Lögberg - 29.04.1954, Page 8

Lögberg - 29.04.1954, Page 8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 29. APRÍL 1954 Fréttir fré ríkisútvarpi íslands Framhald af bls. 1 8 Úr borg og bygð Stúkan Hekla I. O. G. T. held- ! ur næsta fund sinn þriðjudag- inn 4. maí n.k. kl. 7.30 e. h. — Félagar úr Stúkunni Skuld og j: allir Góðtemplarar boðnir og ! velkomnir. ☆ Magnús H. Ágústsson læknir, er stundar nám í barnasjúkdóm- um að Rochester, Minn., kom hingað til borgar ásamt írú sinni og tveimur börnum. — Magnús er ættaður úr Reykja- vík, en kona hans Svana Þórðar- dóttir af ísafirði; hún og Dr. Áskell Löve eru systkinabörn. Þessi ungu og vingjarnlegu læknishjón hafa dvalið í Ro- chester undanfarin tvö ár og munu verða þar framvegis í álíka langan tíma unz þau hverfa til ættjarðar sinnar. ☆ Mr. Jóhann Johnson frá Hecla, er nýlagður af stað í .ferðalag vestur um Kyrrahafs- strönd; er hann frændmargur í Vancouver, Steveston og víðar þar vestra. ☆ Hinn 15. þ. m. lézt í Wynyard', Sask., frú Ingibjörg Guðmunds- ,son, kona Guðmundar Sigur- björnssonar Guðmundsson, 68 ára að aldri; hún var jarðsungin þann 20. s. m. af séra B. Theo- dore Sigurðssyni. ☆ Á fimtudaginn í fyrri viku voru staddir hér í borg þeir séra B. Theodore Sigurðsson, Christ- ian Guðmundsson kaupmaður og Haraldur Ólafsson fyrrum kaupmaður, allir frá Mountain, N. Daó. ☆ Þeir Árni Brandson, Albert Magnússon og Thorsteinn Magn- ússon frá Hnausa, Man., voru staddir í borginni á mánudaginn. ☆ Páll S. Pálsson skáld frá Gimli var staddur í borginni ásamt frú sinni í byrjun vik- unnar. ☆ Á sumardagskvöldið fyrsta efndi Þjóðræknisdeildin á Lund- ar til skemtisamkomu þar í bænum. Séra Bragi Friðriksson skipaði forsæti. Aðalræðumaður var prófessor Finnbogi Guð- mundsson. Ólafur Hallsson kaup- maður frá Eriksdale flutti ávarp á samkomunni, en með fram- sögn skemti Ragnar Stefánsson. ☆ Séra Harold S. Sigmar og frú frá Gimli brugðu sér suður til Mountain í fyrri viku og dvöldu þar nokkra daga. ☆ A meeting of the Jon Sigurd- son Chapter I.O.D.E. will be held at the home of Mrs. Rúna Jónasson 169 Hazeldell Ave., E. Kildonan on Friday Eve., May 7th at 8 o’clock. ☆ Mrs. Sylvia Kárdal frá St. Paul, Minn., kom í heimsókn til móður sinnar Mrs. K. Thor- steinsson, Gimli, um páskaleytið; var dóttir hennar, Mae, í fylgd með henni. •£r Frú Svafa Julius fer til ís- lands um mánaðamótin í nokk- urra mánaða heimsókn ásamt dóttur sinni. The Women’s Association of the First Lutheran Church will hold their annual Spring Tea, Wednesday May 5th from 230—5 and 7.30—10 in the lower auditorium of the church. Receiving will be Mrs. V. J. Eylands, Mrs. Paul Goodman and the general convenors Mrs. J. Turner and Mrs. W. H. Olson. Table captains are: Mrs. J. W. Swanson — O. Bjornson — W. Hawcroft — Paul Sigurdson. Home cooking: Mrs. H. Benson — J. G. Johnson — O. Skaftfeld. White Elephant: Mrs. R. Armstrong — G. Eby. Handicraft: Mrs. J. Ingimundson — R. Broadfoot — H. Olsen — T. Gudmundson. ☆ The Dorcas Sosiety of the First Lutheran Church will hold it’s Annual Spring Concert on Friday April 30th in the Lower Auditorium of the church. The j Program will include two 1-Act j plays, vocal selections by Miss I. Bjarnason and piano ac- cordian, Miss June Elliston. There will