Lögberg - 01.07.1954, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.07.1954, Blaðsíða 1
ANYTIME ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 1. JÚLÍ 1954 NÚMER 26 Fréttir fró ríkisútvarpi íslands 20. JtrNi Á Þjóðhátíðardaginn 17. júní var drungalegt veður um morg- uninn sunnan og austanlands, hvasst og rigning öðru hverju fram eftir degi, en batnaði þegar leið á daginn. Múgur og marg- menni tók hvarvetna þátt í há- tíðahöldunum og margt var til skemmtunar. 1 Reykjavík blöktu fánar og veifur og verzlanir höfðu skreytt glugga sína. Há- tíðahöldin hófust þar eftir há- degið með því að fólk safnaðist saman á Austurvelli og þar var hátíðin sett rétt fyrir kl. 14, en þegar klukkan var 14 var lýð- veldisfáninn frá 1944 dreginn að hún á Alþingishúsinu og kirkju klukkum hringt um ailt land, en síðan ríkti þögn og umferð öll stöðvaðist stundarkorn. Síð- an var hátíðamessa í dómkirkj- unni og prédikaði séra Bjarni Jónsson vígslubiskup. Forseti ís- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, lagði því næst blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, og því næst talaði Ólafur Thors forsætisráðherra af svölum Alþingis og minntist fyrst Jóns Sigurðssonar, er á- hrifamestur hefði verið allra ís- lendinga fyrr og síðar, ræddi lýðveldisstofunina 1944 og hvað síðan hefði áunnist. Þjóðin hefði treyst grundvöll sjálfstæðis síns út á við með viturlegri stefnu í utanríkismálum og inn á við hefði hún sótt fram til bættra lífskjara og aukinnar menning- ar. Tíu ára saga íslenzka lýð- veldisins væri glæsileg og mikil- fengleg, og ráðherrann kvaðst halda að framtíðin færi oss glæsilegri gjafir, hér myndu verða á næstu áratugum stór- stígari og meiri framfarir en flesta órar fyrir í dag, og þetta myndi lánast, ef vér erum trúir hugs'jónum vorum og dyggir í starfi. Þegar samkomunni við Aust- urvöll var slitið, var íþróttamót sett á Iþróttavellinum og gengu þar flokkar íþróttafólks í skrúð- göngu. Forseti íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson, flutti ávarp, minntist Jóns Sigurðssonar og upphafs hins unga lýðveldis á fornum grunni. „Sú rödd er ekki til“, sagði forsetinn, „sem efast um að vér(höfum fyrir 10 árum stigið rétt spor. í dag höfum vér lokið einum áfanga. Allir áfangar í sjálfstæðisbaráttunni frá endurreisn alþingis hafa skilað oss fram á veginn, aukið velmegun þjóðarinnar og traust á því, að hvað sem öðru líður þá stjórnar enginn íslenzkri þjóð betur en hún sjálf“. For- setinn minnti síðan á það, að frelsi, sjálfstjórn og einingu í þeim efnum, sem mestu skipta, þurfi að varðveita ekki síður en að vinna. Hann vék að sambandi Dana og Islendinga og sagði að í rauninni ættu bæði Danir og Is- fendingar nú að vera stoltir gagnvart alheimi af því, hvernig þeir leystu sín mál með samn- rngum og skilnaðarkveðjum. — Forsetinn afhenti forseta Iþrótta sambands Islands verðlauna- bikar með þeim tilmælum að hann yrði veittur fyrir bezta af- rek í frjálsum íþróttum. Um kvöldið var skemmtun á Arnarhólstúni og síðan dansað á götunum. óaginn fyrir Þjóðhátíðardag- úin var afhent á Bessastöðum rjóstmynd af