Lögberg - 19.08.1954, Blaðsíða 3

Lögberg - 19.08.1954, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 19. ÁGÚST, 1954 3 II Guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu if „Þetta eru djöflar, en ekki ^enn", sagði einn veizlugestur hér um árið, um Japana, er þeir attu í styrjöld við Bandaríkin. Nokkru síðar bað keisari Japans um kennara frá Banda- ríkjunum til þess að veita hin- um kornunga keisarasyni ofur- litla þekkingu á mannlífinu og heiminum. Saga kennarans, Ungu stúlkunnar, sem kenndi syni keisarans, er dásamlega falleg. Aftur nok'kru síðar komu um 30 forustumenn frá Japan til Evrópu til þess að kynnast þjóð- Uln þar, og einkum hinni heims- víðtæl^u Siðferðisvakningu, sem kefir höfuðstöðvar sínar í Sviss. ^essi hópur kom þá einnig til ^andaríkjanna, og þá var tekið a móti þessum gestum með uúklum virðugleik í sjálfu þjóð- Þingi Bandaríkjanna. Nei, þeir eru ekki allir djöflar. Við dæmum oft óvarkárlega. En kitt er satt, að í allt of mörgum fiaönnum er ekki aðeins engill, heldur líka hinn, og fær hann stundum völdin, því miður. I tímariti, sem hálf átjánda ^illjón manna kaupir, og.miklu fleiri lesa, ritinu Reader's ^igest, er dásamlega falleg frá- Sugn um einn Japana. Það er forustugrein. Margir munu kannast við borgina Miami á Floridaskaga. har er ein mesta flugstöð heims- lns. I maí 1953 lásu menn þar í blaðinu Daily News: „Við erum að fara aftur til Japan. Við úíunum sakna Miami, því að hún er orðin okkar annað beimili. Guð blessi ykkur og gefi ykkur góða líðan. Þið verðið ávallt vinir okkar.“ — (Undir- skrift) Kótaró og Massa Sútó. />,Eldra fólkið las þessar línur“, Segir Digest, „með votum aug- Urn- Kótaró Sútó var hinn hæg- láti, elskulegi litli maður, sem úlaunaður einyrki hafði breytt eyðilandi þessa nýlega land- nams í paradís suðrænna pálma °g undursamlegs blómaskrauts. Nm 25 ára skeið hafði hann far- l® víða um og skreytt bæði skemmtisvæði almennings og í bringum hús manna. Þegar úienn vildu fara að borga hon- Uln, brosti hann vingjarnlega og Sagði: „Sútó þarf enga peninga, en bærinn þárf að vera íallegur". Kútaró Sútó kom til Ameríku Urn aldamótin síðustu, þá 20 ára, fókkst við sitt af hverju éður en hann kom til Florida árið 1916. Þá var einmitt bærinn Miami að verða til. Carl Fisher hét sá, er hafði forustu við að grund^- valla þessa borg, sem var ekki vandalaust verk. Sandauðnin virtist ósigrandi, en Kótaró skildi, að hin suðræna sól mundi geta vakið blómskrúð upp af auðninni. Hann fór til Carls ^isher og bað um atvinnu, taldi a® Japaninn mundi kunna betur en hinn hvíti maður að breyta ayðninni í fegurð, og á stuttum Kma gerbreytti hann öllu á eignarlandi Fishers. Hann vann vern dag frá fyrstu morgun- stund fram í myrkur. Heima í ^aPan hafði hann vanizt að r®kta ófrjóa jörð. Hann kom UPP sinni eigin gróðrarstöð og stráði svo blómum og trjágróðri varvetna. „Þegar ég sé ljótan iett, er létt verk að stanza bíl- lr>n og gróðursetja þar eitthvað", Sagði hann. ^arl Fisher þóttist verða þess Var> að Sútó væri fremur ein- ^ana. Hann bauðst því til þess, ^O, að senda Sútó til Japan að sækja sér konu. Þessu tók Sútó fagnandi. Frú Fisher sló UPP á spaugi við hann og sagði: j* ú mátt ekki flytja ófríða snót lngað til fallegu Miami. Fáðu Per fallega konu“. Nokkru síðar kom kveðja frá aPan 0g sagði Sútó þar: „Nóg ófríðum stúlkum, er vilja ytjast til Ameríku. Hinar fall- egu vilja vera kyrrar heima. Ég er að svipast um eftir hinni réttu“. Svo kom Sútó aftur til Ameríku, fagnandi með sína litlu Mössu, dóttur silkikaup- manns í Japan. Nú hóf Sútó aftur starf sitt af fullu fjöri. Massa hans gekk í skóla til þess að læra málið, og á kvöldin sátu þau með orða- bækur, blöð og bækur og lögðu kapp á enskunámið. Carl Fisher gaf þeim nægilegt land undir gróðrastöð og þar ól Sútó upp alls konar fagran gróður, og fyrir hverja plöntu, er hann seldi, setti hann ókeypis 10—12 niður í landi