Lögberg - 10.06.1954, Síða 3

Lögberg - 10.06.1954, Síða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. JÚNÍ 1954 3 Sú trú, sem sigrar Eftir séra GUNNAR ÁRNASON 1. Hverju trúir þú? Eða trúir þú annars nokkru? Þetta eru akaflega algengar spurningar. Sennilega höfum við öll borið þser upp, eða verið spurð að þeim sjálf. 1 leit að svarinu höfum við rannsakað hug okkar og velt því fyrir okkur, hvort við gætum nú svarað því jákvætt, að við tækjum hinar og þessar kenn- ingar gildar, sem við lærðum utan að börnin, eða okkur er sagt að hinir eða þessir meðal hinna skriftlærðu haldi á lofti. í einu orði sagt, það er algeng- asta skoðunin, að trúin sé ein- göngu bundin höfnun eða viður- kenningu ákveðinna þekkingar- atriða. Þess vegna er hún svo oft nefnd sem mótsetning vís- indanna. Og því eru margir á þessari öld henni fráhverfir, að þeir halda að hún sé tómir hugarórar, — hreinn he^e- spuni. Ég held, að það sé nokkurs konar barnasjúkdómur að líta svona einstrengingslega á trúna. Ég segi einstrengingslega af því, að vitanlega er trúin alltaf háð vissum trúarhugmyndum og ákveðnum kennisetningum, en lífæð hennar og máttur er þó raunar annað. Það er krafturinn, sem fylgir því, að hafa þá til- finningu, að maður stendur í sambandi við almáttugan höf- Und tilverunnar, — hinn lifandi Guð, — og að á allar hendur sé okki aðeins hinn þröngi hvers- dagssjónhringur, heldur enda- laust eilífðarútsýni. Þess vegna er trúin raunar alltaf meira hjartans-mál en heila-vísdómur. Og þess vegna er hún líka ríkasta uppspretta athafnanna. Það er bókstaflega satt að við lifum í trú en ekki í skoðun. Við vitum svo fátt, að við verðum að jafnaði að fara eftir því, sem okkur finnst. Þetta sést yfirleitt svo vel á guðspjöllunum. Þar er mest sagt frá hversdagsmanneskjum, sem 1 krafti trúar sinnar reyndu hiikla hluti. Þar eru fáar yfir- fýsingar um trú þeirra, en sýnt hvaða kraftur fylgdi henni. Trú- in brýzt ekki fram í orðum, — heldur lífi. 2. Það hefur fyrr og síðar verið veikleiki kirkjunnar, að við þjónar hennar, prestarnir, höfum haft svo hátt um kenn- ingarnar, að hugur fólksins hef- ur leiðst frá lífi trúarinnar. Þetta a jafnt við um þá, sem standa til hægri og vinstri. Bæði rétt- trúaðir og frjálslyndir eiga hér sína sök. En ég ætla að taka eitt dæmi frá deginum í dag um það, að það gildir, hvað verkin tala. Við vinnum ekki heiminn fyrir hristindóminn — nema sýna hann. Tveir hvítir menn, tveir prest- iærðir menn munu nú vera heimsfrægastir í Afríku. Annar er forsætisráðherra Suður-Afríku, dr. Malan. Hann eflaust nógu lærður, en hverju sem hann játar eða neit- ar í kristinni kenningu, þá finnst haér hann ekki vera vottur Krists á meðal meðbræðra sinna. Eða haldið þið að Kristur hefði flokkað mennina eftir itarhætti og jafnvel stétt eða stöðu? Nei! Komið til mín allir, sgaði hann. Og hann bauð okkur ^eira að segja, að elska óvini ° hur, hvað þá umkomulitla uieðbræður. Ég held, að honum lr*nist trú þessa manns lítil. En annars staðar í sömu álfu fr annar kristinn maður. Hann eitir dr. Albert Schweitzer. essi maður er doktor í heim- sPeki, trúfræði og músik. Líka , ®hnisfræði. Það er þó ekki ómur hans, sem hefur gert ann frægastan, né mun halda a ru hans lengst á lofti . . . . guðfr ÍGr SÍnar eÍgÍn gÖtUr { guotræðinni, sem ekki er víst margir reki síðar. n hann sté ungur niður úr prófessorsstólnum og úr háu hefðarsæti heimsins og gerðist læknir og þjónn fákænna svert- ingja inni í frumskógunum. Síð- an hefur hann árum saman þvegið fætur þeirra, læknað og líknað. Hann hefur gengið um kring og gert gott. Nú er komið að kvöldi .... Mun ekki Drott- inn senn fagna honum á þrösk- uldi eilífðarinnar og segja: Þú góði og trúi þjónn! Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig! 3. En nú skulum við hugsa um eðli og gildi trúarinnar á tak- markaðra sviði. Hugsa um okk- ar eigin þörf og þann kraft, sem trúin getur veitt okkur. Sumir halda því fram, að það sé vanmáttartilfinning manns- ins, sem skapar trúarþrá hans. En það má alveg eins segja, að í villum okkar og umkomuleysi er okkur gefið leiðarljós og sig- urkraftur trúarinnar. Kanverska konan er fulltrúi allra hinna þjáðu í heiminum og þeir eru óneitanlega margir. Einhver ógleymanlegasta og áhrifamesta setningin í skáld- ritum Einars H. Kvarans er sú, þegar hann lætur margreynda og mædda sál segja þetta: „Mér heyrðist einhver vera að gráta'“ Hafir þú hlustnæmt eyra, hlýtur þú að heyra grát frá mörgu brjósti. Dauðinn er ekki aðeins alltaf á ferðinni og skilur eftir harm í sporum sínum .... Þú hlýtur að þekkja eitthvað til þess. Fæstir komast svo til full- orðinsára, að ekki sé höggvið þeim nærri. En sannast sagt er sorgin eftir látinn ástvin ekki þungbærasti harmur lífsins. Oft er unnt að létta hann með tárum. En til er heimilisböl, sem er þyngra en tárum taki, — eins og Brynjólfur biskup komst að orði. Sárast er þó að syrgja eigið líf. Hversu ógleymanlega lýsir ekki þeirri örvæntingu: Eitt skipbrotslíf starir í sorgarsæinn, sökkvir augum í hjarta síns eymd. Þess auður er týndur, þess ákvörðun gleymd. Hann á ekki neitt, sem vermist við daginn. Hryggðarefni lífsins eru fæst nefnd með þessu. Hversu margir stríða ekki við efnahagslega erfiðleika, svo að þeir eiga þungt um gang og erfitt með að sofa. Og hve margir berjast ekki við margvíslegar freistingar, sem þjá þá. Sjúkdómar sækja marga heim. Svo undarlegt sem það virðist við fyrstu sýn, getur líka ýmiss konar velgengni orðið kross. Sumum auðugustu mönnum heimsins veldur það hreinustu vandræðum, hvað þeir eru ríkir. Skínandi frægð fylgja dökkir skuggar. Og endalausar skemmt- anir verða að leiðum hversdags- leika. Já. Ekki verður ofsögum sagt af byrðum okkar mannanna. En getum við sótt okkur kraft til að bera þær, — afl til sigurs? Mörg þúsund ára gömul saga segir frá allslausri og umkomu- lausri ambátt, sem var hrakin út á eyðimörk. Þá heyrði hún rödd, sem hughreysti hana. Og — segir í frásögninni — hún kallaði Drottin, sem við hana talaði: „Þú ert Guð sem sér“. Er þetta ekki kjarni trúarinn- ar, þeirrar vitundar, þeirrar til- finningar, sem hefur hreyft sér í brjóstum mannanna um allar aldir og hvar sem er í veröld- inni? Guð hefur á okkur augun. Og í Jesús Kristur hefur kennt okk- ur og sýnt okkur, að það eru kærleiksaugu. Þegar þessi tilfinning er ríkj- andi í mannssálunum, næst sig- urinn í lífi einstaklinga og þjóða. Hvað hefur hún ekki þolað, þessi þjóð við hið yzta haf? Is og hungur, eld og kulda, áþján, nauðir, Svartadauða. En hefur nokkuð haldið henni uppi eins og þessi von: „Þú ert Guð, sem sér?