Lögberg - 02.09.1954, Page 3

Lögberg - 02.09.1954, Page 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 2. SEPTEMBER 1954 3 TÓNLIST sem menningarsögulegur þátlur lllEÐ þessu heiti hafa prófessar- arnir dr. Paul Mies og Norbert Schneider í Köln gefið út nýtt verk hjá forlaginu Tonger í Köln (Musik im Um- kreis de Kulturgeschichte). Er hér í ýtarlegu yfirliti dregin fram þróun tónlistarinnar frá allra fyrstu tímum í nánum tengslum við bókmenntir, mynd- úst, heimspeki og stjórnmála- sögu Evrópu. Er þetta hin auðugasta náma skemmtilegasta fróðleiks. Er gaman fyrir íslendinga að sjá t- d;, að sama ár og Alþingi er stofnað á Þingvöllum 930, þá úeyr sá flæmski munkur Hucbald, sem fyrstur manna skráði og skýrði frá fornum tví- söng, eins og norrænu víking- arnir hafa flutt hann hingað í npphafi landnámsaldar. Um sama leyti skráir þýzki munkur- inn Ekkehard hetjusöguna Waltarius á latnesku hexametri, en hún fjallar um dáðir Vest- gota; og nokkru síðar skrifar Wulfstan frá York hómilíubók sína, iðrunarprédikanir, þar sem syndin er útlögð sem orsök neyð- arinnar á dögum hinna dönsku víkinga, sem þá herjuðu strend- ur Bretlands. í Frakklandi festir sekvensinn rætur um líkt leyti og er elzta bókmennta- grein Frakka, en hann hafði flutzt til Evrópu frá Austur- lÖndum. Frönsk tunga var enn ' deiglunni, myndaðist smám saman úr latínumáli leikmanna, en ítalskan var enn verr á vegi stödd, því hún átti sér alls eng- ar bókmenntir fyrr en um 1230, hvorki á tungumáli íbúanna né a latínu. Franskir trúðar fluttu úelzt kveðskap og sagnaskemmt Ulr til ítalíu um þessar mundir. Stofnsetningartími hins ís- lenzka Alþingis er róstusamt timabil á meginlandi Evrópu. Heinrekur I. á í höggi við danska vikinga, sem ráðast inn í ríki hans og 933 ber hann sigur af Ungverskum þjóðflokkum og byggir varnarstöðvar í Merse- berg 0g Meissen í Saxlandi. Ef við gerðum svipaðan þver- skurð yfir þann tíma, er Jón biskup Arason var líflátinn 1550, þá fáum við fjölbreytilega mynd af menningarlífi meginlanda- þjóðanna: Hans Sachs, skó- srniðurinn og skáldið í Nurn- berk yrkir í fullu fjöri. Þessi ^eistarasöngvari, sem alþekkt- Ur er úr óperu Wagners, lætur eftir sig 4000 meistarakvæði, ^TOO Spakmælaljóð, 85 föstu- leika, 64 gamanleika og 61 harmleik. Latneskir og grískir skólaleikar standa í miklum blóma í Þýzkalandi; húmanismi, renaissance og siðabót efla sið- menningu borgarastéttarinnar. Enska skáldið Edmund Spencer yrkir sögukvæði. sitt „Álfa- úrottningin“, sonnettur og hirð- *ngjaljóð. í Frakklandi lifir ^nikill brautryðjandi frásagnar- iistarinnar, Francois Rabelais og ntar hamslausa ádeilur á tíðar- andann, svo sem Garganta; þar naeð ryður hann nýfranskri tnngu braut og gerist helzti full- trúi hins gallíska snjallyrðis ^>esprit gaulois“). — ítalía er Seni óðast að verða hlutgeng á Sviði bókmenntanna, eftir að ante röskum tvö hundruð ár- Um áður hafði fyrst byrjað að skrifa á þjóðtungunni (dáinn ^21). Pietro Aretino birtir stcuggahlið endurreisnartímans með blygðunarlausri nautnasýki J gamanleiknum Calandria og narmleiknum Orazio. Mikið er §ert að því að stæla forna harm- eikahöfunda, svo sem Seneca. Um þetta leyti er Karl V. FOR SALE °il Painting “Hekla” by Emil Walters 2x21/2 gilt frame. Halldor Halldorson Estate, 353 Broadway Ave. Ehone 923-055 or 924-758. •^fornings only. keisari með aðalsetri