Lögberg - 10.06.1954, Page 4
4
Lögberg
Ritstjóri; EINAR P. JÓNSSON
Gefið 6t hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáakrift rltstjórana:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 743-411
Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg-” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Wlnnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Hin iðnaðarlega arfleifð
Fyrir fjörutíu árum síðan var iðnaður þessa lands að
mestu leyti bundinn við landbúnaðarframleiðsluna og
Canadabúar fundu til réttláts metnaðar yfir því, að land
þeirra var þá alment kallað kornforðabúr brezka veldisins;
um sléttuna vestrænu mátti með fullum rétti segja, að í
hvaða átt, sem litið væri, rynni um hana „lifandi korn-
stangamóða“.
Kunnur blaðamaður, Lewis Milligan, komst nýverið
svo að orði í snjallri grein um þetta efni;
„Þegar ég árið 1914 gekk í þjónustu dagblaðsins
Toronto Globe, mátti svo að orði kveða, að fréttir þær,
sem blaðið flutti af undrunum í Vestri, vekti langmesta
athygli lesenda; það féll Norman Lambert í skaut, að afla
frétta úr Sléttufylkjunum og skipuleggja þær og vitnuðu
þær ljóslega um þá tröllatrú, er hann hafði á framtíð
þeirra; síðar varð það hlutskipti Mr. Normans Lambert,
að ryðja sér braut á vettvangi stjórnmálanna og taka sæti í
öldungadeild.
Eftir að fyrra heimsstríðið braust út 1914 gerbreyttist
svo hið efnahagslega viðhorf canadisku þjóðarinnar, að
kraftaverki gekk næst; risavaxin tæknileg og iðnaðarleg
þróun ruddi sér þá til rúms og skipaði þjóðinni í brjóst-
fylkingu hinna mestu iðnaðarþjóða heims og nú er svo
komið, að námuvinsla og verksmiðjuframleiðsla skipa önd-
vegi í afkomumálum þjóðarinnar; síðan 1939 hafa átökin í
þessum efnum orðið róttækari, en nokkru sinni fyr og að
því er nýjustu hagskýrslur herma hefir iðnaðarframleiðslan
meira en tvöfaldast á áminstu tímabili og verðmæti hennar
aukist hlutfallslega nokkuð yfir það; nú er svo komið, að
verðmæti landbúnaðarafurða nema tæplega 13 af hundraði
þjóðteknanna og þykir ýmsum sú uþphæð ískyggilega lág.
Á síðastliðnum árum hefir mannafli iðnaðarins aukist
um 107 af hundraði um leið og starfsfólki við landbúnað-
inn hefir fækkað um 40 af hundraði; þó ber þess að gæta,
að fólkinu í þessu landi hefir allmjög fjölgað upp á síð-
kastið, fæðingum hefir fjölgað, auk þess sem miljónir
manna og kvenna annars staðar frá hafa flutzt inn í landið.
Canada er orðið að iðnaðarlegu stórveldi, og það á til-
tölulega afar skömmum tíma; og gæti þá sú spurning vaknað,
hvort þjóðin sé með öllu þess umkomin, að viðhalda þeirri
miklu iðnaðarlegu arfleifð, sem henni hefir nú verið fengin
í hendur? Það getur stundum verið auðvelt, að fara svo
með verðmæti, að þau gangi ótrúlega fljótt úr sér, ekki sízt
ef rányrkja og síngirni ná yfirhönd og stundarhagnaður-
inn er settur öllu öðru ofar; þetta nær til þeirra, sem grípa
hvert einasta og eitt tækifæri til að hækka vöruverð og
gera sér gott af óréttlátum hagnaði; þetta nær einnig til
verkalýðssamtakanna, er jafnt og þétt herða á kröfum um
hækkað kaup, en slíkt getur leitt til þess, að kostnaðurinn
við framleiðsluna hækki svo von úr viti, að varan verði
því nær óseljanleg.
