Lögberg - 15.07.1954, Page 6
6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. JÚLÍ 1954
„Er það ekki eitthvað fleira, sem ég get gert fyrir þig?“ spurði
Jón og laut niður að gamla manninum. Hann bjóst við, að nú væri
hver síðastur.
„Ef þú vildir lofa mér að vera nærri honum pabba þínum í
garðinum, þá þætti mér vænt um það. Og svo langar mig til þess
að þú sitjir hérna hjá mér. Mér finnst mér líða betur“.
„Ég skal gera eins og þú óskar“, sagði Jón.
Þetta var það síðasta^ sem Finnur gamli talaði. Hann sofnaði
bráðlega. Jón sat aleinn í baðstofunni, þegar aðrir gengu til náða.
Stúlkurnar sváfu úti í hlöðu. Borghildur færði stól að rúminu og
settist á hann þegar hún hafði lokið við niðriverkin. Hún gat ekki
hugsað til þess, að Jón væri einn á þessari alvörustundu. Þó að
það væri ekki sorgarefni, að örvasa gamalmenni fengi hvíld frá
ömurleika ellinnar, þá er dauðinn alltaf ægilegur fyrir þá, sem
eru í návist hans, hvern sem hann hefur á brott með sér.
Hinn fábreytti æviferill þessa einkennilega manns var nægi-
legt umhugsunarefni fyrir þennan lífsglaða mann, sem hataði allt,
er tilheyrði alvörunni. Hér á þessu heimili hafði þessi vesalingur
verið alinn upp eins og þurfalingur — unnið kauplaust beztu ár
ævinnar. Það lítið, sem hann hafði eignazt, var hann nú búinn að
gefa inn í Nautaflatabúið. Þó var þetta allt, jörðin og búið, hans
eign, því að hann var eldri sonur óðalsbóndans. Og þegar þessi
veiki lífsþráður slitnaði, var víst Nautaflata-ættin algerlega ú^
dauð. Eftir því sem séra Hallgrímur hafði gefið honum í skyn í
það eina skipti, sem þeir höfðu sézt, var hann sjálfur eins og hver
annar óviðkomandi fugl, sem hafði verið búið um í þessu mjúka,
hlýja hreiðri, sem þessi vesalingur hafði átt að búa í. En sönnur á
því vissi hann engar. Oft hafði hann óskað þess, að þann mann
hefði hann aldrei séð eða ætti eftir að sjá hann aftur. Samt hafði
hann sagt, að hann væri velkominn á sit.t heimili til dvalar í ell-
inni. En það hefði hann einnig sagt við sérhvern þann, sem hefði
óskað þess, hvort sem hann hefði verið skyldur eða vandalaus.
Það hefði móðir hans gert, og það ætlaði hann sér líka að gera.
Og hann hafði lofað honum því, að hann mætti hvíla í garðinum.
Það var náttúrlega sjálfsagt, ef hann dæi á hans heimili. En
vonandi þyrfti hann aldrei að velja það grafarstæði. Það yrði að
minnsta kosti að vera langt frá Nautaflatagrafreitnum. Hann gat
ekki hugsað sér að eiga annan föður en dagsfarsprúða alvöru-
manninn Jakob Jónsson. Hjá honum ætlaði hann að hvíla. Og
Finnur hafði líka óskað þess, að mega sameinast moldinni við
hliðina á honum, eina manninum, sem hafði sýnt honum alúð á
æskuárunum.
Anna vaknaði óvenju snemma næsta morgun. Gott var, að
þessi nótt var liðin. Borghildur hafði setið fyrir innan hjá henni
kvöldið áður, þangað til hún var sofnuð. Hún hafði verið svo
hrædd við að vera ein, vegna þess að hún bjóst við, að dauðinn
væri á næstu grösum. Hún hlustaði eftir einhverju hljóði framan
úr baðstofunni, en heyrði ekkert. Þó sýndi klukkan venjulegan
fótaferðartíma. Skyldu þau sitja ennþá við rúm aumingja Finns?
hugsaði hún og fór fram úr, læddist að hurðinni og opnaði hana
varlega, Þarna sat Borghildur í rúminu sínu, en rúmið hans Finns
var autt, sængurnar voru ekki einu sinni í því. Nú var búið að
bera hann fram í stofu, og sængurfötin voru sjálfsagt komin út.
