Lögberg - 06.05.1954, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 6. MAÍ 1954
Lögberg
- Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Gefið it hvern fimtudag af
THE COLUM3IA PRESS LIMITED
61)5 SARGENT AVENUE. WINNIREG, MANITOBA
, J. T. BECK, Manager
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 095 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN
PHONE 743-411
Verð $5.0U um árið — Borgist fyrmfram
The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Tryggvi J. Oleson, Dr. Phil.:
Saga ísBendinga í Vesfurheimi
V. Bindi. Reykjavik 1953. Bókaútgáfa Menningarsjóðs
Hér er um mikla og margþætta bók að ræða, sem i
stóru broti telur hvorki meira né minna en 430 blaðsíður;
engu að síður er bókin þó í raun og veru tómstundaverk
frá umsvifamiklu prófessorsembætti ritstjórans, sem orðið
hefir að viða að sér miklu efni og vinna úr því eftir föngum;
ekki verða deildar meiningar um það, að ritstjóri Sögunnar
sé góður fræðimaður á vettvangi fornaldarsagna, enda hefir
hann í þeim efnum hlotið víðtæka viðurkenningu svo sem
fyrir doktorsritgerð sína; hvort öðrum hefði betur tekist
að semja sögu samtíðarinnar, sögu samferðasveitarinnar,
sögu dagsins í dag, skal ósagt látið, því slíkt er af skiljan-
legum ástæðum viðkvæmt vandaverk, því það, sem gerðist
í gær eða gerist í dag, er vitanlega enn eigi orðið að sögu;
en engu að síður er það þakkarvert, að skrásetja mannlýs-
ingar og viðburði hinnar líðandi stundar því nóg fer í glat-
kistuna samt.
Þó margt sé óneitanlega vel um Sögu íslendinga í
Vesturheimi, hallast Lögberg á þá sveif, að Söguna, bindin
öll, beri fremur að skoða sem safnrit, en samfelt heildar-
yfirlit yfir Vestur-íslendinga og menningarviðleitni þeirra
frá þeim tíma, er landnám þeirra festi rætur í þessari álfu.
í prýðisgóðum formála að bókinni, gerir ritstjórinn
grein fyrir því, hve miklum vanda það hafi verið bundið,
að velja efni hennar, ekki sízt með hliðsjón af því hve
takmarkaður sá blaðsíðufjöldi var, sem honum var ætlaður,
og mun það út af fyrir sig ærinn vandi, að velja þannig eitt,
að það verði eigi á kostnað annars.
„Mitt er að yrkja, en þitt að skilja“, sagði Benedikt
Gröndal. Dr. Tryggva var falið að semja Söguna og það
hefir hann gert; enginn hefir sagt honum fyrir verkum, né
heldur átti nokkur nokkurn rétt á að gera það; hjá því varð
vitaskuld ekki komist, að hann tæki til meðferðar Tjald-
búðarmálið, Heimferðarmálið og Ingólfsmálið, en eigi hefði
það komið að sök, þó hann í öllum þessum tilfellum hefði
verið nokkru fáorðari, því ekkert þessara mála mun hafa
varanlegt sögugildi og minna fremur á skammlífan pönnu-
blossa en eitthvað annað, nema þá helzt hið síðastnefnda,
sem var einstætt í sinni röð í sögu Vestur-íslendinga.
Lögberg er eindregið þeirrar skoðunar, að áhrifaríkasta
menningarsögulegasta Grettistakið, sem Vestur-íslendingar
fram að þessu hafi lyft, sé stofnun kenslustólsins í íslenzk-
um fræðum við Manitobaháskólann; djarfmannlegri og
drengilegri tilraun til verndar vorri tignu tungu hér í
álfu, hefir eigi áður verið gerð, enda mun það varnarvirki,
sem nú hefir verið reist, standa órofið í aldir fram; eining
Vestur-Islendinga um þetta mikla mál og örlæti þeirra
varðandi fjárframlögin, verðskuldar vissulega annað og
meira en lítilsháttar umgetningu í Sögu íslendinga í Vestur-
heimi, þó margs sé að minnast og mörgu væru ætluð rúm-
betri húsakynni en þessum viðburði.
