Lögberg - 01.07.1954, Blaðsíða 8

Lögberg - 01.07.1954, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. JÚLÍ 1954 Lærdómurinn á að vera oss íslendingum heilagt mólefni 117 slúdenlar brauðskráðust gær frá Mennlaskólanum í Reykjavík Menntaskólanum í Reykja- vík var slitið í gær við at- höfn í hátíðarsal skólans, að viðstöddum kennurum skólans, nemendum og gest- um. Héldu þar ræður Pálmi Hannesson rektor, Kristinn Ármannsson, settur rektor í vetur og fulltrúar eldri stúdenta. — í þetta sinn brautskráðust 117 stúdentar frá skólanum. 473 í skólanum Skólaslita-athöfnin hófst kl. 2 e. h. í gær. Pálmi Hannesson rektor bauð stúdenta, eldyi stú- dentaárganga og gesti vel- komna. Gaf hann síðan Kristni Ármannssyni yfirkennara orð- ið, en hann hefur gegnt rektors- störfum í vetur í fjarvistum Pálma Hannessonar. Kristinn Ármannsson flutti skýrslu um skólastarfið í vetur að venju, og var þar ýmsan - fróðleik að finna um nemendur skólans og próf á vetrinum. Þeir stúdentar, sem í þetta sinn útskrifast frá skólanum, eru þeir fyrstu, sem aðeins hafa setið fjóra vetur þar, samkvæmt hinni nýju fræðslulöggjöf. Var nemendafjöldinn í vetur samtals 473, þar af 152 stúlkur og 321 piltur. Er það nokkru nríinni fjöldi en í fyrra, en svipaður og var árið það áður. Skiptingin milli deilda er þannig, að 199 stunduðu nám í máladeildum skólans, en 136 í stærðfræði- deildum. Skólinn starfaði að þessu sinni í 21 bekkjardeild. Þá gat settur rektor einnig um, hvernig nem- endur skiptust eftir búsetu, og voru flestir þeirra úr Reykjavík og nágrenni. Aðeins 40 nemend- ur áttu heimili sín í sveit. an orðum sínum til 25 ára stú- denta, sem viðstaddir voru, en þeir voru fyrsti bekkurinn, sem hann kenndi við Menntaskól- ann. Loks ávarpaði hann ný- stúdenta, bað þá gæta hófs, sam- vizkusemi og siðprýði í lífi sínu og störfum og óskaði þeim farar- heilla um ókomin ár. Að því búnu tók Pálmi Hann- esson rtktor aftur til máls og afhenti hinum nýju stúdentum prófskírteini sín og óskaði þeim jafnframt til hamingju. Þá af- henti hann og verðlaun úr,ýms- um sjóðum skólans • og bóka- gjafir fyrir námsafrek og hátt- prúða framkomu. Miklar fjarvistir Þá gat Kristinn Ármannsson þess, að heilsufar í skólanum hefði verið gott á vetrinum, en þó hefði nokkuð gætt kvellisótt- ar um það bil, er vorpróf hófust. Skólasókn hefði aftur á móti verið bágborin og hefði of mik- ið borið á fjarvistum. Hvatti hann nemendur og aðstandend- ur þeirra til að bæta þar úr á komandi vetri. Á kennaraliði skólans voru þær breytingar, að í stað Pálma Hannessonar rektors kenndu þeir dr. Hermann Einarsson og dr. Sigurður Þórarinsson. ólafur Ólafsson cand. mag. hefur og verið skipaður fastur kennari við skólann. Skólinn er nú aðeins fjögurra vetra skóli sem kunnugt er, en þrátt fyrir það heldur hinn gamli þriðji bekkur, sem nú er raunverulega sá fyrsti, hinu gamla nafni sínu. Undir 3. bekkjarpróf gengu alls 139 og stóðust 113 prófið, en 19 féllu. Er það helmingi betri árangur en í fyrra og veit á gott, þar sem þriðji bekkur er þungur. Stúdenisprófin Stúdentspróf stóðu yfir í skól- anum frá 28. maí til 12. júní að þessu sinni, og brautskráðust 70 stúdentar úr máladeild en 44 úr stærðfræðideild. Luku allir sjöttubekkingar prófi. Þá tóku og stúdentspróf 2 barnakennar- ar í áföngum og 4 utanskóla- nemendur. Hæstu einkunn á stúdents- prófi fékk Þorsteinn Sæmunds- son úr stærðfræðideild, ágætis einkunn 9,42, og var það jafn- framt hæsta einkunnin yfir allan skólann. — Hæsta einkunn í máladeild fékk Árni Kristins- son, 8,95. Þakkaði settur rektor síðan inspector scholae, Þor- valdi