Lögberg - 19.08.1954, Page 4

Lögberg - 19.08.1954, Page 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 19. ÁGÚST, 1954 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið at hvern firntudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENITE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrlft ritstjörans: EDITOR LÖGBERG,. 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” ls printed and publlshed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Minni íslands Ræða, flutt á Iðavöllum 14. ágúst 1954 Eftir BJÖRN SIGURBJÖRNSSON Góðir íslendingar: Mér er það mikil ánægja og heiður að fá að mæla fyrir minni fslands á þessari hátíð yðar hér á Iðavöllum. Mér er það auðvitað ánægja sem íslenzkum ríkisborgara en öllu fremur, er ég hugsa um þann einlæga áhuga og ræktarsemi, sem þér Vestur-íslendingar sýnið, er þér nú í sextugasta skipti komið saman á hátíðaslóðum fyrstu landnemanna til að minnast, eins og þeir gerðu, gamla landsins, fóstur- jarðar þeirra, og margra vor, og ættjarðar vor allra, íslend- inga. Oss sem alizt höfum upp á fslandi og er innprentuð sú fagra mynd blómlegra dala, fossa og fjallatinda, sem oss aldrei gleymist — eru auðvitað kærstar slíkar hugar- sjónir og minnumst þeirra í sameiningu í dag. En engu að síður minnumst vér með hinum, sem aldrei litlu feðranna Frón, hins sameiginlega og sérkennilega íslenzka anda og menningar, þeirrar arfleifðar, sem oss var látin eftir af for- feðrum vor allra, arfleifðar manngildis, bókmennta og tungu, sem mótast hefur á vörum kynslóðanna í baðstofum íslenzku sveitanna. Nú eftir tveggja ára dvöl í Manitoba og töluverða kynningu við landa hér víðsvegar um fylkið og lífskjör þeirra, stend ég enn betur að vígi til að minnast nútíma ís- lands við yður heldur en ég gerði áður. Ég hef mér til mikillar ánægju komizt að raun um, að landar vorir á Fróni hafa enga ástæðu til að öfundast út í yður, sem hingað fluttust. Lífskjör fólks og lífshamingja eru engu síðri á ís- landi heldur en meðal landa þeirra vestanhafs og framtíðar- horfur hins litla lýðveldis, framfarahugur þjóðarinnar, stendur í engu að baki hinum volduga nágranna hennar. Það er ekki tilgangur minn að bera frekar saman eða metast um lífskjör og menningu landa vorra fyrir austan og vestan Atlantsála, vér getum glaðzt yfir velgengi Islendinga hvar á jörðu sem er. Hitt langar mig til að ræða, sem ég er kunnugri og mér er ljúfara — stóru sporin, sem stigin hafa verið á framfarabraut íslenzku þjóðarinnar, síðan ánauðinni létti, erfiðleika, sem ógnuðu, en yfirstignir voru, ástandið í dag og framtíðarverkefni og vandamál, sem við blasa. Frá miðbiki síðustu aldar og einkanlega á liðinni þess- ari öld hefur fyrst rofað til í þjóðmálum íslendinga, síðan þeir afsöluðu sér frelsi í hendur Noregskonunga árið 1262. ógnarstjórn Dana knúði þjóðina niður í slíka eymd og volæði, að ekki fá nrð lýst. Ástandið í þjóðmálum vorum var oft svo, að undravert er, að nokkur gat haldizt við á landinu eða lifað af þær hörmungar. Framtíðarhorfur ungra íslendinga í þann tíð voru daufar, ef ekki alveg dauðar. Öll verzlun var einokuð í höndum útlendra manna, sem hugsuðu ekki um annað en arðinn af henni. Framtak ein- staklinga á Islandi var heft og tillögur til úrbóta og fram- fara áttu líf sitt undir erledri og skilingslausri óstjórn. Með