Lögberg


Lögberg - 10.06.1954, Qupperneq 6

Lögberg - 10.06.1954, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. JÚNÍ 1954 | GUÐRÚN FRÁ LUNDI: DALALÍF ~v- — ----------- „Er það barnið eða hvað, sem þú átt við?“ spurði Ketilríður hranalega og steytti hnefann framan við andlitið á gamalmenninu. En hann brosti bara til gluggans, vissi víst ekkert af því sem fram fór í kringum hann. „Ég gæti bezt trúað því, að Katla ætlaði sér að gjósa í dag“, sagði hann. Siggi hló ánægjulega. „Hún er þegar byrjuð“, sagði hann. Þá sneri Ketilríður til baðstofu. „Aldrei á minni ævi hef ég þekkt aðra eins vitfirringa og hér eru saman komnir. Það er ekki að undra, þótt talað sé um dagfarsprýðina á heimilinu því arna, og svo er þetta bara argasti skríll“, tautaði hún um leið og hún þeytti borðstofuhurðinni aftur á eftir sér. Heimilið breyttist undarlega fljótt. 1 staðinn fyrir sátt og samlyndi, glens og gamanyrði, sem alltaf hafði verið þar, varð daglegt þrátt og stælur, slettur og hnýfilyrði, og var Ketilríður alltaf annar málsaðili. Oftastnær var það Dísa, sem orsakaði misklíðina. Einn morguninn, þegar Jón kom inn frá því að gefa hestun- um, var Finnur gamli að rífa upp allt rúmið sitt. Hann vantaði tóbaksglasið sitt. „Það er enginn efi á því, að hún hefur tekið það, litla naðran. Það getur ekki dulizt í rúminu“, sagði hann ergilegur. Fátt getur komið fólki meira úr jafnvægi en tóbaksleysi. Jón reyndi að bera af Dísu. „Vertu ekki að kenna litla skinninu um þetta, Finni minn. Hún hefur ekkert tekið það. Þú hefur lík- lega misst það úr vasa þínum úti í tóftinni“. „Nei, ég tók það upp, eftir að ég var setztur inn. Hún læddist hérna rétt við stokkinn áðan. Þá hefur hún náð því. Hún er svo léttfætt, að maður heyrir ekki til hennar frekar en hennar kisu litlu. Hún er efni í dálitla ótukt“, sagði gamli maðurinn og hélt áfram að leita. Jón tók eftir Dísu litlu, sem laumaðist inn úr dyrunum, inn með rúmgaflinum og svo fram aftur, en glasið lá eftir á hross- hársbing, sem var við stokkinn. Hann gat ekki annað en hlegið að þessum glettum. „Sko, þarna liggur glasið, Finni minn, rétt hjá hrosshárinu“. „Auðvitað hefur hún laumað því þarna, andstýggðarnaðran litla. Sú verður svipuð kyninu“, sagði Finnur gamli og fékk sér í nefið úr glasinu. „Þú ert hálfkaldur út í hana, litla skinnið“, sagði Jón, „þetta er þó ekki nema óvita barn“, bætti hann við. „Hún hefur vit á að gera það, sem hún á sízt að gera“, sagði Finnur gamli, sem var að reyna að breiða sem bezt hann gat yfir rúmið sitt. „Þú hefur nóg dálætið á henni. Hún borgar þér það líklega, ef hún verður lengi hjá þér. Það væri ekki verra fyrir þig að taka að þér tófuyrðling“. Seinna um daginn spurði Jón telpuna, vegna hvers hún hefði tekið glasið hans Finna. Þá varð Dísa skrítin í framan. „Sástu það? Ég gerði það bara að gamni mínu. Ég skal aldrei gera það aftur. Ég hélt, að enginn sæi það“, vældi hún ósköp blíð og sæt. „Þú mátt aldrei stríða Finni“. „Nei, aldrei aftur“, sagði Dísa. Ketilríður hataði Jón hreppstjóra fyrir það, að hann var með í því að koma manni hennar í tukthúsið. Hún reyndi því að leggja allt út á verri veg, sem hann