Nokkurra iðjuhölda er getið í bókinni og er það vel,
því þeir hafa allir fylt sæti sín með prýði; þó hafa ýmsir
týnst úr lestinni, er verðskulduðu engu síður en hinir að
verða ódauðlegir í sögunni, svo sem þeir Friðrik Kristjáns-
son og Kári Wilhelm Johannson, að eigi séu fleiri tilnefndir;
sagt er að makleikum frá Jónasi Jónassyni, er fyrstur Is-
lendinga stofnaði og starfrækti árum saman kvikmynda-
hús í þessari borg; ekki segist ritstjórinn vita, hvort maður
þessi sé lífs eða liðinn og var honum þó innan handar að
ganga úr skugga um hvort heldur væri, þar sem dánar-
minning hans birtist í báðum íslenzku vikublöðunum.
I rithöfundatalinu er Nikulásar Össurarsonar Ottenson
að sjálfsögðu minnst sökum formannsvísna sinna, sem
gefnar voru út í bókarformi 1934. Frá föður Nikulásar er
rétt skýrt, en svo hefir sá ruglingur komist í rímið, að
móðir hans er sögð að vera Anna Guðmundsdóttir Stefáns-
sonar frá Ferjukoti við Hvítá í Borgarfirði syðra, en frú
Anna var, að því er vér vitum bezt, eiginkona Nikulásar.
Dr. Stefán Einarsson ritar um Nikulás í Árbók Lands-
bókasafns íslands 19ö6—1937 og segir þar frá foreldrum
hans, og samkvæmt þeirri heimild var móðir hans Guðrún
Snæbjarnardóttir frá Dufansdal við Arnarfjörð. —
Kaflarnir um félagssamtök íslendinga í Winnipeg eru
yfir höfuð góðir og greinarnar um lækna, lögfræðinga og
presta fróðlegar og skemtilegar aflestrar; bókin er rituð á
lipru og fallegu máli og er það hvorttveggja í senn bæði
virðingarvert og þakkarvert.
Synd væri að segja, að Lundar- og Argylebygðirnar
hefði verið settar hjá, því í tveimur bindum hafa þeim
verið gerð rækileg skil og prýðilega verið frá þeim sagt,
en um Lundarbygð fjallaði Heimir Thorgrímsson og G. J.
Oleson um Argyle.
Um blaðaútgáfu Winnipeg-íslendinga flytur bókin svo
sem vænta mátti langt mál og fróðlegt, en að öðru leyti
leggur Lögberg á það lesefni engan dóm.
Þættir G. J. Oleson um bygðir Islendinga í Selkirk og
Minnesotaríkinu, eru fullar af samanþjöppuðúm fróðleik,
sem gott er og gagnlegt að kynnast og leiðréttingar við 4.
bindið, sem eru í þessu síðasta bindi, ættu lesendur ekki
að láta fara fram hjá sér.
Menningarsjóður hefir rétt oss Vestmönnum örláta
bróðurhönd með því að standa straum af útgáfukostnaði
hinna tveggja síðustu binda þessa mikla ritverks og getum
við bezt launað slíka góðvild í vorn garð með því að vinna
Örnefni í Kanada og mótun
kanadiskrar menningar
Eftir WATSON KIRKCONNELL
Finnbogi Guðmundsson .
Um endilangt Kanada eru
hundruð örnefna úr Indíánamál-
um, er sýna, hve víða frum-
byggjar álfunnar höfðu dreifzt,
áður en hvítir menn komu til.
