Lögberg - 15.04.1954, Síða 6

Lögberg - 15.04.1954, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. APRÍL 1954 Rétt fyrir páskana fór Siggi ofan á Ós og kom aftur með stóran kassa á litlum sleða, sem hann lét inn í bæjardyrnar. Jakob og Sigga gamla voru bæði álíka forvitin að fá að sjá hvað í kassanum væri. „Kajer í essum gassa, Sigga?“ spurði hann og strauk hann með litlu lófunum. „Ég veit það ekki, góði minn. Það er víát eitthvað fallegt, því ég heyrði pabba þinn segja, að hann hefði komið frá Reykjavík“. Hún gat ekki hugsað sér, að þaðan kæmi neitt, sem væri öðruvísi en fallegt. „Veiztu nokkuð, hvað er í honum, Finnur?“ spurði hún, þegar Finnur kom inn í dyrnar. „Hvað skyldi ég vita það. Líklega eitthvað stásslegt handa henni“, hvíslaði hann út í vegginn. „Kannske nú það. Það er líklegt“, svaraði hún úrill. Þau fylgdust að inn í kokkhúsið, þar sem Siggi sat og var að borða. # „Var hann ekki þungur þessi kassi, Siggi minn?“ sagði gamla konan samúðarfull. „Nei, það var hann nú ekki, enda ágætt akfæri“. „Kajer í gassanum?" spurði Jakob. „Það veit enginn nema pabbi“, sagði Borghildur, og hló að forvitninni í drengnum. Hann trítlaði inn til pabba síns. „Jakob langar að sjá í gassann", sagði hann og togaði í höndina á föður sínum. „Nú skaltu líka fá að sjá eitthvað fallegt. Það eru stækkaðar myndir af afa og góðu mömmu. Þú skalt nú bara reyna að vera stillt“, hann sneri máli sínu til Önnu, „og fara ekki að gráta, reyna að venja þig af þessum sífellda gráti. Ekki var mamma svona“. „Ég skal vera stillt“, svaraði hún. „Það verður þó gaman að sjá þau. Skyldi Jakob þekkja þau á myndunum. Líklega ekki“. Svo var þessi merkilegi kassi borinn inn í stofu og allt heimilis- fólkið fór fram, eftir skipun húsbóndans, og beið frammi við dyrnar, meðan verið var að opna hann. Hvað svo sem skyldi nú koma upp úr honum, sem allir áttu að sjá? Forvitnin skein út úr öllum nema Finni gamla. Hann var jafn hjárænulegur og hann var vanur og horfði út í horn á stofunni.. Fyrst var tekin upp stór mynd í gylltri umgjörð af Jakobi hreppstjóra. Jón sýndi Jakob litla hana og spurði: „Hver er þetta, væni minn?“ „Jakob avi“, svarótöi drengurinn viðstöðulaust, og allir brostu af aðdáun yfir skynsemi barnsins. Svo kom önnur mynd og Jakob var prófaður í annað sinn, og það stóð ekki á svarinu: „Góa mamma“. „Skárri er það nú listin og kunnáttan, að geta búið til svona stórar myndir, alveg eins og manneskjurnar séu þarna lifandi“, sagði Sigga gamla með óstyrkri röddu. „Það er gaman að fá alltaf að sjá þau, þegar maður kemur fram í stofuna“. Myndirnar voru hengdar upp beint á móti stofudyrunum, eftir að Anna hafði fægt glerið vandlega með hreinu stykki. En Siggi læddist hljóðlega fram í bæjardyrnar til að leyna tárunum, sem þrengdu sér fram í augnakrókana. Hann var nú orðinn seytján ára karlmaður og þess vegna óviðkunnanlegt að láta heimilisfólkið sjá sig bráðna svona allt í einu, sem þekkti helzt í fari hans stríð og kerskni. En þetta snerti viðkvæman streng í sál hans, að sjá fósturforeldra sína svona óvænt. Hvað hefði