Lögberg - 27.05.1954, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.05.1954, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. MAI 1954 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Geíið ðt hvern íkntudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED s:<5 SAKGKNT AVENITE, WHÍNII'EG, MANITOBA J. T. HECK, Manager Utanáskrlft ritstjörans: EDITOR LÖGBERG, C95 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN PHONE 743-411 Verð $5.0u um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is prínted and published by The Columbia Presa Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Departnient, Ottawa Nýr orðalykill Slíkt er heiti stuttrar, en gagnfróðlegrar ritgerðar eftir Snæbjörn Jónsson bókaútgefanda og rithöfund, sem birt er í nýkomnu Kirkjuriti. Lesendum Lögbergs er að nokkru kunnugt um hina snildarlegu útgáfu Passíusálmana, er Snæbjörn kostaði 1950 með orðalykli eftir Björn prófessor Magnússon; var útgáfa þessi kostnaðarmanni og höfundi orðalykilsins til mikillar sæmdar og íslenzku þjóðinni til ómetanlegs gagns; rekur Snæbjörn af mikilli nákvæmni sögu orðalyklanna, gildi þeirra, aldur og útbreiðslu; hér er um svo merkilegt menningarmál að ræða, að Lögberg telur víst, að lesendum þyki í því nokkur fengur að kynnast greininni í heilu lagi og af þeirri ástæðu er hún endurbirt, en hún hljóðar á þessa leið: Fyrsti orðalykiLl að íslenzku riti, var lykill sá, er þýzki lærdómsmaðurinn Hugo Gering gerði að Sæmundar-Eddu, en hann kom vitanlega út á Þýzkalandi, hefir aldrei komizt í margra hendur hér, og er löngu ófáanlegur. Fyrsti orða- lykill hér á landi er sá, er Björn prófessor Magnússon gerði að Passíusálmunum og út kom 1950. Enginn viðvanings- bragur er á því verki, svo að aldrei mun þar verða mikið um bætt. Arið eftir kom orðalykill hans að Nýja testamentinu. Sú bók er vitaskuld í höndum allra presta og væntanlega einnig margra leikmanna. En þá er líka, því miður, upþ- talið það, er við eigum í þessari grein handbóka. Á þessu sviði eru Englendingar (eða enskumælandi þjóðir) miklu auðugastir allra þjóða í heimi; t. d. eiga þeir orðalykil að ritum flestra höfuðskálda sinna, jafnvel marga að ritum Shakespeares. Fyrst voru vitanlega gerðir orðalyklar að Biblíunni, hinn fyrsti fyrir miðja þrettándu öld, og var að hinni latnesku þýðingu, er Vulgata (hin almenna) nefnist, en lykill að gríska textanum (Septuaginta) kom ekki fyrr en í lok þeirrar aldar. Lykill að gamla testamentinu á hebresku kom laust fyrir miðja fimmtándu öld, en allir hafa þessir verið margfaldlega endurbættir síðan og aðrir alveg nýir verið gerðir. Fyrsti umtalsverði orðalykillinn að Nýja testa- mentinu á ensku kom út 1535 og að allri Biblíunni 1550, en allir hinir fyrri lyklar hurfu út í skuggann, þegar sá eftir Alexander Cruden kom út 1737. Síðan er sú bók stöðuglega endurprentuð allt fram á þenna dag og er hin mesta ger- semi. Hún fellur ekki úr gildi, meðan ensk tunga er töluð, því að alla tíð verður Biblíuþýðingin frá 1611 hyrningar- steinn tungunnar, líkt og Passíusálmarnir eru það hjá okkur, og þó ennþá meir, sökum stærðarmunar þessara bóka. Þó hafa síðan verið gerðir ýmsir orðalyklar að ensku Biblíunni, með ýmislegu sniði, og er þar frægust og ágætust bók Youngs, Analylical Concordance (1884), sem heita má, að sérhverjum guðfræðingi sé ómissandi handbók. Um hana er rétt að geta þess hér, að enda þótt hún yrði, sökum pappírseklu, ófáanleg á stríðsárunum, er hún nú aftur á bókamarkaðinum. Loks er nú einnig kominn orðalykill að hinni frægu Biblíuþýðingu Moffats. Hann hefi ég ekki séð. Allt er þetta