Lögberg - 02.09.1954, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 2. SEPTEMBER 1954
Lögberg
Ritstjórir EINAR P. JÓNSSON
Gefið 8t hvern fimtudag aí
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 743-411
Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Or ríki bókmentanna
i.
Vilhjálmur Þ. Gíslason: FACTS ABOUT REYKJAVÍK.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Alþýðuprentsmiðjan.
Reykjavík 1954.
Fyrir nokkru kom út á vegum Menningarsjóðs falleg
og fróðleg bók, er gekk undir nafninu Facts aboul Iceland
og naut hún slíkra vinsælda, að ein útgáfan rak aðra; þessa
nýju bók mætti kalla systurbók við hina; hún fjallar um
menningarlega þróun Reykjavíkur, er gefin út af sama
fyrirtæki, og að ytra útliti hliðstæð að lögun.
Innihald Facts aboul Reykjavík er sem hér segir:
Why come to Reykjavík? The Size and Surroundings.
Climate and Seasons. A Thousand Years of History. Ad-
ministration and Local Government. Religion and Church.
Industry and Commerce. Communications. Accommodation
and Food. Sport. Social Affairs. Miscellaneous Information.
Can we help you? The Neigbourhood of Reykjavík. Tourist
Bureaus. „
Af innihaldi bókarinnar má ljóslega ráða hve víða er
komið við og miklum fróðleik þjappað saman í tiltölulega
stuttu máli, því bókin telur ekki nema 88 blaðsíður; hún
er skreytt kortum og mörgum ágætum myndum, er hafa
margháttað menningarsögulegt gildi til brunns að bera.
Reykjavík nútímans er hreint engin smáræðisborg;
hún telur um sextíu og tvær þúsundir íbúa og hefir innan
takmarka sinna fjölda mikinn glæsilegra stórhýsa og hún
er eina borgin í víðri veröld, sem hituð er með hveravatni;
nú er þar fögur og fullkomin höfn, iðjuver mörg og svo
mikil mergð bifreiða, að fáar borgir hafa í þeim efnum
hlutfallslega hærri tölu; háskólinn hefir sett sérstæðan
menningarsvip á borgina og slíkt hið sama má segja um
Þjóðleikhúsið, Listasafn Einars Jónssonar frá Galtafelli og
hið veglega húsnæði Sjómannaskólans.
Með lestri bókar þessarar eiga menn þess kost, að
kynnast höfuðborg Islands eins og hún nú kemur almenn-
ingi fyrir sjónir með nýtízku svip í hvaða átt, sem litið er.
Bók þessi ætti að komast inn á sem allra flest íslenzk
heimili vestan hafs, því hún bregður eigi aðeins upp glögg-
um myndum af hinni risavöxnu þróun Ingólfsborgar frá því
um síðustu aldamót heldur og íslenzku þjóðarinnar í heild.
Áminst bók í skrautlegri kápu kostar aðeins $1.25 og
fæst í Björnsson’s Book Store, 702 Sargent Ave., Winnipeg.
☆ ☆ ☆
II.
Sveinn Sigurðsson: EIMREIÐIN LX. ár.
Apríl—júní 1954. — 2. hefii.
Alt það, sem mennirnir hugsa og framkvæma, er jafn-
aðarlegast ærið mismunandi að gæðum, og í því efni eru
tímaritin vitaskuld engin undantekning; þannig hefir það
verið með Eimreiðina, er að öllu samanlögðu hefir verið
eitt jafnbezta tímaritið, sem út hefir verið gefið á Islandi;
núverandi ritstjóri, Sveinn Sigurðsson, sem er víðsýnn al-
vörumaður, ritar að jafnaði um menn og málefni af meiri
hófstillingu, en alment gerist um samtíðarmenn hans á
Fróni og þar af leiðandi verður meira mark tekið á orðum
hans en ýmissa þeirra ,er meira berast á og hærra láta.
Undanfarin tvö hefti Eimreiðarinnar voru, að því er
oss fanst, með daufara móti, en nú er þessu farið öldungis á
annan veg, því í þessu hefti skiptast á ágætar ritgerðir og
óvenjulega góð kvæði.
