Lögberg - 29.04.1954, Page 7

Lögberg - 29.04.1954, Page 7
7 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 29. APRIL 1954 Sumardagurinn fyrsti Ræða fluit í Sambandskirkjunni í Winnipeg, 22. apríl 1954 Eftir W. J. LÍNDAL, dómara Oft er talað um, að íslenzkan sé orðfá í samanburði við ensk- una, en stundum verður maður var við hið gagnstæða — orð- gnótt íslenzkrar tungu. 1 ensku er alls eitt orð notað fyrir alla sérstaka daga, það er orðið „holiday“. En í íslenzku eru orðin mörg — helgidagur, há- tíðisadgur, tyllidagur og merkis- dagur. 1 kvöld ætla ég ekki að tala um helgidaga, enda eru þeir sameiginleg eign allra kristinna þjóða. Ég ætla að tala um ís- lenzkan hátíðisdag. Á íslandi eru tveir aðal hátíð- isdagar: Sumardagurinn fyrsti og fæðingardagur Jóns Sigurðs- sonar, 17. júní, sem nú, síðan árið 1944, er lýðveldisdagur íslands. Við Vestur-lslendingar eigum einnig tvo íslenzka hátíðisdaga: Sumardaginn fyrsta og íslend- ingadaginn, og er vanalega haldið upp á hann 2. ágúst eða einhvern dag um það leyti. Um Islendingadaginn þarf ei að ræða í þetta sinn, en mætti samt benda á, að við eigum að halda báðum þessum hátíðis- dögum við, og við eigum að gera það einmitt af því að þeir eru íslenzkir að uppruna en ekki kanadiskir. Á þessum merkis- dögum á aðal áherzlan að vera lögð á það, að við erum Islend- ingar eða af íslenzku bergi brotin. 1 kvöld eigum við að færa okkur í íslenzku sparifötin. Mér væri ógeðfelt að halda ræðu á Islendingadagshátíð nema á ís- lenzku, enda hef ég aldrei gert það. En að halda ræðu á ensku á sumardaginn fyrsta er óhugs- andi. 1 kvöld höldum við sumar- málasamkomu. Sumarmál tákn- ar byrjun sumars. Orðið „mál“ hefir sömu merkingu og í orð- unum, „máltíð“, „í fyrramálið“ o. s. frv. Sumarmáladagarnir eru síð- ustu dagarnir á vetri og fyrstu dagarnir í sumri, en ef um sumarmáladaginn er talað er átt við sumardaginn fyrsta. Að halda upp á sumardaginn fyrsta er ævagamall siður og á rót sína að rekja til heiðninnar. 1 fornöld á Norðurlöndum skipt- ist árið í tvennt, vetur og sumar, °g hélzt sá siður áfram löngu eftir að goðatrúin var lögð nið- ur og jafnvel helzt við enn, eins og sést í almanökum, bæði á Islandi og hér. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtu- úag. 1 bók Þorláks og Ketils, sem kallaðist „Kristinn réttur“ er þannig skrifað: „Hinn fimmti dagur viku skal Vera fyrstur í sumri“. Sumardaginn fyrsta ber upp á fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl eða fyrir 26. apríl. Það hefir ahtaf verið mikið haldið upp á sumardaginn fyrsta á íslandi og er hann nú lögboðinn þátíðis- °g hvíldardagur. Til þess að skilja sem bezt það sem stendur að baki þessum merkisdegi og kemur því til leiðar að hann hefir fest svo ójupar rætur í meðvitund þjóð- arinnar, er nauðsynlegt að fara langt til baka til goðafræðinnar i fornöld. 1 fyrstu var þetta blótshátíð, P- e- a. s. dýrkun goðanna og veizluhald. Það er athugavert og gott dæmi hvernig merking orða getur breytzt, að eftir að kristni var innleidd kom að því með i.manum það var litið á gómlu goðatrúna með andstyggð og þess vegna breyttist orðið „að blota“ 0g þýðir nú að bölva. 