raunar þarflítill formáli, því að ekki var það áformið að fara að segja frá þessum bókum. Nokkurt oflæti kann það að þykja, að leikmaður, og hann lítið kirkju- legur, taki sér fyrir hendur að benda prestastéttinni á hand- bók. Þó geta legið að því atvik, að þetta sé réttlætanlegt. Á miðju ári 1952 las ég ritdóm um nýjan orðalykil að Biblíunni, byggðan á allt öðrum grundvelli en allir hinir fyrri. Þótti mér frásögnin svo merkileg, að ég brá strax við og lét útvega mér bókina. Alla tíð síðan, um þriggja missera skeið, hefi ég haft hana um hönd og haft af henni gagn og ánægju. Sömu ánægju og sama gagns vildi ég að sem flestir gætu notið. Því er það, að ég dirfist að benda á hana. Bókin er 25 ára verk amerísks guðfræðings, er nefnist Charles R. Joy, en titill hennar er A Concordance of Subjecis. Segir hann svo ljóst til um fyrirkomulag hennar, að engra skýringa er þörf. Fyrirsagnir í henni eru 2150 að tölu, og undir hverri þeirra er flokkað það, er Biblían segir um það tiltekna efni, og er þá í lok hvers kafla upptalning annarra greina, er fjalla um skyld efni, og hún getur orðið svo löng, að skráðar séu nær tuttugu fyrirsagnir. Má það öllum vera ljóst, hve geysilegt hagræði er að slíkri bók fyrir alla prédikara — og raunar fyrir rithöfunda og blaða- menn líka, þar sem andleg menning er á svo háu stigi, að slíkiiMnenn hafi Biblíuna um hönd í starfi sínu. Bók sú, er hér var frá sagt, er hátt á fimmta hundrað stórar og þéttprentaðar síður. Forleggjararnir eru A. & C. Black Ltd. í London, og verð hennar er 25s, svo að hér kostar hún 75 kr., og vitanlega útvega hana allir bóksalar. Sumir þeirra hafa hana efalaust til, því að þeim hefir verið á hana bent. Þeir fáu prestar hér, sem eiga Analyiical Con- cordance Youngs, geta fremur komizt af án þessarar bókar, en þó munu jafnvel þeir komast að raun um, að engin er henni lík til stuðnings við ræðusmíð. Bókmenntir okkar eru skaðlega fátækar að handbók- um í öllum greinum, og við kunnum allra þjóða sízt að notfæra okkur slík hjálpargögn, svo að þessi vankunnátta er menntun landsmanna til tjóns. Að vísu er nú að verða á þessu nokkur breyting, en hana þarf að örva. Engin tunga er svo auðug að handbókum við allra hæfi sem enskan, og í henni er nú svo mikið kennt, að þorri yngra fólks ætti að geta haft sæmileg not enskra bóka. Á hverju heimili ætti að vera til einhver alfræðibók (encyklopædia), og af þeim er til óþrotleg gnægð á ensku — stórum og smáum. Enda þótt orðalykill sá, er hér hefir verið á bent, sé með algerlega nýju sniði, þá vita þó prestar vel, að áður er til bók, sem fer í sömu átt, eða öllu heldur kafli í bók. Sextíu ár eru liðin síðan Þórhallur Bjarnason benti á al- kunna handbók, Helps lo ihe Siudy of Bible (Oxford Uni- verssity Press) og í henni er Index of Suöjecls, þ. e. sama eðlis og fyrirsagnirnar einar í þessari bók. Sn. J. —KIRKJURITIÐ Bandalcg Breta og Frakka Fimmiíu ára afmælis þess var hátíðlega minnzl í báðum löndunum 8. apríl Þann 8. f. m. voru liðin 50 ár síðan undirritaður var vináttu- sáttmáli milli Breta og Frakka, sem batt enda á margra alda deilur og styrjaldir milli þessara þjóða og hefir síðan haft megin þýðingu fyrir öll stjórnmál Evrópu. Afmælis þessa var há- tíðlega minnzt af ríkisstjórnum beggja þjóðanna og skiptust þær á heillaskeytum í tilefni af því. í brezkum og frönskum blöðum birtust ýtarlegar greinar um samning þennan og hinn mikil- væga árangur hans. Allt fram á síðari hluta 19. aldar hafði verið grunnt á því góða milli Frakka og Breta, en nokkuð hafði þó dregið úr deil- um milli þeirra vegna þess, að Frakkar voru ekki lengur