Lögberg - 02.09.1954, Blaðsíða 5

Lögberg - 02.09.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 2. SEPTEMBER 1954 5 WVWWWWVW'WWWWWWWWWWVWW* ÁHL6AHÁL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON íSLENDINGAR ÞARFNAST SAMKOMUHÚSS DFTIRFYLGJANDI grein barst ** svo seint,. að ekki var rúm fyrir hana á öðrum stað í blað- inu, þar sem hún ætti e. t. v. betur heima, en ljúft er kvenna- síðunni að birta hana, enda láta konur sig flest mál skipta nú á dögum, ekki sízt mál eins og það, er greinin fjallar um, enda er kona formaður byggingar- nefndarinnar. Eitt það fyrsta, sem íslending- ar gerðu, eftir að þeir settust að í Winnipeg var að koma sér upp samkomuhúsi til þess að styrkja og auðga félagsskap sinn; var það reist á Jemima götu norður í bæ árið 1881; hleypti það fjöri í félagslífið. Var það notað fyrir skemmtisamkomur, leiksýning- ar, kennslu og guðsþjónustur. Þetta hús var selt 1891. Síðan hafa íslendingar hér í borg fengið kirkjurnar og Good- Templara húsið til afnota fyrir samkomur sínar, en vitanlega er takmarkaður aðgangur að þess- um húsum, sem bundin eru sín- um sérstöku hlutverkum, og Good-tmplara húsið hefir reynst of lítið fyrir fjölsóttar sam- komur. Sennilega hafa íslendingar hér í borg jafnan fundið þörfina fyrir rúmgott samkomuhús; það er því næsta furðulegt, að þeir hafa ekki reynt á þessum 50—60 árum að bæta úr þeirri þörf. Svo mörgum Grettistökum hafa þeir lyft, að ekki hefði það orðið þeim ofurefli, ef stórhugur, sam tök og góður vilji hefði verið annars vegar. Flestar íslenzkar byggðir munu eiga samkomu- hús, og nú á síðari árum hafa margar þeirra komið sér upp stórum og dýrum íþróttaskálum. íslendingar í Kaupmannahöfn hafa og reist félagsheimili, þar sem þeir geyma sift íslenzka bókasafn og hafa sín íslendinga- mót. Hvergi utan íslands er að finna stærri hóp íslendinga en í Winnipeg. Er nokkur ástæða til að ætla, að þeir þurfi að vera eftirbátar annara í þessum efnum? Margar hugmyndir koma fram í eftirfylgjandi grein, er eiga skilið, að þær séu íhugaðar vand- lega, og æskilegt væri að fleiri létu frá sér heyra um þetta mál. af öllu, að vel sé stjórnað og hagkvæmlega. Að þetta sé nauðsynjamál til viðhalds íslenzkum þjóðaranda og sambandi Islendinga austan hafs og vestan í framtíðinni er ekki nokkur vafi; þess vegna er vonandi að menn láti þetta mál til sín taka, ef nokkur alvara er með að íslenzkar erfðir séu þess virði að eitthvað sé gert til að þær varðveitist og geymist fyrir afkomendur okkar hér á vestur- slóðum; og aðstaðan er áreiðan- lega betri nú en fyrir aldar- fjórðungi síðan hvað samvinnu okkar íslendinga snertir, að ekki kemur til mála að siglt verði tveimur skipum, hvað þetta mál snertir, enda væri það dauðadæmt áður en byrjað væri, en svo er fyrir að þakka, að tímarnir breytast og mennirnir með. Þess vegna ætti að byggja með risnu, þó ekki væri reistur há- turn, en nafnið á íslenzka Húsinu ætti að vera ljósritað og bera hátt yfir burstir og gafla; það yrði vitinn, sem lýsti íslenzkum vegfaranda um marga tugi ára fram í tímann. Jón Ásgeirsson RANNVEIG K. G. SIGBJÖRNSSON: Á AUÐUM AKRI H ☆ ☆ ☆ ÍSLENZKA HÚSIÐ í WINNIPEG „Með risnu skal byggja, yfir burstir og gafla, skal bera við háturn með vita á“. Svo kvað skáldið og stórmennið Einar