Lögberg - 01.07.1954, Blaðsíða 3
LpGBERG, FIMMTUDAGINN 1. JÚLÍ 1954
3
Oddur var uppi um miðja
elleftu öld.
Annað dæmi, sem vísað er til
að framan, er um danskan dreng,
er réðist sem vikadrengur um
borð í seglskip og að lokum
varð mikilsmetinn forstjóri fyr-
ir stórum kaupskipaflota. Hér
ræðir um hinn nafnkunna
forstjóra Austur-Asíufélagsins
danska, H. N. Andersen.
Það var H. N. Andersen, er
framleiddi sjálfur afurðirnar,
saði akrana og uppskar ávext-
ina, plantaði trén og felldi, gróf
málminn í námunum og flutti
svo sjálfur afurðirnar frá einni
heimsálfu til annarrar, vann
þær og dreifði þeim út á heims-
markaðinn.
Hann segir sjálfur svo frá, að
allt, sem hann á æskuárunum
heyrði um starf um borð í skip-
um, hugrekki sjómanna, hættur,
strit og ævintýri, þegar í land
var komið á ókunnum höfnum,
hafi hrifið huga hans og heillað.
Hann fylltist löngun til að fara
utan og kanna ókunna stigu.
Hann þráði að komast á skip og
sigla, sjá öldurnar reisa kamb-
inn og brjóta við borðstokkinn
og freyðandi velta inn á þil-
farið. Að sjá skipið stíga á öldu-
hryggjunum, veltast á hliðunum
og líða niður í öldudalinn, allt
þetta var hans óskadraumur. En
jafnframt óskaði hann að kynn-
ast framandi þjóðum og siðum
þeirra og gera verzlun við þær
og hafa eitthvað upp úr því.
Að spara skildinginn og geyma
þar til tækifæri var hentugt, var
hans mark og mið. Að eignast
sjálfur skip og timburstafla, á-
vexti og annað verðmæti, er
jörðin gaf af sér og helzt svo
mikið, að talist gæti að verð-
mæti í „tunnum gulls“. Og þeg-
ar hann við ævilokin leit yfir
reikninginn, tekjur og gjöld, sá
hann, að á lífsleiðinni hafði
hann fært heim til föðurlands
síns, Danmerkur, 5000 tunnur
gúlls, hafði 32 útibú í ýmsum
löndum, sem 30.000 manns höfðu
árlegt uppeldi af og verzlunar-
veltu, er nam um 500 milljónum
króna.
Þetta er í fáum orðum sagan
um fátæka vikadrenginn frá
litlu þorpi í Danmörku, sem
„réði sig til sjós“, sem vann sitt
ævistarf í sjóferðum og við dvöl
í fjarlægum löndum fyrir föður-
land sitt, Danmörku, við lok
nítjándu - og á fyrri þriðjungi
tuttugustu aldarinnar, eða tæp-
um níu hundruð árum síðar en
fátæki drengurinn íslenzki hafði
rutt sér braut á svipaðan hátt
til frægðar og frama.
I. Sjórinn
Rannsóknir jarðarinnar hafa
verið framkvæmdar smátt og
smátt og könnun „hins myrka
meginlands" er nú lokið að
mestu. Næsta skrefið er að
kynna sér til hlítar hið ómælan-
lega, stóra, óþekkta veraldar-
haf — sjóinn, — sem hingað til
hefur að mestu verið ráðgáta,
sem menn hafa veigrað sér við
að gjöra tilraun til að ráða.
Það er fyrst nú fyrir skömmu,
að byrjað var á að rannsaka sjó-
inn. Á meðan menn höfðu mjög
svo takmarkaða þekkingu á
meirihluta yfirborðs jarðarinn-
ar, sjónum, hefur mönnum verið
ókleift að ráða fram úr ýmsum
atriðum, sem hafa vakið efa-
semdir, og jafnframt verið ó-
mögulegt að leysa. Hinar geo-
iogisku og biologisku rannsóknir
a sjónum, sem gerðar hafa ver-
hina síðustu áratugi, hafa
gefið mikilsverðan árangur. Eft-
lr því sem mönnum tekst að
skyggnast dýpra og dýpra inn í
þá leyndardóma, sem sjórinn
geymir í skauti sínu, opnast nýr
heimur, sem vekur vonir um, að
fundinn sé lykillinn að mörgum
vandamálum, sem hingað til
hefur ekki verið unnt að ráða
fram úr og að vér séum nú á
takmörkum, sem benda á nýjar
eiðir að þekkingu og fræðslu,
®em brýtur í bága við og jafnvel
°Hvarpar skoðunum þeim, sem
hingað til hafa verið ríkjandi í
mörgum atriðum.
