Lögberg - 19.08.1954, Síða 2

Lögberg - 19.08.1954, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 19. ÁGÚST, 1954 Kveðjur vestan um haf Erindi flult á prestastefnunni 22. júní s.l. Eftir dr. RICHARD BECK prófessor MIKILL heiður og sambærilegt fagnaðarefni er mér, leik- manninum, það, að hljóta á ný tækifæri til að ávarpa Presta- stefnuna, en það var einnig hið góða hlutskipti mitt fyrir tíu árum síðan. Vil ég þess vegna hefja mál mitt með því að þakka þær frábærlega innilegu, já, bróðurlegu viðtökur, er ég átti þá að fagna af ykkar hálfu, við- tökur, sem hituðu mér um hjarta, og gera enn; en engir eldar hlýja betur eða varanlegar á lífsins braut, en eldarnir, sem hlýhugur annarra samferða- manna á lífsleiðinni kveikja í brjósti manns. Tíu ár eru að vísu æði langur timi í hraðfleygu æviskeiði okk- ar mannanna barna. Þó finnst mér rétt eins og það hefði verið í gær, er ég ávarpaði ykkur lýð- veldishátíðarsumarið ógleyman- lega 1944, svo lifandi eru minn- ingarnar um þá samfundi í huga mínum. Og inn í hjartagróinn hlýjustrauminn frá þeirri heim- sókn minni á Prestastefnuna, finn ég þegar í stað nýjan yl- straum vinhlýju ykkar um mig leika, eins og vermandi blæ vors- ins, sem nú faðmar vekjandi og græðandi hendi fjörðu, strönd og dal þessa svipmikla og fagra lands okkar. Að þessu sinni er það einnig hið eftirsóknarverða hlutskipti mitt að koma á ykkar fund sem boðberi góðhuga velfarnaðar- óska. Ég er hingað kominn á Prestastefnu íslands sem fulltrúi Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi og Sambandskirkju félagsins íslenzka vestan hafs, og tel mér, að vonum, mikinn sóma að því, að hafa verið fafíð það veglega hlutverk að fara hér með opinberar kveðjur þeirra félaga. Áður en ég flyt þær kveðjur, kemst ég ekki hjá því að slá í byrjun máls míns á streng saknaðar og eftirsjár; annað væri mikill skortur á háttvísi, í rauninni ófyrirgefanleg van- ræksla af minni hálfu, bæði sem fulltrúi fyrrnefndra félaga og persónulega, þar sem í hlut á mikilsmetinn samherji í þjóð- ræknislegum störfum og menn- ingarmálum og hjartfólginn vinur. Minnst séra Sigurgeirs Sigurðssonar biskups Aí heilum og hrærðum huga votta ég, í nafni Þjóðræknisfé- lagsins og Sambandskirkjufé- lagsins, þér, herra biskup, kirkju íslands og prestastéttinni, og öll- um hlutaðeigandi, djúpa samúð í tilefni af sviplegu fráfalli dr. Sigurgeirs Sigurðssonar, biskups íslands, síðastliðið haust. Við áttum þar mikils að missa, ís- lendingar í Vesturheimi, eigi síð- ur en þið hér heima á ættjörð- inni. Sigurgeir biskup hafði með ferðum sínum vestur um haf, og þá sérstaklega með sögulegri og sigurríkri för sinni sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar og þjóðarinn- ar á 25 ára afmæli Þjóðræknis- félagsins, treyst öfluglega ætt- ernis- og menningarböndin milli íslendinga yfir hafið, og sam- tímis, með elskulegri og glæsi- legri framkomu sinni, heillað hugi landa sinna með þeim hætti, að af nafni hans mun jafnan bjartur ljómi stafa í minningu þeirra. Ég veit með vissu, að ég talaði fyrir munn þeirra, er ég komst þannig að orði í erfiljóðum mínum um Sigurgeir biskup: Þú brúaðir hafið bróðurhönd og barst oss frá móðurgrundu þá hlýju, er vermir vora önd, sem vorblær að hinztu stundu. Og fastar þú tengdir frændabönd og færðir oss gull í mundu. Því brúar vor þökk hið breiða haf og blómsveig þitt leiði vefur, sem letrað er stjarna logastaf, er land vort í draumi sefur. tírátt sveipar þinn legstað sólskinstraf, er sumarið völdin hefur. Og nú, er hann er sjálfur genginn inn í dýrð hins