slíku stjórnarfari og þjóðfélagslegu ástandi ullu náttúru- hamfarir, hvort sem þær birtust í eldgosum og öskufalli eða veðurofsa og ótíð enn meiri hörmungum meðal íslenzku þjóðarinnar, og eymdin var óskapleg. Það voru eftirstöðvar slíkra hörmunga og enn yfir- standandi óstjórn, góðir Vestur-Islendingar, sem rak for- feður yðar af landi brott til landnáms í Vesturheimi. Velgengni Islendinga í dag, hinn ört vaxandi fólksf jöldi á Islandi er í fyrsta og öðru lagi að þakka því sjálfstæði, sem örlaði á í byrjun þessarar aldar og náðist að fullu fyrir tíðu árum síðan. Við hvert skref, sem erlenda stjórnin tók til undanhalds, urðu mörg skref til framtaks og dáða meðal íslenzku þjóðarinnar. Þeir einir, sem þekkja sögu Islendinga og erfiða baráttu hennar fyrir frelsi og fullveldi, geta skilið, hve eðlilegar og sjálfsagðar hinar stórstígu framfarir hafa verið á íslandi hin síðustu ár, svo að líkast hamskiptum hefur verið. — Þeir einir geta skilið og fundið þann fögnuð, sem umlykur hjarta hvers ósvikins Islendings 17. júní ár hvert. Saga sjálfstæðisbaráttunnar hefur verið rakin af mörgum á þessu sumri í ræðu og riti austanhafs og vestan og jafnvel víðar, en sjálf endurreisn lýðveldisins á Þing- völlum 17. júní 1944 verður ógleymanleg öllum þeim, er viðstaddir voru, og helgi hennar og tign ólýsanleg í fátæk- legum orðum. A þeirri stundu áttu allir Islendingar eina sál — hina íslenzku þjóðarsál. Þeir strengdu þess heit að vinna upp dimmu árin ófrelsis og ánauðar með nýju átaki og atorku — strengdu heit, sem í huga þúsundanna varð að einni hugsun — Islandi allt! Þessi heillastund að Þingvöllum 17. júní 1944 varð upphaf margskonar breytinga á kjörum íslenzku þjóðar- innar og afstöðu hennar og mikilvægi á alþjóðavettvangi. Þau lög sem þá öðluðust gildi voru sannarlega ekki í anda við stöðulögin, svonefndu frá 1871, fyrir réttum mannsaldri síðan, er ákveðið var að Island skyldi vera óaðskiljanlegur hluti Danaveldis. Stjórnarskrá hins unga lýðveldis var einnig mjög frá- brugðin sambandslögunum frá 1918, þegar ákveðið var að Danmörk færi með utanríkismál íslands, þótt í umboði þess væri. Nú eiga íslendingar sæti á al- þjóðaþingum og í þjóðabanda- lögum. Njóta þeir þar sama réttar og Danir, Kanadamenn, Bandaríkjamenn og allar aðrar þjóðir heims. Atkvæði íslands, eyjunnar í Norðurheimsskaut- inu, hefur sama vald og atkvæði hinna voldugu ríkja Norður- Ameríku. Fáni Islands, rauður, hvítur, blár, blaktir á sendiráðsskrifstof- um og sendiherrabústöðum víða um lönd og álfur. Æðsta manni þjóðarinnar, for- setanum, er tekið sem jafningja af þjóðhöfðingjum annarra ríkja. Þótt ekki væri neinu öðru til að dreifa, væru þetta rikuleg laun fyrir aldalanga baráttu for- feðra vorra. Vissulega megum vér Islend- ingar vera hreyknir af frammi- stöðu þeirra landa vorra, sem fram hafa komið fyrir hönd ís- lands á samkundum heimsþjóð- anna. % En vandi fylgir vegsemd hverri og svo er í þessu máli. Eftir að sambandsslit fóru fram við Dani, og íslendingar tóku að öllu leyti við utanríkis- málum sínum, tóku þeir einnig á sig ábyrgðina á vernd lands og þjóðar jafnt í friði sem í ófriði. Landhelgisgæzlan er fram- kvæmd af íslendingum og er það hvorki létt verk né löður- mannlegt, einkanlega vegna á- sækni einnar fyrrverandi vina- þjóðar vorrar. Það varð augljóst í síðasta