Lögberg - 06.05.1954, Page 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 6. MAl 1954
5
y?Myyfyt?y??tty^^rvyttyft
Álit€/iHÁL
rVCNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
HUGLEIÐINGAR UM KVENRÉTTINDAMÁLIÐ
Konur leljasl til manna
Fyrir nokkru síðan las ég
ávarp til háskólastúdenta í
Reykjavík, og kemst ræðumaður
svo að orði á einum stað: „Látið
yður skiljast, ungu menn — ég
tel konur til manna — látið yður
skiljast o. s. frv.“ Hann var
vitanlega að ávarpa bæði karl-
stúdenta og kvenstúdenta. Þetta
innskot snerti mig ónotalega. Sú
var tíðin að segja mætti, að
konur væru varla taldar til
manna, því þær nutu ekki kosn-
ingaréttar, kjörgengis né nokk-
urs jafnréttis við karla efnahags-
lega eða í atvinnulífinu. En nú
fyrir nokkrum áratugum hafa
þær, vegna öflugrar og drengi-
legrar forgöngu fjölda karla og
kvenna öðlast þessi réttindi, sem
hafa á stuttum tínia algerlega
breytt aðstöðu þeirra í mann-
félaginu. Sennilega mun þessi
félagslega þróun vera talin einn
af mikilvægustu viðburðum
tuttugustu aldarinnar. Ættu
flestir að hafa fylgzt svo vel
með þessum atburðum, að ekki
þyrfti að minna þá á, að konur
teljist til manna.
Brautryðjendastarf Vestur-
íslendinga í kvenréltinda-
baráttunni
Hlutur vestur-íslenzkra kvenna
og þá sérstakjega í Winnipeg í
þessu máli, var ekki lítill, en þó
er hans að litlu sem engu getið í
Sögu Islendinga í Vesturheimi,
V. bindi, eftir Dr. Tryggva J.
Oleson, og er það furðuleg yfir-
sjón. Annara þjóða fólk hefir þó
ekki látið brautryðjendastarf
þeirra liggja í þagnargildi. Mrs.
Nellie L. McClung segir í ritgerð
A Reirospect, sem hún birti í
Country Guide 2. desember 1929.
“The honor of having the first
suffrage society in Manitoba,
and I think in the west belongs
to the Icelandic women.” Og á
öðrum stað segir hún: “They
were the pathfinders.” Dr.
Catherine Lyle Cleverdon segir
í bók sinni, The Women Suffrage
Movement in Canada. 1950:
„Hreyfingin í Manitoba hófst
snemma; tildrögin má rekja til
fyrstu ára síðasta tugs nítjándu
aldar; þá stofnuðu nokkrar ís-
lenzkar konur fyrsta kven-
réttindafélagið í fylkinu Mani-
foba), og reyndar hið fyrsta í
Öllu Vesturlandi Canada.“
(Bls. 49).
í grein, sem W. Kristjanson
r'tar í Icelandic Canadian Vol.
Xll- No. 1, Women's Suffrage in
Manitoba, segir hann að Sigfús
B- Benediktsson hafi fyrstur
hafið opinbera baráttu fyrir
þessu máli 1890. Ég hygg, að það
sé varhugavert að staðhæfa
Þetta. Einar H. Kvaran skrifar
langa ritstjórnargrein í Lögberg,
ö- febrúar 1890, er hann nefnir:
Kvenfélagsskapur og segir hann,
ah síðustu vikurnar séu farnar
að koma út greinar í Heims-
hringlu undir umsjón hins ís-
lenzka kvenfélags í Winnipeg,
°g þótt hann segist hafa fylli-
lega trú á kvenfrelsishugmynd-
inni, finnist honum þær (kon-
urnar) ættu að láta það vera fyrst
nm sinn að rita um þau mál, því
þ®r séu lítt færar til ritstarfa.
