Lögberg - 22.07.1954, Blaðsíða 8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. JÚLÍ 1954
Úr borg og bygð
— íslenzk skemmtun —
Þjóðræknisfélagið tilkynnir að
séra Eric H. Sigmar og frú
Svava muni halda samkomur og
’segja frá ferð sinni til íslands,
sýna litmyndir af íslandi og
syngja íslenzka söngva, á eftir-
töldum stöðum og tíma:
Víðir Hall, föstudagskveldið
23. júlí.
Argyle, Grundarkirkju, mánu-
dagskveldið 26. júlí.
Geysir Hall, miðvikudags-
kveldið 28. júlí.
Winnipeg, Fyrstu lútersku
kirkju, fimmtudagskveldið 29.
júlí.
Selkirk, Icelandic Luth. Hall,
íöstudagskveldið 30. júlí.
Lundar, miðvikudagskveldið 4.
ágúst.
Gimli, Lútersku kirkjunni,
fimmtudagskveldið, 5. ágúst.
☆
Mr. Skúli Sigfússon frá Lund-
ar, fyrrum þingmaður St.
George kjördæmis, var staddur í
borginni í fyrri viku ásamt frú
sinni og Arthur syni þeirra.
☆
Mr. og Mrs. Breckman frá
Oak Point komu til borgarinnar
seinnipart vikunnar, sem leið.
☆
Heimilisfang J. J. Bílfells er
nú að 38 Rosewarne Street, St.
Vital.
☆
Þeir kunnu og ágætu bræður,
Eiríkur og Kjartan Vigfússynir
byggingameistarar í Chicago,
komu hingað um helgina og
dveljast hér nokkra daga í gisti-
vináttu þeirra Mr. og Mrs.
Magnús Magnússon, Laverandry
Street, St. Boniface, en héðan
ætla þeir að bregða sér til
Winnipegosis í heimsókn til ætt-
ingja og annara vinajþeir Vig-
fússon bræður eru félagslyndir
íslendingar og um alt hinir
mestu þegnskaparmenn.
☆
Mr. Thomas S. Baldwin frá
Los Angeles, Cal. var á ferð hér
í bænum að heimsækja systur-
dóttur sína Mrs. Helgu Toombs,
Ste. 5 Holliday Apts., Winnipeg.
☆
Mrs. Thorbjörg Ásta Hjör-
leifsson, ekkja, sem þjáðst hafði
af slagi ein 5 ár, andaðist á
heimili sonar síns, William Ray
Hjörleifsson, 25 Frederick Ave.,
í St. Vital, Man., en það var
einnig gamla heimilið hennar. —
Hún var jarðsungin frá Bardals
af Dr. Rúnólfi Marteinssyni mið-
vikudaginn 14. þ. m. — Hún var
einstaklega vel látin kona.
' Mr. Harold Johannson efna-
fræðingur frá Montreal, er
staddur í borginni þessa daga
ásamt fjölskyldu sinni í heim-
sókn til stjúpmóður sinnar frú
Rósu Jóhannson og fjölmenns
hóps ættingja og vina.
Mr. R. L. Beck rafurmagns-
verkfræðingur frá Peterborough,
Ont., dvelur um þessar mundir
ásamt fjölskyldu sinni hér í
borginni í heimsókn til foreldra
sinna, Mr. og Mrs. J. Th. Beck
og systkina; hann skipar háa
ábyrgðarstöðu hjá General
Electric í Peterborough.
☆
Síðastliðinn sunnudag kom
heim úr meira en tveggja mán-
aða dvöl á ýmissum stöðum í
Evrópu, Dr. P. H. T. Thorlakson
ásamt frú sinni; dvöldu þau
hjón um hríð í London hjá son-
um sínum, er þar stunda fram-
haldsnám í læknisfræði, en ferð-
uðust síðan til Svisslands og
ítalíu. Dr. Thorlakson sat lækna-
þing í Lopdon og París og flutti
þar fyrirlestra.