Benediktsson, og þannig myndi hann enn kveða, ef hann væri á lífi, 1 sambandi við byggingu Islenzka Hússins í Winnipeg. Eins og menn vita var á síð- íista þjóðræknisþingi skipuð milliþinganefnd í þessu máli, og var henni falið að afla sér upp- lýsinga um undirtektir deilda félagsins, og íslendinga alment, um fjárhagslegan stuðning um málið. Ennfremur var nefndinni falið að leita vinsamlegrar sam- vinnu íslenzkra blaða í þessu máli. Formaður nefndarinnar er frú Björg ísfeld og skrifari próf. Tryggvi J. Oleson. Nefndin hefur haldið nokkra fundi, og sýnist vera mjög ákveðin og einróma um að hafist verði handa í þessu máli, og hefir þeg- ar gert sér nokkra grein fyrir hvaða viðhorf og afstaða væri seskileg íslendingum til gagns og sóma þessu máli viðvíkjandi; mun skrifari nefndarinnar, á sínum tíma, gefa skýrslu um, hvað óunnist hefir, og læt þar við sitja. Þrátt fyrir allfjörugar um- ræðum um byggingarmálið á síðasta þjóðræknisþingi, hefir ekki verið skrifað orð um það í blöðunum. Ég hefi nefnt við ttokkra, mér miklu færari menn, að leggja á vaðið og skrifa for- Ustugrein í þessu máli, en það hefir komið fyrir ekki, og þess vegna er málið alls ekki kunn- ugt almenningi, sem þó er fyrsta skilyrðið til að fólk fái áhuga °g vilja til að taka þátt í að hrinda því í framkvæmd. Nú, þar sem ég er einn af þeim, sem skipaðir voru í milli- þinganefndina, langar mig til að gora tilraun til að lýsa hugmynd ^ninni í þessu máli og það því fremur sem ég held að skoðanir h>ínar séu mjög í samræmi við skoðanir flestra nefndarmanna. Það er þá fyrst, að ég vil kalla þossa byggingu íslenzka Húsið ^The Icelandic House). Það skal yera byggt í minningu fallinna 'slenzkra hermanna og íslenzkra iandnema í Canada og Banda- ríkjunum. Það skal vera byggt fyrir fundi, samkomur og veizlur, fyrst og fremst allra íslenzkra ANN hét Jón og var íslenzkur. Tæpur meðalmaður á hæð, grannvaxinn, ljóshærður, blá- eygður, smáfríður, alskeggjaður og skeggið ljóst. Dálítið smá- mæltur, strauk oft skeggið og hallaði lítið eitt undir flatt, einkum er hann talaði með íhug- un. Góðmenskan skein af and- liti hans, samt varð samferða- mönnum hans persóana hans oft að brosi. Jón hafði kvæst og orðið bú- andi í sveit. Svo sagði náið skyldmenni konu Jóns, að bú- skapurinn hefði ekki lukkast sem skyldi og hefði búið gengið saman en Jón færst úr einum stað í anrian þar til hann lenti í þurrabúð. Þar dó konan. Jón fór þá til Ameríku. Þegar Jón var kominn í vinnu mensku til Víglundar ríka, tók hann að dreyma um liðna daga, litaðist þá fram hjá farið lífs- umhverfi hans rósrauðum litum. Hann átti þá tugi fjár og marga nautgripi. Heimilið var búið ríkuglega bæði að mat og hús Fréttir frá ríkisútvarpi íslands eg felaga hér í borg, og í öðru lagi til útlána hérlendu fólki eftir þörfum til þess að viðhalds- kostnaður geti staðist. Það þarf að vera pláss fyrir bókasafn, lestrarstofu og þjóð- minjasafn. Þar þarf að vera skrifstofa ís- lenzka ræðismannsins, á sama tíma ferðamannaskrifstofa til upplýsinga og leiðbeiningar ís- lenzkum ferðamönnum. Þar þurfa að vera nokkur gestaherbergi til að leigja út handa íslenzku ferðafólki. Þar þarf að vera bústaður fyrir for- stjóra Hússins. Þar þarf að vera eldhús með öllum nýtízku áhöldum til fram- leiðslu