Lögberg - 22.07.1954, Blaðsíða 7

Lögberg - 22.07.1954, Blaðsíða 7
7 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. JÚLl 1954 Flóðin og skriðuföllin í Norðurórdal hofa valdið milljóna frjóni Dauður skepnur finnast—Túnið á Fremri-Kolum nú stórgrýtisurð Fró íslendingum og Skræl ingjum ó Grælandi Það var ömurleg eyðilegging- arsjón, sem við augum blasti, Þegar komið var vestur í Norður ardal í Skágafirði nú á fimmtu- daginn, tveimur dögum eftir að skriðuföllin urðu þar. Hinn ný- legi, breiði og hái vegur er nú á Urn það bil 5 km. svæði ýmist hiilinn grjóturð og aurleðju, eða sundurtættur, svo að í hann hafa fuyndazt 6-8 m. djúp skörð og Þetta frá 10-20 m. breið. Tún og hyggingar hafa eyðilagzt á bæði Ytri- og Fremri-Kotum og skepn Ur hafa farizt í skriðunum. Far Vegur Valagilsár, þar sem vegur inn liggur að herini, er nú átta sinnum breiðari en áður var. Ejallshliðin ofan Fremri-Kota er nu sundurkrössuð af skriðuföll- um. Laust eftir hádegi á fimmtu- hag lagði stór áætlunarbifreið frá Norðurleið h.f. af stað frá Akureyrar og vestur á Öxna- dalsheiði. Var ætlunin a ð reyna að kom- ast vestur að Valagilsá í Norður ardal til þess að sjá vegsum- uaerkin eftir skriðuföllin, sem Urðu þar á þriðjudaginn. Ekkert har til tíðinda fyrr en komið var Vestur undir Klif á Öxnadals- heiði, að þar hafði fallið skriða °g skilið eftir bjarg á veginum a stærð við jeppabil. Voru jarð- ýtur búnar a ð ryðja slóð með- fram steininum, en honum varð ekki haggað. Enginn teljandi tarartálmi var þó þarna og var nu haldið rakleiðis vestur að Dagdvelju, stærsta og illræmd- asta gilinu í Giljareit. Undir veg- mn yfir gilið hefir verið gerð teikna mikil uppfylling. 1 vatns- Laumnum á þriðjudaginn hefir aurleðja kastast niður gilið og s°pað burtu meginhluta uppv tyllingarinnar og skilið eftir stórt skarð þar sem áður var breiður vegur. Gilið beggja u^egin er skafið niður á klapp- ri'nar en aurdyngjan niðri á eyrum við Heiðará. Þarna voru tvær jarðýtur vegagerðarinnar að reyna að gera bráðabirðaveg ýflr bilið. Tókst að svo að jeppi °g hinn stóri langferðabíll kom- ust nú yfir gilið. Var nú vegur- lnn, að undantegnum smá leir- skriðum, nokkuð greiðfær vest- ur að Valagilsá í Norðurárdal. "Skaðraeðisfljótið" Valagilsá Það er auðvelt að skilja lýs- ingu Hannesar Hafstein á „Vala- gilsá“ þegar lítið er yfir farveg erinar nú. Sjálf er áin nú frek- ar meinleysisleg, þótt en sé hún Uiórauð á lit. Við óðum hana auðveldlega á háum stígvélum. n síðastliðið þriðjudagskvöld efir hún ekki verið minni held- en þegar Hannes beið við ana flóðtepptur forðúm. „Org- ar í boðum, en urgar í grjóti, JUST RECEIVED! a shipment of His Masler's Voice ICELANDIC RECORDS Please write or phone at nce for a free catalogue. Vuantities of each record in nis mitial order are limited. ^void disappointment — order once. are very pleased to be oie to offer this selection of records to all our faithful , eiandic customers who have een so patient with us. And we Will strive continually to be ,service and wherever pos- lat °1313111 supplies of the test Icelandic record releases. j.,11 ri’s records—33%-78-45— 1 — s SHIDEftMAH S Music Hall To714 College Sireet t°RONTO. ont. canada Melrose 6200 engu er stætt í því drynjandi róti. Áin, sem stundum er ekki í hné, er orðin að skaðræðis- fijóti.