Aðra grein í sama tón birtir
ann 26. febr. sama ár. — Eftir
þessu að dæma var íslenzkt
venfrelsisfélag tekið að starfa
að kvenfrelsismálum á undan
°.men s Christian Temperance
nion, sem tók málið á stefnu-
s rá sína 1893. Væri æskilegt, að
's enzkar konur fengju að njóta
eiðursins af þessu brautryðj-
endastarfi sínu, ef Mr. Kristjan-
kvenréttindamálið
um íslendinga í
Annað atriði í grein W. K. er
°g vafasamt. Hann segir: “To
^on minnist á
1 sögu sinni
Manitoba.
the public, Margrét was the
editor of Freyja." Ég hygg að
hún hafi verið það í raun og
veru, enda segir Þorsteinn Þ.
Þorsteinsson í bók sinni Vest-
menn (bls. 210): „Var Margrét
ritstjórinn öll árin, en Sigfús
ráðsmaður flest árin“. Og frú
Sigríður Árnason, vinkona Mar-
grétar, er var henni samtíða ein-
mitt á ritstjórnarárum hennar,
hefir sagt mér, að Margrét hafi
algerlega haft ritstjórnina með
höndum. Ritið sjálft ber og vitni
um þetta.
Það er og engin ástæða til að
draga f jöður yfir það, að á fyrsta
tug tuttugustu aldarinnar, héldu
Islendingar kvenfrelsismálinu
vakandi í Manitoba, enda segir
Dr. Cleverdon: „Eftir að Dr.
Yeomans (forseti enskumælandi
kvenréttindafélagsins, stofnað
1894) fluttist frá Winnipeg,
lagðist þessi félagsskapur niður
vegna forustuleysis, og íslenzku
félögin ein urðu að halda uppi
baráttunni". (Bls. 52). Og ein-
mitt á þessum fyrsta tug aldar-
innar gaf Margrét Benedictsson
út Freyju og hélt uppi, ásamt
fleirum, skeleggri baráttu fyrir
málinu. En 1910 vaknaði á ný
almennur áhugi. Vert er að
minnast þess, að „Manitoba var
fyrsta fylkið í öllu landinu, sem
veitti konum pólitísk réttindi,
og þessi framsóknarandi, sem
auðkenndi hin ungu Vestur-
fylki, gerði hægara um vik, að
sigrast á þeim íhaldsöflum, sem
að verki voru í hinum fylkjun-
um“. (Bls. 49).
Að öllu athuguðu, virðist mér
að íslenzka þjóðarbrotið hafi átt
veigamikinn þátt í giftusamleg-
um úrslitum kvenréttindamáls-
ins í Manitoba, og um leið óbein-
línis flýtt framgangi þess í
Canada. Þessu finst mér vert að
halda á lofti. — Sagritarar okk-
ar virðast einblína um of á inn-
byrðis umbrot og deilur þjóðar-
brotsins. Það sem meira skiptir
máli eru áhrif þess á canadiska
þjóðfélagið, því fyrst og fremst
erum við Canadamenn.
Ritsijórnar- og úlgáfustörf
íslenzkra kvenna
Ýmissa rita, er konur hafa
staðið að og gefin hafa verið út
í Winnipeg, var ekki getið í kafla
þeim, er um tímarit fjallar í
Sögu Islendinga í Vesturheimi,
V. bindi. Freyju og ritstjóra
hennar var að vísu lítillega getið
í Selkirk-sögunni eftir G. J.
Oleson, en flest árin, eða 8 af 12,
var hún gefin út í Winnipeg.
Um hana segir Þ. Þ. Þ.: „Var
þetta fyrsta tímarit á íslenzkri
tungu (vestan hafs?), sem hélt
kvenréttindum eindregið fram,
og það fyrsta þess efnis, sem á
nokkru máli var gefið út í Mani-
toba — og ef til vill Canada.
Freyja flutti marga góða rit-
gerð og ljóð. Þar á meðal
þekktasta kvæði Stephans G.:
Þótt þú langförull legðir, er þar
birtist í fyrsta sinni, rétt eftir
að hann flutti það á íslendinga-
degi hjá grönnum sínum í Al-
berta, ásamt stuttum ræðustúf,
er fylgdi kvæðinu í Freyju.