Fjögur fylki: Quebec, Ontario,
Manitoba og Saskatchewan eru
héitin af Indíánum, og hið sama
er að segja um geysifjölda bæj-
arnafna, bæði nöfn stórborga og
smábæja, svo sem Toronto, Win-
nipeg, Ottawa og Saskatoon eða
Antigonish, Timagami, Keewa-
tin, Neepawa, Minnedosa og
sægur annarra. Mundi það vera
fróðlegt kort, er gert yrði með
slíkum nöfnum einum.
Merkilegra væri þó málakort
af Kanada, er sýndi, hvar mál
Indíána og Eskimóa eru töluð
um þessar mundir, á spildum
þvert yfir Kanada, frá hafi til
hafs, og frá bandaríksku landa-
mærunum í suðri og allt norður
í íshaf.
Nefnir Kirkconnell ýmis
dæmi, svo sem Salishan-Indíán-
ana í British Cölumbia, er
mæla á 92 tungumál og mállýzk-
ur, en alls eru nú 124.000 Indí-
ánar í Kanada og tungumál
þeirra og mállýzkur samtals 167.
Eskimóar á norðurströnd
Kanada, frá Mackenzie-flóa að
Labrador, eru aðeins 6000 og
mállýzkur þeirra 9, svo að alls
mæla þessir afkomendur frum-
byggjanna á* 176 tungumál og
mállýzkur.
Hvítir menn í Kanada eru
rúmlega 14 milljónir, og tóku
þeir að flytjast vestur frá Evrópu
á 17. öld. Fyrstir komu Frakkar
á árunum 1608—1700, alls um
60.000. Hafa þeir magnazt og
margfaldazt á þeim þremur öld-
um, sem síðan eru liðnar, og eru
nú orðnir rúmar 5 milljónir í
Kanada (einkum í Quebec-fylki)
og 3 milljónir í nálægum fylkj-
um, Bandaríkjamegin landa-
mæranna.
Kaþólska kirkjan hefir ætíð
mátt sín mjög mikils meðal
þeirra og trúarbrögðin haft sterk
áhrif á örnefnagift Frakkanna,
svo að fjöldi bæja hefur verið
kenndur við dýrlinga alls konar,
fremur en hinir frönsku flyttu
með sér nöfn heiman af Frakk-
landi.
Næsti stórhópur kom á 18. öld
frá Bretlandseyjum og nýlend-
um Breta í Norður-Ameríku.
Var það hvorttveggja, að Bretar
brutu undir sig nýlendur
Frakka í Kanada og landið varð
eins konar athvarf þeirra, er
kusu að lúta Bretum áfram í
stað þess að sætta sig við úrslit
frelsisstríðs Bandaríkjamanna.
Útflutningur frá Bretlandseyj-
um til Kanada hefur verið nær
óslitinn síðan á 18. öld, og eru
Engilsaxar nú orðnir um 6V2
milljón í Kanada. Flestir eru
þeir á Nýja-Skotlandi (Nova
Scotia), Nýfundnalandi, Prince
Edward Island, Ontario og
British Columbia. Kveður miklu
meira að enskum örnefnum í
þeim fylkjum en frönskum
meðal Frakkanna, þ. e. a. s. ör-
nefnum frá heimalöndunum.
Þannig eru í Ontario til slík ör-
nefni sem London, Stratford,
Durham, Cornwall, York, New-
castle, Scorborough o. s. frv.
Þriðju stórflutningarnir til
Kanda urðu á þessari öld, og
einkum þá frá öðrum Evrópu-
löndum en Bretlandseyjum og
Frakklandi. Voru aðaltímabílin
tvö, 1901—14 og 1920—38, og inn-
flytjendur á að gizka 2V2 milljón.
Settust flestir þeirra að í vestur-
fylkjunum þremur: Manitoba,
Saskatchewan og Alberta, en
•Grein þessi heitir k ensku: Canadian
Toponymy and the Cultural Stratifica-
tion of Canada. Bírtist hún í safrinu
Onomastica, 7. hefti, Winnípeg 1954,
en það er gefiö út af The Ukrainian
Free Academy of Sciences.
stytti og pýddi lauslega
einnig margir í austurfylkjun-
um.
