Lögberg - 08.07.1954, Page 2

Lögberg - 08.07.1954, Page 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 8. JÚLÍ 1954 HERSTEINN PALSSON: Á syðri bakka Miklagljúfurs er Bandaríkjagróður, Canada- gróður ó þeim nyrðri og Mexikógróður á botninum Sjónarvottur segir fró hvirfil vindi í Oklahoma Eftir ÞARGRIM HALLDÓRSSON Grand Canyon í Coloradofljóii er um 160 kílómelra á lengd •— Þar eru 1000 melra þverhnípi algeng Grand Canyon Village, 28. apríl Hvernig á að lýsa því í fá- einum orðum, sem náttúran hefir verið að skapa um allt að fimm hundruð millj. ára? Ég hefi verið að glíma við þessa spurningu síðan á mið- vikudag í vikunni sem leið, þeg- ar ég stóð á annari brún Grand Canyon í Arizona-fylki, og virti fyrir mér þær furðu-myndir, sem náttúran hefir verið verið að búa til frá, já, það má næst- um segja, frá upphafi vega. Og ég hefi komizt að þeirri niður- stöðu, að það sé býsna erfitt verk, sem ég ætla nú að ráðast í. Eins og gefur að skilja hefir þessi blettur, sem er þó ekkert smáræði, um 2500 ferkm., verið skáldum kærkomið yrkisefni, og ég hefi lesið ljóð, þar sem slíkir menn hafa reynt að lýsa þeim tilfinningum, sem þeir hafa orð- ið fyrir á brún gljúfursins, en allt er* það harla fátæklegt. Það er líka athugandi, að það er eiginlega ekki hægt að yrkja al- mennilega nema á íslenzku, svo að þetta er skiljanlegt. Litir eins og á íslandi Og þegar ég er búinn að ráða við mig að taka stökkið, reyha að gefa lesendum Vísis nokkra lýsingu á því, sem er þarna að sjá, þá er næsta spurningin þessi: Hvar skal byrja? Mér hefir verið sagt, að það sé á- kaflega erfitt að greina það, hvar Miklagljúfur hefjist og hvar því ljúki, svo að það er ekki nema eðlilegt að erfitt sé að sjá, hvar skuli hafizt handa um að lýsa þessu meistaraverki náttúrunnar. Ef til vill gefur það nokkra hugmynd um það, sem mig lang- ar til að koma á framfæri, er ég segi, að þarna hafi ég í fyrsta sinn séð litaflóð, fjölbreytni og tilbrigði í litum, eins og títt er í hinu tæra andrúmslofti á Is- landi, síðan ég kom vestur um haf. Ég held, að ég geti ekki gefið staðnum betri meðmæli en þau, sem felast í þessum orðum, og kannske skilja menn þá betur, við hvað ég á, er á líður. Því að þarna á vel við vísan: Hver er sá veggur víður og hár o. s. frv. Vinnustofa og safn Það er látlaus straumur ferða- manna til þess að skoða Mikla- gljúfur á ári hverju, og á síðasta ári munu þeir hafa orðið um 800 þúsund, sem þangað komu. Það er bara sá gallinn á þessu, að megnið af því, sem menn sjá hér, fer fyrir ofan garð og neðan hjá flestum — og ekki síður mér en öðrum. Gljúfrið er fyrst og fremst athyglisvert fyrir þá, sem bera eitthvert skynbragð á jarðfræði, því að það má segja, að þar hafi verið vinnustofa náttúrunnar um aldaraðir, og árangurinn er eins konar jarð- sögulegt „safn“, sem hvergi mun finnast annars staðar í heiminum. Þarna er hver kapítuli jarð- sögunnar af öðrum, að vísu ekki raðað hlið við hlið, eins og bók- um í skáp, heldur hverjum oían á annan, og frásagnirnar, sem þar eru fólgnar geta jarðfræð- ingar einir lesið svo að gagni sé. Gegnum jarðsöguna Af syðri brún gljúfursins, þar sem ég var heilan dag, myrkr- anna á milli, á ferð fram