Lögberg - 22.07.1954, Blaðsíða 1
ANYTIME
ANYTIME _ ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
— ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
67. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 22. JÚLÍ 1954
NÚMER 29
Nýju dómararnir í Dakota heiðraðir
Ásmundur Benson
Níels G. Johnson
Þegar íslenzka byggðin í
Mouse River, N.D., var í mest-
um blóma, er talið að þar hafi
verið um þrjátíu íslenzk heimili.
Margt af þessu fólki mun fyrst
hafa átt heima í Pembina dalnum
en er þar tók að þrengjast um
kost góðra bújarða, fluttu menn
vestur í svo nefndan Mouse
River dal, hundrað og fimmtíu
mílna veg, og settust þar að á
ný- Allmargir komu frá öðrum
nýbyggðum hér vestra, eða
beint frá Islandi. Þetta fólk var
nær undantekningarlaust blá-
fátækt, og bjó fyrst lengi við
hin frumstæðustu kjör. Brátt
kom það þó í ljós, að þarna
höfðu sezt að allmargir mann-
kosta og dugnaðarmenn, og var
byggðabragur allur frá upphafi
nieð meiri menningar- og fram-
farablæ en efni stóðu til.
Byggðarmenn tóku brátt hönd-
um saman um almenn félags-
hiál, svo sem safnaðarstarf,
Þjóðræknis- og bindindismál.
Mikil rækt var lögð við að efla
hiigsjónir æskunnar og að stuðla
að tækifærum hennar til mennt-
unar og frama. Augljóst er að
fórnarlund og strit frumherj-
anna hefir borið merkilegan og
uaikinn árangur, því að frá þess-
aia hyggð hefir komið stór hóp-
Ur nytsamra borgara, sem skipar
uaeð sóma ábyrgðarstöður í ýms-
um stéttum þjóðfélagsins.
Nú hin síðafri ár hefir þessi
Sveit skipt mjög um svip, og
getur nú ekki lengur talizt ís-
lenzk, enda þótt þar dvelji enn
allmargt fólk íslenzkrar ættar.
Landstjórnin keypti mikinn
hluta af bújörðum frumherj-
anna og gerði þær að friðlandi
fyrir fuglarækt. Er nú svo kom-
x®> að þar sem áður stóðu reisu-
leg hús og heimili eru nú stöðu-
Votn> forarfen og urmull af
°ndum og öðrum vatnafuglum.
^feirihluti byggðarfólks tvístr-
aÖist í allar áttir.
^ sunnudaginn, 11. júlí, var
nokkrum blöðum flett aftur á
bak í óskráðri sögu þessarar
.ltlu en merku sveitar. Sannað-
lst‘ þá sem oftar að sú taug er
rpmm sem rekka dregur föður-
fúna til. Um tvö hundruð
^nns, niðjar og skyldulið frum
erjanna, safnaðist þá saman í
lrkju sveitarinnar, sem á
lómaskeiði hennar hafði verið
^ðstöð menningarlífsins. Er
, lrkjan hin prýðilegasta að öllu
utliti. Er söfnuður sá, sem nú
eldur kirkjuna, myndaður af
utersku fólki af ýmsum þjóð-
°kkum; þeirra á meðal munu
vera flestir þeir íslendingar,
Seru eftir eru í sveitinni; sam-
eiginlegt tungumál þessa fólks
er auðvitað enskan, og fer nú
tíðasöngur allur og kirkjuþjón-
usta fram á því máli. Margt af
því fólki sem kom til kirkjunn-
ar þennan áminnsta dag, var
langt að komið. Var þarna því
fagnaðarfundur með vinum og
ættingjum, sem í sumum tilfell-
um höfðu ekki sézt áratugum
saman. Sá, er hér segír frá, varð
var við fólk frá þessum stöðum:
North Carolina, California,
Washington, Oregon, Montana,
Minnesota, Florida, Manitoba,
Illinois, og víðsvegar úr North
Dakota. Sýnir þessi staðaskrá
hversu mjög Mouse River fólkið
hefir dreifst, og einnig, að það
lagði á sig mikla fyrirhöfn til
að geta notið samfundar á forn-
um slóðum þennan dag.