“ Ber ekki þjóðar- sagan þess vitni? Sannast það ekki af því einsdæmi, að ég hygg í veraldarsögunni, að á hverju kvöldi föstunnar eru lesnir sálmar, er vart eiga sinn líka að því er snertir trúarhita og sigur- hreim. Enn í dag læsist kraftur út frá þeim, kraftur trúar þess manns, sem orti þá. 4. Þess eru dæmi, að menn gera sér alls ekki ljóst hvílíkum krafti þeir eiga yfir að ráða, og hverju þeir gætu til vegar kom- ið, ef þeir hagnýta sér hann. Hversu tiltölulega stutt er ekki síðan við Islendingar tókum raf- orkuna í okkar þágu eða hinar heitu lindir? Og þó hafa foss- arnir hrunið og soðið í lindun- um frá landnámstíð. Og nú fyrst þessi síðustu árin hefur heimur- inn kynnzt atomorkunni, og okkur er byrjað að dreyma um, hverju hún fái áorkað. En hversu langt er ekki síðan Jesús Kristur sagði, að sá, sem tryði, gæti flutt fjöll úr stað — gert það, sem sýnist ómögulegt, mögulegt. Og hversu treg erum við samt ekki til að trúa því, — jafnvel þó að við getum alls staðar séð þess dæmin. Ekki veit ég, hvað ykkur kann að þykja mest um vert, hvort það eru einhver undur eða kraftaverk. Mér þykir mest til um þá menn og þær konur, sem virðast allt geta borið og öllu snúið til góðs, eru alls staðar reiðubúin að vera til hjálpar, allt vilja færa til betri vegar fyrir náungann, — bera ævin- lega eins og ljós í bæinn, — og brosa mót sjálfum dauðanum. Þessar manneskjur eiga hið hljóða sigurafl trúarinnar, sem er eins og strengur undir klaka. Strengur, sem alltaf brýtur af sér fjötrana fyrr eða síðar og vekur blómgresi á akri manns- hjartans. Þetta eru þær mann- eskjur, sem hafa sannfærzt um, að Guð er sá, sem sér, og að hinn upprisni er á veginum með okkur. Þær hafa líka uppgötvað þau lífssannindi, að það er ekki sæl- ast að binda hugann við sjálfan sig, né endilega að fá sínum vilja ævinlega framgengt. Hitt er hamingjuríkara, að vera öðrum til gleði, og hlýðnast vilja hins góða Guðs. 5. Barátta lífsins er oft hörð og sár, en flestir óttast þó ann- að meira, — hinn óþekkta dauða. Jafnvel þeir, sem engu virðast hafa að tapa en allt að vinna í sambandi við hann, skjálfa stundum er hann ber að dyrum. En mér kemur í hug saga, sem gerðist fyrir nokkrum áratugum. Stórt hafskip fórst í rúmsjó. Allir, sem gátu, flykktust í björgunarbátana. Einn þeirra var svo drekkhlaðinn, að þegar hann var kominn örskammt frá slysstaðnum, hrópaði stýrimað- urinn: „Það verða einhverjir að kasta sér útbyrðis. Báturinn ber okkur ekki öll!“ Og mennirnir bliknuðu og konurnar skulfu af ekka. Sumum varð hugsað heim til konu og barna, öðrum til föð- ur og móður, og öllum var þeim lífið kært. En stýrimaðurinn hrópaði aftur: „Það verða einhverjir að fara fyrir borð“. Og enn ríkti dauðaþögn. Hver gat farið? Utan við borðstokkinn var út- hafið og dauðinn. Þá hljómaði raust stýrimanns- ins í þriðja sinn: „Við förumst öll, ef einhverjir fást ekki til að yfirgefa bátinn“. Þrír menn risu upp í bátnum. Þrír almúgamenn, sem verið höfðu í lestinni, óþekktir, fá- tækir erfiðismenn. Og þeir steyptu sér fyrir borð. Hafið huldi þá. Ekki veit ég, hvort þessir menn kölluðu sig kristna. En hverju, sem þeir játuðu, þá voru þeir kristnir. Þeir áttu fórnfýsi og kraft trúarinnar. Og áræði hennar til að leggja út á djúpið. Að dæmi Drottins létu þeir líf sitt öðrum til björgunar. Og sennilega hefðu þeir sagt með séra Hallgrími, hefðu þeir þekkt hann: Ég veit minn ljúfur lifir lausnarinn himnum á, hann ræður öllu yfir, einn heitir Jesús sá. Þess vegna er raunar ekkert að óttalegt að deyja. Aðeins för inn um sáluhliðið. Trú, sem veitir slíkan sigur- kraft í lífi og dauða, trú, sem veitir manni sigur jafnvel yfir sjálfum sér, — hún er eftir- eftirsóknarverðasta aflið í heimi. Því var það að postulinn mikli, sem flestum öðrum hafði gengið víðar og lengur um hraun mannlífsins, sagði undir leiðar- lokin: „Ég hefi barizt góðu barátt- unni, hefi fullnað skeiðið, hefi varðveitt trúna. Og nú er mér geymdur sveigur réttlætisins, sem Drottinn mun gefa mér“. Þarna er fólgin veraldarsaga og heimsstríð okkar allra. Og einnig dásamlegt