og aftur til að sjá sem mest af því, sem hægt er á ekki lengri tíma, milli þess sem ég staldraði við á þeim stöðum, þar sem sjónaukum hefir verið komið fyrir handa ferðalöngum, og skýringar gefn- ar á því helzta, sem fyrir augun ber, blasa við manni hengiflug, „fjöll og firnindi“, urðir og skriður, og allt er þetta með furðulegustu litbrigðum. Brúnin er þarna í 7000 feta hæð yfir sjávarfleti, en fljótið er nærri 5000 fetum neðar, því að það líður eða byltist áfram í aðeins 2000feta hæð yfir sjávarfleti á þessum stað. Fyrir fótum ferða- mannsins er fyrst 2000 feta hengiflug, þar sem ekki verður komizt niður nema á einum stað, þar sem jarðlög hafa mis- sigið, svo að hægt hefir verið að gera skriðu í urðum 'þeim, er þar hafa myndazt. Undir hengi- fluginu taka við hjallar, hver af öðrum, þar til komið er 4000 fet niður fyrir brúnina. Þá eru enn næstu 1000 fet niður að kol- mórauðri móðunni. Og menn hafa ekki aðeins farið 4000 feta leið niður á við, er þeir hafa klungrazt þetta — þeir hafa farið gegnum jarðsög- una frá vorum dögum og aftur til þeirrar forneskju, sem fræði- menn einir kunna að gefa heiti og lýsa. Fjöll koma og fara Neðstu jarðlögin, sem fljótið hefir grafið sig ofan í nú, eru svo ógreinileg eða öllu heldur þar ægir öllu saman og ekki um neina greinilega lagaskiptingu að ræða. En síðan má byrja að lesa, ef maður hefir lært stafróf jarðfræðinnar. Þeim ólæsu er skýrt frá því, að í jarðlögum þessum megi sjá, að þetta svæði hafi að minnsta kosti tvívegis verið undir sjó, en áður hafi í bæði skiptin risið fjöll á þessum slóðum, en vindar og vötn hafi smám saman unnið á þeim og gert þau að engu. En náttúran lætur ekki slíka smámuni á sig fá, því að alltaf var haldið á- fram að starfa, og náttúran spyr heldur ekki um vinnutíma, hún starfar á nóttu sem degi, og sinnir engu af því, sem mann- kindin telur sjálfsagt að njóta. Og hún hefir ekki aðeins gert gljúfur þarna, hún hefir ekki myndað gljúfur af því tagi, sem mönnum flýgur í hug á Islandi, er þeir heyra slíka jarðmyndun nefnda, hún hefir í rauninni gert mörg gljúfur, og milli þeirra eru fjöll og dalir, en sáralítill gróð- ur, því að hann á erfitt með að fóta sig á klöppunum þarna eða í urðunum. Þó er ekki rétt að segja, að þarna sé algert gróður- leysi, því að víða vaxa þar tré, sem við myndum gjarnan vilja eiga til skjóls á Fróni, þótt ekki séu þau talin af stærstu gerð í þessu landi. Valhöll og Hliðskjálf Það er aðeins 10—15 kílómetra haf milli syðri og nyrðri bakka gljúfursins, þar sem ég kem að því. Ég hefi lýst þessu svo, að þarna komi hver stallurinn eða hjallinn af öðrum, unz komið er að sjálfu fljótinu. Þegar upp frá því kemur, þá tekur við enn hrikalegra landslag, því að nátt- úran hefir verið enn athafna- samari norðan þess en sunnan. Ástæðan er sú, segja þeir, sem vit hafa á, að úrkomur hafi ver- ið meiri norðan til og þess vegna hafi móðir náttúran haft betri „verkfæri" til að vinna störf sín með en fyrir sunnan fljótið, þar sem landinu hallar frá brúninni til suðurs. Þarna hefir hverju fjalli verið gefið nafn. Þar blasa við Keóps- pýramídinn, Musteri Búddha, Musteri Zóróasters, musteri, sem kennd eru við indversku guðina Shiva