Lögberg - 19.08.1954, Page 7

Lögberg - 19.08.1954, Page 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 19. ÁGÚST, 1954 7 EINAR EINARSSON: Nokkrar ferðaminningar ViS Ncrðmenn þurfum að kynnast íslendingum Á Vaðlaheiði Það er nótt, — ein þessara dásamlegu, norðlenzku sumar- nótta, sem aldrei líða þeim úr minni er séð hafa. Ég er staddur a Vaðlaheiði, á norðurbrún hennar þar sem hún er hæst. Til beggja handa blasir við undrafegurð íslenzkrar náttúru eins og hún verður mest. Á vinstri hönd er Eyjafjörðurinn, sPegilsléttur með dimmbláan fjallahringinn á báðar hliðar. £*ar skiptast á unaðslegar heið- ar, risavaxin fjöll og hrikalegir tindar, sem gnæfa eins og varð- turnar yfir hinum blómlegu hyggðum. Kaldbakur er tignarlegur núna, þar sem hann teygir sig UPP í himinblámann, eins og hann finni til sín sem stóri bróð- ir fjallanna í kring. Hann er enn með dálitla depla af vetrar- kápunni sinni og virðist vera stoltur af þeim, því hann hefir þá þar sem þeir sjást lengst til °g mest ber á þeim. Á hægri hönd er Fnjóskadalurinn, ið- grænn með fallegum fjöllum og heiðum í kring, unaðslegum hlíðum og nýslegnum túnum. Enjóskáin liðast mjúklega niður dalinn og glitrar í sólroðinni blámóðu næturinnar, eins og hún væri silfurborði, sem engil- hörnin hafi látið detta niður á Jorðina, þegar þau voru að leika sér hérna uppi yfir fjöllunum í hvöldblíðunni. Hvergi er ský á jofti og hið mikla bládjúp him- insins e r milt og tært í allri sinni ómælanlegu dýpt og ^yndardómsfullu fegurð. Niðri við hafsbrún sézt lágur þoku- hakki, sem helzt minnir á sól- roðin fjöll í fjarska. Geislar mið- nætursólarinnar falla á norður- hlíðar fjallanna og mynda hríf- andi fögur litaskipti við móðu- hlandinn fjallablámann hinum megin. Utan frá hafsbrún og inn allan Eyjafjörð liggur glamp andi ljósrák eftir sjónum, sem hýlzt líkist fljótandi gulli. Ofur- h'til, hvít þokulína er yfir Dals- n^ynni og lítur út eins og tveir drifhvítir vængir. Allt um- hverfis er svo draumfagurt, að n^ér finnst það naumast geta Verið jarðneskt. Ekki þætti mér °líklegt, að Helgi magri og Þórir fnepill hafi Verið guðunum Pakklátir, hafi þeir litið héðan ytif landnám sín á slíkri nóttu. Eg stend sem dáleiddur og eí ^rr en varir kominn í hugar- astand, þar sem takmarka tíma eS rúms gætir ekki. Ekkert heyrist, nema niðurinn af öld- Uru tímans, mjúkur og heillandi, svo er kyrrðin alger. Og þó er ailt iðandi líf. Mér er ljóst, að ég er staddur í hinni miklu kirkju alheimsins, þar sem guðshúsið akmarkast hvorki af veggjum ne þaki, en orðlausir tónarnir ylla hið mikla musteri og guðs- Pjónustuan er söngur lífsins ®Jalfs, og blærinn er snerting eilags anda. ósjálfrátt bevgi kné mín og krýp í djúpri . íngu fyrir þessari himnesku ign. Ég strýk höndunum yfir omin og mér flýgur í hug að aka nokkur þeirra með mér, til minja, en ég hverf frá því. Það er rangt að slíta blessuð blómin Ja móður sinni; þau deyja þá rax’ — miklu betra að mála ynd þeirra á sýningartjald ^nninganna. Þar eru þau var- nlfg eign. Ég tek móldina, Juka og angandi af gróður- agni, ber hana að vitum mér § teyga áfengan ilminn. j.. öng stund er liðin, — hve ong Veit ég Hér skiptir n^inn ekki máli. Loks tek ég lr því að sólin er farin að br5 u* ^ loftÍ °g da§urinn> hinn ar°iS, ri sonur næturinnar stild- r éttilega á sólroðnum tindun- er kveðjuljóð hinnar Jiðandi nætur. stend á fætur. Hin hækk- di sól hellir heitu geislaflóði lr íög 0g láð. Ég legg af stað lrnleiðis, sæll og fullur ó- gleymanlegra endurminninga. Samferðafólkið er löngu farið heim. Ég finn til hryggðar yfir því að það skyldi ekki einnig verða aðnjótandi dýrðar hinnar heilögu nætur. Séð yfir Skagafjörð „Skín við sólu Skagafjörður“. Það er fögur sjón, sem mætir auganu, er Skagafjörður skín við sólu. Hið mikla og blómlega hérað, sem býður hverri starf- andi hönd öll lífsins gæði og hefir allt til sýnis, sem ferða- mannsaugað, forvitið og nýj- ungaþyrst, getur gripið um í hrifnæmi hugans. Hinn svip- mikli fjallahringur, sem lykur um héraðið á þrjá vegu, er í senn hrikalegur og fagur. Slétt- ar, grösugar heiðar og himinhá fjöll standa þar hlið við hlið og gefa umhverfinu stórskorinn, en viðfelldinn ævintýrablæ. En til- komumestur er þó konungur skagfyrzku fjallanna, Tinda- stóllinn, sem gnæfir himinhár, tröllaukinn og tignarlegur eins og drembilátur einvaldur í ríki fjallanna. — Úti í fjarðarmynn- inu rísa eyjarnar, Drangey og Málmey og svo Þórðarhöfði, sem nærri er skorinn frá megin- landinu. Eyjarnar hafa frá ó- munatíð staðið eins og útverðir í mynni fjarðarins og verið sæ- farendum leiðarsteinar og augna yndi, allt frá því þær í fyrsta sinn buðu Sæmund suðreyska velkominn í Skagafjörð. Innan í þessari umgjörð er svo hið fagra og frjósama Skaga- fjarðarhérað, með öllum sínum óþrjótandi gæðum til lands og sjávar, sem engum sjáandi manni dyljast, jafnvel þótt Skagafjörður skíni ekki við sólu. Sérhver sem fer um þessa miklu sveit, mun ekki undrast þótt Sæmundi þætti Hlíðin byggileg, eða að Þóri dúfunef þætti álitlegt að reisa bú á Flugumýri. Saga Skagafjarðarhéraðs er bæði löng og viðburðarík. Marg- ir stórviðburðir hafa þar gerzt, sem haft hafa megináhrif á sögu og menningu landsmanna og mörg stórmenni hefir Skaga- fjörður alið. Við skulum taka okkur stöðu hjá minnisvarða Stephans G. Stephanssonar og horfa yfir Skagafjörð. Þarna er mynd hans, skagfirzka bóndasonarins, greypt í harðan íslenzkan stein, sem glæsilegt tákn hinnar líf- seigu íslenzku menningar, sem stórviðri aldanna, eldar og ísar, drepsóttir, kúgun og hallæri, hafa ekki megnað að mylja í burtu, heldur hefir hún mótazt því dýpra í bergið sem eldurinn brann heitar og kaldara blés. Héðan sjáum við atburðina í ljósi sögunnar. Við sjáum land- námsmanninn sigla fullum segl- um inn fjörðinn, stíga á land og nema hið fagra hérað, sem nú skín við sólu framtíðarinnar. Við ssjáum hinn frægasta allra íslenzkra útlaga, Gretti Ás- mundarson renna augunum í síðasta sinn yfir héraðið, sjáum hann njóta þess að láta fjalla- loftið, tært og hressandi leika um sig eins og frelsið, sem hon- um er meinað að njóta, — einu sinni enn, áður en hann flytur í hið sjálfkjörna ævifangelsi. Engi veit hve hörð átök hafa átt sér stað í sál ofurmennisins, er hann kvaddi frelsi sitt. En víst er um það, að ekkert fang- elsi gat verið veglegra né hetj- unni samboðnara en fangelsi og bautasteinn Grettis Ásmunds- sonar í mynni Skagafjarðar. Við sjáum reykinn af Flugu- mýrarbrennu stíga til himins og heyrum landráðamanninn, Giss- ur .