Uppgötvanir þær, sem allar
líkur eru til að verði gerðar í
náinni framtíð, munu að líkind-
um hafa svipaða þýðingu fyrir
mannkynið eins og fundur Vest-
urheims hafði fyrr á tímum. Því
með aukinni þekkingu á sjónum
finnast gögn til sögu jarðarinn-
ar og mannkynsins, jafnframt
þekking á dýra- og jurtalífi
sjávarins vekur aukinn áhuga á
því að notfæra sér þau auðæfi,
er þar finnast, eftir bezta megni.
* * *
„Þeir menn, sem reka fiski-
veiðar eða atvinnu á sjónum,
ættu að hafa áhuga fyrir því að
þekkja sem bezt sjóinn og allt
honum viðvíkjandi“, skrifar dr.
Harden F. Taylor. „Sjórinn er
ekki eingöngu brunnur, er þeir,
sem stunda fiskiveiðar, sækja
allar sínar nauðsynjar í, en auk
þess í ríkum mæli geymir hann
lítt kunn og ónotuð auðæfi, er
almenningur þarfnast, sem smátt
og smátt verður augljósara,
i eftir því sem vísindalegum
rannsóknum miðar betur og
betur áfram.
Sjórinn hylur % hluta af yfir-
börði jarðarinnar, þurrlendið að-
eins Yi hluta. Það land, sem
gnæfir yfir sjávarmál, er aðeins
1/11 hluti af rúmmáli hafsins.
Þó að gert væri ráð fyrir, að
öllu þurrlendi væri sökkt í sjó,
mundi það ekki nándar nærri
fylla hafið. 2400 metra dýpi
mundi hylja allan jarðarhnött-
inn. Af þessu má ráða, hve
geysistórt hafið er, miðað við
þurrlendið. 1 sjónum eru öll
þau frumefni, sem nauðsynleg
eru öllum lífverum. Allt hið
gífurlega, víðáttumikla haf er
samkynja og stafar það af sí-
felldri hreyfingu þess. Það sog-
ar sí og æ næringu í sig úr
þurrlendinu. 1 sjónum eru öll
efni jarðarinnar. I honum lifa
hart nær 3/5 hlutar af öllum
lifandi verum, svo að ástæða er
til að skoða hann sem eðlilegt
aðsetur lífveranna, þar sem allt
er miðað við þarfir þeirra, en
hins vegar verða lífverurnar á
þurrlendinu að aka seglum eftir
vindi, og er tilvera þeirra eins
konar viðauki við lífið í sjónum
með ófullkomnari lífskilyrðum.
Þekking vor á sjónum er mjög
af skornum skammti, og hefur
það ekki alls fyrir löngu verið
gert að rannsóknarefni, hve
mikilvæg efni finnast í sjónum
til framfærslu lífinu.
Til Golfstraumsins þekktu
menn fyrst. fyrir rúmum 100
árum. Fyrir 50 árum tóku menn
fyrst að skipuleggja hafrann-
sóknir, og það er ekki lengra en
rúmlega 40 ár síðan menn urðu
þess varir, að til væri fjörefni,
en aðeins fáum árum áður hafði
verið gengið úr skugga um, að
eggjahvítuefni væri í ýmis kon-
ar matvælum.
Margir hlutir eru enn á fyrsta
rannsóknarstigi. Vísindin fara
hamförum. Á nálega öllum
sviðum eiga sér næstum því
daglega ótrúlegar uppgötvanir'
stað. En verkefnið er geysilegt,
og stórkostleg viðfangsefni, svo
að þúsundum skiptir, bíða enn
úrlausnar.
II. Lífið á jörðinni er fyTsi
kviknað í sjónum.
Uppruni mannsins og allra dýra
jarðarinnar er í sjónum
Svo langt sem mannleg þekk-
ing nær, er lífið takmarkað við
yfirborð jarðarinnar og spotta-
korn yfir og undir því. Á tind-
um hinna hæstu fjalla og við
botninn á hinu mesta dýpi sjáv-
arins er ekkert líf. Menn álíta að
lengra en 4—5 km. niður í sæ-
dýpið, sem aðeins er örlítill hluti
af hinni 6000 km. fjarlægð að
miðdepli jarðarinnar, finnist
ekkert líf,' og heldur ekki upp
yfir jörðinni, — yfirborði sjáv-
arins — hærra en 7—8 km. Fyrir
utan þessi takmörk, hér um bil
12 km., álíta menn, að ekkert líf
sé til.
