Lögberg - 19.08.1954, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.08.1954, Blaðsíða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL TRAHSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 67- ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN, 19. ÁGÚST, 1954 NÚMER 33 Eft-irminnilega fögur útisamkoma Sextíu ára minning íslendinga- dagsins í Norður-Nýja-íslandi, sem haldin var hátíðleg að Iða- velli við Hnausa síðastliðinn laugardag var dável sótt og fyrir margra hluta sakir áhrifarík og ^innisstæð; þó höfðu náttúru- öflin ekki verið sem hliðstæðust, því nóttina á undan kom steypi- regn og sáust þess glögg merki 1 skemtigarðinum allan hátíðis- daginn, þó þá væri blíðviðri og sólfar mikið; allur var mann- söfnuðurinn í sólskinsskapi og hlýddi með djúpri athygli á hvert einasta og eitt skemti- skráratriði út af fyrir sig. For- sæti skipaði hinn snöfurmann- legi oddviti sveitarinnar Bifröst, Sigurður Wopnford; tókst hon- Uro ágætlega til um samkomu- stjórn, enda jafnvígur á íslenzka °g enska tungu. Fyrir minni Islands mælti ®jörn Sigurbjörnsson stúdent lrá Reykjavík; var ræða hans iturhugsuð og hið bezta flutt; en íslands í ljóði mintist eitt af goðskáldum íslendinga vestan h^fs, G. ó. Einarsson í Árborg. Prófessor J. H. Elíis, sem fjölda íslendinga er að góðu kunnur, flutti einkar fróðlega ræðu fyrir minni Canada, en ijóð, helgað Canada, sem samið öafði Franklin Johnson ungt skáld í Geysisbygð, las séra Pobert Jack í fjarveru höfund- urins. Mikill, vel þjálfaður og vold- ugur söngflokkur undir stjórn •fóhannesar Pálssonar hljóm- iistarkennara, vakti almenna ^rifningu, en með undirleik að- stoðaði flokkinn systir söng- stjórans, frú Lilja Martin. Mesta aðdráttaraflið að sam- komunni, var þó að öllu saman- lugðu frú Guðmunda Elíasdóttir, er kom, sá og sigraði með sinni fseru og voldugu rödd; túlkun hennar á íslenzku þjóðlögunum ^un seint úr minni líða þeim, er a hlýddu; koma hennar á Iða- v°il setti met í sönglistarsögu Norður-Nýja-íslands; söngkon- Úr borg og bygð Séra Bragi Friðriksson, prest- Ur íslenzku safnaðanna við ^anitobavatn, er um þessar jbundir staddur á alþjóðakirkju- þingi í Evanston, Illinois, sem fulltrúi þjóðkirkjunnar á ís- &ndi og ríkisstjórnar Islands. ☆ Séra O. S. Thorlakson frá San rancisco, Cal., kom hingað til nrgar á sunnudaginn var ásamt ru sinni, er þurfti að leita ^eknisskoðunar og sennilega ^knisaðgerðar á sjúkrahúsi; hrestshjónin voru viðstödd irkjuvígsluna á Gimli þá um aginn; það var ánægjuefni að endurnýja kunningsskap við &era Octavíus, þenna fyndna og llfsglaða mann. ☆ i-ir. Valdimar J. Eylands lrkjufélagsforseti, vígði form- ga á sunnudaginn hina veglegu lrkju Gimlisafnaðar að við- a Öddu afarmiklu fjölmenni og P^fttöku margra presta; þótti at- ,° nin hin virðulegasta um alt; a Undirbúningi athafnarinnar skilmerkilega sagt hér í uðinu í fyrri viku og lesendum ar af leiðandi kunnugt um alt, setu fram fór. una aðstoðaði með öruggum undirleik frú Lilja Martin. Holla og íhyglisverða ný- breytni á skemtiskrá mátti telja Óð fslands, er minnti að vissu leyti á förnan víxlsöng, en þar runnu saman í eina heild kjarn- vísur úr hátíðarljóðum Davíðs Stefánssonar, rödd frú Guð- mundu, söngflokkur, undirleikur og framsögn Fjallkonunnar og Gunnars Sæmundssonar. Séra Eric Sigmar flutti kveðj- ur frá íslandi á fagurri og þrótt- mikilli