Lögberg - 02.09.1954, Side 2

Lögberg - 02.09.1954, Side 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 2. SEPTEMBER 1954 Nauðlendirtg hjó Hofsjökli Eftir Major-General H. L. Davies, G.B., C.B.E., D.S.O., M.C. Þetta er saga um enska herflugvél, sem varð að nauðlenda hjá Hofsjökli á stríðsárunum, og segir frá ferðalagi flug- mannanna til byggða og hvernig þeim var bjargað. ÞAÐ var eitt fagurt kvöld í ágústmánuði 1940 að ýmsir hátt- settir herforingjar vöru komnir til flugvallarins í Kaldaðarnesi cg biðu þar með óþreyju. Það var sem sé von á einni deild af léttum sprengjuflugvélum, og þar sem þær gátu ekki flutt með sér nema takmarkaðan skammt af benzíni, þá voru menn hálf- hræddir um að þær mundu ekki komast alla hina löngu leið yfir Atlantshafið, því að 750 sjómílur eru á milli Skotlands og íslands. En klukkan rúmlega sex heyrðist flugvéladynur utan af hafi og þar kom þá allur hópur- inn, með tvær Sunderland sjó- flugvélar í broddi fylkingar. Þær höfðu verið sendar með til vonar og vara. Flugvöllurinn í Kaldaðarnesi var ekki nema ein malarborin braut, og þarna bjuggust nú flugvélarnar til að lenda. Tuttugu voru þær saman og tókst lendingin giftusamlega nema einni, sem kom niður utan við flugbrautina. En þar var slétt svo að það gerði ekkert til. Þetta Atlantshafsflug, sem í sjálfu sér var merkilegur við- burður, var þó ekki annað en undirbúningur að því hættulega starfi, sem hinna ungu flug- manna beið á íslandi. Hvergi í heimi hygg ég að hættulegra sé að fljúga en þar, bæði með ströndum fram og eins yfir landið. Og á þessum fyrsta tíma hernámsins var ekki á neitt að treysta, er orðið gæti til bjargar ef illa færi. Veðurfregnir voru mjög ónákvæmar, og þar við bættist að jöklarnir breyta oft veðrinu á svipstundu. Allt við- hald og viðgerðir flugvéla varð að fara fram undir beru lofti, hvernig sem veður var, hvort sem það var rok, rigning eða stórhríð. Flugmennirnir urðu að búa í tjöldum og höfðu engin þægindi né aðhlynningu. En öll þessi óþægindi höfðu ekki nein áhrif á skaplyndi né starfsemi flugsveitarinnar. Og í þessum einhreyfla flugvélum fóru hinir hugrökku flugmenn í margar ferðir, sem ekki voru ætlaðar öðrum farkosti en fjög- urra hreyfl'a flugvélum, og þó hættulegar fyrir þær. Þeir flugu vestur yfir hið ísi sollna Græn- landshaf. Þeir héldu vörð á haf- inu milli íslands og Færeyja. Og þeir höfðu gætur á innrásarleið- inni frá Noregi og urðu að vera á flugi yfir úthafinu hvernig sem veður var. Auk flugvallarins í Kaldaðar- nesi var aðeins einn annar lend- ingarstaður flugvéla á íslandi og hann var norður undir Akur- eyri. Ef flugmennirnir neyddust til að lenda annars staðar, var þeim dauðinn svo að segja vís, því að hvergi á byggðu bóli er landslag jafn argvítugt eins og á Islandi. Það sýnir því bezt hæfi- leika flugmannanna og gæði flugvélanna, að mjög fá slys urðu sumarið og haustið 1940. En hér kemur þó saga af einu óhappi er þá kom fyrir. UM þær mundir var ég foringi við 49. herdeildina, sem tók þátt í hernámi Islands og ég hafði gert samning um það við flug- foringjann að fá að fara með einni sprengjuflugvélinni norð- ur til Akureyrar til þess að heilsa upp á herdeildina, sem þar var. Flugdagurinn var á- kveðinn föstudagurinn 13. sept- ember, sem sennilega hefir verið óstundadagur fyrir slíkt ferða- lag. Ég fór í bíl frá Reykjavík snemma morguns. Var ætlunin að leggja af stað frá