Lögberg - 02.09.1954, Blaðsíða 8

Lögberg - 02.09.1954, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 2. SEPTEMBER 1954 Á AUÐUM AKRI Úr borg og bygð Gefin saman í hjónaband í Selkirk 28. ágúst Alexander Lloyd Rotte, Selkirk, Man., og Sophie Gwendolyn Stranger, sama staðar. Við giftinguna að- stoðuðu Miss Helen Doris Stranger og Mr. Joe Rotte. — Sóknarprestur gifti. ☆ — GIFTING — Sunnudaginn þann 22. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Fríkirkjunni að Brú Evelyn Irene dóttir Mr. og Mrs. H. S. Johnson frá Cypress River og Ellis Arthur sonur Mr. og Mrs. G. A. Tuvander frá Tower, Minn. Brúðurin var leidd til altaris af föður sínum. Aðstoðar- meyjar voru systur brúðarinnar Ruth, Lois og Beverley. Aðstoð- armaður brúðgumans var bróðir hans George, og þjónar Leonard Johnson og Russel Tuvander. — Miss Nancy Peterson frá Hal- lock, Minnesota, lék á orgelið og Miss Cathrine Graham frá Win- nipeg söng tvo einsöngva, “The Lords Prayer” og “Because”. — Systkini og frændfólk Mr. og Mrs. H. S. Johnson frá Ivanhoe, Minn., voru við giftinguna, einnig kunningjar frá Hallock, Minn. — Fjölmenn veizla var setin í samkomuhúsinu að Brú. Ungu hjónin verða búsett í Hal- lock, Minnesota. Sóknarprestur- inn gifti. ☆ Til félaga Siúkunnar Heklu I. O. G. T. Fundir hefjast nú aftur í stúk- unni eftir sumarfríið. Fyrsti fundur verður n. k. þriðjudag, þann 7. sept., kl. 7.30 e. h. á venjulegum stað. — Fjölmennið. ☆ Hinn 24. ágúst síðastliðinn lézt að heimili sínu, 2017 North Park Blvd., Santa Ana, Cali- fornia, Mr. S. W. Jónasson, 75 ára að aldri; hann var fæddur í Minneota, Minn., en hafði í full þrjátíu ár rekið í stórum stíl byggingariðnað í bænum Aber- deen í South Dakota-ríkinu og getið sér mikinn orðstír vegna margra stórhýsa, er hann reisti; hann flutti til Santa Ana fyrir freklega sex árum. Mr. Jónasson lætur eftir sig konu sína, Virginíu, og eina dóttur, Dorothy (Mrs. Dwight Duncan) og tvö dótturbörn, pilt og stúlku, sem eiga heima í Santa Ana. Einnig lifa hann tvær systur, Mrs. F. C. Zeuthen, Minneapolis, Minn., og Mrs. Joseph Polson í Winnipeg; þriðja systirin, Mrs. Sprout, er látin fyrir nokkrum árum. Útför þessa merka athafna- manns var gerð að Santa Ana hinn 26. ágúst. ☆ Guðrún Parker lagði af stað heimleiðis til Ottawa, ásamt dóttur sinni Sigrid, síðastliðinn föstudag eftir þriggja vikna dvöl hjá foreldrum sínum, Mr. og Mrs. S. O. Bjerring, 550 Banning St. Guðrún og maður hennar eru bæði í þjónustu National Film Board við kvikmyndagerð og framleiðslu. SONGS OF THE NORTH By S. K. HALL, Bac. Mus. JUST PUBLISHED— Volume III—Ten Icelandic Songs with English Translation and Piano Accompaniment. Price per copy—$2.00 On Sale by— S. K. HALL, Wynyard, Sask. WEDDING INVITATIONS, ANNOUNCEMENTS, etc., GREETING CARDS FOR ALL OCCASIONS PERSONALIZED XMAS CARDS Subscriptions taken for all occasions Courteous and Prompt Service. Call in — Telephone, or write: Subscriplion Centre 204 Affleck Building 317 Porfage Ave. Phone 93-2830 - Winnipeg 2, Man. Mr. og Mrs. Sigurþór Sigurðs- son, Mr. og Mrs. R. Vopni og Mrs. B. E. Johnson, lögðu af stað síðastliðinn laugardags- morgun í mánaðarferðalag vest- ur um Kyrrahafsströnd; ætlaði ferðafólk þetta að heimsækja Victoria, Vancouver og Seattle, og sennilega ýmissa fleiri staði. ☆ Mr. Hjálmar Kristjánsson, sem átt hefir heima í British Columbia-fylki í allmörg undan- farin ár, hefir dvalið hér um