Lögberg - 01.07.1954, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.07.1954, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. JÚLI 1954 Maílhías Þórðarson, íyrrverandi rilsljóri: Áuðæfi hafsins og hagnýting þeirra Árið 1927 kom út í Kaup- mannahöín bók eftir Matt- hías Þórðarson ritsljóra, er nefndist „Havets Rigdomme og deres Udnyttelse". Bók þessari var ágætlega lekið, bæði af ritdómurum og al- mennum lesendum, enda var hún stórfróðleg og prýðilega rituð Árið 1940 kom hún út í endurbættri og aukinni út- gáfu. Hafði höfundur m. a. aukið við bókina löngum kafla, er hann n e f n d i „Havets Rigdomme og deres Betydning". Nú hefur það orðið að samkomulagi milli Matthíasar og ritstjóra Vík- ings, að þessi hluli bókar- innar birlist í Víkingi í ís- lenzkri þýðingu. Kemur rit- gerð þessi smám saman í nokkrum næslu blöðum. Þykir blaðinu það verulegur fengur, að geta flutt lesend- um sínum þessa ágætu rit- gerð. —Ritstj. SPAKMÆLI Fyrir heilbrigða er fiskur holl og góð fæða, en sjúklingar mega ekki án hans vera. •—Frank Braham Óefað mundu fæðast færri veikluð og ófullburða börn, ef mæðurnar vissu, hvað fiskur er heilsusamleg fæða. —Frú Sinclair Nokkur inngangsorð Árið 1929 skrifaði höfundur þessarar bókar — Havets rig- domme — skýrslu um ferð til Mið- og Suður-Evrópu, Pól- lands, Rúmeníu og fleiri landa. Til ferðarinnar var stofnað að tilhlutun „Síldareinkasölunnar“ í þeim tilgangi að athuga mögu- leika með sölu á síld og öðrum fiskitegundum í þessum löndum. Árangur af ferðinni var meðal annars sá, að ég hneigðist að þeirri skoðun, að þrátt fyrir gott veðurfar, frjósöm héruð og fagurt landslag, væri fólk á þessum slóðum smávaxið, veiklu legt og illa útlítandi og yfirleitt að því er virtist, á lágu menn- ingarstigi og lifði við mun lakari skilyrði en fólk í hinum norð- lægari löndum. Við að brjóta heilann um, hvernig á þessu stæði, komst ég að þeirri niðurstöðu, að orsökin gæti tæplega verið önnur en sú, að almenningur hlyti að lifa við lakara viðurværi en menn, er ættu heima í norðurhluta álf- unnar, og þá mundi það helzt vera veruleg vöntun á fiskmeti eða sjávarafurðum, er fólk við strendur Norðursjávarins og Atlantshafsins ætti auðvelt með að afla sér og neytti daglega meira eða minna. Að ferðinni lokinni hafði ég orð á þessu við nokkra menn, er ég bjóst við að gætu ráðið gátuna, en varð litlu fróðan, sem í raun og veru getur talizt eðli- legt. Ég skrifaði nokkrar grein- ar um málið, þar á meðal í ensk og svensk blöð og tímarit, og lét þá skoðun óhikað í ljós, að neyzla fiskjar væri heilsusam- leg og ýms efni í sjávarafurðum væru jafnvel ómissandi fyrir vöxt og þroska manna og sterk- ar líkur væru til þess, að fiskur- inn í hafinu við strendur Norður Evrópu, væri orsök til þeirra yfirburða, er norræni kynstofn- inn hefði yfir fólk í fjarliggjandi löndum, sem ætti örðugt og jafnvel ómögulegt með að afla sér hans, og þar af leiðandi lifði oft við skort og harðrétti. Marg- ir létu þá skoðun í ljós, að þessi getgáta væri ekki ósennileg, en málið þyrfti að athugast ítar- lega frá sem flestum hliðum. Hvernig nokkrir menn og þar á meðal