“ Áður var yfir ána aðeins stutt brú úr rammgerðri, járn- bentri steinsteypu. Nú er þarna tveggja metra djúpur og 80-100 m. breiður farvegur. Það hafa ekki verið neinar smáræðis ham farir, sem þeyttu burtu brúnni, svo að ekkert sér eftir nema stöpulinn að vestan þar sem hann er grafinn inn í árbakk- ann. Hvergi sáum við votta fyrir neinu úr brúnni í farveginum, eða á eyrunum fyrir neðan, en við fréttum að í Norðurá niður undan Fremri-Kotum væru ein- hverjir steypusteinar, sem lík- lega væru úr brúnni. Mun þó vera talsvert á annan km. frá Valagilsá og niður að Fremri- Kotum. Hámark eyðileggingarinnar Eftir að hafa vaðið yfir Vaia- gilsá höldum við gangandi nið- ur að Fremri-Kotum. Á þremur stöðum er grafin heljarstór skörð í veginn allt að 6-8 metrar á dýpt og hið stærsta um 20 m. á breidd. Skammt framan við bæinn komum við í skriðu, sem er samfelld vestur fyrir ofan bæinn á annan km. á breidd. Hefir skriðan fallið yfir túnið og eyðilagt fjóra fimmtu hluta þess, sópað burtu fjárhúsum yfir 120 fjár og hlöðu, sem tók 7-800 hesta af heyi, og voru í henni um 80 hestar af fyrningum. Öll ull af um 80 kindum, sem lá und- ir yfirbreiðslu skammt austur við bæínn, sópaðist burt og mun það litla, sem af henni sést í aurnum og grjótinu vera ónýtt sakir leirleðju sem í henni er. Haughús, sem byggt var austan við fjósið, tók skriðan einnig, með sér. Kýrnar voru í fjósinu og er mildi að skriðan skyldi ekki eyðileggja það heldur láta sér nægja að sneiða steinsteypt haughúsið austan af því. Hluti af skriðunni og vatnsflaumur- inn ,sem henni fylgdi, skall á nýju steinsteyptu íbúðarhúsinu, en sakaði það ekki. Vatnsbólið á bænum er nú grafið undir skriðuna og verður að sækja neyzluvatn um 200 m. leið. Frásögn hjónanna á Kolum Húsmóðirin á Kotum var ein heima á þriðjudaginn með börn- um sínum ungum. Segir hún að á mánudaginn hafi rignt stans- laust allan daginn og aðfaranótt þriðjudags. Á þriðjudaginn jók rigninguna mikið og var nú sem heltl væri úr fötu. Lítisháttar uppstyttur gerði af og til. Um kl. 3 um daginn taka skriðurnar að falla. Stóðu þau á Kotum úti í dyrum og horfðu á skriðurnar falla, sú fyrsta féll alllangt frá bænum. En síðan nálgast skriðu föllin bæinn og falla nú rétt aust an við bæjarhúsin. Fer þeim nú ekki að lítast á blikuna. Hringir konan nú í mann sinn, bóndann Gunnar Valdemarsson, en hann var með bíl sinn í vegavinnu yzt úti í Blijnduhlíð. Húsmóðirin á Kotum segir að síðasta skrið- an og sú stærsta, sem þau sáu, hafi komið eins og ægilegur foss fram af brekkubrúnunum ofan við bæinn. Var hávaðinn af skriðufallinu óskaplegur. Hluti af þessari skriðu skall á bænum. Það er af Gunnari að segja, að hann lagði þegar af stað heim- leiðis, er konan hafði hringt til hans. Varð hann að skilja bíl sinn eftir utan við Dalsá í Blönduhlíð, en fékk síðan sel- fluttan á jeppum inn í Silfra- staðafjall, en ófært var yfir Helluá. Síðasta hluta leiðarinnar gekk Gunnar. Kom hann að Ytri-Kotum um kl. 8 um kvöld- ið. Voru þá skriðurnar að mestu hættar