Lögberg - 22.07.1954, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.07.1954, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. JÚLÍ 1954 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON GeCið at hvern fimtudag af ‘THE COLUM3IA PRESS LIMITED 695 8ARGENT AVENTTB, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” ia printed and publlshed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Píslargrátur Jóns biskups Arasonar Dr. Charles Venn Pilcher biskup í Sidney, Ástralíu, hefir snúið þessu mergjaða ljóði á enska tungu og það með slíktum ágætum, að naumast verður á betra kosið; á ensku nefnist kvæðið The Passion—Lament of Bishop Jón Arason. ■ Dr. Pilcher hefir unnið íslenzkri bókmenningu ómetan- legt gagn með þýðingum sínum af íslenzkum helgiljóðum, svo sem Passíusálmunum, Sólarljóðum, og nú síðast þessu mikla kvæði Jóns Arasonar. Það er aðdáunarvert, hvernig þessi hollvinur íslenzkr- ar ljóðmenningar, Dr. Pilcher, hefir af sjálfsdáð haslað sér völl á vettvangi íslenzkrar tungu og hafið sig til flugs, því þar var óneitanlega við ramman reip að draga; aðstaðan var slík, að um mök við íslendinga var sama sem ekki að ræða, né heldur um aðgang að íslenzku bókasafni; en eftir því sem hanp gróf sig dýpra inn í kjarna hinna íslenzku helgiljóða óx hrifning hans; þar fann hann gullkorn, sem honum var ant um að hinn enskumælandi heimur fengi aðgang að; þetta hefir honum lánast svo, að þýðingar hans standa óbrotgjarnar í Bragatúni í aldir fram. Hér fer á eftir fyrsta erindi af frumtexta áminsts ljóðs ásamt þýðingu Dr. Pilchers: „Faðir vor Kristr, í friðinum hæzta, form smíðandi allra tíða, sonr í dýrð að síðan færði sanna elsku og hjálp til manna; heilagr andi á hverri stundu hér rennandi um heiminn þenna, blási hann oss í brjóstin þessi beztum ráðum guðdóms náða!“ Christ, our Father, in peace of heaven Giving form to all the ages; Glorius Son, who brought to mankind Saving help and true redemption; Holy Spirit, at each moment Breathing through the whole creation, Come, inspire us, we beseech thee, With the Godhead’s glorius wisdom. Dr. Pilcher lifir sig inn í anda þeirra ljóða íslenzkra, er hann tekur að sér að snúa á enskt mál; hann finnur til þess að um helgidóma sé að ræða, er enginn skuggi megi falla á; þess vegna verða þýðingar hans eigi aðeins mótaðar orðsins list, heldur fyrst og síðast andans list, innblásnar og vekjandi. Síðasta erindi frumtextans er á þessa leið? Jesús lífið lýða leysi Jesús öndin eyði gröndum. Jesús pínan oss gjöri hreina. Jesús dauðinn frelsi nauðir! Magnist ást þó að málið þagni minn drottinn, á pínu þinni! grátrinn fellr, en gef oss alla guði á vald um aldir alda. En þannig kemur erindir fyrir sjónir í búningi Dr. Pilchers: Jesus, free the life of all men! Jesus, Spirit, subdue all evil! Jesus, Passion, make us holy! Jesus, Death, save us from bondage! May love increase, though speech be silent, O my Lord before thy suffring, This “Lament” I end, committing All to God through endless ages. Hér hefir aðeins verið í fáum dráttum leidd athygli að hinni snildarlegu þýðingu Dr. Pilchers af Píslargráti Jóns biskups Arasonar; það er ekki heiglum hent, að snúa svo vel sé ljóðum Jóns biskups á annarlega tungu; en það er síður en svo, að slík þrekraun hafi orðið Dr. Pilcher að ofurefli, heldur hefir hann auðsjáanlega sleitilaust komist alla leið upp á örðugasta hjallann. Nýju dómararnir í Dakofa heiðraðir Framhald aj bls. 1 Lilju Freeman, dóttur hinna merku hjóna Guðmundar og Guðbjargar Freeman, sem lengi bjuggu rausnarbúi í Mouse River byggðinni. Er frú Benson mjög myndarleg og vel gefin kona, og