á Spáni. Svíþjóð losnar undan yfirráðum Danmerkur og Tyrkir hernema Vín. Enska þjóðkirkjan segir skilið við rómversku kirkjuna og stórfurstinn í Moskvu Iwan hinn ógurlegi verður zar yfir öllum Rússum. — Málaralistin í Þýzkalandi færist í aukana með Lukas Cranach, þeim eldra og yngra. Holland eignast Peter Brueghel hinn eldra, sem málar aðallega landlagsmyndir og þjóðlífslýsingar. — Hárenais- sancestefnan í Frakklandi fæðir meistara eins og Pierre Bon- temps og Jean Goujon, sem mótar minnisvarða Louis de Brésé í dómkirkjunni í Reims. — Á Italíu starfa myndhöggvar- arnir Michelangelo og Bene- venuto Cellini og málararnir Tizian og Tintoretto, sem skreytti veggi og loft furstahall- arinnar í Feneyjum. — Á sviði heimspekinnar er Frakkinn Petrus Ramus fyrstur í flokki, sem skapaði nýja rökfræði og kollvarpaði kreddusetningum kirkjunnar, er síðscholatíkin í aristótelískum anda studdist við. Hann hneigðist fljótt að húgen- ottum, gekk yfir til Kalvínstrúar og var myrtur Bartólómeusar- nóttina 26. ágúst 1572 í París. 16. öldin er einhver mesti um- brotatími í sögu tónlistarinnar. Árið 1550 fæðist Giulio Caccini, sem átti mikinn þátt í því að óperuformið var uppgötvað, því sjálfur samdi hann fyrsta söng- leik, er um getur, hirðingjaljóð- flokkinn „Dafne“ eftir Ottavio Rinuccini, í félagi við Jacopo Peri. Allir voru þeir meðlimir í „listamannaklúbb“ eða aka- demíu þeirri er nefnist „Came- rata“ Flórenzborgar, þeir háðu miskunnarlausa baráttu gegn einræði kontrapunktsins, er Hollendingar höfðu iðkað af mestri kunnáttu, þóttust hafa stjórnvöl listasögunnar í hendi sér og lögðu megin áherzlu á það, sem þeir kölluðu „nobile sprezzatura del canto“ (fyrir- mannlegt frjálsræði í söng). Að vísu eru skiptar skoðanir um hlutdeild Caccinis í Dafne en ó- peruna „Euridice“ samdi hann einn og söng sjálfur aðalhlut- verkið árið 1600. Caccini gaf út hefti með aríum, kansónettum og sonnettum fyrir eina rödd með tölusettum bassa, sem þá var algjör nýjung og olli bylt- ingu á sviði tónlistarinnar. Hann tekur fram, að aðeins góðskáld hafi léð sér texta, en hann hafi sniðgengið leirskáldin, er hann kallar „rimatori a dozzina" (smiðjurímara). Þetta verk Caccinis er í fyrsta lagi frægt fyrir titil sinn „nuove musiche“ (ný tónlist) og í öðru lagi fyrir forspjall útgáfunnar, sem er hin bezta leiðsögn til raddskólunar, er fram kom á endurreisnar- '■ímabilinu. Gerir hann þar ítar- lega grein fyrir söngstíl þessara tíma, gefur leiðbeiningar um smekkvíslega og lifandi fram- setningu, skýrir margvíslega viðhöfn í söng svo sem punktana, trillu, forslög og að síðustu söngvenju, er hann kallar „ribattuta“ (egl. eridurslag); þessi viðhöfn er eftirtektarverð sökum þess, að hún kemur á íslandi fyrir í rímnalögum. Mun Benedikt Sigurðsson á Höfn í Hornafirði hafa verið fyrstur manna til að leiða þennan skemmtilega sönghátt í ljós í kvæðalagi sínu: Leiðist mér að liggja hér í ljótum helli. Betra er heima á Helgafelli að hafa þar dans og glímuskelli. Að öllu samanlögðu er verk próf. Mies einstakt í sinni röð. Er hér í fyrsta sinni sýnt fram á víxlverkanir innan hinna ýmsu listgreina; samþróun þeirra með bókmenntum og heimspeki er lýst á öllum markverðum tíma- mótum sögunnar og þjóðfélags- legar aðstæður dregnar fram í stuttum einkennisorðum. Hallgrímur Helgason —Lesb. Mbl. Hundrað ár frá fæðingu monnsins, er