veizlukosts af fullkomn- asta tagi, svo sem fyrir brúð- kaupsveizlur, Smörgasbord o. s. frv. Nefndin hefir eytt töluverð- um fíma í að rannsaka hvar hægt væri að kaupa hæfilegt pláss fyrir Húsið. Það er miklum erfiðleikum bundið að fá pláss í miðbænum vegna þrengsla og okurverðs; samt er hægt að fá til kaups pláss á Sargent Ave., en það er dýrt og tæplega nógu stórt fyrir farartæki fólks. Á hinn bóginn er hægt að fá nógu stórt pláss rétt utan bæjar-línu við þjóðveginn og álíta sumir það öllu heppilegra, þar sem íslendingar eru nokkuð jafnt dreifðir um allan bæinn. Um þetta geta náttúrlega orðið skiptar skoðanir, og verður þá meirihluti að ráða eins og hjá öllu frjálsu fólki í frjálsu landi. Nú, ef íslenzka Húsið verður byggt og það sem miðstöð allra íslendinga hvar í heimi sem þeir búa, og þó sérstaklega þeirra, sem frá Islandi koma annað hvort til að leita sér atvinnu og setjast hér að eða eru í kynnis- ferð, þá finnst mér að stjórn ís- lands ætti að vera þátttakandi í þessu máli og vera einn aðilinn í fyrirtækinu. Það er mín skoð- un að til íslands væri heppileg- ast að leita um forráðamann hvað snertir praktískan rekstur fyrirtækisins frá degi til dags eftir að Húsið væri komið upp. Ég segi þetta ekki til að niðra íslendingum hér, heldur veit ég að landar heima á Fróni hafa meiri æfingu og þekkingu á rekstri svona fyrirtækis heldur en við hérna, en á því ríður mest Framhald af bls. 4 og styðja listamanninn á annan hátt í starfi hans fyrir þjóðina. Formlegur stofnfundur þessara samtaka verður haldinn um miðjan október, og hafa for- göngumenn þessa máls þegar kosið sér bráðabirgðastjórn. ☆ Nýlega er lokið hinni árlegu skoðun skrúðgarða í Reykjavík á vegum Fegrunarfélagsins þar, og að mati dómnefndarinnar er garðurinn við Sigtún 53 fegursti garðurinn í Reykjavík á þessu sumri. Eigendur hans eru hjónin Aðalheiður Gísladóttir og Jakob Jónsson lögregluþjónn. Tíu öðr- um skrúðgörðum var veitt við- urkenning. Þá skipaði Fegrunar- félagið nefnd manna til þess að skoða þau hús, sem lokið var að byggja á s.l. ári og verðlauna það hús, sem þætti fegurst. Dóm- nefndin varð sammála um að verðlauna húsið 31 við Tómasar- naga. Eigandi þess og arkitekt er Gísli Halldórsson. ☆ Á afmælisdegi Reykjavíkur skipaði borgarstjóri Listaverka- nefnd Reýkjavíkur. Það er verk- efni nefndarinnar að gera til- lögur til bæjarráðs og borgar- stjóra um öflun höggmynda og staðsetningu til skreytingar í skrúðgörðum og á öðrum opin- berum svæðum, og um skreyt- ingu opinberra bygginga innan húss og utan, með höggmynd- um, málverkum og öðrum lista- verkum. Er til þess ætlast að nefndin hafi frumkvæði og for- göngu um þessi mál og sé bæjar- yfirvöldunum til ráðuneytis um þau. Formaður nefndarinnar er Tómas Guðmundsson skáld, for- maður Bandalags íslenzkra lista- manna. ☆ Bæjarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum s.l. fimmtu dag tillögur um fyrirætlanir og framkvæmdir varðandi hita- veitu bæjarins, og segir þar m. a. að hraðað skuli rannsókn og leit að heitu vatni í bæjar- landinu og nágrenni þess, og gera skuli heildaráætlun um fjarhitun húsa í bænum og reyna að nýta betur heita vatnið, sem rennur inn í húsin og eins frárennslisvatnið. Kýs bæjar- stjórn verkfræðinganefnd til þess að sjá