Mr. S. A. MacKay-Smith, forseti Canadian Exporters
félagsins, lagði í ræðu alveg sérstaka áherzlu á þetta atriði,
þar sem hann lét þannig um mælt: „Verkalýðssamtökin
þurfa að láta sér skiljast hverjar afleiðingar of strangar
kröfur geta haft, eigi aðeins á hagsmuni þeirra sjálfra,
heldur og á velferð þjóðarinnar í heild. Við getum á fleiri
vegu en af ofangreindum ástæðum glatað hinni iðnaðar-
legu arfleifð okkar, svo sem með bruðlun í stjórnarháttum,
sem leiðir af sér skattkúgun, eða með tollum, sem koma í
veg fyrir að við getum selt framleiðsluna á frjálsum mark-
aði meðal allra þjóða heims; en í kjölfar slíkrar lokunar
leiðir óhjákvæmilega alvarlegt atvinnuleysi.
Fari jafnvægið milli framboðs og eftirspurnar úr skorð-
um, er ekki við góðu að búast, og það er jafnvel nú í fleiri
en einni grein framleiðslunnar komið úr skorðum; vefnaðar-
verksmiðjurnar eiga ekki sjö dagana sæla eins og nú hagar
til og hafa heldur ekki átt það nokkur síðustu árin; og nú
er mælt, að stálvarningur ýmiskonar, sem fluttur er inn í
landið, kosti 40 af hundraði minna, en hliðstæður varningur,
sem við framleiðum sjálfir; er hér því í þessum efnum um
hagsmunalega árekstra að ræða, sem ryðja verður úr
vegi“.
Grein þessi er að mestu endursögð úr hinu ágæta viku-
blaði The Selkirk Enterprise, sem G. C. Croft fyrir nokkr-
um árum keypti og gefur út með mikilli prýði; greinin er
vissulega tímabær og holt umhugsunarefni, því þótt við
búum í einu auðugasta landi veraldarinnar, er hér þó mitt
á meðal okkar margt, sem lagfæra þarf. Canadiska þjóðin
má ekki búa við atvinnuleysi og það er síður en svo að hún
verðskuldi annað krepputímabil.
Ritstjórinn að Selkirk Enterprise er hinn ágáeti fslend-
ingur Mr. J. E. Erickson.
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. JÚNÍ 1954
Þjóðsögur og virkileiki
Það er á vitund margra, að
þjóðsögur bæði frá Austur- og
Vesturlöndum, séu oft spádóm-
ar. Draumsýnir spakra manna
og kvenna um það, sem fjarlæg
framtíð hafði í skauti sínu. Svif-
klæðið sé loftfar, sjónpípan, sem
sjá mátti með í gegnum láð og
lög, séu ýmsir sjóngeislar nú-
tímans; harpan undir rúminu;
hringurinn á hendinni og hinn
lýsandi lampi, séu tákn lífsins
máttar í mannlegu eðli og í öðr-
um huldum fjársjóðum tilver-
unnar, en sem leysist úr læðingi
með sannri framsókn og réttri
upplýsingu.
Landnám! Hve mikið er inni-
falið í þessu eina orði? Það er
að ná þeim tökum á þessum eða
hinum bletti jarðarinnar, að það-
an náist lífsgæðin, hver sem þau
eru, manninum til lífsuppeldis
, og þroska. Það sama má segja
um sjóinn. Hann hefir orðið og
verður að sigra til siglinga um
heimshöfin, finna ný lönd, ná
sambandi við aðra menn, flytja
lífsgæðin manna á milli. Síðast
en ekki sízt til þess að ná sér úr
honum lífsbjörg.
Og hvaða skilyrði þurfa menn
að hafa til þess að ná þessum
huldu fjársjóðum eða sýnilegu
gæðum þessarar vorrar fögru,
miklu og margháttuðu veraldar?
Þeir þurfa Guðs trú, þor og
þrek til að kanna ókunna stigu,
afla sér fróðleiks þess er við
þarf á hverju sviðinu fyrir sig
og dugnað til að sækja gæðin.