eilífa sumars, og vorsólin vefur legstað hans vermandi geislum, blessum við minningu hans og þökkum hið mikla og ágæta starf hans. En lífið heldur áfram. ,.Enginn stöðvar tímans þunga nið“. Og góðu heilli, kemur maður í manns stað, eða eins 'og skáldið norska orðaði það eftirminnilega í þessum orðum: Ef bila hendur, er bættur galli: ef MERKIÐ stendur þótt MAÐURINN falli. Nýr biskup hefir verið kjörinn og vígður yfir kirkju íslands, og hann hefir þegar hafið upp djarf- mannlega og drengilega merki hins ástsæla fyrirrennara síns á ’oiskúpsstóli; og víst mun hinn nýi biskup bera merkið fram til nýrra sigra kirkju og kristni landsins til eflingar og þjóðlíf- inu til heilla. Það vitum við hinir mörgu vinir hans og velunnarar í hópi landa hans beggja megin hafsins, að hann muni ótvírætt gera, því að hann hefir sýnt það svo ríkulega í verki áður, að öðruvísi getur það ekki farið. Herra biskup Ásmundur Guð- mundsson dr. theol. 1 nafni Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vestur heimi og forseta þess, séra Valdi- mars J. Eylands dr. theol, og í eigin nafni, óska ég þér hjartan- lega til hamingju með kosningu þína og vígslu í hið virðulega biskupsembætti og bið þér bless- unar í því mikilvæga leiðtoga- starfi landi og lýð til velfarnaðar og aukins þjóðarþroska. Jafn hlýjar samfagnaðaróskir í tilefni biskupskosningar þinnar og vígslu flyt ég þér í nafni Sam- bandskirkjufélagsins og forseta þess, séra Philips M. Péturs- sonar. Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi stendur í mikilli þakkarskuld við kirkju íslands og prestastétt. Merkisklerkar og kirkjulegir leiðtogar héðan heiman um haf hafa átt sinn góða þátt í þeirri brúarbyggingu yfir hafið, sem Þjóðræknisfélag- ið hefir unnið að um 35 ára skeið. Skal það jafnframt tekið fram, að í erindi þessu er sérstaklega get- ið þeirra íslenzkra presta vestan- hafs, sem starfað hafa beint í þjónustu og þágu þeirra félaga, sem ég fer hér með kveðjur fyrir. Hitt þarf ekki að fjölyrða um, að við íslendingar vestan hafs minnumst með sömu virð- ingu og þakklæti þeirra ágætu klerka héðan að heiman um haf, sem störfuðu hjá óháðum ís- lenzkum söfnuðum vestan hafs, og mikilsvægs starfs þeirra mætismanna að kirkju og þjóð- ræknismálum. Með þökk og að-' dáun minnast margir íslending- ar enn í dag heimsóknar og fyrir iestrahalds séra Kjartans Helga- sonar í íslendingabyggðum vestan hafs á fyrstu starfsárum Þjóðræknisfélagsins. Söguríkra og farsælla ferða dr. Sigurgeirs Sigurðssonar biskups og ágæts starfs hans í þágu þjóðræknis- málanna, eins og hefir þegar verið getið. Trúin andleg yngingar- og orkulind landnemanna vestan hafs ' Með sama þakkarhug minn- umst við íslendingar vestan hafs heimsóknar og ræðuhalda núverandi biskups íslands, herra Ásmundar Guðmundssonar, er hann kom vestur um haf sem fulltrúi kirkju íslands á 60 ára afmæli Lúterska kirkjufélagsins islenzka í Vesturheimi. Er mér enn í fersku minni hin íturhugs- aða og snjalla kveðja hans, sem hann flutti í Winnipeg á hinni virðulegu afmælishátíð Kirkju- félagsins. í þeirri ræðu sinni túlkaði Ásmundur biskup fagur- lega, hver andleg yngingar- og orkulind trúin var í óvægri en sigursælli baráttu íslenzkra landnema vestan hafs, og fórust meðal annars þannig orð: „1 manndómsraun og þoran- raun landnámsáranna er trúin þeim orkugjafi, eins og hún var kennd þeifti heima og þeir höfðu inndrukkið með. móðurmjólk- inni. Þeir skilja til hlítar Matt- hías, er hann kveður: Vér deyjum, ef þú ert ei Ijós það og líf, sem að lyftir oss duftinu frá. Þeir varðveita