stríði, að vernd Dana var oss íslendingum einskisnýt, enda urðum vér vopnlausir fyrir árás Englendinga, snemma í stríðinu. Gerðu íslendingar sér einnig Ijóst, að þótt algjört hlutleysi væri æskilegast, væri það jafn- framt tilgangslaust á ófriðar- tímum. Um alíslenzka gæzlu landsins var ekki að ræða sökum fólks- fæðar, og tóku íslendingar til þess ráðs, sem sjálfsagt var, að ganga í lið með vestrænum þjóðum um sameiginlegar varnir hins frjálsa heims. Eru íslendingar því meðlimir, ásamt Kanadamönnum í 14 ríkja bandalagi Atlantshafsríkjanna. Með þeirri ákvörðun fengu Is- lendingar sömu réttindi og hlunnindi sem hin ríkin, en tóku á sig um leið hlutfallslega hinar sömu kvaðir. Var talið nauð- synlegt vegna yfirvofandi ófrið- arhættu, að byggja upp varnir landsins í samráði við hin banda- lagsríkin, og fylgdi því einnig sú kvöð að hafa erlendan her í landi. Sú kvöð verður mönnum ávallt mestur þyrnir í augum, jafnvel þótt þeir geri sér mæta vel grein fyrir nauðsyn hennar. ' Það fylgir einnig fullráðum Islendinga yfir utanríkismálum sinum að fara með alla utanríkis- verzlun, og hefur öflun markaða fyrir framleiðsluvörurnar verið erfiðust í þeim efnum. Reyna Is- lendingar að fylgja þeirri stefnu að ná viðskiptasamningum við sem flest ríki til að verða engu einu háðir, enda brenndu þeir sig illilega á viðskiptum sínum við eina nágrannþjóð sína ekki fyrir löngu síðan. Frá því íslendingar tóku við utanríkisverzlun sinni hefur í henni sem í svo mörgu öðru, síðan lýðveldið var endurreist, orðið mikil breyting til batnaðar og hafa Islendingar aldrei fyrr haft meiri verzlun við útlönd né víðtækari. Árin eftir að lýðveldið var stofnað, tók við völdum ríkis- stjórn, sem síðan hefur verið kölluð „nýsköpunarstjórnin“. I anda hins unga lýðveldis hóf hún markið hátt og hóf umbyltingu í atvinnuvegum íslendinga með endurnýjun atvinnutækjanna til sjávar og sveita. „Nýsköpunar- togararnir“ streymdu til lands- ins, unz Íslendingar áttu einn fullkomnasta togaraflota í heimi. Bátaflotinn var stóraukinn og endurbættur og fjölmörg ný far- þega- og farmskip kljúfa úthöfin í dag undir íslenzkum fánum. Flugsamgöngur voru einnig stór- auknar og Islendingar eignuð- ust millilandaflugvélarnar, sem margir ykkar Vestur-Islendinga kannizt við. Það hefði þótt tíðindum sæta á íslandi fyrir nokkrum áratug- um, að farartæki undir íslenzku flaggi legðu leið sína vikulega og stundum oft í viku frá Reykja vík til New York og Hong Kong í Kína. Á sviði landbúnaðarins urðu stórbyltingar, sumar svo, að heilar sveitir tóku stakka- skiptum, er gömlu torfbæirnir létu undan síga fyrir reisulegum steinhúsum, hvítum með rauðu þaki, svo sem tíðkast á Fróni. Mýrafen og þúfnakollar, sem gömlu bændurnir reittu með ljá- um sínum, eru á hröðu undan- haldi fyrir gröfuskóflu og ýtu- tönn. Vegir þenja sig yfir staði, þar sem áður var ekki fært nema fuglinum fljúgandi. Með bætt- um samgöngum hefur félagslíf aukizt og samkomustaðir og félagsheimili risið upp svo að segja í hverjum hrepp. Mennta- mál hafa verið til fyrirmyndar á Islandi um aldaraðir, svo að það hefur aldrei til frétta talizt, að maður væri fróður og fær í erlendri tungu, hvað þá að allir landsmenn væru læsir og skrif- andi á móðurmálinu, svo sem var á mestu niðurlægingatímun- um ekki síður en í dag. Samt hefur mikil rækt verið lögð við