Lögberg - 19.08.1954, Blaðsíða 8

Lögberg - 19.08.1954, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 19. ÁGOST, 1954 Asbjörn Sunde dæmdur Úr borg og bygð Um miðja fyrri viku kom hingað til borgar ungur maður, hr. Bragi Melax, sonur séra Stanleys Melax að Breiðaból- stað í Vesturhópi í Húnavatns- sýslu; hann er útskrifaður af Gagnfræðaskólanum á Akureyri og Kennaraskóla íslands. Bragi mun hafa í hyggju að setjast hér að, verði aðstæður honum hag- stæðar. ☆ Hinn 31. júlí síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband í Kandahar, Sask., Sigríður, dóttir Kristins Eyjólfssonar fyrrum bónda þar í bygð, og Judin McLaren, einnig úr sama bygð- arlagi, Prestur United Church framkvæmdi hjónavígsluna, er fór fram á heimili Ingimundar bróður brúðarinnar og frúar hans. Framtíðarheimili n ý g i f t u hjónanna verður í Kandahar. ☆ Frú Emily Pálsson frá Van- cauver, B.C., sem dvalið hefir hér um slóðir um hríð, er nýlögð Sf stað heim. ☆ Mr. og Mrs. Skúli Jónasson frá Vogar, Man., voru stödd á ís- lendingadeginum við Hnausa. ☆ Þeir, sem þurfa á leigubíl (Taxi) að halda í Selkirk og grend, ættu að finna að máli Will’s Taxi — sími 4111, er á öllum tímum nætur sem daga, annast um fyrsta flokks af- greiðslu. ☆ Nýir og gamlir íslenzkir og sænskir rokkar til sölu. Upplýs- ingar gefur Mrs. Dóra Thor- steinson, Oak Point, Man. ☆ Mr. og Mrs. Ólason frá Seattle, Wash., dvelja hér um slóðir þessa dagana. ☆ Ný og heillandi hljómplata í fyrri viku birti Lögberg aug- lýsingu um nýja hljómplötu, er frú Guðmunda Elíasdóttir hafði sungið inn á og frá lögunum skýrt; lögin eru hvert öðru feg- urra og hvert öðru betur sungin; á plötunni eru tólf lög; platan með þessum tólf lögum kostar aðeins $5.50 í canadiskum pen- ingum og er því hér um óvenju- leg kjörkaup að ræða. Pantanir sendist BJÖRNSSON’S BOOK STORE, 702 Sargent Ave. Winnipeg, Man. Kaupið Lögberg Mrs. John Hannesson frá Akra„ N. Dak., er stödd í borg- inni um þessar mundir í heim- sókn til ættmenna sinna, auk þess sem hún heimsótti systur sína að Lundar. ☆ Mr. G. L. Johannson ræðis- maður og frú lögðu af stað á sunnudagskvöldið í ferðalag vestur um Albértafylki og munu ekki koma heim fyr en um mán- aðamót. ☆ Hinn 8. þ. m. lézt að heimili sínú í Riverton John H. Björns- son 57 ára að aldri. Útförin var gerð frá lútersku kirkjunni þar í bænum. Séra Robert Jack jarð- söng. Hinn látni kom ungur af ís- landi og fluttist til Riverton frá Winnipeg 1920 og stundaði þar jöfnum höndum trésmíði og iiskiveiðar; auk ekkju sinnar Jóhönnu, lætur hann eftir sig þrjár dætur, tvo bræður og ald- urhniginn föður, Hallgrím Björnsson trésmíðameistara. ☆ Mr. Einar Magnússon frá Sel- kirk var staddur í borginni á mánudaginn. ☆ Þeir Mr. Halli Axdal, sem nú á heima hér í borg, og Mr. Árni Sigurðsson listmálari frá Seven Sisters Falls, eru nýlega komnij; heim úr átta daga heimsókn til Wynyard, Sask. ☆ Mrs. Jóhannesson frá Wyn- yard, Sask., er á ferðalagi hér um slóðir þessa dagana; hún hef- ir meðal annars heimsótt ætt- ingja og vini í Mikley, Riverton og Árborg. ☆ Frú Margrét Kristjánsson frá Seattle, Wash., hefir dvalið um hríð ásamt börnum sínum hjá bróður sínum séra H. S. Sigmar og frú á Gimli. ☆ Nokkur