En hvar var Jón eiginlega? Þarna lá hann alklæddur í sængur-
fatalausu rúmi, og hafði ekki einu sinni kodda undir höfðinu.
Hvað skyldi þetta eiga að þýða? Líklega hafði Borghildur ekki
þorað að sofa ein í baðstofunni, þar sem maður var nýlega dáinn,
og hafði því beðið hann að sofa fyrir framan. Hún lét hurðina síga
hljóðlaust oftur og fór upp í rúmið. Snöggvast datt henni í hug
að hita morgunkaffið, svo að Borghildur mætti sofa út. En það
var svo geigvænleg þögn yfir heimilinu, eldhúsið kalt og lík þarna
frammi í stofunni. Það var ólíkt notalegra að fara undir glóðvolga
sængina. Nokkru seinna heyrði hún, að Borghildur var farin að
klæða sig. Alltaf gat • hún vaknað, þessi duglega kona, hvernig
sem á stóð. Það var gott, að þessi grafarkyrrð var ekki lengur í
kringum hana. Hún heyrði umgang og samtal framan úr eldhús-
inu. Vinnufólkið var að koma til að drekka kaffið. Rétt þar á eftir
kom maður hennar inn og bauð henni góðan dag með kossi. Hann
var alvarlegur á svip; það hafði hann alltaf verið síðan Finnur
veiktist. Hún settist upp og tók biblíuna, sem lá ofan á sænginni,
og blaðaði í henni meðan hún talaði.
„Ég veit, að Finni er dáinn. Ég leit fram fyrir áðan. En því í
ósköpunum háttaðirðu ekki, heldur en að sofa rúmfatalaus frammi
í baðstofu. Ertu reiður við mig ennþá?“
„Það var komið fram undir morgun, þegar lokið var við að
búa um líkið og bera það fram. Ég vildi ekki vekja þig“.
Hún aðgætti svip hans vandlega. Hann var ekki líkur því, að
hann væri reiður. Samt endurtók hún spurninguna, sem aldrei
hafði verið svarað:
„Ertu reiður við mig ennþá?“
„Hvers vegna ætti ég að vera reiður?“ spurði hann.
„Ég finn það, að ég breytti illa, þegar ég lét hann borða inni í
búrinu um daginn“, sagði hún dapurlega.
„En af hverju gerðirðu það þá?“
„Ég var hrædd um, að Jakob smitaðist af honum vegna þess
að hann hafði þennan leiðinlega ávana, að leika sér við hundana".
„Þetta hefur Ketilríður talið þér trú um. Það er gremjulegt,
hvað hún getur haft áhrif á þig, og alltaf er það einhverjum til
llls. Ég hef þó talað um það við þig oft, að vara þig á þeirri ill-
málgu konu“, sagði hann fálega.
„Hún hefur nú meint gott með þessu, viljað Jakobi vel“.
„Nei, það máttu vera viss um, að henni stendur algerlega á
sama um, hvort hann er heilbrigður eða ekki. Hún hefur bara
vitað, að aumingja gamli maðurinn angraðist af þessu ,og þá hefur
henni verið skemmt“, sagði hann og gekk út að glugganum. Hann
horfði yfir grænt túnið og hugsaði um það, sem Finnur gamli var
vanur að segja þegar veðrið var svona gott: „Það er dýrðlegt veður
núna. Drottni sé lof“. Skyldi hann ekki sjá, hvað dalurinn er
fallegur núna, eða vera horfinn svo langt strax?
Anna vakti hann af þessum hugsunum: „Heldurðu að Guð
loki mig úti, þegar ég kem yfir um, fyrir þetta?“ spurði hún hik-
andi. „Ég meina, hvort hann muni ekki vilja opna dyrnar fyrir
mér, þótt mér færist svona illa við aumingja Finn?“
Hann brosti dauflega að þessari barnalegu spurningu.