Þorvaldssyni, fyrir vel unnin störf á vetrinum og Stefaníu Guðnadóttur aðstoð við skólastjórn. Beindi hann síð- Ræða reklors Beindi hann síðan máli sínu til hins fríða stúdentahóps og mælti m. a. svo: Ungu stúdentar. I nafni skólans, kennara og skólasystkina, árna ég ykkur allrar blessunar með þennan merka áfanga á þroskabraut ykkar, sem þið nú hafið náð. Þið eruð gjöf þessarar öldnu stofunar til hins unga lýðveldis íslands á 10 ára afmæli þess. Ég óska þess af öllum hug, að þið reynizt landi voru góð gjöf, og ég blð hinn hæsta að styrkja ykkur til þess. Þið hafið tengzt mér býsna traustum böndum, þótt fátt hafi um samvistir orðið síðasta ár. í tvísýnu þorraveðri, þegar ég lét frá landi, stóðu allmörg ykkar í hnappi á hafnarbakkanum og horfðuð eftir mér. Sú mynd var mér harla hugföst. Sami hópur- inn beið mín aftur í birtu vor- dagsins og fagnaði mér, þegar ég kom heim. Sú mynd mun eigi heldur líða mér úr minni. j Gildi lærdóms Ég hef nú haft með höndum skólastjórn í 25 skólaár. Þið eruð því hinn 25. árgangur stúdenta, sem mér auðnast að skrá brott úr skólanum. Þetta mun enn auka tengslin okkar á meðal, þótt leiðirnar skilji nú. Þegar ég kvaddi ykkur í vetur, vildi ég brýnt hafa fyrir ykkur gildi lærdóms, jafnt fyrir einstakl- inga sem þjóðfélag. Ég lét þess getið, að lærdómur væri heilagt málefni, ekki sízt oss Islending- um. Trú mín er enn hin sama nema aukin sé, því að hversu þarflegir og nýtir sem Jiinir efnalegu hlutir eru, þá eru það þó hin andlegu verðmæti ein, sem eru í ætt við eilífðina og himininn. Hitt allt er jarðnesks eðlis, hversu gott sem það er. Þjóð vor er fámenn og hefur löngum verið hrjáð af fátækt og umkðmuleysi. — Fyrir andlegt starf hefur hún lifað, fyrir and- legt starf hefur hún hafizt til frelsis og sjálfstæðis, fyrir and- legt starf mun hún lifa áfram í landi sínu og frelsinu halda, en týnast annars, hversu mjög sem hún kann að auðgast að tíman- legum verðmætum. Fyrir því mega menn aldrei horfa ein vörðungu til hinna efnalegu verðmæta eða sefja sig við ein- hliða lofstír um þau, þótt við leggjum raflagnir um landið allt, virkjum hvert fallvatn og ræktum hvert hrjóstur, ef vér glötum úr landinu lærdómi og öðrum ávöxtum andans. Eins og hönd og fótur mega sín lítils, hversu sterk sem þau eru, nema höfuð og hjarta séu í leiknum með, þannig verða hin tíman- legu, hin efnalegu verðmæti eins og Mökkurkálfinn, mikil, en meginlítil, þegar í harð- bakka slær, nema lærdómur og andleg menning komi til með víðsýnina og hinn andlega þrótt- inn. — En því mæli ég þessum orðum hér, að mér virðist nokk- ur raun þess hin síðari ár, að mönnum sé að gleymast gíldi lærdóms og annarra mennta með þjóð vorri. Þess vegna kveð ég ykkur nú, ungu vinir Úr borg og bygð Úr bréfi að heiman, dagsettu 19. júní s.l., i'rá P. S. Pálson-hjónunum, sem eru á skemmtiferð um Island, stendur þetta meðal annars: -----Mikið hefir ferð okkar gengið vel. Hin svörtu ský. sem voru að umkringja Winnipeg, er við lögðum á stað, hurfu okkur sýn innan tíu mínútna frá því loftfarið hóf sig á loft, og höfum við verið í einu sólbaði og blíð- viðri síðan. í Reykjavík hefir verið sól og blíða, utan 17. júní, þá var skýjað loft og smáskúrir við og við allan daginn, sem enginn virtist taka nærri sér — mannfjöldinn afar mikill og borgin öll skreytt fánum, myndum og blómum.--------Við tökurnar elskulegar, jafnt af skyldum sem vandalausum, vin- um sem ókunnugum, og hefir sá hlýlgjki haldist óbreyttur hvar sem við höfum farið og komið. í fám orðum: borin á höndum hins gestrisna fólks, er landið byggir.