læknar, er ég hafði rætt við um málið, litu á það, skulu hér tilfærð um nokkur dæmi: I innganginum fyrir hinu stóra riti „Dansk Fiskeristat“, sem gefið var út 1935, skrifar landþingmaður, formaður fyrir „Dansk Fiskeri Forening“, M. C. Jensen, meðal annars á þessa leið: „Fyrir tveim öldum síðan var fiskmeti aðalfæða alþýðu manna hér í Danmörku og hafði verið frá ómunatíð. Það hefur máske verið orsök til þess, eftir því sem nokkrir menn fullyrða, að forfeður okkar voru harð- gjörir menn, sterkir og hraustir“. Læknir, dr. med Johanne Christensen, skrifar á þessa leið: „Einstöku menn eru þeirrar skoðunar, að gjörfileiki, þrek og dugnaður, sem einkennir hinn norræna kynþátt, sé öðru frem- ur að þakka neyzlu fiskmetis. Að mótmæla þessu er ærið örð- ugt, þegar maður hyggur að því, að við strendur Atlantshafsins, Norðursjávarins, á Norðurlönd- um og íslandi stóð vagga vík- inga og hraustra og þróttmikilla sægarpa, er ekki aðeins námu óbyggð lönd, heldur lögðu undir sig margfalt fjölmennari lönd og þjóðflokka. í því sambandi má einnig minnast þess, að Japanar, víkingarnir í austri, í „landi sólaruppkomunnar“, sem mikið til lifa á fiski og sjávarafurðum, hafa sýnt mikla yfirburði yfir nágranna sína á meginlandi Asíu. — „Matur er mannsins megin“, segir íslenzkt máltæki, og það er ekki aðeins söguieg reynsla, heldur og rannsóknir vísindamanna, sem færa okkur fullar sannanir fyrir því, að fisk- meti er meðal hinna heilsusam- legustu fæðutegunda“. I íslenzku vikublaði („Vikan". maí 1939) er tekið svo til orða: „I Mývatnssveit má óhikað segja að þar er yfirleitt stálhraust og bráðgáfað fólk. Maður hefur fulla ástæðu til að ætla, að það sé ekki sízt fiskurinn í vatninu, sem í aldaraðir, í blíðu og stríðu, í góðu og misjöfnu árferði og mikið til hefur verið fæða al- mennings, hafi haft bætandi á- hrif, hvað það snertir. Mestur hluti héraðsbúa hefur dvalið hér mann fram af manni“. — Þessi og svipuð ummæli, sem á síðari árum hafa verið látin í ljós, sýna berlega, að menn eru að komast í skilning um það, hvílíkt verðmæti fiskmeti er í raun og veru og hve mikla þýð- ingu neyzla þess hefur fyrir heilbrigði manna og vellíðan. Enginn taki orð mín svo, að alþýða manna hafi ekki um lang- an aldur haft fullan skilning á því, hvað fiskurinn væri mikils virði, holl og góð fæða. í harð- æri, þegar örðugt var með alla aðdrætti til lands og sjávar og lítill var afli, var fiskur oft í daglegu tali kallaður „Guðs blessun". sem fólkið sízt mátti án vera“. Jafnvel þjóðsagnir herma, að Sighvatur Þórðarson, einn meðal hinna merkustu hirð skálda sögualdarinnar, hafi öðl- ast skáldgáfu sína af því að hann í æsku í föðurgarði hafi borðað fisk. Þar sem hér að framan er skýrt frá því, að athuganir höf- undar þessarar bókar á fólki í Suður-Evrópu hafi gefið tilefni til þess að ganga úr skugga um það, að fiskmeti sé ekki aðeins heilsusamleg fæða, heldur og fæða, sem ekki má án vera, þá er það nauðsynlegt að taka fram flest þau atriði, sem manni virð- ist að skýri málið. Það er ekki ófróðlegt að heyra ummæli tveggja merkra rithöf- unda, sem skrifa um lifnaðar- hætti manna og lífskjör á