sama stórveldi og áður og Bretum stóð því minni stuggur af þeim, en um langt skeið áður höfðu þeir verið það stórveldið á megin- landinu, er Bretar töldu sér hættulegast. Þess vegna höfðu þeir haft meiri og minni sam- vinnu við andstæðinga Frakka á meginlandinu. Frakkar töldu sér stafa hættu af Bretum af þessum ástæðum. Til viðbótar komu svo átök út af ýmsum ný- lendum. Styrjöld Frakka og Þjóðverja 1871, leiddi það í ljós, að Frakkar voru ekki lengur mesta stórveldi meginlandsins. Eftir Berlínar- fundinn 1878 reis upp nýtt stór- veldabandalag Evrópu, þar sem voru Þýzkaland, Austurríki og ítalía. Bæði Frökkum og Rússum stóð stuggur af þessu og því komst á bandalag milli þeirra 1892. Bretar stóðu utan allra bandalaga og treystu á hinn mikla flota sinn. Einangrun Bretlands Um aldamótin 1900 voru brezkir stjórnmálamenn farnir að gera sér ljóst, að einangrunar- stefnan gæti reynzt Bretum hættuleg. Búastyrjöldin var þeim m. a. áminning um þetta. Rétt fyrir aldamótin hafði Joseph Chamberlain, sem þá var nýlendumálaráðherra, reynt að koma á samvinnu við Þýzkaland, en Bulow, utanríkisráðherra Þýzkalands, hafði hafnað því, þar sem Þjóðverja dreymdi þá um að gerast bæði flota- og ný- lenduveldh Árið 1902 gerðu Bretar bandalagssamning við Japan, hið nýja stórveldi Asíu. Hins vegar vantaði þá banda- mann í Evrópu. Hann virtist hins vegar hvergi að finna eftir að Þjóðverjar höfðu hafnað sam- vinnu. Rússar voru Bretum reiðir yfir stuðningi þeirra við Japani og í Frakklandi ríkti hefðbundin andúð gegn Bretum, auk þess, sem hagsmunir Breta og Frakka rákust á víða í ný- lendunum. Andúðin gegn Bret- um var meira að segja svo sterk í Frakklandi, að Hanotaux utan- ríkisráðherra vann að því um skeið að koma á bandalagi við Þjóðverja, er beindist gegn Bretum. Delcaccé kemur til sögu Árið 1898 settist nýr maður í sæti utanríkisráðherra Frakk- lands, Theophile Delcaccé. Hann hafði áður verið nýlendumála- ráðherra og hafði sýnt mikinn áhuga fyrir því að auka ný- lenduveldi Frakka. Skoðanir höfðu verið skiptar um það, hvort hann hefði verið réttur maður til að fara með utanríkis- málin, en reynslan átti eftir að afsanna þær efasemdir. Hann var utanríkisráðherra í sjö ár samfleytt, þrátt fyrir ýmis stjórnarskipti á þeim tíma. Und- ir forustu hans varð meginbreyt- ing á utanríkisstefnu Frakka. Skoðun Delaccé var sú, að Þýzkaland væri eina stórveldið, sem Frakkar þyrftu að óttast. Þess vegna bæri Frökkum að styrkja bandalagið við Rússa og ná samvinnu við Breta. Þetta síðarnefnda virtist þó lítt fram- kæmanlegt. Árið 1903 kom Delcaccé því til leiðar, að franski forsetinn fór í heimsókn til Lon- don og ári síðar kom Játvarður Bretakonungur í heimsókn til Frakklands, en hann var ein- dregið fylgjandi samvinnu Breta og Frakka. 1 sambandi við þessar heimsóknir þjóðhöfðingjanna, áttu sér stað miklar viðræður stjórnmálamanna og kom Del- caccé það einna mest á óvart, þegar Chamberlain hvatti hann til að reyna að bæta sambúð Breta og Rússa. Sállmálinn frá 9. apríl 1904 Árangur þessara viðræðna varð sá, að árið 1903 var undir- ritaður brezk-franskur gerðar- dómssáttmáli. Ári seinna, 8. apríl 1904, var svo undirritaður vináttusáttmálinn, er lagði grundvöllinn að þeirri samvinnu Breta og Frakka, sem haldizt hefir jafnan síðan og sett hefir svip á alþjóðamálin allan þann tíma. Með samningi þessum náðist m. a. samkomulag um skiptingu nýlendna milli Breta og Frakka. M. a. viðurkenndu Bretar yfir- ráð Frakka yfir Madagaskar, en Frakkar yfirráð Breta yfir Ný- fundnalandi. Enn mikilvægara var þó samkomulagið um Egyptaland og Morokkó. Frakk- ar