legið fyrir honum annað en basl og bágindi, hefðu ekki þessi góðu hjón tekið hann að sér, þegar átti að fara að flytja hann sveitaflutningi eitthvað til allra ókunnugra. Það hafði hann fyrst farið að athuga fyrir alvöru, þegar þau voru horfin burtu. En upp úr kassanum inni í stofunni komu aðrar myndir af hjónunum, langt um minni. „Þessar eiga að vera yfir rúminu okkar“, sagði Jón við konu sína. „Jakob má ekki gleyma þeim“. „Þú sýnir það, eins og fyrri, að þú ert góður sonur“, sagði Borghildur. „Hann má nú líka minnast þeirra“, sagði Sigga gamla. „Aðrir eins foreldrar eru ekki á hverju strái“. Jón tók tvær myndir ennþá upp og rétti konu sinni þær brosandi. Þær voru af Friðriki kaupmanni og konu hans, jafn stórar þeim, sem fyrst voru teknar upp, og í sams konar umgjörð. Fólkið færði sig nær, ákaflega forvitið. Hvað skyldi nú koma? Anna gaf frá sér lágt undrunaróp: „Ó, hamingjan góða! Pabbi minn og mamma! Hvað þú getur verið góður, Jón. Hvar gaztu fengið þessar myndir?“ „Ég fann þær niðri í kompióðunni hennar mömmu sálugu“, sagði Jón innilega ánægður yfir því að geta glatt hana svona óvænt. „Því hafa þær verið faldar fyrir mér allan þennan tíma?“ spurði Anna. Því svaraði enginn nema Borghildur, sem ræskti sig áður en hún byrjaði að tala: „Hún hélt í fyrstu, að það gerði þig órólega að sjá þau. Þær voru líka orðnar talsvert máðar. Ég er hissa, hvað það hefur tekizt vel að stækka þær“. Fólkið fjarlægðist aftur. Það hafði búizt við að sjá eitthvað annað en þetta. Kannske myndir af ungu hjónunum, Jóni og Önnu, eðaimáske mynd af séra Helga á Felli, en hverjum gat dottið í hug þessi óvenja. Jón tók aðra myndina og sýndi Jakob hana. „Þetta er afi Jakobs, Friðrik afi“, sagði h,ann. — Jakob benti á myndina af Jakob hreppstjóra uppi á þilinu. „Jakob á hennan afa“. „Það hefur víst engum dottið í hug að segja honum, að hann ætti annan afa en hann“, sagði Anfta og brosti beisklega. „Hann hefði ekki skilið það, góða mín“, sagði maður hennar. „En nú verður hægt að láta hann skilja það, þegar hann sér myndirnar“. Sigga gamla gulnaði af gremju og vandlætingu. „Ertu að hugsa um að hengja þessar myndir upp hérna í stof- unni við hliðina á foreldrum þínum?“ spurði hún skjálfrödduð. „Já, auðvitað. Hérna beint á móti glugganum“, svaraði hann. „Þér finnst það viðeigandi?“ bætti hún við í sama tón. Jón leit til hennar hvössum augum og sagði: „Já, það er við- eigandi. Þau hefðu átt að sjást þar fyrr“. Þá sneri gamla konan fram úr stofunni. Hún þekkti þennan svip og þetta augnaráð. Það var móðurarfur hans. Hún vissi, að hún átti að þegja og láta þetta afskiptalaust. Borghildur fór að athuga myndirnar og sagði með uppgerðar aðdáun, til að eyða þessum óþægilegu áhrifum, sem framhleypni Siggu hafði orsakað: „Það mátti nú segja, að það var fallegur maður, hann Friðrik heitinn kaupmaður, og mi-kið er nú hann Jakob litli líkur honum“. Anna tók á öllu sínu þreki til að bugast ekki af sorg. Henni fannst þessi hélulitaða móða, sem settist á glerið, stafa af andúð þeirri og kulda, sem lýsti sér í orðum Siggu gömlu og framkomu fólksins, sem tíndist bráðlega burtu úr stofunni. Hún lagði heita kinnina fast að glerinu yfir andliti föður hennar, eins og hún vildi reyna að senda ofurlítinn yl gegnum ískalt glerið. Því höfðu þessar myndir aldrei sézt fyrr, en höfðu þó verið til á heimilinu? „Því á það ekki við, að þær séu hengdar upp?