Lögberg - 27.05.1954, Side 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. MAÍ 1954
Úr borg og bygð
Samkoman í Árborg
Á föstudagskvöldið var, 21.
maí, efndi safnaðarnefnd lút-
erska safnaðarins til samkomu í
í kirkju sinni 'þar í borg.
Sigurður Vopnfjörð hrepp-
stjóri, forseti safnaðarnefndar
setti samkomuna og stjórnaði
henni. Leysti hann hlutverk sitt
af hendi með prýði.
Séra Bragi Friðriksson, prest-
ur að Lundum, var aðalræðu-
maður kvöldsins; flutti hann
erindi um þau mál, sem hæst
eru á baugi meðal heimaþjóðar-
innar, svo sem handritamálið,
landhelgisdeiluna o. s. frv. Var
erindi hans hið fróðlegasta og
vel og skörulega flutt.
Jóhannes Pálsson lék nokkur
lög á fiðlu með undirleik systur
sinnar, frú Lilju Martin; enn-
fremur stjórnaði hann sameigin-
legum söng samkomugesta.
Ungfrú Kristín Johnson, söng
þrjú íslenzk lög, með undirleik
Magnýar Sigurðsson.
Thor Viking og séra Robert
Jack ræddu um ísland og
Canada; mælti hinn fyrrnefndi
með Islandi en sá síðarnefndi
með Canada.
1 samkomulok voru leikin
nokkur íslenzk lög af hljóm-
plötum. Því næst var sezt að
rausnarlegum veitingum fram-
bornum af kvenfélagi safnaðar-
ins. Segja má, að samkoma þessi
hafi tekizt vel, þótt kappræð-
urnar hefðu mátt vera snarpari
og fjörugri en raun varð á. —
Aðsókn var góð.
Ssíðastliðinn laugardag, 22.
maí, voru gefin saman í hjóna-
band þau Árni R. Thorkelson
og Marie Tina Iees, verzlunar-
mær. Brúðguminn er ættaður frá
Ashern, Man., sonur Halldórs og
Guðrúnar Thorkelson, sem þar
bjuggu lengi, en eru nú til
heimilis að 454 Victor St. hér í
borg.
☆
Mrs. Paul J. Halldórsson frá
Chicago kom til borgarinnar í
heimsókn til systkina sinna og
vina hér í borg og í Morden. Mun
hún dvelja á þessum slóðum í
tvær vikur.
"A Realislic Approach to the
Hereafter"
by
Winnipeg author Edith Hansson
Bjornsson's Book Store
702 Sargent Ave.
Winnipeg
Á fimmtudaginn, 20. maí,
voru gefin saman í hjónaband 1
Fyrstu lútersku kirkju af Dr.
V. J. Eylands þau Catherine
Elizabeth Brady, og Oliver
Donald Olsen, stud. theol., hér
í borginni. Er brúðguminn sonur
þeirra Oliver B. og Rósu Olsen,
sem til skamms tíma hafa átt
heima hér, en eru nú búsett í
Calgary, Alberta. Brúðurin, sem
er hjúkrunarkona að menntun,
er af íslenzkum ættum. Vegleg
veizla fór fram að afstaðinni
giftingunni; lögðu ungu hjónin
svo af stað í brúðkaupsferð sína.
☆
Mrs. J .A. Árnason frá Oak
Point var stödd í borginni í lok
fyrri viku.
☆
Mr. H. J. Lindal fésýslumaður
frá Californíu og Toronto dvelur
í borginni um þessar mundir.
« |
— Hjónavígslur —
Sigurrós Guðrún, einkadóttir
Mr. og Mrs. J. O. Markússon,
Árnes, Man., og Robert Theodore
elzti sonur Mr. og Mrs. I. R.
Kristjánsson, Gimli, Man., voru
gefin saman í hjónaband í lút-
ersku kirkjunni að Hnausum.
Séra Harold S. Sigmar gifti.
Marilyn Eva Erlendson, elzta
dóttir Mr. og Mrs. John A. Er-
lendson, og Allan John Ross
voru gefin saman 8. maí í Sam-
bandskirkjunni í Winnipeg. ___
Séra Philip M. Pétursson gifti.
Raymond Indriðason, Selkirk,
giftist Miss Alvina Unger, 8. maí.