Við nákvæmar rannsóknir á
því, hvað finnst í fjöllum og
klettum, fær maður vitneskju
um lífið á jörðinni fyrir löngu
liðnum tíma. 1 fjöllunum finnast
leyfar af ýmsum tegundum í
hinum hörðu steina- og kletta-
lögum. í ýmsdm steintegundum
finnast þræðir, stönglar, skeljar,
fótspor, merki eftir ofsaregn,
sjávaröldur og fleira þess háttar,
og má þakka þá vitneskju fræði-
mönnum, er hafa varið ævi sinni
til að þýða þær rúnir, sem þess-
ar leyfar gefa til kynna, eða
klettarnir skýra frá. Þessar
menjar, sem klettarnir geyma
og sýna með hægfara breyting-
um á óralöngu tímabili, greina
frá því, svo ekki verður um
villst, að lífið er kviknað frá
einu frumefni á morgni tilver-
unnar. 1 óþekktri frumu virðist
lífið hafa kviknað við strendur
hinna heitu hafa fyrir hundrað
milljónum ára síðan, er urðu
upptökin að hinum stóru höfum
á síðasta þriðjungi þroskaaldurs
jarðarinnar, og þessi lífsneisti
hafi svo lyft sér og þroskast til
meðvitundar og sjálfstæðis á
óralöngum tíma, allt ráðgáta,
óskiljanlegt mannlegri vitund.
Það er því skoðun vísinda-
manna, að lífið sé kviknað í haf-
inu fyrir hér um bil 650 milljón-
um ára. Fyrir hér um bil 500
milljónum ára hafa menn fund-
ið veru með augum, tönnum og
sundfærum. Það er hið fyrsta
hryggdýr, sem þekkist. Allar
lifandi verur, sem nú eru kunn-
ar, benda til þess að þær séu
komnar úr sjónum. Þess vegna
er það skoðun vísindamanna, að
hafið hafi fyrsí verið heimkynni
lífsins á jörðinni, þar næst
jörðin.
„Bakhlutinn á mannlegu
fóstri á byrjunarstigi er ekki
eins og hin örmjóa framlenging
af hryggnum á fullvöxnum apa
eða mús“, skrifar H. G. Wells í
„The Science of Life" (Vísindin
um lífið),, hann líkist miklu
fremur breiðum og sterkum
fisksporði. Athugi maður háls-
inn á fóstri á byrjunarstiginu,
kemur annað einkennilegt í ljós.
Á hálsinum sitt hvoru megin
eru fjórar rákir, sem nákvæm-
lega líkjast tálknmyndunum á
fiski. Við uppskurð á fóstrum á
þessu stigi verður vart við önn-
ur einkenni, sem líkjast þeim,
sem eru á hinum lægri hrygg-
dýrum. Skipulagning höfuðæða
fóstursins líkist fisksins. Fóstr-
ið hefur ósamsett hjarta með
einni loku og einu hylki eins og
fiskur. Ennfremur hefur fóstrið
svipað fiskinum einfaldan
hryggstreng, sem hverfur síðar
og í stað hans koma hryggjar-
liðir. Þetta allt ætti að vera
nægilegt til þess að sannfæra,
oss um fiskeðlið í frumþróun
mannanna. Mannlegar verur
og öll önnur hryggdýr, sem anda
með lungum, eru öll fiskeðlis,
þannig að þau hafa byrjað til-
veru sína eins og fiskur, en
breytt svo stefnu og haldið á-
fram á fullkomnara tilverustigi.
Og margt fleira en þetta bendir
á skyldleika við þau dýr, er lifa
í sjónum.
Beinvefur manna og dýra er
úr lífrænum vökva, er við suðu
verður lím, sem í eru ólífræn sölt,
einkum kalcíum, ásamt fluor og
magnesium samböndum. öll
þessi efni finnast uppleyst í sjón-
um og bendir það einnig til
þess, að landdýrin séu komin af
sjávardýrum. Prófessor Huxley
lætur þess getið, að sú stað-
reynd, að manninum sé það
nauðsynlegt að hafa raka í
munni og nefi, til þess að hann
finni bragð og lykt, sé m. a.
sönnun fyrir því, að maðurinn
eigi rót sína að rekja til hafsins.