be a sale of candy and coffee will be served. Silver Collection. - ☆ Meðal gesta frá Winnipeg, er sátu Guttormsson-gullbrúðkaup- ið í Riverton voru Mrs. Ruby Couch, Mr. Allan Couch, Mrs. Anna Árnason og Mr. J. G. Johannson. f,- Herbert (Herbie) Ólafsson, sonur Mr. og Mrs. Ben Ólafsson hér í borg, hefir getið sér mikinn orðstír sem Basketball leikari. Er hann í Winnipeg Paulins lið- inu, er nýlega keppti í Toronto og vann Senior Men’s Basket- ball Crown — Canada titilinn, og er sagt að þessi tvítugi ís- lenzki piltur haii átt góðan þátt í sigrinum. ☆ Nú eru útgerðarmenn í óða önn að búa sig undir sumarver- tíðina á Winnipegvatni; verið er að setja fiski- og flutningsbáta í stand. Um þessar mundir er verið að byggja alveg upp að nýju í Gimli-höfn flutningabátinn, Goldfield; er það í þriðja sinn, sem það hefir verið gert síðan hann kom á vatnið fyrir 58 árum. Gekk hann fyrst undir nafninu Frank Burton, svo Minerva og síðast Goldfield. Báturinn er eign Armstrong-Gimli Fisheries. ☆ Páskadagskvöldið síðasta lézt Halldór Briem Christopherson, 71 árs að aldri, af afleiðing af slagi í Vancouver, B.C. Hann var sonur Sigurðar Christopher- sonar, eins af frumbyggjum Argylebygðar, sem er látinn fyrir mörgum árum. Hann skil- ur eftir konu og einn son, Wil- liam, og tvær systur Mrs. T. M. Dawe í Crecent, B.C., og Mrs. I. Brynjólfson í Chicago, og einn bróður, Kjartan, búsettan í San Francisco. Hann var jarðsung- inn af séra E. S. Brynjólfssyni þ. 23 þ. m. Frú Sigríður Hall, hin kunna og ágæta söngkona, gekk fyrir nokkru undir uppskurð á St. Pauls sjúkrahúsinu í Saskatoon og er nú á góðum batavegi, að því er manni hennar, prófessor S. K. Hall, segist frá í nýkomnu bréfi til ritstjóra Lögbergs; er það hinum mörgu vinum þeirra hjóna mikið fagnaðarefni, að frú Sigríður sé að komast til heilsu á ný. ☆ Sr. Bragi Friðriksson frá Lund- ar var aðalræðumaður á lestrar- félagssamkomunni á Gimli, sem haldin var hinn 23. þ. m. Forsæti skipaði Mr. J. B. Johnson. ☆ Dr. W. J. Rose, visiting pro- fessor at United College, gave an interesting and stimulating address at the Icelandic Canad- ian Club Meeting, April 19, held in the lower auditorium of the First Lutheran Church. The speaker’s main theme was the cultural strands that form the Canadian mosaic, but in his introductory remarks he devoted considerable time to his early contact with the pioneer Icelandic students at Wesley College, where he com- menced his studies in 1900. He gave these students high praise. Thorvaldur Thorvaldson was the most brilliant, he said, and his untimely death was to be lamented. Dr. Rose spoke appreciatively of the Icelandic literary tradi- tion. Dr. Blewett, he said, had once given a lecture on Dante at an Icelandic cultural society meeting. Dr. Rose stressed that there were two aspects of life, the material and the inner world, and that without the inner world, life was nothing. The individual was important; being oneself was important, he said, and the chair in Icelandic at the University of Manitoba would help to preserve the Icelandic individuality. Dr. Rose mentioned that the Icelanders, next to the British and French, were among the earliest of Manitoba pioneers, but he also made the point that all white settlers in the country