slóðir í rúman vikutíma. Hjálm- ar er gáfaður maður og skemt- inn í viðræðu; hann er sonur þeirra séra Alberts Kristjáns- sonar og frú Önnu Kristjánsson í Blaine, Wash. Auk vina sinna hér í borg, heimsótti Hjálmar föðurbróður sinn, Hannes Kristjánsson, fyrr- um kaupmann á Gimli, og fjöl- skyldu hans. ☆ Á miðvikudaginn í fyrri viku komu snögga ferð hingað til borgarinnar séra B. Theodore Sigurdson, frú og sonur frá Mountain, North Dakota; í för með þeim var móðir prestsins, Mrs. Jónas A. Sigurðsson frá New York, en hún hafði dvalið hjá Jóni lækni syni sínum í Los Angeles frá því í maímán- uði síðastliðnum. ☆ Mr. Sigurður Sigurðsson frá Ashern, Man., var staddur í borginni um miðja fyrri viku; hann sagði alt gott í fréttum úr bygðarlagi sínu. ☆ Mrs. H. G. Hinrickson 205 Lenore Street, er nýlega komin heim úr ferðalagi um Alberta- fylki, og heimsótti meðal annars Edmontonborg og Athabaska. ☆ Miss Theodora Herman er ný- komin heim vestan af Kyrra- hafsströnd, og dvaldi um hríð bæði í Victoria og Vancouver. ☆ Mr. og Mrs. H. Hopkins, sem búið hafa fjöldamörg ár í Win- nipeg, eru nú alflutt til Victoria, B.C. Mr. Hopkins hefir verið í þjónustu Hudson Bay félagsins hér í borg í 26 ár og mun starfa hjá því félagi þar vestra. Mrs. Hopkins — Rúna — er dóttir Mr. og Mrs. Ágúst Sædal, sem búsett eru hér í borg. Systkini hennar komu víðsvegar að til að kveðja hana, Mr. og Mrs. Kenneth Lee frá Ottawa; Mr. og Mrs. Leonard Sædal frá Regina og Mrs. Frank Longley frá Virden, Man. Þau hjónin lögðu af stað vestur á mánu- dagsmorguninn ásamt tveimur sonum Boða Sædal sjóliðsfor- ingja í Victoria, er hafa dvalið hér í nokkrar vikur. ☆ Látin er nýlega á Johnson Memorial Hospital á Gimli Brynjólfur I. Sveinsson fiski- maður 71 árs að aldri; hans verður frekar minst síðar. ☆ Dr. Valdimar J. Eylands kom heim austan frá Ottawa í lok fyrri viku, en þar dvaldi hann í nokkra daga vegna veikinda konu sinnar, sem legið hefir þar á sjúkrahúsi um hríð; hún er nú að sögn á góðum batavegi og er það hinum mörgu vinum hennar og fjölskyldunnar mikið fagnaðarefni. ☆ Mr. Mundi Sigurbjörnsson frá Wynyard, Sask., var í borginni á þriðjudaginn; kom hann hing- að úr tveggja vikna heimsókn til systkina sinna að Mountain, North Dakota. ☆ Tvær ungar og glæsilegar systur frá Toronto, Ont., þær Stefanía og Signý Poulson, litu inn á skrifstofu Lögbergs í fyrri viku; höfðu þær dvalið hér um slóðir um nokkurt skeið í heim- sókn til ættingja og annara vina: þær eru dætur þeirra Mr. og Mrs. Magnús Paulson í Toronto, en þau Magnús og frú Signý Eaton eru systrabörn. Framhald af bls. 5 lega fínt og stirnir á það sem væri það ofið úr fíngerðasta silki, líkast því að það væri himinblá sóley eða vel þroskuð Gleym mér ei. Svo hverfur blómið til jarðarinnar en örlítill brúnn hnappur stendur eftir á stönginni, er þroskaður geymir í sér mörg smákorn brún á lit, dásamlega fáguð, svo mjúk, slétt, fín að vart mun framar finnast að þessum. kostum. — Þessi undursmáu og fínu korn. Þráður af ýmsum gerðum, lín, olía, pappír, fóður, meðöl og hver veit hvað? Svo ótal margt. Já, víst var það dásamlegt. Þá átti hafra-akurinn sína dýrð. Stöngin skartaði kornun- um í skrúfum, skrautlegum, reglulega röðuðum á hverja ör- fína grein út frá aðalstráinu. Og þegar vindurinn fór í gegnum akurinn skrjáfaði í honum „eins og silkifötum kvenna“. Þar var líka margt geymt, fæði fyrir manninn, fóður fyrir skepnurn- ar