1 sama má segja um orðið ragna, sem er skylt orðinu >>regjn ; sem er , fleirtölu og Py ir >,goð“ eða „guðir“. Þegar ag er að einhver sé að blóta °g ragna þá vitum við, að mnsta kosti hér vestra, hvað er att við. Á heiðnum tímum voru mörg , a árinu. Eitt var í byrjun rar> nú október; annað var um jólin, í enda desember og byrjun janúar. Bæði orðið „jól“ og hátíðin í sambandi við jólin voru innleidd í kristna trú. Á miðsvetrardag, sem er fyrsti dagur í þorra, var þorrablótið. Á fyrsta degi í næsta mánuði, sem kallaður var gói, nú góa, var gói- eða góublót. Og svo á sumarmálum var vorblótið og vorveizlan. Þótt goðatrúin hafi verið lögð niður þá eru samt leifar eftir af þessum fornu siðum, og hafa sumar flutzt með okkur til Ameríku. Árið 1902 var félags- skapur stofnaður í Winnipeg, sem var kallaður Helgi Magri og stóð sá félagsskapur fyrir þorra- blótssamkomunni í mörg ár og heppnaðist vel. Það er álit sumra að það sé einmitt þessi gamla venja að samgleðjast á þorranum, þegar sól fer að hækka á lofti, sem kemur því til leiðar að fólk safnast saman á miðsvetrarmótum okkar; sem nú eiga sér stað í sambandi við hið árlega þing Þjóðræknis- félagsins. Á Islandi mynduðust þjóð- hættir og'siðir, sem eru leifar af gömlu þorra- og góublótunum og stóð sami þjóðarandinn að baki þeim. Þorri er karlkyns og áttu bændur að fagna fyrsta degin- um í þorra og að því kom síðar að þessi fagnaðardagur var kall- aður bóndadagur. Hann ber alltaf upp á föstudag, í ár 22. janúar. Séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili ritaði afar merkilega bók um íslenzka þjóðhætti. Hann dó árið 1918 og honum entist ekki aldur að láta prenta bókina, en hún var gefin út árið 1934. Einn kafli í bókinni fjallar um hátíðir og merkis- daga. Um bóndadaginn farast séra Jónasi orð á þessa leið: „Eftir fornum munnmælum átti bóndinn á hverjum bæ að fara snemma á fætur þennan dag og ,fagna þorra' eða ,bjóða þorra í garð‘. Hann átti þá að fara út í eintómri skyrtunni og annari brókarskálminni, en draga hina á eftir sér, en vera allsber að öðru. Svo átti hann að hoppa á öðrum fæti þrjá hringi í kringum bæinn og viðhafa einhvern formála, sem nú er líklega týndur, og bjóða þorra í garð“. Góa er kvenkyns orð og að því kom, að fyrsti dagurinn í góu var kallaður „konudagur“, (í ár 21. febrúar), og áttu hús- freyjur að taka sig til og fagna góunni . Um konudaginn ritar séra Jónas þannig: „Þá er í sögnum, að húsfreyj- ur hafi átt að fagna góu á svip- aðan hátt og bændur áttu að fagna þorra, hoppa fáklæddar þrisvar í kringum bæinn og heilsa henni við það tækifæri með þessum formála: Velkomin sértu, góa mín, og gakktu inn í bæinn, vertu ekki út í vindinum vorlangan daginn“. Báðir þessir sérstöku dagar eru tilgreindir í nútíðar alman- ökum, t. d. í Almanaki Hins ís- lenzka þjóðvinafélags í Reykja- vík og Ólafs Thorgeirssonar almanakinu, sem er gefið út 1 Winnipeg. Ég er að benda á þessi gömlu blót á heiðnum tímum og þjóðhættina, sem rekja rót til þeirra, og svo þessa sérstöku daga til þess að sýna hversu afar mikil áhrif koma vorsins hefir haft á hugsunarhátt og venjur þjóðarinnar. Nú eru þess- ir miðsvetrar — maður mætti segja vors-vona þjóðhættir að mestu fallnir niður, en aðal áherzlan lögð á sumarkomuna sjálfa, og þá sumardaginn fyrsta. Séra Jónas Jónasson lýsir há- tíðisdeginum þannig: „Sumardagurinn fyrsti var lengi mesta hátíð á landi hér, næst jólunum. Enda var það ekki að furða, þar sem Island er hart land og hverjum manni kært áhugamál, að sumarið komi sem fyrst. Þá var fyrrum haldið heilagt og messað, en það var aftekið með tilskiþun 29. maí 1744 . . . Þá var vant að lesa, undir eins og komið var á fætur, en síðan var skammtað ríflega af öllu því bezta er búið átti til, hangiket, magálar, sperðlar, pottbrauð, flot, smér og önnur gæði. Víða var sent í kaupstað fyrir sumarmálin til þess að fá sér í kút, því að þá var oftast tekið að gerast tómlegt heima .. . Þá var og annað, sem ekki ein- kenndi þann dag síður; það voru sumargjafirnar . . . Nú er þessi siður að leggjast niður, að minnsta kosti í kaupstöðunum og í nánd við þá og útlenda lagið með jólagjafir að koma í stað- inn. En svo fátt eigum við Is- lendingar af þjóðlegum menjum, að það má ekki minna vera en haldið sé í það, sem enn er til“. Nú á síðustu árum er sumar- dagurinn fyrsti á íslandi aðal- lega fyrir börnin og þeim eru gefnar gjafir, svipað og jóla- gjafir í öðrum löndum. Samt er þetta annar aðal hátíðisdagur Islands og er auðskilið af hverju það er og á vel við að benda á aðal tildrögin. 