Mörg ágæt kvæði birti Stephan
í tímaritinu, og sjaldan fór
Freyja varhluta af andagift og
rímsnilli skálda og hagyrðinga
vestan hafs. Allmikið ortu þau
hjónin sjálf í blaðið, einkum
Margrét, sem einnig ræddi mest
um kvenréttindin, og þýddi
maiygar sögur, er snerust á þá
sveif. Var ritið furðu vinsælt,
þótt frjálslynt væri í trúmálum
engu síður en kvenréttindamál-
um, og því lítið dýrkað af sum-
um. — Mjög misjöfn var Freyja
að gæðum. Eigi ávalt eins vel
rituð og skyldi, og frágangi
hennar sttindum ábótavant.
Prentuðu hjónin sjálf Freyju, en
munu lítið hafa lært til þeirrar
iðnar. En að öllu samanlögðu,
hafði Freyja og kvenréttinda-
mál hennar vekjandi áhrif á hugi
manna, einkum um sveitirnar,
þar sem yfirdrotnun karl-
anna var sums staðar sniðin eftir
gömlum óskrifuðum, íslenzk-
um lögum, en ekki canadiskum,
sem eru konunni mildin sjálf og
skoða hana betri helming mann-
kynsins — að minnsta kosti þeg-
ar eitthvað þarf til hennar að
sækja. — Margrét Jónsdóttir
Benediktsson var sá eini íslend-
ingur, sem mér er kunnugt um,
er íslenzkur almenningur í
Vesturheimi sendi heim á Al-
þingishátíðina 1930. Stóðu konur
á Kyrrahafsströnd, þar sem
Margrét hefir átt heima um
mörg síðastliðin ár, aðallega
fyrir því, og launuðu henni með
því brautryðjendastarf hennar í
kvenréttindamálunum. Var það
makleg viðurkenning, sem henni
var sýnd með þessu“. Vestmenn.
Þetta virðist rétt lýsing að
öðru leyti en því, að það er
firra að tala um frjálslyndi í
sambandi við ákveðna trúar-
bragðaflokka. Margrét var Úni-
tari, en vitanlega fylkti fólk af
mismunandi trúarbrögðum sér
um kvenréttindamálið. Hið
mesta glappaskot hennar í blaða-
mennskunni var að sneiða ekki
fram hjá trúarbragðadeilum
landa sinna, því trúarbrögðin og
kvenfrelsismálið áttu ekki sam-
leið.
Árdís
Um leið og Dr. Tryggvi J.
Oleson getur um málgagn Sam-
einaða kirkjufélagsins, Braulina,
minnist hann svo sem rétt er á
kvennadeild ritsins og ritstjóra
hennar, en honum láðist að geta
um Árdísi, ársrit Bandalags
lúterskra kvenna. Hefir ritið
komið út í 21 ár. Lengst af hafa
ritstjórar verið frú Ingibjörg
•ðlafsson og frú Margrét Step-
hensen, báðar prýðilega ritfær-
ar, auk þess sem fjöldi annara
kvenna og margir karlmenn hafa
lagt ritinu til ritgerðir og kvæði.
Annars hefir þessa rits verið
minst árlega á þessari síðu af
ritstj., Dr. Beck og fleirum, og
skal því ekki um það meira sagt
að sinni.
Sijarnan
I janúar 1919 hóf Stjarnan,
málgagn íslenzkra Sjöundadags
Aðventista, göngu sína í Winni-
peg. Var hún fyrsta árið árs-
fjórðungsrit, en breyttist síðan í
mánaðarrit. Ritstjóri var fyrst
Davíð Gulbrandsson, norskur
maður, en í fjölda mörg undan-
farin ár hefir Miss Sigríður
Johnson verið ritstjóri og ráðs-
maður ritsins og annast út-
breiðslu þess. Leysir hún feikna
mikið starf af hendi í sambandi
við ritið. Hún býr að Lundar, en
ritið er gefið út og prentað í
prentsmiðju Columbia Press
Ltd., Winnipeg. Er Stjarnan
kristileg að efni og vönduð að
frágangi. Ekki hefi ég séð þessar-
ar mætu konu né rits hennar
minnst hvorki í Lundar-sögun-
um né í Winnipegsögunni. —
Þar sem það er nú viðurkent,
að konur teljast til manna, ættu
verk þeirra að vera viðurkend
til móts við verk karlmanna.
