Lögberg - 09.09.1954, Blaðsíða 4
4
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Gefið 6t hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrift rltstjörans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 743-411
Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Etd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Virðulegf og fjölsótt lögfræðingamót
1 vikunni, sem leið, hélt lögfræðingafélagið í þessu
landi, The Canadian Bar Association, ársþing sitt hér í
borginni, er var fjölsótt mjög og hið virulegasta um alt;
var þar fluttur aragrúi af ræðum og samþyktir gerðar,
sem líklegar eru til að hafa víðtæk áhrif á stjórnarfarið og
þjóðlífið í heild; til umræðu komu innflytjendamál, skatta-
mál, dauðadómar, hjónaskilnaðir og mörg önnur löggjafar-
atriði þar sem gagngerðra breytinga var krafist; svo sem
vænta mátti, skiptust skoðanir allmjög um ýmis megin-
mál, þótt umræðum væri yfir höfuð stilt í hóf og í fylsta
samræmi við þann virðingarsess, er lögfræðingastéttin
skipar í þjóðfélaginu; enda hefir þjóðin alla jafna sótt
þangað marga sína ágætustu forustumenn.
Einna snarpastar urðu umræðurnar um innflytjenda-
málin og voru aðgerðir sambandsstjórnar í þeim efnum
alvarlega teknar til bæna; nefnd úr lögfræðingafélaginu
hafði árlangt unnið að rannsóknum varðandi starfrækslu
hlutaðeigandi stjórnardeildar, og komist að þeirri niður-
stöðu, að ekki væri alt með feldu um rekstur þess umsvifa-
mikla skrifstofubákns, er bækistöð hefði víðsvegar um
Norðurálfuna í því augnamiði, að afla þjóðinni æskilegra
innflytjenda þar sem handahóf virtist í mörgum tilfellum
ráða úrslitum. Framsögumaður þessa mikilvæga alvöru-
máls á áminstu lögfræðingamóti var John H. McDonald
frá Ottawa, einn af áhrifamönnum Liberalflokksins, sá, er
bauð sig fram gegn leiðtoga íhaldsmanna, Mr. Drew, í
síðustu sambandskosningum, en beið þá lægra hlut; það
er ávalt eitthvað heilnæmt og hressandi við það, er menn
koma til dyranna eins og þeir eru klæddir og hika ekki við
að taka þjóðhollustuna fram yfir flokkshollustuna; máli
þessu var vísað til nefndar til frekari yfirvegunar og
aðgerða.
Mót þetta setti sérstæðan svip á borgina og mun lengi
verða í minnum haft.
☆ ☆ ☆
íhyglisverð löggjöf
Tímaritið Macleans National Magazine getur nýlega
um löggjöf, sem fylkisþingið í Ontario afgreiddi og verð er
fylztu íhugunar af hálfu canadiskra þjóðfélagsþegna, en
hún er einkum gerð vegna hinnar árlegu iðnsýningar í
Toronto, er venjulega laðar að sér tugþúsundir manna
víðsvegar að; löggjöf þessi lýtur að því, að útiloka misrétti
manna á meðal vegna litarháttar eða þjóðernislegrar flokka-
skiptingar; nú er svo fyrirmælt, að allir séu jafnir fyrir
lögunum hvaðan, sem þeir komi, án hliðsjónar af þjóðernis-
legum uppruna; samkvæmt þessum nýju fyrirmælum, eiga
allir jafnan aðgang að matsölustöðum, gistihúsum og rakara-
stofum; nú geta rakarar ekki framar synjað Negrum um
rakstur eða hárskurð, né heldur geta eigendur sumarbú-
staða synjað mönnum, sem af Gyðingaætt eru komnir að-
gang að slíkum bústöðum, sem á annað borð hafa verið
auglýstir til leigu.
Vera má að ýmsir telji þessa löggjöf að mestu leyti
óþarfa vegna þess að í þessu landi eigi áminst misrétti sér
naumast stað; en sé nánar aðgætt, hafa þjóðernislegir for-
dómar, því miður, ekki verið kveðnir niður með öllu þó
vonandi sé, að slíks verði eigi langt að bíða. f raun og veru
er þetta laganýmæli Ontario-stjórnarinnar ekki annað en
sjálfsögð mannréttindayfirlýsing, sem aldrei verður lögð of
mikil áherzla á.