guðsorðabæk- urnar að heiman í lágum bjálka- kofa og lesa húslestra eins og lieima. Passíusálmarnir eru mörgum þeirra kærastir allra bóka og Vídalínspostilla“. Ég minni á þetta til þess að draga athygli yðar að því, hve vel hinn nýi biskup Islands skil- ur sögu íslendinga í Vesturheimi og hvern hug hann ber til okkar íslendinga í landi þar; og hann hefir með mörgum hætti sýnt þann skilning sinn og góðhug í verki, svo sem með ræðuhöldum sínum um kirkju- og þjóðrækn- ismál í fyrrnefndri vesturför sinni, og með þeim rgikla og ágæta hlut, sem hann hefir átt í prestaskiptum milli íslendinga yfir hafið, en það er augljóst mál, hve mikilvæg þau gagn- kvæmu mannaskipti eru í þjóð- ræknislegum og menningarleg- um samskiptum íslendinga aust- an hafs og vestan. Því næst skal hér minnst með verðugri þökk kærkominnar heimsóknar og víðtækra prédik- <jna- pg fyrirlestrarhalda séra Einars Sturlaugssonar prófasts vestan hafs á vegum Þjóðræknis félagsins síðastliðið ár. Er óhætt að fullyrða, að hann hafi einnig með komu sinni og ræðuhöldum styrkt að drjúgum mun ættar- og menningartengslin milli Is- lendinga beggja megin hafsins. Sem fulltrúi Þjóðræknisfélags- ins, og sem háskólakennari í nor- rænum fræðum vestan hafs, vil ég einnig á þessum stað votta séra Einari opinberlega virðingu mína og þökk fyrir hina stór- höfðinglegu blaða- og tímarita- gjöf hans til bókasafnsins í Manitobaháskóla; er sú gjöf bæði einstæð og svo verðmæt, að hún verður eigi til fjár metin, og þó er hið bókmenntalega og menningarlega gildi hennar enn meira, í raúninni ómetanlegt, enda hefir háskólinn sýnt það í verki, að hann kann að meta höfðingsskap og langsýni gef- andans. Þá hafa þeir prestar ís- lenzkir héðan heiman um haf, sem dvalið hafa lengur eða skemur vestan hafs lagt sinn góða skerf til þjóðræknisstarfs- ins, svo sem séra Ragnar E. Kvaran, er* skipaði þar um ára- bil forystusess. Hinir nýkomnu prestar héðan að heiman fylgja einnig fyrirrennurum sínum 'dyggilega í spor í þeim efnum. Flutti séra Bragi Friðriksson prýðilega þjóðræknislega pré- dikun við guðsþjónustu í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg sunnudaginn fyrir þjóðræknis- þingið í vetur, en þeir séra Robert Jack og séra Eiríkur Brynjólfsson fluttu báðir ágæt erindi á lokasamkomunni í sam- bandi við þingið. Séra Philip M. Pétursson, forseti Sambandskrrkjufélagsins íslenzka vestan hafs, mæltist sér- staklega til þess, að ég vottaði þér, herra biskup, kirkju íslands og prestastétt, innilega þökk fyr- ir starf hinna mörgu og klerka héðan að heiman, sem starfað hafa í þágu kirkjufélags hans í Vesturheimi. Er mér sérstaklega kært að bera fram það þakklæti hér á þessum stað, enda efga þar hlut að máli vinir mínir, frænd- ur og samherjar í þjóðræknis- málum. Séra Ragnars E. Kvaran, fyrrv. forseta Þjóðræknisfélags- ins og fyrrv. forseta Sambands- kirkjufélagsins, hefir þegar að verðugu getið verið. 1 því sam- bandi er mér einnig ljúft að minnast þeirra séra Benjamíns Kristjánssonar, séra Jakobs Jóns sonar, séra Friðriks A. Friðriks- sonar og séra Þorgeirs Jónssonar, að ógleymdum sveitunga mínum séra Eyjólfi J. Melan, sem við landar hans vestan hafs skoðum þó fyrir löngu síðan sem heima- mann, vegna langdvalar hans þeim megin hafsins. Líftaug þjóðrœkninnar má ekki slitna Allir hafa þessir mætu klerkar unnið prýðilegt kirkjulegt og þjóðræknislegt starf í þágu Vestur-íslendinga, og eiga því miklar þakkir skilið af hálfu Kirkjufélagsins, sem þeir störf- uðu fyrir, og einnig af hálfu Þjóðræknisfélagsins. Veit ég, að ég tala í