Lögberg - 09.09.1954, Blaðsíða 3

Lögberg - 09.09.1954, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. SEPTEMBER 1954 3 NOEMI ESKU-JENSEN: Hvað er börnum og-unglingum kennt í Sovétríkjunum? Pað var víst sjálfur Pestalozzi, sem sagði einhvern tíma: „Hið sanna andlit hverrar þjóðar speglast greinilegast í þeim skól- um, sem hún býr börnum sínum“. Þessi fullyrðing er í fullu gildi, ef talað er um þjóðfélag, sem getur nokkurn veginn óhindrað haft tækifæri til þess að láta lífsskoðun sína hafa áhrif á barna-uppeldið, en þar sem ein- veldi ríkir eða harðstjórn, hlýtur skólinn á hinn bóginn að verða spegill, sem sýnir andlitsdrætti hinna ráðandi manna eða manns, ekki endilega þjóðarinnar. Því einstrengingslegra sem einveldið er. því auðveldara er að sjá á skólunum, hvert er hið raun- verulega markmið stjórnandans. Hópur danskra kennara fór ^ýlega í heimsókn til Sovétríkj- anna og kom heim með talsvert af rússneskum skólabókum, nýj- nstu útgáfunum, og nú er tæki- feri til samanburðar. Vér tök- um fyrst miðaldasögu, skrifaða af þekktum manni, prófessor E. A Kosminskij, en sá maður hefir síðan 1936 verið meðlimur vísinda-akademíunnar í Moskvu °g formaður sögurannsóknar- stofnunarinnar. Kosminskij er fæddur 1886, og Þegar 1914 varð hann doktor fyrir skínandi rit um England á i3. öld, og allt fram til 1930 vann hann sér álit bæði heima og er- iendis sem fræðimaður í mið- sldamenningu. Það er að vísu sagt, að vísindaafrekum hans hafi hrakað sorglega síðan, og aiit hans utan heimalands er sem bliknað blóm, en það er þó ekki án eftirvæntingar að vér °Pnum „Sögu miðaldanna“, sem Prófessor Kosminskij hefir ritað fyrir elztu bekki unglingaskóÞ anna. Bókin er gefin út 1953 til notkunar á þessu skólaári, og ósjálfrátt svipumst vér eftir einhverju merki um veðurbreyt- ingu í andlegu loftslagi Sovét- rikjanna, sem sumir héldu, að °rðið hefði eftir dauða Stalíns. Því miður er þó ekkert nýtt í bókinni nema ártalið. Það kem- Ur í ljós, að hún er nákvæm eftirprentun á fyrri útgáfu, sem k°m út 1950—’51 og fylgdi ná- kvæmlega stefnu Stalíns og Shdanovs í menningarmálum. fólki“. Og borgararnir hugsuðu bara um að stela þýfinu, og þeir studdu siðabótina bara til þess að láta ekki aðalinn sitja einan að krásinni, er eignir kirkjunn- ar kæmu til skiptanna. Og áfram haldandi viðgangur Lútherstrú- arinnar var af líkum rótum runninn, segir Kosminskij. — „Borgararnir“, kennir hann unglingum Sovétríkjanna, „þurftu á kirkju að halda, sem viljug væri til þess að prédika það fyrir verkamönnum og iðn- aðarmönnum, að þeir skyldu bara púla fyrir herra sinn og þola fátæktina möglunarlaust. Ákveðnasti baráttumaður þessar ar kenningar var Marteinn Lúther“. Fram yfir þetta fá nemendur Sovétríkjanna harla lítið að vita um Martein Lúther. Nafn hans er nefnt aðeins tvisvar til, fyrst í sambandi við Bændastríðið og þar er hann kallaður „hinn and- legi foringi hinna auðvirðilegu og þrællunduðu borgara, sem vegna ragmennsku og haturs á bændum studdu hina „svívirði- legu sigurvegara, lénsherrana“. í seinna skiptið er Lúther nefnd- ur í sambandi við helgisiðina, en Lúther afnam allt ytra skraut við messur til þess að þóknast hinum sparsömu borgurum, sem heimtuðu „ódýra kirkju“. En mesta undrunarefnið við þessa skólabók er þó hinn ofsa- legi stílsmáti og æsingafulla orðalag. Allir kaflarnir eru bein- línis útbíaðir með orðatiltækjum, er hljóta að koma miklu róti á tilfinningalíf hins unga lesanda. Kaflarnir um landnámið í Amer- íku og nýlendupólitík Evrópu- manna myndu t. d. áreiðanlega hljóta 1. verðlaun í samkeppni um sem hryllilegastar og mest blóði drifnar lýsingar. Myndin, sem Kosminskij dregur af mið- öldunum, er augsýnilega gerð vitandi vits