í sömu átt bendir líka gerð
blóðsins, þar sem blóðvökvinn
er veik matarsaltsupplausn, og
eins og kunnugt er, má við mik-
inn blóðmissi að allmiklu leyti
bæta upp hið missta blóð með
matarsaltsupplausn, og hefur
mönnum tekizt, með góðum ár
angri, að nota til þess hreinari,
þynntan sjó.
Tilverustigið frá lífinu í sjón-
um til landlífsins hefur verið
bundið við að klifra og halda
sér. Á það benda hendurnar hjá
manninum og að olnbogarnir
snúa aftur og hnén fram.
, Að lokum má benda á það, að
telja má víst, að maðurinn sé
eigi kominn af sams konar spen-
dýrategundum og þeim, sem nú
lifa, heldur sé hann til orðinn
sem sérstök grein af spendýra-
flokknum. Meðal annars bera
tennur vorar vott um þetta. Þær
eru hvorki rándýrstennur né
tennur þeirra dýra, sem lifa á
jurtafæðu eingöngu, sem einnig
sýnir, að maðurinn er hvorki
beinlínis kjötæta né jurtaæta.
Aldrei verður ljóni kennt að éta
jurtafæðu, og jöfnum erfiðleik-
um mundi það bundið að venja
sauðkind á að sitja fyrir bráð
sinni.
Þróunin fer engum hamför-
um, hún gerist hægt og hægt
eftir föstum reglum. Maðurinn
er árangur þróunarinnar, þar
sem einstaklingar hverrar kyn-
slóðar stjórna fjöldanum. Þró-
unarsaga hans er ókunn. Þær
fáu þúsundir ára, sem vér höf-
um kynni af, má skoða sem eitt
augnablik af milljón ára tilveru
mannkynsins. Niðurstaðan verð-
ur því sú, að óþekkt írumefni
við strendur hinna heitu innhafa
í árdaga hafi orðið að fiski, að
fiskurinn svo á milljónum ara
hafi þróazt til æðri lífveru er
líktist manni og hún síðan aftur
þróast og orðið að manni.
Frumstofn mannkynsins á
þannig rót sína að rekja
til hafsins
Hinn frægi landkönnuður og
fræðimaður Marco Polo, skrifar,
að sjávarhitinn við strendurnar
og á yfirborði sjávarsins í hin-
um stóru flóum í hitabeltinu sé
hér um bil 35,5 stig á Celsius,
eða sem næst blóðhita mannsins.
„Sumir þjóðflokkar á þessum
slóðum álíta sjóinn sem annað
heimkynni sitt“, skrifar hann.
„Á sumrin er hitinn mikill (í
Kína) og þar blæs vindurinn oft
yfir þvera eyðimörkina. Strax
og íbúarnir verða hans varir,
hlaupa þeir í sjóinn og eru þar
þangað til lygnir“.
Viðvíkjandi fáfræði almenn-
ings, hvað snertir sögu mann-
kynsins, hefur verið gerð sú
samlíking, að menn skildu að-
eins síðasla orðið í bók með
þéttprentuðu venjulegu letri,
sem væri 500 blaðsíður. Eða með
öðrum orðum, ef deilt væri sögu
jarðarinnar í tímabil, svo sem
klukkutíma, mínútur og sekúnd-
ur, á úri, frá 0—12 á úrskífunni,
þá finnst fyrst vottur af lífi kl.
8,30. Klukkan 30 sekúndur fyrir
12 verður fyrst vart við menn á
jörðinni og menningin er aðeins
0)5 sekúndu gömul, skrifar dr.
Richard Hungar, Berlín 1938.
Þróunarkenningin, samkvæmt
því, sem að framan greinir, tel-
ur það sennilegt, a,ð maðurinn
(eins og öll önnur dýr á yfir-
borði jarðarinnar) sé á morgni
tilyerunnar kominn úr sjónum
og á nokkrum milljónum ára
hafi frá fiskeðlinu orðið maður.
Þetta er máske torskilið fyrir
allan almenning. En þrátt fyrir
þó þetta komi oss mjög á óvart,
sem af feðrum okkar erum aldir
upp í þeirri trú, að jörðin sé
fárra þúsund ára gömul (Gyð-
ingar telja aldur jarðarinnar
5715 ár), þá verður tæplega
hægt að neita því, að samkvæmt
þeim , rannsóknum, sem gerðar
hafa verið af fjölda vísinda-
manna, þá hafi þeir fundið svo
mörg sannfærandi gögn, sem
virðast benda til þess að þeir
hafi mikil til síns máls.