talaði og gerði. En heimilisfólkinu var öllu svo vel við hann, að hún fékk engu umþokað í því að gera það óánægt við hann að neinu leyti. Borghildur og hún jöguðust daglega út af honum. Helzt var það Anna, sem henni tókst að hafa áhrif á. Hún fór hægt og varlega að benda henni á ýmsa galla í fari hans. Anna hafði eygt þá alla fyrir löngu, en fundizt þeir svo litlir, að það sæju þá víst engir aðrir en hún. En nú var Ketilríður búin að sjá þá, og gerði ekki minna úr þeim en þeir voru. Það hafði alltaf ^verið siður að tuskast og fljúgast á frammi í eldhúsinu á vetrarkvöldum, þegar útistörfum var lokið. Jón og Siggi voru þar jafnan fremstir í flokki. Stúlkurnar komust heldur ekki hjá því að vera með, nema Borghildur, sem var orðin of fullorðin til þess. Önnu hafði alltaf þótt þetta hálfleiðinleg skemmtun og alltof hávaðamikil. Hún elskaði kyrrðina og hóg- værðina, og aldrei hafði hún verið með í áflogaþvögunni. Fóstru hennar hafði þótt þetta skemmtilegt, eins og allt annað, sem Jón var við riðinn. Nú fór Ketilríður að tala um það við Önnu, að ekkert sæi hún ógeðslegra en þegar fullornir karlmenn væru í áflogum við kvenfólk. „Ég sá ekki betur“, sagði Ketilríður, „en að Sigurður væri að bera sig til við að taka Sigurlínu í bóndabeygju áðan. Mér var nóg boðið, svo að ég hafði mig inn. Þó að ég sé nú ekki álitin mjög fínörtuð, þá býður mér við svona löguðu. En, „hvað höfð- ingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það“. Ég sá, að hús- bóndinn sjálfur lét sig.hafa það, að kreppa Vigdísi saman í beygju um daginn. Þvílíkur déskotans strákur sem í þeim manni er“. „I guðsbænum, Ketilríður, blótaðu ekki, börnin taka það eftir“, sagði Anna. „Þetta hefur alltaf verið siður hérna. Pabba sáluga þótti það bara held ég óviðfelldið, en mamma hafði gaman af því“. „Ójá, hún hafði víst dálítið skrítinn smekk að mörgu leyti, sú mikla kona. Svo virtist manni nú stundum. En ég hef þá sann- færingu, að engin heiðarleg stúlka láti sig í annað eins og það, að henni sé kýttað saman í bóndabeýgju. Vanalega mun eitthvað hálfóhreint búa undir svoleiðis framferði. Og ekki hefði ég getað liðið svona á mínu heimili“. „Mér hefur heldur aldrei geðjazt að því“, sagði Anna. „Auðvitað veit ég það. Slíkt er ekki eftir þínum hugsunar- hætti, en það er nú kannske ekki verið að taka mikið tillit til þess hvað þú vilt, hvorki í því efni eða öðru“. Þá fór að koma fyrir, að Anna kom fram á kvöldin, setti á sig dálítinn svip og sagðist ekki vilja hafa þessi læti á heimilinu. Þá skellihlógu þeir Jón og Siggi og buðu henni að koma í glímu — eða þeir kölluðu hana „ömmu sína“ og lofuðu að verða góðir drengir bráðum. Venjulega fór hún þá að brosa, og stóri svipurinn þurrkaðist burtu, en áflogin héldu áfram. Einu sinni, þegar Sigga og Borghildur létu einhver lofsyrði falla um það hvað Jón væri góður húsbóndi, sagði Ketilríður lágt, en lét þó Önnu heyra það, að ekkert gerði það til, þó að hann væri ekki alveg eins góður við vinnukonurnar og sumum sýndist hann vera. Anna spurði hana að því strax þegar þær voru orðnar einar inni í baðstofunni, hvað hún hefði átt við með því, sem hún hefði sagt frammi