Séra Sigurður Ólafsson fram-
kvæmdi hjónavígsluna.
Mae Lenore, dóttir Mrs. A. V.
Olson, Lundar, Man., og Mal-
coln Carl MacGillivray voru
gefin saman í hjónaband 1. maí.
Séra Bragi Friðriksson gifti.
Wallace Martin, sonur Mr. og
Mrs. F. G. Bergman, Gimli, og
Helen Margaret Cairns, River-
ton, voru gefin saman í hjóna-
band 1. maí. Séra Robert Jack
framkvæmdi hjónavígsluna.
Doreen Mabel, dóttir Mr. og
Mrs. G. H. Sigurdson, Winnipeg,.
og Harry Frederick Kabeznagel
voru gefin saman í hjónaband í
Baltimore, Maryland, 8. maí.
Guðrún Lilja Thorey, dóttir
Mr. og Mrs. Gestur Eythor
Jacobson, Árborg, og Robert
Jón, sonur Mr. og Mrs. John Is-
feld, South Beach, Gimli, voru
gefin saman í hjónaband 1. maí.
Séra Robert Jack gifti.
CHICKS FOR PROFIT
White Leghorns Unsexed White Leghorn Puliets Approved 100 50 25 R.O.P. Sired 100 50 25 R.O.P. Bred 100 50 25
U8.50 $ 9.75 $ 5.15 36.00 18.50 9.50 •20.00 $10.50 $ 5.50 39.00 20.00 10.25
Barred Rorks Unsexed Barred Roek Pnllets 20.00 10.50 5.50 33.00 17.00 8.75 21.50 11.25 5.70 36.00 18.50 9.50
New Hampshires Unsxd. New Hampshire Pullets 20.00 10.50 5.50 33.00 17.00 8.55 21.50 11.25 5.70 36.00 18.50 9.50
Light Sussex Unsexed Light Sussex Pullets 519.00 $10.00 $5.25 31.00 16.00 8.25 20.00 10.80 5.50 33.00 17.00 8.75
R.O.P. Bred Chicks Are the kind that really lay And give you a better profit For the money that you pay.
Black Australorps Unsxd Black Australorp Pullets 20.00 10.50 5.50 33.00 17.00 8.75
COCKERELS White Leghorns Heavy Breeds April Delivery 5.00 3.00 2.00 18.00 9.50 5.25 May DeUvery 6.00 3.50 2.00 20.00 10.50 5.50
FARMERS' CHICK HATCHERY
Phone 59-3386
1050 Main Síreet Winnipeg, Man.
IT PAYS TO SHOP AT
EATON’S
• Largest Assortment
• Best All-Round Values
• Goods Satisfactory or Money Refunded
<^T. EATON C?,m,tED
Mánudaginn 24. maí var jarð-
sungin á Steep Rock frú Kristín
Indíana Indriðadóttir Olson.
Hún dó í Winnipeg 20. maí s.l.
Séra Bragi Friðriksson flutti
kveðjumál. Frú Olson var fædd
17. september 1875 í Böðvarsnesi
í Fnjóskadal. Foréldrar hennar
voru Sigurbjörg og Indriði Sig-
urðsson. Hún kom til þessa lands
árið 1902. Giftist eftirli'fandi
manni sínum, Óla Jakobi Olson,
6. júní 1909. Þau bjuggu fyrst í
Wapa, síðan á Asham Point, en
á Steep Rock frá 1944. Börn
þeirra eru: Jakobína Ólafía, nú
Mrs. O. Nord, Fjóla Sigurbjörg,
nú Mrs. S. Nord, Karl Herbert,
Kristinn Óskar og Árni Herbert
Kitchener.
Frú Olson var myndarleg
kona og vel gefin og vinsæl af
öllum þeim, er henni kynntust.
Voru þau hjónin mjög samrýmd
í öllu, hvort sem leiðin lá um
erfiðar brautir frumbýlingsár-
anna eða, síðar, er leiðin var
greiðfærari. íslenzkt þrek og
kjarkur entist frú Olson til
hinztu stundar. — Jarðarförin
var mjög fjölmenn.
☆
Mr. Carl Thorsteinsson veður-
fræðingur frá New Brunswick
kom til borgarinnar síðastliðinn
fimmtudagsmorgun til að vera
við útför föðursystur sinnar, frú
Solveigar Nielsen.