fjar- lægum stöðum, og engin ástæða er til að draga í efa, að rétt sé frá skýrt. Annar þessara manna er Olav Bang, rithöfundur, og skrifar hann ritgerð undir yfir- skriftinni „Havboerne“, um fiskimenn á vesturströnd Jót- lands í Hislorisk Aarbog 1919, en hinn, ritstjóri Berl. Tid., Einar Black, skrifar um ferð til Suður-Evrópu — Rúmeníu — í blað sitt 18. des. 1939. — „Um fiskimenn hér á vesturströnd Jótlands“, skrifar Olav Bang, „hefur fyrir löngu verið sagt, að þeir séu fátækir, en þrek- vaxnir, sterkir og stórir eru þeir, ötulir og úthaldsgóðir“. Hann heldur svo áfram og seg- ir: „Þegar maður athugar hér ástæður manna yfirleitt, lítur yfir þorpin, sem teygja sig með ströndinni og sumstaðar góðan spöl inn í landið finnst manni hér yndislegt um að litast. Leggi maður svo leið sína um aðal- götuna og gefi gætur að litlu laglegu húsunum, beggja megin, með snotrum blómgörðum að framan og matjurta og ávaxta- reitum á stórum svæðum að húsabaki, þykir manni hér vina- legt og vel um gengið. Það ber heldur ekki neinn skugga á myndina að sjá laglegt skóla- hús og kirkju á fögrum stað og leikfimisvöll skammt frá þorp- inu, svo og hreinlega, vel mál- aða mótor-vélbáta við bryggj- urnar eða við festar skammt frá landi, alla af nýjustu gerð, því að þá er enginn lengur í vafa um það, að hér líður fólki vel og unir hag sínum hið bezta. En taki maður svo tali einn hinna þægilegu, djörfu og bráð- hyggnu manna eða hraustlegu og velklæddu konur, sem verða á vegi manns, þá kemst maður ekki hjá því að verða snortinn af hinum mikla lífskrafti, sem þessir niðjar hinna fornu vík- inga eru gæddir, því framfarirn- ar á öllum sviðum leyna sér ekki, og manni finnst það ótrú- legt, en jafnframt ánægjulegt, hvernig fólk hér fylgist með í öllu nytsamlegu og uppbyggi- legu, sem nýir tímar færa með sér og sterk velvakandi kynslóð grípur báðum höndum og hag- nýtir sér“. — Þetta er skrifað skömmu eftir lok fyrri heims- styr j aldarinnar. Tuttugu árum síðar (1939) skrifar ritstjóri Einar Black, um ferð sína í Rúmeníu á þessa leið: — „Þið megið ekki halda það, að bændurnir í Rúmeníu hafi fénað, alifugla eða þessháttar á búum sínum. Alls ekki. Eða hafi matjurtagarða, eða með öðrum orðum reki landbúnað eins og danskir bændur gera. Nei, það er öðru nær. Með afar frum- stæðum verkfærum yrkja þeir jörðina og rækta tvær kornteg- undir, hveiti og mais. Maisinn mylja bændurnir og sjóða í poka lérefti eða baka úr honum brauð. Þetta er aðalfæða 80% af íbúum landsins. Afleiðingin af þessu viðurværi — sem er bæði slæmt og óhollt, — hefur eðlilega það í för með sér, að þjóðin — að bændunum ekki undanskildum — lifir við sult og seyru. Húskofunum hjá öll- um almenningi er hróflað upp af leir, sem sólin herðir, og flestir kofarnir eru aðeins með einu herbergi, en nokkrir með tveim- ur, gjörsneyddir öllum þægind- um og skrauti. 