Lögberg - 19.08.1954, Blaðsíða 5

Lögberg - 19.08.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 19. ÁGÚST, 1954 5 Ál I 4 VtiAI KVENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON ÁVARP FJALLKONUNNAR, frú Önnu Austman á Hnausaháiíðinni, 14. ágúst 1954 Ég heilsa ykkur niðjar mínir og flyt ykkur kveðjur frá þjóð- bræðrum ykkar og systrum aust- an Atlantsála, frá fjöllum og dölum, fossum og lækjum, fögr- um túnum og friðsælum bæ. Ég gleðst af því að mega enn einu sinni dvelja með ykkur stutta stund og líta þennan stóra og fagra flokk þess fólks, sem telur uppruna sinn til mín. Févana létuð þið Vesturfarar í haf frá mínum ströndum. En initt í dagsins önnum á erfiðri landnámstíð yljaði ykkur um hjartarætur hlýhugur frænda og vina eftirskildra, ljúfar æsku- minningar og litauðgar myndir hrífandi náttúrufegurðar á björt- "ffi vordögum „heima“ þar sem þið höfðuð barnaskónum slitið. Bæjarnöfnin ykkar hér, sem niörg hafa haldist við fram á þennan dag, heiti kauptúna, skóla og héraða og þá ekki sízt nafn bygðarinnar sjálfrar — Nýja-lsland — sýna og sanna hvar hugurinn dvaldi löngum. Mér kemur í hug upphaf kvæðis eftir þann er öndvegissess skipar naeðal sona íslands á Vesturvegi lífs og liðinna: Við ýttum Vesturálfu til , frá íslands köldu ströndum, en margur flutti minni yl frá miklu hlýrri löndum. Og þið fluttuð fleira. Fáir naunu hafa svo í þá langferð iagt, að ekki hefðu í veganesti nokkuð af þeim úrvalsbókum, sem þjóð mín hefir jafnan sótt til þann þrótt er vex við hverja þrekraun. Höfuðskáldi ykkar Ný-íslendinga verður svo að orði i einu sínu snildarkvæði, þar sem hann minnist eyjunnar fornu: Aldamyrkur hrjáði heim, henni lýsti þá í geim þjánar, eldgoss, íss og snjós andans björtu norðurljós. Góðra gjalda vert er það, börn yngri og eldri hve mikla raekt þið hafið lagt við alt, sem fegurst og bezt er í íslenzku eðli. Gleðiefni og sæmdarauki er mér einnig hve mörg ykkar hafa með dugnaði og framsýni rutt ykkur braut til frama á ýmsum svið- nm. En ég dáist ekki síður að binum mörgu fróðleiksfúsu, að nieira eða minna leyti sjálfment- nðu alþýðumönnum og konum, sem verið hafa umhverfi sínu leiðarljós og „rétt æskunni örv- andi hönd“, þó að í kyrrþey væri °ftast unnið. Ennfremur ber mér að minn- °st þess að í sextíu ár hafið þið sýnt tryggð ykkar til mín og heimaþjóðarinnar með því að fjölmenna á mót sem þetta nú í bag til að heiðra með ljóðum og ræðum eylandið norður við heimskaut. Fyrir þá ást ykkar °g órofatryggð er ég ykkur hjartanlega þakklát, og er það ^nín einlæg ósk að enn um lang- an aldur megið þið halda við þeim góða sið að mætast hér á fðavelli og þannig endurnýja og tryggja bræðraböndin milli hjóðarbrotanna beggja megin Atlantshafs. Að endingu tek ég að láni nokkur erindi úr Vestmanna niinni eftir Steingrím Arason: ^á sól er að síga í æginn °9 sóleyjan lokar brá, °g breitt hefur fóstran blæju a börnin sín stór og smá. — Er sjón hennar seidd í vestur wm sólroðinn öldugeim, því börnin sín mörgu man hún, sem mæna úr vestri heim. Því þangað sendi hún sonu er sókndjafir lyftu hönd og báru Fjallkonu fáann til frægðar um höf og lönd. Því mænir vor móðir í vestur í minningahillingar. Hún á þar svo hlýja hugi og heitust elskuð þar. Þar handan við hafið sér hún í huganum draumlönd, — og sólstafir seilast vestur sem sigrandi móðurhönd. Megi blessun drottins vera með ykkur öllum alla stund. ☆ Thorsteinn Jóhannes Sigmundsson Fæddur 6. apríl 1891 — Dáinn 1. febrúar 1954 Hvar sem leið um lönd og mar lagði halur slyngur, sérhver mátti sjá hann var sannur íslendingur. JÓN THORDARSON v Thorsteinn var fæddur að Hval- látrum í Barðastrandasýslu 6. apríl 1891. Foreldrar hans voru Ingimundur Sigmundsson Ólafs- sonar og Guðrún Össurardóttir skálds Össurarsonar Sigurðsson- ar. Foreldrar Thorsteins voru af góðu og vönduðu fólki komin; móðir hans var kona