Kaldaðar- nesi kl. 4 og áttum við þá að vera komnir til flugvallarins hjá Akureyri kl. 5.30. Flugleiðin liggur á kafla með- fram vesturströnd Vatnajökuls, sem er hundrað enskar mílur á lengd frá vestri til austurs og fimmtíu mílur á breidd. Þarna er hið hrikalegasta umhverfi. Jökullinn er einn óskapnaður, þar sem ægir saman jökli, hraunum og fjallatoppum. Af einhverjum ástæðum tafð- ist burtför okkar nokkuð. En þegar lagt var af stað, komst ég að því að í hinum þrönga klefa, þar sem við flugmaðurinn áttum að sitja, var einnig flugvélar- skrúfa. Hún átti að fara norður á Akureyri handa flugvél, sem hafði orðið fyrir áfalli nýlega. Veðurfregnin frá Akureyri var ekki sem álitlegust. Þó var gert ráð fyrir að þar mundi nokkurn veginn bjart, en norður undan væri mikill skýjabakki. Við lögðum því óhræddir af stað um miðaftan. Ekki höfðum við farið langt, er dimm þoka varð fyrir okkur, svo að við urðum að hækka flug- ið upp í 10 þúsund fet áður en við kæmumst upp úr henni. Af þessu leiddi það, að við sáum ekki til jarðar og höfðum ekki við neitt að styðjast á fluginu. Var því sýnt að við mundum ekki geta fundið hinn mjóa dal, þar sem við áttum að lenda, nema því aðeins að létti, þegar komið væri norður yfir hálendið. Það kom þó fljótt í ljós að svo var ekki. Ekkert sást nema þykk og hvít veltandi þoka og hvergi sá nein kennileiti. — Flugmað- urinn, Willy Willcox frá Kanada, afréð þó að reyna að stinga sér í gegn um þokuna og vita hvort hann fengi þar ekki nægilegt svigrúm til þess að komast til Akureyrar utan af hafi. Hann hélt áfram norður á bóginn þangað til hann var viss um að vera laus við fjöllin, og lækkaði svo flugið hægt og gætilega. Mér leizt ekki á þetta, enda skall hurð nærri hælum, því að þegar við komum niður úr þokunni, þá var sjórinn aðeins nokkur hundruð fet undir okkur. 1 dauð- ans ofboði hækkuðum við flugið aftur, og það var sem þungu fargi létti af okkur, er við kom- umst aftur upp úr skýjaþykkn- inu og kvöldsólin brosti við okkur. NÚ var það sýnt að við mundum ekki geta náð áfangastað, og um annað var ekki að gera en fljúga aftur suður til Kaldaðarness. Þegar kom suður að vatnaskil- um, tók að birta svo að við sáum til jarðar og gátum áttað okkur á afstöðunni. Til vinstri handar var brún Vatnajökuls, en fram undan til hægri var annar jökull, sem nefnist Hofsjökull. Við flug- um svo hátt, að við sáum suður af og þar reis Hekla og setti sinn svip á umhverfið. Þarna var það svo að hreyfill- inn bilaði. Ég ýmynda mér að við höfum lent í lofttómu rúmi, því að flugvélin hrapaði mörg hundruð fet eins og steinn. Þegar flugmaðurinn gat rétt hana við aftur, þá fór hreyfill- inn ekki í gang. Við fórum þarna á svifflugi og stefnum beint á hraunin hjá Hofsjökli. „Við verðum víst að nauð- lenda“, kallaði Willi aftur yfir öxlina til mín. Ég man að ég spurði hann hvort ég ættii að stökkva út, og vonaði jafnframt að hann mundi segja nei, því að ég sat á fallhlífinni og ég var svo loppinn að ég treysti mér ekki til þess að leysa hana. Hann svaraði, að við værum svo lágt á lofti, að ekki væri hægt að nota fallhlíf. Hann kvaðst vera að hugsa um að reyna að lenda á jökli. Annað töluðum við ekki saman. Willy hafði um nóg að hugsa, og ég var að hugsa um það, að bráðum yrði öllu lokið, og mér fannst það undarlegt, að ég var ekert óánægður með það. Ég var ekki hræddur, en reyndi að gera mér grein fyrir því hvernig það