bæjarins. Bærinn stækkaði óðum, skemmtigarðar voru gerðir og Sútó skreytti þá. Þegar hin heimsfræga Lincoln- braut var lögð um þveran skag- ann, gróðursetti Sútó lárviðar- rósir (oleanders) í fullum blóma meðfram henni allri. Menn hvöttu hann til að senda bænum reikning fyrir þetta, en hann svaraði: „Sútó á of margar plöntur. Fegurðin á ekki að lokast inni í gróðrarstöð, heldur vera þar sem allir geta séð hana“. Þótt Sútó gæfi á báðar hend- ur blómguðust viðskipti hans eigi að síður. Hann kenndi ung- um börnum list sína, og sá um skreytingu á 100 bústöðum manna. Hann efnaðist og gat tekið þátt í almennri góðgerðar- starfsemi. Á kreppuárunum kom stöðn- un í bæjarlífið í Miami, eins og víðar. Þá gekk Sútó á fund borgarstjórans og hvatti hann til þess, að láta menn í atvinnu- bótavinnu fást við einhver nyt- söm störf, en ekki gagnslaus. Var þá safnað fé og reist veglegt bókasafn í bænum, en engum datt í hug að fé yrði eytt í skreytingu á lóðinni. En dag einn sáu menn sér til mikillar undrunar, að allt svæðið um- hverfis bókasafnið var orðið iðjagrænt ,og alls konar trjá- gróður gróðursettur þar víðs vegar og svæðinu þannig breytt í einn fegursta skrúðgarð bæj- arins. Sútó hafði verið þar að verki. Árið 1939 dó Carl Fisher. Bærinn reisti honum minnis- varða. Þar er skráð: „Hann breytti frumskógarforaði í fagra og mikla borg“. Jóladagsmorg- uninn glóði allt umhverfis minnisvarðann í fögru blóm- skrúði. Sútó var að heiðra vin sinn og velgerðarmann. Ham- ingja hans var fólgin í því að gleðja aðra. Hann gróðursetti oft blóm og tré hjá fátæklegum heimilum, er enginn var þar heima, og naut þess að vita um gleði fólksins, er það kom heim. En Sútó varð eitt sinn fyrir óskaplegu áfalli. Fregnin um árásina á Pearl Harbour nísti hjarta hans. Hann unni sinni eigin þjóð, en einnig Ameríku, og þessar þjóðir bárust á bana- spjót í ægilegri styrjöld. Flug- her Bandaríkjanna hreiðraði um sig í Miami. — Eins og áður er sagt, er það nú ein mesta flug- höfn í heimi. Flugfélagið National and Pan American hefir þar bækistöð sína, og ýms önnur sterk flugfélcig. — Við þessa flughöfn vinna um 17 þús- undir manna. — Aðkomumenn litu Sútó tortryggnisauga og vondar tugur komu þeim orð- rómi á kreik, að hann væri njósnari. Lögreglan varð seinast að gera húsrannsókn hjá honum. Og þar fundust skjöl, heilir bunkar í gamalli kistu, en það voru óinnheimt verðbréf (Liberty Bonds) síðan á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, Sjálf stæðisyfirlýsing Bandaríkjanna, Gettysburgræða Lincolns, og mjög slitin æskuára-ævisaga Georgs Washington. Arið 1950 var Kótaró Sútó sjötugur. Eftir styrjaldarárin fannst honum elli og þreyta beygja sig, og áhyggjur vegna hans elskulegu Mössu sóttu á hann, en hún var 20 árum yngri en hann. Árið 1952 sagði hann við Katzentine borgarstjóra: „Momma and me make unhappy decision. Time now we go back to Japan. Soon Sútó die — Momma must be near own íamily. — Með hryggð höfum við Mamma afráðið að hverfa aftur til Japan. Ég fer bráðum að deyja, og Mamma verður að vera í námunda við skyldfólk sitt“. Hann skipti svo fyrirtæki sínu milli verkamanna sinna, lét áhöld sín öll og verkfæri gegn því loforði einu, að þeim al- mennu svæðum bæjarins, sem hann hafði tekið ástfóstri við, yrði viðhaldið sómasamlega. Hann vildi ekki selja neitt af því, er hann var að ala upp í gróðrarstöð sinni, sem var geysilegt magn, en kvaddi þessa sína kæru byggð á þann hátt, að fara um hana víðs vegar og setja niður allar plöntur sínar, ýmist hjá heimilum manna eða á al- menningssvæðum. Þeim hjónunum var svo hald- ið mikið kveðjusamsæti í ráð- húsi bæjarins. Þar voru margar myndir teknar, einnig tekið á stálþráð það sem framfór og ætlað til útvarps víða um lönd. Þeim var afhent heiðursskial, skrifað á japönsku og ensku. Þar var skráð þakklæti til þeirra fyrir langa og lofsverða þjón- ustu, einnig óskir um farsæla og gleðiríka framtíð, ævikvöldið