-----Við höfum ferðast mikið hér um nærsveitir og borgina og séð marga sögustaði og minnismerki, sem unun er að líta.----Öll ferðin hefir verið líkust fögrum draum, sem mað- ur óskar, að aldrei taki enda. ----Næst förum við til Austur- lands á æskustöðvar konunnar, Borgarfjörð hinn minni. Með innilegri kveðju til allra. ☆ Hvergi hagkvæmara Á bökkum Winnipeg-vatns, þar er staðurinn að dvelja yfir sumarfríið. Hægt að fá Cabin hjá honum Jóni Árnasyni á Gimli. Bæði nálægt Gimli Park við vatnið og við suðurlínu bæjarins, alveg á blávatns- bakkanum. Það er yndislegt pláss, sem mikið er sótt eftir. Inngirtur leikvöllur. Góð bað- stöð. Gosbrunnur og nýtízku Plumbing. Leiga $15.00, $18.00 og $22.50 á viku. — Skrifið eftir “Photo folder.” ☆ Gefin saman í hjónaband í kirkju Selkirk safnaðar 26. júní: Stanley Wick, Winnipeg, Man., og Margaret Elsie Elizabeth Walker, sama staðar. Við giftinguna aðstoðuðu Mrs. Pauline White, Winnipeg, Man., og Mr. Eddie Wick, Petersfield, Man. Sóknarprestur gifti. ☆ — GIFTING — Laugardaginn þ. 19. júní voru gefin saman í hjónaband á heimili Mr. og Mrs. Ronald Howardson að Lundar, Man., Ann, eldri dóttir Mr. og Mrs. William Halkowich frá St. Martin, Man., og Joseph Mundi, einkasonur Mr. og Mrs. K. S. Austford að Lundar. Brúðurin var leidd fram af föður sínum. Aðstoðarmey brúðarinnar var systir hennar Olga, en aðstoðar- maður brúðgumans var John mínir, með þessum orðum: Stundið lærdóm, virðið lærdóm, eflið lærdóm og sanna menn ingu með þjóð ykkar. en ofmetn- izt aldrei af þessu. Kveðjur háiíðaárganga Að lokinni ræðu rektors tóku fulltrúar hátíðaárganganna til máls. Fyrstur talaði sr. Guð- brandur .Björnsson og mælti á latínu. Svaraði settur rektor og á latínu. Dr. Guðni Jónsson flutti kveðjur frá 30 ára stúdentum og færði skólanum að gjöf brjóst- líkan úr eir af Páli Sveinssyni yfirkennara, gert af Ríkharði Jónssyni myndskera. Afhjúpaði sonur Páls, Páll Pálsson stud. theol., myndina. — Gunnar Thoroddsen borgarstjóri flutti skólanum kveðjur 25 ára stú- denta og ræðustól, útskorinn af Ágústi Sigurmundssyni, hinn mesta kjörgrip, að gjöf. Að lokum var sungið „Ó, land míns föður“, og sleit síðan rektor Menntaskólanum í Reykjavík í 108. sinn. —Mbl., 17. júní Halkowich. Fjölmenn veizla var setin um kvöldið í samkomusal Lundar-bæjar. — Séra Jóhann Fredriksson frá Glenboro fram- kvæmdi hjónavígsluna. Ungu hjónin setjast að í Gypsumville, Man. ☆ — Argyle Prestakall — Séra Jóhann Fredriksson FERMINGAR: Fríkirkju-söfnuður: Marlene Mae Johnson Carole Gail 'Nordal Beverley Vivian Johnson Immanuel-söfnuður: Lyal Curtis Reykdal Frank Raymond Skardal. F relsis-söf nuður: Robert John Christophersson John Albert Oliver SKÍRNIR: Barabara Louise, Mr. og Mrs. Jónsson, Stockton. Julian Susan, Mr. og Mrs. McDowell, Greenwood. Thomas Einar, Mr. og Mrs. E. S. ísford, Baldur. Sheldon Anthony, Mr. og Mrs. B. O. Sveinsson, Cypress River. Rickey Elvyn, Mr. og Mrs. E. L. Davidson, Glenboro. Gary Lee, Mr. og Mrs. W. A. Davidson, Glenboro. George Reed, Mr. og Mrs. S. A. Storm, Glenboro. Kristín Gaile, Mr. og Mrs. A. A. Johnson, Glenboro. Nancy Jean, Mr. og Mrs. S. Arason, Glenboro. Mary Ellen, Mr. og Mrs. R. C. Rawlings, Glenboro. ☆ Kaupið Sögu íslendinga í Veslurheimi, IV. og V. bindi. — Þetta er ykkar saga. ☆ Miss Dorothy Mae Jónasson, sem stundar nám í fiðluleik við Toronto Conservatory of Music, hefir dvalið í tveggja vikna heimsókn hjá móður sinni, Mrs. Jónasson, Acadia Apts. ☆ Henry John Einarsson, sonur G. Einarsson, Glenboro, gekk að eiga Miss Wilhelmina Jean Larocaue, 19. júní. — Heimili þeirra verður í Glenboro. ☆ Mrs. Valgerður