að falla, en fjallshliðin milli Kotanna að mestu eitt aur- kviksyndi. Fólk, sem yfirgefa varð bíla sína þarna á milli bæj- anna varð að vaða aurinn í mitti til þess að hafa sig niður fyrir Ytri Kot, en síðan gekk það í Silfrastaði um kvöldið. Bíllinn M-52 er grafinn á kaf í eina skriðuna og varð að yfirgefa hann þar og heppni að ekki varð slys á tveimur mönnum sem í honum voru. Gunnar vissi að skiði var að minna á Ytri-Kot- um. Tók hann þau með sér og gekk á þeim þar sem verst var yfir skriðurnar. Ekki hefir verið árennilegt fyrir Gunnar að berj- ast áfram í því grenjandi vatns- veðri, sem þarna var á leið hans heim, en heima beið kona og börn og þangað varð hann að komast. Og kl. um hálf tíu var Gunnar kominn heim. Var þá veðrinu að mestu slotað, en eyði leggingin var ægileg. Skrokkar af skepnum hafa fundizt Gunnar hefir þegar fundið tvo heila kindarskrokka í skriðun- um og ennfremur tætlur af kind um, sem skriðurnar hafa tætt í sundur. Á Norðuráreyrunum niður undan Egilsá hafa fundizt skrokkar af tveimur kindum og einu hrossi, 3 móðurlaus lömb eru komin heim að bæ á Fremri Fimmtíu og sex ár eru liðin síðan franski rithöfundurinn Emile Zola birti hina frægu grein sína, Ég ákæri, í blaðinu L’Aurore. Greinin var stíluð sem opið bréf til forseta lýðveldisins og rituð á móti stjórninni og gerðum hennar í Dreyfusmálinu. Nú hefir gerzt nokkur eftirmáli við þá deilu, sem þá stóð yfir. Hefir Parísarblaðið Le Monde birt nýja og athyglisverða á- deilugrein, hafða eftir fólki, er telur sig hafa sönnur fyrir því, að Zola hafi ekki dáið af slys- förum, heldur látið lífið fyrir hendi morðingja. Fram að þessu hefir því verið almennt trúað, að hann hafi látizt af kolsýru- eitrun. Spurningin er sú, hvort hinn kunni franski rithöfundur Emile Zola hafi verið myrtur af of- stækisfullum andstæðingum í Dreyfusmálinu, sem í reiði sinni yfir skoðunum Zola í Dreyfus- málinu hafa á undirförulan hátt náð lífi hans, þannig að morðið liti út sem slys. Spurning Le Monde Það var þessi spurning, sem Le Monde varpar fram í framhaldi af umsögn um útkomna ævisögu Zola. Virðist sem blaðið hafi nokkuð til síns máls í þessu efni, en það byggir á upplýsingum, er nýlega hafa komið í dagsljósið. Kolsýrueitrun Eins og kunnugt er, þá fannst Emile Zola látinn í íbúð sinni að morgni 29. september 1902. Hafði hann látist um nóttina af kolsýrueitrun. Kona rithöfund- arins var meðvitundarlaus, en hún náði sér. Að lokinni hinni opinberu lögreglurannsókn var gefin út tilkynning þess efnis, að kolsýringurinn í íbúðinni hefði stafað frá því, að reykrör hafði stíflazt af sóti um hnén, þar sem það lá frá íbúðinni og út á þakið, ásamt röri frá annarri íbúð. Rörið hafði þó ekki stíflazt alveg. Fuglarnir dóu, marsvínin lifðu Áður en sótstían var tekin úr ofnrörinu var gerð tilraun með fugla og dýr í herbergi því, þar sem Zola lézt. Var sams konar brenni notað og það, er Zola hafði notað kvöldið áður en hann lézt. Þrír fuglar og þrjú mar- svín voru lokuð inni yfir nóttina. Daginn eftir voru tveir fuglar dauðir, en marsvínin lifðu bezta lífi. Frekari rannsóknum lauk með því, að talið var, að um óvænt slys hefði verið að ræða. 51 