við blóð-
forðann í fylkinu að minsta kosti 200 flöskum á viku til
Gamma Globulin gerðar vegna lömunarveikinnar, er árið,
sem leið varð ein meiriháttar landplága.
Mannúðin á hauk í horni þar, sem Rauða kross sam-
tökin eru og er þess að vænta, að fylkisbúar minnist drengi-
lega þessa óskabarns síns, er áminst fjársöfnun hefst.
Ný vestur-íslenzk kvæöabók
Eftir DR. RICHARD BECK
Það má teljast nokkur við-
burðar meðal okkar íslenzkra
Vestmanna, þegar út kemur ný
bók eftir einhvern úr okkar hópi
ekki sízt, ef um íslenzka ljóða-
bók er að ræða. Nýjasta bók af
því tagi, sem mér er kunn’ugt
um og borist hefir mér í hend-
ur, er kvæðasafnið Fleygar eftir
Pál Bjarnason, er út kom síðast-
liðið sumar, allmikil bók að
stærð og vönduð að ytri frá-
gangi, gefin út á kostnað höf-
undar, en prentuð hjá Columbia
Press Ltd. í Winnipeg.
Hefir þessarar bókar þegar
verið næsta ítarlega getið í grein
hér í blaðinu eftir dr. Sigurð J.
Jóhannesson skáld, sem og í rit-
stjórnargrein í Heimskringlu, og
voru báðar þær umsagnir mjög
vinsamlegar og sanngjarnar að
sama skapi. Eigi að síður þykir
mér hlýða að fara um þessa
kvæðabók nokkurum orðum, þar
sem höfundur hennar sýndi mér
þann vinsemdarvott að senda
mér hana.
I ritdómum mínum og rit-
fregnum hefi ég tamið mér þá
reglu, að leitast við að gera mér
grein fyrir þeim tilgangi, sem
höfundurinn stefnir að með rit-
verki sínu, og dæma verk háns
síðan í ljósi þess tilgangs, eins
langt og sá mælikvarði nær. Nú
vill svo vel til, að Páll Bjarnason
hefir í formálanum að kvæðabók
sinni glöggt og skilmerkilega
skýrt frá viðhorfi sínu til skáld-
skaparins, og fer um þá afstöðu
sína þessum orðum, eftir að hafa
vikið að réttritun bókarinnar:
„í öðru lagi er það, að safnið
er því nær laust við hin svo-
kölluðu náttúruljóð, sem svo al-
mennt eru dáð. Ég hef sem sagt
aldrei getað fundið til sérstakrar
hrifningar við hið stóra í náttúr
unni, frekar en hið smáa; og
ekki heldur hef ég getað gert
upp á milli litanna, sem fyrir
augun ber. Ég veit ekki hvort
hið græna eða rauða er neitt feg-
urra en blátt eða gult, því sólar-
ljósið, sem svo margir lofa, inní
bindur alla liti — og fyrirgerir
þeim um leið. Og satt að segja
hef ég séð öllu meira af hinu
ljóta og ónotalega í náttúrunni
en því, sem í verunni er til gagns
og gleði. Frumkvæðin eru því
eðlilega frekar áróðurs-og ásök-
unar-ljóð en lofsöngvar.“
Hvort sem menn eru sammála
höfundi eða ekki um þetta við-
horf hans til skáldskaparins, þá
á það vitanlega fyllsta rétt á sér,
og hverju skáldi hollast, og lík-
legast til frjósamra afreka í
ljóðamenntinni, að reynast sem
trúastur sínu innsta eðli. í því
sambandi er, hinsvegar, ekki ó-
réttmætt að benda á hitt, að hin
fremstu skáld á öllum öldum
hafa látið sér sæma að yrkja
náttúrulýsingar, og þá einnig
það ágætisskáldið íslenzka, sem
höfundur þessarar kvæðabókar
mun hafa hvað mestar mætur á
og er andlega einna skyldastur
— Þorsteinn Erlingsson; en eins
og alkunnugt er orti hann gull-
fagrar náttúrulýsingar samhliða
hinum snjöllu ádeilukvæðum
sínum. Eigi skal þó lengra farið
út í þá sálma, en snúið sér að
umræddri kvæðabók.
Flest af kvæðunum eru frá
síðustu 20 til 25 árum, með öðr-
um orðum, ort síðan höfundur-
inn varð hálf-fimmtugur og
fram að sjötugsaldri, en hann
náði nýlega því virðulega aldur-
stakmarki. Kvæðin bera þess
einnig ótvíræð merki, að þrosk-
aður maður og hugsandi stendur
að baki þeirra, enda er þar víða
komið við og margt skynsamlega
athugað og sagt.