Johnson, 866 Ebby Ave., lézt á laugardaginn 26. júní, 77 ára að aldri. Hún fluttist til Winnipeg fyrir 71 ári; tilheyrði Fyrsta lúterska söfn- uði og söngflokk kirkjunnar. Hún lætur eftir sig þrjá sonu, Arnold, Leonard og Edward; þrjár dætur, Mrs. Vernon Hildahl, Mrs. Ben Gibson og Mrs. Ellie Lower; tvær systur, Mrs. S. Anderson og Mrs. Annie Gunn. — Útför hennar var gerð frá Fyrstu lútersku kirkju á mánudaginn. Dr. V. J. Eylands flutti kveðjumál. Jarðar var í Brookside-grafreit. ☆ Frances, yngsta dóttir Mr. og Mrs. G. B. Johannson, Árborg, Man., og Robert Knippleberg frá Eatonia, Sask., voru gefin saman í hjónaband í Sambands- kirkjunni í Árborg 18. júní; séra Philip M. Pétursson gifti. Heim- ili Mr. og Mrs. Knippleberg verður í Moose Jaw, Sask. ☆ Mr. Otto Matthews kaupmað- ur frá Edmonton dvaldi nokkra daga hér í borginni í fyrri viku í gistivináttu þeirra Mr. og Mrs. K. W. Johannson Goulding St. ☆ Mr. J. Walter Johannson leik- hússtjóri frá Pine Falls, var staddur í borginni í vikunni, sem leið. ☆ Látinn er nýlega hér í borg Eyjólfur Thorsteinsson, 72 ára að aldri, góður drengur og vand- aður, ættaður úr Hróarstungu; hann' lætur eftir sig eina systur, frú Ellu Jónasson, sem hér er búsett. Útför Eyjólfs var gerð frá Bardals. Dr. Valdimar J. Eylands jarðsöng. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjurr, sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ — Gimli Lulheran Parish — 9 a.m. Betel. 11 a.m. Gimli. 2 p.m. Árnes. 7 p.m. Gimli. 8 p.m. Husawick. All Times are Daylight Saving. ☆ Messur í Norður-Nýja-íslandi Sunnud. 4. júlí: Víðir, kl. 2 á ensku. Árborg, kl. 8 á íslenzku. Robert Jack — ÞAKKARORÐ — Með línum þessum vil ég túlka hjartans þakklæti fyrir eigin hönd og fjölskyldu minn- ar mörgum vinum, félagsheild- um í Selkirk-söfnuði, er heiðr- uðu okkur með samsæti og mig með gjöfum í tilefni af því að ég er nú að láta af störfum sem umsjónarmaður við kirkju safnaðarins og samkomuhús eft- ir 16 ára þjónustu við það starf, nú meira en 81 árs að aldri. Sér í lagi vil ég þakka hinu eldra kvenfélagi safnaðarins, sem hafði forgöngu samsætisins með höndum. Hermann Þorvaldsson, Selkirk, Man. — Mundirðu eftir að þakka fyrir kökuna, sem þú fékkst? — Já, mamma; ég mundi vel eftir því; en ég fékk samt ekki meiri köku! Kristján G. Backman, sonur Dr. og Mrs. K. J. Backman, Win- nipeg, og Miss Ina Beatrice Acheson voru gefin saman í hjónaband 25. júní. — Heimili þeirra verður í St. Vital. ☆ Gefin saman í hjónaband, þann 16. júní, að heimili íslenzka sóknarprestsins í Selkirk, Man., Magnús Halldór Halldórsson, Camp Morton, Man., og Marg- aret Loydina Johnson, sama staðar. — Við giftinguna áðstoð- uðu Mrs. Jóhanna Valdi.na Walld og Mr. Jóhann Kristinn Jónasson. Nýgiftu hjónin setjast að í Camp Morton, Man. ☆ Dr. Kjartan Johnson frá Pine Falls var staddur í borginni í fyrri viku. Lesið Lögberg "A Realistic Approach io the Hereafter" by Winnipeg author Edith Hansson Bjornsson's Book Store 702 Sargent Ave. Winnipeg Það er bragðbetra! C r tiss h Framleidd í Canada af Canadamönnnum Þessi eldavél telst til fágætra verðmæta ......ein af Eaton’s allra fullkomnustu munum til heimilishalds.......fögur að ytri gerð í gljáandi Titanium, hvítu enamel, er sýrir hafa engin áhrif á, sjálf- virk ljós að ofan, nákvæmur tímamælir og 7 hraða-umráðatæki, þrjú venjuleg og eitt stórt suðuhólf, og fallegur ofn með “permaview” og samstæðu geymslu- og hitunarskúffum. IiíTlÐ INN í næstu Eaton’s báð og skoðið nieð eigin auffum þessa óviðjafnanlegu rafeldavél. EATON'S of CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.