1. Island er í jaðri heimskaut- anna og vetrarmyrkrið því mikið. Fólk hlakkaði til, þegar dagurinn fór að lengjast. 2. Á sumardaginn fyrsta var vorið komið og sól óðum að hækka á lofti og vakti slíkt mik- inn fögnuð eftir langan og strangan vetur. Vor- og sólar- ljóð íslenzkra skálda eru ekki að ástæðulausu mörg og fögur og geymist þessi fagnaðar tilfinning í hjörtum þeirra hvert sem lífs- leiðin liggur. Eiríkur Magnússon, sem dvaldist í Englandi yfir 40 ár, var í Cambridge þegar hann orti um komu vorsins í hrífandi kvæði, sem hann kallaði, „Vor- morgun“. Fyrsta versið er á þessa leið: „Sólin austrinu í Bak við árdegis ský Kveikir upprunans bálandi loga: Og úr glossandi glóð Fellur sólstafa flóð Yfir fjörgyn og heiðríkan boga“. 3. En það, sem aðallega greip þjóðina fyrr á öldum var vonar- tilfinningin, sem kom með hverju vori. Náttúruöfl Islands eru sterk og erfið viðureignar. Og svo bættist þar við verzlunar- einokunin. Fátækt og eymd, drepsóttir og sjúkdómar — þetta allt kreppti mest að á vetrum. Og svo komu móðuharðindin eftir eldgosin miklu á átjándu öldinni. Stundum var fóður- og matarskortur svo mikill að síðla vetrar dó kvikfé og jafnvel fólk úr hor og hungri. Allt virtist leggjast á eitt móti landi og þjóð, og myndi margur hafa gefizt upp ef hann hefði ekki vitað að síðar myndi vora. Þetta skapaði vonir í hjörtum manna, svo þessi vordagur varð að von- ardegi þjóðarinnar. 4. Sumardagurinn fyrsti var sigurhátíð. Þjóðin hrósaði sigri yfir andstreymi náttúruafla og kúgun útlendra þjóða. Sigur yfir andstreymi og mótlæti og einkum sigur yfir ranglæti skap- ar mannkosti. Sá sigur hlúir að því bezta í fari manna og eykur þjóðræknistilfinninguna. Það er ekki eintóm tilviljun að hin síð- ari gullöld íslands og íslenzkra bókmennta hófst stuttu eftir móðuharðindin. Eitt annað dæmi, Bólu- Hjálmar Jónsson. Um hann skal aðeins herma það, sem Jónas Jónsson segir: „Hjálmar er skáld íslenzkrar örbirgðar og hungurkvala“. Árið 1851 var eitt af örlaga árum íslands, en þá var þjóð- fundurinn mikli haldinn og voru sumir hræddir um að einhverjir á þingi myndu vilja þiggja boð Dana en ekki fylgja Jóni Sig- urðssyni, en allir mótmæltu. Hjálmar kvað Þjóðfundar- söng og hrópar til Fjallkonu Is- lands: „Þér á brjósti barn þitt liggur, blóðfjaðrirnar sogið fær; ég vil svarinn son þinn dyggur samur vera í dag og gær, en hver þér annar alls ótryggur, eitraður visni niður í tær“. Island hefir gilda ástæðu til að halda upp á sumardaginn fyrsta — vordaginn, sóldaginn, sigurdaginn. Við Vestur-íslendingar höfum okkar sumardaginn fyrsta, okkar sumarmálahátíðir og samkomur og við eigum að halda þeim við. 1 þessu landi eru tildrögin dá- lítið öðru vísi en á Islandi, en samt að mörgu leyti svipuð, og skal því fara stuttlega yfir þau. 1. Hér er barátta ‘náo engu síður en á Islandi, en hún er annars eðlis, nema ef til vill núna, eftir síðasta heimsstríðið, þar sem Island er nú á alþjóða- vegi. Aðal andstæðan, sem við berjumst móti, eru aðdráttar- öflin hér vestra, sem allt virðast ætla að soga í sig. Við erum hrædd um, að okkar dýru verð- mæti muni dragast inn í hring- iðuna og algjörlega hverfa. 