Lögberg - 02.09.1954, Síða 1

Lögberg - 02.09.1954, Síða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 67- ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 2. SEPTEMBER 1954 ANYTTME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 NÚMER 35 Fréttir fré ríkisútvarpi íslands 22. ÁGÚST Vikuna sem leið var suðlæg att hér á landi, dálítil úrkoma sunnanlands og vestan en yfir- ieitt bjartviðri norðanlands og austan og hlýtt í veðri, einn dag- inn yfir 20 stig á Celsíus. Nyrðra höfðu lengi verið óþurrkar og Var bændum þurrkurinn kær- konainn í meira lagi. Þeir hafa náð inn öllu heyi, sem úti var °g slegið mikið í þurrkinn, og eru nú flestir við seinni slátt á túnum. ☆ Forsetahjónin luku í vikunni heimsókn sinni í Múlasýslum og Var hvarvetna saman kominn fjöldi fólks að fagna þeim, þar sem þau komu. Síðasti viðkomu- staður þeirra var Möðrudalur, en þar var forseti í æsku þrjú surnur kaupamaður. ☆ í júlímánuði s.l. var vöru- skiptajöfnuðurinn við útlönd ó- hagstæður um 47,7 miljónir hróna. Inn voru fluttar vörur tyrir 101,8 miljónir króna, en út tyrir 54,1 miljón króna. Fyrstu síö mánuði ársins er vöruskipta- Jofnuðurinn þá óhagstæður um ^67,2 miljónir króna, en á sama tinaa í fyrra var hann óhagstæð- Ur um nær því 230 miljónir. ☆ Síðastliðinn þriðjudag sam- Þykkti Norðurlandaráðið svo- hljóðandi tillögu varðandi Verndun íslenzkra fiskimiða: Norðurlandaráði er það full- ^jóst, að það er hagsmunamál allra þjóða, sem stunda fiskveið- ar við strendur Islands og ís- lendingum lífsnauðsyn að gerð- ar séu ráðstafanir í þeim til- §angi að vernda fiskistofninn a þessum slóðum. Að því leyti Sem lögmæti þeirra ráðstafana, Sena þegar hafa verið gerðar, er óeilumál milli Islands og annars r>kis, er Norðurlandaráð ekki h^ert um að láta í ljós álit sitt. ^éttur vettvangur til þess að homast að þjóðréttarlegri niður- stöðu um ágreiningsefnin er Haag-dómstóllinn en ekki Norð- Urlandaráð eða Evrópuráð. — Horðurlandaráð ákveður að heina þessari ályktun sinni til sljórna þeirra landa, er aðild elga að ráðinu. íslenzku fulltrúarnir í Norð- Urlandaráðinu telja að með til- Ógu þessari hafi náðst takmark Þelrra með flutningi málsins. Horðurlandaráðið lýsir yfir sam- uð sinni með aðgerðum íslend- lnga í landhelgismálinu og telur a® Evrópuráðið, sem Bretar og 'eiri hafa lagt málið fyrir, eigi ekki um það að fjalla. Hinn rétti vettvangur þess sé Hagdóm- stóllinn, eins og kunnugt er hafa slendingar jafnan verið reiðu- únir að leggja málið fyrir hann, því tilskildu að úrskurður ans yrði raunveruleg málalok. ☆ Síldarvertíðin fyrir norðan elur brugðizt einu sinni enn, og er nú flotinn allur, sem veiðar elur stundað með herpinót, ^ttur og skipin farin til heima- afnar. Mörg þeirra eru gerð út 1 reknetaveiða. Mjög fá síld- ^eiðiskipanna munu hafa aflað yrir tryggingu, til dæmis voru ^rir norðan 30 bátar frá Vest- ^annaeyjum og er talið, að ' eins fjórir þeirra hafi aflað yrir tryggingu. Nokkrir bátar a Uncla reknetaveiðar fyrir norð- an °g hafa fengið dágóðan afla og margir eru á reknetaveiðum við Suðvesturland, og var nýlega byrjað almennt að salta þar. Fyrir rúmri viku höfðu verið saltaðar samtals 1324 tunnur af Suðurlandssíld, nær eingöngu á Snæfellsnesi. Markaður er næg- ur fyrir Suðurlandssíld, þar sem