Samkvæmt manntalinu 1951
reyndust fjölmennustu þjóð-
flokkarnir þessir:
Þjóverjar 619.995
Ukrainiumenn 395.043
Skandinavar
(Isl. taldir í þeim hópi) 283.024
Hollendingar 264.267
Pólverjar 219.845
Gyðingar 181.670
Italir 152.245
Rússar 91.270
Asíumenn 72.821
Sumir þessara flokka settust
að í stórhópum á allmiklu land-
svæði, þar sem þeir gáfu örnefni,
hver á sínu máli, ýmist gömul
örnefni frá þeim löndum, er þeir
komu frá, eða ný eftir staðhátt-
um eða hverju því, er verkast
vildi.
Þó að frumbyggjarnir væru,
sem fyrr segir, bæði fáir og
dreifðir, hefur áhrifa þeirra
gætt í mjög mörgu auk örnefn-
anna, svo sem í ýmsum siðum,
í klæðaburði, ferðaháttum og
ferðatækni, veiðimennsku og
mataræði. Á sama hátt hafa af-
komendur frumbyggjanna tekið
upp siðu hvítra manna, en aldrei
samlagazt þeim fullkomlega.
Áhrifin hafa og ekki ætíð verið
holl, og eins og Indíánarnir hafi
fengið leið á öllu saman og hjari
nú líkt og hálfgerðir útlending-
ar í heimalandi sínu.
Höfuðátökin hafa að sjálf-
sögðu verið milli Frakka og
Breta og samkomulagið lengst-
um verið í anda vísunnar:
Trúðu þeir hvor öðrum illa,
enda trúðu fáir báðum,
orðunum þeir ávallt stilla,
yfir köldum búa ráðum;
tækifæris báðir bíða,
búnir ofan hinn að ríða.
Viðhorf sigurvegaranna og
hinna sigruðu (frá 1759) hefur
seint viljað gleymast og þá ekki
síður hinar gallhörðu tillögur
Durhams lávarðar í skýrslu
hans 1839 um Frakkana og
skjóta og markvissa forbrezkun
þeirra:
„Ég endurtek, að hefja verði
þegar aðgerðir, er leiða megi til
hugarfarsbreytingar í fylkinu,
aðgerðir, er síðar verði fylgt
örugglega eftir, en þó með
gætni; að í hvers konar áætlun,
er samin verði um framtíðar-
skipan Quebec-fylkis, skuli höf-
uðáherzla á það lögð að gera
fylkið enskt.“
Sú ögrun, er fólst í þessum
orðum, hefur einungis orðið til
að styrkja hina frönsku Kanada-
menn í trúnni á tungu þeirra,
þjóðhætti og kaþólsku. Þeir eru
nú fimm sinnum fleiri en þeir
voru á dögum Durhams lávarðar
og miklu rammari en nokkru
sinni fyrr í ræktarsemi við
menningararf sinn.
Nokkur önnur þjóðabrot eða
hópar hafa reynt að verjast sam-
lögun við hið ríkjandi ensk-
kanadiska þjóðfélag, og má þar
nefna ukrainsku byggðirnar í
Manitoba og Alberta, þýzku
Hutterítana og Mennonítana 1
sömu fylkjum og rússnesku
Doukhoborana í Saskatchewan
og British Columbia. Rúmlega
80 blöð á erlendum málum, þ. e.
öðrum málum en ensku og
frönsku, eru gefin út meðal
þessara nýju Kanadamanna, og
er þar reynt að varðveita líkt og
í hnotskurn hin sérstöku við-
horf þessara flokka í trúarbrögð-
um, stjórnmálum og félagslífi.