áðan. „O, það var svo sem ekki mikið, góða mín. En ég er búin að sjá það, að þú ert eins og hvert annað barn, sem allir á heimilinu gera sér að skyldu að fara á bak við og slá ryki í augun á. Það yrði líklega tekið heldur illa upp, ef ég færi að þvaðra í því, sem mér kemur ekki við. En aðra eins húsmóðursstöðu hef ég aldrei þekkt“, sagði Ketilríður hlýlega. Svo var ekki talað meira um það í það skipti. En það fór að bera á því, sem aldrei hafði heyrzt áður. Anna fór að finna að hinu og öðru við Borghildi. „Ég ætlaðist hreint ekki til þess, að þú syðir baunir í dag“, sagði hún einn daginn. „Það er ekki lengra en síðan í fyrradag, að þú komst með baunir“. Borghildur kastaði til höfðinu og svaraði fálega: „Það eru þrír dagar síðan, og það er það vanalega. Þú hefðir átt að segja mér það í morgun eða í gærkvöldi“. „Það hefði líklega verið hægt að spyrja migrað því“, sagði Anna með þykkjusvip. „Það hefur nú ekki verið vanalegt“, sagði Borghildur. Þegar allir voru setztir við borðið sagði Ketilríður með vand- lætingarsvip: „Henni hefði þótt þær nokkuð saltar baunirnar þær arna henni maddömu Helgu í Hraundölum. Það er meiri blessuð baunaöldin hér á þessu heimili. Mér þykir nú nóg um, og er ég þó frekar braunavinur". „Hún hefur verið fjörug kona þessi maddama, sem ekki hefur viljað láta eyðileggja sig með söltum mat“, sagði Jón og leit til Sigga, sem fór samstundis að skellihlæja. „Kannske hefur hún verið magaveik, konutetrið“, sagði Finnur gamli. Þá fóru fleiri að brosa. Það var alltaf svo skemmtilegt, sem Finnur sagði. „Þið þurfið nú kannske að hártoga þetta og flissa að því“, sagði Ketilríður. „Það er flest, sem reynt er að umsnúa hér á heimilinu“, bætti hún við. Enginn virtist heyra hvað hún sagði. Anna gaf svipnum á Borghildi gætur. Hann var hreint ekki hlýlegur. Gott, að Jón hafði ekki orðið neins vís. Nokkru seinna kam Ketilríður inn í hjónahúsið og spurði Önnu, hvernig henni hefði smakkazt söltu baunirnar. Anna var að lesa í bók og sagði, að sér hefði þótt þær góðar. „Ég geri nú bara ekki annað en þamba vatn“, sagði Ketilríður. „Ég er ekkert þyrst“, sagði Anna, „enda fann ég ekki, að þær væru saltar“. „Aumingja manneskjan!“ sagði Ketilríður í meðaukmkunar- tón. „Er það ekki heldur svoleiðis, að þú þorir ekki að fá þér að drekka. Þú lúffar fyrir þessum dévoðan ekkisen ráðríkisvörgum, heiðrar skálkinn, svo hann skaði þig ekki, í stað þess að þú ættir að ýta þessari manneskju út af heimilinu, og svo verður það í úttalinu um sveitina, að þú getir ekkert“. „Það er líka það, sem satt er“, sagði Anna og hélt áfram að lesa. Næsta morgun kom Borghildur inn í hús og spurði Önnu, hvað hún ætti að hafa til miðdags. „Góða, ráddu því eins og þú ert vön“, sagði Anna. „En ef þér dettur í hug að verða óánægð með það eins og í gærdag, þegar á að fara að borða?