innilega trúuð og auðug af andlegum verð mætum; hún var systir N. Ottensons, er lengi var ráðs- maður í River Park í Winnipeg, og enn er á lífi. Móðirsystir Thorsteins er Ólöf, kona Jóhanns Magnússonar, fyrrum bónda í Árborg, Man., en nú búsett í Winnipegborg. Thorsteinn var barn að aldri, er faðir hans dó, þá aðeins þriggja ára; ólst hann upp með móður sinni, er barðist sigrandi baráttu; hlaut hann gott upp- Thorsteinn J. Sigmundsson ☆ ☆ TOAST TO CANADA Delivered at Hnausa, Man., August 14, 1954 By EVELYN WILLIAMS Mr. Chairman, Maid of the Mountain, Honored Guests, Ladies and Gentlemen: It is a greát honor for me to be here today, representing our great country, Canada, whose natural beauty and industrial developements are unlimited. Canada’s countless historic and scenic centers lure tourists from all parts of the world. The west presented to them the awe-in- spiring grandeur of the lofty Rockies with fertile green val- leys cut by turbulent rivers. Moving further eastward, you see the rolling Albertan foot- hills, home of the famous and colorful Calgary Stampede. The ever-changing color of the vast prairies from the luscious, prom- ising green of spring to a sea of golden grain in fall, is an inspir- ation to any interested agri- culturist. They are dotted by numerous scenic lakes luring city dwellers from taxing obli- gations to peaceful angling and outdoor camping. Leaving Winnipeg, our con- necting link between east and west, our attention is drawn to the chalky cliffs rising from the shores of the great lakes. The wonder and beauty of the stupendous Niagara Falls never ceases to attract Canadians and foreigners alike. Our next cent- er of attraction is Ottawa, the Parliament Buildings being the central pivot of this capital city. Finally our historic east, which presents the French habi- tant villages branching out from the great Canadian metropolis. Scenic beauty and sports are a great attraction, nevertheless, would they alone give rise to such an influx of immigrants? Food, shelter and clothing, the primary needs of man, have been the predominent factor in most major fnigrations; thus Canada must present a promis- ing prospect. It has given asylum to thousands of people who have fled from the tyranny of their homelands seeking democratic freedom. Our forefa^hers, the early Icelandic pioneers, came to the promised land seeking in- dustrial and material security. Canada held a future full of hope and opportunities. In the west we have mining, fishing, lumbering and alumin- um industries. The rich oil fields of Alberta are a great asset to our rapidly growing country. The leading industries of the prairie provinces are those based on their agricultural resources. Canada and the United States are joining together in the con- struction of the St. Lawrence sea way, which will connect the raw materials of the west to the manufacturing centers of the east. This highly mechanized age requires trained minds, skilled hands and diligent characters. May we as young Canadians rise to the opportunity, utilizing the rich heritage given to us by our parents and grandparents to ex- tend our frontiers, developing this vast Canada of ours to a still higher level. MINNINGARORÐ: Sigfús Björnsson Stormurinn gullskýin burtu bar, og blikið við hafsströnd dreifði sér. Ég sakna einhvers, sem aldrei var, en átti að lifa í sálu mér! JAKOB J. SMÁRI Snemma á s.l. vori andaðist (varð bráðkvaddur) í „Encintas“ í Suður-Californíu Sigfús Björns son; hann var fæddur í Reykja- vík á íslandi, sonur hins þjóð- kunna manns Guðmundar Björnssonar landlæknis og fyrri konu hans; en eftir lát móður sinnar ólst hann upp hjá móður- systur sinni frú Solveigu og manni hennar og nafna sínum, Sigfúsi Eymundssyni bóksala í Reykjavík. Sigfús Björnsson mun hafa tekið stúdentspróf ifrá