„Það er víst nær að spyrja biblíuna að því en mig. Ég sé, að
þú ert með hana“, sagði hann.
„Ég hef gert það“, sagði hún, „en fæ ekki viðeigandi svar“.
„Ekki það?“ sagði hann. „Ég er ekki kunnugur gestrisni
himnaföðursins, en mér finnst hann muni meta biblíulesturinn
þinn lítils, ef hann tekur ekki sæmilega á móti þér, þegar þú
flytur yfir um“.
Hún stundi mæðulega.
„Þú talar alltaf svo gáleysislega um guðsorð og himnaföður-
inn, ekki ólíkt því, að þú sért að hæðast að því. Það var það, sem
pabba sáluga líkaði svo illa“.
Hann kom til hennar og kyssti hana.
„Samt kvíði ég ekkert fyrir að koma yfir um, og áreiðanlega
þarft þú þess ennþá síður, þó að þetta kæmi fyrir. Finnur var
sáttur við þig, og hefur víst alltaf verið það. Hann gaf þér meira
að segja allt, sem hann átti, nema hrossin“, sagði hann.
„Hvers vegna gerði hann það?“ spurði hún hissa.
„Vegna þess, að hann sagði að þú hefðir einu sinni ætlað að
gefa sér aleigu þína, en hún var víst heldur lítil þá“.
„Já, ég man það. Það yar þegar Sigga var búin að segja mér
söguna hans. Aumingja Finni minn. Hvað hann átti bágt, þegar
hann var barn“, sagði hún. „Og hvað þú hlýtur að vera ánægður
yfir því, að hafa alltaf verið jafn góður við hann“.
„Nú skaltu hætta þessu væli, góða mín, og fara að klæða þig.
Það er áreiðanlega heilsusamlegra heldur en biblíulestur að koma
út og sjá indælan vormorgun í fallegum dal“, sagði hann og tók
biblíuna og lét hana upp á hillu.
Næsta sunnudag var fjölmennt við kirkjuna. Það átti að jarð-
syngja gamla manninn eftir messu.
Á milli leiðisgrinda Jakobs hreppstjóra og Jóns föður hans
var gröfin hans tekin. Hún var hlaðin innan eins og gröfin þeirra,
Jakobs og konu hans, og kistan var í sama lit og þeirra kistur,
prýdd gylltu handabandi og englamyndum. Svo var stór tréflegi
látinn yfir gröfina, svo að moldin skyldi ekki hrynja yfir kistuna,
og stóran fallegan kranz, sem búinn var til úr fallegum dala-
blómum og lyngi.
Þegar fólkið gekk frá gröfinni heim til bæjar, sló Sigurður
gamli á Hóli á herðarnar á Jóni hreppstjóra og kallaði svo hátt
að allir heyrðu, sem viðstaddir voru:
„Mikil andsk . . . gersemi ertu, Jón minn. Það hef ég alltaf
séð, en þó aldrei eins og núna. Þetta var aðdáunarvert, að láta hann
þarna við hliðina á karlinum honum afa þínum, og í jafn fallega
kistu og hinn soninn, sem tekinn var fram yfir hann í einu og
öllu“.
„Dauðinn gerir alla jafna, Sigurður minn“, kallaði Jón við
heyrnarlítið eyra gamla mannsins. „Nú getur hann ekki afneitað
honum lengur. í lífinu var honum sýnt óréttlæti; hví skyldi ekki
mega bæta úr því í garðinum, þó að seint sé“.
„Hann var bölvaður heigull, að gangast ekki við því, sem allir
vissu að hann átti. Það eru allir heiglar, sem svoleiðis haga sér.
Ekki gerði ég það, þótt ég væri ekki hreppstjóri eða hreppstjóra-
sonur. Ég gekkst við stelpunni, hvað sem kerlingarskassið hamaðist
og bölsótaðist. Já, víst gerði ég það“, kallaði Sigurður gamli.