skólamál, og ný skólahús risið víða á landinu. Reynt er að láta æðri menntun ná til sem allra flestra og eru nú fjórir skólar sem útskrifa stúdenta eða “Bachelor of Arts” á hérlendri tungu, í stað hins eina sem áður var. Heilbrigðismál eru með ágæt- um og á mörgum sviðum til fyrirmyndar, sérstaklega um sjúkratryggingu og annað þjóð- félagslegt öryggi. Afkoma manna hefur stór- batnað á örstuttum tíma, og eru meðaltekjur á Islandi, þrátt íyrir torsótt landgæði, hærri en meðaltekjur í Kanada og jafnvel í nágrannaríki þess, Banda- u'kjunum. Hungursneyð og horfellir mið- aldanna eru óhugsanleg í fram- tíðinni, þótt alltaf geti harnað í ári. Það yrðu áreiðanleg ólík sjón- armið, sem réðu búferlaflutningi nú á dögum frá íslandi til Vest- urheims en þau er réðu komu landnemanna hingað. Þessar svipmyndir úr sögu hins unga lýðveldis, sem ég hef dregið hér upp, eru sannarlega glæsilegar, ekki sízt, þegar tekið er tillit til fámennis þjóðarinnar og þeirrar fátæktar, sem hafizt var handa í. Ekki má heldur hinu gleyma, að hér er ekki sagan öll. Margt er enn, sem betur mætti fara; mörg eru átökin fram- undan, enda er þessi fyrsti ára- tugur lýðveldisins ekki annað en vísir að því, er koma skal; fyrsti steinninn, sem velt er á íslandi í þeirri skriðu framþró- unar, sem fellur ekki einungis á íslandi, heldur meðal allra landa heims, þar sem hundruð milljóna búa enn við lakari kjör en íslendingar "hokkurn tíma gerðu. Þessi tíu bernzkuár lýðveldis- ins hafa ekki verið eintómur leikur, ekki neinn seitlandi læk- ur án nokkurs erfiðis eða hættu. Erfiðleikar og vandamál hafa steðjað að hverri tillögu og framkvæmd, og svo er enn. Oft hefur verið erfitt að stýra milli skers og báru, en alltaf hefur þjóðarskútan komið heil úr vandanum, þótt stundum hafi tekið niðri. Aflabrestur á síldveiðum síð- astliðin tíu ár hefur valdið margs konar erfiðleikum, sölubann Englendinga á íslenzkum fiski þar í landi hefur verið útgerð- inni fjötur um fót, og mæðiveiki í sauðfé hefur leikið bændur grátt, en verðbólgan eftir stríðið ógnar efnahagsikerfi landsins. íslendingar halda þó ótrauðir Fréttir frá ríkisútvarpi íslands Framhald af bls. 1 kostnaðarsamra fiskveiðirann- sókna til þess að fá leitt í ljós, hver árangurinn er af hinum nýju friðunarákvæðum. Hafa tilraunir þessar þegar borið þann árangur, sem vonir vorar höfðu staðið til. Komið hefir í ljós, að fiskmergðin á svæðum, sem rannsökuð hafa verið vísindalega í meira en 30 ár, er nú margfalt meiri en áður. Meðal annars hafa vísindarannsóknimar og fisk- veiðiskýrslur fært sönnur á, að allmikið hefir unnizt við frið- unina, einnig utan nýju tak- markanna. I lok greinargerðar- innar er að því vikið að málið verði tekið fyrir í Erópuráðinu, og íslendingar líti svo á að með- ferð málsins þar geti orðið próf- steinn á norræna samvinnu í framkvæmd. Formaður Islandsdeildar Norðurlandaráðs er Sigurður Bjarnason forseti neðri deildar . Alþingis. Af hálfu ríkisstjórnar- innar munu sækja þingið Ólafur Thors forsætisráðherra og Stein- grímur Steinþórsson félagsmáia- ráðherra. — Fulltrúarnir fóru utan í gærmorgun. ☆ Togaraútgerðin hefir átt í mestu örðugleikum undanfarna mánuði og mikill hluti flotans legið í höfn. Nefnd var skipuð í vor til þess að rannsaka hag tog- araútgerðarinnar og benda á leiðir henni til aðstoðar, og hefir