☆ ☆ ☆
í heimsókn til rauðliða
Mr. Clement Attlee fyrrum forsætisráðherra Breta og
leiðtogi stjórnarandstöðunnar í brezka þinginu, hefir nú,
ásamt föruneyti, lokið góðvildarheimsókn sinni til Rúss-
lands og Kína; um árangur heimsóknanna hefir Mr. Attlee
látið fátt uppi annað en það, að viðtökurnar hjá báðum
þjóðum hefði verið með ágætum; ekki þarf að efa að þeim
hafi verið vel fagnað, því nóg er af vodka í Moskvu og
göróttum kryddmiði í Kína. Skálaræður voru svo, sem
vænta mátti margar og hjartnæmar.
En hvað var það svo, er fyrir augu og eyru bar? Voru
það sannmyndir af þjóðlífsþróun hjá hvorri þjóðinni um
sig, eða einungis yfirborðshlið ímyndaðrar velsældar?
Hún verður vafalaust fróðleg, ferðasagan, er Mr. Attlee
á sínum tíma veitir brezka þinginu aðgang að.
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. SEPTEMBER 1954
Ríó er fegursta borg í heimi,
en Sao Paulo sú, er örast vex
Ýmiskonar fróðleikur um þessar
helztu borgir
Vafalaust er Rio de Janeiro
einhver feursta borg í heimi.
París á fegurri götur og torg
og New York er stórkost-
legri og betur skipulögð, en
þegar allt kemur til alls
mætti segja mér að Rio fengi
fegurðarverðlaunin.
UMHVERFIÐ er svo fallegt,
skógivaxin fjöll, eins og
sykurtoppar á þrjár hliðar, en
hafið með slétta, hvíta sand-
fjöru gefur borginni margra kíló-
metra Jangan baðstað árið um
kring. Baðströndin í Rio —
Copacabana — er heimsfræg, og
það að verðleikum. Þótt um vet-
ur sé getur maður farið upp úr
rúminu sínu í sundbol og beint
út í sjó að synda í vatni, sem er
20—25 stiga heitt á Celsíus að
vetrarlagi og miklu heitara á
sumrin.
Alla daga ársins er mann-
margt á Copacabana. Sumir eru
að synda, aðrir liggja og sóla sig,
meðan margir eru í leikjum í
sundbolum sínum í fjörunni. Að-
gangur að þessum baðstað kostar
ekkert. Menn koma heiman að
frá sér í sundbol og öllum er
frjáls fjaran svo lengi sem þeir
vilja.. Sólskin er hér næstum
alla daga frá morgni til kvölds,
svo að fólkið er vel brúnleitt.
Hér er heldur ekki mikið um
beinkröm. Maður getur gengið
hér heilu dagana án þess að sjá
nokkurn mann hjólbeinóttan,
karl eða konu.
Sao Paulo uppi á eyjunni
Um þetta leyti árs, í júlí og
fram eftir ágúst, er viðunandi
heitt, venjulega 25 stiga hiti á
Celsíus, en þegar kemur fram í
september og október fer hitinn
að aukast og í desember—febrú-
ar er ekkert sjaldgæft að hitinn
fari upp í 40 stig. Þá vill mörgum
Evrópumanninum verða of heitt
í Rio. Mörgum, sem aldir eru
upp í Norður-Evrópu, finnst Rio
vera óþolandi heit borg.
Sao Paulo er betri að því leyti.
Hún er um 800 metra yfir sjávar
mál, eða álíka og hún stæði uppi
á Esjunni, og það gerir bæinn
miklu svalari. Hér er hitinn um
þetta leyti ekki nema um 10 stig
á næturnar, svo að manni getur
vel orðið kalt. Hitinn getur farið
niður í 1—2 stig á veturna, en
frost þekkist naumast. Rétt að
fyrir kemur að hitinn fer 1—2
stig niður fyrir 0, en slíkt kemur
ekki fyrir nema einu sinni á
mörgum árum.
Sao Paulo hefur vaxið hraðar
en nokkur önnur borg í heimi.
Frá því að vera smábær um alda-
mótin er íbúatalan nú að nálgast
3 milljónir og fer hraðvaxandi
ár frá ári. Þótt margir og stórir
skýjakljúfar séu í miðborginni,
eru mest megnis reist minni hús
í úthverfunum, og með því móti
þenst borgin svo ört út, að til
stórvandræða horfir.
Skortur á vatni og rafmagni
í gær var mér sýnt hverfi af
nýbyggðum húsum utan við bæ-
inn, sem enginn vildi flytja í.
Hvers vegna ekki, þar sem allir
eru í húsnæðisvandræðum ? Af
því að hvorki fékkst vatn né raf-
magn í húsin. Hér er yfirleitt
mikill skortur á vatni og raf-
magni og það sem mest vantar
af öllu eru betri samgöngur.