nafni dr. Valdimars J. Eylands, forseta Þjóðræknisfé- lagsins, ei; ég votta þeim þökk þess félagsskapar fyrir þjóð- ræknisstörf þeirra vestan hafs, og fyrir allan góðhug þeirra í okkar garð Vestur-íslendinga síðan þeir hurfu heim til ætt- jarðarstranda til starfs þar í þágu kirkju- og menningarmála. Mér hefir eðlilega í kveðju- ávarpi þessu frá Þjóðræknisfé- laginu og Sambandskirkjufélag- inu orðið tíðrætt um persónu- legu tengslin og menningarleg samskipti milli þeirra og kirkju- og prestastéttar íslands, er verið hefir jafnframt, eins og þegar er nægilega skýrt, bæði mikill og merkilegur þáttur í viðhaldi hins þjóðernislega og menningarlega sambands íslendinga í Vestur- heimi við ættlandið og heima- þjóðina; en aldrei verður of mikil áherzla á það lögð, hvert' grundvallaratriði það samband er í allri okkar þjóðræknisstarf- semi Islendinga vestan hafs. Það er líftaug þjóðrækninnar, sem aldrei má slitna. Hafi kirkja Is- lands og prestastétt hjartans þökk fyrir þann góða þátt, sem af þeirra hálfu hefir ofinn verið í þá vígðu taug milli íslendinga yfir hafið. Spakleg og spámannleg orð prestsins og þjóðskáldsins séra Matthíasar Jochumssonar sækja fast á hug minn þessa stund: Sé ég hendur manna mynda megin-þráð yfir höfin bráðu, þann er lönd og lýður bindur lifandi orðið suður og norður. Meira tákn og miklu stærra megin-band hefir guðinn dregið, sveiflað og fest með sólar-afli sálu fyllt og guða-máli. — Megi skáldsins orð verða að áhrínsorðum, megi sýn hans verða að sem fegurstum veru- leika um ókomin ár. Höldum á- fram að brúa djúpið, sem skilur Islendinga austan hafs og vestan, iifandi orði íslenzks máls, bróð- urhuga og bróðurlegu handtaki. Sú brúin á sér djúpar rætur og traustan grunn, að engar úthafs- öldur fái brotið stoðir hennar eða .skolað henni í kaf. Svo lýk ég-máli mínu með til- vitnun í þann fagra og andríka sálm íslenzkan, sem vafalaust hefir verið oftar ^unginn við setningu þjóðræknisþings okkar íslendinga í Vesturheimi, eða við þingslit, heldur en nokkur annar af okkar mörgu og dýrðlegu ís- lenzku sálmum: Faðir Ijósanna, lífsins rósanna, lýstu landinu kalda. Vertu oss fáum, > fátækum, smáum líkn í lífsstríði alda. —Mbl., 27. júlí Lesið Lögberg Fimm kvikmyndaleiðangrar staddir á íslandi Mikil og víðiæx landkynningar- siarfsemi í sumar. — Þýzkir og brezkir úivarpsmenn hér á landi Allmargir einstaklingar og leiðangrar dvelja um þess- ar mundir hér á landi til þess að taka fræðslukvik- myndir af landi og þjóð. 1 þessum hópi eru þrír aðilar frá Bandaríkjunum, einn frá Þýzkalandi og einn frá Svíþjóð. Njóta sumir þeirra fyrirgreiðslu Ferðaskrifstofu ríkisins, en aðrir eru á annarra vegum eða þeir taka kvikmyndir sínar á eigin spýtur. I dag fór héðan fimm manna leiðangur frá amerískri fræðslu- stofnun, sem dvalið hefir hér- lendis um sex vikna skeið og tekið kvikmynd á breiðfilmu. Kvikmyndaleiðangur þessi hef- ir ferðast víðsvegar um landið og hefir í hyggju að gera einnar klukkustundar kvikmynd, svart- hvíta af landi og þjóð, er notuð yrði í fræðsluskyni ytra. Leið- angursstjórinn heitir Harvey Yorke frá New York. Amerískur maður dvaldi hér í nokkra daga og tók litkvik- mynd fyrir ferðasamtök, sem starfa á vegum Efnahagsstofn- unar Sameinuðu þjóðanfia og allmargar þjóðir eru aðilar að. Verður gerð ein heildarkvik- mynd frá öllum aðildarþjóðun- um og íslenzka þættinum skeytt í hana. En auk þess verður gerð stutt sjálfstæð kvikmynd frá Is- landi. Þetta verður 11 mm. kvik- mynd. Mest var kvikmyndað hér í Reykjavík, nágrenni bæj- arins og á