ári síðar Tíminn leið og andlát Zola olli engum frekari hræringum Kotum. Ekki er unnt að segja um hve margt hefir farizt af skepnum í skriðunum og mun það ekki koma í ljós fyrr en í haust. Gunnar á Kotum var rétt búinn að rýja fé sitt, en hafði að vísu ekki náð öllu til rúnings, og missti hann þarna ull af um 80 fjár. Síðan sleppti hann fénu upp frá bænum, en fjallshlíðin ofan við bæinn er nú öll sundur- grafin af skriðum, svo að auð- velt er að ímynda sér að eitt- hvað hafi farizt þar af fé. Milljónatjón Ekki er nokkur vafi a því, að tjónið sem hlotizt hefir af flóð- um þessum og skriðuföllum nemur milljónum króna, brýr og ræsi og langir vegarkaflar, auk túnsins og mannvirkjanna á Fremri-Kotum og stórum hluta túnsins á Ytri-Kotum. Reynt mun á skömmum tíma að gera veginn vestur færan stórum bíl- um til bráðabirgða, en fullnað- arviðgerð á þessum gífurlegu skemmdum mun taka langan tíma. VIGNIR GUÐMUNDSSON — MBL. 10 júní en þeim, sem urðu við það, að missa svo ágætan málssvara réttlætisins og mannvin. Árið 1953 eða fimmtiu og einu ári síð- ar tókst blaðamanni við Libera- tion að afla sér vissra upplýs- inga, sem á vissan hátt bentu til þess, að slysið hefði ekki verið eins óvænt og af var látið. Benti blaðamaðurinn á það, að við efna fræðilega rannsókn á loftinu í herberginu, eftir tilraunina með dýrin, hefði aðeins fundizt einn þúsundasti hluti korsýrings. Og það er skammtur, sem alls ekki er lífshættulegur. Hverju munaði? Blaðamaðurinn varpaði fram þeirri spurningu, hvernig bæri að skilja það, þegar svo mikill kolsýringur berst frá ofninum þessa nóttina, að hann verður manni að bana, en aðra nótt, sem ofninn er kyntur við nákvæm- lega sömu aðstæður, lifa þrjú marsvín það af, eins og ekkert sé. Heldur blaðamaðurinn því fram, að þann dag, sem Zola fór heim í íbúðina, hafi ofnrörið verið stíflað af einhverjum. Síð- an hafi sú hindrun verið tekin úr rörinu morguninn eftir, þegar Zola var látinn. Sótarinn kemur til sögunnar Blaðamaðurinn byggir þessa skoðun sína á bréfi, sem sent var blaðinu frá einum lesanda þess. Skýrir lesandinn frá því, að hann hafi kynnzt sótara skömmu fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Þessir tveir menn urðu góðir vinir og einhverntíma á árinu 1927 leidd- ist tal þeirra að andláti Emile Zola. Sagði þá sótarinn, að hann hefði verið að starfi á þaki næsta húss við hús Zola þann dag, sem rithöfundurinn kom heim. „Við þessi störf gátum við óséðir stíflað rörið að ofni rithöfund- arins, því að rörið lá upp að þakinu. Morguninn eftir tókst okkur okkur, án þess nokkur sæi, að fjarlægja það, sem við höfðum stíflað rörið með“, sagði sótarinn við lesanda blaðsins. Hótunarbréf og óvinir Sótarinn notaði orðið „við“ og gat það merkt, að fleiri en hann hefðu verið við þetta riðnir, sem hafi unnið að þessu samkvæmt fyrirskipunum óvina Zola. La Monde hefir haft tal af syni Zola, Jacgues Zola lækni og aftekur hann engan veginn að faðir hans hafi verið myrtur. Vísar hann í því sambandi til þeirra fjöl- mörgu hótunarbréfa, sem faðir hans fékk og til þess haturshug- ar, sem Dreyfusmálið hafði vakið bæði meðal almennings og í hernum. —TIMINN, 11. júní Eftir