lofuðu því, að láta hér eftir afskiptalaust, hvernig Bretar höguðu stjórn sinni í Egypta- landi, en Bretar lofuðu því að skipta sér ekki af framferði Frakka í Morokkó, en Frakkar höfðu þá mjög í huga að ná yfir- ráðum þar. í samningi þessum voru ekki nein ákvæði um gagnkvæma hernaðarlega aðstoð. Slíkt þótti ekki þurfa, því að það ipyndi koma af sjálfu sér, ef góð sam- vinna héldist milli landanna. Cambon, sendiherra Frakka í London, sagði líka, að báðir að- ilar vildu koma af stað sem minnstum gauragangi í sam- bandi við samninginn. Marokkodeilan Þrátt fyrir þetta, gat ekki hjá því farið, að þessi samningur vekti mikla athygli. Franski stjórnmálamaðurinn T a r d i e u sagði, „að aldrei hefði nein sætt komið meira óvænt“. Fyrst í stað létu Þjóðverjar eins og ekkert hefði gerzt, enda munu fæstir hafa gert sér þá þegar ljóst, hve þýðingarmikill þessi samningur var. En þetta breyttist fljótlega. Árið 1905 lögðu Frakkar fyrir soldáninn í Morokkó ýmsar kröfur um fram- farir og breytingar, er skyldi komið á með franskri aðstoð. Heririn skyldi endurskipulagður undir franskri stjórn, ríkis- banka komið upp með frönsku fjármagni, vegir lagðir og járn- brautir, skólum komið upp o. s. frv. Þjóðverjar svöruðu þessu með því, að Vilhjálmur keisari kom til Tanger 31. marz og ræddi þar við frænda soldáns- ins. í viðtali við hann sagði keisarinn, að Þjóðverjar hefðu mikinn áhuga fyrir því, að Mo- rokkó héldi óskertu sjálfstæði sínu og væri opið friðsamlegri samkeppni allra þjóða. Raun- verulega var þetta hvatning til soldánsins um að hafna öllum kröfum Frakka, enda gerði sol- dáinn það óbeint nokkru seinna, er hann bauð öllum viðkomandi ríkjum til ráðstefnu, þar sem rætt yrði viðskiptamálefni Ma- rokkó. Delcaccé og fylgismenn vildu láta hart mæta hörðu og neyða soldáninn til samkomu- lags. Frakkar gætu treyst á stuðning Breta á þessu máli og staðfesti brezka stjórnin það. Franska stjórnin hætti þó við að láta til skarar skríða, heldur féllst á að taka þátt í ráðstefnu soldánsins. Delcaccé lét af ráð- herrastörfum, en hélt þó áfram að hafa mikil áhrif á utanríkis- mál Frakka. Hann varð aftur utanríkismálaráðherra, er heims- styrjöldin brauzt út 1914, en dró Sig í hlé eftir skamma stund. Niðurstaðan á Morokkóráðstefn- unni varð sú, að verzlun við Marokko skyldi vera frjáls öll- um þjóðum, en Frakkar skyldu hafa vissan rétt til íhlutunar í héruðunum við landamæri Algier og Tunis. Um ýms atriði önnur náðist ekki samkomulag. Nú er viinað í Delcaccé Marokkódeilan sýndi, að bandalag Breta og Frakka var traustara en við hafði verið búizt. Þetta kom enn betur í ljós á næstu árum. Árið 1907 styrktist það við það, að Bretar og Frakkar náðu samkomulagi um Persíu, sem áður hafði verið mikið þrætuepli. Eftir þetta batnaði stórum vinátta Breta og Rússa. Evrópa skiptist næstu ár í tvö öflug bandalög, þar sem Bretar, Rússar og Frakkar voru annars vegar, en Þjóðverjar, Austurríkismenn og ítalir hins vegar. Jafnframt fór sambúðin versnandi, svo að sýnt var, að koma myndi til styrjaldar fyrr eða síðar, því að þá stóð mönn- um minni ógn af styrjöldum en nú. Þá voru ekki til neinar kjarn orkusprengjur, er öftruðu frá því að styrjöld yrði hafin. Árið 1914 brauzt styrjöldin út. Eftir að Delcaccé lét af störf- um utanríkismálaráðherra í síð- ara skiptið (1915). lét hann lítið á sér bera. Um nokkurt skeið var hann þó sendiherra í Péturs- borg. Seinustu ár ævinnar lét hann nær aldrei sjá sig opinber- lega. Einkabréfum sínum brenndi hann. 1 febrúarmánuði 1924 fannst hann látinn í garði sínum og hafði hjartaslag orðið honum að bana. Jarðarför hans