um þessar rannsóknir og áætlanir. Þá hefur bæjar- stjórnin einnig samþykkt að veita fé úr framkvæmdastjóði bæjarins til að byggja 6 húsa- samstæður með 50 til 80 íbúðum til viðbótar 45 íbúðum í rað- húsum og 16 íbúðum, sem verið er að koma upp við Bústaðaveg. ☆ Stærðfræðideild New York háskóla hefur boðið dr. Leifi Ás- geirssyni prófessor að flytjast vestur um haf og hafa þar með höndum sjálfstæðar stærðfræði- rannsóknir eitt háskólaár. Pró- fessor Leifur hefur þekkst þetta boð og fengið leyfi frá störfum sínum við Háskóla íslands þennan tíma, og fer til Banda- ríkjanna í næsta mánuði. ☆ Sumarskólanum að Löngu- mýri í Skagafirði er nýlega lok- ið. Hann starfaði nú í fyrsta sinn og var stofnað til hans að tilhlutan þjóðkirkjunnar með stuðningi ríkisins, en frum- kvæðið að þessu skólastarfi átti forstöðukonan á Löngumýri, Ingibjörg Jóhannsdóttir. Skól- inn starfar á kristilegum grund- velli, og stunduðu 32 stúlkur nám þar í sumar. ☆ Englendingur að nafni James Whittaker, einn af framkvæmda stjórum bókaforlagsins Hut- chinson & Co., hefur nýlega sent Landsbókasafninu að gjöf 20 eftirmyndir lögreglu- og dómsskjala í brezkum söfnum varðandi Jörgen Jörgensen, sem hér á landi hefur verið nefndur Jörundur hundadagakonungur. Whittaker hefur fundið ýmis gögn um Jörgensen, sem ekki var vitað um áður. ☆ Leikflokkur frá Þjóðleikhús- inu fer á morgun af stað í leik' för um Austurland og sýnir þar franska leikritið Topaze, sem varð hér mjög vinsælt. ☆ Úrslitaleikur Islandsmótsins knattspyrnu fór fram á íþrótta- vellinum í Reykjavík á miðviku- daginn og kepptu Akurnesingar og KrR. Jafntefli varð, tvö mörk gegn tveimur, og urðu því Akurnesingar íslandsmeistarar í knattspyrnu, því að þeir voru stigahærri fyrir. Þetta er þriðja sinni, sem Akurnesingar bera sigur af hólmi í Islandsmót- inu í knattspyrnu. Flokknum var vel fagnað, er hann kom heim til Akraness um kvöldið. Fjölmenni á bryggju, söngur og ræðuhöld, og bæjarstjórn bauð til veizlu. Knattspyrnumenn frá Akranesi fara nú í knattspyrnu- för til Þýzkalands og verður fyrsti leikurinn í Hamborg hinn 29. þ. m. — Landslið íslendinga í knattspyrnu fór til Svíþjóðar í gær, en þar verður háður lands- leikur við Svía á þriðjudaginn í Kalmar. íslenzkir knattspyrnu- menn hafa einu sinni áður háð landsleik við Svía. Sá leikur fór fram í Reykjavík 1951 og höfðu íslendingar betur. — 1 gær fóru einnig utan nokkrir frjálsíþrótta menn, sem keppa eiga á Evrópu- meistaramótinu í Bern. búnaði, svo voru og vinnuhjú haldin með bezta móti er þektist þar um slóðir og gestum fagnað á höfðinga vísu. Sátu yfir hlöðn- um borðum af víni og vistum. Því meira sem Jón sá af góða matnum hjá Víglundi og öllu hans ríkulega úthaldi til starfa, því starkari urðu litirnir á gamla búinu hjá Jóni, er hann hugsaði um það og sagði samverkamönn- um sínum frá því. Samferðafólki Jóns á amer- ísku sléttunni var vel skemt við þessar frásagnir og hvatti hann mjög til framsagnar gömlu tíð- indanna. Jón strauk þá títt skegg sitt og geislar gamla lands- ins útbreiddust í huga hans og á vörum. Sumir trúðu því, er Jón sagði, aðrir þóttust þess vissir að vart' væri orð satt í því, er hann sagði af þessu tagi, þó Jón væri ráðvendnin sjálf að öðru leyti. En þó Jón færi svona geyst um heima huga