handriti í Landsbóka- safni 538 4to. með fljótskriftar- hendi frá á að gizka 1830—’40, og segir Jón Árnason blöð þessi komin frá Gunnari J. Gunnars- syni á Hálsi (séra Gunnari á Svalbarði) pr. J. A. Hjaltalín, „og er sögn þessi kölluð „Sögu- brot“. Það er bágt að ábyrgjast nokkuð um aldur þessarar sögu- sagnar, en hitt er víst, að hún er um svo merkilegt atriði, eyðing Islendinga á Grænlandi fyrir Skrælingjum, að það eitt er ærið til þess að ganga ekki framhjá henni. Eins og menn vita, þá hafa menn síðast sagnir um Is- lendinga á Grænlandi um daga Ögmundar biskups (1520—1540), en þegar menn næst fá áreiðan- legar fregnir af Grænlandi undir lok 16. aldar, eru allir íslend- ingar horfnir og ekkert eftir á Grænlandi, nema Skrælingjar. Atburðir þeir, sem sögusögn þessi skýrir frá, eiga því að hafa gerzt nálægt 1550. (Þjóðsögur og munnmæli Jón Þork.). Maður bjó í Veiðifirði á Græn- landi er Ingjaldur hét. Skræl- ingjar segja Ingilli. Hann átti marga sonu er allir voru kvæntir og bjuggu þar í dalnum um- hverfis höfuðbólið. Fólk þetta var vel kristið og hafði bæði kirkjur og kennimenn, og stóðu búhagir þeirra með blóma. Um þessar’ mundir tók vesturströnd Grænlands að fjölbyggjast af þeim lýð, er vér köllum Skræl- ingja, en sjálfir nefna þeir sig innuk (mannkynið). Hvert þeir eru komnir frá Ameríkuströnd- um, sem liggur 30 mílur þaðan, hverra innbúa mál þeir tala, greinir ekki í þessari frásögu. Fjöldi þessara manna tók sér bólfestu á Nabarhok, skammt frá Veiðifirði, og tóku að færa byggðir sínar ætíð meira suður eftir, hvar vetrarríki þótti minna. Varð nú samganga mill- um Veiðfirðinga og norðan- manna, sem þó áttu lítt skap saman, vegna siðferðismunar hinna kristnu og heiðnu, sem ekki vildu láta telja sér sanna trú. Samt tóku nokkrir þessara sér bústaði við sjávarmál í Veiði- firði og reistu þar kofa sína og tjöld og lifðu á fiskveiðum. Fór nú svo fram, að rígur var mikill, en réð þó hvorugur á aðra. Það var þá einhverju sinni að smá- sveinar Veiðfirðinga léku við ströndina með bogum sínum, en með landi fram voru Skrælinga- synir með kjakka (húðskútu) og æfðu sig að henda pílum, og var einn þeirra þar í hinum miklu fremri. Þessi mælti til Veiðfirðinga, að sæmra væri þeim að nema íþróttir sínar en viðra skyrvambir í selskinni og tína bláber eins og hrafnar. Hinir svara að ekki þurfi þeir að standa að baki Skrælingjum um íþróttir, og ekki muni þessir bet- ur hæfa með pílum sínum en þeir með bogaskeytum. Sneri þá Skrælingjasonurinn skútunni til lands og sendi skeyti sitt í hóp Veiðfirðinga, og varð tólf ára piltur fyrir og féll dauður við, því að pílan kom á hann miðjan. Æptu þá Skrælingar fánalega og reru frá landi, en Veiðfirð- ingar skunda heim og segja feðr- um sínum atburðinn, og lét Ingjaldur bóndi kalla alla menn á móts við sig, og gerir uppskátt, að hann vill fara að Skrælingum þegar samdægurs og drepa þá alla eður stökkva þeim úr hér- aði. Var brátt að þessu undið og urðu sex tigir hraustra manna og fara út hvatlega til strandar. Skrælingjar voru lítt við búnir, því margir voru ókomnir af sævi og (er) svo frá sagt, að héraðs- bændur drápu þá niður hvern, sem fyrir varð, einnig