Sveini Björnssyni forseta, steypt í eir, eftir frum- mynd Einars Jónssonar. Þetta var gjöf til Bessastaða frá mönn- um af íslenzkum stofni í Banda- ríkjunum og öðrum vinum Is- lands þar. Prófessor Richard Beck, ræðismaður Islands í Norður-Dakota, afhenti gjöfina fyrir hönd gefenda, en forseti íslands veitti henni viðtöku. ☆ I tilefni 10 ára afmælis lýð- veldisins var hinn 16. júní opnuð bókasýning í Þjóðminjasafninu, og nefndist hún íslenzk fræði frá 1911 fil 1954. Er þar sýnt allt hið merkasta, sem íslendingar hafa skráð eða gefið út af ís- lenzkum fræðiritum, fornum og nýjum, frá stofnun háskólans. Merkast verka á svíði íslenzkra fræða, sem nú er unnið að, er íslenzka orðabókin, sem verður mesta ritverk hérlent. Að henni hefur verið unnið í 7 ár, en fjár- veiting er naum, og sækist verk- ið því hægt, en orðteknar hafa verið allar bækur, sem prentað- ar hafa vérið frá 1740 fram til loka 18. aldar. ☆ I dag fór fram biskupsvígsla í dómkirkjunni í Reykjavík. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup vígði herra Ásmund Guðmunds- son til biskups yfir Islandi. Fjöldi presta var viðstaddur vígsluna, enda hefst presta- stefna á morgun, og gengu vígð- ir menn í skrúðgöngu frá Al- þingishúsinu í kirkju á meðan samhringt var. Dr. Magnús Jóns son prófessor lýsti vígslu, en vígsluvottar voru fjórir prófast- ar, einn úr hverjum landsfjórð- ungi. Hinn nývígði biskup pré- dikaði. Viðstaddir vígsluna voru þrír fulltrúar frá oðrum löndum, þeir dr. Lundquist forseti al- heimssambands lúterstrúar- manna, dr. Haraldur Sigmar fulltrúi lúterska kirkjufélagsins í Vesturheimi, og prófessor Richard Beck fulltrúi Samein- aða kirkjufélagsins í Vestur- heimi og Þjóðræknisfélags Is- lendinga þar. — Þegar presta- stefnan verður sett á morgun, mun hinn nývígði biskup vígja sex guðfræðikandidata. ☆ I vor voru brautskráðir 183 stúdentar frá fjórum skólum: Menntaskólanum í Reykjavík var slitið 16. júní og brautskráð- ir 117 stúdentar. Menntaskólan- um á Akureyri var slitið 17. júní og útskrifaðir 35 stúdentar. Menntaskólanum að Laugar- vatni var slitið í fyrsta sinn á þriðjudaginn var og útskrifaðir 10 stúdentar. Var menntamála- ráðherra viðstaddur þá athöfn. Loks var lærdómsdeild Verzl- unarskóla Islands slitið 16. júní og brautskráður 21 stúdent. ☆ Þrettánda tónlistarhátíð Norð urlanda var haldin í Reykjavík í vikunni, sem leið. og jafnframt aðalfundur Tónskáldaráðs Norð- urlanda, en forseti þess tvö síð- ustu árin var Jón Leifs. Nú taka Svíar við formennskunni. Á tónlistarhátíð þessari voru haldnir þrír opinberir hljóm- leikar og flutt ný verk eftir Norðurlandahöfunda, aðra en íslenzka, en hins vegar hyggst Tónskáldafélag Islands halda hátíð á 10 ára afmæli sínu næsta ár og láta þá flytja eingöngu verk eftir íslenzk tónskáld. Auk fulltrúa tónskálafélaganna á Norðurlöndum voru þessa daga í Reykjavík fulltrúar frá tón- skáldafélögum í 5 löndum öðr- Framhald á bls. 5 Fréttir af kirkjuþingi Eftir J. J. BILDFELL Veitt mála- færslurétt-indi '■** ■ k MORGUNBLAÐIÐ, 11. júní Dr. Richard Beck og kona hans komu hingað til ísfjarðar með flugvél í