Lögberg - 15.04.1954, Side 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. APRIL 1954
Séra Bragi Reynir Friðriksson, Lundar, Man.:
Þjóðrækt og Guðrækni
ræða flutt sunnudaginn 21. febrúar 1954 í Fyrstu lútersku
kirkju í Winnipeg
„Drottinn, þú hefur verið oss athvarf
frá kyni til kyns“. (S. 90, 1. v.)
Ég nefni þessa ræðu mína „Þjóðrækt og Guðrækni“.
Þetta tækifæri gefur mér tilefni til að ræða þessi merku og
miklu efni sameiginlega. Ég hef einnig ákveðinn tilgang í
huga. Blátt áfram vil ég sýna og leitast við að sanna með
dæmum og tilvitnunum úr sögu þjóðarinnar báðum megin
hafsins hið nána samhengi þessara þátta í skaphöfn og lífi
íslendinga. Þetta er að færast mikið í fang, en sú er einlæg
og ákveðin skoðun mín, að þessi lækurinn verði aldrei
bakkafullur. Menn ættu áltíð að leitast við að lyfta ein-
göngu „Grettistökum" í þágu þjóðernis og Guðrækni.
Það er oft litið til fornaldarinnar, þegar íslendingar
vilja efla og styrkja þjóðarhug og metnað sinn. Landnáms-
og söguöldin er sem bjartúr og fagur morgunn á sögudegi
þjóðarinnar. Það er árfpgur birta yfir nöfnum og sögnum
þessa tímabils, og án efa hefur sá bjarmi magnast á þeim
tímum, er myrkur grúfði svo lengi og átakanlega yfir högum
og hugum landsmanna.
í öllu mati á mönnum og málefnum felst ein hætta.
Röng ályktun og ofmat er stundum valdur þess, að einrýnt
er um of á aðra hlið málanna en hin vanrækt, er og hefur
sína sögu að segja. Þejrta hafa íslendingar ekki ávallt haft
í huga. Allir þekkja söguna um Gunnar kappa á Hlíðarenda
og Kolskegg bróður hans. Skilnaður þeirra við Markarfljót
er hinn örlagaríki hápunktur sögu þeirra. Þar segir Gunnar:
„Fögur er hlíðin, svá at mér hefr hon aldri jafnfögr sýnzt,
bleikir akrar og slegin tún, ok mun ek ríða heim aftr ok
fara hvergi“. Mörgum finnst, að betur verði ekki í orðum
lýst sannri ættjarðarást, enda hefur Gunnar löngum verið
ástmögur þeirra, sem unna fornum dug og drengskap.
Þegar Njála er betur í kjölinn lesin þá má einnig líta á
þetta frá annari hlið. Svar Kolskeggs, er Gunnar reynir að
fá hann til að verða eftir heima, er athyglisvert. „Egi skal
þat“, segir hann, „hvárki skal eg á þessu níðast ok engu
öðru, því er mér er til trúat“. Svo skildi með þeim bræðrum
og svo skilur með hverjum þeim, sem velja á milli stundar-
tilfinninga og heldni við gefin orð. Gunnar beið bana.
Kolskeggur lifði æ síðan fjarri hinni fögru hlíð.
Ég vel þetta dæmi til að sýna fram á, hversu sterkustu
vottar sannrar karlmennsku og andlegs þreks eru oft finnan-
legir að baki vopnagnýsins og grimmdarlegra hreystiverka
víkinganna. Kolskeggur ber með sóma fegursta orðið, sem
tungan í sjóði sínum geymir í þessu sambandi. Hann var
„drengur góður“. Þá sýnir dæmi þetta og vel þá þættina í
skaphöfn þjóðarinnar, sem drjúgum hafa reynzt henni
hamingjuríkir, þ. e. trúmennska, orðheldni og festa. Það
kann ýmsum að þykja, að ég skuli leita dæma í heiðin
tímabil, en því ekki? Munu ekki kostir Kolskeggs hafa
komið honum að notum, er hann síðar tók Kristna trú,
skírðist og gerðist Guðs riddari? Varð og ekki farsæl forspá
og gjörhugul speki Þorgeirs Ljósvetningagoða, er hann á
Lögbergi hinu forna bægði borgarastyrjöld frá bæjardyrum
íslendinga með hinum frægu orðum: „Ef vér slítum lögin,
þá slítum vér friðinn11?