Hið sérstaka tilefni þessa
mannfagnaðar var það að á
þessu ári höfðu tveir synir
byggðarinnar verið skipaðir í
dómarastöður í Norður-Dakota
ríkinu. Níels G. Johnson lög-
maður og fyrrum dómsmálaráð-
herra ríkisins í Bismarck, hafði
'verið skipaður hæstaréttardóm-
ari, og Ásmundur Benson, lög-
maður og fyrrum ríkislögsókn-
ari í Bottineau County, hafði
verið skipaður héraðsdómari í
2. lögsagnarumdæmi ríkisins. Að
tveir menn úr jafn fámennri
byggð séu skipaðir í slíkar virð-
ingar- og ábyrgðarstöður, mun
eins dæmi í sögu Vestur-íslend-
inga. Þetta vildi byggðarfólk,
bæði það er enn dvaldi heima
fyrir og það sem burt hafði flutt,
viðurkenna, og um leið sam-
gleðjast byggðarbræðrum sin-
um í tilefni af heiðri þeim, er
þeim sjálfum og byggðinni hafði
fallið í skaut með vali þeirra í
þessar háu stöður.
Ævisögur beggja þessara nýju
dómara eru líkastar ævintýri.
Það er saga um tvo bláfátæka
og umkomulausa sveitapilta,
sem brutust áfram til náms og
frama, sigruðust á öllum torfær-
um, sem fátækt og fordómar
leggja oft á veg sona hins út-
lenda innflytjanda, náðu því
takmarki, sem þeir hofðu sjálfir
sett sér og voru svo, er tímar
liðu, vegna samvizkusemi og
dugnaðar í embættisfærslu
sinni, settir miklu hærra, en þá
sjálfa, eða nokkur annar
hafði látið sér til hugar koma.
Eina veganestið, sem þeir fengu
frá feðrum sínum var íslenzkur
manndómur: hugsjónir, heið-
virði, samvizkusemi, einbeittni
og dugnaður. En sá arfur reynd-
ist þeim gildari en gull.
Ásmundur Benson mun vera
meðal þeirra fyrstu úr Mouse
River byggðinni, sem lagði út á
langskólabrautinu. Hann er
fæddur að Akra, N.D., en flutt-
ist vestur barn að aldri. Faðir
hans var Þórður Benediktsson
frá Dalhúsum í Eiðaþinghá, og
móðirin, kona Þórðar, var María
Sveinsdóttir Snæbjarnarsonar
frá Bæjarstæði í Seyðisfirði.
Þau komu til Ameríku árið 1883
og settust fyrst að í Rauðarár-
dal; en árið 1894 fluttu þau til
Mouse River byggðarinnar og
reistu þar bú, með mikla ómegð
og lítil efni. Alls voru börnin
ellefu. Þórður var talinn vel
gefinn maður, og María var ein
með greindustu konum byggð-
arinnar; bæði voru þau vinsæl
og vel metin í héraði. Þegar
Ásmundur, að loknu barna-
skólanámi í heimasveit sinni,
lýsti því yfir, að hann ætlaði
sér að verða lögmaður, mun
mörgum hafa þótt sá draumur
næsta fjarstæðukenndur, eins og
á stóð. Aðalmenntasetur ríkis-
ins, Grand Forks, var í meira
en hundrað mílna fjarlægð, og
þar átti fjölskyldan engin ítök
eða hlunninda að vænta. Fram-
undan lá miðskólanám, mennta-
skóli og síðan lagadeild háskól-
ans. En Ásmundur var snemma
bjartsýnn og viljasterkur; hann
-lét engar fortölur á sig fá, en
hóf göngu sína eins og sá,
sem veit sér fyrirhugaða bjarta
braut og beina. En auðvitað var
hún hvorugt. Oft varð hann að
vinna á sumrum lengur en góðu
hófi gegndi, og kom því tíðum
seint í skólann. En námshæfi-
leikar hans og þrotlaus iðjusemi
við lestur báru hann fram til
sigurs að lokum. Um vorið 1915
tók hann embættispróf í lög-
fræði með góðri einkunn, og var
skömmu síðar tekinn í tölu lög-
manna ríkisins. Settist hann þá
strax að í Bottineau, og hefir
stundað lögfræðileg störf þar
ávalt síðan með vaxandi orðstír
og almennu trausti stéttar sinn-
ar og almennings. Hann hefir
tekið virkan þátt í almennum
málum sveitar sinnar; bæjar-
ráðsmaður í Bottineau hefir
hann verið í tíu ár, meðlimur í
stjórnarnefnd Elliheimilisins í
Minot, N.D., og einnig Elli-
heimilisins Borg að Mountain,
og ríkislögsóknari í sýslu sinni,
eins og áður er getið. Arið 1916
(29. marz) kvæntist hann Sigríði
Framhald á hls. 4
Skipaður í
ábyrgðarstöðu
R. J. Nicholson
Þessi dugnaðar- og hæfileika-
maður, Mr. R. J. Nicholson, hefir
verið skipaður “passenger sales
manager” hér í borg í þjónustu
Trans Canada Airlines; hann er
fæddur í Winnipeg og hlaut þar
mentun sína. Mr. Nicholson hefir
starfað hjá áminstu flugfélagi
síðan 1946, en í síðustu styrjöld
var hann kennari í flugsiglingum
hjá konunglega canadiska flug-
liðinu.