gærmorgun og í gærkvöldi efndu nokkrir vinir þeirra hjónanna og kunningjar til heiðurskvölds fyrir þau í Al- þýðuhúsinu og var þeim hjón- unum þar ákaft fagnað. Boðin velkomin Fyrstur talaði bæjarfógetinn á Isafirði, Jóhann Gunnar Ólafs- son. Bauð hann þau hjónin hjartanlega velkomin til Vest- fjarða og þakkaði þeim mikið og giftudrjúgt' starf í þjóðræknis- málum Vestur-lslendinga og ís- lenzkum menningarmálum vest- an hafs. Bað hann þau að bera kveðjur íslendinga til Islend- inga í Vesturheimi. Er bæjar- fógetinn hafði lokið máli sínu söng Karlakór Isafjarðar þrjú lög undir stjórn Ragnars H. Ragnar. Var fyrsta lagið ávarp til Richards Beck, sem Haraldur Leósson kennari hafði ort til heiðursgestsins í tilefni af komu hans til ísafjarðar. Sorglegur atburður I lok fyrri viku gerðist sá sorglegi atburður, að íslenzkur lögfræðingur, Kalman Bardal 25 ára, búsettur í Wynyard, Sask., brann til dauðs vestur í Al- berta að nýafstaðinni giftingu bróður síns, þar sem öll fjöl- skyldan var saman komin til mannfagnaðar. Hinn látni lögfræðingur, sem var að dómi þeirra, sem til þektu, hinn mesti efnismaður, var sonur þeirra Þórhalls Bar- Kveðjur frá Þjóðræknisfélaginu í Vesturheimi Þá tók heiðursgesturinn til máls og þakkaði hann fyrst al- úðlegar móttökur sem þau hjón- in hefðu hlotið og flutti síðan Isfirðingum kveðjur Þjóðrækn- isfélags Islendinga í Vestur- heimi. — Eftir það flutti dr. Beck langt og snjallt erindi um skáldskap og ljóðagerð Vestur- íslendinga. — Að erindinu loknu var dr. Beck ákaft hylltur af samkomugestum. Beðinn að bera kveðjur yfir hafið Síðan ávarpaði Þorleifur Bjarnason námsstjóri heiðurs- gestina og bað þau hjónin að bera hugheilar kveðjur vestur yfir hafið. Að lokum mælti Ragnar H. Ragnar nokkur orð til dr. Becks og bað hann að bera persónulegar kveðjur sínar og konu sinnar til allra kunningja þeirra og vina í Dakota. Síðan söng karlakórinn nokkur lög. Var samkoman vel sótt og var 1 alla staði hin ánægjulegasta. Sjötugasta ársþing kirkjufé- lagsins lúterska og íslenzka í Vesturheimi var sett á sunnu- dagskveldið var í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg kl. 7 e. h. og hófst með hátíðlegri guðsþjónustu og fjölmennri. Guðþjónustuan fór fram á ís- lenzku og þjónaði séra Bragi Friðriksson fyrir altarinu með snilldarbrag, en séra Eiríkur S. Brynjólfsson frá Vancouver flutti stólræðuna með sínum kunna skörungsskap og mál- prýði og lagði máli sínu til grundvallar þessi orð Páls post- ula í pjistli sínum til Korintu- manna 3.—11. „Enginn getur annan grundvöll lagt, en þann, sem lagður er, sem er- Jesús Kristur“. Fjölmenn altarisganga fór fram í sambandi við guðþjón- ustuna undir forustu forseta kirkjufélagsins, Dr. Valdimars J. Eylands, með aðstoð séra Roberts Jack. Að guðsþjónustunni lokinni setti forseti kirkjufélagsins þingið og flutti ársskýrslu sína, sem var gagngjör greinargerð á störfum og aðstæðum kirkjufé- lagsins á árinu liðna. Ennfrem- ur las hann upp eftirfarandi bréf frá biskupi íslands: — Hér með flyt ég Hinu evangelisk- lúterska kirkjufélagi Islendinga í Vesturheimi hjartanlegar þakkir fyrir