og Vishnu, en það eru tvö nöfn fyrst og fremst, sem ég rak augun í. Annað er Valhallar-slétta, sem er renni- sléttur klettarani, er gengur til sauðausturs og skagar nyrðri brúnin þar lengst til suðurs. Skammt frá enda hans gnæfir glæsilegur tindur, flatur að ofan, og nefnist hann Hásæti Óðins, Hliðskjálf sjálf, þar sem sér um veröld alla. Af þessum stað sér að minnsta kosti um víða vegu, svo að nafnið á vel við. Gróður 3ja landa Miklagljúfur er í þjóðgarði, sem ber nafn þess. Þar er fjöldi manna starfandi, er hafa eftirlit með gróðri, hlynna að honum, ef með þarf, leiðbeina gesta- fjöldanum og hafa eftirlit með því, að öllum reglum sé hlýtt. Þar eru reglur til dæmis svo strangar, að það varðar refsingu, ef menn gera tilraun til að hand- sama dýr, sem þar kunna að vera. Náttúran á að fá að vera í friði á þessum stöðum, því að henni má þakka það, sem þar er til að gleðja mannlegt auga. Gróðurinn er líka ærið ein- kennilegur. Á syðri bakkanum, sem er 7000 fet yfir sjávarmáli, er venjulegur Bandaríkjagróð- ur. Þar eru þau tré og þau grös, sem hægt er að finna á stórum svæðum í svipaði hæð yfir sjáv- arfleti. Öðru máli gegnir hins vegar, þegar komið er á nyrðri bakkann. Hann er í 8200 feta hæð yfir sjávarmáli. Þar vaxa tré og plöntur, sem finnast ekki annars staðar í Bandaríkjunum, en eiga heima, eru heimamenn í Canada, sem er í 2000 km. fjar- lægð til norðurs. Og hvað er svo þar á milli — hver er meðal- vegurinn? Hann er að finna niðri á botni gljúfursins, eða öllu heldur útskoti frá því, þar sem tré og plöntur vaxa, er hvergi finnast í Bandaríkjunum annars staðar, en eru algengar, þegar komið er suður í Mexíkó. Að sumarlagi er hitamunurinn á syðri bakkanum og gljúfurbotn- inum að jafnaði 17 stig á Celsíus, en að auki er rakinn að sjálf- sögðu miklu meiri niðri við fljótið en uppi á bakkanum, sem er í um það bil sömu hæð yfir sjávarfleti og Hvannadals- hnjúkur. Ofurhugar laðasl að Ég gat þess í grein minni um Niagarafljótið og fossana 1 því, að þeir hefðu laðað að sér ofur- huga, er fóru ýmist yfir þá gang- andi á línu eða létu stinga sér í Æskulýðsþátt-ur Ein geigvænleg hætta stefnir að æskumönnum þessarar kyn- slóðar. Hún er ef til vill flestum hættum hættulegri. Hver er þessi hætta? Fyrir sjónum æskumanna er stöðugt haldið óglæsilegri mynd — heimsmynd. Framtíðarhorf- urnar eru helzt þessar: Menn- ingin riðar á barmi gereyðingar og yfir höfði alls mannkyns hangir atómsprengja, er getur þurrkað út mannlíf og menn- ingu af jörðinni. Ef æskumenn horfa í þenna sorta, trúa þessum óheillaspám, glata þeir trúinni á mikinn til- gang lífsins. Og slíkri glötun fylgir allt illt: kæruleysi, sóun verðmæta, vanmat á öllum dyggðum, ekkert þýðir að spara, bezt að lifa og njóta, eyða öllu, leika sér, hvað sem það kostar, þar sem allt getur farizt þá minnst varir. Hin háu og glæsi- legu markmið hverfa, hið innra brennur enginn heilagur eldur áhuga, trúar og bjartsýnis. Æskumenn, sveinar og meyj- ar! — Vegna lífs ykkar og far- sældar, þá forðist umfram allt alla slíka bölsýni. Trúið ekki á eyðingu, glötun og dauða. Lærið af sögu mannkyns, og hún sýnir, að mennirnir hafa ávallt sigrast á öllu því, er ógnaði tilveru