Lögberg - 25.02.1954, Síða 1

Lögberg - 25.02.1954, Síða 1
Phone 72-0471 barney^s service station NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs PROMPT - COURTEOUS - DEPENDABLE ÁDOLPH'S TAXI Round. The Clock Service 59-4444 52-6611 401 PRITCHARD AVE. SPECIAL RATES ON COUNTRY TRIPS WEDDINGS FUNERALS 67. ÁRGANGUR WINNIPEG.FIMMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1954 NÚMER 8 Bréf fró Blönduósi Öldungur hniginn í val 11. janúar 1954 Rev. V. J. Eylands, D.D., R.F. Winnipeg. Kæri vinur: bið þig að flytja kærar þakkir þeim löndum, sem stóðu fyrir og höfðu með höndum leik- sýningu til ágóða, fyrir spítala- ^ygginguna okkar hér á Blöndu- osi 0g þá rausnarlegu gjöf, $160.00, sem þeir sendu okkur. Góð þykir okkur sú gjöf, en enn þá betri sá vinarhugur og rækt- arsemi, sem hún er sprottin af °g að vísu kom mér ekki á óvart eftir þá reynslu, sem ég hlaut af bugarfari ykkar til gamla lands- íns í ferg minni vestur. Mér verður oft hugsað til allra þeirra morgu landa, sem mér var svo ftnkil og óblandin ánægja að bynnast þá, enda reyni ég að Wlgjast með högum ykkar, eftir því sem föng eru til, m. a. með því að lesa alltaf bæði vestan- blöðin. Það stóð svo illa á fyrir mer síðastliðið sumar, að ég gat ekki farið til Reykjavíkur til Þess að taka á móti Vestur-ls- lendingahópnum, er hann kom i'ii landsins, en það hafði ég bugsað mér. Aftur á móti höfð- Uln við þá ánægju að hafa hjá °kkur hér á Blönduósi í nokkra baga Mrs. Bernhöft frá Norður- Uakota og son hennar, Mr. W. bternhöft frá Los Aengeles, en blrs. Bernhöft er Húnvetningur °g var að vitja bernskustöðv- anna. Um spítalabyggingu okkar er það að segja, að hún hefir gengið míög vel fram að þessu, en þetta er stórt og mikið hús, enda mun það kosta 4—5 miljónir króna. Verður þar sjúkradeild fyrir 30 sJuklinga, hjúkrunarheimili fyr- *r 24—28 gamalmenni, klinik yrir héraðið og auk þess íbúð yrir yfirlækni, aðstoðarlækni og allt annað starfsfólk. Ekkert hér- á Islandi hefur ráðist í svo myndarlega sjúkrahúsbyggingu, ef miðað er við fólksfjölda, enda efur þetta hérað lagt landinu til yrnsa helztu forustumenn þess á Syiði heilbrigðismála, eins og þér m kunnugt um sem gömlum Hunvetningi. Fjár til þessa fyrirtækis er að talsverðu leyti aflað með frjáls- Um samskotum, m. a. með því að .? ^ gefur minningargjafir um atna ástvini og ættingja og verða þá myndir þeirra festar UPP í húsinu. Mér hefur borizt ?m sHk minningargjöf vestan um ’ trá dætrum Þorleifs á Enni. g sé, að dauðinn er að höggva & arð í íslenzka ættgarðinn fyrir vestan hafið, eins og við er að Uast. Hef ég séð þar á bak forn- ?num mínum Ásmundi P. Jó- annssyni og Arinbirni Bárdal °g þeim séra Agli Fáfnis og Sig- Ur 1 Sigurgssyni kaupmanni í ^algary, sem báðir sýndu mér 1 a °g elskulega gestrisni. yeiSitími ^amlengdur nn^ð,Því er Mr. S. Sigurdsc sjonarmaður fiskiveiða fyr í °.n Manitobast j ór nar skýr ra hefir vetrarvertíðin á Wx: ifi fe^0s^s °g Manitobavatni ve m framiengd um hálfan mánu s- , . er’ a® yfirstandandi vert síða^fi-*31^3 * sö§u fylkisins ««as hðln , . hefir veriS gert á vei varðandi Winnipegvatn. Ég sendi þér hér með myndir af spítalabyggingunni, sem mér þætti vænt um, að blöðin vildu birta, svo að löndunum gefist kostur á að sjá þetta myndarlega hús. Hér hefur verið svo gott ár- ferði, að elztu menn muna