vinsemd og góðar óskir, er munu verða mér ómet- anlegur styrkur í biskupsstarfi. Nær sjötíu árum hefir Kirkiu- félagið nú borið merki kristin- dómsins fram með Islendingum Frábær námsmaður Patrick Ólafsson, M. Sc. Þessi glæsilegi maður, sem þegar hefir getið sér frægðarorð á námsferli sínum, er sonur hinna kunnu hjóna Jóns Ólafs- sonar málmfræðings og Mar- grétar konu hans, sem er af skozkum ættum og útskrifuð af Edinborgarháskóla. Patrick, sem nú er 33ja ára að aldri, er upp- alinn hér í borg og naut hér al- þýðuskólamentunar; hann lauk B.A.-prófi við McGill háskóla, en hlaut M.A.-gráðu við háskóla þessa fylkis. Undanfarin nokkur ár hefir Patrick stundað nám í efnafræði við háskóla Washington-ríkis 1 Seattle, einkum við azuline rannsóknir og er nú að búa sig undir doktorsgráðu; nýverið hefir hann hlotið háan náms- styrk — Fellowship in Science, hjá Du Point Chemical Corpora- tion, sem er ein voldugasta stofnun slíkrar tegundar í víðri veröld. Foreldrar Patricks reka um- fangsmikið ávaxta- og sauðfjár- ræktarbú að Salmon Arm, B.C. í Vesturheimi og þannig vísað þeim veginn. Ég bið Guð að leiða það, vernda og blessa um ókomin ár og aldir og láta dýrð- armynd hans, sem er ljós heims- ins, lýsa því. Megi jafan styrkj- ast bræðraböndin milli kirkna íslendinga vestan hafs og austan. Með bróðurkveðju, Ásmundur Guðmundsson Þá minntist forseti og hins ó- vænta og sorglega fráfalls séra Eigils H. Fáfnis, 50 ára starfsaf- mælis séra Kristins Ólafsson, sem lengi var starfandi prestur í íslenzka lúterska kirkjufélag- inu og forseti þess um langt skeið og kvaðst hafa tekið það upp á sig að senda umboðsmann frá Kirkjufélaginu til að vera viðstaddan við það tæki- færi. Hann minntist og prest- anna, sem að nýkomnir eru til starfs í Kirkjufélaginu. Að loknu máli forsetans var hon- um greitt þakklætisatkvæði fyr- ir skýrsluna, verk hans í þágu Kirkjufélagsins og frammistöðu alla. Forseti Fyrsta lúterska safn- aðarins, Sigurbjörn Sigurðsson, bauð þingmenn og þinggesti vel- komna í nafni safnaðarins. Að þessu loknu sátu allir gestaboð safnaðarins í samkomusal kirkj- unnar, og var þar framreitt af rausn og prýði. Á mánudagsmorgun hófust þingstörf og voru þá til þings komnir eftirtaldir prestar og erindrekar: — PRESTAR — Dr. V. J. Eylands Rev. Haraldur S. Sigmar — Eiríkur Brynjólfsson — S. O. Thorlakson Dr. R. Marteinsson Rev. S. Christopherson — Robert Jack — Bragi Friðriksson — Jóhann Fredriksson — Stefán Guttormson — B. Th. Sigurðsson — S. Ólafsson — Virgil Anderson. Séra Guttormur Guttormsson var fjarverandi samkvæmt ósk forseta. Tveir prestar Kirkjufélagsins eru í Evrópuferð. En séra G. P. Johnson kom ekki til þings. Alls eru prestar Kirkjufélagsins 17. Congregations and Delegales Accredited Delegates to t.he Seventieth Convention of the Icelandic Evangelical Lutheran Synod of America: St. Pauls — Two — Mrs. Evelyn Rafnson; Mr. Harvey Rafnson. Westerheim —- Two — Christina Hofteig; Daren Gislason. Lincoln — Two — Albertina Is- feld; Stgr. Isfeld. Vikur — Two — Mr. S. A. Bjornson; Mrs. S. A. Bjornson. Vidalins — Two — Mrs. Gisli