☆
Úr Islands og Norðurlandaför a
komu hingað á þriðjudagskvöld-
ið Dr. Haraldur Sigmar og frú
og séra Eric Sigmar og frú. Svo
sem vitað er, stundaði séra Eric
framhaldsnám í guðfræði við
háskóla íslands árið, sem leið.
William Heinesen í heimsókn
Fréttir
Danskur drengjakór, sem nefn
ist Parkdrengekoret, er kominn
til Reykjavíkur og syngur þar
og víðar á næstunni. Kór þessi
er úr KFUM-deild í Kaupmanna
höfn, og piltar úr KFUM í
Reykjavík, sem fóru í fyrra til
Danmerkur, taka á móti kórnum
hér. Þessi drengjakór hefur farið
víða, sungið m. a. í flestum bæj-
um Danmerkur, ennfremur í
Noregi, Svíþjóð og Þýzkalandi.
☆
Hinn nýskipaði sendiherra
Póllands á Islandi, Stanislaw
Antczak, afhenti á föstudaginn
forseta íslands trúnaðarbréf sitt
við hátíðlega athöfn að Bessa-
stöðum að viðstöddum utanríkis-
ráðherra. ☆
Skemmtiferðaskipið Caronia
kom til Reykjavíkur sljömmu
fyrir hádegi í fyrradag með 550
skemmtiferðamenn frá Banda-
ríkjunum. Flestir þeirra fóru í
ferðalag hér, margir til Hvera-
gerðis, Sogsfossa og Þingvalla. mann
Caronia er annað stóra skemmti-
ferðaskipið, sem til Reykjavíkur
kemur í sumar. Hið fyrra var
pólska skipið Batory.
Nýbókmenntir Færeyinga eru
i senn girnilegar til fróðleiks og
nautnar. Kynslóð frumherja
þeirra á glæsilega fulltrúa eins
og ljóðskáldin J. H. O. Djurhuus,
Christian Matras og Mikkjal av
Ryggi, og skáldsagnahöfunda
slíka sem Heðin Brú, William
Heinesen og Jörgen-Frantz
Jakobsen, svo að nokkur nöfn
séu nefnd. Nú kveðja sér hljóðs
nýir menn, sem þykja gefa mörg
og góð fyrirheit. Þetta hefir ekki
með öllu farið fram hjá okkur
íslendingum, þar eð þýddar
hafa verið á íslenzku jafn ágætar
færeyskar skáldsögur og „Far,
veröld, þinn veg“ eftir Jörgen-
Frantz Jacobsen, snillinginn,
sem lézt eftir fyrsta stórsigur-
inn; „Feðgar á ferð“ eftir Heðin
Brú og „Nóatún“ og „Ketillinn"
eftir William Heinesen, en hin
síðast talda var framhaldssaga
útvarpsins sumarið 1950. Margir
íslendingar kannast og við ljóð
Djurhuus, enda var hann vinur
og bróðir sumra samlanda okkar
Hafnarárum sínum. Samt
fylgjumst við of lítið með menn-
ingu og bókmenntum frænda
okkar í Færeyjum, og enn hefir
enginn tekið við hlutverki Aðal-
steins heitins Sigmundssonar. Á
þessu þarf að verða breyting. ís-
lendingar geta lesið færeysku
sér til gagns og gleði, ef þeir
nenna, og okkur er skylt að
styrkja Færeyinga eftir föngum.
Það má ekki minna vera en við
gefum gaum að því, sem þeir
hafa bezt fram að færa á hverj,-
um tíma.
Hingað er kominn í heimsókn
sá rithöfundur Færeyinga, sem
snjallastur er og frægastur af
núlifandi mönnum. Það er
William Heinesen. Undirritaður
vill nota tækifærið til að kynna
hann lítillega, þótt af vanefnum
sé. Vonandi reynist síðar auðið
að auka þá kynningu.
ÍSLENDINGADAGURINN
1. ágúst 1954 — Seaiile, Washington
HALDINN AÐ SILVER LAKE
SKEMMTISKRÁ
Byrjar kl. 2 e. h.