síns á þessu sviði, þá átti hann fleira sem hann hafði ánægju af að dvelja við, en pilt- arnir kærðu sig ekki eins mikið um að fylgjast með honum á því sviði. Jón var bókakær, vanrækti þó skyldur sínar ógjarna þar fyrir, er hann átti öðrum að þjóna, en þegar aðrir heimilismenn fóru á félagsfundi eða skemtamr, notaði Jón marga stund til að lesa. Biblían var ein þeirra bóka, sem Jón leit oft í, talaði þó ör- sjaldan um hana og aldrei að fyrra bragði. Á ungum aldri hafði honum verið kennt að hún væri Heilög Ritning, Guðs Orð, og hann látinn lésa hana alla. Jóni varð ýmislegt úr innihaldi hennar ærið umhugsunarefni. Hann glímdi við að brjóta eitt og annað þa rtil mergjar, en fann sjaldan fullnægjandi úr- lausn fram yfir það, sem honum hafði verið sagt í æsku. Eitt af því sem stóð og staðið hafði eins og ókyngdur biti fyrir brjósti Jóns frá því hann var barn, var það hvers vegna Guði hafði þóknast betur fórn Abels en Kains. Ekki lifði spurningin í huga Jóns af neinni sérstakri með- aumkun með öðrum hvorum manninum. Alls ekki. Bara þetta: í hverju var velþtóknunin fólgin? í hverju? Já, í hverju? Það þurfti þó að farga skepn- unum til þes að nota þær til fulls. Jón fann til með skepnun- um, þegar illa var farið með þær og þegar þær voru líflátnar. En þarna brann spurningin enn- þá sterkar en nokkuð annað. Jón fékk ekkert svar hjá sam- tíðarmönnum sínum upp á þessa spurningu. Þegar talið leiddist inn á slíkar leiðir, hjaðnaði gleð- in og viðtalsmenn dreifðust þar til Jón sat einn eftir með hugs- anir sínar. Jón fékk stóra bók að lesa í kringum Víglund Þórsson. Grös- ug engi með gullnum blómum, skógaröldur, þá víðlendu, dýrð- legu akra, sem Víglundur rækt- aði. Hvernig þeir komu hljóðir upp af moldinni að vorinu og klæddu hana þar til skrúð- grænkan breiddist fyrir augað hvert sem litið var. Og er á sótti sumarið og gengið var um þá, rak Jón sig oft svo mildilega á sannleikann í orðum Jónasar: ,.Við bleikan akur rósin blikar rjóða“. Hve dýrðlegt var að horfa á rósina rjóðu í umgerð akursins. Skógarborgir og blóm- skrýdd, grænklædd engi að um- hverfi. Þannig var rósin ennþá rjóð í akrinum þegar hveiti stöngin stóð þrungin af brauð- efninu. Allur heili akurinn bar á brjósti sér brauð veraldarinnar. Hvílík tign. Það skrjáfaði ekkert í stönginni þó vindurinn blési, aðeins lágt, suðandi hvísl, fór um akurinn. Svo þungar sem stangirnar voru upp á sitt bezta, er þær stóðu reiðubúnar að gefa aí sér ávöxtinn, sveigðu þær sig í öldum og risu svo upp aftur, eða, ef mikill stormur geysaði um þær og þær brotnuðu. — Blómið var afar smátt sem vildi það láta sem minst á sér bera, en gefa brauðefninu sem mestan byr, en það var auðlesið tákn þess að ávöxturinn væri í mynd- un. Það tók Jón ákaflega sárt, ef hveitið fraus í blóma. Þá voru línaKrar Víglundar fallegar myndir í lífsins bók. Jón strauk oft skeggið í kringum þá. Á vorin var jurtin svo veik og viðkvæm á meðan hún var að komast upp og svo síðar þegar hún var að blómstra. Hvílíkt út- haf af fegurð á meðan jurtin var í blómi. Himinbláminn á samfeldu blómskrúði akursins, var svo virkilegur, að í fjarlægð nokkurri var akurinn stundum tekinn fyrir himinstirnt vatn. I nálægð sést að blómið er yndis- Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.