hefir hún reynzt manni sínum ómetanlegur styrkur á framsóknarbraut hans. Þau hjón eiga tvær dætur, Mrs. D. R. Coleman í Pasadena, Cal., og Mrs, A. R. Hawkins, Jr., sem búsett eru í ríkinu North Carolina. Saga Níelsar er í öllum aðal- atriðum hliðstæð sögu Ásmund- ar. Hann var fæddur á Akranesi á íslandi, en kom á ungbanrs- aldri vestur með foreldrum sín- um, Guðbjarti Jónssyni og Guð- rúnu ólafsdóttur, konu hans. Settust þau að á fremur ófrjóu landi og bjuggu jafnan við þröngan kost. Er Níels í föður- ætt kominn af ættlegg séra Sveins Níelssonar, prófasts á Staðarstað, og mun Níelsar- nafnið vera víða í ættinni. Af þessari , kynkvísl er margt mætra manna komið, eins og kunnugt er, svo sem Sveinn Björnsson, fyrsti lýð- veldisforseti íslands, Harald- ur Níelfeson, prófessor, Friðrik Hallgrímsson, fyrrum dómpró- fastur, og séra Jón Guðnason, núverandi þjóðskjalavörður ís- lands. Níels hlaut barnaskóla- menntun í heimasveit sinni, en miðskólanám í Bottineau. Inn- ritaðist hann þá í ríkisháskól- ann í Grand Forks og stundaði þar nám, unz hann gekk í her- inn í fyrri heimsstyrjöldinni. Var hann rúmlega tvö ár í her- þjónustu, og af þeim tíma varði hann sextán mánuðum í skot- gröfum í Frakkalndi. Var hans getið á þeim tíma fyrir fræki- lega framgöngu. Er heim kom, hóf hann aftur nám þar sem frá var horfið, lauk á tilsettum tíma Bachelor-prófi, og síðan em- bættisprófi í lögum með mjög hárri einkunn, og var veitt Juris Doctor gráðan. Hóf hann síðan lögmannsstörf í Leeds, Minna- waukan, og Towner, nokkur ár í hverjum þessara bæja, en fluttist síðan til Bismarck, höf- uðborgar ríkisins, er hann var skipaður dómsmálaráðherra Norður-Dakota. Hélt hann því embætti í nokkur ár, en hóf síð- an aftur lögfræðistörf á eigin reikning, unz hann var skipaður hæstaréttardómari. Níels er kvæntur amerískri konu, Ruth Hallenback að nafni. Eiga þau tvö börn, George, námsmann við háskólann í Grand Forks, og Margot í heimahúsum. Heiðurssamsæti það, sem byggðarfólkið í Upham hélt þeim dómurunum, hófst, eins og fyrr er getið, nokkru eftir há- degi á sunnudaginn, 11. júlí. Samkvæmisstjórn hafði með höndum Wm. Freeman, kennari frá Bottineau, tengdabróðir Ás- mundar, og fórst honum hún vel úr hendi. Af ræðumönnum kvaddi hann fyrstan fram hinn virðulega og víðkunna hæsta- réttardómara, dr. Guðmund Grímsson frá Bismarck. Er hann gagnkunnugur báðum hin- um nýskipuðu dómurum, og tal- aði hann mjög hlýlega til þeirra og um þá. Fórust honum m. a. orð á þessa leið: „Af langri reynslu og kynningu, sem ég hefi haft bæði af Níels og Ás- mundi, þori ég að fullvissa Is- lendinga hvar sem er um það, að þessir menn muni standa vel í stöðu sinni og verða sjálfum sér, sveitungum sínum hér í Upham og þjóðfolkk sínum til sóma í hinum ábyrgðarmiklu stöðum, sem þeir skipa nú“. Rak síðan hver ræðan aðra. Barney Ásmundsson frá Bell- ingham, Wash., tengdabróðir Ásmundar, flutti fjöruga og fyndna ræðu á íslenzku. Þá töl- uðu þeir óskar Benson, lög- maður frá Bottineau, bróðir As- mundar, Ólafur W. Johnson, læknir frá Rugby, N. Dak., bróð- ir Níelsar, og dr. Valdimar J. Eylands frá Winnipeg, sem flutti kveðjur frá Þjóðræknisfé- lagi íslendinga í Vesturheimi og frá Kirkjufélaginu, sem Melakton-söfnuðurinn í Upham tilheyrði til skamms tíma. A milli ræðanna voru sungnir ís- lenzkir og enskir söngvar undir stjórn Kris Benson í Upham, bróðursonar Ásmundar. Þá tóku heiðursgestirnir til máls hver af öðrum. Voru þeir báðir innilega hrærðir, en umfram allt þakk- látir fyrir samsætið og auðsýnda vináttu og heiður. Báðir rifjuðu þeir upp að nokkru þá persónu- sögu, sem að framan er greind, og