ríkisstjórnin nú orðið sammála um það, að útgerðinni skuli veitt aðstoð í aðalatriðum á grund- velli tillagna nefndarinnar. Er í ráði að lækka ýmsa kostnaðarliði útgerðarinnar, gera tilraun til að fá frystihúsin til að kaupa tog- hækkað söluverð á útfluttum fiski. Enn fremur skal leggja skatt á nýjar bifreiðar, aðrar en vörubifreiðar, sem verða fluttar til landsins, og verja þeim skatti til stuðnings togaraútgerðinni. ☆ Fulltrúar sjómanna þeirra, sem eiga aðild að togarasamning- unum komu saman á fund í vikunni, til þess að leggja sam- eiginlega fram óskir um breyt- ingar á kaup- og kjarasamning- um togarasjómanna. ☆ I fyrrakvöld urðu menn á Þórshöfn á Langanesi varir við hvalavöðu þar á höfninni. Tókst að reka vöðuna á land og voru þar drepnir samtals 130 hvalir, sem voru allt að því 6 metrar á lengd. Hvalkjötið var fryst. ☆ I vikunni, sem leið, var slátrað 1000 fjár hér á landi, bæði lömb- um og fullorðnu fé, og var því slátrað í varúðarskyni vegna gruns um sauðfjársjúkdóma. Fé að markinu. Vitundin um hinn uppfyllta draum forfeðranna, frelsi og sjálfstæði landsins, ástin á tungunni, íslenzkri menningu fyrr og nú, og trúin á landið eru þau öfl er gefa starfsþránni byr undir báða vængi, gerir lífsbar- áttuna léttari og sameina hugi íslendinga um aldir fram í einkunnarorðunum Islandi allt! arafiskinn hærra verði en þau hafa gert, og vinna að því að fá þetta var úr Borgarfirði og Skagafirði. Regluleg sumar- slátrun hefst hinn 12. þessa mánaðar. ☆ Þingvallanefnd hefir ákveðið að gangast fyrir almennri fjár- söfnun í landinu í því skyni að koma upp nýrri kirkju á Þing- völlum, er verði jafnframt minn- isvarði um þann atburð, er nefndin telur merkastan hafa orðið á Þingvöllum, kristnitök- una árið eitt þúsund. Kirkja sú, sem nú stendur á Þingvöllum, er 95 ára gömul, og telur Þing- vallanefnd þjóðina hvorki geta varið það fyrir sjálfri sér né út- lendum mönnum, er heimsækja Þingvelli að hafa þar ekki veg- legra guðshús. Formaður Þing- vallanefndar er Gísli Jónsson al- þingismaður. ☆ Þann 2. þessa mánaðar var þess minnst með hátíðlegri at- höfn á Melatanga í Hornafirði að 30 ár voru liðin þann dag fra því að fyrst var flogið flugvél til íslands. Það gerði Eric Nel- son, bandarískur flugmaður af sænskum ættum, sem tók þátt i hnattflugi bandaríska flughers- ms árið 1924, og flaug þá til Hornafjarðar frá Kirkwall i Orkneyjum á 8V2 klukkustund. Flugmálafélag Islands lét reisa minnisvarða í 'tilefni þessa af- mælis, og stendur hann rétt hjá flugvellinum í Hornafirði. Þetta er stuðlabergssúla á hvítum stalli og er greipt á súluna: Eric Nelson flaug fyrstur til íslands, 2. ágúst 1924. Meðal viðstaddra Framhald á bls. 8 TMIS S f A C ■ CONTRIIUTID ■ Y WINNIPEG BREWERY t I M I T t D LÆGSTA FLUGFAR TIL Grípið tækifærið og færið yður í nyt fljótar, ódýrar og ábyggilegar flugferðir til tslands í sumar! Reglu- bundið áætlunarflug frá New York ... Máltíðir inni- faldar og annað til hress- ingar. SAMBÖND VIÐ FLESTAR STÓRBORGIR Finnið umboðsmann ferðaskrifsiofunnar n /71 n ICELANDICl ’A I R L I N E S UZÁAUzr 15 V/est 47th Street, New York PLaza 7-8585 WtlHimHIIIHmHIIIHIIHIIimilMliHHIIIIHIimilllBIIIIHimiillHIIIIHIIIHIlllHillllHIIIIHIIIMiniBllM11111 ÍSLANDS Aðeins $31Q fram og 111 baka ±11 Reykjavíkur

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.