Mr. Nicholson er íslenzkur í
móðurætt, en móðir hans er hin
kunna sæmdarkona frú Bertha
Nicholson, 577 Agnes Street.
Fá sér reykjapípur
Um hríð hefir verið mikið um
það rætt, þótt ekki hafi allir
verið þar á einu máli, að mikil
sígarettunautn gæti orsakað
krabbamein í lungum, en þetta
hefir til þess leitt, að konur, engu
síður en karlmenn, eru farnar
að totta reykjapípur. í Englandi
og vítt um Evrópu, hefir þessi
siður verið við líði um allmörg
undanfarin ár, en mátt heita
nálega óþekktur í Norður-Ame-
ríku; nú er skýrt frá því, að
miklar birgðir af reykjapípum
við kvenna hæfi séu komnar
hingað til lands og eftirspurn sé
mikil.
Fjallkona tslendingadagsins í Seattle, frú Sophia Wallace
Fréttir fré ríkisútvarpi íslands
10. JÚLÍ
Vikuna, sem leið var úrkomu-
samt um allt land, og aðfaranótt
þriðjudags og á þriðjudag helli-
rigning víða og sums staðar með
fádæmum, enda hlauzt stórtjón
af skriðuföllum og vatnavöxtum
í Skagafirði. Framan af var vest-
læg átt og suðvestan en snerist í
norðaustlæga átt á miðvikudag
og hefir haldizt svo síðan. Held-
ur hefir verið milt veður, þetta
8 til 10 stiga hiti á Celsíus.
☆
Forsetahjónin komu heim í
vikunni úr ferðalagi um Norður-
land og Strandasýslu. Þau heim-
sóttu Akureyri, Eyjafjarðar-
sýslu, Ólafsfjörð og Siglufjörð,
Sauðárkrók og Skagafjarðar-
sýslu, síðan Húnavatnssýslu og
svo Hólmavík.
☆
Látinn er í Reykjavík séra
Jónmundur Halldórsson, fyrrum
prestur að Stað í Grunnavík. —
Hann var nýlega áttræður.
☆
Skeiðará hefir verið að vaxa
undanfarna daga en mjög hægt.
1 gærkveldi var í ánni talsvert
meira vatnsmagn en í sumar-
hitum, en ekki verður kallað að
stórflóð sé. Brennisteinsfýlu
leggur af ánni og fallið hefir á
málma þrjá síðustu dagana, en
slíkt gerist ekki venjulega fyrr
en dregur að hámarki hlaups.
☆
Fyrsta síldin, sem veiddist á
sumrinu, barst á land á mánu-
dagsmorgun og var stærðin all-
misjöfn og fitumagn um 16%.
Veiði hefir verið léleg, nema
einn dag fengustu milli 10 og 15
þúsund mál. Veður hefir líka
oftast verið óhagstætt. Varð-
skipið Ægir er nú í hafrann-
sókna- og síldarleitarleiðangri og
verður m. a. um hálfan mánuð
fyrir norðan land, og er það í
fyrsta sinn sem íslenzkt skip fer
með Asdic-tæki á síldarmiðin um
síldveiðitímann. — Asdic-tæki
Ægis, sem hefir gpfið mjög góða
raun, hefir bætt stórlega skilyrð-
in til síldarrannsókna og má geta
þess í þessu sambandi, að Ægir
og norska hafrannsóknaskipið
G. O. Sars munu vera einu skip-
in, sem búin eru slíkum tækjum.
Frá því í haust hafa verið gerðar
mjög ýtarlegar rannsóknir á á-
standi sjávarins fyrir norðan
land, langt norður í haf, og er
svæði þetta rannsakað mánaðar-
lega til að fá sem greinilegasta
vitneskju um ástand þess á
hverjum tíma, hiti mældur,
selta, súrefni, nitrat- og fosfat-
magn, og plöntu- og dýrasvif.
☆
Þrjú rannsóknarskip, íslenzkt,
danskt og norskt, unnu í júní-
mánuði að rannsóknum á hafinu
milli Noregs, Islands, Færeyja og
Jan Mayer, og hittust forstöðu-
mennirnir að leiðangri loknum
og báru saman niðurstöður sínar.