☆
Hr. Þóroddur Sigurðsson véla-
verkfræðingur frá Reykjavík
dvaldi nýlega nokkra daga hér
í borginni; hann er í föðurætt af
Patreksfirði, en að móðurættinni
til frá Akranesi; þessi ungi mað-
ur er útskrifaður af Mentaskóla
Akureyrar, en lauk prófi í véla-
verkfræði við Kaupmannahafn-
arháskóla.
☆
Kaffisala fer fram í neðri sal
Sambandskirkjunnar hér í borg
á laugardaginn kemur frá kl. 2
til 4.30 e. h. Margt góðgæti á
boðstólum.
Vestur-íslenzkur æskulýðsleiðtogi
ferðast um ísland í sumar
Nýlega er kominn til Islands
Matthías Þorfinnsson frá Minne-
sota. Matthías kemur hingað á
vegum FOA (Foreign Operation
Administration) til að kynna hér
æskulýðsfélagsskap þann, sem í
hinum enskumælandi löndum er
nefndur 4-H Clubs. Hér á landi
var dálítið rætt og ritað um
þennan félagsskap fyrir nokkr-
um árum og hann nefndur
„Hugur og hönd“, en hin 4 H,
sem eru tákn félagsskaparins,
tákna: hug, hönd, hjarta og
heilbrigði.
Matthías er af íslenzkum ætt-
um eins og nafnið bendir til og
talar allvel íslenzku, þó að hann
sé fæddur vestra, í Norður-
Dakota. Þar námu afi hans og
amma land 1882, er þau fluttust
vestur frá Brekkukoti í Hjalta-
dal. En það er í frásögur fær-
andi, að afi Matthíasar, Þorfinn-
ur Jóhannesson, var blindur og
kona hans, Elísabet Þorláksdótt-
ir frá Hólum í Hjaltadal, brauzt
til Ameríku með mann sinn
þannig fatlaðan og 5 börn.
Þau hjónin bjuggu um skeið í
Hagakoti í Hjaltadal, en þar eru
nú beitarhús frá Hólum. Þor-
lákur Þorfinnsson, faðir Matt-
híasar, mun hafa verið 17 ára,
er fjölskyldan fluttist vestur.
Þegar skáldið Matthías Joch-
umsson var í Vesturheimi 1893
skírði hann Matthías Þorfinns-
son og hlaut drengurinn nafn
skáldsins.
Matthías Þorfinnsson er
menntaður sem jarðfræðingur
(Soil conservation). Hann hefir
starfað að landbúnaðarleiðbein-
ingum frá því 1924, fyrst sem
héraðsráðunautur og síðar sem
ríkisráðunautur í Minnesota-
ríki.
Svo er til ætlazt að Matthías
dveljist hér á landi 6—8 mán-
uði. Er svo ráð fyrir gert að
hann ferðist um á vegum Ung-
mennafélags íslands til að kynna
æskulýðsmálin, sem fyrr voru
nefnd og sem Bandaríkjamenn
leggja svo mikla áherzlu á.
Snemma beygist krókurinn til
þess sem verða vill. Þeir leggja
því hið mesta kapp á að beina
hug unglinganna í sveitunum,
að búskapnum og framtíðar-
möguleikunum, þeim, sem við
hann eru tengdar »
Stefán Ólafur Jónsson, kenn-
ari, sem vinnur að útbreiðslu
starfsíþróttanna, á vegum Ung-
mennafélags íslands, mun ferð-
ast með Matthíasi um landið og
vinn ameð honum að þessari
kynningarstarfsemi. Hér er
mikil og góð kynning á ferðinni,
er vonandi að henni verði vel
tekið. Það er mikið happ slíku
máli, er útlendingur, sem hing-
að kemur til að kynna það, talar
íslenzku reiprennandi, og hefir
drukkið í sig við móðurhné
ævintýrið um landið og þjóðina,
sem hann nú er kominn til að
kynnast og starfa fyrir. En það
þarf enginn að tala mörg orð við
Matthías Þorfinnsson til þess að
verða þess var að hann hefir átt
íslenzka foreldra.