íslenzku og var slíku að makleikum vel fagnað. Fjallkonan, frú Anna Aust- man, flutti mál sitt skörulega og slíkt hið sama gerði ungfrú Evelyn Williams. Frá íþróttum er sagt á öðrum stað hér í blaðinu. Fagur eindrægnisandi hvíldi yfir samkomunni frá upphafi til enda og var hún öllum, er að henni stóðu til mikillar sæmdar. Vinnur frægan sigur í nýlega afstaðinni íþrótta- keppni brezka veldisins, sem háð var í Vancouver, B.C., gekk Sveinn Sigfússon sigrandi af hólmi í sleggjukasti og vann með því kappatitilinn í Canada. Sveinn er löngu kunnur íþrótta- garpur og hefir í þeim efnum við góðan orðstír marga hildi háð. Photo by Ernie Einarsson, Winnipeg Tribune Winston Hand tenderly nurses the glíma trophy he won at Gimli August 2nd, while Bob Tebbutt, Herbie Frederickson and Bob Brockhill, his vanquished competitors, look on. Hol- idays prevented the entire glíma club from making an ap- pearance, and had made further raids by August 14th, when they went to Hnausa. However, three boys, Winston Hand, Bob Tebbutt and Ronnie Stefansson, staged an exhibition at the celebration there. When they were through, three local youngsters stepped out of the crowd to emulate them. The Oddson Shield and the Hanson Cup were resurrected at Gimli this year. Boys soon grow into men, and perhaps at some future celebration the glíma belt, too, can be brought out of retirement. Fréttir fré ríkisútvarpi íslands 8. ÁGÚST Alla s.l. viku var norðaustan átt hér á landi, yfirleitt bjart sunnanlands og vestan en oft strekkingshvasst. Norðanlands var dumbungsveður flesta dag- ÍSLANDS MINNI 2. ágúst 1954 á Gimli, Manitoba Vér minnumst þín, einhuga, enn í dag, ættjörðin feðra vorra. Vér ræðum, og yrkjum ljóð og lag, á landsmáli Egils og Snorra. Það á eldfjallatign og hájöklahæð, og heiðaþögn allra tíða; fallandi straumsins öru æð, frá uppsprettu í hafið víða. Því ennþá vakir oss innst í sál hin íslenzka móðurtunga, gullvæg og hrein sem guðamál, getið við straumsins þunga, og þroskað við íss og elda bál, um aldanna stríð og drunga. Talandi máttur, traust sem stál, tungan sú gamla — og unga. Hún er sem bræðralags brjóstmál hlýtt, bergmál frá tærum lindum, lækjanna hjal og þjóðlag þýtt, og þytur af fjallatindum. Sterk sem fossandi stórfljót grýtt, en stærst þó í lífsins myndum, andar á hugann, sem blærinn blítt við blómin hjali á rindum. 1 uppheiðaþögn vér fundum frið og fylling, sem lífið þráði. Hún opnaði og lýsti Jífsins svið ljósi, er til vor náði. Hún sýndi oss fegurst sjónarmið, er sólríkum dögum spáði. Og málefnum hjartans lagði lið, ef leitaði það að ráði. Vér þökkum það allt af heilum hug, þótt hér sé vor auður falinn. Og enn vér vísum því öllu á bug, sem andar á blóm þín kalin. Vér tileinkum þér vort ljóð og lag, sem lífstíð og aldir geymi, og eigum hér saman íslands dag, ennþá í Vesturheimi. Vér óskum af hjarta til heilla þér og hamingju, í ræðu og óði, lýðveldið yngsta í heimi hér, en helgasta í sögu og ljóði. Trú þú á lífið og trú á þann frið, sem er traustur, á frjálsum grunni. Vak þú og bið, og sá leggur lið, sem lífið gaf tilverunni. S. E. Bjömsson ana, þokusúld á annesjum og á fiskislóðum, en oft þurrt í inn- sveitum, þótt sólfar væri fremur lítið. — Ekki hefur gefið vel til síldveiðanna, en þó hefur verið einhver afli flesta dagana, og stundum allgóður, en oftast voru það aðeins fá skip, er fengu nokkuð