Mennta- skólanum í Reykjavík, en nokkru síðar farið til Ameríku, ásamt systkinum sínum. í Suður-Californíu dvaldi hann í 25 ár. Árið sem hann kom til Los Angeles kyntist hann ríkri þýzkutalandi fjölskyldu, sem að hét eða heitir Spise. Sig- fús var jafnvíkur á þýzku og ensku, en Spise-fjölskyldan var ættuð frá Svisslandi, og með þessu fólki átti hann heimili í 20 ár á svonefndum “Backman Ranch” í Encinitas, sem að er 40 mílur frá landamærum Cali- forníu og Mexicos. Þetta fólk átti þarna mörg hundruð ávaxta tré hlaðin Avocata’s, sem að er bæði bragðgóður og hefir mikið næringargildi. í síðasta skipti, sem að við heimsóttum Sigfús, sagði hann: „Mikið voruð þið væn að koma, ég er svo einmana hér, að ég er farinn að tala við sjálfan mig“. — Núna nýlega átt- um við leið um Eneinitas og vildum finna hann, en þá var ökkur sagt um lát hans; hann eldi. Hann varð snemma af- burða duglegur og áræðinn og móður sinni hin mesta hjálp, svo að frábært þótti. Ásamt móður sinni fluttist hann vestur um haf vorið 1911. Settust þau að í Winnipeg og þar andaðist Guð rún árið 1914. Þann 26. febrúar 1917 kvænt- ist Thorsteinn Helgu Þorgerði Sigríði, dóttur merkishjónanna Magnúsar Magnússonar á Eyj- ólfsstöðum við Hnausa og konu hans Ingibjargar Sveinsdóttur; voru þau hjón héraðskunn fyrir rausn og góðvild, og heimili þeirra eitt hið fjölmennasta öllu Nýja-íslandi. Börn þeirra voru 13 talsins. Var Helga elzt þeirra. Tveir bræður hennar, Sveinn og Einar, létust í æsku. Einn bróðir Helgu, Magnús Ragnar, andaðist fyrir nærri 14 árum. Hin Eyjólfstaðasystkinin eru öll á lífi, mannvænlegt fólk og gott, sem mikill ættbálkur er irá kominn. Thorsteinn og Helga kona hans settust að á Eyjólfsstöðum grennd við foreldra konu hans og fjölmennan hóp systkina hennar. Þeim Thorsteini og Helgu varð fjöurra barna auðið Mannvænlegur sonur þeirra Magnús Ingimundur að nafni, dó 30. júní 1932, þá nýfermdur. Á lífi eru: Sigríður Guðrún, Mrs. Cecil Feeny, sem er búsett á Hollandi; Ingunn Violet, Mrs. Burton, Hnausum, Man.; og Val- gerður, Mrs. Stefán Thorvard- son, Gimli, Man. Sex barnabörn hins látna eru á lífi. Helga kona Thorsteins var vel gefin kona og glæsileg, en veil að heilsu og átti við þungt sjúk- dómsstríð að etja, er loks leiddi hana til dauða í blóma lífsins, að- eins sex vikum eftir dauða sonar hennar, frá dætrum þeirra ung- um. Dánardægur hennar var 11. ágúst 1932. — Var hún mjög harmdauði eiginmanni sínum, öldruðum foreldrum, systkinum og fjölmennum hópi frændliðs og vina. Ég hygg að ótvirætt megi full- yrða, að Thorsteinn Sigmunds- son hafi barizt karlmannlegri og drengilegri ævibaráttu, er að mörgu leyti var fögur og sér- stæð. Sökum veikinda konu hans og dauða sonar þeirra, varð æviróðurinn honum ærið þung- ur og ástvinamissirinn sár. En allri þeirri reynslu tók hann með karlmannslund, er aldrei ívartaði fyrir mönnum, og ávalt reyndist hann skyldu sinni trúr af fremsta megni, enda var hann styrkur að skapgerð og einbeitt- ur í lund og bar ekki tilfinningar sínar utan á sér, eða kvartaði DÓtt á móti blési. Thorsteinn mun nær eingöngu hafa starfrækt útveg til fiski- veiða, bæði á vetrum og sumr- um, hin mörgu ár sem hann var búsettur á Hnausum. En jafn- framt stundaði hann bátasmíðar og viðgerðir báta, því að hann var ágætlega hagur smiður og léku mörg verk í höndum hans. Hann hafði þjálfast í hagkvæm- um skóla — við sjósókn og fiski- veiðar á íslandi. Hann var mað ur kappsfullur og framsækinn að eðlisfari; stundum tefldi hann alldjarft í sókn á vötnum úti, en jafnan með fyrirhyggju — og heppnaðist vel. Óskipta krafta sína lagði hann fram á altari skyldunnar — í þágu ástvina og heimilis — og lagði oft hart að sér, en þrekið var mikið og sjálfstæðiskenndin markviss og óbilandi. — Hann ávann sér traust sámferðamanna sinna og samverkamanna sem hinn á- byggilegi og trausti maður