Móðir Matthíasar er enn á lífi,
níræð, hún heitir Guðríður Guð-
mundsdóttir Skúlasonar frá
Reykjavöllum í Skagafirði. Hún
er systir Barða Skúlasonar, lög-
fræðings og ræðismanns í Port-
land, Oregon. — Er hún af ætt
Sveins læknis Pálssonar. Elísa-
bet, amma Matthíasar, var föður
systur séra Friðriks Friðriksson-
ar, æskulýðsleiðtoga, svo að
Matthías á ærinn frændgarð hér
á landi.
—Mbl., 4. maí
Hver erum við?
Framhald af bls. 5
jörðina og komast sjálfur til eða
a. m. k. ná með áhrifum sínum
til annarra hluta sólkerfisins. En
hve þetta er þó lítilfjörlegt í
samanburði við víðerni himin-
geimsins, við ómælisvíddir al-
heimsins, þar sem vetrarbraut-
irnar svífa eins og hólmar í
hundraða milljóna ljósára fjar-
lægð.
Framvinda lífsins á jörðinni,
árangur skynsemi okkar og j
vilja, þetta allt, sem rétt áður
vakti með okkur stolt og sjálfs-
traust, virðist okkur nú að engu
gert vegna ómælis rúmsins. Og
svo er líka ómæli tímans, loka-
dauðinn, sem vofir yfir jörðinni,
sólkerfinu, öllu athafnasviði
okkar í nútíð og framtíð.
Slíkar hugmyndir hvíla þungt
á okkur, og okkur hættir til að
örvænta.
Erum við leiksoppar skynvillu?
En ef til vill erum við slegnir
skynvillu og miklum fyrir okkur
gildi rúms og tíma, sem eru
ekki annað en umgjörð skyjana
okkar. Ef til vill skjátlast okkur,
er við látum sem gildi einhvers
verði mælt eftir rúmtaki eða
tímalengd. Ef til vill er allur sá
heimur, sem við þekkjum fyrir
skynjanir okkar, allt frá otómi
upp í stjörnuþokur, ekki annað
en örlítil sneið víðari veraldar,
sem einhverjar æðri mannverur
kynnast ef til vill einhvern tíma. I
Innan takamarka þessarar
víðari veraldar kynni viðleitni
okkar, sem miðuð er við Síríus,
virðist okkur svo staðbundin og
tímabundin, að fá aftur fullt
gildi. Hugsast gæti, að vefari,
sem væfi stórdúk og sneri rang-
an að honum, áttaði sig ekki á
því raunverulega verki, sem
hann væri að vinna, er hann
gæti snúið því við og staðið fyrir
framan það.
Þannig kann mannleg hugsun,
er hún hefir náð hærra stigi, að
skynja ef til vill einhvern tíma
handan endimarka rúms og tíma
eiginlegt gildi þess verks, sem
hún hefir án afláts reynt að
vinna og er sem framhald og
fullkomnun á viðleitni lífsins.
Þessi er hin æðsta von, sem
vísindamaður getur yljað sér
við á ævikvöldi sínu, er starf
hans er að lokum komið.
—Alþbk, 6. maí I
Dóttir
alþýðunnar
Ég þakka fyrir bréfin, sem
borizt hafa, og vænti þess, að
áframhald verði á góðum undir-
tektum, hvað þáttinn snertir.
Hér kemur einn, sem ekki fer
dult með viðfangsefni sitt við
stökuna. Einar Sigurfinnsson:
Mér er kátt við munaðs klið
mærðargáttir kunnar.
Tíðum dátt ég daðra við
dóttur alþýðunnar.
Og enn fremur segir hann:
Gegnum myrkra geigvæn él
geislar ljósir braga.
Geymir það, sem gjört er vel
gullnu letri saga.
Þá lítur hann yfir ríki vetrar,
og er þar að venju harla kulda-
legt:
Kaldur vetur, krapaél
kremja dauðu stráin.
Grána tindar, hrannar hvel,
heyrist gnauða láin.
Eins fer honum og okkur
fleirum, að þykja „notalegur
ylurinn“:
Gott er vinum góðum með
gleðistunda njóta.
Hlýlegt orð ef hryggt er geð
er helzt til raunabóta.
Erum við ekki á sama máli um
það, að þessi ráðstöfun geti verið
allheppileg, þegar allt kemur til
alls? Sami höfundur:
Enginn maður um það veit
hvað annars býr í hugarreit.