Hið sama mætti og segja um
hina fámennu hópa Kínverja og
Japana í Kanada. Skólakerfi
þjóðarinnar hefur átt drýgstan
þátt í því að bræða öll þessi
brot saman, því að kennsla fer
hvarvetna fram á ensku nema í
Quebec-fylki (þar sem kennt er
á frönsku). Ber skólabörnin sök-
um þessa óðfluga burt frá for-
eldrum sínum, er fæddir voru
í Evrópu, og sjónarmiðin verða
gerólík. Hið sama hefur og hlot-
izt af heimsstyrjöldinni síðustu,
er hin unga kynslóð, afkomend-
ur innflytjendanna frá Evrópu,
gekk umvörpum í herþjónustu
eða réðst 1 iðjuver stórborganna.
Þar sem við þetta bætist, að inn-
flytjendastraumurinn hefur að
mestu þorrið og því lítils styrks
að vænta utan frá, telur Kirk-
connell sennilegt, að öll þjóða-
brotin muni innan aldar hafa
samlagazt að fullu.
Við höfum nú séð, hvernig
þjóðin hefur hlaðizt upp, ef svo
mætti segja, úr hinum ýmsu
lögum, Indíánum, Frökkum,
Engil-Söxum og öðrum þjóðum.
En ofan á öll þessi lög hinna
mörgu þjóðflokka leggst nú ann-
að lag, þótt með ólíkum hætti
sé, en það er lag nýrra þjóð-
hátta. Berast þeir sunnan að frá
Bandaríkjunum, en þau og
Kanada liggja saman á 3 þúsund
mílna löngu svæði án þess að
nokkur greinileg mörk séu á
milli þeirra, hvort heldur af
náttúrunnar hendi eða manna
völdum. í Kanada eru, sem fyrr
segir, rúmar 14 milljónir manna,
en í Bandaríkjunum um 140
milljónir. Þjóðhættir þessarar
stórþjóðar, sem sjálf er orðin til
úr ótal þjóðabrotum, hafa
reynzt sérstaklega máttugir
vegna þeirrar tækni, auðæfa og
fræðslukerfis, sem þjóðin ræður
yfir. Hugvitsgáfa og kaup-
mennska hafa lagt saman og
rutt til rúms, í miklu stórkost-
legri mæli en dæmi eru til um
áður, hvers konar léttmeti á
vegum hálfmenntaðra, en
„sniðugra“ náunga á Manhattan
og í Hollywood; en þeir hafa
með valdi sínu yfir kvikmynd-
um, útvarpi, leikhúsum og sjón-
varpi sett sinn væmnis- og
reyfarasvip á menningu samtíð-
arinnar. Þetta er þó vissulega
ekki nema önnur hliðin á mál-
inu, því að Bandaríkjamenn
standa að sumu leyti allra þjóða
fremst í tónmennt, listum og
lærdómi og eiga sín á meðal sæg
menntaðra borgara, er iðka og
leggja rækt við hið bezta í
grískri, rómverskri og kristinni
Evrópumenningu; en þegar til
þess kemur að móta lífsvenjur
og þjóðháttu nú á tímum, mega
þeir sín miklu minna en þeir
„tízkusjólar", er ráða lögum og
lofum í New York, hvort heldur
það er í tónlist eða öðrum list-
greinum, leikstarfsemi eða
blaðamennsku.
Hin mögnuðu áhrif þessara
manna hafa því miður farið eins
og flóðalda yfir Kanada og alls
staðar skilið eftir augljós mörk.
Þessi samþýðing í öllum efn-
um — nema stjórnarfarslegri
sameiningu ríkjanna — hefur
verið með fádæmum síðastliðna
hálfa öld, ekki sízt meðal ensku-
mælandi Kanadamanna. Banda-
ríkskar fréttastofnanir, frétta-
ritarar, dálkahöfundar og
myndasagnameistarar birgja
bókstaflega kanadisku blöðin að
efni. Kanadisk tímarit hafa ým-
ist orðið algerlega undir í sam-
keppni við bandaríksk tímarit og
útgáfu þeirra verið hætt eða þau
hafa tekið upp bandaríkskt gervi
og fleytt sér á því.