2. Ýmsra orsaka vegna, sem eru óhjákvæmilegar, eru Islend- ingadagshátíðirnar smátt og smátt að blandast og týna sín- um íslenzka blæ. Sumardagur- inn fyrsti er þess vegna sá eini alíslenzki hátíðisdagur, sem við eigum. Á Islandi eru sæluhús á heið- um, þar sem ferðamenn fá skjól frá snjóbyljum og frosti og hvíld yfir nóttina. Þessi sumarhátíð á að vera sæluhús eða sælustund fyrir okkur hér í Vesturheimi. Þá getum við sem snöggvast hvílst í baráttunni og samglaðst yfir sigrum og vel unnu starfi. Það ætti og vel við, að við hefð- um á þessari gleðistund yfirlit yfir það, sem við eigum og um leið athuguðum viðhorfið og framtíðina. Þetta gæti verið nokkurs konar „state of the union“ íhugun eða það, sem Is- lendingar kalla „Eldhúsdagur". 3. Sumardagurinn fyrsti á að vera okkar vordagur — okkar vonadagur. Vestur-íslenzk skáld Hefst ekki undan að vinna fiskinn. Vantar tilfinnanlega fullkomin hraðfrystihús Frá fréttaritara Tímans, Ólafsvík og Sandi. 1 dag mátti heita að hver ein- asti bátur í Ólafsvík og á Hellis- sandi kæmi að landi með það, sem hann gat borið af fiski. Hlaðafli er og má segja að hafi verið síðustu þrjá dagana. Geysi- miklar annir eru nú í þessum verstöðvum og hefst vart undan að vinna aflann, bæði vegna frystihúsaskorts og mannfæðar. 1 gær var afli Ólafsvíkurbáta mjög mikill og bárust alls á land 120 lestir af átta bátum. Aflahæstur var Glaður þann dag með 19 lestir. Skipstjóri á hon- um er Jónsteinn Halldórsson. Afli annarra báta er mest höfðu var þessi: Fróði 17 lestir, Týr 16 lestir, Víkingur 15 lestir. Dag- ana áður hafði aflinn og verið ágætur eða 10—15 lestir á bát. Hafa nýja loðnu Engin loðna hefir veiðzt vest- an Snæfellsness, en loðna hefir verið flutt að sunnan, og í gær hafa oft kveðið um vonir vors- ins, til dæmis Magnús Markús- son: „Djúpa lindin lífsins vona líkn og djörfung jarðar sona frjálsa, blíða, fagra vor“. Einnig á hann að vera okkar sóldagur. Oft kemur fyrir að svartir skýbólstrar hylja okkar íslenzku sól, en í dag er hún björt og vermandi. 4. Þetta er okkar sigurhátíð. Við höfum, þjóðernislega, oft, eða eiginlega alltaf átt í vök að verjast, en samt ekki gefist upp og höfum því ástæðu til að sam- gleðjast á þessum degi. 5. Hér, engu síður en á Islandi, hefir baráttan glætt það bezta í fari okkar. Hún hefir gert okkur að betri borgurum þessa lands um leið og við, sem enn erum kallaðir synir Islands, viljum vera það og fögnum yfir því, höfum reynt að varðveita móð- Stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi bauð f u 111 r ú u m búnaðarþings, búnaðarþings, starfsmönn- um Búnaðarfélags Islands og fleiri gestum að skoða verksmiðjuna í gær. Létu gestirnir í ljós mikla ánægju yfir þessu stórkostlega átaki, sem gert hefir verið til hagsbóta fyrir landbúnað- inn með byggingu verk- smiðjunnar. Bændur skoða áburðinn Fulltrúarnir skoðuðu bygg- ingar og vélar verksmiðjunnar, og fylgdust þeir með því, hvern- ig vatni og lofti var smám saman breytt í hvítan og fallegan áburð. Tóku sumir áburðarögn í hendurnar og skoðuðu vand- lega þetta hvíta, mjúka duft, sem á að tryggja bændur gegn grasleysi í framtíðinni. Fannst sumum áburðurinn vera fín- gerðari en æskilegt væri, en væntanlega stendur það til bóta. beittu margir loðnu, og var þá búizt við miklum afla. Mokfiski í dag Það reyndist og svo, að mok- fiski var á bátana, meira en nokkru sinni fyrr. ekki var þó búið að vigta af öllum bátunum, en aflinn yfirleitt talinn 12—20 lestir. Aflahæstur mun Mummi hafa verið. Er þetta mjög falleg- ur fiskur, og var lítill munur á því, hvort beitt hafði verið síld eða loðnu. Á morgun róa bát- arnir aðeins með síld. Ágætt veður er og fæst afli þessi á venjulegum miðum Ólafsvíkur- báta. Trillurnar drekkhlaðnar Á Hellissandi hefir verið hlað- afli síðustu dagana og í gær kom hver bátur að með það, sem hann gat borið, eða svo mátti heita. Frá Hellissandi róa fimm trillur og einn dekkbátur. Stutt er að fara eða aðeins hálfrar stundar ferð eða rúmlega það. Trillurn- ar koma með um sex lestir í róðri. Bátarnir hafa fengið loðnu c.