Þorvaldsson busla í kaldri sýrunni. Við heyrum hófadyn- inn af helreið Odds í Miklabæ. Við heyrum kirkjuklukkuna Líkaböng hringja jarðneskar leifar ikrkjuhöfðingjans mikla, Jóns biskups Arasonar og sona hans til hinztu hvílu á Hólum. Við sjáum skáldið frá Bólu koma haltrandi sunnan Blöndu- hlíðina, lotinn og tötralegan; hárið er grátt og skeggið úfið. En úr augunum brennur eldur. Hin mikla sál er enn ung og ó- brotinu. Þrekið og viljinn til að beita hárhvössu vopni andans gegn óþíðri samtíð og miður góðgjörnum yfirvöldum, sem smjaðrandi skríða að fótum er- lendra kúgara, í von um lítil- fjörlegan stundarhagnað eða ímyndaðar vegtyllur, er enn ó- skert. Og við fylgjum skáldmu alla leið í kirkjugarðinn á Mikla- bæ og heyrum veðurgnýinn af Hjálmarsbyl dynja yfir hérað- inu, eins og refsivönd skýjanna yfir harðri og hjartakaldri samtíð. Við rennum augum út að Héraðsvatnaósi. Þar bjó fyrrum ferjumaðurinn dáðríki, Jón Ós- mann í litlum kofa á fljótsbakk- anum. 1 þá daga var engin brú á Héraðsvötnum og var því oft ærið starf hjá ferjumanninum, einkum þegar vötnin voru í vexti og vöð illfær. Öllum gerði hann gott sem að garði bar og liðsinnti öllum, umyrðalaust og án manngreiningar eða ekki, enda mun hann aldrei hafa tek- ið gjald af öðrum en þeim, sem máttu missa. Mestan hluta þess er hann aflaði gaf hann fátæk- um. Hann var hinn ósérplægni og hjartahlýi þjónn, sem vann hið erfiða og oft hættusama þjónsStarf af innri þörf til að gera öðrum gott. Við sjáum þennan stóra og þrekvaxna mann taka ferðamanninn og far- angur hans og bera út á ferjuna, eins og yæri hann barn og far- angur hans leikföng. Því hann átti yfir að ráða jötunafli, sem fáir eða engir vissu full skil á. Nú er komin brú á Héraðs- vötn og fátt minnir nú á þennan dáðadreng, annað en rústirnar af kofa hans á fljótsbakkanum. Oft er eyðilegt við Héraðsvatna- ós, þegar norðanstormar geisa og öldurnar drynja við dökkan sandinn. Á slíkum stundum er eins og náttúruöflin sameini ömurleika sinn á þessum stað, til þess að harma dapurleg örlög göfugmennisins. En stundum er líka unaðslegt þarna, þegar gott er veður og fljótið fennur lygnt og spegilslétt til sjávar, en him- ininn hvelfist heiður og blár yfir láði og legi og sólin kyssir veðurbarðar rústirnar. Á Helgafelli Ég er staddur á Helgafelli. Það er um hásumar, síðla dags. Glaða sólskin og logn. Fegurð Breiðafjarðar nýtur sín til fulls. Helgafellssveitin, þessi einkenni lega, en undurfagra sveit, er í fullum sumarskrúða. Öll er sveitin vaxin iðgrænum kjarna- gróðri og er yfir að líta líkust samfelldu akurlendi. Löng en lág klettabelti sunnan við Helga- fell, sem líta út eins og túngarð- ar, gefa umhverfi sínu ein- kennilegan svip, fornan, ramm- íslenzkan ævintýrsvip, í stórum, bergföstum dráttum. Þótt Helgafell sé ekki hátt, þá er útsýni þaðan gleggra og víðfeðmara en víðast hvar ann- ars staðar á landinu. Hinn mikli fjallahringur sem lykur um Breiðafjörð sunnan, norðan og austan blasir við augum, sveit- arinnar umhverfis fjörðinn og mestur hluti eyjanna. Héðan sér yfir landnám Þórólfs Mostra skeggs og þeirra frænda, Þórs- nes allt og yfir Öxney og Brok- ey, landnám Eiríks rauða á Breiðafirði. Héðan sér í