mundi vera að koma til jarðar. Varð mér þá litið á skrúfuna, sem við höfðum með- ferðis, og fannst það ekki hugnanlegt að annar endinn á henni stefndi beint á magann á mér, og ég sá í anda hvernig hún mundi stingast í gegn um mig við hnykkinn þegar flug- vélin tæki niðri. Ég mjakaði mér því fram hjá henni og fram til flugmannsins. Við fórum á renniflugi og ó- trúlega hægt. Ekkert heyrðist nema hvinurinn af því er flug- vélin skar loftið. Mér varð nú ljóst, að Willy hafði hætt við að lenda á jökli, en stefndi á mela nokkra undir skriðjökli úr Hofs- jökli. Ekki var staðurinn álit- legur. Þar voru stórir steinar á víð og dreif, en melurinn sundur skorinn af farvegum og lækjum úr skriðjöklinum. Svo tók flugvélin niðri. Áreksturinn varð mikill og hún hentist upp í loftið aftur og ílutti svo kerlingar, en brothljóð og braml heyrðist í undirbygg- ingu hennar. Svo hentist hún til hægri og stóð svo kyrr. Þetta var svo sem ekkert ævin týralegt. Það hefði vel getað komið fyrir á flugvelli að lend- ing tækist ekki betur. Við leyst- um öryggisbeltin af okkur, skriðum út, litum hvor á annan og hlógum svo. Það var útlausn- in á þeim spenningi, sem hafði gagntekið okkur fyrir stundu. En brátt sáum við að hér var ekkert hlátursefni á ferðum. Við vorum illa staddir. Við vorum langt inn á öræfum í ókunnu landi. Það voru að minnsta kosti 70 km. til byggða. Mjög var kalt í veðri og það var viðbúið að hann færi að snjóa svo að allar leiðir tepptust. Á leiðinni til næstu byggðar á Suðurlandi voru fjölda margar jökulár og það gat svo sem vel verið að þær væru allar ófærar. Ekkert vit var í því að halda norður á bóg- inn, helmingi lengri leið yfir fjöll og firnindi og margar ár. Fyrir sunnan og austan okkur var Vatnajökull tröllaukinn og óyfirstíganlegur. Eina ráðið var að halda til suðvesturs, hvaða hættur sem vera kynnu á þeirri 70 km. löngu leið. En við gátum huggað okkur við ýmislegt annað. Við vorum þó báðir lifandi og ekki hafði orðið annað að okkur en að Willy hafði hlotið slæm meiðsl á fæti. Við höfðum nægilegan mat til margra daga, því að þess- ar flugvélar fluttu ætíð með sér miklar matarbirgðir til vonar og vara. Við höfðum meira að segja nóg af sígarettum, því að með okkur hafði verið sendur forði til flugliðsins á Akureyri. Og ekki þurftum við að kvíða vatns- skorti. Að öllu þessu athuguðu lögðum við svo þessa spurningu fyrír okkur: Eigum við að halda kyrru fyrir og treysta því að ílugvélar finni okkur, eða eigum við að reyna að ganga suður af? Ég held að það hafi verið kuldinn, sem réði úrslitum. Þarna var brunafrost og það var i enn bitrara vegna þess að norð- anstormur var á. Það gekk því sjálfsmorði næst að halda kyrru fyrir; eina vonin var að hreyfa sig til þess að halda á sér hita. Við vorum einnig staddir langt utan við hina venjulegu flugleið og flugvélin lá niðri í laut eða farvegi, svo að illt var að koma auga á hana úr lofti ,enda þótt bjart væri veður. Við afréðum því að reyna að reyna að ganga til byggða. Og þá kom sá vandi að ákveða hvað við ættum að hafa með okkur. Það var nú svo sem sjálfsagt að vié yrðum að hafa nesti, og helzt áttavita. En þegar við ætluðum að ná áttavitanum úr flugvél- inni, þá var hann blýfastur. Marghleypu ætluðum við líka að taka, en þá kom í ljós að engin skothylki fylgdu henni. — Landabréfið okkar var ósköp lé- legt, eins og öll landabréf af Islandi voru þá. Að vísu voru til