og fjölda margt annað. Við eina jurt annari fremur, hreyfði sér eitthvað það í sál Jóns, er var svipað hugsun Hannesar í ljóðinu: Væri ég blómstur, þá veit það mín trú, að vildi ég fjallblóm lifa sem þú, heldur en kvikna hjá kotum og seljum, Og kviðfylli gerast í nautum og beljum. Já, Alfa-Alfa-jurtin var svo yndislega fögur, að það lá við að Jóni þætti fyrir því, að hún skyldi vera dýrafóður. Og hon- um var það eðlilegt, að hann óskaði að hún klæddi íslenzk fjöll. — En Jón vissi að þar yrði hún nú máske upp étin af skepn- unum, þrátt fyrir draum skálds- ins og óskir Jóns. Jóni þótti Gefið til Sunrise Lutheran Camp Mrs. Guðrún Parker, Ottawa, $10.00; Mrs. J. S. Gillies, Wpg., $4.00; Mr. Lincoln Johnson, Wpg., $5.00; Mr. McComb, $2.00; Kvenf. Bræðrasafnaðar, River- ton, $25.00; Kvenfélagið Baldurs brá, Baldur, $25.00; Kvenfélag Fríkirkjusafnaðar, Brú, $25.00; Kvenfélagið Sigurvon, Húsavík, $10.00; Kvenfélagið Freyja. Geysir, $100.00; Kvenf. Herðu- breiðar-safnaðar, Langruth, $25.00; Junior Ladies Aid, Sel- kirk, $25.00; Dorcas Society, Langruth, $5.40; Mr. og Mrs. L. S. Gibson, Wpg., $5.00; Mr. og Mrs. D. C. Henrickson, Wpg., $5.00; Mr. og Mrs. J. A. Head; $5.00; Mrs. H. G. Henrikson, Wpg., $5.00; Kvenfélag Bræðra- safnaðar, Riverton, $40.00; Ice- landic Ev. Lutheran Synod $334.52; Rev. S. O. Thorlakson $10.00; Betel Ladies Aid, Silver Bay, $10.00; Ardal Sunday School, Árborg, $10.00; Kven- félagið Undína, Hecla, $25.00; Kvenfélagið Fjólan, Brown, $25.00; John D. ísfeld, Minne- sota, $10.00; Mr. W. A. Clark, Petersfield, $10.00; Kvenfélag Árdals-safnaðar, $25.00; Mrs. C. Paulson, Gerald, Sask., $30.00; Mrs. O. G. Oddleifsson $2.00; Mrs. Joe Guðmundsson, $2.00; Mrs. Sivertsen, Wpg., $10.00; Mrs. Pennycock, Glenboro, $15.25; Mrs. Margrét Josephson, Glenboro, $5.00; Kvenfélag Langruth $27.00; Mrs. Magný Helgason, Wpg., $10.00; Mrs. B. Bjarnarson,Langruth $5.00; Mrs. Emma Magnússon, Selkirk, $5.00; Dorcas Society, Langruth, $20.00; Mr. Grettir Jóhannsson, Wpg., $10.00; Mrs. B. S. Benson, Winnipeg, $5.00; Kvenfélag Ár- dalssafnaðar $15.00; Kvenfélag Herðubreiðarsafnaðar, Langruth $64.00; Páll Stefánsson, Árborg. $5.00; Mrs. O. Markússon, Gimli, $5.00; Mr. og Mrs. K. H. Bjer- ring, Wpg., $10.00. Meðtekið með innilegu þakklæti ANNA MAGNÚSSON Box 296, Selkirk, Man. vænt um kálfana hans Víglund- ar, svo það var þá bezt að alt væri sem var. Og þegar Víg- lundur blótaði þeim sem misk- unnarlausast, þá þótti Jóni vænt um að hafa þetta fóður að gefa þeim. „Maður á að selja þetta gripadót óg setjast að í bænum og vinna akrana þaðan“, sagði Víglundur. Jón lagði undir flatt og strauk skeggið, kumraði dálítið, horfði svo með góðlátlegu brosi á Víglund um leið og hann sagði í hikandi, afsakandi rómi: — „Hvað myndi þá húsbóndinn hafa fyrir heimilið, mjólkina, smérið, eggin, kétið, allan þenn- an blessaða, góða mat, sem berst upp í hendur manns út á landinu?" Piltarnir, sem hjá stóðu, sner- ust á hæl og hlógu dátt að virð- ingarkeimnum í rödd og lát- bragði Jóns, er hann talaði um „húsbónda“. Þeir kölluðu hann altaf „Lunda“. Voru þeir ekki al- veg eins miklir menn og hann? Og hvað gat hann svo sem gert án þeirra eða það, sem þeir gátu ekki gert? Ef til vill hefði verið hægt að sortéra þetta alt í sundur að sumu leyti, en það var ekki eyð- andi tíma og kröftum í slíkt. Jón bar sig æfinlega kurteislega en alveg sérstaklega virðulega frammi