í hví- vetna. Hann var fáskiptinn um annara hag, höfðingi í und, þol- góður í eigin lífsstríði og heppinn athafnamaður. Umhyggjusemi hans sem eiginmanns og heimilis föður var frábær. Börnum sínum var hann sannur og góður faðir, og skildi þá margþættu ábyrgð, er hvílir á herðum föðursins, sem reynir að vera móðurlausum dætrum bæði móðir og faðir. Frændum sínum og vinum var hann trúr, en skaphöfn hans, á- kveðin og föst eins og hún var, hindraði hann frá ,að vera yfir- borðsvinur eða já-bróðir manna. Thorsteinn var farinn að heilsu síðustu æviárin, en hafði fótavist og gekk að störfum lengst af. Dætur hans tvær voru búsettar í grend við hann; í hópi tengdafólks síns, er í næsta ná- . grenni bjó, var hann jafnan vin- margur. Um hríð dvaldi hann á Victoria sjúkrahúsinu í Winni- peg síðastliðinn vetur, og þar andaðist hann aðfararnótt 1. febrúar 1954, 62 ára að aldri. — Útför hans var gerð frá heima- kirkju hans, Hnausa-kirkju í Breiðuvík, þann 4. febrúar að mörgu fólki viðstöddu. Sá, er línur þessar ritar, flutti kveðju- mál. S. Ólafsson Dónorfregn Haraldur D. Jónasson dó á heimili sínu á Baldur, Man., þann 30. júní s.l. Hann var fæddur á íslandi, 10. nóv. 1884. Foreldrar hans voru Davíð J ónasson frá Súðuvöllum í Húna vatnssýslu og Raghildur Frið- rikka Jónsdóttir frá Hindisvík í sömu sýslu. Haraldur kom til Canada með foreldrum sínum fjögra ára gamall. Hann átti heima í Winnipeg þar til hann fluttist til Baldur um aldamótin. Árið 1908 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni Jónínu Sigur- veigu Jónsdóttur. Þau áttu heima í Winnipeg um tímabil en seinustu árin í Baldur. Har- aldur heit. innritaðist í 194. her- deildina 20. marz 1916. Hann tók þátt í orustunum við Amiens, Arras og Cambroi. Haraldur var fagmaður, málari og múrari, og snillingur í þeim greinum; hann var vandvirkur og hjálpsamur og fórst allt vel úr hendi, sem hann tók að sér. Eitt hið síðasta verk hans var að mála og fegra Lútersku kirkjuna í Baldur. — Fáum 'dögum seinna, að verkinu loknu, var hann borinn í skraut- lega kirkju og kvaddur hinzta sinni þann 3. júlí að fjölda fólks viðstöddu. Foreldrar hans eru dánir fyrir löngu síðan. Syrgj- endur eru þrír bræður: Jón, Theodór og Kjartan, og ein systir, Mrs. J. Anderson; ekkjan og tvö börn þeirra, Aðalheiður, Mrs. W. H. Hunts í Letbridge, Alta., Halldóra María, Mrs. H. Johnson að Souris, Man., og fjögur barnabörn. Þau mistu einkason sinn, Hermann Davíð; hann féll í heimsstyrjöldinni 1944. — Við vottum fjölskyld- unni samúð okkar í hinni miklu sorg hennar. J. F. WEDDING INVITATIONS, ANNOUNCEMENTS, etc., GREETING CARDS FOR ALL OCCASIONS PERSONALIZED XMAS CARDS Subscriptions taken for all occasions Courteous and Prompt Seryice. Call in — Telephone, or write: Subscription (entre 204 Affleck Building 317 Portage Ave. Phone 93-2830 - Winnipeg 2, Man. YOU GET msn var jarðsettur í Eneinitas, sam- kvæmt ráðstöfun bróður hans í New York. — En það segir fátt af einum! Sigfús var meðalmaður á vöxt og fíngjörður, rauðhærður og mjög bjartur yfirlitum. Hann var prýðilegum gáfum gæddur, tilfinninganæmur, dulur í skapi, en þó kátur og ræðinn í sínum hóp. Líf hans átti sínar króka- leiðir og langt frá öllu og öllum, sem að hann unni mest. — Og án efa, þegar að hann sat uppi í hæðunum fyrir ofan Eneinitas og horfði út á hið bjarta, breiða og bláa Kyrrahaf um sólarlags- bil, að hann gæti tekið undir með skáldinu, sem að kvað: „Það suðar dimt við sendna strönd — þið sjáist aldrei framar!“ Skúli G. Bjarnason WHEN YOU cau eymwœ Keep a handy list of out-of-town telephone numbers —give the long dlstance operator the number and help yourself to better service! Ask at your telephone office for a FREE booklet for llsting often-used local and long-distance numbers. . MANITOBA TELEPHONE SYSTEM

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.