nokkuð góð landabréf af byggðum héruðum, en megin- landið var ómælt og kortin af því voru gerð af handahófi og sýndu aðeins fjöll og ár. Þess vegna töldum við réttast að fara eftir pólstjörnunni, sem er hér um bil í himinhvirfli, og hafa stuðning af ánum, sem allar renna til suðurs. Áður en við skildum við flug- vélina útbjuggum við kenni- teikn úr fallhlíf og breiddum á jörðina. Var það eins og V í laginu og sneri broddurinn til suðvesturs og við endann á hon- um bjuggum við til úr steinum stafina O K. Svo átum við niður- soðið kjöt og kex, og lögðum af stað út í myrkrið og bárum mat- vælapokann á milli okkar. KLUKKAN hefir líklega verið um 9, er við lögðum af stað. Þá var orðið dimmt og ekki önnur birta en af norðurljósum. Veitt- ist okkur því örðugt að komast áfram. Þarna skiptust á grýttir melar og þýfð og frosin mýra- sund þar sem við rákum tærnar í þúfurnar. Sums staðar voru hraunspildur illar yfirferðar og rifu skóna okkar. Hvar sem ein- hver lægð var sýndist hún eins og gínandi hyldýpi og við urðum að þreifa okkur áfram til þess að komast yfir. Nestisbagginn var um 30 pund á þyngd, en sem oetur fór voru tveir hankar á honum svo að við gátum borið hann báðir. En með stuttu milli- bili urðum við að hafa handa- skipti, því að hendurnar á okkur dofnuðu af kulda. Til allrar ham- ingju höfðum við nístandi kald- an storminn í bakið, og þó var okkur kalt og það var eins og blóðið ætlaði að friósa í æðum okkar. Eftir eitthvað fimm eða sex stunda göngu, komum við að fyrstu ánni. Hún sýndist ægileg í myrkrinu, breið, djúp og kol- svört. Skarir voru að henni báð- um megin. Við afréðum að bíða birtu áður en við legðum út í hana. Settumst við svo undir klett og biðum þess að dagaði. Ég held að við höfum verið nær dauðanum meðan við bið- um þarna heldur en nokkurn annan tíma á ferðalaginu. Við vorum þreyttir, kaldir og syfj- aðir og það var mikil freisting að halla sér út af og sofna. En við vissum að það mundi ríða okkur að fullu svo að við reynd- um að halda á okkur hita með því að tuskast eða hlaupa, og var það þó heldur ófimlegt. Bita fengum við okkur við og við, og við reyktum látlaust. Við höfð- um nóg af sígarettum, en ekki nema einn fýrspýtnastokk, sem við vildum spara, og létum því aldrei drepast í sígarettunum. Að lokum dagaði. Það var grá- myglulegur morgunn. Himininn var þakinn skýjum og leit út fyrir snjókomu, en stormurinn var eins og áður. Og hvílíkur stormur! Hann nísti í gegn um merg og bein *svo að ekkert lát varð á og við stóðum alveg ber- skjaldaðir fyrir honum. Þegar birti sýndist áin ekki jafn breið né ægileg og hún hafði sýnzt í myrkrinu, en þó var hún slæmur farartálmi. Við gengum nokkuð upp með henni þangað sem hún var breiðari og grynnri. Ég gekk fram á skörina og varð heldur en ekki hverft við, er hún brotnaði undan mér og féll í ána. Til allrar ham- ingju var hún ekki nema í miðj- an legg. Ég óð yfir og vatnið náði hvergi í kné. Og þá þóttist ég vita að flestar árnar mundu vera grunnar hér uppi á há- lendinu, svo skammt frá upp- tökunum. Við þetta urðum við miklu hugrakkari en áður. Eitthvað klukkustund síðar rofaði til sólar og þá sáum við flugvél, og þóttumst vita að hún væri að leita að okkur. Og enda þót við hefðum engin tæki til þess að vekja athygli hennar á okkur var það samt hughress- andi að fá að sjá hana þarna yfir öræfunum. Skömmu seinna komum við að annari á. Hún var « bæði straumharðari og dýpri en hin. Við lögðum ótrauðir út í hana, en hún var í mitti og það lá við sjálft að við misstum nestispokann okkar í hana. En yfir komumst við samt heilu og höldnu. Særði fóturinn á Willy var nú orðinn stokkbólginn, og Willy verkjaði mjög í hann, og það var alvarlegt. Um miðjan dag komum við að snotru dalverpi. Lítill lækur liðaðist þar fram og þar voru klettar, sem veittu skjól fyrir storminum. Sólin skein beint inn í dalverpið og þarna hvíldum við okkur í tvær klukkustundir’, átum vel, þurrk- uðum sokkana okkar og fengum okkur ofurlítinn blund. Um leið og sólin hvarf í dal- verpinu varð Svo nístings kalt að við urðum að halda áfram. En nú gat Willy varla gengið. Hann hafði stirðnað meðan við hvíld- umst. Ég varð að nudda fótinn á honum lengi áður en hann treystist að rölta af stað. Eftir það varð ég að bera baggann einn. Mér var alveg ljóst, að við yrðum að komast sem fyrst nið- ur af hálendinu, ef við ættum lífi að halda. Önnur nótt á fjöll- um mundi ríða okkur að fullu. Við hurfum þess vegna frá þeirri fyrirætlan að fylgja ánum og stefndum nú nær í hásuður. Á þessum slóðum er geisimunur á lofthita við hver hundrað fet, sem landið hækkar eða lækkar. Með miklum erfiðismunum stauluðumst við áfram. Eftir nokkrar klukkustundir sáum við reyk, er virtist koma undan hlíð og standa í stað. Mér datt í hug að þarna væru hverir og það mundi hlýtt í námunda við þá. Þar mundum við líka geta fengið heitt vatn og lagt bakstur við fót Willys. Við tókum stefnu þangað og ætluðum að vera þar um nóttina, ef okkur litist á það. Við vorum komnir niður af hinum frosnu mýrum og það hallaði undan fæti. Þarna voru ávalar hæðir með hraunklettum og víða niðandi lækir. Nú var kuldinn ekki jafn bitur og áður, en háði okkur þó mjög af því að við vorum blautir. í rökkur- byrjun komum við fram á gín- andi gljúfur, og er við litum þar fram af, sáum við að reyk- urinn var ekki upp af hverum, heldur var það úði úr stórum fossi. Þetta urðu okkur mikil vonbrigði. En nú var ekki um annað að gera en leita sér skjóls fyrir nóttina. Aumingja Willy var að þrotum kominn. Hann hafði óþolandi verki í fætinum, svo að það var ekkert vit í því að halda áfram í myrkrinu. Ég fór að leita að náttstað og framan í gljúfurbrúninni fann ég ofurlítinn skúta. Þar var dá- lítið afdrep fyrir storminum, en þó sló þar fyrir, svo þarna var ekki fullkomið skjól. Hér bjó ég um okkur eins og hægt var og svo hnipruðum við okkur saman og vorum sammála um að það væri slembilukka ef við lifðum af þessa nótt. Við eyddum eins löngum tíma og við gátum í það að ná okkur í mat og borða. Síðan reyktum við lengi, en hreyfðum okkur við og við svo að við yrðum ekki dofnir af kulda. Seinast lögðum við okkur út af hlið við hlið og reyndum að sofna. En það gekk illa, enda þótt við værum ákaf- lega þreýttir. Um miðja nótt fórum við út til að hreyfa okkur. Mér fannst þá einhver breyting vera orðin á, en gat ekki áttað mig á henni fyrst í stað. Eftir litla stund átt- aði ég mig þó og hrópaði: „Það er komið logn!