úrvalsmálverk frá ís- landi til sölu nú þegar við sann- gjörnu verði að 187 Lipton Street hér í borginni. — Sími 75-1018. ☆ — GIFTING — Laugardaginn þann 3. júlí voru gefin saman í hjónaband í Anglican kirkjunni í Souris, Man., Joan Shirley, yngsta dótt- ir Mr. og Mrs. W. G. Fraser að Souris, og Douglas Arthur, einkasonur Mr. og Mrs. A. G. McCartney að Souris. Ættingjar og vinir sátu veg- lega brúðkaupsveizlu í I.O.O.F. Hall. Að afstaðinni brúðkaups- veizlunni fóru ungu hjónin til Banff. Heimili þeirra verður í Winnipeg. FYRIR nokkrum vikum síðan voru allmargir menn í Norður- Noregi dæmdir fyrir njósnir í þágu Rússa, en áður var búið að dæma nokkra menn í Þrænda lögum fyrir sams konar verkn- að. Á laugardaginn var féll svo dómur í Osló yfir Asbjörn Sunde og helzta samverkamanni hans, Erling Nordby, en síðar í sumar verður dærr\j í máli allmargra manna, sem Sunde hafði notað til að afla ýmsra upplýsinga fyrir sig. Dómsniðurstaðan varð sú, að Sunde hlaut 8 ára fang- elsi og Nordby 3 ára. Mál Sunde hefir vakið lang- mesta athygli þessara njósa- mála í Noregi, enda er hann þekktastur þeirra, sem þar hafa komið við sögu. Sunde hefir um all-langt skeið verið með fremstu fyrirliðum norskra kommúnista og gat sér allmikið frægðarorð á stríðsárunum fyrir skæruliðahreyfingu, sem hann stofnéði og stjórnaði. Það sýndi sig þá, að Sunde var hygginn vel, snarráður og hugrakkur, en líka ósvífinn og skeytingarlaus úr hófi fram. Ýtarlegar forsendur fylgja dómnum yfir þeim Sunde og Nordby og hefir verið sagt ýtar- lega frá þeim í norskum, dönsk- um og sáenskum blöðum, því að mál þessi öll hafa vakið mikla athygli á Norðurlöndum. Hér á eftir verða rifjuð upp nokkur meginatriði úr forsendum dóms- ins. Norska leynilögreglan fékk fljótlega eftir stríðslokin slæm- an bifur á Sunde, því að hann lifði fremur ríkmannlega, en hafði lítið fyrir stafni. Þó byrj- aði hún ekki að fylgjast að ráði með ferðum hans fyrr en í árs- byrjun 1949, en þá ræddi hann við háttsettan mann í lögregl- unni og fékk hann það helzt út úr samtalinu, að Sunde vildi fá hann til að afla ýmsra upplýs- inga fyrir sig. Eftir þetta fylgd- ist lögreglan nákvæmlega með ferðum Sunde. Hann hagaði sér á ýmsan hátt tortryggilega, t. d. leigði hann sér aukaíbúð, sem hann kom yfirleitt ekki í, nema áður en hann fór til fundar við einhverja af starfsmönnum rúss- neska sendiráðsins. Á tímabilinu frá því í ársbyrjun 1950 og þangað til Sunde var tekinn fastur síðastliðinn vetur, hitti hann starfsmenn frá sendiráð- inu a. m. k. 38 sinnum og yfir- leitt alltaf á afskekktum stöð- um. Þegar Sunde fór til þessara funda við” Rússana, fór hann oftast miklar krókaleiðir og bendir það til þess, að hann hafi óttazt að fylgzt væri með ferð- um hans. Jafníramt því, sem lögregian fylgdist með ferðum Sunde, fylgdist hún með því fólki, sem hann umgekkst mest. Sú athug- un leiddi í ljós, að hann um- gekkst talsvert af fólki, er vann á stöðum, þar sem líklegt var að safna mætti upplýsingum varðandi varnir landsins. M. a. hitti hann oft konu, er annaðist gólfþvott í aðalskrifstofum hers- ins og hefir það síðar upplýst, að hann fékk konuna til að safna sundurrifnum minnisblöð- um, er fleygt hafði verið í