Suðurlandsundir- lendinu. Þriðji ameríski aðilinn, sem fengizt hefir við kvikmyndatöku hérlendis í vor, er hinn góð- kunni kvikmyndatökumaður Hal Linker, sem vinnur að því að endurbæta Islandskvikmynd sína. Stærsti kvikmyndatökuleið- angurinn, sem til íslands hefir komið til þess að taka hér fræðslukvikmyndir, er þýzki leiðangurinn frá Roto-Film, sem Vísir skýrði á sínum tíma frá. Kom leiðangurinn á eigin skipi til Islands og tekur hér kvik- myndir á mjó- og breið-filmur bæði í litum og eins svart-hvítar. Leiðangurinn hefir að undan- förnu verið norður í landi, en mun nú vera á leið vestur- og suðurum. Þá er hér loks kvikmynda- tökuleiðangur frá Nordisk Tone film og Edda-film, sama félag- inu og tók kvikmyndina af Sölku Völku. Er hann að vinna að fræðslukvikmynd af landi og þjóð. Auk þessa dvelur hér þýzk kona ásamt dóttur sinni og er ætlun hennar að taka litmyndir fyrir blo$ og tímarit, og enn- fremur mun hún hafa 1 hyggju að gefa út sérstaka litmyndabók um Island. Kona þessi heitir Fritz og er mjög listrænn og góður ljósmyndari. Hún er þeg- ar búin að vera hér nokkurn tíma og dvelur áfram um skeið við myndatökur sínar. Enn einn liður í íslenzkri landkynningu eru útvarpsþættir frá íslandi, sem útvarpað verður frá erlendum stöðvum. Fyrir fáum dögum skýrði Vísir frá því, að hér dveldu tveir brezkir útvarpsmenn frá BBC, sem voru að taka upp alls konar hljóð, er þeir nota síðan sem eins lconar bakgrunn að útvarpserindum, sem flutt verða í brezka út- Einnig er hér þýzkur út- varpsmaður, Markús J. Tidick, sem vinnur að því að taka hér upp viðtöl við ýmsa aðila og skýra frá því sem fyrir augun ber. Samtals hefir hann ákveðið að taka upp um 30 stutta þætti frá íslandi, má þar m. a. nefna þætti um íþróttir, togveiðar, há- skólann, gróðurhús, Keflavík. Gullfoss og Geysi, brennisteins- hveri, 17. júní, Sjómannadaginn, flugmál, hvalveiði, fuglalíf, hesta, börn, þróun, bjartar næt- ur, auk þess ýmsa þætti úr starfi Þjóðverja á íslandi a. m. fl. Að öllu þessu er hin mikil- vægasta landkynning og getur orðið okkur til ómetanlegs gagns ef vel og skynsamlega er á mál- unum haldið. —•VISIR, 24. júní Bygging 3ja nýbýía á FljótsdaSshéraði að hef jast Búnaðarfélag Auslurlands 50 ára Búnaðarfélag Austurlands hélt nýlega þing að Eiðum. Er félagið 50 ára á þessu ári og minntist það afmælisins á þinginu. Pálmi Einarsson landnámsstjóri flutti erindi um nýbýlaframkvæmdir á þinginu og skýrði frá því að framkvæmdir við bygg- ingu nýbýla á Fljótsdals- héraði h æ f u s t innan skamms. y Pálmi Einarsson gat þess í er- indi sínu, að ákveðið væri að reisa 10 nýbýli á Fljótsdalshér- aði. Eiga 3 þeirra að rísa á Ketils staðavöllum, 4 á Bóndastöðum og 3 á Hjaltastöðum. Byrjað á Ketilsstöðum í sumar Framkvæmdir á Ketilsstaða- völlum eiga að hefjast innan skamms. Er ætlunin að bygging þeirra 3ja nýbýla er þar á að reisa komizt langt í sumar. Stofnendur sjö Að loknu þinginu að Eiðuna var haldin veizla til að minnast 50 ára afmæli félagsins. Félagið var stofnað 22. júní 1904, og voru stofnendur þess sjö bænd- ur: Jónas Eiríksson. Eiðum; Sig' fús Halldórsson, Sandbrekku; Gunnar Pálsson, Ketilsstöðum; sr. Magnús Blöndal Jónsson, Vallanesi; Björn Pálsson, Rangá; Jón Eiríksson, Hrafnabjörgum', og sr. Einar Þórðarson, Bakka, Borgarfirði. —Alþbl., 22. júní FOR SALE Oil Painting “Hekla” by Emil Walters 2x2Vz gi14 frame. Halldor Halldorson Estate, 353 Broadway Ave. Phone 923-055 or 924-758. Mornings only. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVIK

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.