Forustugrein ritstjórans, sem helguð er tíu ára afmæli
íslenzka lýðveldisins, ber á sér öll einkenni sannleikselsk-
andi manns, er segir hiklaust og hlutdrægnislaust frá þeim
viðhorfum, sem skapast hafa vegna hersetunnar og breyttr-
ar afstöðu íslenzku þjóðarinnar á öðrum sviðum gagnvart
umheiminum; er í þessari ritgerð vitnað í ummæli helztu
íslenzku blaðanna í tilefni afmælisins, og jafnframt þeirrar
spurningar spurt: Höfum vér gengið til góðs, götuna fram
eftir veg? I langflestum tilfellum verður svarið jákvætt.
Fagurlega minnist ritstjórinn áttræðisafmælis Einars
frá Galtafelli; máli sínu lýkur greinarhöfundur með svo-
feldum orðum:
„íslenzka þjóðin hyllir listamanninn Einar Jónsson
áttræðan að árum, en ungan í andá. Bezta afmælisgjöfin,
sem hún getur gefið honum — og um leið sjálfri sér — er,
að hún tileinki sér í orði og athöfn það, sem hann hefir
sífelt verið að boða og boðar enn. Þá mun þjóðlíf vort í
sannleika verða „heimur hvítra töfra“.
Stórfróðleg og lærdómsrík er ritgerðin „Ríki og
kirkja“, en höfundur hennar er hinn spaki stjórnmála-
maður, Gísli Sveinsspn, fyrrum sendiherra Islands í Noregi;
hann rekur gaumgæfilega afstöðu ríkisvaldsins gagnvart
kirkjunni og kirkjunnar gagnvart því og skýrir frá
helztu löggjafaratriðum varðandi Þjóðkirkju Islands.
Greinarhöfundur hefir árum saman átt sæti í Kirkjuráði
og látið málefni kirkjunnar jafnan mikið til sín taka.
Þrjú verulega góð kvæði birtir Eimreiðin að þessu
sinni eftir Grétar Fells, Landið helga, Minni tilverunnar og
Tvísöng; síðasta erindi annars kvæðisins, er á þenna veg:
„Og þó að mörgum sé lífið leitt
og lýðir á slíku klifi, —
að alt saman verði ekki neitt,
vill enginn — Tilveran lifi!
Skemmtileg og fræðandi er ritgerðin um arabiskar bók-
Séra BJÖRN O. BJÖRNSSON:
EINA ÖRYGGIÐ ER GUÐ
Hálíðarprédikun flutt í Akureyrarkirkju 17. júní s.l.
Akureyringar!
Blessaður er sá háttur yðar að
byrja þjóðhátíðarhald með sam-
komu í helgidómnum. Hvílíkt
tóm — hvílíkur svipur giftu-
leysis á örlagaþrúgnum tíma, ef
þjóðin byrjaði ekki yfirleitt
þjóðhátíðarhald sitt með lofgerð
til Gjafarans, Föðursins, og bæn
um fyrirgefningu o§ blessun! Á
þeirri undurstöðu, hins vegar,
verður hátíð haldin án áhyggju,
af fjöri og framtíðarvon barns-
legrar gleði og barnslegs trún-
aðartrausts. Hátíð, sem þá undir-
stöðu vantar, vill verða annað af
tvennu: tómahljóðs-uppgerð eða
heillum horfinn óvitaháttur.