sem nam. Síldin hefur verið mjög misjöfn, og veldúr það töfum við söltunina. Mestur afli barst á land á miðvikudag- inn, og var þann dag saltað í 4400 tunnur í einni verstöð norð- anlands. ☆ í fyrradag lögðu forsetahjónin af stað í opinbera heimsókn í Múlasýslur og kaupstaðina á Austurlandi, og er gert ráð fyrir að ferðin taki hálfan mánuð. ☆ F j ó r ð a fiskimálaráðstefna Norðurlanda var haldin í Reykja vík í vikunni, sem leið, og enn fremur fundur fiskimálaráð- herra Norðurlanda. Ráðstefnuna sóttu um 90 manns, þar af 40 út- lendingar. Ólafur Thors for- sætis- og atvinnumálaráðherra setti ráðstefnuna í hátíðasal há- skólans á mánudagsmorgun, bauð fulltrúana velkomna í nafni ríkisstjórnar íslands og minnti á það, að utanríkisverzlun íslend- inga væri meiri á hvern einstakl- ing en í nokkru öðru landi í heimi og 95% af útflutnings- verðmætinu sjávarafurðir. — Greinilegar yrði ekki sagt í fáum orðum, hversu mikilvægur sjáv- arútvegurinn væri fyrir Islend- inga. Þessir fluttu erindi á ráð- stefnunni: Davíð Ólafsson fiski- málastjóri talaði um fiskveiðar Islendinga, dr. A. Vedel-Taning um dansk-íslenzka samvinnu í fiskirannsóknum frá aldamótum, Jöran Holt forstjóri um merk- ingu veiðarfæra til verndar gegn ásiglingu, Gunnar Rollefssen for stjóri um viðfangsefni norrænna hafrannsókna og Árni Friðriks- son framkvæmdastjóri alþjóða hafrannsóknarráðsins, um fiski- veiðar og fiskirannsóknir. I því erindi sýndi Árni fram á það með ljósum rökum, að. ástæða þeirrar afla-aukningar, sem varð hér við land á s.l. ári, geti ekki verið önnur en sú, að fiskveiði- iandhelgin var stækkuð. Sam- kvæmt enskum skýrslum varð heildarveiði Englendinga hér við land árið 1953 67% meiri en árið áður. Stofnsveiflur geti ekki skýrt þessa aukningu, er hljóti því að stafa af útfærslu land- helgislínunnar, og rannsóknir þær, sem gerðar hafa verið í Faxaflóa, benda í sömu átt. — Umræður urðu að loknu hverju erindi. Fulltrúarnir skoðuðu Fiskiðjuver ríkisins og Fiskverk- unarstöð Bæjarútgerðar Reykja- víkur, sáu hvalvinnslu í hval- stöðinni í Hvalfirði og fóru í sjó- ferð út á Faxaflóa. F u n d u r fiskimálaráðherra Norðurlanda var haldinn á föstu dag og var að honum loknum birt tilkynning um störf fundar- ins. Segir þar, að rædd hafi verið ýmis mál, sem fjallað var um á fiskimálaráðstefnunni, aðallega að því er varðaði haf- og fiski- rannsóknir og samvinnu Norður- landanna á því sviði. Ennfremur voru rædd viðhorf Norðurland- anna til ýmissa málefna varð- andi alþjóðlega samvinnu á sviði fiskimála og fiskirannsókna. Þá var rætt um sérmenntun fag- manna á sviði fiskrannsókna og fiskiðnaðar og möguleika á gagn- kvæmri aðstoð Norðurlanda í því efni. I lok fundarins til- kynnti fulltrúi Finnlands, að gera mætti ráð fyrir því, að f i n n s k i fiskimálaráðherrann myndi bjóða til næstu norrænu fiskimálaráðstefnu þar í landi. ☆ Á þingi Norðurlandaráðs, sem hefst í Osló á morgun, flytja fulltrúar íslands tillögu varðandi stuðning við ráðstafanir Islend- inga um verndun fiskimiða um- hverfis landið. Er þar lagt til, að Norðurlandaráðið mæli með því við ríkisstjórnir þátttöku- ríkjanna, að þær athugi á hvern hátt sé unnt að styðja íslend- inga í viðleitni þeirra til vernd- unar fiskimiða við strendur Is- lands. Tillögunni fylgir greinar- gerð, þar sem aðgerðir íslend- inga í frlðunarmálunum eru rök- studdar og sýnt fram