Þegar klukkan er orðin sex á
kvöldin fyllast göturnar í mið-
bænum af endalausum halaróf-
um af fólki, sem raðar sér upp til
að komast í strætisvagnana. Það
eru engar ýkjur að þessar raðir
eru oft kílómetralangar, og eru
þó tvöfaldar jafnan. Menn verða
um þetta leyti dags að bíða að
minnsta kosti í klukkutíma áður
en þeir geta náð í strætisvagn.
Hvergi í heiminum sér maður
eins á sporvagnana hlaðið og hér
um þetta leyti. Ekki nóg með það
að í vagninn er troðið eins og
unnt er. Utan á honum hanga
minnst tvær raðir af fólki og er
það skrítin sjón, að sjá spor-
vagnana þjóta þannig áfram,
tvíbreiða, svo að ekki sér í þá
fyrir þeim sem utan á hanga.
Til þess að leysa þennan
vanda þarf hraðskreiðar neðan-
jarðarjárnbrautir, eins og í New
York, en þær er naumast unnt
að grafa hér, því að eitt sam-
fellt bjarg er undir allri borg-
inni. Stækkun borgarinnar hefði
því þurft að fara fram með því
móti, að reist hefði verið sem
mest af skýjakljúfum, í stað þess
að þenja borgina út um allt með
litlum íbúðarhúsum.
Stórhýsi rifin — önnur reist
Hér er alls staðar verið að
byggja. I miðri borginni eru rifin
niður stórhýsi og önnur stórkost-
legri reist í staðinn. Hér er ekk-
ert nýtt nema það sem byggt
var á þessu eða síðasta ári. Hótel,
sem byggt var fyrir fimm árum
síðan, er kallað gamalt og gamal-
dags.
Húsagerðarlist stefnir öll í átt
hinnar nýju tízku, með miklum
gluggum og jafnvel glerveggj-
um, en hreinn stíll er yfir mörg-
um þessum húsum og þó með
ýmsum gerðum, svo að þau eru
ekki eins tilbreytingarlaus eins
og í New York. Samt finnst
manni eins og eitthvað ófullgert
sé við þetta allt saman, og það
er það í raun og veru, því að
bærinn lítur virkilega út eins og
ekkert megi í friði vera, ávallt
þurfi að vera að rífa helminginn
af honum niður og byggja upp
aftur.
í stórhýsinu, þar sem krabba-
meinsþingið var haldið, er varla
friður fyrir hamarshöggum, því
að það hús er ekki nærri fullgert,
og þannig er það víðar. Fyrir
þremur mánuðum var hér ó-
byggð lóð.
Borgarbúar eru blanda
Fólkið er hér geysilega bland-
að. Öllu ægir saman. Portúgalar,
Indíánar og negrar eru uppi-
staðan í þessum blandaða lýð.
En svo hefur hingað flutzt sæg-
ur af Evrópumönnum, einkum
þó ítalir, Þjóðverjar og allar
þjóðir frá botni Miðjarðarhafs-
ins, sérstaklega Sýrlendingar,
Gyðingar og Líbanonsmenn, sem
einu nafni ganga hér undir nafn-
inu Tyrkir og þykja miklir kaup
sýslumenn. Úr þessu öllu hefur
orðið ein geysimikil blanda, sem
ekki hefur jafnað sig nálægt því
til fulls enn. Ekki má gleyma
því, að ofan í þetta allt hefur
komið mikið af Asíumönnum,
einkum Japönum, sem hér hafa
reynzt ágætir borgarar og yfir-
leitt efnast vel. Þjóðverjar eru
hér um 50,000, aðeins í Sao Paulo,
og það er ekkert sjaldgæft að
heyra þýzku talaða á götunni,
eða vera uppvartaður af þjóni
sem talar þýzku. Norðmenn eru
um 200, Danir um 500, en eitt-
hvað færra af Svíum. Sú var
tíðin að Bretar réðu hér miklu
í fjármálum, en nú eru Banda-
ríkjamenn að gerast fyrirferðar-
meiri á fjármálasviðinu og hafa
lagt mikla peninga í mörg fyrir-
tæki.