were New Canadians, only some were newer than others. In speaking of the people of Central Europe, Dr. Rose point- ed out that poverty and op- pression had been their lot, but over the period of time they had made an important cultural contribution. The Czech leader, Thomas Masaryk, he considered one of the great men of all time. Musical items on the porgram included well-received vocal se- lections by Miss Angela Marquis and Reginald Frederickson, with Max Kaplick as the accompanist. In introducing the speaker, the President, Judge W. J. Lindal, paid tribute to Dr. Rose’s dis- tinguished academic and literary career. —W. K. Óþægi sonurinn kom heim úr skólanum með illkvittnislegt bros á andliti sínu. — Veiztu það, pabbi sagði hann. — Skólakennarinn minn öfundar þig. — Nú, hvað meinarður, dreng- ur? spurði faðirinn. — Jú, hann sagði í dag: „Mikið vildi ég gefa til að geta verið faðir þinn, þótt ekki væri nema í 10 mínútur!“ ☆ Frænkan var yfir sig hneyksl- uð á orðbragði litlu frænku sinnar. — En Dóra þó! sagði hún. — Hvar hefurðu lært þetta hræði- lega örð, blessað barn? — En í skólanum, svaraði telpan hortuglega. — Ég skal gefa þér 5 krónur, ef þú lofar mér að nota það al- drei aftur, sagði frænkan. — Frænka . . . .? — Já, Dóra mín? — Má ég þá ekki segja þér annað orð, sem ég hef líka lært í skólanum. Ég hugsa, að þér fínn- ist bað vera a. m. k. 10 króna virði! komu saman til fundar um síð- ustu helgi og var rætt um hvaða kröfur skyldi gera við væntan- lega síldveiðisamninga. Hefir þeim samningum víðast hvar verið sagt upp og er ætlunin að einn síldveiðisamningur verði gerður fyrir landið allt. Einnig var rætt um uppsögn togara- samninga. Var samþykkt, að þar sem engar lagfæringar hefðu fengizt á togarasamningunum án uppsagnar, væri ekki fært að hafa bundna samninga til 1. desember næstkomandi og taldi fundurinn óhjákvæmflegt að samningunum verði sagt upp nú í vor, með það fyrir augum að hafa samninga lausa og ná nauð- synlegum kjarabótum. ☆ Vélbáturinn Glaður frá Vest- mannaeyjum fékk brotsjó á sig síðastliðinn sunnudagsmorgun, er hann var staddur austan við Elliðaey í versta veðri. Kom *brátt mikill leki að bátnum og sökk hann á 10 mínútum. Skip- Iverjar gripu til gúmmíbáts, sem þeir höfðu meðferðis og tókst þeim greiðlega að hleypa lofti í hann og koma sér fyrir í hon- um. Rak gúmmíbátinn síðan í 22 klukkustundir þar til brezkur togari bjargaði mönnunum suð- austur af Dyrhólaey og hafði bátinn þá rekið nærri 50 sjó- mílur. Skip og flugvélar höfðu leitað að vélbátnum Glað. Þess má geta, að á undanförnum þremur árum hafa gúmmíbátar, sem Vestmannaeyjabátar hafa haft meðferðis, bjargað lífi 19 sjómanna frá Vestmannaeyjum. í síðustu viku var lengst af vestlæg átt um allt land, hiti lítið eitt yfir frostmark og ýmist skúrir eða krapaél um vestan- vert landið. Á fimmtudag og föstudag var þó allhvöss sunnan- átt og hlýindi, hiti sex til 12 stig. Yfirleitt var vindur 4—7 stig í vikunni og gerði aldrei ofviðri. ☆ Undanfarna daga hefir óhemju mikill fiskur borizt á land í Vestmannaeyjum. Frá því seint á Skírdagskvöld fram á föstu- dagsmorgun voru lagðar á land yfir tvö þúsund lestir af fiski og mun það vera mesta aílamagn, sem þar hefir komið á land á einum sólarhring. Aflahæstu bátarnir fengu 