varla annað eins. Sumarið var með af- brigðum gott og veturinn svo mildur, að lengst af í vetur hefur verið blíðviðri, stundum 40—50 á F., jörð oftast alauð hér norður í landi og ár og vötn ófrosin. Ég bið þig að skila kærri kærri kveðju til fjölskyldu þinn- ar og sameiginlegra vina okkar beggja og óska ég ykkur öllum, mínum ágætu löndum, farsældar og blessunar á þessu nýbyrjaða ári. Þinn einlœgur vinur P. V. G. KOLKA Hinn 9. þ. m., lézt að eilliheim- ilinu Betel á Gimli Árni Thord- arson 95 ára að aldri, fæddur að Miðhúsum í Eiðaþinghá 5. íebrúar 1859. Foreldrar hans voru Þórður Guðmundsson og Jóhanna Þorsteinsdóttir. Árni var á barnsaldri, er hann misti föður sinn og ólst upp í Fljóts- dal og Fellum; hann kvæntist 21 árs að aldri fyrri konu sinni Guðlaugu Kristrúnu Sigfúsdótt- ur; þau eignuðust tvo sonu Steindór og Ingólf, og er hinn íyrnefndi búsettur á Islandi, en Ingólfur druknaði í Winnipeg- vatni; sambúð þeirra Árna og íyrri konu hans varð ekki löng, bví eftir sex ár safnaðist hún til feðra sinna; kom Árni þá sonum sinum til fósturs og fluttist til Vesturheims 1889 og settist að í Winnipeg þar, sem hann gaf sig að hverju því starfi, er til féil; Mrs. B. J. Brandson Góð kona og glæsileg borin til moldar Síðastliðinn fimtudag lézt að heimili sínu, 214 Waverely Street hér í borginni, frú Aðalbjörg Brandson, ekkja hins þjóðkunna höfðingja, Dr. B. J. Brandsonar, göfug kona og tíguleg, er vegna híbýlaprýði sinnar og hjartahlýju verður þeim öllum ógleymanleg, er með henni áttu samstarf og samleið. Frú Aðalbjörg var fædd að Stóru-Völlum í Þingeyjar- þingi 2. september 1878. Foreldrar hennar voru Benedikt Jónsson — Benson, og Nanna Arngrímsdóttir og fluttist hún með þeim til Winnipeg 1882, þar ólst hún upp og í þessari borg lá alt hennar nytsama ævistarf. Frú Nanna og Benedikt maður hennar tóku mikinn þátt í íslenzkum mannfélagsmálum; hún leysti af hendi ómetanlegt starf í þágu Góðtemplarareglunnar, en maður hennar, sem var söngelskur mjög, söng árum saman í söng- flokki Fyrsta lúterska safnaðar, og var víst sjaldan fjarri söngæfingum þrátt fyrir daglega önn. Frú Aðalbjörg giftist Dr. B. J. Brandsyni 5. október 1905 og varð heimili þeirra brátt orðlagt fyrir alúð og risnu, enda var ekkert hálfverk á því, að þar sæti gestrisin jafnan á guðastóli. Þeim Brandson-hjónum varð fjögurra barna auðið, Jón dó í bernsku, Thomas fórst með canadiska herskipinu Athabaskan í síðari heimsstyrjöldinni, en á lífi eru tvær dætur, Mrs. Margaret Hillsman og Mrs. Theodora Chevier. Frú Aðalbjörg tók alla sína starfsævi virkan þátt í starf- semi Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar og hún skipaði um hríð forsæti í Betelnefnd; hún var búin traustri skapgerð og gekk ávalt heil og heilsteypt til verks; hún var ástúðleg eiginkona og móðir og í mildu fasi hennar speglaðist sál hennar og kærleiksríkt hjartalag. Otför frú Aðalbjargar var gerð frá Fyrstu lútersku kirkju á laugardaginn að viðstöddu miklu fjölmenni. Dr. Valdimar J. Eylands flutti hin hinstu kveðjumál. Með frú Aðalbjörgu er gengin grafarveg fögur kona og góð. E. P. J. hann fór til Klondyke og dvald- íst þar árlangt; nokkru síðar hvarf hann til íslands og sótti þangan son sinn, Ingólf. Árni dvaldi í Winnipeg þang- að til 1907, en flutti þá til Gimli og setti þar á fót hárskurðar- stofu, sem