á, hve mjög þjóðin eigi afkomu sína og til- veru undir fiskveiðunum. Með því að hér sé um að ræða til- verumöguleika einnar hinnar norrænu þjóða, sé nauðsynlegt að taka þessi mál til meðferðar í Norðurlandaráði. I greinargerð- inni er á það bent, að rannsóknir hafi sýnt að fiskigengd hafi stór- minnkað við mikla veiði. íslend- ingar hafa því reynt að treysta höfuðatvinnuveg sinn með al- þjóðasamningum um fiskveiðar, en er sú viðleitni hafi reynzt árangurslaus, hafi þeir horfst í augu við þá staðreynd, að fisk- stofnarnir eyddust og tilvera þjóðarinnar væri í hættu, ef ekki yrði gripið til ráða sem dygðu. Er síðan greint frá friðunarráð- stöfunum þeim, sem ríkisstjórn íslands gerði og studdist þar við niðurstöður Haagdómstólsins í fiskiveiðadeilu Norðmanna og Englendinga. Segir síðan: Til þess að fylgja þessum ákvæðum eftir hefur verið stofnað til Framhald á bls. 4 Á HELGUM STAÐ Sungið við minnisvarða landnemanna, 2. ágúst á Gimli Sé nokkur staður helgur hér á jörðu, hann finnur maður kringum þessa vörðu: Hér var sköpuð framtíð, heilsu og kröftum fórnað, starfað og stjórnað. Liðinna minning lifendur hér blessa. Lífsfórn og vinning skapa hátíð þessa. Sögu þeirra er sofa sálir vqrar geyma: — Góðum ei gleyma. Sig. Júl. Jóhannesson í heimsókn eftir 50 ór Ólafía Sörensen heitir hún, fædd . á Grímsstaðaholti við Reykjavík, 26. okt. 1883. Foreldr- ar hennar voru Sveinn Eiríksson sjómaður og Guðbjörg Símonar- dóttir, bæði Árnesingar. Ung að árum vann Ólafía sem frammistöðustúlka á kaffihúsinu Skjaldbreið. Þar trúlofaðist hún háseta á Skálholti, Pétri Godt- fred Sörensen, og varð þetta til þess að hún réðst í utanför 1904. En tveim árum síðar giftust þau og hafa alltaf búið í Kaupmanna höfn síðan. Son einn eiga þau, Godtfred Ólaf, múrara, sem ekki neytir öls né tóbaks. Á sá 5 sonu, sem allir eru að verða uppkomnir og efnismenn. Vinna þeir allir í verksmiðjum, sem til þess hafa aldur. Lífsbarátta frú ólafíu virðist hafa verið ærið hörð, maðurinn lengst af á sjónum og „hýran“ kom þá ekki alltaf öll heim. Síð- an missti maður hennar annan fótinn fyrir 14 árum. Sjálf vann frú Sörensen í 38 ár á Gamal- mennahæli, og hélt því starfi til 65 ára aldurs, en þá var hún að lögum dæmd úr leik. Hefir síðan notið ellilauna, sem fyrir bæði hjónin nema samtals 278 dönsk- um krónum á mánuði. Enga vinnu hefir hún haft síðan, eða a áttunda ár, en vísast þá átt hauka í horni á sínum gamla vinnustað. Frú Ólafía er hér „Þorfinns gestur“. Kom 10 júní með Gull- fossi og fór heim með Drottn- ingunni 15. þ. m. Hér hefir hún dvalizt á heimili systur sinnar, frú Sveinbjargar og manns hennar, Karls Ottesen, á Braga- götu 38. Frú Ólafía hefir á veg- um gistivina sinna ferðazt vest- ur til Ólafsfjarðar á fund bróður dóttur sinnar, sem hún á þar, til Þingvalla og Sogsfossa, og sér- ferð var gerð með hana austur að Selfossi, Eyrarbakka og Stokks- eyri með viðkomu í Hveragerði. En lengst komst hún austur að Holti undir Eyjafjöllum til vina sinna, prestshjónanna þar. Þótt ekki væri auðæfum fyrir að fara, munu margir landar hafa notið góðs á heimili frú Ólafíu, enda ber hún í svip sín- um, að lífið hafi hækkað hana og lækkað, þótt ekki hafi hún alltaf baðað í rósum. Flytur hún óllum vinum sínum kveðjur og þakkir og er undurglöð yfir heimkomunni. G. M. —TÍMINN, 16. júlí

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.