í þeim tilgangi að rótfesta þá skoðun hjá nemend- unum, að þeirrar tíðar menn hafi annað hvort verið „herrar“ með taumlaust grimmdareðli eða beiskir „þrælar“, þyrstir eftir hefnd — ekkert fólk hafi verið hér mitt á milli — og engir hafi þá borið aðrar tilfinningar í brjósti en hatur, fyrirlitningu, viðbjóð, öfund — og aftur hatur. Fyrir sjáandi augu Vestur- ianda lítur kennslubók þessi út Sern baráttu- og áróðursrit, en ekki fræðslurit, og á henni sést grenilega hvað „gamlar hug- ^yndir" það eru, sem uppalend- um í Sovétríkjunum hefir ekki iekizt að afmá. Öllum frásögn- um er nefnilega þannig hagað, þær veki viðbjóð á guðs- ^rúnni í öllum sínum myndum. elzt er ráðizt að Kristindómn- Urn, en önnur trúarbrögð, t. d. ^úhameðstrúin, fá það líka 0t>vegið. Af trúarfélögum krist- mna manna er kaþólsku kirkj- jmm °g prestum hennar mest út- úðað. Nemendum Sovétríkj- anna er sagt, að þar sé upp- sPretta verstu illmennsku og mannvonzku, þar sé ekkert já- Vaett, engin glæta. En mótmæl- endur og trúarfélög þeirra fá Úlu betri útreið. Frásagnaraðferðin í ók og einnig öðrum þeim si ókum fyrir skóla, sem vér 1 um séð byggist á því, að all ^ert ákaflega einfalt, og tyrirbrigði eru túlkuð út e nishyggjunni á hinn fr a mðasta hátt. Siðabótinni er ,yst sem hreyfingu, sem sprc afi af ásælni og öfund. Fursl , 71’ sem vinsamlegir voru s ^tinni, er lýst sem eins kc ýenum, sem einungis streit mð að hrifsa til sín auðinn, , mkjan „hafði rænt frá vinm Tilgangurinn með þessum samsafnaði neikvæðra tilfinn- inga er auðsær. Slíkar geðshrær- ingar eru smitandi, en sótt- kveikja hatursins er ekki talin skaðleg í Sovétríkjunum, sé hún aðeins ræktuð á réttan hátt. í formála að safni háskólafyrir- lestra, sem gefnir voru út 1952, skrifar prófessor Kosminskij: „Sönn vísindaleg rannsókn á sögu miðaldanna, gerð eftir að- ferðum Marx og Lenins, kennir okkur að hata arðræningjana, að hata verjendur þeirra, gagnbylt- ingarskýjaglópa kapítalistanna; hún kennir okkur að afhjúpa og kveða í kútinn þessa fölsku vís- indamenn, á bak við hvaða grímu, sem þeir reyna að skýla sínu sanna andliti“. Án efa myndi flestum há- skólakennurum vestan tjalds, ekki sízt á Norðurlöndum, þykja algjörlega óhæft að æsa skóla- æskuna þannig upp til ofstækis, en í Sovétríkjunum er þetta bardagafas og illindaviðhorf al- veg sjálfsagður hlutur, blátt áfram vegna þess, að það bygg- ist á lögmáli því, sem allt Sovét- kerfið hvílir á, efnislega og and- lega. Þessi grundvallarhugsun er á þessa leið í öllum sínum einfaldleika: Allt, sem beinlínis verður að gagni málum komm- únismans, getur gjarnan fengið viðurkenning sem vísindi, sið- fræði, list og menning, en það, sem ekki uppfyllir þetta skil- yrði, getur hvorki kallast gott né gagnlegt, og það verður því að berjast gegn því og helzt út- rýma því sem hverju öðru ill- gresi. Sá, sem auðsýnir samúð sína hugsun eða verknað, sem ekki eiga upp á pallborðið, skal skoðast sem óvinur, og öllum óvinum skal útrýma án misk- unnar. í handbók að sögu Sovétríkj- anna útgefinni af rússneska kennsfumálaráðuneytinu, (þessi bók er, eins og hinar, gefin út 1953) eru þessar kennisetningar settar fram á mjög skýran og auðskilinn hátt, e. t. v. vegna þess ekki sízt, að bókin er ætluð 4. bekk barnaskólanna, þ. e. a. s. 10 ára gömlum börnum: „Æðsta skylda Sovétborgarans er að verja Sovétríkin gegn öllum ó- vinum, hverrar tegundar, sem þeir eru“, segir á bls. 268. Sví- virðilegastur allra glæpa er sá að „ganga á hönd óvinunum", líka á friðartímum. (Þær þjóðir, sem ekki hafa kommúnistískt stjórnarfar, eru taldar „óvinir“, þó að ekki sé stríð). Annars er saga Sovétríkjanna í þessari bók sögð sem stöðug barátta við alls konar óvini, og þeirra á