Forseti G. P. JOHNSON
Söngstjóri TANI BJÖRNSSON
Accompanist MRS. H. M. EASTVOLD
THE STAR SPANGLED BANNER . Ó, GUÐ VORS LANDS
AVARP FORSETA G. J. Johnson
EINSÖNGUR Tani Björnsson
ÁVARP FJALLKONUNNAR Frú Sophia Wallace
ÍSLENZKIR ÞJÓÐSÖNGVAR, undir stjórn Tana Björnsson
RÆÐA á íslenzku, „Lýðveldi íslands 10 ára“ —
Séra Bragi Friðriksson
EINSÖNGUR Tani Bjömsson
MUSICAL ACT by Thorlakson Family
GESTIR
COMMUNITY SINGING BY ALL
ELDGAMLA ÍSAFOLD . MY CONTRY . O, CANADA
SPORTS PROGRAM, 3:30 P.M.
Events for Young and Old
Soft Ball Game for All—Cash Prizes
Treats for children up to 12 years of age
FREE COFFEE ALL DAY
COMMITTEE:
Jón Magnússon, cliairman
K. Thorsteinson, Ted Samuelson, Bill Kristjanson G. P. Johnson,
Fred J. Frederickson, J. J. Middal, Klvin Kristjanson
Sumarið 1950 átti ég þess kost
að lesa bækur Heinesens í sjúkra
húsi í Kaupmannahöfn með fær-
eyskri tilsögn. Heinesen semur
ljóð sín og skáldsögur á dönsku,
en er þó mótaður af átthögum
sínum og uppruna með líkum
hætti og Jóhann Sigurjónsson,
Gunnar Gunnarsson og Krist-
Guðmundsson. Kvæði
hans eru mörg áhrifamikill
skáldskapur í hógværu látleysi
sínu. Heinesen bregður þar upp
glöggum og sérkennilegum
myndum og slær af strengjum
sínum færeyskar hljómkviður.
Hann dýrkar liti og tóna, og
frumleikinn er ríkur og næmur.
Hins vegar tekst honum ekki
nema stundum að gæða ljóð sín
fullkomnun listrænnar heildar,
enda mikil raun að iðka íþrótt
kvæðagerðar á framandi tungu.
Skáldsögur hans eru sýnu heil-
steyptari og persónulegri en
ljóðin. William Heinesen er
fjölhæfur og frumlegur skáld-
sagnahöfundur og vaxinn þeim
vanda að gerast leiðsögumaður
lesenda sinna um framandlegan
ævintýraheim náttúrunnar og
þjóðlífsins í Færeyjum. ,Nóatún‘
er svo vel gerð sagá, að höfund-
ur hennar hlýtur að teljast ær-
inn afreksmaður, „Den sorte
gryde“, sem nefndist „Ketill-
inn“ í íslenzku þýðingunni, er
samt enn snjallara listaverk,
þegar einstakir kaflar eru lagðir
til grundvallar. Sanngjarnasti og
réttdæmasti bókmenntafræðing-
ur Dana taldi hana eina af beztu
skáldsögum danskra bókmennta
eftir síðari heimsstyrjöldina.
Slíkt er mikil viðurkenning,
þegar í hlut á útlendur rithöf-
undur brotinn af bergi fámennr-
ar og fátækrar þjóðar, sem Danir
líta ógjarna upp til. „Den sorte
gryde“ var naumast heppilega
valin útvarpssaga, því að tákn-
ræn túlkun hennar krefst ræki-
legrar athugunar í vandlegum
lestri, en hugmynd sögunnar er
höfundi hennar frækilegur sigur.
Heinesen fæddist í Þórshöfn
í Færeyjum 15. janúar árið 1900
og er sonur Zachariasar Heine-
sens, sem rak verzlun og útgerð í
höfuðstað eyjanna. Heinesen
yngri nam verzlunarfræði, en
gerðist ungur blaðamaður og rit-
höfundur í Danmörku og starf-
aði þar unz hann fluttist heim
til Þórshafnar allmörgum árum
fyrir síðari heimsstyrjöldina.