1 þessari eins herbergis íbúð, sem í hæsta lagi er sem svarar 1/3 að stærð í hlutfalli við venjuleg herbergi, sefur að jafnaði öll fjölskyldan, oft 8 manneskjur, Elzti meðlim- ur fjölskyldunnar — venjulega húsbóndinn — lætur fara sem bezt um sig og sefur á ofninum. Gluggarúðurnar eru útþandar dýrablöðrur og teygðar sundur- skornar garnir. Meira en helm- ingur íbúanna kann hvorki að lesa eða skrifa'*. — Það er þessi ótrúlegi mismun- ur á menningunni fyrir norðan og sunnan, milli heimkynna hinna herskáu víkinga fornald- arinnar og niðja þeirra og hinna snauðu vesalinga, niðja þeirra manna, er lifðu undir handar- jaðrinum á mestu menntamönn- um heimins, Grikkjum öðru megin og Rómverjum hinum megin, — sem gaf mér tilefni til þess að athuga, hvernig í ó- sköpunum þessi mismunur á lífskjörum manna gæti átt sér stað. Að viðurværi og lífskjör almennings í einu hinna frjó- sömustu landa Evrópu séu eins og lýst er hér að framan, getur ekki annað en vakið undrun þeirra manna, er ókunnugir eru. En hér er ekki um einstakt land að ræða. Raddir úr annarri átt, sem ætla má, að hafi við góð og gild rök að styðjast, hafa nýlega látið heyra til sín í merkum víð- lesnum blöðum og skal hér fljótt farið yfir sögu. Páll Ellehöj, yfirlæknir á Sumatra, vekur athygli manna á því, að í miðríkjum Norður- Ameríku sé# fólkið „að „visna upp“ og fá á sig einkenni og blæ þeirra manna, er langdvöl- um lifa inni á meginlahdinu, jafnframt sem hið gagnstæða á sér stað við strendur Atlants- hafsins og Kyrrahafsins. Svipaðar fregnir berast ann- ars staðar að. „Hægt og hægt fækkar fólkinu, það „veslast upp“, skrifar hinn þjóðkunni rit- höfundur Geoffrey Growther í útvarpserindi frá London til Ameríku: „Ibúum Englands fækkar hraðfara“, segir hann, „og haldi það áfram á sama hátt og það hefur gert í síðustu áratugi þá nemur fækkunin svo miklu, að í stað 50 milljóna, sem íbúafjöldinn er nú, verður hann ekki meiri en 10 milljónir að 100 árum liðnum; og þess er ekki langt að bíða, að svipað eigi sér stað hvað snertir Ameríku. I Frakklandi er útlitið ennþá lakara. — 1 Normandí og öðrum norðlægum sjóhéruðum (fiski- bæjum), sem bæði hvað viðvík- ur fólksfjölda og manngildi, hefur miðlað ríkinu talsverðu af ungu og ötulu fólki árlega, er nú orðið ekki nægilegt afgangs til þess að fylla skarðið annars staðar. Það hefur komið til tals að fá fólk frá öðrum löndum, helzt frá Hollandi, sem hefur fleira fólk en þörf er fyrir, því þar fjölgar fólki jafnt og stöð- ugt. Á síðustu 50 árum hefur því fjölgað meir en um helming, írá 4 milljónum í 8 milljónir nú. — Og Holland getur hæglega hjálp að Frakklandi um 100.000 manns árlega. Að fá fólk frá Hollandi frem- ur en annars staðar að, er meðal annars rökstutt með því, að það sé ávinningur fyrir þjóðina að fá úrvalsfólk af norrænum æit- siofni. Frá írlandi — hinni „grænu grösugu eyju“ — er svipað að segja og ekki betra. Irskur rit- höfundur, Sván Ó. Faóláin. skrifar síðastliðið ár meðal ann- ars á þessa leið: „Við Irlending- ar höfum verið á hraðfara flótta frá fósturjörðinni síðan hung- ursneyðin mikla flæddi yfir landið á miðri síðustu öld. Á síðustu hundrað árum hefur fólkinu fækkað um meir en helming, frá 6—7 milljónum niður í 3 milljónir íbúa. Áður fyrr gátum við kennt Englend- ingum um allar hrakfarirnar, að þeir hefðu eyðilagt landið og sogið úr okkur blóðið, en nú er það ekki hægt lengur. Árið 1946 höfðum