meðal eru taldir Trotzky, Zinowjew, Rykow og þeirra áhangendur. Börnunum er sagt, að þessir menn hafi verið hinir svívirði- legustu glæpamenn, sem hafi skaðað „sigur sósíalismans“. En svo er haldið áfram og sagt, að Sovétríkin hafi komið nógu snemma í veg fyrir hættuna með því að útrýma óvinunum misk- unnarlaust. Það, sem æðsta yfirstjórn sovét-fræðslumálanna er að reyna með þessari bók að koma inn hjá börnunum, er sú grund- vallarkenning, að miskunnar- laus útrýming óvinanna sé dyggð, sem hver og einn geti bezt lært með því að feta dyggi- lega í fótspor flokks og ríkis. Þar segir m. a., að hinum miklu framförum, sem Sovétstjórnin hafi „gefið þjóðinni“, hafi hún getað komið í kring með því að útrýma kapítalistunum og aðals- mönnum, mola niður stórbænd- urna og útrýma miskunnarlaust „óvinum Sovétþjóðanna, arð- ræningjum og sníkjudýrum í sérhverri mynd“. En þrátt fyrir alla þessa sigra, segir ennframur, sé baráttan þó engan veginn á enda, því að enn séu Sovétríkin umkringd af kapítaliskum ríkj- um. Það sé þessum ríkjum að kenna, að í hinu „sigursæla föðurlandi sósíalismans“ sé enn- þá urmull af óvinum, sem jafn- vel smábörn þurfi að vara sig á. Sérhver Sovétborgari verði að berjast gegn hættunum af ósátt- fýsi, árvekni og viljaþreki, á meðan nokkur óvinur sé uppi- standandi. Það er einungis eðlilegt, að í slíkum hugarheimi sé ekki rúm fyrir sannleikann eða það, sem vér vestan tjalds leggjum í það orð. „Sannleikurinn“ um stríðið við Finnland 1939 er sagður börnunum á þessa leið: „Ægileg ógnun grúfði yfir Leningrad . . . í Finnlandi réðu fasistarnir. Þá dreymdi um að ræna frá okkur Leningrad og öðrum héruðum föðurlandsins okkar. Þess vegna hófu þeir styrjöld gegn Sovét- ríkjunum“. í landafrœði, þar sem höfund- urinn sýnir þó lit á því að vera óhlutdrægur, er farið viður- kenningarorðum um danskan landbúnað og gæði framleiðsl- unnar. En svo er sagt: „Borgara- legir vísindamenn hafa lengi iðkað þann ósið að benda á Dan- mörk, sem land hinrfa „blóm- legu“ smáfyrirtækja (Gæsalapp- irnar eru rússneskar) og meðal- stóru jarða. Raunverulega er Danmörk algjört auðvaldsríki með ákaflega mikla stéttaskipt- ingu . . . Meira en helmingur þjóðarinnar eru öreigar“. Hina r síendurteknu fullyrð- ingar Sovétstjórnarinnar um samstarfsvilja eru í mikilli mót- sögn við þær framtíðarhorfur, sem prédikaðar eru í skólabók- unum. Nemendunum er kennt, að skipting heimsins í tvo and- stæða og óvinsamlega hluta sé söguleg nauðsyn. „Á þessum tímum eru spádómar okkar mikla kennara raunhæfari en nokkru sinni áður“, segir í at- hugasemdum við þau orð Stalíns, að hið óhjákvæmilega stríð á milli þessara tveggja aðila — og ekkert annað — muni ráða ör- lögum heimsins, því að baráttan hljóti að enda með tortímingu annars þeirra. „Heimsveldis- stefnan, sem stjórnað er frá Bandaríkjunum, er dauða- dæmd“, því að enginn máttur í heimi megnar að rjúfa „fylking- ar hinna friðsömu lýðræðis- ríkja, sem slá skjaldborg um Sovétríkin, vöggu byltingarinn- ar, sem með fordæmi sínu leiða allar þjóðir heims fram til frelsis og hamingju“. Ef til vill bregður mönnum í brún, er þeir lesa það í opinberri og löggiltri kennslubók, að Sovét ríkin hafi í síðasta stríði barizt alein sinni hetjubaráttu við ofureflið, á meðan hinar „svo- kölluðu bandalagsþjóðir“ hafi brugðizt og átt í baktjaldamakki við Hitler með hinn „undirförla Churchill að leiðtoga . . . .“ En sá, sem þekkir hið daglega inni- hald Sovétblaðanna, kinkar kunnuglega kolli við þessari fullyrðingu og sömuleiðis þeirri, að „auðvaldsríkin“ byggi sína yfirborðslegu hagsæld á „þræl- dómi og eymd réttlausra verka- manna, á ófrelsi og kúgun . . . .