Allar þjóðir hafa allt, sem þær
þurfa til batnandi framtíðar —
ef þær skortir ekki blessun
Drotiins. En fyrsta skilyrðið, til
að öðlast hana, er að gera sér
Ijóst, að hún skipti máli — hún
ein skipti máli: Allt gott komi,
hvað á sínum tjma, í hennar
kjölfar, þar sem hennar njóti
við; allt, sem kallað er gott,
reynist sjónhverfing ein og gabb
þar, sem hana skorti. Þar, sem
menn hafa gert sér þessi undir-
stöðusannindi ljós, þar munu
menn biðja um náðargjöf þeirra
og þakka Guði eins og börn þær
gjafir lífsins, sem þeim hafa
hlotnazt, og þeir myndu sakna
sárt, ef vantaði. —
Við, sem hér erum stödd, erum
(þótt fá séum) með Guðs hjálp
að byrja, fyrir Akureyringa
hönd— ef svo má segja — þjóð-
hátíð Akureyrar á þessu ári. Á
þjóðhátíð er viðhorf einstakling-
anna fyrst og fremst þjóðrænt:
Einstaklingurinn lítur þá á sjálf-
an sig fyrst og fremst sem hluta
og nokkurs konar fulltrúa þjóð-
ar sinnar; endurminningar- og
umhyggjuefnin — og áhyggju-
efnin, eftir því sem þau geta átt
við — snúast þá fyrst og fremst
að þjóðinni, hennar sögu og
heill í nútíð og framtíð. Á þjóð-
hátíð — og þá einkum sérstakri
helgistund hennar — lofum vér
Guð fyrir þær stórgjafir, sem
þjóðinni hafa hlotnast; á helgi-
stund þjóðhátíðar játum vér
syndir, sem þjóðin hefur drýgt,
og biðjum henni — og þar með
öllum, sem vér unnum mest —
vægðar. miskunnar, handleiðslu,
náðar, blessunar. Á þjóðhátíð
höfum vér — ef oss er Ijóst, hvað
til friðar horfir — meiri metnað
en ella, meiri ábyrgðartilfinn-
ing, en annars, um mannsæmi-
lega framkomu í galsa gleðinnar
og skemmtunarinnar.
Gjafir hefur þjóð okkar þegið
— undanfarna öld — það sem
liðið er af þessari öld, síðasta
áratuginn — meiri en flestar
aðrar þjóðir á sama tíma —
meiri en nokkru sinni fyrr í sögu
vorri (ef til vill að elleftu öld-
inni undantekinni og kristni-
tökuárinu). Fyrir rúmri öld átt-
um vér einhver dýrlegustu skáld
vorrar sögu. Alla tíð síðan hefur
verið dásamleg grózka í bók-
menntum vorum, en alla tíð
upp úr aldamótunum einnig í
öðrum listgreinum, meir og
meir. Sama þjóðarvakningin,
sem bar þá undursamlegu á-
vexti, framleiddi úr djúpi krafta
sinna sjálfsbjargarþrótt á sviði
efnahagslegrar afkomu, al-
mennrar og félagslegrar menn-
mgar og þjóðfélagslegrar sjálfs-
stjórnar. Hvorug heimsstyrjöld-
ín lagðist þungt á þjóð okkar,
miðað við hlutskipti flestra ann-
arra vestrænna þjóða, en upp úr
lokum hinnar fyrri öðluðumst
vér viðurkenning sem frjálst og
fullvalda ríki, en endurreisn lýð-
veldisins í miðri heimsstyrjöld-
inni síðari. Síðan þjóðin fékk
heimastjórn, en þó einkum síð-
asta áratuginn, rúmlega, hefur
efnahagur hennar og aðbúð
fólks í hvívetna batnað svo, að til
fádæma má telja í mannkyns-
sögunni, gæti ég trúað.
í dag eru tíu ár liðin, síðan
íslenzka lýðveldið var endur-
reist. Hvers höfum við að minn-
ast á tíu ára afmæli lýðveldisins?
Áframhald hinna stórstígu svo-
nefndu framfara — stundlegra
gæða; tækja til enn batnandi af-
komu, — ef fyrst og fremst er
sótzt eftir blessun Drottins. En
óhjákvæmilegt er að minnast
einnig atriða, sem þessu eru ólík,
en þó nátengd þeim í eitt og
sama kerfi hinnar sögulegu
þróunarframvindu.