„Já, já, þú gerðir það Sigurður minn. En það getur öllum
yfirsézt. Og ekkert er ég að stríða afa mínum með því að taka
gröfina þarna. Heldur var það síðasta ósk gamla mannsins, að
mega hvíla hjá pabba sáluga. Svo skulum við lofa þeim dauðu að
liggja í friði, og koma heim og fá okkur kaffi“, sagði Jón, sem
alltaf fékk ónot hjá sinni eigin samvizku, þegar hann hugsaði til
þess, hvernig farið hafði verið með Finn gamla. Hún var vön að
minna hann á lítinn dreng, langt í burtu, í sólríku landi, sem aldrei
hefði fengið að sjá föður sinn né föðurlandið, sem honum bar að
eiga, vegna þess að faðirinn var jafn huglaus og faðir burtsofnaðs
gamalmennisins. En það var ekki af ótta við heiminn, því að
hann mátti vita, að hann var barnið hans, heldur eina bjarthærða
konu. Á ást hennar og tilbeiðslu mátti enginn skuggi falla. Og
þessa síðustu daga hafði hún verið óvenju erfið við hann, þess
vegna langaði hann ekkert til að heyra meira um Jón afa sinn.
Sigga gamla hafði sagt honum sögu hans oftar en einu sinni.
Þegar kirkjufólkið sá tvö borð dúkuð í stofunni, alsett fínustu
brauðfötum og glansandi postulínspörum, hnippti Helga á Hóli í
Ketilríði, sína gömlu nágrannakonu, og bað hana að koma með sér
afsíðis. Þær gengu út fyrir bæinn. Nú voru þær orðnar jafn góðar
kunningjakonur og þær höfðu verið, svona þegar þær töluðu hvor
við aðra. Helga byrjaði samtalið:
„Mér þykir vera viðhöfn hér í dag. Hver skyldi nú hafa trúað
öðru eins, að hann fengi svona fallega kistu og hlaðna gröf, hann
Finnur gamli?“
„Það er nú ekki að spyrja að því, sem hann gerir, blessaður
húsbóndinn. Það er alltaf jafn rausnarlegt“, sagði Ketilríður.
„Ekki má draga það af honum, sem hann á með réttu. Hann
var framúrskarandi góður við karlvesalinginn“.
Þá kom þessi vanalega umhyggja, sem fólk hefur fyrir því,
sem hver og einn lætur eftir sig, þegar hann flytur burtu úr heim-
inum, upp hjá Helgu:
„Auðvitað hefur hann átt fyrir útförinni sinni hann Finnur
heitinn. Átti hann ekki skepnur. Mér heyrist sumir álíta, að hann
hafi átt peninga. Hver fær þetta eiginlega?“
„Ó, blessuð vertu, — það fer líklega ekki langt“, sagði Ketil-
ríður hálf kímileit. „Ég heyri sagt, að hann hafi gefið Önnu það
allt saman, nema hrossin. Sigurður á að fá þau“.
„Ja, þeim gaf sem þurfti“, sagði Helga fálega.
„Já, þetta er svo sem nógu kænlega útbúið. Honum er goldið
kaup, og það látið heita svo, að hann eigi svo og svo margar
skepnur, sem hann náttúrlega vann aldrei fyrir að hálfu leyti,
og svo rennur þetta allt inn í búið aftur. Það þarf þó nokkra út-
sjón eða hrekkjavit til að koma þessu svona laglega fyrir. En af
því hefur þeim verið gefið nóg, Jóni og móður hans. Það var
ólíkt myndarlegra, að láta það berast út, að honum væri goldið
hátt kaup, en að hann væri matvinnungur; en útkoman verður
sú sama“.
„Hver samdi þessa erfðaskrá?“ spurði Helga með vaxandi
forvitni.