“ Þetta var rétt og því verður ekki með orðum lýst, hve fegnir við urðum. í rúmar 20 klukkustundir hafði stormur- inn þjakað okkur. En nú, þegar komið var logn og norðurljósin dönsuðu yfir höfðum okkar, þá fannst okkur sem við yrðum að nýjum mönnum. Nú urðum við vongóðir aftur. Og við fórum aftur inn í skútann og fengum okkur þar blund — óværan þó. Við snæddum í birtingu og fórum svo að ræða um hvernig við ættum að komast yfir gljúfrið. — Okkur kom saman um að við yrðum að fara nokkuð langt upp aftur fyrir fossinn að reyna að vaða ána þar. Þetta var þó enginn hægðarleikur. Áin var straumhörð og virtist djúp, og við vorum illa undir það bún- ir að fást við hana. Við gengum upp og niður með henni og að lokum afréðum við að leggja i hana neðan við hyl nokkurn þar sem hún var lygn. Hún var undir hendur, en yfir komumst við þo- Svona blautum hefði okkur þa ekki verið lífsvon, ef stormurinn og frostið hefði haldizt. Nú skein sól í heiði og yljaði okkur. Allan morguninn héldum við í áttina þó seint gengi. Um miðjan dag sáum við tvennt, sem hughreysti okkur. Annað var kind, fyrsta lifandi veran, sem við höfðum séð síðan við urðum að nauðlenda, og vitnis- burður um að ekki mundi ýkja- langt til mannabyggða. Hitt var vörðubrot. „Willy“, sagði ég, „þetta vörðu brot er sjálfsagt eitt af mörgum meðfram vegi, eins og sýnt er a kortinu. Við ættum því að rek- ast á annað vörðubrot bráðum og svo hvert af öðru þangað til við komumst til bæja“. Þetta reyndist rétt og við fundum einnig götur þarna. En það var nú samt einmitt i þennan mund, að Willy settist og kvaðst ekki komast lengra. „Ég er þér aðeins til trafala“, sagði hann, „því að ég get ekki lengur stigið í ólukkans fótinn. Ég ætla að bíða hér á meðan þú nærð í hjálp“. Þetta var óðs manns æði, og það vissum við báðir. Willy mundi ekki lifa af að liggja úti þriðju nóttina. Við vorum enn langt frá mannabyggðum, og þótt ég kæmist þangað þá voru litlar líkur til þess að hægt væri að sækja Willy fyrir kvöldið. Við þráttuðum um þetta nokkra stund. Seinast varð ég reiður og tók af skarið og sagði honum, að ef hann gæti ekki gengið, þá yrði ,ég að bera hann. Þegar hann sa að mér var alvar, stóð hann þegj" andi á fætur og staulaðist áfram, en það var auðséð að hann var að þrotum kominn. VIÐ stuluðumst áfram nokkur hundruð fet og hvíldum okkur svo, og þannig gekk þetta koll af kolli. Ég var líka að verða uppgefinn af því að bera bagg" ann og styðja Willy. Sól var tekin að lækka á lofti og farið að kólna mjög. Við kom- um fram á háls nokkurn, og Þa sáum við hóp ríðandi manna koma á móti okkur. Flugvélin okkar hafði sézt og þessi flokkur var svo sendur af stað til að sækja okkur. Ég minn- ist þess enn að ég saup drjúgan teyg af óblönduðu rommi ur flösku, sem foringi leitarmanna rétti mér. Það logaði upp í 1X1 er og svo færðist eldurinn niður i magann og alla leið niður í hel- kalda fætur. Við vorum nú settir á íslenzka hesta og svo var snúið við til byggða. Um nóttina gistum vi® í sæluhúsi. Þá nótt byrjaði að snjóa. Það mátti ekki seinna vera að okkur væri bjargað. Þegar við fórum að athuga landbréfið komumst við að raun um að við mundum hafa gengi allt að 70 km. yfir fjöll og firU" indi. Þá hafði verið mikið frost um land allt, jafnvel í Reykj3" vík, þar sem þó er tiltöluleg3 hlý veðrátta. Uppi á öræfunum hefir frostið verið mörgurn sinnum meira. Við höfðum vaði þrjár jökulár og margar smmrn ár. Willy var fluttur í sjúkrahus og lá þar um hríð, því að hann fékk lungnabólgu upp úr þessum hrakningum. Flugvélin okkar liggur enn þar sem við skilduU1 við hana skammt frá Hofsjö og mig langar að skreppa Þar{ að til þess að skoða hana. En P skal ég fara ríðandi. —Lesb. Mbl., H*

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.