Hofs- vág, þar sem Þórólfur Mostra- skeggur steig á land og reisti bæ sinn Hofstaði. Héðan sést helgi- staður og dómvangur þeirra Górólfs frænda og talið er, að enn sjáist steinn sá er þeir brutu um þá menn er blóta skyldi. Landnámabók segir, að Þór- ólfur „hafði svá mikinn átrúnað á fjall þat, er stóð á nesinu, er hann kallaði Helgafell, at þangat skyldi engi maðr óþeg- inn líta ok þar var svá mikil friðhelgi, at engu skyldi granda í fjallinu, hvárki fé né mönn- um, nema sjálft gengi á braut. Þat var trúa þeirra Þórólfs frænda, at þeir dæi allir í fjallit“. Héðan sést sker það, er Drit- sker var kallað; höfðu menn þar álfreka, er þeir sátu Þórsness- þing, því svo var völlurinn hei- lagur, að ekki mátti þar saur á bera. Seinna urðu þó nokkrir til að brjóta bann þetta, er þeir nenntu ekki að ganga í skerið örna sinna. Varð af því deila mikil og sló í bardaga í nesinu. Við það vanhelgaðist völlurinn, er á hann féll heiftarblóð. Óvíða sjást spor fortíðarinnar jafn greinilega og hér. Við sjáum víkingana, gráa fyrir járnum, ganga fylktu liði til helgra tíða, setja dómþing og dæma til blóta, lauga síðan hendur sínar og and- lit, að lokinni heigiathöfn, áður en þeir dirfast að líta hið heilaga fjall, sem þeir eiga að deyja í. Uppi á Helgafelli er dálítið byrgi, hlaðið úr smáu grjóti. Er sagt að Guðrún ósvífursdóttir.. hafi látið gera byrgi þetta og notað það til bænahalds. Ekki er byrgið hærra en svo, að henta myndi sem bókstallur meðal- manni, er krypi við austurvegg þess; er gólfið lítið eitt hærra þeim megin og má vera að þar hafi fyrrum verið knéfall. Líkur , benda til að ekki hafi byrgið alltaf verið með ummerkjum fyrstu handa. Hefur það sýni- lega hrunið að nokkuru og verið hlaðið upp aftur, kannske oft, •— en auðséð er að undirstaðan er ævaforn; hún hefir ekki rótazt. Mikil trú var höfð á byrgi þessu og er jafnvel enn í dag, en það verðúr ekki rakið hér. En fáir munu koma svo hér, að ekki finni þeir, að þeir standa á helgum stað. Hingað hefir Guð- rún ósvífursdóttir gengið til að tala við Guð sinn í næði og hér hefir hún vafalaust komizt nær honum en margur annar. Hér hefir hún séð himnana opnast, þar sem hún kraup í byrgi sínu, hvort sem yfir henni var sól- björt heiðríkjan eða yfir henni grúfði regnbólginn himininn, ■þrunginn válegum illviðraskýj- um. Hingað hefir hún flúið með sorgir sínar og gleði og ef til vill hefir hún fengið hér svar við mörgum spurningum lífs sín og svar við heitum bænum á örlagastund. Ef til vill hefir hún tekið hér margar sínar mikilverðustu ákvarðanir, feng- ið huggun í harmi og áræði til afreka. Við sjáum hana koma upp fjallið, fornkonuna glæsilegu, sem í senn var átrúnaðargoð og píslarvottur samtíðar sinnar. Aðalsmerki hinnar gunnreifu víkingaldar er greypt í yfirbragð hennar og fas. Græni möttullinn fellur vel inn í umhverfið, skrúðlitum gróandans. Hið mikla hár, sem ofurlítið er tekið að grána, bylgjast léttilega í mjúkri golunni, og bjart er yfir hinu mikla enni. En úr augun- um skín sorgblandin mildi. Hún gengur rakleitt inn í byrgið, krýpur hljóðlega á steininn við vegginn og grúfir andlitið í höndum sér, í þögulli bæn. Að lokinni bæninni stendur hún upp, horfir um stund til himins, sem að þessu sinni er