þeirra. Og þeir munu einnig sigrast á atómsprengju og þeim morðvélum, er nú ógna helzt lífi manna á jörðu. Einn skæðasti óvinur mann- lífsins var kuldinn. Menn sigr- tunnu, er var síðan ýtt á flot, svo urðu Guð og lukkan að ráða því, hvar þeir næðu landi, eða hvort þeir náðu nokkru landi — lifandi. Colorado-fljótið hefir haft sömu áhrif á fjölmarga menn. Það eru nú 75 ár síðan fyrst var farið niður eftir því, þar sem það rennur um Miklagljúfur, í lítilli bátsskel. Síðan hafa marg- ir reynt og sumum tekizt, en ekki öllum. Mörgum þótti það dirfskuverk áður fyrr að fara á ferju yfir vatnsföll á Islandi, og gerðu það ekki að gamni sínu, en það hefir þó vafalaust verið leik- ur samanborið við það, sem ferð um Colorado í Miklagljúfri er. Bræður tveir, Kolb að nafni, léku þetta fyrir um þrjátíu ár- um, og þeir voru fyrstu menn er tóku kvikmynd af slíkri glæfra- ferð. Þeir eru nú búsettir í Grand Canyon-þorpi, þar sem menn koma jafnan að gljúfrinu frá suðri. Tvisvar á dag sýna þeir ferðamönnum kvikmyndina af ferðalagi sínu, og ég get ekki sagt annað eftir að hafa séð hana en það, að mennirnir hljóta að hafa verið sturlaðir, er þeir lögðu upp í ferðina, ef þeim hefði verið kunnugt um það, sem þeir áttu í vændum. Víða eru iðuköst í íslenzkum fljótum, en þarna rísa holskeflur, þegar minnst vonum varir, og þarna er aldrei „lag“. En einhvern veginn komust þeir heilir þessa leið, og ég gæti helzt trúað því, að þeir skilji það ekki sjálfir, hvernig það mátti verða. Gljúfrið er — innan þjóðgarðsins — um 160 km. á lengd, en þeir fóru enn lengri leið, því að ekki er hægt að setja bát á flot hvar sem er, og ferð þeirra stóð dögum saman. Ég var þarna einn dag. Það var bjart og svalt í lofti, níu feta snjór og ófærð á nyrðri bakkanum, þót farið væri að grænka á þeim syðri. Ég spurði einn eftirlitsmannanna, þegar ég keypti mér nokkur kort af þessu undralandi, hvort þau væru sannar myndir af því. — „Það fer allt eftir veðri og loftinu, hve tært það er“, svaraði hann. „Ég veit ekki, hvort ég hefi nokkru sinni séð gljúfrið eins frá degi til dags eða milli sólar- uppkomu og sólarlags". Og af því má dæma, að það er ekki til mikils að reyna að gefa lýsingu á því í fáeinum dálkum. —VÍSIR, 20. maí uðust á honum og lærðu að nota eldinn. Annar óvinurinn var myrkrið, móðir draugatrúar og skelf- inga, óþrifnaðar og sjúkdóma. — Mennirnir sigruðu einnig myrkrið. Ljós flæðir nú um borgir og byggðir manna, lýsir jafnt höll sem hreysi. Hungurvofan hefur löngum ógnað mannkyni, en stöðugt eru menn að vinna bug á henni. Geigvænlegustu drepsóttir gengu á sínum tíma svo nærri lífi manna, að víða lá við sturl- un. Má þar nefna svartadauð- ann, bóluna og fleiri slíkar drepsóttir. Á þessum óvinum manna. hefur einnig verið sigr- ast. Og alltaf eru að vinnast nýir og miklir sigrar á þessu sviði. Þetta er uppörfandi og spáir góðu. Mannkynið mun sigra alla sína skæðustu óvini, en það mun kosta fórnir og mikil átök, og það sem á að kynda hinn heilaga eld vonar, trúar og brennandi áhuga, er einmitt hið háa og glæsilega markmið, og þetta markmið er: farsælt mannkyn á friðaðri jörðu. Sigurvonin vekur baráttu- kjarkinn. — Við eigum að sigra styrjaldir^ áfengisböl, sjúkdóma og skort. Þetta er verkefni, sem ætti að fullnægja starfshvöt æskumanna. Viðfangsefnið er stórt, og stórhug þarf til þess að takast á við það. „Þar skulu engir Alpar verða“, sagði Napóleon, er hermenn hans bentu á geigvænlega háu fjöllin, er voru á leið þeirra Eiíthvað á seyði Loftflauturnar senda út yfir borgina hvimleiðan síbyljandi tón, og fólk hverfur af götun- um og forðar sér í rammgerð- ustu kjallarana, svo að varla sést nokkur á ferli nema lög- reglumenn, sem ekki hvika, hvað sem á dynur, og heima- varnasveitir reiðubúnar í stöðv- um sínum að fara á stúfana undir eins og kallað er. Þessi viðbúnaður minnir helzt á stríðstíma, en hér er þó annað á seyði. Við erum stödd í Okla- homa City í Suðvesturríkjum Bandaríkjanna. Stríð fer að, ekki við óvinaher, heldur við náttúruöflin, og í þeirri viður- eign duga hvorki kjarnorku- sprengjur né bryndrekar. Kuldabylgja á leiðinni Laugardagurinn 1. maí renn- ur upp bjartur og heiður. Menn ganga léttklæddir um göturnar, því að hiti er um 30 stig. Fólk talar um daginn og veginn, en þó mest um þurrkana, sem eru vel á vegi með að eyða gróðri stórra landflæma. En það er ein- hver geigur í fólki í veðurbiíð- unni, veðurfregnir bera með sér, að kuldabylgja er á leið inn í fylkið, og menn vita af reynslu, hvað dynur yfir, þegar kulda- bylgja úr norðri hittir fyrir hitann að sunnan. Skelfing dynur yfir Svartir skýbólstrar hrannast upp úti við sjóndeildarhring, og útvarps- og sjónvarpsstöðvar taka að vara fólk við og ráð- leggja því, hvernig það skuli bregða við, því að nú leynir sér ekki lengur, að fárviðri er í nánd. Snögglega dimmir og eldingar leiftra um loftið. Hús leika á reiðiskjálfi, er þrumugnýrinn gengur látlaust yfir — það er eins og himininn logi. Regnið streymir úr lofti eins og opnað hafi verið fyrir flóðgáttir. Þrátt fyrir margra mánaða þurrk drekkur ekki jarðvegurinn í sig allan þennan vatnsflaum. Þegar þessu hefir farið fram um hríð, tekur fólk að forða sér úr þeim húsum, sem lægst standa, því að fyrirsjáanlegt er, að flóð er í aðsigi, ef ekki styttir fljótlega upp. Viðurslyggð eyðingarinnar En skyndilega dettur allt í dúnalogn. Hættan er þó ekki liðin hjá, nú fyrst er voði fyrir dyrum, því að hvirfilvindur er að skella á. Þessir voðalegu stormsveipir eru einna líkastir ferlegum storkum í lögun, þeir geysast niður úr skýjunum og dansa eftir jörðinni, en þungt er stigið til jarðar, því að þar sem þeir fara um, skilja þeir ekki annað eftir en auðn og rústir. Áætlunarvagn er á ferð eítir þjóðveginum, þegar hann er allt í einu hafinn á loft og kastast marga metra út fyrir veg. Næst verður smáþorp á vegi hvirfil- vindsins. Hann sviptir með sér 25—30 húsum, molar þau mélinu smærra, svo að ekki stendur eftir steinn yfir steini. Það er engu líkara en hvirfilvindurinn espist eins og dýr magnast við bráð. suður á ítalíu. Napóleon sá að- eins markmiðið, sigurinn. Hann neitaði að viðurkenna fjöllin sem farartálma, „þar skulu eng- ir Alpar verða“, sagði hinn óbilandi vilji. Látið þetta vera kjörorð ykkar. Þar skulu engir óyfir- stíganlegir erfiðleikar verða, ekki einu sinni atómsprengja. „Allt getur sá, sem trúna hefur“. 