ð sunnan í síðustu róðra. —TÍMINN, 18. marz urarfinn og færa hann okkur sjálfum og hérlendri þjóð í nyt. 6. Einmitt af því að þetta er sú eina sameiginlega hátíð Austur- og Vestur-lslendinga á hún að vera há-íslenzk. Það er gleðiefni að skemmtiskráin í þetta sinn er al-íslenzk að því leyti að talað er á íslenzku og íslenzk ljóð sungin við íslenzk lög. Hljóðfærin eru auðvitað allra þjóða eign. 1 kvöld óskum við hvert öðru gleðilegs sumars. Á sumardag- inn fyrsta á að gefa gjafir. Sú bezta og í rauninni hin eina gjöf, sem við eigum og sem við getum gefið er viria- og sam- vinnuhöndin. Á þessum sumarfagnaði stíg- um við á stokk og strengjum þess heit, að helga allt það bezta sem í eðli okkar býr í þágu ís- lenzkrar tungu og íslenzkra menningarerfða. Vor í lofti — vor í íslenzkum landbúnaði Þegar búnaðarþingsfulltrúar höfðu skoðað verksmiðjuna, var þeim boðið til kaffidrykkju í skrifstofubyggingu verksmiðj- unnar. Vilhjálmur Þór, forstjóri, formaður verksmiðjustjórnar, bauð gestina velkomna með stuttri ræðu. Sagði hann, að nú væri vor í lofti og gróandinn í nánd. Væri það mjög vel til fallið, að verksmiðjan tæki til starfa á þessum árstíma, þar sem hún myndi styðja að aukn- um gróanda í íslenzkri mold. Nú væri einnig vor í íslenzk- um landbúnaði, því að áburður- inn frá verksmiðjunni myndi auka afrakstur ræktunarlands- ins og gera bændur óháðari inn- flutningi á áburði en verið hefir. Þá vék Vilhjálmur máli sínu til bandaríska sendiherrans, sem var viðstaddur. Án skiln- ings og aðstoðar Bandaríkjanna hefði engin áburðarverksmiðja verið reist. Þetta bæri að þakka að verðleikum. Hið ólrúlegasta hefir gerzt Þorsteinn Sigurðsson, formað- ur Búnaðarfélags Islands, þakk- aði viðtökurnar með ræðu. Hann sagði, að fyrir aldarfjórðungi myndi enginn hafa trúað því, að á þessum tíma myndi rísa upp áburðarverksmiðja á Is- landi. Þetta ótrúlega hefði nú gerzt, með byggingu áburðar- verksmiðjunnar, sem yrði senni- lega stærsta fyrirtæki þessa lands. Þá myndu bændur ekki þurfa að óttast grasbrest framar, ef þeir kynnu að bera á, því að reynslan hefði sannað það ómót- mælanlega, að rétt notkun til- búins áburðar gæti tryggt ör- ugga grassprettu öll sumur, hvernig sem tíðarfarið væri. Is- lenzkir bændur ættu að vísu ýmsa erfiðleika í vændum, en með áburðarverksmiðjuna að bakhjalli myndu þeir geta sigr- að alla erfiðleika, og þeim myndi takast að tryggja forustuhlut- verk landbnaðarins á sviði at- vinnulífsins í framtíðinni. Hjálmar Finnsson, fram- kvæmdastjóri verksmiðjunnar, kvaddi búnaðarþingsfulltrúana með þakklæti fyrir komuna. —TÍMINN, 14. marz Sendið peninga á öruggan hátt Hvenær, sem þér hafið í hyggju að senda peninga til ættlands yðar, eða hvar, sem vera vill í Canada, skuluð þér spyrjast fyrir í The Royal Bank of Canada. Engu máli skiptir um upphæðir, vér sendum þær á öruggan hátt, vafningalaust og með litlum tilkostnaði. Viðskipti yðar eru kærkomin THE ROYAL BANK OF CANADA Hveri útibú nýiur irygginga allra eigna bankans, sem nema yfir $2,675,000,000. Hver bátur frá Sandi og Ólafsvík kemur drekkhlaðinn að landi Áburðarverksmiðjan boðar nýtt vor í íslenzka Bandbúnaðinum

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.