seldar hafa verið 150.000 tunnur af þeirri síld til Rússlands og er miðað við, að það magn verði afhent á tveimur árum, og enn fremur hafa verið seldar 10.000 tunnur til Póllands. ☆ Ákveðið hefur verið, að togar- inn Jörundur frá Akureyri fari til síldveiða í Norðursjó. Hann verður gerður út frá Hamborg, leggur upp aflann þar og selur á frjálsum markaði. Löndunar- leyfi er nýlega fengið. Togarinn á að stunda síldveiðarnar með botnvörpu af þeirri gerð, sem Þjóðverjar nota til síldveiða. Nokkuð af aflanum verður hrað- fryst um borð, enda er þar út- búnaður til að hraðfrysta 50 tunnur síldar á sólarhring, en mestur hluti aflans verður ísaður. ☆ Verð á brenndu og möluðu kaffi hefur hækkað um 15 krón- ur og 40 aura kílógrammið og er nú 59 krónur og 40 aurar kílógrammið. Verkalýðsfélögin hafa mótmælt þessari hækkun á kaffiverðinu og telja hana brot á grundvelli, sem samningar byggðust á í desember 1952, en ríkisstjórnin hefur birt greinar- gerð um verðhækkun þessa og segir þar, að verðlækkun sú, er varð á kaffi fyrir atbeina ríkis- stjórnarinnar í desember 1952 hafi eingöngu verið miðuð við niðurfellingu aðflutningsgjalda. Verðhækkunum af öðrum á- stæðum, svo sem verðhækkun erlendis, hafi ríkisstjórnin hins vegar aldrei ábyrgst að afstýra. ☆ Innflutningsskrifstofunni hef- ur verið heimilað að veita nú þegar innflutnings- og gjald- eyrisleyfi fyrir 1145 bifreiðum, er skiptast þannig: 300 fólksbif- reiðir, sem leyfishafi má kaupa frá hvaða landi, sem er, — 300 sendiferðabifreiðir, sem leyfis- hafi má kaupa frá hvaða landi, sem er, — 100 fólksbifreiðir, sem þegar hafa verið keyptar frá Sovétríkjunum, — 100 bifreiðir frá Tékkóslóvakíu, — 70 jeppa- bifreiðir frá Evrópu eða Banda- ríkjunum, — og 275 vörubifreið- ir, sem að burðarmagni eru þrjár lestir eða þar yfir. Samkvæmt hinum nýju bráðabirgðalögum er leyfisgjald af flestum þessum bifreiðum, öðrum en vörubif- reiðum, 100% af verði þeirra, og rennur það gjald í sérstakan sjóð, sem verja skal til styrktar togaraútgerðinni. ☆ Á afmælisdegi Reykjavíkur, s.l. miðvikudag var afhjúpuð í Reykjavík standmynd af Skúla Magnússyni landfógeta. Verzl- xinarmannafélag Reykjavíkur lét gera styttuna og gefur hana bænum, en Guðmundur Einars- son frá Miðdal gerði þennan minnisvarða. Myndin stendúr á stalli í gamla bæjarfógetagarðin- um við Aðalstræti og Kirkju- stræti, þar sem Innréttingarnar stóðu á sinni síð, en á þessu ári eru liðin 200 ár frá því að lokið var smíði Innréttinganna og 100 ár frá því að verzlun varð hér frjáls. Fjölmenni var viðstatt af- hjúpun minnisvarðans og marg- ar ræður voru fluttar. Aðal- Framhald á bls. 4 THE NARROWS MJÓSUNDIN VIÐ MANITOBAVATN Á stöðvum þessum er landslag undrafagurt, og nú mjög umrætt vegna ferjusambandsins, sem nú er í þann veginn að komast á þar; en með því styttast flutningaleiðir að verulegum mun og aðdrættir auðveldast. Lögberg fékk meðfylgjandi mynd að láni hjá vikublaðinu Interlake Weekly Observer, sem gefið er út á Lundar og þakkar þá góðvild hér með. Á leið til Egyptalands Miss Lára Thordarson, hj úkrunarkona Þessi unga stúlka stanzaði hér í borg um helgina til að heim- sækja Mr. og Mrs. T. L. Hall- grímsson, Garfield Str. Hingað’ kom hún frá Vancouver; fór á mánudagskvöldið flugleiðis til Montreal og þaðan til Parísar; síðan til vikudvalar í Geneva og þaðan til Alexandría á Egyptalandi. Fer hún þangað á vegum World Health Organiza- tion, sem er ein Heild samein- uðu þjóðanna. Er hún ráðin á- samt nokkrum öðrum hjúkrun- arkonum, víðsvegar frá, til að kenna hjúkrunarfræði við há- skólann í Alexandría. — Miss Thordarson útskrifaðist í hjúkr- unarfræði frá St. Boniface spítalanum; framhaldsnám í að kenna hjúkrunarfræði og í Public Health stundaði hún við Toronto-háskólann; síðan lauk hún B.A.