Allar þjóðir eru í dag staddar
í hræðilegri hættu. Sú hætta
stafar bæði frá vissum áttum og
svo að segja úr öllum áttum. Ég
ætla ekki að ræða hér hið fyrr-
nefnda — fram yfir hinar ákaf-
lega lauslegu ábendingar undan-
farins máls. Hins vegar verður
með engu móti undan því komist
að minna með fleiri og skýrari
orðum á hina hræðilegu al-
mennu hættu, sem öllum þjóð-
um okkar daga stafar af of-
þroska náltúruvísinda, tækni og
félagslegrar skiplagningar. „Of-
þroski" er ekki of fast að orði
kveðið, því að allt verður að
dæmast út frá 'samböndum sín-
um og hlutföllum. „Eldur er
beztur með ýta sonum“, segir í
íslenzku fornkvæði, — en samt
ei „eldur í óvita höndum“ eitt-
hvað hið versta, sem til er.
Kjarnorkuvísindin og sú tækni,
sem á þeim byggir, og það al-
mennt stig náttúruvísinda og
tækni, sem kjarnorkufræðin eru
svo sem toppurinn á, er allt
fram komið við einsýnt ofur-
kapp, sem valdið hefur stór-
kostlegum misvexti í fari mann-
kynsins, þar sem hinar svo-
nefndu framfarir hafa kostað
vanrækslu þess, sem andlegt er.
En kjarnorkufræðin og allt það
kerfi er sá „eldur“, sem þurft
hefði sambærilega aukningu
andlegs þroska til að fara með,
svo að ekki stofnaði gervöllum
mannheimi í þann voða, sem
ekkert á sér sambærilegt í mann-
kynssögunni. Enda eru á hvers
manns vitorði dylgjur og heit-
ingar „Austurs“ og „Vesturs“
sín í milli. Kynslóð, er tekur því
nærri sem sjálfsögðum hlut, að
ráðgert sé að henda og skjóta
sprengjum, er eyðileggi allt
kvikt í heilli borg í einu skoti —
skjóta þeim í þúsundatali —
sprengjum, er eitri síðan löndin,
svo að ekkert lifandi megi þar
við hafast lengi á eftir — slík
kynslóð hefur þegar dæmt sig
sjálf til þess hlutskiptis, því að
hún hefur, að kalla, gerþurrkað
kærleikann úr fari sínu og er til
þess hæfust, bæti hún ekki ráð
sitt, að verða afmáð af jörðinni.
Sú kynslóð, er leyfir sér að nola
undirslöðukrafla sjálfrar Sköp-
unarinnar til eyðingar öllu lífi á
síórum svæðum Jarðar, hefur
cgrað Skaparanum á háll, sem
engin fordæmi eru fyrir. og hlýl-
ur að íramkalla andsvar, sem er
einsdæmi.
Óviðeigandi umræðuefni á
þjóðhátíðardegi — tíu ára af-
mæli fullveldisins? Er þá sjálf-
stæðis- og þjóðhátíð íslendinga
rétt haldin í anda sjálfsblekk-
inga? Á Fjallkonan að dansa
sjálfstæðishátíðardans, drukkin
á blábrún hengiflugsins? Eða á
hún að hafa þá trú — á Föðurn-
um, sem Jesús Kristur flutti
trúna á inn í Mannheim, að hún
hafi kjark til að horfast í augu
við sannleikann um aðstöðu sína
í heiminum á tíu-ára-afmæli
mentir og kvæðið Bók bókanna eftir Sigurð Sveinbjörnsson
má teljast til snildarljóða.
Margt fleira en það, sem nú hefir nefnt verið ágæts les-
máls, flytur áminst Eimreiðarhefti, þó eigi verði frekar út í
þá sálma farið.
sjálfstæðis síns? — Kjark hins
litla barns, sem veit, að það á
Föður — og trúir takmarkalaust
á stóra, góða, sterka pabba?
Hvað getum vér svo gert, hin
örlitla íslenzka þjóð, sjálfum oss
og heiminum til lífs og bjargar,
annað en þetta eina: Flýja eins
cg lítið barn á náðir vors eilífa
Föður — Skaparans, Viðhaldara
og tilvonandi Fullkomnara lífs-
ins? Trúnaðarmenn þjóðarinnar
hafa látið hana ganga í Alanz-
hafsbandalagið — látið hana
kalla erlendan her inn í landið.