fór fram í kyrrþey og nafni hans hefir verið lítt haldið á lofti í seinni tíð. Nú allra seinustu mánuðina hefir nafn hans hins vegar aftur komizt nokkuð á dagskrá, því að kommúnistar og fleiri andstæðingar Evrópuhers- ins telja nú bandalagshugmynd Delcaccé frá 1904 hina réttu lausn, þ. e. bandalag Breta, Frakka og Rússa. Andstæðingar þeirra benda hins vegar á, að Evrópa 1954 sé gerólík Evrópu 1904 og það sem Frakkar þurfi nú sé nýr Delcaccé ,er þori að marka nýja stefnu í samræmi við breytt viðhorf og taka upp samvinnu við hefðbundinn keppinaut Frakka seinustu ára- tugina, þ. e. Þýzkaland, eins og Delcaccé beitti sér fyrir því að taka upp samvinnu við hefð- bundinn andstæðing Frakka á sínum tíma, þ. e. Bretland. —TÍMINN, 13. apríl Frá íslendinga- dagsnefndinni íslendingadagsnefndin hefir ráðgert, að stuðla að því, að æfður sé íslenzkur söngflokkur fyrir Islendingadaginn 2. ágúst næstkomandi. Mrs. Björg ísfeld hefir góðfúslega tekið að sér æfingar og stjórn þessa söng- flokks. Hann samanstendur af af fólki úr söngflokkum beggja íslenzku kirknanna hér í borg. Margt annað velþekkt söngfólk, bæði konur og menn, hafa þegar lofast til að syngja í kórnum. Ugglaust er margt annað söng- fólk hér í borginni og annars- staðar, sem gæti með þátttöku sinni lagt þessu máli lið, og er það hér með beðið að gefa sig fram með því að hafa samband við Mrs. ísfeld sem fyrst. Síma- númer hennar er 40-7456. Gert er ráð fyrir, að æfingar verði á mánudagskvöldum, og verður hin fyrsta haldin í Fyrstu lút- ersku kirkju á Victor St. mánu- dagskveldið 31. maí, kl. 8. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson hefir góðfúsl'ega lofast til að semja ljóð í minningu landnemanna, sem sungið verður við minnis- varðan. Vinnum öll í einingu að framgangi þessa máls, þannig að það megi verða íslendingum til heiðurs og sóma. Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Það er borið fram FEIS-EL í þessu felast aukin þægindi, því þessir pappírs-klútar eru kunnir að mýkt og fara vel með nefið. TILKYNNING Þeir lögfræðingarnir LAMONT og BURIAK, 510 Childs Building hér í borg, hafa ákveðið að setja á fót lögmanns- skrifstofu í Árborg, Man., snemma í júnímánuði næstk. Mr. Arthur Kristján Swainson, L.L.B., sem er meðlimur áminsts lögfræðingafélags, mun veita þessari nýju skrif- stofu forstöðu, eða ef svo ber undir, annar starfsmaður félagsins. Lögfræðinginn verður að hitta vikulega í Arborg á föstudögum og laugardögum og ef þörf gerist aðra daga vikunnar. Contest Extended The Playwriting Contest, sponsored by the Jon Sigurd- son Chapter I.O.D.E., is being extended for one year. An award of $50.00 will be given for the best play if, in the opinion of the judges, the play is of sufficient merit. The Rules Governing the Coníesl Are as Follows: 1. The play must be in English, in three acts, with a time limit of two hours. 2. The play must be based on Icelandic pioneer life in North America. . 3. The contest is open to anyone except members of the Jon Sigurdson Chapter I.O.D.E. 4. The name of the author and postal address should be placed in a sealed envelope and attached to the entry. 5. The plays will be judged by a committee of three quali- fied judges appointed by the Jon Sigurdson Chapter I.O.D.E. 6. The Jon Sigurdson Chapter I.O.D.E. reserves the right to first performances of the winning entry. 7. Entries should be submitted on or before December lst, 1954, to the chairman of the play award committee. MRS. E. A. ISFELD, 575 Montrose St., River Heights, Winnipeg, Manitoba.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.