Sjaldan munu þær persónur nefndar samtímis, sem ég
hyggst nú leiða fram sem vitni máli mínu til stuðnings.
Einn mesti kvenskörungur fornaldarinnar, Bergþóra á Berg-
þórshvoli, mælti svo, er dauðinn blasti við: „Ek var ung
gefin Njáli. Hefi ek því heitit honum, at eitt skyldi ganga
yfir okkur bæði“.
Löngu síðar var maður að nafni Jón Arason leiddur að
höggstokknum án dóms og laga. Segir sagan, að ekkert æðru-
orð hafi heyrzt af vörum hans og leið hann þar fórnardauða
fyrir það, er hann vissi bezt og heilagast, trú og þjóðerni.
Báðar þessar persónur áttu og sýndu á dauðastundu það
þrek, sem dugði, er á reyndi. Ég ætla og fyrir víst, að jafn
tígulega og djarflega hefði Bergþóra svarað neitandi hverri
tilraun um að fá hana til að láta af trú á Krist, er þá var
henni kunnur. Það var líka hið sáma afl sprottið frá sann-
íslenzku uppeldi og eðli biskups Jóns, ásamt sterkri trú á
Drottin, sem gaf honum djörfung á dauðastundu.
Og um misjafnar götur sögunnar sjáum við, hversu
margir beztu og fremstu menn þjóðarinnar og þeir, sem
vitrastir voru og mestir friðflytjendur, fundu það í Kristin-
dóminum, er hjarta þeirra þráði. Fögur þykir mér ætíð
sagan af Þorkatli mána, sem fól sig á banadægri þeim Guði,
sem sólina hefði skapað.
Hallgrímur Pétursson, skáldið, „sem svo vel söng, að
sólin skein í gegnum dauðans göng“. Hann stóð föstum
fótum í forníslenzkum jarðvegi, og þaðan óx honum sá
kraftur, er trúin á Krist gaf honum. Hann náði mestri hæð og
fyllingu í skáldskap sínum, þegar hann kvað:
„Dauði, ég óttast eigi
afl þitt og valdið gilt,
í Kristi krafti ég segi,
kom þú sœll, þá þú vilt“.
Hjálmar Jónsson frá Bólu bar einlæga ást til fóstur-
jarðar sinnar: %
„Aldin móðir eðalborna
ísland, konan heiðarleg,
ég í prýðifang þitt forna
fallast lcet og kyssi þig“.
Og þegar hætta sækir þessa móður heim, þá er þetta
ráðið, segir hann:
„Himininn krefjum heillaráða
og hræðumst ei, þótt kosti fjör“.
Var það ekki aldagamalt þor og þrauk, barátta upp á
líf og dauða, sem veitti þungan og festuna í orð fullhugans
mikla, Jóns Sigurðssonar, er hann sagði: „Vér mótmælum
allir“.? í kjölfar þessara frægu og fræknu barna íslenzku
þjóðarinnar koma þúsundir, sem í þögulli og harðri lífs-
baráttu lögðu stein í þá byggingu, er við nefnum íslenzka
þjóðarsál. Mæður íslands hafa um aldaraðir leitað börnum
sínum athvarfs og blessunar Drottins. Sjómenn ýttu fleyi
frá landi með bæn á vör. Bændur sáðu og uppskáru af Guðs
náð. Foreldrar ykkar margra, áheyrendur góðir, létu
Biblíuna sína ofarlega í kistuna, er haldið var frá fóstur-
jarðarströndum í vesturveg. Og margir hafa vitnað um
varðveizlu Hans á nýjum og oft erfiðum slóðum. Saga ís-
lands skráð og óskráð ber því vott, að Drottinn hefur verið
þjóðinni athvarf meðvitandi og ómeðvitandi frá fyrstu tíð.