Margur þögull þrautir ber
og þunga byrði, er enginn sér.
Og hérna kemur vinur okkar
eins hress og glaður að vanda og
lætur hvergi undan síga. Jósep S.
Húnfjörð:
Veiklun upp í vana kemst
við að kvarta og æja.
Var ég ekki fyrst og fremst
fæddur til að hlæja?
Færri munu svo mæla heilli
huga. Sami:
Þeim, er geðfelld grunda stef,
gott er með að vaka.
Vinsæl gleði veitist, ef
vel er kveðin staka.
Eitthvað finnst mér þetta
grunsamlegur þenkimáti. Einna
líkast því, að „áran“ — eða hvað
það heitir, — yfir því sé með
einhverjum skollablettum. Enn
EU:
Minni aldrei amar lund
iðrun þess að geyma,
þótt ég hafi stund ög stund
stolizt til að gleyma.
Þeir ,sem vildu kveða með í
þessum þætti, sendi bréf sín og
nöfn Alþýðublaðinu, merkt:
„Dóttir alþýðunnar“.
—Alþbl.
Lesið Lögberg
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 30. maí:
Ensk messa, kl. 11 ár. Með-
limir Bandalags lúterskra
kvenna, á ársþingi félagsins í
Selkirk, verða heiðursgestir við
guðsþjónustuna. Séra Robert
Jack, sóknarprestur í Árborg,
prédikar.
Ensk messa, kl. 7 síðdegis. —
Kveðjuorð til fiksimanna vorra.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
Leiðrétting
í greininni bræðraminning,
birt í Lögbergi 13. maí 1954. 1
greininni um Svein Sveinsson, er
lézt í Portland, stendur: Hann
giftist Elsie J. Su. Það átti að
vera Elsie J. Fee. 1 sömu grein,
næst á eftir orðunum, (öll í
Portland, Ore.) stendur: Elzti
bróðirinn, Sveinn Sveinsson
byggingameistari, dó í Chicago
o. s. frv. Það átt að vera: Elzti
bróðirinn, Símon Sveinsson. —
í greininni um Jón Sveinsson á
eftir. Móðir Jónu var Kristjana
Símonardóttir Kristjánssonar.
Þar stendur: Og kona hans, Þor-
björg Eiríksdóttir. Þessu er of-
aukið.
Free Sheels & Bags For
COTTON & WOOLEN BAGS
Please write for full information.
New prints. Pieces size approxi-
mately 36 x 40, very good quality
cotton, but mipsrints and grue-
some colors, cheap, each 15c.
Thick chenile rugs, pastel colors, 24 x
36". Special $2.49
Unbleached Flour, 100 lbs. 23c
Unbleached Feed, extra large 22c
Unbleached Sugar, 100 lbs. 23c
Bleached Flour, 100 lbs. 29c
Same, slightly damaged 22c
Bleached Feed, extra large 28c
Bleached Sugar 29c
Turkish Towels, pastel colours, half
price, 21" x 41", sale price 49c each
Print Bags, 50 lb., perfects 23c
Coloruful Print Perfects, 100 lbs. 39c
Damaged, extra large 100 lb. prints, all
different colours, special 25c
36" Colourful Dress Prints, yard 33c
Good quality white flannelette,
36" wide, 10 yds. for $3.85. 20 yds.
heavy unbleached cotton, 40"
wide, sale price $6.00. Unbleached
double sheets, heavy cotton, sale
price $1.69. Same bleached $1.89.
Cotton pieces, 26" x 26", 12 for $1.00
98-lb. flour, slightly dmaaged 17c
Towels, bleached
Towels, bleached, extra large 18c
Bleached Sheets, single &*c
Winnipeg Bag Co.
975 Main St. Dcpt. W Winnipeg
Depth of Seeding
The depth of seeding depends upon the amount of
moisture and the tilt of the soil.
With good moisture and a good friable soil best
results are obtained by seeding shallow, about one inch
deep.
Where moisture is lacking sow deeper so as to place
the seed in the moist soil.
On rough land deeper seeding is better $o that none
of the seed lies on the surface.
For further information write to:
BARLEY IMPROVEMENT INSTITUTE,
206 Grain Exchange Building,
Winnipeg, Manitoba.
This space donated by DREWRYS