57—62 lestir og aðrir bátar voru með 40—50 lestir. Þessi mikli landburður af fiski hefir skapað mikla vinnu í Eyjum og má heita að þvínær hver maður sé við framleiðslu- störf og vinna um 1000 manns við fiskiðjuverin í Eyjum þessa dagana og mikil þrengsli eru við bryggjur, þegar bátarnir eru að losa. í gær fengu Vestmanna eyjabátar mikinn afla og voru margir með hlaðafla og miklar annir í Eyjum. ú Fiskafli landsmanna á síðast- liðnu ári nam samtals 362 þús- und lestum og varð 26 þúsund lestum meiri en árið áður. Báta- fiskur var rúmlega 201 þúsund lestir, en togarafiskur 161 þús- und lestir. Mest af aflanum fór til frystingar, eða 106 þúsund lestir og til söltunar fóru 95 þús- und lestir fyrir utan 50 þúsund lestir af síld. Til herzlu fóru tæplega 79 þúsund lestir. Tr í árslok 1953 áttu Islendingar 11,216 bíla og hafði þeim fjölg- að á árinu um 442. Fólksbifreið- ar voru 6,846 að tölu og vöru- bílar 4,370, en bifhjól 291. Af fólksbílum voru til 82 gerðir og af vörubílum 80 gerðir. Meðal- aldur fólksbíla var 9,6 ár og með- alaldur vörubíla 10,9 ár. ☆ Iðnsveinaráðstefnan 1954 var haldin í Reykjavík í síðustu viku að tilhlutan Iðnsveinaráðs Al- iýðusambands íslands. Var þar rætt um ýmis hagsmunamál iðn- sveina og sóttu ráðstefnuna full- trúar frá nær öllum iðnsveina- félögum landsins. Meðal annars var samþykkt að kjósa nefnd til 3ess að vinna að stofnun Iðn- sveinasambands. Iðnskólanum í Hafnarfirði var slitið nýlega og minntist Bergur Vigfússon skólastjóri þess, að nú er liðinn aldarfjórðungur síðan Iðnaðarmannafélag Hafnarfjarð- ar hóf að starfrækja iðnskóla þar í bæ. Var Emil Jónsson fyrsti skólastjóri Iðnskólans og gegndi því embætti í 20 ár. 1 vetur var 41 nemandi í skólan- um. ☆ Mjólkursamlag Kaupfélags Eyfirðinga hélt aðalfund sinn fyrir skömmu. Á árinu sem leið tók samlagið á móti rösklega 8 milljónum og 660 þúsund lítrum mjólkur og hafði mjólkurmagn- ið aukizt um 5,27% frá fyrra ári. 25,5% af þessu var selt sem neyzlumjólk en hitt fór til fram- leiðslu ýmissa mjólkurafurða. ☆ Skipaútgerð ríkisins hefir á- kveðið að hafa strandferðaskip- ið Heklu í förum til Norður- landa í sumar og fer skipið sjö ferðir á tímabilinu frá 19. júní til 11. september. Skipið hefir viðkomu í Færeyjum, Björgvin, Kaupmannahöfn, Gautaborg og Kristiansand í Noregi. ☆ Þorsteinn Þorsteinsson skip- stjóri í Þórshamri lézt síðast- liðinn þriðjudag 84 ára að aldri. — Sigurjón Á. Ólafsson al- þingismaður lézt á Skírdag 69 ára að aldri. ☆ Skíðamót íslands hófst á Siglu firði á Skírdag og var þá keppt í 15 kílómetra göngu. Islands- meistari varð Sigurjón Hall- grímsson, Fljótum, og annar Oddur Pétursson, ísafirði. í göngu unglinga sigraði Árni Höskuldsson. ☆ Ákveðið hefir verið að íslend- ingar leiki tvo landsleiki í knatt spyrnu í sumar. Verður sá fyrri í Reykjavík 4. júlí, en en ekki er fullráðið við hvaða land verð- ur keppt, en hinn síðari verður við Svía og fer fram í Kalmar 24. ágúst. ☆ íbúðarhúsið á Flesjustöðum í Kolbeinsstaðahreppi brann til kaldra kola síðastliðinn miðviku dag ásamt áfastri skemmu. — Ekkert bjargaðist af innan- stokksmunum. Ókunnugt er um eldsupptök. Samlal við ERLU ÞORSTEINSDÓTTUR um óvænta frægð hennar úti í Danmörku Fyrir nokkru kom fram at- riði í hinum vinsæla þætti d a n s k a