út. Katzentine borgarstjóri var sá, sem ekki trúði því, að þau væru farin fyrir fullt og allt frá Ameríku. Hann stakk í lófa Sútós landvistarleyfi, ef þau skyldu vilja hverfa aftur til Bandaríkjanna. Það hafði hann fengið frá stjórninni í Wash- ington. Svo var það seint á árinu 1953 að bréf kom frá Japan. Sútós voru ekki hamingjusöm. „Massa er sígrátandi“, skrifaði Sútó, „og ég græt stundum líka“. Nú stóð svo á, að senda átti til Japan eitthvað, er þau höfðu skilið eftir, en þá kom skeyti: „Sendið ekkert. Við ætlum að koma heim“. Þau fengu hjartanlegar mót- tökur í Miami. Katzentine lét þau fá aftur góða eign, nálægt eign sinni, og býr nú Sútó undir að fá borgararéttindi. .Allt er í fullum gangi á ný hjá Sútó, og Massa hefir ofurlitla blómabúð. Silfurþræðir glóa nú í dökka hárinu hennar og hún hlær hjartanlega, er Sútó ekur að heiman í nýja bílnum sínum, til þess að litast um á þeim slóðum, sem eru honum ^ærastar. „Poppa er nú ungur aftur“, segir hún. „Poppa er nú þar sem hjarta hans er og því hamingju- samur og sæll“. Þannig er í fáum dráttum, samkvæmt Reader’s Digest, frá- sögnin um þessar góðu sálir, sem öllum vilja gera gótt og gleðja sem flesta, og hafa því áunnið sér elsku og virðingu allra, sem þekkja þau bezt. Slíkir mannkostir fara ekki eftir þjóðerni né húðlit. Þeir eru af æðri uppruna. Og þar eru hinar réttu fyrirmyndir. —EINING Minning merkrar konu Elli, þú ert ekki þung anda Guði kærum. Fögur sál er ávalt ung undir silfurhærum. ■ Str. Th. Þetta gullfallega erindi kom í huga minn um leið og ég vildi minnast í fáum orðum á eina af íslenzku landnámskonunum okk ar Vestur-lslendinga, sem ný- lega er gengin grafarveg. Þessi aldurhnigna og háttprúða ko_na, sem hér verður minnst, dó í Win- nipeg á General Hospital, þann 20. maí s.l. Hún var jarðsungin frá heimili sínu á Steep Rock 24. s. m. Séra Bragi Friðriksson flutti fögur kveðjumál. Fjöl- mennur hópur ættingja og ann- ara samferðamanna heiðruðu út- för hennar með nærveru sinni. Frú Kristín Indíana Indriða- dóttir Olson var fædd 17. sept- ember 1875 í Böðvarsnesi í Fnjóskadal. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg og Indriði Sig- urðsson. Hún kom til þessa lands árið 1902. Giftist eftirlifandi manni sínum, Óla Jakobi Olson, 6. júní 1909. Þau bjuggu fyrst að Wapha, síðan á Asham Point, j:ú kallað Bay End. Þaðan fluttu þau til Pionan Point 1914 og bjuggu þar til 1944. Þaðan fluttu þau til Steep Rock og hafa búið þar síðan. Tvö hálfsystkini frú Olson eru hér í landi, Fjóla Johnson ,nú í Toronto, Ont., og Frímann Henrey, búsettur í Winnipeg. Börn þeirra Olson’s hjóna, eru hér talin eftir röð: Jakobína Ólafía, nú Mrs. O. Nord, eiga 3 börn; Fjóla Sigur- björg, nú Mrs. S. Nord, eiga 4 börn; Karl Herbert, kvæntur Seselíu Brandsson, eiga þau 3 börn; Kristinn óskar, kvæntur Mörtu Vhorsten, af þýzkum ættum, eiga þau 4 börn; Árni Herbert Kitchener, kvæntur Edid Olson, af sænskum ættum, eiga 2 börn. öll eru börnin mannvænleg og hafa komi^t í góðar kringumstæður. Frú Olson var mjög vel gefin kona og manni sínum samhent í öllu starfi, svo sem bezt má verða. Þau munu hafa þekkt, eins og flestir aðrir, erfiða bar- áttu landnámsáranna, en sigr- uðu alt með kappi og forsjá, og hlutu makleg laun að lokum. Sá, sem þessar línur ritar, kynntist þessum hjónum í síð- astliðin 25 ár, var hér í nágrenni hennar, því maður henn byggði þeim hér hús, svo börnin fengju skólamentun. Varð hún þá að vera hér ein með börnin sín, því maður hennar varð að líta eftir umfangsmiklu búi sínu á Tanga þeim, sem fyr var nefndur. Frú Olson var flestum góðum kostum búin, hrein og hjartahlý, sem öllum vildi vel, er hún náði til; var síglöð og ræðin; studdi allan góðan félagsskap, og inn- rætti börnum sínum alt það bezta, trúna á guð og frelsara sinn, sem hún sjálf átti í ríkum mæli og varðveitti til hinztu stundar. Sá, er þessar línur ritar, vill setja hér eitt dæmi um fórn- fúsan