hann starfrækti þar árum saman við góðum árangri; seinni konu sinni, Sigurbjörgu, kvæntist Árni 1893 og dvöldu þau saman á Betel um hríð. Árni var maður félagslyndur og tók jafnan virkan þátt í mál- efnum bygðarlags síns; um þriggja ára skeið gegndi hann bæjarstjóraembætti á Gimli og átti þar tíðum sæti í skóla- ráði og bæjarstjórn; hann var einn af stofnendum Unitara- safnaðarins í Winnipeg og vann ötullega að málefnum kirkju sinnar; hann var maður skap- heitur, er ógjarna lét sinn hiut þó við ramman væri reip að draga; hann var maður skáld- mæltur og söngvinn og glaður á góðri stund. Uppeldisdóttur lætur Árni eft- ir sig, frú Victoríu Jóhannson til heimilis á Gimli, og á hún fjóra sonu. Hálfsystkini Árna voru Sigfús Sigfússon þjóðsagna- ritari og Sigrún Anna móðir frú Jóhönnu Cooney, sem búsett er hér í borg. Ættir okkar Árna komu nokk- uð saman, og gátum við rakið þær til séra Stefáns Ólafssonar skálds í Vallanesi, þótt síðar færðust þær miklu nánar saman. Árni var skemtinn í viðræð- um, en mest af öllu í fari hans mat ég einurð hans og hrein- skilni. Útför Árna var gerð frá Betel hinn 13. þ. m., og fluttu þar kveðjumál þeir séra H. S. Sigmar og séra Eyjólfur J. Melan. Við útförina var stödd frú Jóhanna Cooney ásamt sonum sínum. Lík- menn voru fjórir synir frú Victoríu Jóhannsson, Frank B. Olson og Albin Cooney. Árni bar aldurinn vel, svo sem ráða má af myndinni af honum, sem hér er birt, en hún var tekin af honum 93ja ára gömlum. E. P. J. Brezkur nóms- styrkur veittur til söngnáms Brezka sendiráðið skýrði Mbl. frá því í gær, að Kristinn Halls- son, sem er við söngnám í Royal Academy of Music í Lundúnum, hefði hlotið námsstyrk þann, sem British Council veitir ís- lenzkum námsmanni í ár. — Styrkurinn gildir fyrir náms- tímabilið sept. 1953 til júlíloka 1954. — Þá hefir hin brezka menningarstofnun boðið Ófeigi J. Ófeigssyni lækni að vinna að rannsóknum við brezkar vísinda- stofnanir nú í ár. Kvennaskólinn á Blönduósi í stærra og veglegra húsnæði Blönduósi, 16. jan. — Mikil og gagnger breyting og við- bygging við Kvennaskólann hér á Blönduósi, hefir staðið yfir undanfarið eitt og hálft ár og fór setning skólans og víg sl a viðbótarbyggingar- innar fram í gœr að við- stöddu skólaráði, sýslunefnd og allmörgum öðrum gestum. Þoréteinn Gíslason prófastur prédikaði út af textanum: „Ef Drottinn verndar ekki borgina vakir vörðurinn til ónýtis“. Þjóðleg menntastofnun Frú Hulda Stefánsdóttir, sem nú tekur á ný við skólastjórn, hélt setningarræðu og lagði eink- um áherzlu á þá hugsjón sína að gera skólann fyrst og fremst að þjóðlegri menntastofnun. For- maður skólaráðs, Runólfur Björnsson, rakti nokkuð sögu skólans, sem er elzti húsmæðra- skóli landsins utan Reykjavíkur. Ræður Að skólasetningu lokinni var sezt að kaffidrykkju í hinum nýja og fagra borðsal skólans og fluttu þar ræður Jón Pálmason alþingismaður, Guðbrandur Is- berg sýslumaður, Steingrímur Davíðsson oddviti og sýslunefnd- armennirnir Jónatan Líndal, Björn Pálsson og Páll Kolka. Ársþing Þjóð- ræknisfélagsins Síðastliðinn mánudagsmorgun var hið 35. ársþing Þjóðræknis- félags íslendinga í Vesturheimi sett af forseta þess, Dr. Valdimar J. Eylands; aðsókn mátti teljast hin bezta. Séra B. Theodore Sigurðsson stýrði guðræknis- athöfn, en við hljóðfærið var Gunnar Erlendsson. Hin