-prófi við British Columbia háskólann; ennfrem- ur lauk hún Bachelor of Social Work prófi við sama háskóla. Hlaut hún jafnan ágætiseink- unnir. Miss Thodarson er fædd í Mikley, dóttir Teódórs og Sig- ríðar (Hoffman) Thordarson; hafa þau í fjölda mörg ár búið í Vancouver. Þar er Miss Thordarson í þjónustu Van- couverborgar, en fékk tveggja ára burtfararleyfi til þessarar farar og dvalar í Alexandríu. — Amma hennar var Solveig heitin Hoffman, ljósmóðir í Mikley á frumbýlingsárunum; — svipar Láru um margt til þeirrar mikil- hæfu konu. * Skipaður í trúnaðarstöðu Mr. Kristján Thorsteinsson hefir nýlega. verið skipaður réttarritari, Clerk of the County Court í Minnedosa; hann er maður vel a() sér ger og af gáfu- fólki kominn; faðir hans var Guðmundur heitinn Thorsteins- son kennari, en móðir frú Kristín Thorsteinsson, sem bú- lltt er hér í borg; öll eru syst- Mni Kr^stjáns hin mannvænleg- ustu svjþ sem kunnugt er. RéttaVfarið í Minnedosa dóm- þinghá er nú í höndum Islend- ipga, én þar skipar dómarasæti J.'w'Líndal, og nú hefir Mr. Thorsteinsson tekið við réttar- ritarastöðunni. Þunglegar horfur ,,Frá því var sagt í síðasta blaði hve illa tókst til um Brussels-ráðstefnuna, er varnar- bandalag 1 sex Vestur-Evrópu- þjóða stóð að. Tilraunir um sam- komulag strönduðu með öllu á afstöðu hinna frönsku erind- reka, er kröfðust svo gagngerðra breytinga á hinum upprunalega sáttmála, að hinar þjóðirnar sáu s@r ekki undir neinum kringum- stæðum fært að ganga að þeim; málið var þá enn eigi útkljáð í franska þinginu, og þóttu þá litlar líkur til að sáttmálinn öðl- aðist samþykki þingsins; eftir harðar og langar umræður 1 franska þinginu fóru leikar þannig á mánudaginn, að þing- ið hafnaði þátttöku í sáttmál- anum vegna fyrirhugaðrar her- væðingar Vestur-Þýzkalands; þessi útslit hafa gerbreytt svo varnarviðhorfi áminsts banda- lags, að það þykir líklegt að Bretland og Bandaríkin hlutist til um hervæðingu Vestur- Þýzkalands upp á eigin ábyrgð og viðurkenni jafnframt full- veldi þjóðarinnar. Hafist handa um byggingu Nú er loks að því komið þrátt fyrir langan, og sennilega óþarf- lega langan drátt, að vinna hefjist við hið nýja og volduga pósthús Winnipegborgar, sem áætlað er að kosta muni um 15 miljónir dollara; að því er nýj- ustu fregnir frá Ottawa skýra frá, mun verða tekið til óspiltra málanna við þetta mikla stór- hýsi um miðjan októbermánuð næstkomandi. VANDRÆÐI EDENS Þeim er lýst í ljóði, en ritskoðari segir að ekki verið leyft að syngja það. Eftir EDDIE GILMORE EFTIRFARANDI grein og kvæði birtust í Ottawa Citizen 10. ágúst 1954: Vandræði Anthonys Edens, sem ætlast er til að taki við forustu afturhaldsflokksins þegar eða ef Sir Winston Churchill einhvern tíma segi af sér, hafa verið talin upp í kvæði, sem ætlast er til að