fann upp Linotype setjaravelina Um þessar mundir eru hundrað ár liðin frá fæðingu þess manns, er fann upp setningarvélina. Olli til- koma hennar algjörri bylt- ingu í prentlistinni. Aldar- afmæli þessa manns er því hið merkasta, því setningar- vélin hefir átt sinn stóra þátt í aukinni upplýsingu þjóðanna. Saga setningar- vélarinnar hérlendis er þeg- ar orðin nokkuð löng. Fyrsta vélin kom hingað árið 1913 og er sú vél nú í eigu Félags prentsmiðjunnar. ITM MIÐJA fyrri öld var svo komið að margt í prentiðn var orðið fljótunnara en sjálf setningin. Þá var handsetningin við lýði, þegar stafur eftir staf var settur upp úr leturkössun- um. Var það sama aðferðin og viðhöfð hafði verið allt frá því Gutenberg fann upp lausu staf- ina. Handsetningin þurfti mikils mannafla við, sem setningar- vélin hefir leyst af hólmi. Á þessum árum var handsetn- ingin orðin vandamál í stórum útgáfufyrirtækjum og hjá dag- blöðum. Margir reyndu að leysa þennan vanda með einhverju fljótvirkara en handsetningunni, en lítið gekk. Það var þýzkfæddur Banda- ríkjamaður, er loksins leysti þrautina. Hann hét Ottmar Mergenthaler og fæddist 11. maí 1854 í Wurtemberg í Þýzka- landi. Lærði hann ungur hjá úr- smið og hafði frá barnæsku mikinn áhuga fyrir vélum. Eftir fransk-þýzka stríðið fluttist Mergenthaler til Bandaríkjanna. Þar biðu hans þau örlög, að síðan hefir nafn hans verið órjúfanlega tengt Linotype setningarvélinni. Árið 1872 fékk Mergenthaler vinnu á vélaverkstæði í Balti- more. Unnu þar á sama tíma menn, sem síðar urðu kunnir fyrir uppfinningar sínar, svo sem Clephane, er átti þátt í gerð Remington ritvélarinnar. Sagt er, að Mergenthaler hafi fengið hugmyndina að setning- arvél sinni, er hann var á ferð í járnbrautarlest. Hafði hann áður reynt við nokkur afbrigði af þeirri setningarvél, sem hann fullvann um síðir. Eftir þessa járnbrautarferð á hann að hafa gert setningarvélina í þeirri mynd, sem hún er í dag. Fram- leiðsla vélarinnar, línan, sem við höfum fyrir augunum dag- lega í bókum og blöðum gaf vél- inni nafnið Line of Type, er síðar breyttist í Linoiype. Line of Type þýðir einfaldlega Lína af letri og Linotype gæti hæg- lega verið Línuletursvél á ís- lenzku. Fyrsia vélin Hin fyrsta svokallaða Blower Linotype var gerð árið 1885 og fyrsta setningarvélin var tekin í notkun af New York Herald Tribune ári síðar. Vél þessi hefir síðan farið sigurgöngu um heim- inn. 1 febrúar 1890 var lokið við að ganga frá vélinni, eins og hún er í dag í meginatriðum. Merg- enthaler græddist fé á vélinni og níu árum síðar hafði honum áskotnazt ein og hálf milljón dollara. Fékk hann og fjölskylda hans ákveðinn hundraðshluta af hverri vél, sem seld var. Margt hefir verið gert til að heiðra minningu þessa manns á hundr- aðasta árinu frá fæðingu hans. Mergenthaler-félagið hefir nú fundið upp setningarvél með sjálfvirkri setningu og ennfrem- ur myndamótavél. Virðist því félagið halda fram þeirri stefnu, sem stofnandi þess markaði, sem sagt að vinha að aukinni tækni á sviði prentlistarinnar. Fyrsta setningarvélin hér Tæpum sextíu árum eftir íæðingu Mergenthaler kom fyrstá setningarvélin hingað til landsins. Var Prentsmiðjan Rún, eigendur Pétur Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri og Jakob Kristjánsson prentari, stofnuð utan um þessa setning- arvél. Kom Jakob Kristjánsson með vélina með sér