fyrir húsbóndanum. Það var eins og öldur af dugnaði og framtaki Víglundar framkölluðu þessa virðingu í sál Jóns, þó ekki væri hægt að segja, að hann sjálfur væri gæddur þessum gáfum í nærri eins stórum stíl og Víglundur Þórsson. Uppeldi Jóns hafði kent honum að meta það sem vel var um, hvort sem hann var gæddur því eða ekki. Já, strákarnir hlógu oft að Jóni, ekki af því þeir væru slæmir menn, langt því frá, held- ur af því að andi „gamla skól- ans“, sem Jón var alinn upp í, en þeir höfðu ekki kynst á sama hátt og Jón, snart þá einkenni- lega. „Maður kaupir sér mat í kaup- staðnum“, sagði Víglundur. „Það eru að koma alveg nýjar vélar. Maður selur klárana fianda tóf- unum og tekur nýju vélarnar. að má komast yfir margfalt meira land, meiri vinnu með þeim hætti!“ Jón kipptist við. — I bæ. — Vélavinna. — Gefa tófunum hestana. — Þessar blessuðu, fallegu, síþrælandi skepnur. — Selja allar skepnurnar! „Ójá“, var alt sem Jón gat sagt í bili. Það bókstaflega hring- snerist í höfðinu á honum, þó hann sjálfur hefði selt sitt litla bú og flutt í kauptúnið. Það var neyðarsala. Hér var svo mikið til af öllu, svo auðugt og fagurt. Og Víglundur þessi „forkur“ að vinna og stjórna. Stemma alt svo sem vera bar, að því er virtist. „Húsbóndinn ætti ekki að selja allar skepnurnar — sízt núna þegar alt lítur svo vel út“, stundi Jón upp og greip í skeggið. „O, ekki í dag, Jón. En það er nú einmitt tíminn til að selja og taka góða uppskeru, þegar góð- ærið er, en eyða ekki öllum tím- anum yfir gripadrasli, sem lítið fæst fýrir nú sem stendur“, sagði Víglundur um leið og hann steig upp í stóra og falega bif- reið og ók af stað til bæjar. En breytingin kom fyrr en varði. — Nýju vélarnar byrjuðu að koma í hlaðið hjá Víglundi. Vinnumönnunum fækkaði, — gÖmlu vélarnar stóðu út í horni, ryðguðu, hrundu, hurfu. Jón smávandist breytingunni. Hann sá þau geysimiklu störf, sem nýju vélarnar afköstuðu. Undir eins manns stjórn og með tveggja manna vinnu, urðu af- köst meiri en áður höfðu verið með alt upp í tuttugu manns og á mikið skemmri tíma. Þetta var sérstaklega svo með uppskeruna. Undravélin “Combine”, sló og þreskti alt í einu. Tók upp í sig kornið fast á akrinum, eins og lifandi vera, aðskildi það frá hálminum, tók kornið inn í mið- hylki búks síns en þeytti sundur- tættum hálminum aftur undan sér. — Aðeins EINN maður við stýrið á bákninu fríða og vinnu- mikla. Eftir að Jón hafði glápt á þetta eins og naut á nývirki, fyrst í stað og dáðst að þyggingu þess og töfrandi afköstum við vinn- una, þá tók hann að venjast þessari nýju aðferð. Það var meir en lítið tignarlegt, að sjá slíka reið „sigla“ um akurinn í góðu veðri og leggja það fríða heimsveldi undir sig á téðan hátt. Rauðmáluð, skartbúin ýms- um öðrum litum, ljósgulum, grænum og rauðum dreglum. — Já, það var tign í þessu. Svo kom vörubíllinn nýi, sem Víglundur hafði „bætt á sig“. Bíllinn minti Jón á skrautlegt hafskip. Bíllinn var litaður rauð- um, gulum og silfruðum litum. Þó var dýrðin mest á honum, er skyggja tók og bíllinn sigldi af stað með ko^nið með grænum, rauðum og gulum ljósum að framan og aftan og á „bæði borð“. Og ekki var dráttarvélin smálegri á svipinn í alt og eitt. Marglitu ljósin hennar breiddu úr sér eins og „ragettur“, út um jörðina að minsta kosti. Jón vandist þessu öllu. Honum þótti líka fullgott að hvílast frá erfiðustu akurstörfunum. Hann hafði svo sem oft „stúkkað“ með sveittan