„Auðvitað gerði Jón það sjálfur. Bárður á Ásólfsstöðum var
sóttur til að vera vottur. Ekki hef ég hugmynd um, hvort hann var
með réttu ráði, karlskepnan, eða ekki. Hann var oftastnær með
einhverju rutli, þegar ég kom inn til hans. En hvað er að tala um
það. Hver svo sem annar hefði átt að fá þessar reytur? Það hefði
sjálfsagt verið erfitt að finna nákomnari ættingja þessa vesalings.
Og svo geta þau sjálfsagt reiknað með því, að fá laglega fúlgu eftir
Borghildi. Varla lendir það annars staðar“.
„Það getur víst verið, að hún giftist, hún er ekki svo gömul“,
sagði Helga. Henni fannst það alveg blöskranlegt, ef hver arfurinn
eftir annan ætti að hrúgast að þessu alsnægta heimili. En hún
sjálf fengi aldrei svoleiðis höpp, nema það, sem karlinn og kerl-
ingin létu eftir sig, en það leit út fyrir að það yrði ekki strax,
sem hún losnaði við þau. „Það lifir lengst, sem lýðum er leiðast“.
„Það þykir mér ólíklegt, að hún fari að gifta sig“, sagði Ketil-
ríður. „Hún hefur ekki haft hlýju til þess að elska neinn karlmann,
kaldlyndisskjóðan sú arna. Svo býst ég nú við, að karlmönnunum
finnist hún vera búin að lifa sitt sitt fegursta; hún er víst farin
að potast upp á fimmtugsaldurinn. Enda mundi ég kenna í brjósti
um þann mann, sem hreppti slíkt kvenskass, þó að ég sé víst ekkí
álitin neitt sérlega brjóstgóð".
„Ekki vantar myndarskapinn á öllu hjá henni“, skaut Helga
hálfhikandi inn í.
„Já,.ég gef nú ekki svo mjög mikið fyrir hann, hef aldrei gert
það, sízt síðan ég kom á þetta heimili. Það lítur út fyrir, að það
fylgi honum dálítið, sem dregur úr mestu aðdáuninni, þegar
maður er farinn að skilja hlutina rétt. Fyrir gestsauganu er þetta
allt dásamlegt“, sagði Ketilríður dularfull á svip.
Þá stakk Helga höfðinu fast að eyranu á Ketilríði og spurði
ísmeygilega: „Situr hún nú á henni Önnu vesalingnum?“
Ketilríður glotti háðslega. „Það sýnist mér. Það sér það víst
enginn annar eða vill ekki sjá það. Það er orðið svo alvanlegt, að
Borghildur ráði og „regeri“ í öllu með húsbóndanum“.
„Og Anna lætur það gott heita. Þykir náttúrlega gott, að fá
að hafa það náðugt? Enda sést það á henni, að hún hefur góða daga.
Hún er hvít og fín eins og kaupstaðarfrú“, sagði Helga með
öfundarhreim í röddinni.
Ketilríður varð ennþá dularfyllri á svipinn. „Það er bezt að
segja sem fæst um það allt saman.^Henni hefur líklega verið inn-
prentað það í æsku, að hún væri þurfalingur, og mætti vera þakk-
lát fyrir hvað eina, sem að henni væri rétt“, sagði hún.
„Það fór orð af því, að hún væri mikið eftirlætisbarn á þessu
heimili, og ég sá ekki annað en að hún væri það, þetta eina ár,
sem ég átti hér heima", sagði Helga.
,Já, sei-sei. Það fór orð af flestu, sem gert var á þessu heimili-
Ekki vantaði það. Það hafði lag á því og hefur það ennþá. Hún
var öfunduð og talin lánsöm, en hefur þó líklega ekki verið öfunds-
verð af neinu, aumingja manneskjan“.
Þetta voru dularfull orð, sem gerðu Helgu fram úr hófi
forvitna.