Hann er maður víðförull og
leggur á margt gjörva hönd. Auk
ritstarfanna fæst hann mikið við
myndlist og er leikstjóri og leik-
tjaldamálari við Sjónleikahúsið
í Þórshöfn. Ljóðabækur hans eru
fimm talsins: „Arktiske Elegier“,
„Höbjergning ved havet“,
„Sange mod vaardybet“, „Stjern-
erne vaagner“ og „Den dunkle
sol“. En skáldsögurnar fjórar:
„Blæsende gry“, „Noatun“, „Den
sorte gryde“ og „De fortabte
spillemænd“. Heinesen kvaddi
sér hljóðs sem ljóðskáld rúm-
lega tvítugur, en gaf út fyrstu
skáldsöguna árið 1934 — full-
þroska maður og rithöfundur.
Nú orðið mun hann lítt fást við
ljóðagerð, en einbeitir sér að
skáldsögunum.
William Heinesen á hér ýmsa
aðdáendur, sem hafa lesið skáld-
sögur hans á dönsku og íslenzku.
Hann á því von vina, þegar hann
kemur hingað í heimsókn. Ég
leyfi mér fyrir þeirra hönd að
bjóða hann velkominn og óska
honum góðrar dvalar.
Helgi Sæmundsson
—Alþbl., 9. júní
Ófrfi yið lungna-
krabba eykur sölu á
Hellas-vidlingum
Undanfarið hafa mikil skrif og
umræður orðið varðandi meinta
hættu, er stafaði af reykingum
vindlinga. Hefir hættan verið
talin fólgin 1 því, að efni í reykn-
um, sem soginn er í lungun,
kunni að valda lungnakrabba.
Þessa ótta við vindlingareykinn
hefir gætt nokkuð hér á landi
að undanförnu. Hefir hann lýst
sér í því, að þeir, sem ekki hafa
tekið upp bindindi, hafa snúið
sér að léttum tegundum vindl-
inga, svo sem.grísku vindlingun-
um Hellas.
Staðfesti Jóhann G. Möller,
forstjóri Tóbakseinkasölunnar,
það, þegar blaðið hafði tal af
honum, að sala á Hellas-vindl-
ingum hefði farið vaxandi síð-
ustu mánuðina.
Eins og reykingamönnum mun
vera kunnugt, þá eru mikil við-
brigði að taka upp reykingar á
austurlenzkum vindlingum eftir
að hafa vanizt bandarískum
vindlingum, svo sem Lucky
Strike, Chesterfield og Camel,
því fyrir utan að vera léttari
hafa austurlenzku vindlingarnir
sérstæðan ilm, sem margir fella
sig ekki við að finna af tóbaki.
Þrátt fyrir þetta er salan
Hellas-vindlingunum að aukast,
og munu dæmi þess, að reykinga
menn hafa snúið sér að þeim,
eftir að hafa leitað læknisráða í
þessu vandamáli, sem felst í því
að soga nikótín í lungun og
pappírsreyk og tjöru.
Það hallast ekki á í deilunni
um lungnakrabba af völdum
vindlingareyks, því að segi einn
mikilsvirtur maður, að hætta sé
af reyknum, er annar kominn
og segir, að lungnakrabbi geti
allt eins stafað af óloti (benzín-
stybbu og kolsýringi) í borgum.
Hafin er nú víðtæk rannsókn á
því, hvort rekja megi orsakir
krabbans tii reykinga, en á með-
an ekki hallast á í deilunni, hafa
vindlinga-framleiðendur tekið
upp það ráð að setja síu í vindl-
ingsendann, sem á að varna því,
að eins mikil óhollusta og áður
lendi í lungunum. —TIMINN
Hvað vilfru verða?
Ólafur Gunnarsson: HVAÐ
VILTU VERÐA? Útgefandi:
ísafoldarprentsmiðja h.f. —
Reykjavík 1954. — Bókin er
gefin út að tilhlutan fræðslu-
ráðs Reykjavíkur.