“ „Nei, ég skal ekki gera það“, svaraði Anna. „Það þýðir víst lítið“. „Jú, auðvitað þýðir það mikið. Þú veizt það, að þú getur tekið við frammiverkunum þegar þér sýnist svo, sagt mér fyrir verkum eða látið aðra stúlku taka þau að sér, sem þú álítur færari til þess. Ég hef kannske verið heldur einráð. Það er vegna þess, að fóstra þín bað mig að hugsa um eldhúsið eins og ég hafði gert, af því að þú varst svo mikið barn. En nú ertu vaxin að árum og orðin fær um það sjálf“. „Nei, elsku Borghildur“, sagði Anna. „Taktu þetta ekki svona. Hafðu það eins og það hefur verið, það er bezt svoleiðis. Ég skal ekki vera neitt að tala um það. Ég veit ekki hvað hann Jón segði, ef þú hættir að hugsa um matinn og ég tæki við, enda yrði það líklega bág afkoma. Þú mátt ekki yfirgefa mig, því að þá verð ég jafn einmana og þegar mamma hvarf fyrir fullt og allt“. „Það hef ég heldur ekki ætlað mér að gera meðan þú ert ánaégð með mig, en ég er orðin svo gömul og túrótt, að ég þoli ekki aðfinnslur“. Eftir þetta kom það aldrei fyrir, að Anna fyndi að neinu við Borghildi. Hún reyndi að forðast að vera ein með Ketilríði, því að þá byrjaði hún að reyna að spilla henni við Jón, Finn eða Sigga. Borghildur og Ketilríður jöguðust og hnýfluðust hvor við aðra daglega. En Ketilríður þóttist alltaf eiga henni grátt að gjalda vegna þess hvað allir tóku lítið eftir því, sem hún sagði, en allt þótti gott hjá Borghildi. Svo var það einn morgun, að hún þóttist koma fram talsverð- um hefndum. Borghildur setti vanalega upp stóran pott með mjólk til skyrgerðar, áður en hún fór að mjólka. Þar átti hún að sjóða, meðan hún var að ganga frá mjólkinni og skammta morgun- matinn. Ketilríður sótti fullan bolla af sýru fram í gamla búrið og hellti saman við mjólkina og hrærði vel í. Finnur gamli sat á stólnuum sínum og góndi út um gluggann, eins og hann var vanur. Varla tæki hann eftir því. En gamli maðurinn hló bara út til gluggans, þessa gamalkunna vinar síns. „Að hverju ert þú að hlæja, karlfauskur?“ sagði hún brosleit, því nú vissi hún, að hún var að ná sér niðri á Borghildi. Því að ekkert fannst góðri búkonu jafn niðrandi og ef súr kæmist í mjólk- ina. Það var órækur vottur þess, að mjólkurílátin væru illa hirt. En Finnur svaraði því ekki neinu. Ketilríður settist ánægð við rokkinn og kvað við raust. Nú yrði gaman að sjá svipinn á Borghildi. Þegar allir voru setztir við borðið, kom Ketilríður fram og greip hlemminn af pottinum, svona eins og af rælni, og blés yfir mjólkina: „Ja, nú gengur fram af mér!“ hrópaði hún upp gjallandi rómi. „Ekki nema grængolandi gellir núna um háveturinn. Hvað skyldi þá ekki vera í sumarhitanum?“ Borghildur leit alveg hissa á gulgrænan mysuhylinn og roðn- aði. „Ég skil nú svo sem ekkert í þessu“, sagði hún óþarflega hátt. „Hún er ekki vön því, mjólkin, að súrna hjá mér, hvorki sumar né vetur“. „Það sýnir sig nú“, sagði Ketilríður hróðug á svip. „Ég fékk oft gellir hér fyrr meir“, sagði Finnur gamli og gaf pottinum hýrt auga. „Ég man, að það kom ekki ósjaldan fyrir hjá henni fóstru minni sálugu, og einnig hjá Sigríði skepnunni. Að ég nú ekki nefni Jóhönnu Andrésdóttur, þegar hún fór nú svo sem að rázka á þessu heimili. Þá kom það ekki fyrir, að hleypt væri skyr þær vikurnar, en kálfarnir voru útþandir eins og smiðju- belgir af súrri undanrennu. En aldrei sá ég það til hennar, að hún laumaði sýrubolla ofan í flóninguna“. Nú fóru flestir að brosa að Finni gamla, nema Borghildur. Hún gat ekki gleymt