“ spurði hún mann" sinn. „Þú ættir að þekkja sérvizkuna í henni Siggu“, svaraði hann. „Hér eru tvær minni myndúysem við hengjum upp inni í húsinu. Svo geturðu sagt Jakobi frá þeim líka“. Sigga gekk um kokkhúsgólfið í æstu skapi, þegar Borghildur kom inn. „Hvernig lízt þér á?“ byrjaði hún, og var mikið niðri fyrir. „Þarna ætlar hann að setja myndirnar af þeim við hliðina á foreldrum sínum. Það er svo sem ekkert óskemmtilegt, eða hitt þó heldur. Að setja hann þarna við hliðina á Jakobi heitnum, „sjálfsmorðingjann“, sem prettaði og sveik menn, og átti þó ekki neitt, þvílík ósköp, eða vöndugheitin hans Jakobs, sem aldrei hafði eyris virði af öðrum. Það er mér óhætt að segja“. „Hverslags óskapa raus er í þér, Sigga mín“, sagði Borhildur fálega. „Hann hefir gert þetta til að gleðja hana, aumingjann. Þú sást, hvað henni þótti vænt um það. Þetta eru þó foreldrarnir hennar. Aldrei verður því neitað“. Sigga hélt áfram að rausa og lét sem hún heyrði ekki til Borghildar: „Og þessi konuskepna, sem ekki er einu sinni á ís- lenzkum búningi. Þessi hégómi; hún á að vera við hliðina á henni Lísibetu. Drottinn minn sæll og góður! Jón er að verða mér hreinasta ráðgáta“. „Hún hefur nú kannske verið væn ícona“, sagði Borghildur. „Maður þekkti það ekki. Þau voru svo stutt hérna, vesalings manneskjurnar“. „Væn kona?“ hnussaði í Siggu gömlu. „Ég gæti haldið það eftir því, sem ég hef heyrt henni lýst. Óhemju vargur, augalaus, sem aldrei gladdi nokkra manneskju. Það var meiri mæðan, að forlögin skyldi reka þau hingað, bara til þess, að þessi manneskju vesalingur hún Anna yrði hér innlyksa". „Blessuð Sigga mín, vertu nú ekki að þessu rausi. Fáðu þér heldur kaffisopa hérna úr könnunni. Hvað heldurðu að hún Lísibet heitin hefði sagt, ef hún hefði heyrt svona lestur til þín?“ sagði Borghildur óvitandi. „Hún er nú orðin húsmóðir hérna hún Anna litla Friðriksdóttir, og hún er góð og guðhrædd stúlka, svo að það er óþarfi að vera að deila á forlögin fyrir það, að hún kom hingað, og ég býst' við því, að hún verði ekki manni sínum til ósóma, hvorki fyrr eða síðar. Hvað sem hver og einn hefur rausað um þennan ógæfusama föður hennar, var hann þó einstaklega prúður og fallegur maður“. Sigga sefaðist og settist við borðið og tók við notalegum kaffibollanum. „Ég get ekki að því gert, að ég verð aldrei ánægð með hana handa Jóni. Þóra hefði áreiðanlega verið heppilegri, og hún var út af heiðarlegu fólki komin, þótt það væri svo sem ekki í höfð- ingjatölunni“, suðaði hún yfir kaffinu. Ég get nú ekki meint, að það hefði getað blessast, eftir því sem þeim samdi, þegar þau voru krakkar. Þau voru stórlynd bæði, Sigga mín, og það fer aldrei vel, þegar svoleiðis rekst saman“. Um kvöldið klifraði Jakob litli upp á rúmstokkinn til Siggu gömlu og settist þar. Auðséð var, að nú vildi hann heyra sögu. „Hvað viltu nú heyra, vinur?