1 þeirri trú skulum við allir leggja til orustu við myrkra- völd, trúa á sigurinn, en stara ekki á neina Alpa bölsýninnar. •—EINING Næst lyftir strokkur hvirfil- vindsins sér frá jörðu, slær sér þá niður á bersvæði og æðir á- fram á braut eyðingarinnar. Nokkrir sveitabæir verða á leið hans og dagar þeirra eru taldir, stór tré eru brotin eins og eld- spýtur væru og þeim feykt langar leiðir. Beðið um kraftaverk Óðfluga nálgast stormsveipur- inn höfuðborg fylkisins, þar sem hundruð þúsunda bíða — og biðja um kraftaverk, að sveipur- inn fari hjá. Og þeim verður að bæn sinni. Þegar strokkurinn nálgast úthverfin, lyftir hann sér til flugs og svífur yfir borg- inni, en slær ekki niður. Og hann svífur hærra og hærra, unz hann hverfur sjónum manns, og íbúarnir draga andann léttara, en aðeins í bili, því að margir aðrir sveipir eru á ferli víðs vegar um fylkið. Tjón á mönnum og mannvirkjum I kjölfar hvirfilvindanna fara björgunarsveitir, sem grafa lif- andi fólk upp úr rústunum og veita því fyrstu hjálp. Síðan eru þeir fluttir í sjúkrahús, sem þurfa. Þarna er mörg hetjuleg dáð drýgð, sem aldrei verður í letur færð, en margir hætta lífi sínu og limum til að bjarga öðrum. Símasamband er rofið við ýmsa þá staði, sem hvirfilvind- urinn hefir hitt fyrir, en fljót- lega berast fregnir um mikið tjón, og kunnugt er um, að á annað hundrað húsa hafa jafn- azt við jörðu, en tugir manna stórslasazt. Ekki verður enn sagt með vissu, hve margir hafa látið lífið, en þeir hafa þó varla verið mjög margir í þetta sinn, því flestir héldu sig í öryggis- byrgjum eða kjðllurum, meðan hvirfilvindurinn gekk yfir. Ein bifreið hefir fundizt sundurtætt fyrir utan veg. Um afdrif far- þega hennar vita menn ekki. Kynjasögur TVIargar einkennilegar sögur eru sagðar um hvirfilvindinn og duttlunga hans. Ein er um bónda, sem vildi koma fjöl- skyldu sinni í örugga höfn, og vissi þá engan tryggari en bif- reiðina sína. Hann var í þann veginn að aka af stað, þegar hvirfilvindurinn kom æðandi, en það undarlega varð, að hann snerti ekki við bifreiðinni, svo að hún haggaðist ekki, þó að hús allt í kring legðust í rúst. Til er saga um mann, sem ók bifreið fullri af fólki úti á þjóð- vegi, beint 1 flasið á hvirfilvindi. Vissu menn ekki fyrri til en vagninn tókst hátt á loft, sveif í lofti um sinn, en settist svo þýtt niður á veginn aftur óskemmd- ur að mestu. En ótrúlegust er sagan um bónda, sem ætlaði að koma hænsnum sínum í hús áður en hvirfilvindur skylli á. Varð hann seinn fyrir og lenti í miðj" um strokknum. Þegar hann kom til sjálfs sín aftur, stóð hann fálæddur, en lítt meiddur, en allt í kringum hann voru reittir kjúklingar. Vindurinn hafði að kalla tætt af honum hverja spjör og reitt hænsnin. Merki er gefið um, að hættan sé um garð gengin, og fólk fer að tínast út úr neðanjarðar- skýlunum og heim til sín, Þar sem það getur lagzt til hvíldar og jafnað sig eftir augaþensluna. Öllum verður þó ekki svefn- samt. Sumir eiga ættingja og vini á þeim slóðum, sem verst urðu úti, og vita enn ekkert um afdrif þeirra. Þeir, sem eru á gangií vefja þéttara að sér fötunum, því a nú hefir kuldinn kvatt dyra. —Mbl., 26. mal

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.