Öll lífsfræðslan og starfið heimt
ar alt þetta í sína þjónustu.
Það er til saga af bóndasyni,
sem leitaði að og fann búpening
föður síns, sem tröllin höfðu
stolið. En þegar hann var á heim
leið með skepnurnar, þá elti eitt
tröllið hann og olli honum
ýmsra þrauta, sem í bili virtust
óyfirstíganlegar. En fyrir ein-
lægan áhuga á starfi sínu og
velviljaðan huga, þá sigraði
hann flestar þrautirnar og
komst allnærri heimahúsunum
með fjall eitt mikið að baki sér
til hlífðar fyrir tröllinu.
„Ekki skal þér fjallið að tarna
að gagni verða“, segir tröllið.
„Ég skal sækja þjölina hans
föður míns og sverfa mér göng
í gegnum fjallið“.
Og tröllið gerði það. Virtist
nú bóndasyni engrar undan-
komu auðið, en rétt í því að
tröllið rak höfuðið í gegnum
fjallið kom sólin upp og skein
glatt á allt, sem fyrir var, þar
á meðal höfuðið á tröllinu. Við
sólskinið steinrann tröllið þar í
fjallinu, því tröll þola ekki sól.
Sólin má aldrei á þau skína,
sögðu hugsuðir fyrri alda. Þetta
tröll komst því ekki lengra, en
varð þarna að grjóti og er svo
enn í dag, en bóndasonur komst
heilu og höldnu heim með bú-
pening föður síns.
Fyrir mínum huga er sólin hér
hin kristna menning. Sú menn-
ing, sem í raun og veru upplýsir
mannssálina, fágar þann styrka
og styrkir þann veika, sem and-
ar lífi og leiðsögn að manninum
og deyðir trölldóminn í manns-
sálinni.
----0----
Canada er afar víðfeðmið
land og breytilegt Breytilegt að
loftslagi, landslagi og mögu-
leikanna framleiðslu lagi, auð-
ugt og fagurt að sama skapi. —
Landnám austan fjalls, bæði
Sléttufylkjanna og Austur-
Canada, mun nú að mestu lokið,
en Britist Columbia og norðrið
allt er langt frá því að vera
fullkannað. Sá mikli fjalla-
veggur, Klettafjöllin, sem að-
skilur British Columbia og
Sléttuna, hlýtur að hafa verið
ærið erfiður að sigra til yfir-
ferðar í fyrstu, og enn sýnist
það ganga kraftaverki næst, að
sólarhrings lestaferðum skuli
haldið þar uppi árið inn og út,
ekki sízt í áhlaupum hins erfiða
canadiska vetrar; svo hlýtur
norður-parturinn af British Col-
umbia að hafa í sér fólgið feikna
erfiði til landnáms.
Stuttu áður en við fluttum af
Sléttunni, sá ég þess getið í Út-
varpsblaðinu, fyrir Sléttufylkin,
C.BC Times Prairie Regional, að
gera ætti stórvirki nokkurt hér
út í British Columbia-fjöllunum.
Það var búist við, að hægt yrði
með tímanum að byggja þar all-
stóra borg, máske um fimmtíu
þúsundir manna, en til þess yrði
að grafa tíu mílna jarðgöng í
gegnum fjöll. Margt myndi þar
fleira þurfa af svipuðum stór-
virkjum.
Tíu mílna jarðgöng í gegnum
fjöll! Var það mögulegt? Þetta
var eins og í gömlu sögunum.
Fréttin vildi ekki fara úr huga
mínum. Um jólin-1952 kom eitt
stórblað Vancouver-borgar, sem
ég sá með frétt þaðan að norðan
og mynd, sem sýndi að auk
starfsins var um fjölskyldulíf að
ræða þar úti. — Svo þetta var
þá virkilegt.
Þegar tíu ára afmælishátíð
íslenzka lúterska safnaðarins
var haldin í vetur í Vancouver,
var það eitt meðal annars, sem
fyrrverandi stjórnarformaður
British Columbia, hr. Byron I.