fóru fögrum og maklegum orðum um þau áhrif til góðs, sem þeir hefðu hlotið á upp- vaxtarárunum í þessari sveit, bæði frá foreldrum sínum og öðrum áhugamönnum um menn- ingarmál. Heiðurinn, sem þeim væri sýndur, tilheyrði miklu fremur frumherjum sveitarinn- ar, sem hefði skapað þeim eld í anda, og hvatt þá til dáða. í samkvæmislok voru báðum dómurunum gefnar fallega inn- bundnar bækur, sem allir við- staddir skrifuðu nöfn sín í, og einnig verðmætir lindarpennar, sem þeir hver um sig kváðu sig Sextíu og fimm ár eru nú lið- in á mánudaginn 2. ágúst síðan fyrsti Islendingadagurinn var haldinn í Victoria Park í Winni- peg, 2. ágúst 1890. „Tímarnir breytast og menn- irnir með“, en sextugasti og fimmti íslendingadagurinn, sem haldinn verður í Gimli Park 2. ágúst næstkomandi verður að mörgu leyti svipaður hinum fyrsta, því eins og þá verða til taks framúrskarandi ræðumenn og skáld að mæla fyrir minni íslands og tíu ára lýðveldisaf- mæli þess 17. júní 1944. Þar verður Canada líka minnst, sem reynzt hefir flestum niðjum Is- lands vel. Þar verður söngur og íþróttasýning, og eins og áður gefst fólki tækifæri til að heilsa upp á gamla kunningja og vini. íslendingadagsnefndin h e f i r ekkert til sparað að gera þenn- an dag eins ánægjulegan og unnt er, frá morgni til kvölds. Úrval af íslenzkum hljóm- plötum verður spilað í listigarð- inum um morguninn. —• íþróttir fyrir unglinga byrja klukkan 12 (D. S. T.) Þar á eftir fylgja “novelty races” og íþróttir fyrir stúlkur. Aðal-skemmtiskráin b y r j a r klukkan 2 (D. S. T.) Fjallkonan er hin velþekkta og velmetna kona Paul W. Goodmans, bæjar- ráðsmanns. Eins og fyrr hefir verið getið, hefir Mrs. ísfeld verið að æfa stóran og ágætan söngflokk með aðstoð Mrs. Gíslason og Miss Sigrid Bardal. Nærri sextíu menn og konur af beztu söng- kröftum íslendinga í Winnipeg hafa sótt æfingar. Kórinn syng- ur fjórum sinnum ágætt úrval af íslenzkum þjóðsöngvum, sem Mrs. ísfeld hefir valið til skemmtunar. Minni tíu ára lýðveldis Is- lands verður flutt af séra Robert Jack, þjónandi presti Árborgar- byggðar. Séra "Jack hefir eftir stutta dvöl hér getið sér orðstír sem góður og skemtilegur ræðu- maður. — Sveinn Björnsson læknir frá Miniota minnist ís- lands í frumsömdu kvæði. — Minni Canada verður flutt í enskri ræðu af Mr. A. Thorarins- syni, ungum lögmanni, sem hefir snemma getið sér góðan orðstír bæði sem lögmaður og ræðumaður. Að vanda verður skrúðganga að minnisvarða landnema, þar sem Fjallkonan leggur blóm- sveig og sungið verður Minni myndi nota við undirskriftir , dómsskjala til minningar um j daginn. Allmörg símskeyti bár- ust að frá fjarlægum vinum, og voru þau lesin að lokum. Degi var nokkuð tekið að halla, er samkvæminu var lokið. Var þá farið niður í neðri sal kirkjunnar, þar sem ríflegar veitingar voru fram bornar. Höfðu menn komið með vistir með sér, en framreiðslu alla annaðist Mrs. Björg Sawyer frá Bottineau, bróðurdóttir As- mundar. Hafði hún og margt annarra kvenna sér til aðstoðar. Dagurinn var hlýr og bjartur. Það mun og lengi bjart yfir minningu hans hjá þeim, er við- staddir voru. íslendingar víðs- vegar samfagna hinum nýju dómurum, þessum dáðadrengj- um, sem hafa vaxið við hverja raun, og hafa með drenglyndi sínu og dugnaði lagt fram ríf- legan skerf til þess álits og virð- ingar, sem vor litli þjóðflokkur nýtur á meðal miljónanna hér á vesturvegum. V. J. E. Dósentsembættið í guðfræði við Háskóla íslands var auglýst l^ust til umsóknar 15. marz s.l með umsóknarfresti til 1. júlí. Um það sóttu þeir Guðmundur Sveinsson, settur dósent, og Þórir Kr. Þórðarson cand theol. landnemanna, ort