Kaffiviðskiptin og iðnaður
Sao Paulo-mnn, eða Paulistas,
eins og þeir kalla sjálfa sig, eru
tvímælalaust driffjöðrin í við-
skiptalífi Brazilíu. 1 Rio býr fína
fólkið, sendiherrarnir og ýmsir
æðstu embættismenn ríkjasam-
aandsins. Brazilía er bandaríki,
rétt eins og Bandaríki Norður-
Ameríku, og stjórn ríkjasam-
bandsins situr í Rio, sem hefur
því sömu aðstöðu og Wash-
ington, D.C. En ef Rio svarar til
Washington, þá er óhætt að segja
að Sao Paulo svarar til New
York. Héðan er öllum kaffivið-
skiptum landsins stjórnað og hér
er mesti iðnaðarbær landsins. Ef
kaffi-burgeisarnir hér koma sér
saman um að hækka verðið á
kaffinu, þá hækkar kaffið, hvað
sem allir aðrir segja. Og Sao
Paulo er fyrst og fremst kaffi-
borg. Fyrir Brazilíu er' kaffi
sama og fiskurinn er fyrir ís-
land. Þó að önnur lönd framleiði
mikið af kaffi, eins og Colombia,
sem sagt er að hafi betra kaffi,
eða Guetamala og Costa Rica, þá
er framleiðslan svo langsamlega
mest í Brazilíu. Kaffinu er aðal-
lega skipað út í Santos, sem er
hafnarborg Sao Paulo, en er þó
rúmlega klukkutíma ferð héðan
í bíl.
Aðeins einn íslendingur er hér
búsettur svo vitað sé, Ingvar
Emilsson, sem vinnur við haf-
rannsóknarstöð háskólans hér.
Ekki er liðið nema rúmlega hálft
ár síðan hann kom hingað, svo
að hann hefur ekki haft tækifæri
til að gera mikið, en ég heyrði á
prófessornum, sem veitir stofn-
uninni forstöðu, að honum lízt
vel á manninn og þykir hann
efnilegur. Forstöðumaðurinn er
franskur. Fransmaður af beztu
tegund, og hefur reynzt Ingvari
mjög vel.
Moldin er alls staðar rauð
Landið er að því leyti ein-
kennilegt, að hvar sem mold sést,
er hún alls staðar rauð. Ekki
aðeins hér, heldur einnig í kring-
um Rio, og ég held víðast í
Brazilíu. Liturinn er rauðgulur,
og þó meira af rauðu en gulu.
Yfirleitt er moldin hér frjósöm,
en víðast þarf að ryðja skóga
áður en nokkuð er hægt að
rækta.
Kaffið er ræktað meira en
nokkuð annað. Kaffirunnarnir
eru ekki nema um það bil mann-
hæðar háir, en sjö ár þurfa að
líða frá því að plönturnar eru
settar í jörðina þangað til þær
fara að bera ávöxt. Berin eru á
stærð við kirsuber, rauð, með
tveim fræjum í, sem eru kaffi-
baunirnar. Þær eru þurrkaðar
og himnan fægð af þeim áður en
þær geta orðið markaðsvara.
Þeir sem eiga kaffiekrur hafa
yfirleitt mjög góðar tekjur af
þeim. Mér var sagt frá manni,
sem fyrir tveim árum síðan hafði
fé afgangs, svo að vinur hans
ráðlagði honum að kaupa kaffi-
ekrur í sunnanverðri Brazilíu.
Hann keypti landið fyrir 200
þúsund cruzeiros (1 cruzeiros=
30 aurar) og eyddi öðru eins í
tæki og útbúnað. Strax á fyrsta
ári fékk hann 500,000 cruzeiros í
tekjur af landinu, sem hann er
ekki enn farinn að sjá.
Peningar renta sig vel
En þannig græða margir á
landakaupum hér. Skrifstofu-
piltur keypti fyrir 3 árum land-
skika utan við Sao Paulo fyrir
1500 cruzeiros. Nýlega þurfti rík-
ið á þessu landi að halda og pilt-
urinn seldi það fyrir 200,000
cruzeiros, án þess að hafa nokk-
urn tíma séð það. Mér er sagt,
að Sao Paulo-menn vilji hafa
nokkuð fyrir snúð sinn, þegar
þeir kaupa og selja, svo að þeim
þyki lítið, ef þeir hafa ekki 100%
og vilja helzt hafa 250%. Borgin
hefir þanizt svo ört út, að segja
má, að hver einasti maður, sem
keypt hefir land utan við bæinn,
hafi stórgrætt á því. Eins og víð-
ar þarf lítið annað en peninga
til að geta grætt peninga.
Það er sjaldgæft að íslending-
ur komi til Sao Paulo. En þegar
svo ber við, er honum mjög vel
tekið af íslenzka konsúlnum þar,
Finn Arnesen og konu hans.