rusla- körfur. Sýnir það glöggt, hve nákvæmt njósnakerfi Sunde hefir verið. Af því fólki, ær Sunde um- gekkst mest, *þótti pmgengni hans við Erling Nordby einna tortryggilegust, En Nordby var undirforingi í hernum og vann við birgðastöðvar og vopnabúr hersins í Osló og nágrenni henn- ar. Nordby hafði því aðstöðu til að geta veitt mikilvægar hernað- arlegar upplýsingar. Það sýndi sig t. d. þegar Þjóðverjar réðust inn í Noreg vorið 1939, að það kom þeim að ómetanlegu gagni að norskir nazistar höfðu útveg- að þeim nákvæmar upplýsingar um allar helztu vopnageymslur hersins og létu Þjóðverjar það verða sín fyrstu verk að ná þeim á vald sitt. Með því komu þeir í veg fyrir, að norski herinn veitti eins mikla mótspyrnu og hann ella hefði getað gert. Vopn hans voru komin í hendur óvinanna, þegar hann ætlaði að fara að beita þeim. Sunde kynntist Nordby fljót- lega eftir stríðið, en hann byrj- aði ekki að heimsækja hann að ráði fyrr en eftir áramótin 1951, en þá var Nordby kominn í það starf að geta veitt* framan- greindar upplýsingar. Honum var að vísu bannað af yfirmönn- um sínum að gefa nokkrar upp- lýsingar, sem gætu komið hugs- anlegum óvini Noregs að not- um, en samkvæmt vitnisburði Nordbys, eftir að hann var hand tekinn í vetur, tókst Sunde smátt og smátt að fá hann til að segja allt það, sem hann vissi. Nordby gaf Sunde upp hvar vopnageymslurnar væru, hvaða vopn væru geymd á þeim stöð- um, þar sem hann þekkti bezt til, og hvernig varðgæzlu væri þar fyrir komið. Nordby, sem ekki er kommúnisti, segir að Sunde hafi aldrei látið orð falla í þá átt, að hann væri að safna þessum upplýsingum fyrir aðra og sér hafi ekki þótt þetta neitt tortryggilegt í fyrstu, heldur talið það stafa af áhuga Sunde fyrir þessum málum síðan hann var í mótspyrnuhreyfingunni. Þegar fram í sótti, fór honum hins vegar að þykja tortryggi- legt, hve mikið Sunde spurði um þessi mál, en þá varð ekki til baka snúið. Að dómi réttarins virðist eins og Sunde hafi náð eins konar andlegum tökum á Nordby og gert hann þannig að verkfæri sínu. Nordby virðist vera veikgeðja maður og áhrifa- næmur, en Sunde er sterkur persónuleiki, eins og sýndi sig á stríðsárunum, er hann fékk margt manna til skilyrðislausr- ar hlýðni við sig. 1 dómsforsendum segir, að ekki leiki minnsti vafi á því, að Sunde hafi látið Rússa fá þýð- ingarmiklar þernaðarlegar upp- lýsingar, eins og t. d. um stað- setningu vopnageymsla hersins í Osló og grennd og um alla til- högun þar. yafalaust hafi hann og útvegað þeim ýmsar fleiri þýðingarmiklar upplýsingar. — Skýrist það sennilega enn bet- ur, þegar tekin verða fyrir mál annarra þeirra, sem Sunde not- aði til að njósna fyrir sig. í dómsforsendum segir, að vafalaust sé, að Sunde hafi fengið greiðslur fyrir njósnir sínar, en þær einar hafi þó ekki knúið hann til þess að taka njósnirnar að sér. Takmarka- laus hollusta við kommúnism- ann og Sovétríkin hafi áreiðan- lega ráðið miklu eða mestu um gerðir hans. Þá kunni það og að hafa ráðið nokkru um gerðir hans, að hann hafi látið sér til hugar koma, að hann gæti haft persónuleg not af upplýsingun- um, t. d. með því að stofna skæruliðahreyfingu, ef til striðs kæmi, og ná fleiri eða færri af