heiður og bjartur, lítur yfir sveitina sína fögru og gengur'síðan hægt og tígulega sömu leið til baka, unz hún hverfur niður fyrir brúnina upp undan bænum. —0— Það er komið kvöld. Síðustu geislar kvöldsólarinnar varpa gullnum ljóma yfir Breiðafjörð og hverfa síðast af Snæfells- jökli og Skorrafjalli. Það er kveðja hins líðandi dags. Ég legg af stað niður Helgafell, sæll og þakklátur í huga og ég hlakka til að vakna næsta morgun og sjá sólina skína á Helgafell. —Lesb. Mbl., 4. júlí 1954 Stutt samtal við H. WILDENVEY Ég hitti skáldið Wildenvey að máli í gær á Hótel Borg. Hann var þar í fylgd með Ragnari Jónssyni, bókaútgefanda. Hafði ég aldrei augum litið þennan nafntogaða mann, en margar sögur af honum heyrt frá Hafn- arárum hans. Fljótt á litið fannst mér að Wildenvey svipaði til Einars Benediktssonar, þar sem hann herðabreiður og tígulegur stik- aði um veitingasalina á Borg. En þegar hann er seztur, er hann ekki eins fasmikill í tali og hinn íslenzki skáldbróðir hans Einar var, meðan hann var í fullu fjöri. Wildenvey er ró- legri. Allur er maðurinn svo geðfelldur, að manni líður vel í návist hans. Mér liggur við að segja, að það sé gott að þegja með honum. Umrœðuefnið Ég bar erindi mitt upp við skáldið, og sagði, að í hinu stutta viðtali gæti hann að sjálf- sögðu valið sér umræðuefni að ^zild. En til þess að vekja máls á einhverju, stakk ég upp á því að við gætum t. d. minnzt á norsk- ar nútímabókmenntir eða dag- skrármál, sem uppi eru á skálda- þingi Norðmanna. Eða hann segði mér eitthvað um álit og kynni Norðmanna af Islending- um fyrr og síðar eða kannske sleppum við því öllu, og hann minnist aðeins á fyrstu áhrif sín og kynni af íslandi. — Ætli það sé ekki bezt að láta okkar innanríkismál eiga sig, segir Wildenvey og glampa brá fyrir í augnaráðinu. Helzt vildi ég minnast á mín fyrstu áhrif og kynni af íslandi, segir hann. — Þó þau séu að sjálf- sögðu stutt. Ég kom hingað eins og kunnugt er í gærkvöldi. Á flugvellinum — Gullfaxi ykkar er mikill og góður farkostur, segir Wilden- vey, — og það leynir sér ekki, strax og á flugvöllinn kemur, að mikið hefir gerzt hér á landi á síðustu árum. Öll tækniþróunin, sem þar blasir við ai^ganu. Flug- völlurinn með sínum flugskýlum og „innréttingum“ breiðir faðm- inn á móti manni hér í miðju Atlantshafinu, tilbúinn til að taka á móti áhrifum úr austri og vestri eða hvaðanæva að úr heinmum. Og svo koma til sögunnar hin- ar innilegu viðtökur er ókunn- ugur farfugl eins og ég fæ, þegar niður á jörðina kemur. Öll hlýj- an er maður mætir í bókstaflegri merkingu minnir mann á lands- ins innra eld og funa. Ég þurfti bókstaflega að taka í taumana, er sendiherra Norðmanna ætl- aði að bera ferðatöskuna mína. En það leyfði ég að sjálfsögðu ekki. Hversdagslegur farkostur En þegar við komum út á bíla- plássið beið þar jeppinn hans Ragnars og við tókum okkur þar sæti. Var þetta að sjálfsögðu þægileg tilbreytni, að hoppa upp í jeppann hans, í staðinn fyrir að þurfa að hreiðra um sig í gljáfægðu „dollaragríni“, er við almennt köllum amerísku bílana heima í Noregi. En mér skilst, að talsvert sé af þeim hér. Jeppa- bíll Ragnars er svo blátt áfram, hversdagslegur og heimalegur, að hann festist mér í minni. Þegar við komum'í