ríkisútvarpsins, „Göglervognen“, er vakti at- hygli danskra hlustenda á Islandi, en þáttur þessi var í það skipið skipaður skemmti kröftum frá fiskibænum Kjerteminde á Fjóni. Meðal þeirra, er létu til sín heyra í þættinum, var ung ís- lenzk stúlka, Erla Þorsteins- dóttir að nafni, vinnukona hjá bæjarstjóranum, og er hún dóttir rafstöðvarstjórans á Sauð- árkróki. Hún söng nokkur ís- lenzk dægurlög og lék sjálf undir á gítar, og vöktu lögin, en þó fyrst og fremst söngur hinn- ar ungu stúlku, mikla hrifingu og athygli hlustenda. Syngur inn á sex plölur hjá Odeon Ríkisútvarpið danska sendi íslenzka ríkisútvarpinu söng Erlu, tekinn á segulband. Nokkru síðar barst henni beiðni frá hinu mikla hljómplötufor- lagi „Odeon“, sem starfar um heim allan, að syngja inn á sex hljómplötur fyrir félagið, — þar af þrjú lög íslenzk. Þess utan hefir hún verið ráðin til að syngja á hljómleikum í mörgum dönskum borgum. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 2. maí: English Service 11 a.m. Sunday school at 12 English Service 7. p.m. Rev. Stefán T. Guttormsson, Cavalier, N. Dak., will preach. The Ladies Missionary So- ciety invite the Congreation to partake of refreshments in the Hall at the conclusion of the Evening Service. S. Ólafsson ☆ Messur í Norður-Nýja-íslandi Sunnudaginn 2 .maí: Geysir , kl. 2 e. h. Prédikað á íslenzku. Safnaðarfundur eftir messu. Árborg, kl. 8 e. h. Prédikað á ensku. Sunnudaginn 9. maí: Hnausa, kl. 2 e. h., ensk messa. Riverton, kl. 8 e. h., ensk messa. Sunnudaginn 16. maí: Víðir, kl. 2 e. h., ensk messa. Robert Jack, prestur LOOK AFTER YOUR FIGURE New Spirelette creations styled by Spirella. Glamorously new ready-to-wear girdles and bras with a Spirella Guarantee. For information, without obligation, call: MRS. JANA STILLER Phone 72-7756 1 samtali við danska blaða- manninn Kristian Seeberg, sem dvaldi um skeið hér á landi fyrir nokkrum árum, en starfar nú við „Fyens Stiftstidende“, farast Erlu orð á þessa leið: Fjölmörg bréf „Mér háfa borizt fjölmörg bréf víðs vegar að úr Danmörku, meðal annars nokkur bónorðs- bréf. Býræktarmaður á Borg- undarhólmi bauðst til að senda mér einhver ósköp af hunangi, ef ég aðeins vildi verða konan hans. Ég er þó ekki í neinum giftingarþönkum. Mig langar til þess eins að syngja og leika á gítarinn minn, sem mér var gef- inn í fermingargjöf heima á Sauðárkróki. Helzt kysi ég að mega reynast ættjörð minni góður sendifulltrúi, og þess vegna syng ég alltaf nokkur ís- lenzk lög, enda hef ég komizt að raun um, að Dönum þykir gaman að heyra sungið á ís- lenzku. Að vísu hættir Dönum við að hnýta í okkur að óhugs- uðu máli, en eru alltaf fúsir til að taka leiðréttingar til greina — og að hlusta á góðan söng. Ekki óperusöngkona Ég kæri mig ekkert um að verða óperusöngkona. Það er sennilega heldur ekki á mínu sviði, — og takist mér að afla mér álits og vinsælda með söng mínum og gítarleik, er ég ánægð“. —Alþbl., 13. marz EATON’S Letc it Pays to Shop for Painting Materials. Our Large Selection Offers You Best All ’Round Value. Let Us Equip You For Your Spring Painting Campaign. Visit EATON’S Paint Department On The Sixth Floor. <*T. EATON C?,«,rED CANADA Fékk mörg bónorðsbréf eftir söng í danska útvarpið

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.