vopnageymslunum. Ferill Sunde sé slíkur, að engin fjarstæða sé að álykta á þennan veg. Rétturinn telur, að upplýs- ingarnar, sem Sunde fékk hjá Nordby, séu mjög þýðingar- miklar. Hann telur, að ekki séu nema 25 menn í hernum, er hafi aðstöðu til að gefa jafn ýtar- legar upplýsingar um vopna- geymslur í Osló og Nordby. Vel geti svo farið vegna þess gáleys- is Nordbys að láta Sunde um- rædda vitneskju í té, að nauð- synlegt verði talið að breyta allri tilhögun við vopnageymsl- urnar og færa sumar þeirra til, en slíkum breytingum mun fylgja verulegur kostnaður. Vafalaust er talið, að mál Sunde og Nordby verði til þess, að norski herinn geri auknar varúðarráðstafanir til að hindra njósnir innan hans og í sam- bandi við hann. —TIMINN, 9. júlí FOR " EATON’S OF canada EATON’S of CANADA Gerir aðvarl um hina nýju Haust og Vetrar Verðskrá . . . er býður Canadabúum upp á mikið úrval af öllum hugsanlegum vörutegundum, þeim beztu, sem fáanlegar eru, sem þannig eru afgreiddar gegn pöntun, að EATON'S þjónusian í Canada táknar óbrigðul vörugæði! 1 86 ár hefir sama stefna ríkt hjá EATON með hag fjölskyldunnar fyrir augum . .. Nú er það orðið kjörorð frá strönd til strandar, að það borgi sig að verzla hjá Ealon's! Verið er að sonda viðskiptaviimtn KATON’S verðsk rána. Pnrst einni" samkv.rmt ÍM'iðni lijá Póstpaiitanadeildinni í Winnipear. ■*T. EATON C?_™ WINNIPEO CANADA Til ritstjóra Lögbergs Árborg, Man., 16. ágúst 1954 Kæri vinur: Sunnudaginn 29. þ. m. ætlar Ladies Aid í Riverton að láta afhjúpa mynd í kirkjunni í minningu um séra Jóhann Bjarnason. Myndin er af prest- inum sjálfum; elzta kona Ladies Aid, Mrs. Thorarinson, ætlar að afhjúpa hana. Þá ætlar séra Sig- urður Ólafsson að flytja ræðu um séra Jóhann. Svo er búist við Séra Bjarna og konu hans að sunnan. Athöfnin byrjar kl. 2 Standard Time. Riverton Ladies Aid bað mig að skrifa þér og biðja þig að vera svo góður að birta eitthvað um þessa athöfn í Lögbergi og skorar á presta að mæta, og einnig alla sem geta. Athöfn þessi verður, held ég, ánægjuleg í alla staði, og sjálf- sagt verður gaman að fá fulla kirkju. Vona að þér líði sem bezt eftir ferðina til „Grímseyjar“ Nýja- íslands, nefnlega til Heklu. Með beztu kveðjum Þinn einl. ROBERT JACK • M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Dr. Valdimar J. Eylands lagði af siaS flugleiðis til Oiiawa í g®r vegna lasleika konu sinnar, sem þar liggur á sjúkrahúsi þar i borginni; í fjarveru Dr. Valdi- mars annasi séra S. O. Thorlak- son um presisþjónusiu Fyrsia lúierska safnaðar. ☆ Messur í Norður-Nýja-íslandi Sunnudaginn 22. ágúst: Árborg, kl. 11, á ensku. Riverton, kl. 2 Hnausa, kl. 8. Ferming á ensku. Robert Jack Fréttir fró ríkisútvarpi Islands Framhald af bls. 4 boðið var hingað frá Ameríku til þess að vera viðstaddur athöfn- ina, og hann afhjúpaði minnis- varðann. Forseti Flugmálafé- lagsins, Jón Eyþórsson, kvað menn þarna samankomna til þess að minnast með einfaldri athöfn mi'kils afreks og merki- legs atburðar i sögu íslenzkra flugmála. ☆ 1 vor laskaðist Katalínuflug- bátur frá bandaríska flotanum á höfninni á Þórshöfn. Flugmála- stjórnin keypti vélina og var gert við hana til bráðabirgða og henni flogið til Reykjavíkur í vikunni, sem