Sampson; Mrs. Clayton Morri- son. Fjalla — One — Miss Doris K. Finnson. Cavalier — Two — Mrs. S. T. Guttormson; Mrs. Neil McClure. First Lutheran — Four — Mrs. A. Blondal; O. V. Olafson; Karl Bardal; S. Sigurdson. Selkirk — Three — Mrs. Edith Kurbis; Mrs. L. McKay; Mrs. Ottilie Streich. Gudbrands — One — Petrina Sigurdson. Gimli — Four — Mrs. O. M. Framhald á bls 4 Erlingur Kári Eggertson. L.L.B. Er Lögberg ekki alls fyrir löngu birti listann yfir það námsfólk af íslenzkum stofni, er í vor lauk fullnaðarprófi við Manitobaháskólann, var þessa efnilega manns þar minst og eins þess, að hann hefði verið sæmdur $100.99 verðlaunum, er Manitoba Law Society veitti, en þá var mynd af honum ekki við hendi. Mr. Eggertson hefir öðlast málafærsluréttindi og er þegar tekinn til starfa; hann er frábær námsmaður og áhugasamur um mannfélagsmál; hann er fyrir- taks baritón-söngvari og mælsk- ur vel, og nú sem stendur skipar hann forsæti í Leifs Eiríkssonar félaginu. Mr. Eeggertson ér sonur Árna heitins Eggertssonar fasteigna- kaupmanns og seinni konu hans frú Þóreyjar Eggertsson. Viðræðufundi lokið Viðræðufundi þeirra Eisen- howers forseta og Churchills forsætisráðherra Breta í Wash- inton er nú lokið, án þess að ljóst sé að fullu um þær niðurstöður, er þeir komust að; þó mun mega nokkurn veginn víst telja, að þeir hafi orðið sammála um nauðsynina á því, að koma á fót varnarbandalagi fyrir Suð- austur-Asíu, er hliðstætt sé við Norður-Atlantshafsbandalagið til að stemma stigu fyrir frekari útþenslu kommúnista þar um slóðir. Þá eru og taldar líkur á, að samkomulag hafi náðst um fullveldisviðurkenningu Vestur- Þýzkalands og endurvopnun þess. dal fyrrum verzlunarstjóra í Wynyard og frú Sigríðar Ólafs- dóttur Bardal. Fréi-tabréf til Lögbergs Sebaslopol, Calif., 21. júní '54 Herra ritstjóri Lögbergs: Rétt kominn af íslendinga- móti í Norður-Californíu, sem haldið var í Los Altos, skammt frá Palo Alto, sem er aðsetur Stanford háskólans. Þetta var ánægjuleg samkoma, eins og ís- lenzkar samkomur yfirleitt eru, þar sem ræðuhöldin ganga ekki úr hófi. Um þessa samkomu skrifar sjálfsagt einhver nánar en ég. Aðallega var þar eitt atriði á skemmtiskrá, sem ég vil sérstak- lega segja íslendingum frá, en það var söngur frú Marcus (Leona) Gordon. Hún er dóttir Dr. Andrésar (Fjeldsted) Odd- stad og konu hans Stefanie (Stoneson) Oddstad. Dr. Odd- stad og kona Dr. Sig. Júl. Jó- hannessonar eru bræðrabörn. Mrs. Oddstad er systir þeirra Stoneson-bræðra, sem þekktir eru fyrir framtak sitt við bygg- ingafyrirtæki. Um þátt Mrs. Gordon í þessari skemmtiskrá er þetta að segja: Söngur hennar er alveg sérstakur á meðal Is- lendinga, röddin óvenju skær og fögur og þróttur mikill og túlkun gagntakandi, sem bezt lætur. Þetta, ásamt glæsilegu, ljósu, norrænu persónugerfi, sem er auðsjáanlega meðfætt. Mr. Marcus Gordon lék undir söng konu sinnar á píanó með lipurð og tækni. — Islendingar ættu að veita athygli frú Leona Oddstad, þar er komandi söng stjarna! Á. Gudjohnsen Dr. Richard Beck og konu hans haldið heiðurskvöld á ísafirði

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.