Þetta er fyrsta bók sinnar
tegundar á íslenzku, leiðarvísir
handa unglingum um stöðuval.
Erlendis hafa bækur af þessu
tæi lengi verið á boðstólum,
enda meiri þörf fyrir þær þar
sem starfsgreinar eru fjölbreytt-
ar og þess vegna úr mörgu að
velja. Hér á landi hafa starfs-
greinar fram á okkar daga verið
fáar, en þeim hefir fjölgað á-
kaflega í seinni tíð eftir að
landið varð sjálfstætt, viðskipti
jukust við umheiminn og efna-
hagur landsmanna rýmkaðist.
Þessi bók Ólafs Gunnarssonar
sálfræðings er því tímabær og
mun tvímælalaust koma mörg-
um að góðu gagni. Ekki er að
efa, að oft ræður tilviljun ein
hvaða atvinnu fólk gerir að ævi-
starfi sínu, þó er val ævistarfsins
sennilega vandasamasta og
mikilvægasta val sérhvers ein-
staklings.
Fatnað sinn velur fólk af
mestu nákvæmni, því enginn vill
ganga í fötum, sem eru annað
hvort of stór eða of lítil eða á
annan hátt illa sniðin. Þetta er
ekki að lasta, en mikilvægara
hlýtur þó hitt að vera að velja
sér lífsstöðu, sem vel hentar.
Það er algent, að heyra sagt frá
því, að þessi eða hinn sé á rangri
hillu í lífinu, en á rangri hillu
er sá einn, sem mistekizt hefir
að velja sér starf við sitt hæfi,
eða látið þar kylfu ráða kasti.
Talið er, að í heiminum séu
um 20 þúsund starfsgreinar, en
hér á landi eru þær vitanlega
mörgum sinnum færri, þó eru
þær ótrúlega margar og fer sí-
fjölgandi með hverju ári. Ólafur
Gunnarsson lýsir rúmlega 50
mismunandi starfsgreinum í bók
sinni Hvað viltu verða? og hefir
notið til þess aðstoðar ýmissa
fróðra manna. Jafnframt stuttri
og gagnorðri lýsingu á starfs-
greininni er tekið fram hvaða
hæfileikar fólks séu nauðsyn-
legastir til að geta rækt þessa
sérstöku grein vel af hendi,
einnig hvaða eiginleikar sízt
gegni í sömu stöðu. Virðist mér
þetta allt ljóst og skipulegt frá
hendi höfundar og fræðsla hans
við hvers manns hæfi, enda er
hann æfður kennari og kann vel
að greina aðalatriðin frá og
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL
Heimili 686 Banning Street-
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Messað verður í Guðbrands-
söfnuði við Morden, Man., sunnu
daginn 1. ágúst, kl. 2 e. h. Altaris-
ganga safnaðarins fer fram eftir
messu.
S. ólafsson
☆
Messur í Norður-Nýja-íslandi
Sunnudaginn 25. júlí:
Víðir, kl. 2
Hnausa kl. 8
báðar messurnar á ensku.
Fermingarbörn mæti eftir
messu.
Robert Jack
undirstrika þau, svo það sem
mestu máli skiptir verði lesand-
anum eftirminnilegt.
Margar myndir prýða bókina,
sem er prentuð á góðan pappír
og snotur að frágangi. Hún er 99
bls. að stærð. Guðm. Daníelsson
—SUÐURLAND
“A Realistic Approach lo the
Hereafter"
by
Winnipeg author Edilh Hansson
Bjornsson's Book Store
702 Sargent Ave.
Winnipeg
FOR SALE
Oil Painting “Hekla” by
Emil Walters 2x2Vt gilt
frame. Halldor Halldorson
Estate, 353 Broadway Ave.
Phone 923-055 or 924-758.
Mornings only.
Lokið símanum —
þannig að
þróðurinn
sé
ótruflaður!
Símastúlkan þarf að
vita þegar viðtalinu er
lokið, svo að aðrir geti
notað þráðinn.
“If your telephone is of
the magneto type (the
kind with the crank).