leið. Þar fer fram íullnaðarviðgerð. — 1 mánuðin- um, sem leið, ferðuðust 1559 far- þegar með flugvélum Loftleiða, en það félag hefir þrjár áætlun- arferðir á viku milli meginlanda Evrópu og Ameríku. ☆ Tuttugu íslenzkir kennarar lögðu af stað í gærmorgun í kynnisför til Danmerkur, og dveljast þar fram í september í boði dönsku kennarasamtak- anna. í fyrrasumar komu hingað danskir kennarar í sams konar kynnisför, og þannig hefir verið skiptzt á nokkrum sinnum. Sendiherra Dana hér á landi, frú Bodil Begtrup, átti frum- kvæðið að kynnisferðum þess- um. ☆ Nýlega var úthlutað styrkjum úr Menningar- og minningar- sjóði kvenna fyrir árið 1954. Út- hlutað var 32.500 krónum til tuttugu og fjögra kvenna. Hæsti styrkur er 3000 krónur, en flest- ar fengu eitt þúsund króna styrk. ☆ Ríkisstjórn Spánar hefir á- kveðið að veita íslenzkum stú- dent styrk til háskólanáms á Spáni frá 1. okt. 1954 til 30. júní 1955, og falið menntamálaráðu- neytinu að velja námsmanninn. Styrkurinn nemur 1500 pesetum á mánuði og jafnframt verður námsmanninum útvegað hús- næði og fæði fyrir 1100 peseta á mánuði og hann verður undan- þeginn innritunar- og skóla- gjöldum. Umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 1. sept. ☆ Danska freigátan Esbern Snare kom í heimsókn til Reykja víkur í dag og verður hér til fimmtudags. Yfirmaður danska flotans, Vedel flotaforingi, hefir að undanförnu verið á siglingu við austurströnd Grænlands, en siglir * á freigátunni heim til Danmerkur. Á fimmtudaginn komu þcír brezkir Sundarland-flubátar til Reykjavíkur á leið til Græn- lands að sækja þangað brezka vísindaleiðangurinn, sem þaf hefir dvalist undanfarin tvö ár við rannsóknir. Þrír flugbátar voru farnir áður. Leiðangurs- menn eru væntanlegir til ís- lands á sunnudaginn kemur. ☆ Frá því að nýja áfengislög- gjöfin gekk í gildi hafa þrjú veitingahús í Reykjavík fengið leyfi til vínveitinga, — Hótel Borg, Sjálfstæðishúsið og Röðull- Mörg önnur veitingahús hafa sótt. Leyfin eru bundin við fyrsta flökks veitingahús, er þurfa að fullnægja tilteknum skilyrðum. ☆ Þjóðhátíð Vestmannaeyja var haldin um þessa helgi og var mikill fjöldi aðkomumanna 1 Eyjum. Flogið var á hálftíma fresti til Vestmannaeyja fra Reykjavík allan föstudaginn, og daginn áður höfðu 300 manns farið flugleiðis þá leið. Meðal skemmtiatriða á þesari hátíð var keppni í nokkrum íþróttagrein- um, og þar stökk Torfi Bryn- geirsson 4,30 metra í stangar- stökki. ☆ Meistaramót Islands í frjáls- um íþróttum hófst í gær 1 Reykjavík og heldur áfram í dag- Að mótinu loknu verður ákveðið, hverjir íþróttamenn skuli sendir héð^n til keppni á Evrópumeist- aramótinu r Bern. smM/wor for R«S«R* It’* easyl All you need is » thovel. The root is there k'5* waiting for you to dig it dp- The market is ready to take you can shipto R.S.R. The pric® is good and payment it prompt. Organlze a digging party ano srtart rlght now. Everyone can get into the act and make money. Write for a suppiy of R-s-R- Shipping Tags (free) and «h'P your collection daily to tn® world's largest distributors 01 Seneca Root since 1883 — R.S.R. BUILDINC - 43-51 10UI5S ST. rasr or haim sr. wiNNlPf^

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.