“ spurði Sigga, sem var nú komin í ágætt skap fyrir löngu. „Jagob vill sögu af nýja ava“. Sigga leit skefld til Borghildar. „Datt mér ekki í hug“, sagði hún. „Það yrði ekki ólagleg saga. Ég skal segja þér sögu af Jakobi afa. Aðra sögu kann ég ekki“. Drengurinn endurtók beiðni sína. „Það kann enginn þá sögu nema pabbi þinn“, svaraði Sigga óþolinmóð og byrjaði svo að segja honum söguna af Jakobi afa hans, sem hann kunni nú orðið svo vel, að hann hefði alveg eins getað sagt hana sjálfur, ef hann hefði verið vel talandi. Næsta sunnudag var varla nokkur kona við kirkju, sem Sigga gamla tók ekki tali og sagði frá stóru myndunum, sem búið væri að hengja upp í stofuna, af blessaðri húsmóðurinni og honum Jakobi. Hún hafði vanalega kallað þau þessum nöfnum, þótt það væri óneitanlega hálf skrítið. — „Og svo er þá kannske búið að tylla fleiri myndum, sem flestir verða sjálfsagt hissa á að sjá“. „Hvaða myndir eru það nú?“ var sjálfsagðasta spurning að- komukvennanna. Það vildi Sigga ekki segja, en ráðlagði þeim að líta inn í hjónahúsið, þar væru sams konar myndir. Konurnar gerðu sér eitthvað til erindis inn í húsið til að seðja forvitnina, en Sigga hlustaði fyrir framan hurðina. Hún heyrði konurnar dást að því, hvað myndin af Lísibetu væri góð, alveg eins og hún væri lifandi. Jú, náttúrlega væri hún lík Jakobi myndin af honum. „En það var nú svona, sagði Sigþrúður á Hjalla, „að þó að Jakob væri myndarlegur maður, fannst manni hann alltaf lítilmótlegur við hliðina á henni. Hún var svoddan einstök manneskja, falleg og tilkomumikil. Mér finnst ég tæplega getað trúað því, að hún sé horfin frá okkur“. „Það er engin hætta á því, að það verði annar en Lísibet, sem nýtur aðdáunarinnar, eins og fyrr“, tautaði Sigga gamla og þurrk- aði með handarbakinu yfir augun. „Svo eru þetta mínir eigin foreldrar“, heyrði hún Önnu segja. „Þið munið kannske eftir þeim“. „Já, ójá, það held ég“, var það eina, sem heyrðist, og Sigga færði sig fram á rúmið sitt harðánægð. Seinna, þegar konurnar voru komnar fram í baðstofuna, gaf hún Hlíf á Ásólfsstöðum bendingu að fá sér sæti á rúminu hjá sér. Henni var það vel kunnugt, að Hlíf var af vissum ástæðum kulkalt til ungu hús- móðurinnar á þessu heimili. Hún laut að henni og spurði hálf meinfýsin: „Jæja, Hlíf mín, hvernig lízt þér á myndirnar?“ „Þær eru ljómandi góðar“, svaraði Hlíf. „Hvernig heldurðu, að blessaðri húsmóðurinni hefði geðjast að þessum nýju myndum?“ hélt Sigga áfram með háðsglotti. Hlíf saug upp í nefið og svaraði fremur þurrlega: „Ég býst við, að henni hefði þótt það vel viðeigandi að sjá tengdaforeldra sonar síns þarna í logagylltri umgjörð. Ekki var svo lítil vinátta á milli hennar og þeirra. Þau voru líka í höfðingja- tölunni, og þess vegna tekið vægt á yfirsjónum þeirra“. „En hvers vegna heldurðu, að þær hafi þá alltaf legið niðri í kommóðuskúffu, ef henni hefði ekki þótt eitthvað óviðfelldið við það að láta þær koma fram í dagsljósið“, sagði Sigga með vax- andi illgirni. „Nú, svoleiðis. Það hefur verið nýja húsmóðirin, sem hefur farið að róta til, þegar hún tók við völdunum. Ætli það verði ekki fyrstu og einu framfarirnar hjá henni?