Talar ekki Matthías fyrir munn okkar allra, er hann segir á
svo fagran hátt:
„Ó, Guð vors lands, Ó, lands vors Guð,
við lofum þitt heilaga, heilaga nafn“.
Já, sannarlega hefur Drottinn verið okkur athvarf og
skjól frá kyni til kyns. Allt, sem ég hef reynt að nefna,
sannar það, að samfara hinni mestu tryggð við fóstruna
fríðu og ægitignu hefur oftast í sömu brjóstum búið djúp
trú og einlæg lotning fyrir Honum, sem allt gott hefur gefið
og veitt.
IV.
Ég bið þess af einlægni, að þessir komandi samfundir
íslendinga verði í anda þjóðrækni, þjóðræktar og Guðrækni.
Við eigum ekki fegurra verkefni til, en að þroska svo beztu
kostina í þjóðerni okkar, að ævistarfið verði heil og helg
Guðþjónusta. Á þessum samverustundum færi vel á því, að
við hefðum í huga orð Eggerts Ólafssonar:
„Gleymt ég get þér aldrei
göfugt föðurland“,
og bæta einnig við með honum:
„Hefja mun Guð í gœfu
gott stand það land“.
Þegar við minnumst þess, að víða um heim eru menn og
konur af þjóðarbergi okkar brotnir, þá hefjum við í æðra
veldi merkingu alls, sem okkur er heilagt og gerum orð
íslenzka þjóðsöngsins að bæn og ákalli allra landa, hvar
sem leið þeirra kann að liggja:
' „Verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á Guðsríkisbraut“.
„Hylli Drottins, Guðs vors sé yfir oss.
Styrk þú verk handa vorra“.
I Jesú nafni, Amen.
II.
Það heitir þjóðrækni, að minnast forfeðra sinna og
leggja stund á að nema sögu þjóðar sinnar og dá þau afrek,
sem unnizt hafa á umliðnum öldum. Við eigum öll þær
skyldur að rækja að vernda hið bezta úr íslenzkri sögu og
að halda vörð um tunguna okkar, menjar og þann menn-
ingararf, sem við höfum þegið. Þetta er göfugt og verðugt
verkefni. Þjóðræknisfélögin hafa komið auga á þetta starf
og mikið hefur vissulega unnizt í þessum málum. Á morgun
hefst 'einn þáttur þessa starfs. Það ætti því vel við, að
ég í kveld talaði um þjóðrækni. Sú er þó ekki ætlun mín,
nema á óbeinan hátt. Á milli sagnorðanna að rækja og
rækta er náinn skyldleiki. Það fullyrði ég líka, að þjóð-
ræknisfélag er um leið þjóðræktarfélag. Framar skyldunni
við hið liðna er skyldan við nútíðina og þá, sem næstir eru í
tíma og rúmi. Því vil ég nú beina athygli áheyrenda minna
að þjóðrækt. Á þeim vettvangi er mikið verk að vinna. Því
lengri, sem saga Islendinga verður, því þyngra leggst
ábyrgðin á herðar kynslóðanna. Og einnig þið, Vestur-
íslendingar, þurfið að lyfta ykkar hluta þeirrar byrði, sem
nú kallast íslenzkur metnaður. Hvar, sem íslendingur fer
um hauður og höf, verður það honum að brenna í muna, að
„Fóstran fríða“ vill láta hann minnast þess, að hennar er
blóðið, sem í æðum hans rennur. Þjóðrækni er góður grund-
völlur þjóðræktar. Hin sanna þjóðrækni er í því fólgin að
leita hins bezta og göfugasta úr sögu og lífi þjóðar sinnar
og hin sanna þjóðrækt er í því fólgin að þroska hið sama og
geyma í göfugu hjarta.