konur og börn Skrælingja. En nú bar fjölda karlmanna að landi og þótti ógott að sjá umsvif Veið- firðinga. Laust nú í bardaga all- harðan. Beittu Skrælingar bein- yddum pílum, en héraðsmenn höfðu sverð eða höggspjót, og féllu Skrælingjar því sem strá. Það er sagt af Ingjaldi bónda, að hann sat á steini meðan bar- daginn stóð, því hann mátti ei standa fyrir offitu sakir. Sóttu margir Skrælingjar að honum, og varð hann fjögra manna bani sitjandi. Lauk svo að þar féllu allir Skrælingjar, og sneru hér- aðsbændur heim með sigur. Var Ingjaldi ekið á sleða og var (hann) ekki sár, en harla móður, því ístran þreytti hann meira en sóknin. Svo er sagt, að fiftim féllu af Veiðfirðingum, en ei vita menn tölu á Skrælingum, er féllu á fundi þessum, en það var ærinn fjöldi. Nú segir svo frá, að maður einn af liði Skrælingja, annað-tveggja af hugbleyði eður fyrir kænsku sakir, kastaði sér heilum í valinn og bylti um sig dauðum náum. Stendur hann nú á fætur, þegar héraðsbændur eru sjónum horfnir, og hleypur til sjávar, kemst í húðskútu eina, rær sem mest nætur og daga;. kemur hann til Nabashok, er ég vil kalla Stunnes, og hittir þar landa sína ekki fáa, greinir þeim hið ljósasta af fundinum og eggjar fast til hefnda. Voru Skrælingjar þess ótrauðir, en kváðu, að hafa munai verða kænleik við, ef duga skyldi að fara að þeim Veiðfirðingum. Láta þeir nú kyrt fram um vetur. En þegar ísa tók að leysa, hafa þeir gjörvan knör mikinn af reka-viðarrimum, og þanið húðir um að utan; mátti þar á ganga 200 manna, og er sagt, að Skræl- ingjar þannig hafi fyrst upp fundið kvennabáta sína. Halda þeir nú til Veiðifjarðar og koma páskamorgun að landi. Þá var helgihald mikið í Veiðifirði, og sáu nokkrir menn húðknörrinn mikla úti á firðinum, og deildu um hvað vera mundi, en flestir sögðu firna stóran hafísjaka reka fyrir straumi, því að eigi voru slíkar ferjur fyrr sénar, en húð- irnar skafnar snjáhvítar á knerr- inum. Gáfu menn nú ekki gaum að þessu framar, og fóru allir í kirkju. En það var siðvenja að enginn mátti láta sig finna utan kirkju. Voru því þangað borin börn öll og aðrir, sem vanfærir voru. Nú þegar messa stóð sem hæst, komu Skrælingjar að bæn- um með 200 manns og höfðu allir miklar lyngbyrðar, sem þéna áttu fyrir skjöld móti sverð um þeirra Veiðfirðinga, en þau var ekki að hræðast, því allir voru vopnlmausir undir messu. Slá nú Skrælingjar hring um kirkjuna og létu grjóti og pílum rigna inn á heimamenn, og er skjótt frá að segja, að (þar) féll Ingjaldur bóndi og allur hans ættleggur. Því ekkert varð af vörn, því að bæði voru menn vopnlausir og hálfu færri en Skrælingjar. Þó segja menn að einn sona Ingjaldar slyppi úr mannþrönginni, og hljóp til sjávar. Eltu hann 20 Skrælingj- ar, og varðist hann þar um hríð með rekastaur nokkrum, en svo lauk, að illmennin grýttu hann til bana. —VÍSIR, 19. júní lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Það er borið fram FEIS-EL 1 þessu felast aukin þægindi, því þessir pappírs-klútar eru kunnir að mýkt og fara vel með nefið. KAUPIÐ Var Zola myrfrur af hafrursmönnum yegna afsfröðunnar í Dreyfusmálinu?

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.