pottinum. En Ketilríður var heldur en ekki vel til þess fallin, að gera að gamni sínu. Sýrubollinn, sem Finnur gamli minntist á, kom henni til að roðna. „Það er meiri aðdáunin, sem hvert orð vekur hjá ykkur, sem þessi karlskepna segir. Það er þá líka svo skemmtilegt eða hitt þó heldur“, sagði hún fálega. „Mér finnst, að Borghildur ætti að „traktera“ hann á gelli; honum hefur víst þótt hann góður“, bætti hún við og glotti til Borghildar. „Það er líklega bezt, að þú sitjir að honum ein. Þú hefur víst mest til þess matar unnið“, svaraði Borghildur stuttlega. „Nú, já, já. Ekki hef ég þó líklega yst mjólkina, þó ég liti ofan í pottinn“, sagði Ketilríður og gekk til baðstofu. Eftir þetta versnaði samlyndið enn meira milli Borghildar og Ketilríðar. Þær urðu svo uppstökkar hvor við aðra, að eitt einasta orð gat hleypt af stað háværri rimmu, sem Borghildur sár- skammaðist sín fyrir á eftir, en hún gat ekki þolað slettur og ógerðarhátt Ketilríðar. Eina bótin í þessu nýja böli, sem yfir heimilið var komið, var sú, að með vorinu færi hún alfarin, þessi óheilla manneskja, og þá mundi aftur ríkja sátt og samlyndi á heimilinu. Til þess hlökkuðu allir. BRÉF AÐ SUNNAN Undir sumarmálin fór að koma talsverð breyting á Ketilríði. Hún varð orðvarari og ekki eins illkvittin í garð heimilisfólksins. Jón hafði skrifað suður til að grennslast eftir Páli, en aldrei fengið neitt svar. Vermenn þaðan úr sveitinni, sem höfðu verið á suðurlandi um veturinn, sögðu allir það sama, að hvergi hefðu þeir orðið varir við Pál, og enginn hefði kannazt við hann af þeim, sem þeir kynntust. Vorvinnan byrjaði með fyrra móti. Ketilríður þótti ganga rösklega að verki. En hún gerði lítið úr samverkafólkinu. Það fannst henni vera heldur liðlétt, tæplega matvinnungar. „Katla vinnur á við tvæi;“, sagði Finnur gamli. „Líklega þyrfti hún alltaf að vera í átakavinnu, þá yrði hún sæmileg til skapsmunanna. Það á vel við hana að svitna“. Rétt fyrir krossmessuna kom bréf til Jóns. Það var frá bróður Páls, sem hét Þórarinn. Hvar hann átti heima, var ekki hægt að sjá, því það hafði gleymzt að skrifa bæjarnafnið fyrir ofan bréfið, en póstmerkið var svo klesst, að ekki var hægt að sjá, hvar það var látið í póst. Það tók hreppstjórann nærri heilan dag að ráða fram úr bréfsefninu. Hann hripaði svo innihald þess upp á blað, kallaði á Ketilríði inn í hjónahús og las henni það upphátt. Efni þess var á þá leið, að Páll væri ekki vinnufær, hefði verið við rúmið mest- allan veturinn ;en hann ætlaði sem góður bróðir að gefa honum fæði meðgan hann væri að ná sér. eftir allar þær þungu raunir, sem hann hafi orðið að þola síðastliðið ár af sveitungum sínum, og þá ekki sízt af eiginkonu sinni, sem hefði misþyrmt honum, svo að það sæi á honum ennþá, hvað hann biður algóðan Guð henni að fyrirgefa. Ketilríður hló kuldahlátur, þegar hér var komið lestrinum. „Hverslags dévoðans ekkisen þula er þetta?“ sagði hún. „Páll hefur áreiðanlega stílað þetta sjálfur. Guðsorðið innan um lygina og ógerðarháttinn. Ef hann hefur þá ekki . . . Viltu lofa mér að sjá þennan lappa-skratta?