Hvað er þá hið bezta, sem við brjóst hinnar gömlu
ísafoldar óx? Ótal margt má að sjálfsögðu nefna. Ég tel
það einkum tvennt. Ástin á landinu og trúin á Guð. Það er
því okkar hlutverk að kynda þá elda, sem bjartast hafa
brunnið, lýst og ornað þjóðinni. Það er og spá mín, að það
verði megin hlutverk ykkar hér vestan hafs að varðveita
þau verðmæti, sem þið eigið úr íslenzku þjóðerni. Vegur
ykkar mun því meiri, sem það vökustarf verður betur rækt.
Feður ykkar og mæður festu hér fyrstu rætur, öfluðu sér
virðingar og ástsældar fyrir trúmennsku, heiðarleik og
drenglyndi í hvívetna. Islendingum hefur aldrei brugðizt
trúmennska Kolskeggs, festa Bergþóru og trú Hallgríms.
Það verður því þjóðrækt, sem okkur öllum ber að leggja
stund á. Það verk verður þó eigi eingöngu unnið á þjóð-
ræknisþingi, heldur er í því fólgin almenn mannrækt.
Það er heiður hverjum manni að vera af íslenzku bergi
brotinn og á engan hátt betur getum við þakkað það, en
að rækta svo eigin sálu og framkomu alla, að ekki falli
nokkru sinni blettur á þann skjöld. Heiður íslenzks þjóð-
ernis er heiður okkar sjálfra.
III.
I Guðspjalli þessa dags er á fagran hátt sögð og útskýrð
dæmisaga um sáningu og sáðmann. Það á vel við að hugsa
um þau orð í þessu sambandi. 1 bráðum ellefu hundruð ár
hefur Drottinn eigi eingöngu verið íslenzku þjóðinni at-
hvarf heldur og gefið henni dýrmætar gjafir og sífellt sáð í
hjörtu landsmanna sæði því, sem engan á sinn líka, fagnaðar-
erindi Jesú Krists. Þetta sæði hefur að vísu fallið í mis-
jafnan jarðveg, en var nokkuð fremur ljós á vegum þjóðar-
innar, en birtan, huggunin og krafturinn frá orði Frelsarans.
Arfurinn mikli, þjóðernið, tungan, bókmenntirnar og trúin
er það sæði, sem sáð hefur verið meðal okkar. Hvern jarð-
veg mun það finna hjá þér, kæri áheyrandi minn? Munt þú
bera gæfu til þess að geyma það í göfugu og góðu hjarta,
og láta það bera ávöxt með stöðuglyndi og trúmennsku.
Enginn má samt ætla að þjóörækni og þjóðrækt sé allt.
Nei, það er aðeins hluti hinnar einu sönnu og æðstu ræktar-
semi og þjónustu. Guðræknin er háleitasta og göfugasta
verkefnið, sem mönnum er fengið í hendur. Guðræknin er
samnefnari alls þeáfe, er við gerum og hugsum. í trúnni á
Drottinn mætast allir gagnvegir göfugrar breytni. í dýpstum
skilningi eiga menn aðeins eitt föðurland og það er hjá
Guði, því að fyrir honum eru allir menn bræður og á þeim
grundvelli varð til helgasti boðskapur Krists, boðorðið um
elskuna til Guðs og náungans. Guð hefur ráðstafað því svo,
að okkur mönnunum er ætlað að veita umhverfi okkar öðru
fremur lið og þjónustu. Kristur unni föðurlandi sínu á jörðu,
en Hann sá mönnunum alltaf annað meira og háleitara
takmark en jarðbundna og takmarkaða þjónustu við hér-
lægar hugsjónir. Á þennan hátt dró Hann á engan hátt úr
mikilvægi starfsins í jarðnesku lífi, langt því frá, en Hann
vildi láta menn horfa æ hærra og hærra, svo að þeir hættu
að skoða skarnið við fætur sér, en yrðu þess vísari að birtan
kemur öll að ofan. Hann vildi sá því sæði í hjörtun, er yrði
að miklu tré með styrkum rótum og greinum er teygðu sig í
himininn upp. Kristur var þannig í í þessu sem öllu öðru
hin sanna fyrirmynd okkar. Orð Hans er hið eilífa sæði,
ræturnar trúin, Hann sjálfur hinn styrki stofn og við grein-
arnar, sem eigum þess kost að vaxa á þessum stofni Drottni
til dýrðar. Það er mikil gæfa og mikið þakkarefni fyrir
ckkur íslendinga að mega rækta með okkur hið bezta úr
þjóðararfi okkar og leitast við að bera það fram úr dýr-
mætum sjóði hjartans. Já, við megum vera og eigum að
vera þakklát fyrir náð Hans, varðveizlu og gjafir allar.