Hér er hvorki staður né stund
til að ræða stjórnmál. En hér, í
helgidómi þessa byggðarlags,
verður að segja það skýrt og af-
dráttarlaust á þessum hátíðis-
degi, að stjórnmálaleiðtogar vor-
ir geta aldrei mdð stjórnmála-
legum ráðstöfunum einum
tryggt öryggi þjóðarinnar né
sjálfra okkar — þeir hafa yfir-
leitt litla aðstöðu til að vita,
hvað þeir eru raunverulega að
gera með stjórnmálalegum ráð-
stöfunum í öryggismálum* þjóð-
arinnar, enda þótt þeir komist
illa hjá því að gera þær, og þjóð-
in hafi, með vissum aðalviðhorf-
um, beint þeim í eína átt ann-
arri fremur. Hið eina, sem menn-
irnir og þjóðirnar gela gerl, með
óbrigðulli vissu um að vinna
markvissi að raunverulegu ör-
yggi sínu og annarra, er það að
gefa sig allshugar Guði á vald í
nafni Jesú Krisls ....
Ég veit, að þið, kristnir kirkju-
gestir, eruð mér sammála um, að
„án Guðs náðar er allt vort
traust óstöðugt, veikt og hjálp-
arlaust“, — en þið segið kannske
samt sem svo: Þetta þýðir ekki
að segja fólki yfirleitt — heimur-
inn þykist hafa reynt aðferðir
Jesú Krists og trúna á hann í
nítján aldir — með lélegum ár-
angri. — Við kristnir kirkju-
gestir, vitum betur: Við vitum,
að hættan, sem heimurinn er í
á tíu ára afmælisdegi hins ís-
lenzka lýðveldis, stafar af því,
að trúin á Jesú Krist hefur al-
drei, enn sem komið er, verið
reynd í helgri alvöru af heilum
þjóðfélögum og sízt á síðustu
tímum, eftir að unnt er þó orðið
að vinna hið upprunalega og ei-
lífa úr kreddu-umbúðunum bet-
ur en áður var hægt. Við vitum,
að eina skjólið er Guð, og við
vitum, að Jesús Kristur er sá,
er gefur okkur Guð. Og athug-
um, að hlífa átti Sódómu, finnd-
ust í henni þó að ekki væru
nema tíu réttlátir!
Þannig mun heiminum verða
hlíft, þó að ekki verði nema lítill
minnihluti, sem biður fyrir hon-
um daglega af öllu hjarta. Og
þannig munu stafa óumræðileg-
ar heillir af því fyrir þjóð okkar,
þó að ekki væri nema þúsund
manns, sem bæði daglega og
innilega fyrir henni og heimin-
um. Og þannig mundi Akureyri
að því ófyrirsjáanleg blessun, ef
fyrir henni og þjóð okkar og
heiminum bæði daglega og inni-
lega þó ekki væri stærri hópur
en staddur er hér í kirkjunni
núna og það enda þótt níu tí-
undu hóps þessa mæltu ekki
nema örfáum bænarorðum dag-
lega í þessu skyni — að eins
væri gert í innilegu, barnslegu
trúnaðartrausti. Það er ekki vika
síðan ég frétti, milliliðalaust, um
dásamlega ávexti bænarstarf-
semi kristins kærleika hér í
þessum bæ ....
Þökkum Guði, bræður og syst-
ur, fyrir allar hinar undursam-
legu gjafir, sem Hann, gjafarinn
allra góðra hluta, hefur gefið
þjóð okkar á umliðinni öld; fyrir
dásamlega vernd í heimsstyrj-
öldinni; fyrir allsnægtir — ef að-
eins hver þegn vinnur af þjóð-
hollustu ; fyrir uppfyllingu alda-
langrar þrár endurheimtar eigin,
fullvalda ríki. Þökkum Guði allt
þetta almennar og innilegar,
með opinberri þátttöku ríkis-
valdsins sjálfs — og játum synd-
ir vorar — játum, að vér höfum
ekki þakkað Guði sem skyldi.