“ „Ekki aldeilis. Hún vissi ekkert, að þær væru til, fyrr en þær voru teknar upp frammi í stofunni. Það var hann, blessuð vertu“. Sigþrúður á Hjalla stóð svo nálægt, að hún heyrði hvert orð, sem þær sögðu. Hún færði sig alveg að rúminu, og vogaði sér að leggja orð í tveggja manna tal, þótt slíkt þyki ekki viðkunnanlegt. „Hann hefur nú aldrei verið líkur fjöldanum, hann Jón. Al- gerlega hafinn yfir alla hleypidóma, og það hélt ég, að móðir hans hefði líka verið. Ég efast heldur ekki um, að þau hafi verið dyggð- ugar manneskjur, þessi hjón, tengdaforeldrar hans. Svo góða dóttur eiga þau, þar sem Arina er“. „Aldrei hefur maður nú heyrt þeirra dyggða getið“, hnussaði í Siggu gömlu. „Ég man, hvað hann Jakob sagði, þegar það fréttist, að hann væri dauður hann Friðrik. Þú ættir að muna það líka, Sigþrúður, þú varst hér þá“, bætti Sigga við og leit hróðug til Sigþrúðar. Sigþrúður ræskti sig, áður en hún svaraði: „Ég man það, að honum varð mikið um þá fregn, eins og öllum. En hvað hann sagði, man ég nú ekki. En ég man, hvað Lísibet sagði, því gleymi ég aldrei. Það var of fallegt og skynsamlegt til þess að gleymast: „Það er Drottins að dæma“, sagði hún, sú blessuð manneskja, enda var ekki það tilfelli dæmt hér á heimili, nógir urðu samt til þess. Mér finnst nú satt að segja, það sé komið mál til þess, að hann fái að hafa ró í gröfinni, sá aumingja maður, sem enginn þekkti eða vissi, hvað hafði að bera. Og ekki nóg með það, heldur hefur verið litið hornauga til önnu, af því hún er dóttir hans, og líklega þykir það of gott að hún hafi myndirnar af þeim þarna hjá hinum myndunum. Slíkir eru dómar mannanna". Það var nú kannske eins og vant var, að komast í orðakast við hana, konuna þessa, hugsaði Sigga gamla. Hún hefði átt að þekkja það frá fornu og nýju, að það varð ekki hrakið, sem hún sagði. Þá var það unga húsmóðirin, sem kom og bað þær brosandi að koma fram í kokkhús og þiggja kaffi. Hlíf þakkaði eins og utan við sig og stóð seinlega á fætur. Henni fannst hún hefði ekki eins góða lyst á kaffinu og vant var. i AUÐA SÆTIÐ Vorið kom á vanalegum tíma, með sól og gróður. Einni vinnu- konu var bætt við á heimilið, af því að Borghildur þurfti að hugsa um húsmóðurstörfin að mestu leyti. Að öðru leyti var allt óbreytt, þótt flestir hefði búizt við því, að nú myndi setja niður á Nautaflötum, þegar þessi barnungu hjón ættu að fara að stjórna á svo stóru búi. Finnur gamli hugsaði mikið um að haldá í röð og reglu utan húss, en Borghildur innanbæjar. Heimilið var því sama myndarheimilið og það var áður. Gestirnir, sem alltaf eru glöggskyggnir, fundu þó að það var breytt. Einkanlega fátæku konurnar, sem vanar voru að sækja þangað flest, sem þær van- hagaði um og holl ráð til viðbótar. Borghildur setti fyrir þær nógu myndarlegar góðgerðir, en í samanburði við Lísibetu mátti hún heita fráhrindandi kona, fáorð, með kaldan dómarasvip, og stutt í