bæinn rak ég fyrst augun í Latínuskólann ykkar í allri þvögu hinna nýju húsa: Með sínum einföldu út- línum benti hann mér á, hve ung þessi borg ykkar er, og hve skólahúsið ykkar gamla er orðið einmana innan um nýbyggðina. En að Latínuskólinn skuli hafa fengið að vera þarna kyrf og ó- snortinn kennir manni, að þið hafið borið virðingu fyrir því gamla og rótgróna og varðveitið það þrátt fyrir alla hina snöggu myndbreytingu, er hér hefir orðið. ísland er fyrir okkur í fjarskanum Fyrir okkur hefir Island alltaf verið í fjarskanum hér vestur í hafinu og við ekki gert okkur grein fyrir hvað hér hefir verið að gerast í nútímanum. Löngu fyrir heimsstyrjöldina kynntist ég mörgum íslendingum ýmist í Danmörku eða Noregi, m. a. Jó- hanni Sigurjónssyni, Jóni Stf- ánssyni og Kjarval. Kristmanni Guðmundssyni og Gunnari Gunnarssyni kynntist ég í Nor- egi, og þessi viðkynning mín gerði það að verkum, að ég gerði mér nokkurn veginn hugmynd um, hvað hér væri að gerast. En síðan hefir svo margt gerzt í heiminum, t. d. önnur heims- styrjöld og aðrir smámunir, svo ég sé, að við Norðmenn verðum að gera bragarbót og kynnast íslandi í dag, til þess að endur- skoða okkar hugmyndir. Því að vissulega er hér margt að læra, og sjá. Ég skrifa sjaldnast í norsk blöð og leiði öll dægur- mál hjá mér. — Ég er búsettur í smábæ við Oslófjörðinn, sem heitir Stavern og var gerð að herskipahöfn á dögum Friðriks V. En fyrir rúmlega 100 árum var herskipalægið flutt til Horten, sem aldrei skyldi verið hafa, því þar eru lakari hafnar- skilyrði. En eitt er gott við það, að gamli bærinn Stavern hefir fengið að vera í friði og haldið öllum sínum gamla fornfálega svip, okkur íbúunum til mikillar ánægju. Nafnið — Kristmann Guðmundsson sagði frá því í útvarpi á sunnu- dagskvöldið að miklar þjóðsögur hafi myndast um yður með norsku þjóðinni. T. d. hvernig nafn yðar varð til. — Já, um það hefir mikið ver- ið skrifað af misjöfnu tagi. Eitt var það, að nýútskrifaðir stú- dentar gengu með fána um göt- urnar á þjóðhátíðardaginn, og á fánanum var skrípamynd af mér með áletrun á þessa leið: „Han vil den vej som fan ’en tar“. En úr þessu komu svo margs konar skrítlur og orða- leikir, eins og oft vill verða í norskunni. En ég hefi sem sagt alltaf heitið Wildenvey. —Mbl., 1. júní Verður tekið að rækta hör hér i sfórum sfríl? Steinþór Runólfsson fór utan í marzmánuði og mun dvelja í Danmörku fram á haust. Á íilraunasiöð nálægl Árósum Dvelur Steinþór á allstórri til- raunastöð nálægt Árósum. Mun hann kynnast þar öllnm þáttum þessarar atvinnugreinar, sán- ingu hörfræja, uppskerunni og framleiðslunni í verksmiðjum. Danir standa all framarlega í hörrækt og eru þar í landi all- margar stórar hörverksmiðjur. Hörræki hér á landi? Tilraunir hafa verinð gerðar með hörrækt hér á landi, t. d. á Seltjarnarnesi og Bessastöðum. Hafa þær tilraunir gefið allgóða raun og virðast allgóð skilyrði fyrir hörrækt hér á landi. Einn- ig má geta þess, að Irar, sem eru einhver mesta hörfram- leiðsluþjó í heimi, láta Dani rækta fræið fyrir sig, þar sem sólríkara er þar. Gæti sú leið því vel komið til greina hér, ef ekki væri unnt að rækta fræið hérlendis. —Alþbl., 2. júní

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.