Og biðjum Föðurinn almennar
og innilegar en hingað til —
með opinberri þátttöku ríkis-
valdsins sjálfs á „hinum al-
menna bænadegi“ — fyrir heim-
inum, þjóð okkar, bae okkar, ást-
vinum okkar, sjálfum okkur.
„Biðjið og yður mun veitast!"
Þeir, sem slíkt gera og þvílíkt,
í nafni Jesú Krists, geta lifað líf-
inu glaðir og reifir, þó að óveð-
urslegt sé allt í kring. Þeir, sem
lifa í trú á Gleðiboðskapinn, eru
glaðir, — einnig í heiminum. Þvi
Endurlausarinn kom — ekki til
að niðurbrjóta lögmál Skapar-
ans, Náttúruna, heldur til að
fullkomna það — með Heilögum
Anda, — þess að trúa af hjarta á
Föðurinn, gerast bróðir náung-
ans, læra að þekkja af byrjandi
eigin reynd, hvað það er að vera
erfingi — eilífs lífs og allra
hluta.
Jesús Kristur kom — til að
stofna guðsríki á jörðinni. Heim-
urinn sýnist ekki vera á þeim
veginum, en — „ekki er allt,
sem sýnist“. — „Mínir vegir eru
ekki yðar vegir“, segir Drottinn.
En: —
„Veikur maður! hræðstu eigi,
hlýddu;
hreyk þér eigi, þoldu, stríddu;
þú ert strá, en stórt er Drottins
vald.
Hel og fár þér finnst á þínum
vegi, —
fávís maður! vittu: svo er eigi;
hald þér fast í Herrans
klæðafald.
Lát svo geysa lögmál fárs og
nauða,
— lífið hvorki skilur þú né hel;
írúðu:. Upp úr djúpi dauða
Drottins rennur fagrahvel“.
Amen
—DAGUR, 5. ágúst
Fréttir frá
ríkisútvarpi íslands
Framhald af bls. 1
ræðuna flutti Vilhjálmur Þ.
Gíslason útvarpsstjóri og komst
meðal annars svo að orði, að
hér væri minnst hvorttveggja>
öndvegismanns og aldahvarfa i
islenzkri sögu. Skúli fógeti hefði
verið oddviti þeirra aldamóta.
Reykjavík, sem hann lagði
grundvöllinn að, varð tákn nýs
tíma í landinu, en Skúli sjálfur
væri enn 1 dag ímynd tveggja
höfuðeiginleika í íslenzkri trú a
landið, frelsisins og fram-
kvæmdaþreksins.
☆
Fegrunarfélag Reykjavíkur
keypti á sínum tíma höggmynd-
ina Vatnsberann eftir Ásmund
Sveinsson og gaf Reykjavíkurbse
afsteypu af henni. Myndinni var
nú í vikunni komið fyrir á mót-
um Sigtúns og Reykjavegar 1
Laugarneshverfi, gegnt fyrir-
huguðu íþróttasvæði í Laugar"
dalnum. Nokkur félög, stofnanir
og einstaklingar í Reykjavík
hafa ákveðið að bindast sam-
tökum um að kynna lands-
mönnum listaverk Ásmundar
Sveinssonar myndhöggvara me
því að gera afsteypur af þeim,
koma þeim fyrir, þar sem
menningur getur notið þeirra,
Framhald á bls. 5
"A Realistic Approach to the
Hereafter"
by
Winnipeg aulhor Edith Hansson
Bjornsson's Book Store
702 Sargent Ave.
Winnipeg
OILNIT
•srovt
Cobble and Stove for
hand-fired furnaces.
Booker Nut for Bookers.
Stoker Size for Stokers.
All Oil Treated.
HAGBORG FUE^^
PHOME 74-5451
John Olafson, Representative.
PHONE 3-7340