öndvegi skipa ættjarðarkvæð-
in, þrungin ríkum ræktarhug í
hennar garð og aðdáun á sögu
Islands og menningu þjóðarinn-
ar. Er það þeim mun eftirtektar-
verðara, þegar haft er í huga, að
höfundurinn er fæddur hér vest-
an hafs og hefir aldrei ættjarð-
arstrendur augum litið. Hugur
hans til Islands kemur fallega
fram í þessu erindi úr kvæðinu
Fjallkonan“, upphafskvæði bók
arinnar, sem ort mun í tilefni af
Alþingishátíðinni 1930:
Og þótt þú sért lúin og hárið
þitt hvítt,
af hörmungum liðinna tíða,
þitt andlega sáðfræ er óspilt og
nýtt,
og uppskeran blessast, þótt jörð-
in sé grýtt.
Eitt smáblóm við hjarta þér
hefði ég knýtt,
ef hægt væri fegurð að prýða.
Af skyldum ræktarhuga
spunnin og ættjarðarkvæðin
eru byggðakvæði höfundar, svo
sem hið hlýja kvæði „Sveitin
mín“ til æskustöðva hans, Vik-
urbyggðarinnar í Norður Da-
kota, mjög í anda hins fagra og
vinsæla kvæðis Sigurðar frá
Arnarvatni „Blessuð sértu sveit-
in mín“, enda
bragarhætti.
Skal þá vikið að þeim kvæð-
unum, sem skoðast mega al-
menns efnis, og þykir mér „Haf-
ið“ einna tilkomumest þeirra, og
þá sérstaklega lokaerindið:
útgáfuna í fang. I sinum upphaf-
lega búningi eru flest þeirra að
einhvxerju leyti merkileg, og
nokkur af þeim löngu orðin
heimsfræg. Sum þeirra hafa
verið þýdd einnig af öðrum, svo
sem Einari Benediktssyni, Eyj-
ólfi Melan, Magnúsi Ásgeirs-
syni, St. G. Stephanssyni og
fleirum, og mætti því kanske á-
lítast óþarft af mér að auka á
það upplag. En fyrst og fremst
er það, að í mörgum tilfellum
varð ég fyrri til en hinir, þó
ekki hafi nema sumt af því birzt
fyr en nú; og svo er „góð vísa
aldrei of oft kveðin“, að sögn,
ef rétt og hönduglega er með
farð. En það er fyrir lesendur að
dæma um. Sjálfur er enginn
fyllilega fær um að verðleggja
sín eigin verk.“
Auk margra annarra kvæða,
hefir Páll snúið á íslenzku þess-
um víðfrægu styttri kvæðum:
„Óbugaður“ (Invictus) eftir Wil-
liam Henley, „Regndagurinn“ og
„Örin og ljóðið“ eftir H. W.
Longfellow, „Tréð“ eftir Joyce
Kilmer, og „Brjót, brjót, brjót“
ort undir sama og yfir brimgarðinn“ eftir
A. Tennyson. Hafa flest þessara
kvæða einnig verið þýdd af öðr-
um á íslenzku, og sum þeirra til
í mörgum íslenzkum þýðingum,
svo sem hið síðasttalda snilldar
smákvæði Tennysons. Vart held
ég verði annað sagt, en þýðingar
Páls á umræddum kvæðum séu
yfirleitt vel af hendi leystar, en
snjöllust virðist mér þýðingin á
hinu margdáða kvæði Kilmers.
Prýðileg er einnig þýðingin á
smákvæðinu „Kallið“ eftir Ed-
ward Davison, sem er á þessa
leið:
Við fótastól þinn stend ég, haf,
og stama lofgjörð mína;
og öll mín hugsun heillast af
að horfa á kvikmynd þína.
Þig aðeins hæðir mannlegt mál;
þar mætast afl pg gifta.
En við það stækkar sérhver sál
að sjá þig hami skifta.
Eins og höfundur tekur fram í
formálsorðum sínum, eru hin
frumortu kvæði hans þó löng-
um, beint eða óbeint, „áróðurs-
og ásökunarljóð“, svo að notuð
sé skilgreining sjálfs hans. Bera
ádeilukvæði hans vitni vakandi
áhuga hans á þjóðmálum, rót-
tækum skoðunum hans og um-
bótaþrá, hverjum augum, sem
lesendur kunna annars að líta á
þau frá skoðanalegu og skáld-
skaparlegu sjónarmiði. Á hinn
bóginn má sjá þess glöggan vott
í tækifæriskvæðum hans, að þó
hann hafi opið auga fyrir ágöll-
um þjóðfélagsins og meinsemd-
um þjóðlífsins, kann hann einn-
ig að meta manndóm, drengskap
og vinatryggð.
Hefir höfundur ennfremur
tekið þann kostinn að „koma til
dyranna eins og hann er klædd-
ur“, í þeim skilningi, að hann
tekur upp í kvæðasafn sitt ljóða-
bréf og annað kvæðakyns, sem,
eins og hann viðurkennir, er
bæði staðbundið og á aðeins
stundargildi, en stuðlar jafn-
framt að því, að lesendur fái sem
fyllsta mynd af skáldinu. Hefir
það sjónarmið mikið til síns
máls, enda á það marga formæl-
endur.