Þegar gætt er að því, hve ó-
mælanlega stór sjórinn er í
samanburði við þurrlendið og
efnafjöldi hans mikill o. s. frv.,
þá hefur maður fulla ástæðu til
að ætla, að mjög náið samband
sé milli mannanna og afurða
þeirra, sem sjórinn getur miðl-
að til lífsins viðurhalds, • og hafi
mjög mikla þýðingu fyrir menn
almennt, jafnvel miklu meiri en
nokkur getur gert sér í hugar-
lund.
—VÍKINGUR
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CUNIC
St. Mary's and Vaughan, Wlnnlpeg
PHONE 92-6441
J. J. Swanson & Co.
LIMITED
308 AVENUE BLDG. WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. öt-
vega penlngal&n og eldsAbyrgB,
bifreiSaábyrgB o. s. frv.
Phone 92-7538
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
For Quick, Reliable Service
DR. E. JOHNSON
304 Eveline Street
SELKIRK, MANITOBA
Phones: Office 26 — Residence 230
Office Hours: 2.30 - 6.0t p.m.
Thorvaldson, Eggertson,
Bastin & Slringer
Barristers and Solicitors
209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg.
Portage og Garry St.
PHONE 92-8291
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Offlce: 74-1451 Res.: 72-3917
Offlce Phone
92-4762
Res. Phone
72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BUILDING
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook Street
Selur llkkistur og annast um flt-
farlr. Allur útbúnaður sá bezti.
StofnaB 1894
SlMI 74-7474
Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave.
' Opposite Materaity Pavilion
General Hospital
Nell's Flower Shop
Wedding Bouquets, Cut Flowers,
Funeral Designs. Corsages,
Beddlng Plants
Nen Johnson
----\--------
Res. Phone 74-6753
Gilbart Funeral Home
Selkirk, Manitoha.
J. Roy Gilbart
Licensed Embalmer
Phone 3271 Selkirk
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykh&far. öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
viB, heldur hita frá aB rjúka út
meB reyknum.—SkrlfiB, simlB tll
KELLT SVEINSSON
125 WaU St. Winnipeg
Just North of Portage Ave.
Simar 3-3744 — 3-4431
J. Wilfrid Swanson 8z Co.
Insurance in all its branches
Real Estate • Mortgages - Rent&ls
210 POWER BUILDING
Telephone 93-7181 Res. 46-3480
LET US SERVE YOU
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smlth St. Winnipeg
PHONE 92-4824
Phone 74-7855
ESTIMATES
FREE
J. M. Ingimundson
Re-Roofing — Asphalt Shingles
Insul-Bric Siding
Vents Installed to Help Eliminate
Condensation
132 Simcoe St.
Winnipeg, Man.
SEWING^MACHINES
Darn socks in a jiffy. Mend,
weave in' holes and sew
beautifully.
474 Portage Ave.
Winnipeg, Man. 74-3570
Dr. ROBERT BLACK
SérfræBingur 1 augna, eyrna, nef
og hálssjúkdömum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofuslmi 92-3851
Heimasimi 40-3794
Creators of
Distinctive Printing
Columbia Press Ltd.
695 Sargent Ave. Winnipeg
PHONE 74-3411
Hafið
Höfn
í huga
Heimili sólsetursbarnanna,
Icelandic Old Folks’ Home Soc-,
3498 Osler St„ Vancouver, B.C.
ARLINGTON PHARMACY
Prescriplion Specialist
Cor. Arlington and Sargent
Phone 3-5550
Films, Picnic Supplies and
Beach Novelties.
We collect light, water and
phone bills.
Post Office
Muir's Drug Slore Ltd.
J. CLUBB
FAMILY DRUGGIST
SERVING THE WEST END FOR
27 YEARS
Phone 74-4422
ElUce & Home
Minnist
BETEL
í erfðaskróm yðar.
Phone 92-7025
H. J. H. PALMASON
Chartered Accountant
505 Confederation Life BuUding
WINNIPEG MANITOBA
Parker, Parker and
Kristjansson
Barristers - Solicitors
Ben C. Parker, Q.C.
B. Stuart Parker, A. F. Krlstjannon
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnlpeg, Man. Phone 92-3561
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
60 Louise Street Stmi 92-6227
EGGERTSON
FUNERAL HOME
Dauphin, Manitoba
Eigandi ARNI EGGERTSON Jr.
Van's Etectric Ltd.
636 Sargent Ave.
Authorized Home Appliance
Dealers
GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL
McCLARY ELECTRIC — MOFFAT
Phone 3-48U0