Bæði hjónin eru sérstaklega gest
risin og leggja sig fram til að
gera manni hvern þann greiða,
sem þau geta. Arnesen fór með
mig um allt í bíl sínum og heilan
sunnudag var hann að aka mér
og amerískum hjónum, sem voru
kunningjar mínir, á milli ýmsra
staða, sem okkur langaði að sjá.
Slöngubúskapur skoðaður
Flestir læknar kannast við
Butantan í Sao Paulo. Það er
sérstök stofnun við bæinn, þar
sem allar tegundir af eitur-
slöngum eru aldar, til þess að
vinna móteitur gegn þeim.
Arnesen fór þangað með mig að
skoða slöngubúskapinn. Fyrir
utan stofnunina eru tveir af-
girtir garðar, þar sem allir geta
séð slöngurnar. Maður í hvítum
slopp og vaðstígvélum gekk um
garðinn með prik og tók upp
eina og eina slöngu með prikinu.
Þær reyndu margar að bíta
hann, en ég furðaði mig á hve
illa þeim gekk að hitta, virtust
fara ótrúlega klaufalega að því-
Maðurinn tók þær upp og greip
um hverja fyrir sig rétt aftan
við hausinn og kom til okkar og
sýndi okkur eiturtennurnar, sem
eru krókmyndaðar. Svo þrýsti
hann á munnvatnskirtlana og út
draup frekar þykk leðja, sem
hann lét leka í dálítið staup. —
Dálaglegur „cocktail“ þetta,
hugsaði ég. Maðurinn lék sér að
slöngunum, rétt eins og þ®r
væru meinlausir ánamaðkar.
Eitrið úr slöngunum er þynnt og
því síðan dælt í hesta til að fram-
leiða blóðvatn, sem notað er sem
móteitur, ef einhver er bitinn af
slöngu.
Hættulegasta slangan er Jar-
aaragua, sem er tæpir tveir
metrar á lengd. En yfirleitt gera
þessar slöngur ekki mikinn usla-
Þær bíta svo vitað sé eitthvað
um 3000 manns á ári, sem er
ekki mikið meðal 40 milljóna.
Menn eru ekki hræddir við þær,
því að slöngur eru alveg eins
hræddar við menn og þeir við
þær. Hvar sem þær verða varar
við menn flýja þær. Á daginn
sofa þær í sólinni og hreyfa sig
ekki til að bíta, en fara á kreik
þegar rökkvar til að ná sér i
bráð, aðallega rottur, froska og
önnur smádýr.
Krabbameins þingið
var fjölsótt mjög, alls um 1000
læknar, sem sóttu það. Ég flutti
erindi þar og tók nokkrum sinn-
um þátt í umræðum, en um það
mun ég ræða annars staðar
seinna. Ýmislegt merkilegt kom
þar fram, sem erindi á til allra.
Rússneska stjórnin sendi 6 full-
trúa, sem ekki var tilkynnt fyrr
en rétt áður en þingið hófst.
Aldrei þessu vant fóru þeir
sinna ferða án þess að nokkur
væri til að gæta þeirra, og er
það nýlunda á slíkum þingum-
Ekki komu þeir með neinar
merkilegar nýjungar í krabba-
meinslækningum, en sumt sem
þeir sögðu um varnir og lækn-
ingar á krabbameini fannst flest-
um öðrum algerlega ótrúlegt,
t. d. að þeim tækist að lækna
30% af krabbameinum í maga-
Var almennt talið að tölur þeirra
sýni betri útkomu en raunveru-
leikinn gefi tilefni til, en erfitt er
að komast að því hvað satt er,
þegar enginn hefir aðstæður til
að gagnrýna.
Eftir 10 daga dvöl í Sao Paulo
hélt ég, ásamt þremur Ameríku-
mönnum af krabbameinsþing-
inu, fljúgandi af stað til Lima í
Perú. Níels Dungal
—VÍSIR, 6. ágúst
"A Realislic Approach lo the
Hereafter"
\
by
Winnipeg aulhor Edith Hansson
Bjornsson's Book Store
702 Sargent Ave.
Winnipeg
WEDDING INVITATIONS,
ANNOUNCEMENTS, etc.,
GREETING CARDS
FOR ALL OCCASIONS
PERSONALIZED
XMAS CARDS
Subscriptions taken
for all occasions
1 Courteous and Prompt Service.
Call in — Telephone, or write.
Subscripfion (entre
204 Affleck BuUding
317 Portage Ave.
Phone 93-2830 - Winnipeg 2, Man.