Ævintýramaður og rithöfundur
Ameríski rithöfundurinn
AMERÍSKI rithöfundurinn
Ernest Hemingway las á dögun-
um minningargreinar um sig í
öllum helztu heimsblöðunum og
hefir víst haft gaman af. Þetta
stafaði þó ekki af misskilningi
eins og eftirmælin um Suður-
nesjamanninn hérna um árið.
Hemingway lenti í tveimur flug-
slysum sama daginn ásamt konu
sinni, og voru þau hjónin talin
af. En þeim varð ekki teljandi
meint við hnjaskið, og milljónir
bókmenntaunnenda víðs vegar
um heim fögnuðu því, er dánar-
frétt meistarans var borin til
baka. Hemingway hefir nær
aldarfjórðung verið brautryðj-
andi í skáldsagnagerð og stend-
ur nú á tindi frægðar sinnar,
enda maður á bezta aldri. Hann
varð hálfsextugur síðastliðið
sumar.
Iþróttagarpur
Fullu nafni heitir hann Ernest
Millar Hemingway og fæddist
21. júlí 1898 í Oak Park í Illinois
skammt frá Chicago. Faðir hans
var sveitalæknir og hafði soninn
oft í fylgd með sér, þegar hann
vitjaði sjúklinga sinna, enda
verður þeirra áhrifa vart í skáld
skap Hemingways. Hemingway
eldri var mikill áhugamaður um
íþróttir og veiðiskap og gaf syni
sínum færi tveggja ára gömlum
og byssu, þegar hann var tíu
ára. Þannig beygðist krókurinn
snemma til þess , sem verða
vildi, því að Hemingway hefir
löngum verið snjall íþrótta-
garpur. Hann gerðist strax i
skóla ágætur hnefaleikari og
knattspyrnumaður. Síðari árin
leggur hann mesta stund á fiski-
veiðar, en fylgist einnig af lif-
andi áhuga með hnefaleikum,
knattspyrnu og keppnisgreinum
skíðaíþróttarinnar. Enn fremur
hefir hann tekið þátt í nauta-ati
á Spáni og er af kunnugum tal-
inn fræðimaður í þeirri æsilegu
íþrótt. Loks er hann ákafur og
mikilhæfur veiðimaður og var
einmitt í Afríku þeirra erinda
að verða sér úti um villibráð,
þegar honum hlekktist á.
Ævintýramaður
Ævi Hemingways minnir
stundum einna helzt á lygasögu.