Kemur þá að þeim þætti bók-
arinnar, sem sérstaklega varð til
þess, að ég taldi mér skylt að
minnast hennar að nokkuru, en
það eru hinar mörgu og athyglis-
verðu þýðingar erlendra merkis
kvæða á íslenzku; um þær fer
þýðandinn einnig þessum orðum
í formála sínum:
„Loksins er höfuð-skýringin
sú, að þýddu ljóðin í safni þessu,
fullur þriðjungur bókarinnar,
eru aðal-orsök þess að ég færðist
Nú sól á bak við hnúkinn hnigin
er.
I hægum vindi flögrar lævirk-
inn.
Eitt endur-tillit, dreymið, dugir
mér
til dalsins, þar sem bjó hann
faðir minn.
Því autt er kotið, fallin hurð og
hlið.
Til heiða býst ég gegnum rökkur
skóg,
unz nætur-brjóstin loksins legst
ég við
og læt mig dreymaJiarnsins hug-
ar-fró.
Nú glætan hinzta flýr að út-
heims ál.
Mig áfram laðar nótt við töfra-
seið.
En blítt úr fjarska berast duliðs-
mál.
Mér bendir óþekkt hendi fram á
leið.
Páll þýðir einnig „Excelsior“
og „Óð lífsins“ eftir Longfellow,
en löngu áður hafði Steingrímur
Thorsteinsson þýtt hið fyrr-
nefnda, en séra Matthías Joch-
umsson hið síðarnefnda, eins og
kunnugt er. Nákvæmar eru þýð-
ingar Páls á kvæðum þessum,
en taka þó, að öllu athuguðu,
vart fram þýðingum hinna
gömlu meistara. Þýðing Páls á
„Óð lífsins“, þó hún þræði að
ýmsu leyti betur frumkvæðið,
heggur einnig eigi ósjaldan
nærri orðalagi séra Matthíasar.
Skal þá sérstaklega vikið að
þrem meiriháttar merkiskvæð-
um, sem Páll hefir þýtt, en það
eru kvæðin „Kuðungurinn" eft-
ir O. W. Holmes, „Maðurinn með
Hlújárnið“ eftir Edwin Mark-
ham, og „Ef“ eftir Rudyard Kip-
ling. Af hinu meistaralega
kvæði Holmes eru einnig til ís-
lenzkar þýðingar eftir þá Einar
Benediktsson, Stephan G. Steph-
ansson og Pál V. Kolka lækni.
Hið margdáða og áhrifamikla
kvæði Markhams þýddi Sigurð-
ur Júlíus Jóhannesson fyrir
löngu síðan (prentað í kvæðabók
hans Kvistum 1910); en af hinni
mælsku lögeggjan Kiplings man
ég í svipinn eftir ekki færri en
hálfri tylft íslenzkra þýðinga
eftir skáld vor beggja megin haf-
sins, og eru þeir öndvegisskáld-
ið Stephan G. Stephansson og
þýðingasnillingurinn Magnús
Ásgeirsson í hópi þýðendanna.
Er á þetta bent lesendum til
fróðleiks, en eigi til þess að gera
lítið úr þýðingum Páls af kvæð-
um þessum ,sem yfirleitt eru
bæði trúar frumkvæðunum og
að öðru leyti harla eftirtektar-
verðar, ekki sízt þýðingin á
„Kuðunginum“, en það kvæði er
á frummálinu óvenjulega hugs-
un hlaðið og ljóðformið rígneglt
að sama skapi. Nýtur kvæðið sín
því bezt í þýðingunni, ef það er
lesið í heild sinni.
Er enn ógetið mestu þýðinga
Páls, en þær eru „Grafreiturinn”
eftir Thomas Gray, „Rubáiyát"
eftir Omar Kháyyám, og „Fang-
inn í Reading“ eftir Oscar Wilde.
Hér er sannarlega ekki ráðist á
garðinn þar, sem hann er lægst-
ur, því allt eru þetta stórbrotin
kvæði um efni Og snilldarleg
um meðferð þess, enda löngu bú-
in að hljóta sinn fasta frægðar
sess í bókmenntunum. Saman-
burður við frumkvæðin leiðir
einnig í ljós, að Páll hefir í heild
sinni komist mjög sómasamlega
frá því vandaverki að þýða þessi
kvæði. Með því er ekki sagt, að
þýðingar hans jafnist um allt á
Framhald á bls. 8
BIOOD
Hdffákt POUO
t * ** > ♦ * f * t Jt $ i $
SPACE
CONTRIBUTED
B Y
DREWRYS
MANITOBA
D I V I S I O N
WESTERN
CANADA
BREWERIES
L I M I T E D
Yfir 790 úfibú
Royal bankinn canadiski er stærsti banki í Canada með útibú
svo að segja um víða veröld. Sérhvert útibú er trygt með öllum
eignum bankans og eru því peningar yðar ávalt í öruggri vernd.
Þér getið byrjað sparisjóðsreikning með $1.
Viðskipti yðar eru kærkomin!
THE ROYAL BANK
CANADA
Hvert útibú nýtur trygginga allra eigna bankans,
sem nema yfir $2,675,000,000.