Kanadiskar útvarpsstöðvar fá
efni iðulega beint frá banda-
ríkskum stöðvum, aðeins þrýst á
hnapp, eða það er sent þeim á
þræði eða plötum. Stoðar lítt að
sporna við því, þó að kanadiska
útvarpsfélagið (Canadian Broad-
casting Corporation) hafi gert
heiðarlega tilraun til að útvarpa
alkanadisku dagskrárefni. —
Bandaríkskar kvikmyndir hafa
verið einráðar í Kanada í 40
ár og mótað kanadiskan hugs-
unarhátt, svo að ekki verður af
skafið. Kanadamenn, sem yngri
eru en 25 ára og búa í borgum
og bæjum, mega heita full-
kanaðir (Kani: Ameríkani; kana:
americanize). Þeir dansa nýj-
ustu bandaríksku dansana eftir
nýjustu blámannaslögunum,
klæðast fötum með New York-
sniði, hengja myndir af sömu
kvikmyndastjörnunum á svefn-
herbergisþilið, orðbragð þeirra
er fullt af slanguryrðum, upp-
runnum á Manhattan eða í
Hollywood, þeir aka í banda-
ríkskum bílum, tyggja banda-
ríkst tyggigúm, reykja banda-
ríkska vindla og drekka höfgar
veigar þaðan að sunnan eða
Coca-Cola. Félagslíf við kana-
diska háskóla er að kalla alger-
lega sniðið eftir bandaríkskum
fyrirmyndum, árgangar með
sömu heitum, vígsluathafnir og
annað, sem nöfnum tjáir að
nefna, „pep rallies" (vakninga-
samkomur) „sweater hops“
(peysudans) o. s. frv.
Þegar leiðtogar hinna fransk-
ættuðu Kanadamanna formæla
áhrifum enskra og strengja þess
heit að varðveita menningararf
sinn óskertan, hafa þeir einkum
í huga hin bandaríksku áhrif á
ensk-kanadiska menningu, er
lýst hefur verið hér að framan.
Þeir finna, að þeir eru ekki að-
eins 5 milljóna minnihluti í 14
milljóna þjóðfélagi, heldur
standa þeir einnig á meginlandi
álfunnar sem 5 milljóna flokkur
andspænis 150 milljónum.
DASH to FLASH and SAVE CASH
FATAHREINSUNIN í NÁGRENNINU (Abyrgð á öllu)
Skyrfur VAFÐAR í CELLO 5for$100
Ókeypis Sótt og heimflutt afgreiðsla Sími 3-3735 3-6898
C| AQII CLEANERS AfKreiðsla sama da« í
LnU H LIMITED Fatahreinsun vorri frá
611 SARGENT AVE. (við Maryland) io f. h. tu 5 e. h.
^I!ll!!lllllllllll!!llllllllll!llllli!llllllllllllll!lllllllll!l!llllllllllllllllllllllllllllll!ll!lllllll!llllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllllll!lllllllll!lllllll!llll
LÆGSTA
TIL
ÍSLANDS
Aðeins
fram og íil baka
lil Reykjavíkur
FLUGFAR
Grípið tækifærið og færið
yður í nyt fljótar, ódýrar og
ábyggilegar flugferðir til
fslands í sumar! Reglu-
bundið áætlunarflug frá
New York ... Máltíðir inni-
faldar og annað til hress-
ingar.
SAMBÖND VIÐ FLESTAR STÓRBORGIR
Finnið umboðsmann ferðaskrifsiofunnar
að útbreiðslu þeirra af ráði og dáð í borg og bygð meðal
Islendinga vestan hafs.
Bókin kostar í bandi $6.00 og fæst í Björnsson’s Book
Store 702 Sargent Avenue, Winnipeg.
ICELANDIC AIRLINES
15 West 47th Street, New York
PLoza 7-8585
mmninnnnnnnnnnnnnnniinninnnniinnnnnniiiinnninnnnniiinnnnninnnnnnnnmniiinnnnnnnnninnnmnnnnnnnnnnnninnnnnniniiiiii^