fyrirheit. Ef við í krafti trúarinnar get- um borið byrðar lífsins, og bar- izt fyrir hinu góða, þá er ekki kvíðvænlegt að stíga fram fyrir dómara allra tíma. Því að hann gefur okkur kórónu lífsins. —Kirkjuritið Kaupið Lögberg VIÐLESNESTA ÍSLENZKA BLAÐIÐ COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins inn LÆGSTA FLUGFAR TIL ÍSLÁNDS Aðeins fram og til baka til Reykjavíkur Grípið tækifærið og færið yður í nyt fljótar, ódýrar og ábyggilegar flugferðir til íslands í sumar! Reglu- bundið áætlunarflug frá New York ... Máltíðir inni- faldar og annað til hress- ingar. SAMBÖND VIÐ FLESTAR STÓRBORGIR Finnið umboðsmann ferðaskrifstofunnar ICELANDIC AIRLINES 15 West 47th Street, New York PLaza 7-8585 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Wlnnipeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 108 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Lelgja hús. Ct- vega penlngal&n og eldsAbyrgC, bifreiCaílbyrgC o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phones: Offiee 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.01 p.m. Thorvaldson, Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917 Offlce Phone 92-4762 Res. Phone 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur lfkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. StofnaC 1894 SÍMI 74-7474 Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity Pavilion General Hospital Nell's Flower Shop Weddlng Bouqueta, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages. Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 Gilbart Funeral Home Selkirk, Manitoba. J. Roy Gilbart Licensed Embalmer Phone 3271 Selkirk SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viC, heldur hita frá aC rjúka út meC reyknum.—SkrlfiC, simiC til KELLT SVEINSSON 825 Wali St. Wlnnlpeg Just North of Portage Ave. Slmar S-S744 — 3-4431 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all lts branchea Real Kstate • Mortgages - Rentals <10 POWER BUILDING Telephone 03-7181 Re«. 46-3480 LET US SERVE YOU [iiiiRtiiniitintrnniiiiiiiimmmnmniiinniniiiimimiinnmiiiiinHiiiiiiiiiinn S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smlth St. Winnipeg PHONE 92-4624 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Slmcoe St. Winnlpef, Man. SEWING^MACHINES Darn socks in a jiffy. Mend, weave in holes and sew beautifully. 474 Porlage Ave. Winnipeg, Man. 74-3570 Dr. ROBERT BLACK SérfræCingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdömum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusfmi 92-3851 Heimasfmi 40-3794 Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 Hafið Höfn í huga Heimili sólsetursbarnanna. Icelandic Old Folks’ Home Soc., 3498 Osler St., Vancouver, B.C. ARLINGTON PHARMACY Prescription Specialist Cor. Arlington and Satgent Phone 3-5550 Films, Picnic Supplies and Beach Novelties. We collect light, water and phone bills. Post Office Lesið Lögberg Minnist BETEL í erfðaskróm yðar. Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederation Life Bullding WINNIPEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Krlatjanaon 500 Canadlan Bank of Commerce Chamben Wtnnlpeg, Man. Phone 92-3561 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributora of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Simi 92-5227 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphln. Manitoba Eigandl ARNI EGGERTSON Jr. Van's Efectric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-481-0

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.