heim frá Danmörku árið 1913, en hann hafði dvalizt ytra við vélsetn- ingarnám. Strax .var farið að nota vélina og vakti hún mikla forvitni. Komu margir til að sjá þetta meistaraverk tækninnar. Þorsteinn Thorlacius, fram- kvæmdastjóri Prentsmiðjunnar Eddu varð fyrstur til að læra vélsetningu hér heima. Lærði hann í Rún hjá Jakobi. Upp úr þessu fóru setningarvélar að flytjast inn til landsins. Ollu þær gjörbyltingu hér sem ann- ars staðar. Fyrir hendi voru sæmilegar bóka- og blaðapress- ur, en nú jókst hraði setningar- innar. Eins og fyrr segir, þá á Félagsprentsmiðjan vélina, sem Jakob kom með í Rún. Ekki er unnið á vélina, sem stendur, en það á að gera hana upp og án efa á hún eftir að endast lengi enn. —TÍMINN, 14. júlí Wl NNIPEG 8REWERY IIMITIÍ KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVÍK Business and Professional Cards Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 832 Slmcoe St. Winnlpeg, Man. ~EEEEl\.NREEEF SEWING MACHINES Darn socks in a jiffy. Mend, weave in holes and sew beautifully. 474 Porlage Ave. Winnipeg, Man. 74-3570 Dr. ROBERT BLACK SérfraeCingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 92-3851 Heimasimi 40-3794 Dunwoody Saul Smiih & Company Chartered Accountanls Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN Hofið Höfn í huga Heimili sólsetursbarnanna. Icelandic Old Folks’ Home Soc 3498 Osler St„ Vancouver. B.C. ARLINGTON PHARMACY Prescription Specialist Cor. Arlinglon and Sargent Phone 3-5550 Films, Picnic Supplies and Beach Novelties. We collect light, water and phone bills. Post Office Muir's Drug Siore Lid. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 Ellice & Home Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Acco'intant 505 Confederation Liíe Bulldlng WINNIPEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker. Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Csnadian Bank of Commerce Chambers Wlnnlpeg, Man. Phone 92-3561 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slmi 92-5227 EGGERTSON FUNERAL HOME DauphixL Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ct- vega peningal&n og elds&byrgC, bifreiBaábyrgC o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK. MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.0t p.m. Thorvaldson, Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 32-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: 72-3917 Offlce Phone 92-4762 Res. Fhone 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. StofnaC 1894 SfMI 74-7474 Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Matemity Pavilion General Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Neil Johnson Res. Phone 74-6753 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg PHONE 92-4624 Gilbart Funeral Home Selklrk, Manitoba. J. Roy Gilbart Licensed Embalmer Phone 3271 Selkirk SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávaft hreinir. Hitapiningar- rör. ný uppfynding. Sparar eldi- viC, heldur hita frú aC rjúka flt meC reyknum.—SkrifiC, sfmiC tll KELLY SVEINSSON 625 Wall St. Wlnnlpeg Just North of Portage Ave. Slmar 3-3744 — 3-4431 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all lts branches Rcal Eatate • Mortgagea - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Rcs. 46-5480 LET US SERVE YOU

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.