svörum. Samt gat hún orðið talsvert ræðin og skemmtileg yfir kaffibollunum, þegar hún hafði tíma til að sitja og skrafa. Stundum kom það fyrir, að Anna kom fram og drakk með þeim kaffi og skrafaði við þær. En samtalið var oftast nær nokkurs konar eftir- mæli um fósturforeldra hennar. Hvað það hefði verið sorglegt, að þau hefðu ekki fengið að lifa lengur. Og svo sagði hún þeim frá því, hvað maður hennar hefði verið sér góður, ást hans hefði lýst eins og bjart ljós gegnum sorgarmyrkrið. Hún var þess fullviss, að hún hefði ekki lifað þær hörmungar, ef hann hefði ekki verið eins elskulegur og hann var. Og svo sagði hún þeim ítarlega fra Jakobi litla, hvað hann segði og gerði. En hvorki hún eða Borg- hildur spurðu þær neitt um þeirra hagi, eins og framliðna hús- móðirin var vön að gera. Þær fundu það vel, að sætið hennar var autt ennþá. Um haustið voru settar járngrindur utan um stóra leiðið, sem var að mestu grasgróið, og stór svartur legsteinn með gylltum stöfum. Jakobi litla þótti hann fjarska fallegur og var sífellt að biðja Siggu gömlu að koma með sér ofan í garðinn, svo hann gæti lesið stafina þeirra afa, ömmu og litlu systur. Og gamla konan var undra viljug að tölta ofan í garðinn með honum, lyfta honum upP yfir grindurnar og segja honum, hvaða staf afi ætti og hvaða staf amma ætti og litla systa. Það var seint á sláturstíð, að Jón kom neðan úr kaupstað tals- vert kenndur, sem þó var óvanalegt, því hann forðaðist að láta önnu sjá sig undir áhrifum áfengis. Borghildi þótti sem hann væri óglaðari en hann var vanur og spurði hann, hvort hann hefði slæmar fréttir. Hann neitaði því. „Anna fór að fá sér reiðtúr að gamni sínu og fór fram að Selb svo þér finnst nú líklega daufleg heimkoman“, sagði Borghildur. En með sjálfri sér hrósaði hún happi, að hún skyldi einmitt vera fjarverandi núna. „Það er alltáf dauflegt að koma heim“, svaraði hann. „Það finnst víst fleirum en mér. Það hafa víst verið hér gestir í dag?‘ „Já, Sigþrúður á Hjalla kom hér með drengina“. „Já, hún sagði mér það“. „Komstu að Hjalla?“ „Já“. „Hún stanzaði lítið, auminginn. Ég var að stússa í slátri gat svo lítið við hana talað. Hún var lengi niðri í garði. Ég bað hana að koma seinna, þegar betur stæði á“. „Gat þá ekki Anna talað eitthvað við hana?“ spurði hanft kuldalega. „Hún var að lesa söguna, sem hún fékk frá Seli, og gaf ser ekki tíma til að tala við hana neitt sem hét, því hún ætlaði að skila henni núna“. „Ég á nú bara ekki nokkurt orð til yfir slíkt og þvílíkt. hélt, að bæði þú og Anna hefðuð verið svo lengi samtíða mömmu sálugu, að þið hefðuð getað lært af henni að taka á móti ná' grannakonunum. Hún lét áreiðanlega hvorki slátursuðu né bóka' lestur sitja fyrir því að ræða við þær og gera þeim komuna seú1 skemmtilegasta. Sigþrúður sagðist líka hafa tekið eftir fáu nerfta legsteininum yfir mömmu sálugu. Hún sagði, að hann bæri hát1 yfir umhverfið, eins og hana sjálfa. Drengina heyrði ég vera ^ tala um það, að Lísibet hefði alltaf gefið þeim svo góðan mat s® borða“.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.