við haft sjálfsstjórn í 251 ár, og þá sýndi fólkstalan að fólkinu fór sífækkandi. En hvernig getum við skýrt það, að fólkinu fækkar ár frá ári. Nátt- úrlega hefur flutningur fólks af landi burt mikið að segja, en það eitt út af fyrir sig er e’kki ráðning gátunnar“. „Það getur vel verið“, segir þessi írski rithöfundur, „að landsmenn mínir sýni hugrekki og karlmennsku á vígvellinum, en t. d. í ástamálum eru þeir hroðalegar lyddur og ragmenni. Þeir eiga tæplega svo mikla sjálfsbjargarviðleitni í fari sínu, að þeir hafi mannrænu í sér til að viðhalda hinum dauðvona ættstofni“. „Áður en bíóin komu til sög- unnar“, skrifar höfundur enn- fremur, „var lítið um skemmt- anir á vetrum og hafðist unga fólkið í smáþorpunum þá helzt við á veitingahúsum eða hímdi undir húsveggjum og horfði út í bláinn. En þrátt fyrir allt hef ég mætur á þjóð minni. — Það er útlit fyrir, að Irar deyi smátt og smátt út, en ef svo verður, mundi heimurinn missa mikið“. „Fiskur er í orðsins fyllsta skilningi nú orðinn mikið til að- eins hátíða- og herramanns- matur“, skrifar enskur rithöf- undur. „Meiri hluti þess fiskjar, sem aflast og fluttur er inn í landið frá öðrum þjóðum og seldur er á torginu, fer til hins betur megandi hluta þjóðarinn- ar, en hinar dýrari fiskitegund- ir eru undantekningarlaust not- aðar til að bera á borð fyrir gesti á gistihúsum og opinber- um matsölustöðum. Hversu ör- lítið brot er það ekki af ungu kynslóðinni, sem hefur borðað rækjur, humar, ostrur, og aðrar þess háttar fiskitegundir, sem á löngu liðnum tímum, meðal annarra fisktegunda, var al- gengur alþýðumatur. Ýms þau efni, sem eru ómissandi til við- halds mannlegum líkama eru ekki notuð lengur, en aðrar fá- nýtar og jafnvel skaðlegar fæðu- tegundir eru komnar í staðinn“. * * * Menningin hefur náð meiri þroska norðan til í álfunni en víðast hvar annars staðar. Saga Norðurlanda er annað og meira en saga víkinga og yfirgangs- manna. Það er saga þróttmikilla þolinna manna, karla og kvenna; í baráttunni fyrir tilverunni, að tryggja sér og sínum viðunan- leg lífskjör. Norður-Evrópumenn hafa fremur öðrum rutt braut- ina, ræktað landið og byggt það. Þeir hafa sótt verðmæti úr djúpi hafsins og iðrum jarðar- innar, dreift framleiðslunni og flutt hana til fjarlægra landa. I aldaraðir hefur athafnasvæði þeirra verið heima og erlendis og það hefur náð frá hafi til hafs og heimskautanna á milli. Norrænt þrek, dugnaður og framtakssemi, hefur verið dáð frá ómunatíð .Meðal þúsunda og aftur þúsunda, manna, sem hafa rutt brautina og skapað verð- mæti og rekið atvinnu bæði á sjó og landi, vil ég taka tvö dæmi, sem á hvaða tíma sem er, bæði í nútíð og framtíð, munu álitin til fyrirmyndar. Fyrra dæmið er tekið úr söguöld Is- lands, þar sem greint er frá ungum norðlenzkum bóndasyni og tekið orðrétt eins og það, skrumlaust, blátt áfram, hefur geymzt greypt á skinnið frá hendi sagnritarans, og er á þessa leið: „Ófeigur hét maður og var Skíðason. Hann bjó á Reykjum í Miðfirði. Móðir hans hét Gunn- laug dóttir Ófeigs úr Skörðum. Kona Ófeigs hét Þorgerður, hún var ættstór kona og skörungur mikill. Ófeigur var spekingur