vilja hennar og hjálpsemi. f veikindatilfelli á heimili okkar hjónanna, varð kona mín að leggjast á spítala í Winnipeg, samkvæmt læknisráði. Um leið og frú Olson frétti það kom hún og bauðst til að taka tvær litlar stúlkur, sem við áttum og sjá um þær á meðan. Eftir mánaðar- tíma var bót eða bati fenginn, og alt fór vel. Þessu líkir voru mannkostir hennar, þó hér verði þeir eigi taldir. Veit ég því að margir munu sakna hennar og minnast með kærleik, þó vitan- lega sé söknuðurinn mestur hjá nánustu ættingjum og venzla- fólki. En minning hennar mun lifa meðal vina hennar og sam- ferðamanna. Þú treystir guði og frelsara þínum alla ævi þína, sýndir það í öllum orðum þínum og gjörðum. Það er smyrsl á sár syrgjendanna, og bezta vega- nesti fjölskyldu þinnar. Business and Professional Cards „Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Haf þú þökk fyrir allt og allt“. EINAR JOHNSON Tvær konur hittust á förnum vegi. — Og nú er ég skilin við manninn minn! sagði önnur. — Hvað er að heyra þetta! sagði hin. — Hvers vegna? — Hann reykti alveg eins og skorsteinn, og ég sagði við hann, að hann yrði að velja á milli mín og súru pípunnar sinnar. — Og hann gerði það! Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation S32 Slmcoe St. Winnlpeg, Man. ■tlNffi SEWING MACHINES Darn socks in a jiffy. Mend, weave in holes and sew beautifully. 474 Poriage Ave. Winnipeg, Man. 74-3570 Dr. ROBERT BLACK Sérfræðingur í augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS ÐLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimasímt 40-3794 Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountanls Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN Hafið Höfn í huga Heimili sólsetursbarnanna. Icelandic Old Folks’ Home Soc 3498 Osler St., Vancouver, B.C. ARLINGTON PHARMACY Prescripiion Specialist Cor. Arlington and Sargent Phone 3-5550 Films, Picnic Supplies and Beach Novelties. We collect light, water and phone bills. Post Office Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 Ellice & Home Minnist BETEL í erfðaskróm yðar. Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accc*intant 506 Confederatlon Life Bulldlng WINNIFEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker. A. F. Kristjanuon 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnlpeg, Man. Phone 92-3561 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slml 92-6227 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin. Manitoba Eigandl ARNI EGGERTSON Jr. Van's Electric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLJNIC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgB, blfreiSaábyrgS o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.0t p.m. Thorvaldson. Eggertson. Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. % J. H. PAGE, Managing Dlrector Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 14-7451 Res.: 72-3917 Office Phone 92-4762 Res. Phone 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 523 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um út- farlr. Allur útbtlnaBur sá beztl. StofnaC 1894 SÍMI 74-7474 Phone 74-5251 100 Notre Dame Ave. Opposite Maternity Pavilion General Hospital Nell's Flower Shop Wédding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 14-6753 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 92-4624 Gilbari Funeral Home Selkirk, Manitoha. J. Roy Gilbart Licensed Embalmer Phone 3271 Selkirk SELKIRK METAL PRODUCTS Reykhftfar, öruggasta eldsvörn, og ftvalt hrelnir. Hltaeinlngar- rör, ny uppfynding. Sparar eldl- viC, heldur hita frá aC rjúka út meC reyknum.—SkrlíiC, simiC tll KELLY SVEINSSON 82* Wall St. Wlnnlpeg Just North of Portage Ave. Simar 3-3744 — 3-4431 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all its branches Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 46-3480 LET US SERVE YOU

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.