verði sungið í Lundúnaborg. En ritskoðarinn á Englandi segir, að ekki verði leyft að syngja það. Með fyrirsögninni: „Hægri handar maðvir'' var ætlast til að þetta yrði einn aðalsöngurinn í nýjum Lundúna-leik. En rit- skoðarinn hefir bannað það. (Kvæðið er sjö erindi). Ritskoðarinn smelti embættisstimpli sínum á leikinn, þannig: „strykað út af eftirlits-lávarði“. En ritskoðarinn er jarlinn af Scarbrough, fyr- verandi þingmaður afturhaldsflokksins. Hans embættisskylda er það að lesa alla leiki, leyfa þá eða banna. Aðallega á hann að sjá um að ekki leyfist eða líðist nokkurt klám eða klúryrði. Eden er 59 ára að aldri, og hefir beðið með sérstakri þolin- mæði eftir því að Churchill segði af sér, en hann er nú 79 ára. Um þetta er mikið rætt í Lundúnaborg og áleit leikflokkurinn að söngurinn yrði sérlega vinsæll, bæði meðal fólksins og hjá blöðunum. Kom öllum saman um það, að þetta væri heppilegt efni á hentugum tíma. En ritskoðarinn „á öðrum stað enda púntinn setur“. I kvæðinu er minst á flest, sem Churchill getur stært sig af; til dæmis er þar talin Sokkabands-tignin, tígulsteinaveggirnir, sem hann hafði hlaðið og miklast af, myndir, sem hann hafði málað og komið á sýningar o. fl. Sömuleiðis er í kvæðinu drepið á ýms glappaskot, sem and- stæðingar Churchills sökuðu hann um. Við þau er átt með hruni úr veggjum, sem hann hafði hlaðið o. fl. Alla þessa bið og öll þessi glappaskot varð vesalings Eden að líða með þögn og þolinmæði. Blaðið „Daily Mirror“ veitti þessu máli mikið pláss og kallaði það heimskulegt ofríki. Hér fylgir kvæðið í íslenzkri þýðingu: ☆ ☆ ☆ í þrjátíu ár! — í þriðja^art úr öld ég þrælað hef — með engin stjórnarvöld. Um tuttugu ár við sama spilið sit, með sama laufið — aldrei hærri lit. En valdakóngur „konsanna“ ég væri, ef karlinn burt úr þessu sæti færi. Og stundum sýnast mönnum merki þess, en mörgum finst hann vera langt of hress til þess að hætta. — Hann er ennþá snjall, og hendist sprækur upp á ræðupall. — Að láta hann fara og leggja hann upp á hyllu það litu sumir meslu stjórnarvillu. En haldi hann svona áfram lengi enn að ekki nokkrar líkur sjái menn til þess hann bráðum kveðji sæti sitt, en svona stöðugt skyggi á ljósið mitt. — Að ýmsu leyti eins og þrj.óskur kálfur, þá orðinn verð ég langt of gamall sjálfur. Hann vel er gefinn. — Enginn efar það: Hann ágætlega teiknar mynd á blað, úr tígulsteinum getur hlaðið garð, þó geti stundum dottið í hann skarð. Mér sjálfum finst ég gert það eins vel gæti: Já, gæti í flestu skipað karlsins sæti. En hann er snjall. En sumum þykir þó hann þjösnalega stýra um úfinn sjó, og ekki hefluð orðatæki hans, sem ættu að vera — þessa snjalla manns. Ég minnist þess, ég heyrði hann sjálfan segja: „Við sokkana okkar skulum hærra teyja!“ Þá hafði hann ekki hlotið sokkaband: og hlutur minn er ófrjótt vonaland. Sem forngripur í fáti kosninga ég fylgist með í búslóð „konsanna", með enga gleði, enga lykt af valdi: Á allar hliðar reyrður „niðurhaldi“. Og Bandaríkja strákar stríða mér og stundum ekki „konsar“ hlýða mér: Ég skipulegg og laga og undirbý, og leyniráð oft ég sé gegn um ský. Og ég er altaf eins og brúðarmeyja, en aldrei brúðurin sjálf. — En hvað skal segja?“ Sig. Júl. Jóhannesson þýddi

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.