Johnson, lýsti með eldlegum á-
huga af ræðupallinum, að tíu
mílna jarðgöngin væru búin.
„Breið, björt og falleg eins og
salurinn hérna“.
Tíu mílna jarðgöng unnin úr
klettum og klungri, gjám, vötn-
um, ám og skógi. Getur maður
ímyndað sér hvaða átak þarf til
slíks?
Mig langaði til að vita meira
um þetta svo ég leitaði mér
upplýsinga um það, með það í
huga, þó enginn hefði beðið mig
um það, að senda Lögbergi í
Winnipeg dálitla grein um það,
þó mín frásögn um slíkt myndi
verða næsta föl á svip í sam-
bandi við virkileikann. Fyrir
mínum huga er þetta merkileg-
ur kafli í landnámi norðursins
og sá er ber yfir sér sigurmerki
yfir erfiðleikum miklum. Það
sem hér er greint, eru aðeins fá-
einir punktar, en þeir eru
bygðir á rökum.
Nafn félagsins, sem hér stend-
er að málum, er:
Aluminum Company of Canada
Limited.
Borgin, sem hér um ræðir og
er enn nokkurn veginn á fyrsta
vaxtarskeiði, nefnist:
Kitimat.
Félagið Aluminum Company
of Canada Limited hefir fyrir
markmið að framleiða alumini-
um. Það hefir þrisvar sinnum á
þessari öld byrjað á starfi í ó-
numdum héruðum með það fyr-
ir augum að framleiða þennan
málm. Fyrst árið 1900 í Shaw-
inigan Falls, Quebec, svo 1925 í
Sagueany Valley í Norður-
Quebec. Raforku þraut í öðru
þessu plássi, tók þá félagið til
að líta lengra í kringum sig, alla
leið vestur á Kyrrahafsströnd.
Arið 1946 fóru nokkrir kyrlátir
sérfræðingar, það er: verkfræð-
ingar og jarðfræðingar, vestur
til þess að skoða sig um á þessu
sviði. Þeir gistu á hótelum við
Burns Lake, Vanderhoof og
víðar, fjögur hundruð mílur
norður af Vancouver.
Hráefnin til framleiðslu á
aluminum eru ekki til í British
Columbia, nema þá örlítill part-
ur af einni tegund, en vatns-
magn fyrir raforku-framleiðslu
er óþrjótandi, sömuleiðis er
næg landhæð fyrir það.
Svo er sagt í ritum þessa fé-
lags, að mikið meira af raforku
þurfi til að vinna þennan málm
í framleiðslu en aðra málma.
„Raforka, sem þarf til að bræða
eitt tonn af aluminum, myndi
lýsa upp meðal heimili í fimm-
tán ár. Og raforkuna þarf að
framleiða ódýrt, því verða
vatnsgeimar að vera feikna
stórir, til þess að ná þessu áríð-
andi afli, sem til þarf á bak við
aluminum. Raforku er ekki hægt
að framleiða ódýrt í smáskömmt
um fremur en bifreiðar, gasólín,
radió, pappír eða hvað annað,
sem til þarf daglegra þarfa“.
Hráefnum til þessarar fram-
leiðslu er safnað úr ýmsum átt-
um, svo sem Texas, Newfound-
land, Grænland og víðar. The
Aluminum Company of Canada
Limited hefir látið prenta bæk-
ur um sögu sína og verk. Þær
eru vandaðar í útliti og sagan
er sögð bæði í ritmáli og lands-
uppdráttum, er þar fróðleikur
mikill um þessi mál, meðal
annars er þar brot úr þjóðsögn
frá Indíánum, sem sýnir að
Rauða manninn hefir órað fyrir
því að hróflað yrði við fjöllum
hans.