Toasfr to Mrs. Jensino Guttormsson
On the Occasion of the Golden
Wedding of Mr. and Mrs. G. J.
Guttormsson, April 16, 1954
By Holmfridur Danielson.
Mr. Toastmaster, Honored
Guests, Ladies and Gentlemen:
It is a pleasure for me to give
the toast to the lady we are
honoring tonight on her Golden
Wedding day, for to me she has
always seerried to be all that is
good and gracious in a wife,
mother and homemaker.
It was fortunate that destiny
decreed that the young poet,
Guttormur J. Guttormsson,
should find his way into the
Shoal Lake district, east of Lun-
dar, where he found a new in-
spiration, and a new sun. Yes
indeed, Jensina Danielsdóttir,
daughter of one of the fine and
solid pioneers of that day, was
the toast of the community and
was known as “Shoal Lake
Sólin”—not for good looks alone,
but for that charm of manner,
dignity of bearing and sweet-
ness of disposition which has
never left her.
Around that time Guttormur
composed a long series of poems
which one feels must have been
inspired by his love for that
modestly charming maiden.
Leita ég að ást þér í augum,
að alvöru í svipnum.
Þykist ég finna þar fjársjóð
sem framast ég þráði.
Kný ég á hurðir þíns hjarta
með hnúum míns anda,
finnst mér þá dyr allrar dýrðar
af drotni mér opnast.
Þú átt þá sól og það sumar,
þá suðrænu blíðu,
þú átt þá guðsríkis geisla,
þann grunn, sem ég byggði á
ást mína, velferð og virðing
og vonirnar allar.
Helgasta eignin mín hrapar,
ef hann er á sandi.
But Guttormir did not build
on sand when he married Jen-
pina. No one ever knows fully
the total part a good wife plays
ín helping her husband to a good
life. But I shudder to think what
might have happened to the
sensitive spirit of a high strung
poetic nature if he had married
some domineering selfish
woman, someone who would
always have insisted on putting
herself and her own wishes first.
A true artist is indeed a crea-
ture set apart. Lesser mortals
may strut and swagger over
their little triumphs, but he who
would create a masterpiece is
ever critical of himself, dissatis-
fied, and often frustrated. He
iives at times in a peculiar world
of fanciful moods, and may sink
into the darkest valley of depres-
sion. Who can best uphold him
then? Why, only a woman of
tender sympathies — gentle,
forebearing, she stands by with-
out intruding into his private
agony, yet always ready to put
things on an even keel with her
stabilizing influence, her prac-
tical grasp of the situation.
We are all destined to en-
counter some adversity in life—
dire problems, disappointments,
sickness or sorrow. Life will
shape us and mould us, not so
much through the troubles we
meet, but rather through the
way we react to these problems
and difficulties—how we meas-
ure up to life’s challenge! Some
will meet their battles with stoic,
sullen endurance, others develop
the martyr complex. But happy
are those whose spirit grows in
grace and magnitude with each
obstacle met and tackled. And
lucky indeed are their loved ones
who depend on them for courage
and guidance.
I was at a wedding reception
once when the bridegroom, in
replying to the toast to his bride,
paid the most unusual compli-
ment to his new mother-in-law.
He said something like this:
“In my frequent visits to the
home of my fiancé, I had oppor-
tunity to come to know her
mother, and I thought to myself
what a lucky fellow I’d be if my
future wife, in about twenty-two
years, would look as lovely and
be as charming as her mother is
today.”