Hann strauk að heiman 15 ára
gamall, en vitjaði þó von bráðar
föðurgarðsins á ný og lauk
menntaskólanámi 1917. Skömmu
síðar gerðist hann blaðamaður í
Kansas City, en hætti því starfi
til að verða sjálfboðaliði á Italíu-
vígstöðvunum í fyrri heims-
styrjöldinni. Hann særðist lífs-
hættulega tveim vikum áður en
hann varð 19 ára. Læknar hugðu,
að hann yrði öryrki það, sem
eftir væri ævinnar, þegar
Hemingway kom aftur heim til
Bandaríkjanna, en hann komst
eigi að síður til heilsu á ótrú-
lega skömmum tíma. Hann
hvarf aftur að blaðamennsk-
unni, en settist að í París eftir
1920 og þar skrifaði hann fyrstu
skáldsögu sína, sem gerði hann
víðfrægan. Hann ferðaðist mikið
um Frakkland og Spán og rataði
í ýmist ævintýri. Hann fluttist
aftur vestur um haf 1930 og
settist að í Florida, en átti þar
skamma dvöl. Árið 1936 varð
hann fréttaritari í borgara-
styrjöldinni á Spáni og gegndi
sama starfi í síðari heimsstyrj-
öldinni, fyrst í Kína, síðar í
Evrópu og fylgdist með innrás-
inni í Frakkland á sínum tíma.
Hann hefir farið margar veiði-
ferðir til Ameríku og ferðast
víðs vegar um heim. Heimili
hans er nú í San Francisco de
Paula á Kúbu, og þar skemmtir
hann sér löngum við fiskiveiðar,
þegar hann unir heima.
Skáld nýs skóla
Hemingway er sennilega frseg
asti skáldsagnahöfundur, sem nú
er uppi í heiminum, en ýmsir
bókmenntafræðingar telja, að
list hans rísi hæst í smásögun-
um. Hemingway hefir myndað
nýjan skóla í skáldsagnagerð, og
áhrif hans eru meiri en nokkurs
annars rithöfundar nú á dögum-
Viðurkenndustu skáldsögur hans
eru A Farewell io Arms, sem
gerðist á ítalíuvígstöðvunum í
fyrri heimsstyrjöldinni, For
Whom ihe Bell Tolls, er lýsir
borgarstyrjöldinni á Spáni, en
þær hafa báðar verið þýddar á
íslenzku, og síðasta skáldsaga
hans, The Old Man and ihe Sea#
sem gerist í Kúbu og mótast i
ríkum mæli af sjómennsku
Hemingways. Hún hefir enn
ekki verið þýdd á íslenzku, en
kvað væntanleg á bókamarkað-
inn áður en langt um líður.
Ernest Hemingway er um-
fram alt sérstæður og göldróttur
stílsnillingur. Halldór Kiljan
Laxness er sá íslenzkur rithöf-
undur, sem orðið hefir fyrir
mestum áhrifum af honum, þó
að hann vilji ógjarnan við það
kannast.
Mikið þýddur
Bækur Hemingways hafa ver-
ið þýddar á tungur allra menn-
ingarþjóða og farið glæsilega
sigurför um heiminn, þó að
sænska akademían hafi enn ekki
séð sóma sinn í því að veita hon-
um nóbelsvarðlaun. Skáldsögur
hans, sem þýddar hafa verið a
íslenzku, eru: Og sólin rennur
upp, Vopnin kvödd, Einn gegn
öllum og Klukkan kallar. Karl
Isfeld þýddi Og sólin rennur upP
og Einn gegn öllum, Halldór
Kiljan Laxness Vopnin kvödd og
Stefán Bjarman Klukkan kallaf-
Fjölmargar smásögur Heming-
ways hafa og verið þýddar 3
íslenzku og birzt í bókum, blöð-
um og tímaritum, en ekkert sma-
sagnasafn hans hefir þó verið
þýtt og gefið út í heild. Margar
skáldsögur hans og smásögur
hafa verið kvikmyndaðar, 0°
Hemingway hefir aldrei léð
máls á því að semja handrit fyr'
ir kvikmyndaframleiðendur 1
Hollywood, enda lítill vinur
þeirra. (SUÐURLAND)
—Alþbl., 28. febr-
You’ll save a lot of worry,
With the way prices are todoV’
If you pick your cakes and
dainties,
From Aldo’s great display.
ALDO'S BAKERY
613 Sargenl Ave. Phone 74-484^