„Ekki það?“ sagði hún. „Mér sýnist það fara heldur vel uffl
hana, og líklega þætti þér munur að sitja í hennar sæti en að
þræla eins og þú gerir á þessu heimili?“
„Ég hef alls staðar unnið vel, hvar sem ég hef verið, ekki
meira hér en annars staðar. En það verð ég að segja, að enginn
hefur goldið mér annað eins kaup og Jón. Ég ætla mér ekki að
draga það af honum. Hann tekur ekkert með Dísu, og Anna klæðir
hana alveg. Svo að ég hef yfir engu að kvarta. Mér hefur aldrei
dottið í hug, að mér væru gefnir kraftarnir til þess að nota þá
ekki“.
„Jæja, þarna standið þið þá, kjaftatæfurnar ykkar“, sagði
Erlendur allt í einu rétt hjá þeim. „Ég er búinn að leita að þér
um allt, svo að þú getir farið að hvolfa í þig kaffinu og komast
heim. Það sér ekki á, að þig langi í kaffi, að taka fram yfir að
þvaðra við Ketilríði úti undir bæjarvegg“. Hann hafði fengið sér
vel út í kaffið og hafði gaman af að stríða Ketilríði.
Hún leit á hann allt annað en vingjarnlega. Hún átti margt
enn ósagt við Helgu, því að hénni var þungt í skapi við húsbónda
sinn. Anna forðaðist að tala við hana einslega, síðan hún hafði
komið henni til að ýta karlskepnunni inn í búrið síðustu dagana,
sem hann var á róli. Og hún var búin að hugsa sér að gefa Helgu
upplýsingar, sem ekki yrðu honum í vil. En þá þurfti Erlendur að
rekast á þær.
„Það er naumast að þú hefur túlann á réttum stað. Það er
ekki von, að þú vandir mér kveðjurnar, fyrst þú talar svona til
konunnar þinnar, orðhákurinn þinn“, sagði Ketilríður og leit til
Helgu samúðarfullum augum.
„Það er nú bæjarbragurinn að tala svona“, sagði Helga klökk
af samúð Ketilríðar.
„Já, það er ættarfylgja og æskubragur, að tala eins og mér
býr í brjósti við hvern sem ég tala“, sagði Erlendur. Helga hefur
annað að gera en að standa á snakki við þig. Það er svo aldrei neitt
út úr þér að hafa nema óhróður um einhvern, sem þig langar til
að berist út um sveitina. Helgu er vel treystandi til þess, það
þekkirðu af gamalli reynslu. En nú er víst nóg komið af frétta-
lestrinum. Þú getur skotizt yfir einhvern sunnudag, ef þú átt
mikið eftir ósagt, gamla mín“, sagði hann hlæjandi og sneri við.
án þess að kveðja. Helga var komin heim á hlaðið.
„Þú vandar honum líklega ekki kveðjuxnar, þessum vesalings
dreng mínum, sem þú bauðst til að taka í fyrra, líklega til að geta
kvalið hann“, þrumaði Ketilríður á eftir honum. „Það er víst
engin sældarævi, sem þau eiga þessi böm mín, hjá ykkur hrepps'
nefndardjöflunum".
Erlendur sneri í áttina til hennar: „Það er óþarfi fyrir þJS>
að látast hafa áhyggjur út af krökkunum, þeim líður áreiðanlegs
skár en hjá þér sjálfri, tæfan þín. Auðvitað veiztu, að það er
ekki hægt að búa rétt vel við þau, því að þetta eru óartar-gemsar,
sem von er, út af ykkur Páli komin. En hann á ekkert slsemt
þessi angi, sem er hjá okkur, enda er hann einna skárstur af þeirn-
Helga gerir ekki upp á milli hans og sinna drengja“, sagði hann.
„Hann lítur svo sem heldur ekki illa út, skinnið“, sagði Ketil'
ríður mildari. „Og hvað illa sem mér er við þig, verð ég þó
segja það, að þú ert þó talsvert skárri en ætla mætti eftir ÞV1
sem þú lætur út úr þér“.
„Ojá, ég hef ekki verið alinn upp við*neina blíðmælgí- Og V1
höfum talazt við fyrr en í dag, og eigum sjálfsagt eftir að hriísa
saman hér eftir“, sagði Erlendur, kastaði til hennar kveðju
gekk burtu.