Að ósk atvinnumálaráðuneytis-
ins, kom Árni Friðriksson fiski-
fræðingur frá Kaupmannahöfn
til Færeyja til að sitja fundinn
og hann hefir fyrir nokkru sent
greinargerð, þar sem hann vegur
og metur þær niðurstöður, sem
hann telur að rannsóknirnar hafi
sýnt að þessu sinni með tilliti
til reynslu fyrri ára. Hann segir,
að ekki verði annað séð en síldin
ætti að hafa betri skilyrði nú
en að undanförnu til þess að
koma upp að landinu austan-
verðu, þar sem aðalsíldarstofn-
inn sé 4 til 6 gráðum vestar nú
en verið hefir, kalda tungan
milli hans og landsins miklu
fjær landi og ekki eins afmörk-
uð og nær ekki eins sunnarlega
og áður. Ennþá betri vonir
standa þó til þess, segir Árni
Friðriksson, að síldin á Langa-
nesslínunni og norður af landinu
megi berast undir land. Oltið
getur á því, hvort norðansjórinn
nær að blandast heita sjónum
að sunnan, þannig að ákjósanleg
skilyrði fyrir síldina geti mynd-
ast á svæðinu við Norðurland.
Þá má enn minna á eitt atriði,
en það er það, að síldin hrygndi
nokkru fyrr við Noreg s.l. vetur
en nokkur undanfarin ár, og
gæti það, í sambandi við þær
átuvonir, sem virðast fyrir
hendi, gert hana snemmbúnari
á miðin.
☆
Landssmiðjan lauk nýlega við
smíði fyrstu nótabátanna, sem
smíðarir eru úr stáli hér á landi,
og er verðið ekki hærra en verð
á norskum nótabátum úr stáli,
sem hingað hafa verið keyptir í
vor. Aðalkostir stálbátanna eru
taldir þeir, að viðhaldskostnað-
urinn verður minni og svo verða
þeir ekki vatnssósa eins og tré-
bátarnir og þyngjast því ekki
með aldrinum. Landssmiðjan
mun geta smíðað nokkur pör af
nótabátum úr stáli næsta vetur.
☆
Landsleiknum í knattspyrnu
milli Noregs og íslands, sem
háður var í Reykjavík s.l. sunnu-
dag, lauk þannig, að Islendingar
sigruðu með einu marki gegn
engu. Næst kepptu Norðmenn
við Akurnesinga og varð sá leik-
ur jafntefli, ekkert mark gert.
Þriðji og síðasti leikur norska
liðsins var svo í fyrrakvöld, og
þá unnu Norðmennirnir úrvals-
lið Reykjavíkurfélaganna með
fimm mörkum gegn einu.
☆
Samkvæmt forsetaúrskurði frá
því í september 1953 um skipan
og skiptingu ráðherraembætta,
var dr. Kristni Guðmundssyni
falið að fara með lögreglu- og
önnur mál, sem leiða af dvöl
hins erlenda varnarliðs hér á
landi. I máli nokkru, sem höfð-
að var gegn íslendingi, er starf-
aði á Keflavíkurflugvelli, var
því haldið fram af ákærða að
utanríkisráðherra væri ekki bær
að fara með ákæruvaldið í máli
því. Hæstiréttur úrskurðaði síð-
an að ekki væri hægt að breyta
með forsetaúrskurði gildandi
lögum um það, að einn og sami
Framhald á bls. 5
Fyrsta greiðsla
ákveðin
Sambandsstjórn hefir tilkynt,
að hveitiverð fyrir uppskeruárið
1954—1955, haldist óbreytt frá
því í fyrra og að fyrsta greiðsla
remi $1.40 á mæli; höfðu ýmsir
óttast um að verð hveitis myndi
lækka vegna þeirra miklu
birgða, sem enn eru óseldar í
landinu; svo varð þó ekki, og
mun því alment fagnað verða.
Vopnahlé í
Indo-China
Sá sögulegi atburður gerðist í
Geneva á þriðjudagskvöldið, að
þar voru undirskrifaðir samn-
ingar um vopnahlé og frið í
Indo-China, en þar hefir staðið
yfir blóðug styrjöld milli Frakka
og kommúnista í nálega átta ár;
landinu verður skipt, og hafa
þrjú lönd, Indland, Pólland og
Canada verið til þess kvödd, að
annast um framkvæmd friðar-
samninganna með það fyrir aug-
um, að fyrirmælum þeirra verði
stranglega framfylgt.