mikill og ráðagerðamaður. Ekki var honum fjárhagurinn hægur, átti lendur miklar, en minna lausafé. Ófegiur átti son við konu sinni, er Oddur hét. Hann var vænn sýnum og vel mannaður og lagðist sá orðrómur á, að eng- inn maður þar í sveitinni væri betur menntur en Oddur. Svo fer fram um hríð, þar til Oddur er 12 vetra. Það var einn dag, að Oddur kemur að máli við föður sinn og biður hann leggja fram fé með sér og hann vilji fara að heiman. En föður hans fannst engin ástæða til þess að hjálpa honum um farareyri. Daginn eftir tekur Oddur vað ' af þili og veiðarfæri og þar til fékk hann 12 álnir vaðmáls hjá móður sinni, er bað honum vel- farnaðar og gengur Oddur svo brott. Hann fer út á Vatnsnes og ræðst í sveit með vermönn- um, þiggur af þeim hagræði þau, sem hann þarf nauðsyn- legast, að láni og leigu. Og er þeir vissu ætt hans góða, en hann var vinsæll sjálfur, þá hættu þeir til þess að eiga að honum. Oddur kaupir nú allt í skuld og er með þeim þau misseri í fiskveri og er svo sagt, að þeirra hlutur væri í bezta lagi, er Odd- ur var í sveit með. Þar var hann þrjá vetur og þrjú sumur og var þá svo komið, að hann hafði goldið hverjum það, er átti, en þó hafði hann aflað sér góðs kaupeyris. Að liðnum þessum þremur ár- um kaupir hann sér hlut í ferju og ræðst norður til Stranda og flytur farma norðan, viðu, hval og fiska og aflar svo fjár. Nú græðir hann brátt fé, þar til hann á einn ferjuna og heldur nú svo milli Miðfjarðar og Stranda nokkur sumur og er nú vellauðugur maður. Nú kaupir hann hlut í kaup- fari og ræðst til utanferða og er nú í ferðum um hríð og tekst enn vel og karlmannlega, og verður vel til fjár og mann- heilla. Ekki líður lengi þar til hann á einn skipið og mestan hluta farmsins og er nú enn í kaupferðum og gerist stórauð- ugur maður og ágætur. Hann er oft með höfðingjum og tignum mönnum utan lands og er vel virður sem hann var. Nú kaupir hann annað skip og hafði bæði í kaupferðum og svo var sagt, að enginn væri þann tíma í kaupferðum, sá er jafnauðugur væri sem Oddur. Hann var og farsælli (gleggri skipstjóri) en aðrir menn. Aldrei kom hann norðar skipi sínu en á Eyjafjörð og eigi vestar en í Hrútafjörð. Vinir Odds báðu hann nú að hætta kaupferðum og gerir hann það að beiðni þeirra. Hann kaupir land í Miðfirði, það er á Mel heitir, eflir þar mikinn bún- að og gerist rausnarmaðUr í bú- inu og nú var enginn maður jafn ágætur, sem Oddur var fyrir norðan land. Það er sagt, að enginn maður væri jafn auð- ugur hér á íslandi, sem Oddur, heldur segja menn hitt, að hann hafi eigi átt minna fé en þrír þeir er auðugastir voru. Oddur setur nú skip sitt upp í Hrúta- firði. 1 öllu var fé hans mikið, gull, silfur, jarðir og gangandi fé. Oddur bjó að Mel til elli og naut mikillar virðingar af mönn- um öllum, er kynntust honum“. Það er borið fram FEIS-EL I þessu felast aukin þægindi, því þessir pappírs-klútar eru kunnir að mýkt og fara vel með nefið. KAUPIÐ ^TaceeUe VASAKLÚTA KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyTst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVÍK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.