“ Jón rétti henni frumritið. „Já, átti ég ekki á von? Það er svo sem klórið hans. Ég ætti kannske að þekkja það; alls staðar j, sem á að vera i eða í. En hvað skyldi nú svona lagað eiga að þýða, að setja nafnið hans, hálfvitans, undir þessa klausu. Bölvaður skussinn, þykist ekki vera vinnufær. Ég verð þá að segja það, sem mér býr í brjósti, að hann hefur aldrei vinnufær verið nema að nafninu til. Ég vildi alveg eins hafa elzta drenginn í verki með mér eins og hann. Þetta var það, sem ég var búin að segja þér, að hann kæmi aldrei aftur. Honum þykir gott að losna við að koma krökkunum upp. En þau fara nú að geta unnið fyrir sér sjálf. Elzti drengurinn verður fermdur í vor. Ég reyni að gefa með tve'im þeim yngstu, ef ég hef heilsu“. „En hvað á að gera við bústofninn? Ætlarðu kannsjce að reyna að búa með drengnum? — Það er laust kot þarna út á Ströndinni, sem kannske væri hægt að fá handa þér?“ sagði Jón. „Helzt vildi ég vera laus við það að basla við þennan búskap, ef annars væri kostur“, sagði Ketilríður hæglátarí. Ofsinn, sem hafði gripið hana, þegar hún sá skrift manns síns, var í rénun. „Það er bezt að selja skepnurnar og dótið. Ég vona, að þú lofir okkur Dísu litlu að vera hérna þetta árið. Það er líka orðið svo framorðið, að það er ekki gott að koma sér fyrir með smákrakka. Ég skal ekki svíkja þig á vinnunni minni, og Dísu litlu þykir svo vænt um ykkur og Jakob; hún vætti sjálfsagt brána, ef hún ætti að fara“. „Ég er búinn að sjá það, að þú ert dugleg með afbrigðum“, sagði Jón. Hann kenndi í brjósti um hana í annað sinn, þessa ólánssömu konu, en hugsaði þó til Borghildar. „Ég skal láta þig vita á morgun, hvort það getur gengið. Samlyndið hefur gengið stirt á milli ykkar Borghildar, en hún er mér jafnkær og hún væri móðir mín. Hún hefur líka notið vinsemdar vinnufólksins“. „Blessaður vertu; það má alltaf búast við því að þeim sinnist, sem saman eiga að búa“, sagði Ketilríður mjúkmál. „Við erum nú farnar að venjast hvor annari, svo þú þarft ekki að vera áhyggjufullur út af því. Ég verð líka að reyna að stilla mitt illa innræti og semja frið við hana, vegna þess hvað hún er góð við barnið. Slíkt verður aldrei metið sem vert er“. „Ég læt þig vita á morgun, hvort það getur gengið að þu verðir hgr næsta ár“, sagði Jón í annað sinn. Ketilríður var hýr á svip, þegar hún kom fram í eldhúsið eftir eintalið við húsbóndann. Borghildur sat með*Dísu við borðið og var að gefa henni egg. „Ja, hvað sé ég? Ekki spyr ég að! Borghildur að mata þig a eggi núna rétt einu sinni“, sagði hún og kyssti Dísu á kinnina, sem var þó óvenjulegt. „Því segi ég það, sem ég hef oft sagt áður: Það var meira lánið í okkar óláni, að við komumst á þetta heimili- Þvílíkur viðurgerningur, enda rifnar stelpan svo í sundur, að hún ætlar að sprengja utan af sér fötin, sem hún átti, þegar hún kom hingað í haust. En það er búið að bæta úr því, svo margar spjarirnar er hún búin að láta utan á hana, blessuð húsmóðirin • „Hún hefði nú sjálfsagt fengið nóg að borða, anginn lith, bæði af eggjum og öðru, hvar sem hún hefði lent. Það er ekki svo stór maginn, að það sé ekki hægt að fylla hann“, sagði Borghildur.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.