af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. íþróttakeppni fyrir unga menn byrjar klukkan tvö; sam- keppni fyrir Oddson-skjöldinn og Hanson’s-bikarinn fer fram. Búist er við að íþróttaflokkar frá Lundar, Oak Point og öðrum íslenzkum byggðum Manitoba- vatns, og aðrir flokkar úr byggð- um Nýja-íslands og frá Winni- peg keppi. Oddson’s-skjöldurinn fer til íþróttaflokksins, sem flesta vinninga fær. Hanson’s- bikarinn hreppir einstaklingur- inn, sem skarar fram úr í þess- um íþróttum. Kveldsþemmtun í Gimli Park byrjar kl. 7.45, en þá sýna fjórir drengir undir umsjón Art Reyk- dals íslenzka glímu. — Paul Bardal stjórnar Community singing kl. 8. Því næst verður sýnd kvikmynd af fyrsta lýð- veldis hátíðahaldi Islands á Þingvöllum og í Reykjavík. — Dansinn hefst kl. 10 og heldur áfram til kl. 2 eftir miðnætti. J. K. L. Maurice Chevalier. var fyrir nokkru staddur í London hjá kvikmyndakonunginum Arthur Rank og ræddu þeir um væntan- legan kvikmyndasamning þeirra í milli. Ung og falleg stúlka, einkaritari Ranks, var viðstödd til þess að skrifa niður athuga- semdir, ef einhverjar skyldu verða. Þegar stúlkan var farin út af skrifstofunni, sagði Chevalier í mikilli geðshræringu: — Ó, en sú synd! — En sú mikla synd! En hvað þetta er leiðinlegt fyrir hana! — Hvað í ósköpunum meinið þér eiginlega, herra Chevalier? spurði Rank. — Svona ung! Svona falleg! Svona vel klædd — Og ekki í París! íslendsngaháHð á Hnausum, 14. ágúst Fyrsta Islendingadagshátíð í Norður-Nýja-íslandi var haldin á Hnausum árið 1894, og 14. ágúst næstkomandi mun þessa merkisatburðar minnzt með sér- stökum helgiblæ á samkomu, sem haldin verður í skemmti- garðinum á Hnausum. Nefndin hefir gert sitt ýtrasta til að gera skemmtiskrána eins góða og unnt er. Að dómi allri hefir henni heppnast það vel. —• Hin glæsilega íslenzka söngkona, frú Guðmunda Elíasdóttir frá New York syngur á þessari há- tíð. Hún hefir verið þjóð sinni til mikils sóma á sviði sönglist- arinnar og hefir komið fram í Metropolitan óperuhúsinu í New York við bezta orðstír. Það er því mikið tilhlökkunarefni að hlusta á hana á Hnausum, og það er vonandi að sem flestir noti þetta tækifæri, sem ef til vill aldrei kemur aftur. Það er einnig mjög ánægju- legt, að hr. Björn Sigurbjörnsson írá Reykjavík hefir orðið við ósk nefndarinnar um að mæla fyrir minni íslands. Björn er sonur hins ágæta og þjóðkunna manns, Sigurbjörns í Vísi. Hann er nú þegar mörgum að góðu kunnur og er ekki síður glæsi- legur á velli en við nám sitt við háskólann í Manitoba. Maður, sem hefir fórnað starfs kröftum sínum mikið fyrir sönglistina í Norður-Nýja-Is- landi, kemur fram með blandað- an kór; en maðurinn er Jóhannes Pálsson, sem nú er þel þekktur fyrir fiðluleik sinn og söng- stjórn, enda er alt sem hann gerir á því sviði vel af hendi leyst. Þá má hér einnig minnast systur hans, frú Lilju Martin, sem er einn bezti stólpi tónlistar- innar hér um slóðir. Hún mun annast undirleik frú Guðmundu og kórsins. Frú Anna Austmann frá Ár- borg verður Fjallkona dagsins. Hún er myndarkona, mjög fær í íslenzku og góður Islendingur. Það er enginn efi á því, að hún mun setja virðulegan svip á há- tíðina. Nefndin, undir forustu Gunn- ars Sæmundssonar, á þakkir skilið fyrir sína framsýni og dugnað við undirbúning hátíð- arinnar. Það er ósk nefndarinn- ar, að þeir, sem kynnu að hafa verið á fyrstu Hnausahátíðinni, gefi sig fram sem allra fyrst. Robert Jack COPINHAGIN Bezta munntobak heimsins Lesið Lögberg KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVIK íslendingadagurinn í Gimli Park 2. ágúst 1954

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.