rögg- samlega þingsetningarræða for- seta, er hér birt í heilu lagi og mun því alment fagnað verða; voru því næst lesnar og stað- festar skýrslur hinna ýmsu deilda félagsins, er báru vott um glæddan áhuga og nokkura þróun; skipaði forseti þá í fastar nefndir, er gengu rakleitt til starfs. Hér veitist ekki svigrúm til að segja nánar frá þingstörfum að sinni, né heldur samkomum Þjóðræknisdeildarinnar Frón og The Icelandic Canadian Club að öðru leyti en því, að þær voru báðar vel sóttar og fjölbreyttar að vali skemtiatriða. Vistlegt í skólanum Hin nýju húsakynni skólans eru mjög vistleg, einkum bað- stofa, sem þiljuð er með sand- blásinni furu. I baðstofunni hefir frú Hulda safnað mörgum og merkilegum þjóðlegum forn- gripum. 75 ára á þessu ári Kvennaskóli Húnvetninga er 75 ára á þessu ári og hafa nær 2000 stúlkur stundað þar nám frá byrjun. Hann hefir alltaf notið mikils álits sem góður verknáms- skóli og er aðsókn að honum ágæt. P. K. —Mbl., 19. jan. Skró yfir erindreka á þjóðræknisþingi Skýrsla kjörbréfanefndar Deildin Frón, Winnipeg FULLTRÚAR: Séra Philip M. Pétursson Próf. Tryggvi J. Oleson Mrs. Hólmfríður Danielson Mrs. B. E. Johnson Mrs. Jakobína Nordal Mrs. Salóme Backman Matthildur Gunnlaugsson Miss Elín Hall Gestur Davíðsson J. Johnson. Deildin Báran, Mountain, N. D. Dr. Richard Beck G. J. Jónasson A. M. Ásgrímsson Ted Vatnsdal Harold Olafson. Deildin Brúin, Selkirk Eiríkur Vigfússon Mrs. K. Goodman Friðrik Nordal. Lundar-deild Mrs. L. Sveinsson - Séra Bragi Friðriksson Dan Líndal. Deildin Gimli W. J. Árnason Mrs. H. G. Sigurðsson J. B. Johnson Guðmundur Magnússon. Deildin „ísland“, Morden T. J. Gíslason Tómas Tómasson. „Ströndin“, Vancouver Séra Eiríkur Brynjólfsson. Deildin „Grund“, Glenboro Séra Jóhann Fredriksson. Deildin „Esjan“, Árborg Gunnar Sæmundsson Séra Robert Jack Páll Stefánsson Sigurður Einarsson. Heimsókn Byrons I. Johnson Á sunnudaginn kom til borg- arinnar Hon. Byron I. Johnson, fyrrum forsætisráðherra British Columbiafylkis; til móts við hann komu á flugvellinum W. J. Líndal dómari og frú Chris Halldórsson fylkisþingmaður og Einar P. Jónsson ritstjóri. Lögberg hefir hvað ofan í annað sagt frá glæsilegum starfs- ferli Mr. Johnson’s og getur þar engu við bætt. Mr. Johnson kom hingað fyrir atbeina The Icelandic Canadian Club og var aðalræðumaður íé- lagsins á skemtisamkomu þess í Fyrstu lútersku kirkju á þriðju- dagskvöldið; hann er ágætlega máli farinn, glæsimenni í sjón og hlýr í viðmóti. Á mánudaginn gengust þeir Grettir Eggertson, G. F. Jónas- son, Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Lárus Sigurdson, W. J. Líndal dómari og Chris Halldórsson fylkisþingmaður fyrir miðdegis- boði í Fort Garry hótelinu til heiðurs við Mr. Johnson óg buðu þangað allmörgum öðrum gest- um íslenzkum. Forsæti skipaði Mr. Halldórsson. Borðbæn flutti séra B. Theodore Sigurðsson; stutt ávörp fluttu Dr. Valdimar J. Eylands, Líndal dómari og Erlingur Eggertson lögfræði- nemi. Mr. Johnson þakkaði boðið með hlýrri og fagurri ræðu; á þriðjudaginn var hann ræðu- maður hjá The Canadian Club, en kvöldið fyrir sótti hann fund í Manitobaþinginu. Mr. Johnson hélt heimleiðis á miðvikudagsmorguninn; dvöl hans hér í borg varð ekki löng, en eftirminnileg varður hún engu að síður.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.