“ Skömmu fyrir stúdentspróf er menntaskólanemendum- Sovét- ríkjanna kennt eftirfarandis „Menning auðvaldsríkjanna er lygi í skólunum, lygi í kirkjun- um og lygi í blöðunum og að lokum lögreglan, sem hefir leyfi til þess án viðurlaga að mis- þyrma verkamönnum og drepa þá“. Þessar skólabœkur þyrftu sem flestir menn á Vesturlöndum að lesa, því að í þeim er boðað hreint og klárt í einföldu og samanþjöppuðu formi það, sem stórkostlegt áróðursbókn hefir árum saman þröngvað upp á Sovétborgarana. Ef til vill hefir ekki tekizt að fá þá til þess að trúa þessu öllu, en þeir hafa orðið að læra það. (Lausl. þýtt) —TÍMINN THI* SPACI CONTRIIOTID B Y DREWRYS MANITOBA DIVISION WESTERN CANADA BREWERIES IIMITID Busðness and Professional Cards Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles . Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 832 Slmcoe St. Winnlpeg. Man. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 SEWING^MACHINES Darn socks in a jiffy. Mend, weave in holes and sew beautifully. 474 Porlage Ave. Winnipeg, Man. 74-3570 J. J. Swanson & Co. LIMITEC 108 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Öt- vega penlngal&n og eldsfibyrgC. bifrei?5aábyrg6 o. s. frv. Phone 92-7538 Dr. ROBERT BLACK Sérfræ6ingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 92-3851 Heimastmi 40-3794 Dunwoody Saul Smilh & Company Chariered Accounianis Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK. MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.0t p.m. Hafið Thorvaldson, Eggertson, Höfn Baslin & Stringer í huga Barristers and Solicitors Heimili sólsetursbarnanna. 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Icelandic Old Folks’ Home Soc Portage og Garry St. PHOÍíE 92-8291 3498 Osler St., Vancouver, B.C. ARLINGTON PHARMACY Prescription Specialist Cor. Arlington and Sargent Phone 3-5550 We Handle School Supplies We collect light, water and phone bills. Post Office Muir's Drug Siore Lid. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 Ellice & Home Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accc'intant 505 Confederation Life Building WINNIPEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker. Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Krlstjanuon 500 Canadlan Bank of Commerce Chambers Wlnnlpeg, Man. Pbone 92-3561 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slmi 92-5227 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. Van's Eiectric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appliance - Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890 ‘ CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Dlrector Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917 Offlce Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A, Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá bezti. StofnaÖ 1894 SlMI 74-7474 Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Matemity Pavilion General Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets. Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants NeU Johnson Res. Pbone 74-6753 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 92-6624 Gilbart Funeral Home Selklrk, Manitoba. J. Roy Gilbart Licensed Embalmer Phone 3271 Selkirk SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hrelnir. Hltaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vi6, heldur hlta frá a6 rjúka út meC reyknum.—SkrlfiC. slmiC tll K15LLY SVEINSSON 621 Wall St. Wtnnlpei Just North of Portage Ave. Simar 3-3744 — 3-4431 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance ln all lts branches Real Estate • Mortgages - Rentals 216 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 46-3480 LET US SERVE YOU

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.