I don’t know if the young men
who married the four charming
Guttormsson daughters e v e r
gave this a thought, but well
they might have. For the girls
have inherited some of the most
worthy qualities of both their
parents. Naturally they have
not, any more than the rest of
us, escaped all life’s trials—sick-
ness and loss have overtaken
them, also, but they meet life
with the same sweetness and
equanimity of spirit as does their
mother. In the not too distant
íuture there will be other young
men casting determined glances
towards the d a i n t y grand-
daughters, and if they would
read' the future, let them look,
not only at the girls’ mothers but
also at the grandmother — and
assure themselves what a prize
in womanhood they will cherish
after fifty years.
And the only son! So reserved
and introspective. I am surprised
at the girls of this community!
How long are you going to let
him get away with this isolation-
ist attitude?
I am sure that Jensina and
Guttormur remember happily
today the little ups and downs
which have brought them ever
closer together in companion-
ship, mutual love and admira-
tiön. The children, too, have
shared in this by-play and often
tease their parents, especially
Ðad, about his little lapses and
eccentricities, that naturally be-
fit a poet. In the throes of some
creative effort, he might be quite
oblivious to all around him, Hut
he might just ask Mother, call-
ing out vandrœðalega, “Æji,
góða Jensina, hvar eru nú
gleraugum mín?” while all the
time they might be within easy
reach or in their accustomed
place upon his nose! Once we
played a trick on Dad, they say.
We smeared his glasses with
butter so that he would at least
be conscious of the fact that they
were sitting right in their place,
obscuring his vision!
The Guttormssons are the
most generous and delightful
hosts. And one has often won-
dered at their ability to entertain
so graciously, scores of disting-
'uished persons at a moment’s
notice. For Guttormur’s labours
in the vineyard of the mind, and
in the agrarian field have not
been rewarded with a large por-
tion of this world’s goods. Never-
theless, * 1 through the ingenious
artistry of his wife, who has a
gift for creating a gracious at-
mosphere out of meagre means,
and whose poise and charm are
never ruffled, they have man-
aged to make their home a per-
petual open house for people of
culture who come to visit them
from all over America and from
Iceland.
Jensina and Guttormur would
not appreciate any fulsome flat-
tery, but I know that yöu will
agree with me in my estimate of
this gracious woman for whom I
have such personal admiration.
Indeed her poise and dignity is
so natural and free from artifice,
she puts me in mind of a queen.
She could have said, with
Bergþóra á Bergþórshvoli, “Ung
var eg gefin Njáli, og hefi eg
heitið honum að eitt skuli ganga
yfir okkur bæði,” for she was
very young in years in 1904,
when she came into the life of
Guttormur J. Guttormsson, to
give it warmth and added
ardour. At that time she was
called Shoal Lake “Sólin”, and
l:ke a sun she was, with her
sunny disposition, generosity
and outgoing goodness. Now, to-
night after fifty yeárs, we look
at her and see that she is more
like a star, a glowing, luminous
star lending lustre to his evening
of life. May it glow for many
years to come!
Fósturlandsins Freyja,
fagra vanadís;
móðir, kona meyja,
meðtak lof og prís.
Ladies and Gentlemen: I give
you a toast to a lovely lady,
Jensina Guttormsson.
COPBNHAGEN
Bezta munntóbak
Keimsins
EATON’S
VIKING RAFÞVOTTAVÉL
gengur fyrir mótorpumpu
Föt yðar þvost alveg undrafljótt og án nokkurra minstu
hindrana í þessari nýju og ágætu Viking þvottavél.
Hin emeleraða stál þvottaskál er afar auðhreinsuð og
tekur við nálega 7 pundum af þurrum fötum. Vindan
er útbúin togleðursrúllum og öllu því fullkomnasta
öryggi, sem hugsast getur. Vélskornir gírar og sköft
eru innsigluð í olíu, en slíkt tryggir endingargæði og
hávaðalausa starfshæfni. Hin hraðvirka pumpa tæmir
skálina á því nær 3 mínútum.
Festið í minni: „Beztu kjörkaupin eru af
Eaton’s gerð“. — Eaton’s verð 119.50. ■—
Eaton’s afborgunarskilmálar til taks sé þess
æskt.
EATON’S of CANADA