----0----
Þann 2. janúar 1951 skrifaði
Alcan-félagið (nafnið stytt) und-
ir samninga við stjórnina í
British Columbia, sem leyfði
því að starfa að framleiðslu
þessara fríðinda — ekki á sölu
á eignunum, nema þar sem um-
turnið var. — Félagið borgar
árlega leigu af orkunni. Það
átti að byrja að byggja fyrir 1.
júní 1953. Félagið borgar alla
skatta, sem venjulega falla á
reglubundin héruð, svo sem
sveitaskatt, skólaskatt, eigna-
skatt og þegar um inntektir er
að ræða, þá tekjuskatt.
Eftir að hafa vandlega at-
hugað skilríki þeirra sérfróðu
manna, sem með leyfi fylkis-
stjórnarinnar fóru til að skoða
landið, ferðuðust tólf þúsund
mílúr fram og aftur um fjöll,
vötn, ár og gjár, á hestbaki, bát
og sæ-loftfari — Sea-plane —
ákváðu hlutaðeigendur, að halda
áfram með það er um ræddi.
Ákvað félagið að halda áfram
með fyrirtækið og skrifaði und-
ir fulla samninga 21. apríl 1951.
Sex þúsund manns vinna að
fyrirtækinu tuttugu til tuttugu
og fjóra klukkutíma á sólar-
hring, í sex mismunandi en sam-
tengdum stöðum með tuttugu
miljón dollara virði af bygging-
aráhöldum undir höndum yfir
pláss, sem er eins stórt svæði
og Wales eða helmingurinn af
Vancouver-eyjunni. Áætlunjn
er, að aðalvinnunni verði lokið
einhverntíma fyrir 1957. Það er
búizt við að fólksfjöldi í Kitimat
verði einhverntíma fimmtíu
þúsund, og að þar verði þá ein-
hver mesta framleiðsla af rafi
og aluminium, sem til er í ein-
staklings-fyrirtæki í heiminum.
Hér eru fáein atriði af því,
sem búið er að gera:
Gýfurlega mikil safnþró, sem
nefnist Kennedy Dam á Nechako
River, er tekur vatn frá tólf
stöðuvötnum, er búin. Var lok-
að 8. október 1952. Þessi mikli
vatnsgeymir hefir verið að fyll-
ast samkvæmt áætlun og er
ætlað að hann fyllist á þremur
árum. Vatn fyrir rafmagns-
framleiðslu er samt hægt að
taka úr vatninu.
Tíu mílna jarðgöngin voru
búin 4. desember 1953. Þau eru
hundrað og fjörutíu mílur vest-
ur af Kennedy Dam og liggja
í gegnum Du Bose fjallið. Einn
fjórða úr mílu inn í fjallinu er
Keman rafleiðslan við Kemano
Bay. Sá útbúnaður á öllu þessu
er sagður að vera á mðel þess
allra mesta, sem þekkist og sýn-
ist smælingjum eins og mér, að
það muni vera sannleikur, og
það í fjarlægð frá umræddum
stöðvum. Tíu mílna jarðgöng
með feykilega stórri rafleiðslu
inn í fjalli, er bygging, sem vart
mun vera mikið til af í heimin-
um. Frá Keman rafstöðinni í
Du Bose fjallinu, er rafmagnið
leitt fjörutíu og átta mílur til
Kitimat. Þessi fjörutíu og átta
mílna leiðslu-lína, er sögð að
hafa þann stórkostlegasta út-
búnað fyrir rafleiðslu, sem til er
í Ameríku eða jafnvel í heim-
inum.
Fyrsti 'kaflinn af smíðinni af
bræðsluofninum í Kitimat er
nær því búinn, þegar þetta er
skrifað (seint í maí 1954). Al-
uminum-félagið hefir einnig
byggt hálfrar annarar miljón
dollar stálbrú yfir Kitimat ána.
Auk alls þessa er Canadian
National Railway, að leggja
járnbraut frá Terrace til Kiti-
mat, sem ætlast er til að verði
búin 1954.
----0----
Hinn 15. apríl 1954 er mikill
minningardagur í sögu þessa
máls og staðar. Þá kom út fyrsta
fréttablað bæjarins, sem nefnist:
Kitimat Northern Sentinel.