skalla. (Skrýfa kornið). Hann var oft lúinn þá, því ekki var hann nú ungur þegar hann byrjaði á þessu. En þó það væri viðbót við útivinnu, að hirða kýrnar og kálfana, þegar heim var komið, kálfana sér í lagi, þá var Jóni fremur hvíld í því en lúi, því honum þótti svo vænt um þessar skepnur og hafði mikið gaman af að dekra við þær. Og nú gat hann sint þeim ennþá betur. Einn dag varð Jóni meir en lítið bylt við, er hann kom út frá miðdegisverði. Þá var kominn einn þessi gífurlegi vörubíll — og bara ekkert skrautlegur, heldur rykugur og slitinn og að öllu þesslegur, að hann hefði verið í erfiðinu meir en lítið. Og Víglundur, bílstjórinn og vinnu- maður, voru að láta kálfana upp í bílinn! Jón trúði vart sínum eigin augum, þó vel hefði hann mátt gera það, þar sem Víglundur hafði sagst myndi selja skepn- urnar. En Jón hafði ekki tekið það nema svona að nokkru í alvöru. Nú varð Jóni bókstaflega ilt fyrir hjartanu. Hann stiklaði út að bílnum, greip um skeggið, mændi sínum stóru, bláu augum á Víglund: „Húsbóndinn er ekki að selja kálfana?“ stundi hann upp. „Jú, Jón. Það er einmitt það, sem ég er að gera. I haust seinna ætla ég að selja beljurnar“. Um nokkurt augnablik tók eitthvað fyrir kverkarnar á Jóni. Rétt í þessum svifum komu hin- ir mennirnir út með sjö mánaða gamla kvígu, dumb-rauða, feita og vel vaxna. Jón áttaði sig. Hann mundi það, að honum hafði ekki verið trúað fyrir því, að skæla út af smámunum. Hann greip í skegg- ið eins og nú skyldi þangað sækja þann hinn mikla og sér- staka styrk, er á þurfti að halda rétt núna. „Vill ekki húsbóndinn selja mér þessa kvígu?“ „Þér! Hvað ætlar þú að gera með hana?“ Víglundur var ekki afundinn. Hann var aðeins undrandi. „Gera með hana! Nú, ég ætla að ala hana upp fyrir kú“. „Ég var búinn að semja við Bjössa, að selja honum alla kálfana. Þú átt þá við hann um þetta“. „Mér er sama þó ég selji þér einn kálfinn“, sagði Björn bíl- stjóri. Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Messur í Norður-Nýja-íslandi Sunnud. 5. sept.: Árborg, kl. 11, á ensku. Geysir, kl. 2, ferming. Riverton, kl. 8.30. Afhending fermingarskírteina og verðlauna. Foreldrar vinsamlega mæti. Ávörp, forseti prestakalls- nefndar og fleiri. Robert Jack ☆ — MESSUBOÐ — Lundar preslakall Sunnudaginn 5. sept.: Vogar, kl. 1.30 e. h. Barna- guðsþjónusta. Kl. 2 Guðsþjón- usta (enska og íslenzka). Silver Bay, kl. 4. e. h., Guðs- þjónusta á ensku og íslenzku. Lundar kl. 7.30 e. h. (á ensku). Bragi Friðriksson ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 5. sept.: Ensk messa kl. 11 árd. Séra S. O. Thorlakson prédikar. Að kveldi, kl. 7, íslenzk messa. Fólk boðið velkomið. S. ólafsson ☆ — VATNABYGÐIN — Rev. J. Fredriksson Kandahar, 11 a.m. Foam Lake, in The United Church, 2 p.m. Wynyard, Sambandskirkjunni 7 p.m. Þeir sömdu um verðið og Víg- lundur tók það með í reikning- inn. Jón fór léttbrýnn með Dumbu í fjósið. -—Niðurlag í næsta blaði — TIL SÖLU — Sameiningin í sjötíu ár. Elzta kirkjulegt tímarit á íslenzku frá upphafi; þrjá- tíu og tvær bækur vel bundnar, tölusettar og gyltar á kjöl. Frekari upplýsingar hjá Mrs. FLORA BENSON Columbia Press Ltd. Winnipeg. PERSONAL Elderly semi-invalid woman requires Board and Room and Care. Willing to pay $90 to $100 per month. Telephone either of these numbers, 40-2366 or 43-3087— Winnipeg- C0PENHAGIN Bezta munntóbak Keimsins

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.