Það er mjög myndarlegt viku-
blað og hefir margt fróðlegt að
færa um þessj mál. Ritstjórnar-
kveðjan til fjöldans er full af
gleði og góðum vonum um góða
útkomu málanna þarna og
bjarta framtíð.
Blaðið flytur greinar, myndir,
auglýsingar, kveðjur og nöfn
manna nær og fjær, sem sinna
þessu máli og tilgreinir nöfn
þeirra, sem tekið hafa sér bú-
stað í Kitimat.
Lofther Canada segist vaka
yfir skyldu sinni á þessum slóð-
um. Forsætisráðherra British
Columbia, The Rt. Honourable
W. N. V. Bennett, sendir hlýja
kveðju til blaðsins og fylgir
mynd hans með, þess utan
sendir fylkisstjórnin í British
Columbia aðsópsmikla kveðju
til fyrirtækisins í heild. Sú
kveðja er á blaðsíðu 6 í Kitimat
Northern Sentinel, fimtudaginn
15. apríl 1954.
Fyrsti maður að setja upp
starfandi skrifstofu í Kitimat,
var bankastjóri Kitimat-deildar
Montreal bankans,Mr. H. J.
Permiter, fylgir mynd hans með.
Royal bankinn er einnig þarna.
The Hudson’s Bay Company
setti upp fyrstu verzlunarbúðina
þarna. Falleg mynd af búðinni
er í blaðinu. The T. Eaton
Company of Canada hefir heila
blaðsíðu af auglýsingu þarna.
Þriðja stórverzlunin frá Van-
couver, Woodwards, er með
auglýsingu í blaðinu, kveðju og
ágætar undirtektir undir þessi
mál. Og margt fleira er þarna.
Á meðal þeirra, sem tekið
hafa sér bólfestu í Kitimat, er
fólk, sem sinnir ýmsum störf-
um, alla leið frá stálbygging-
um til viðgerða á skóm og úrum.
Þar eru konur sem sauma og
konur sem selja kaffi. Marlyn
Munroe leikkona sæmir blaðið
mynd sinni. Þar með er leikhús-
ið auglýst. 1 gamanmynd, The
Comics, eru þau Blondie og
Dagwood komin út þangað — og
jagast — en alt er það mein-
laust.
Kitimat hefir loftleiða-þjón-
ustu. Eitt loftleiða-félagið, sem
þar þjónar, er:
Queen Charlolte Airlines.
Það hefir skrifstofu í Kitimat.
Á meðal heimamanna eru
bæði læknar og lögmenn. Kiti-
mat er í töluverðum vexti. Fær-
ustu menn í sinni grein eru
fengnir til að 'skipuleggja borg-
ina. Það skal tekið fram, að
Kitimat er alls ekki “Company
bær” heldur sjálfstjórnandi
heild, sem hver önnur sveit í
British Columbia. Bærinn kaus
sína fyrstu bæjarstjórn snemma
á vori 1953 og hefir starfað sam-
kvæmt því síðan. Óskað er eftir
að fólk taki sér þar bólfestu,
eignist sín eigin heimili og
stundi hvern þann viðeigandi
iðnað, sem um ræðir. Hver sem
óskar eftir að vita vel um það,
sem gerist þarna úti, getur aflað
sér góðra upplýsinga í því sam-
bandi með því að kaupa blaðið
Kitimat Northern Sentinel.
Alumium-bræðsla verður haf-
in á þessu sumri, á milli 1. júní
og 31. ágúst. Undursamlegur
draumur er að rætast þarna.
Menn, er sjá fram í tímann, hafa
rofið hin öldnu fjöll þarna og
eru að byggja borg í rjóðrinu
og leiða fram úr iðrum jarðar
hina ótæmandi auðlegð. Þeir
tengja borgina innheimi og um-
heimi á járnbrautar spori, brum
og hinum fíngerða stálþraeði
málsins, loftförum og á skipum
hafs og elfa.
Megi það verða Canada til
blessunar og öllum öðrum er af
njóta.
Rannveig K. G. Sigbjörnsson