Lögberg - 09.09.1954, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. SEPTEMBER 1954
Á AUÐUM AKRI
(NIÐURLAG)
II.
Svo flutti Jón sig um haustið
til hans Ásláks Eggertssonar.
Hann bjó hinumegin í sveit-
inni. Hann fékk að hafa Dumbu
þar í eldi. Víglundur flutti í
kauptúnið eins og hann hafði
ráðgert.
Árið eftir var eins og öllu væri
snúið við. Þá komu sífeldir
þurkar í stað heppilegu rigning-
anna, sem undanfarin ár höfðu
vökvað bygðirnar. Menn börðust
við það sem bezt gegndi. Þeir
stóðu flestir á gömlum merg
undanfarin ár og létu það ekki á
sig fá þó öðruvísi viðraði. ■—
Ekki svona í bili. En Víglundur
Þórsson var ekki af baki dott-
inn þó ekki dyndi á honum sí-
feld rigning og þó hann væri
kominn í kauptúnið. Hann hélt
svo sem ekki að sér höndum
hann Víglundur fyrir því. Hann
fékk sér enn nýjar vélar og
hleypti þeim á þykku skógar-
beltin, sem girtu rjóðrin víða á
lendum hans. Þessar vélar voru
af nýjustugerð og hétu ýmsum
nöfnum: Boladembir, Skógar-
ljár, Bugða og fleira.
Og nú líkaði Víglundi lífið!
Nú gat hann rent á skóginn og
stráfelt hann með slíkum geysi-
hraða, sem ekki hafði áðui
þekst. Og af nýbrotnu vel unnu
skógarlandi var uppskera nokk-
urn veginn vís — að minsta
kosti fyrir þurkinum. Ryð, hagl
og frost geta grandað flestu í
jurtaríkinu, en síður þurkur á
nýjum, vel unnum akri, í góðri
mold, því þar er frjómagnið svo
mikið.
Það var komið fram á vetur,
nokkru fyrir jól. Víglundur var
enn að ljúka við að ryðja og
hreinsa skóginn, alla leið frá því
um sumarið. Aðallega nú til að
sópa honum saman. — Ljúka
við hann.
Víglundur sópaði saman hrá-
viðinu með vélum, helti yfir
olíu og kveikti í. Logarnir stóðu
hátt mót himni. Þeir teygðu sig
í gegnum kolgráa þokuna, sem
fyllti loftið, hrím, frost og reyk.
Stóðu eins og eldstólpar sann-
leikans um söguna, sem var að
ske á jörðinni. Þeir sungu eld-
söngva sína í gegnum gaddinn
og ósjálfrátt endurnýjuðu orðið
„hyr“, í huga manns. Þeir námu
við himinn þegar bróðir þeirra
Stormur blés á þá.
„Þetta væri nú feikna eldi-
viður, ef það væri hirt“, sagði
Jón og greip í skeggið.
„Enginn tími til að núlla yfir
slíku“, sagði Víglundur og
braust um fast við að bylta skóg-
inum í bálið.
„Æ, hvað er að sjá þetta“,
sagði Jón í kveinkandi málróm.
Hann horfði á hrúgu af trjám,
sem eldurinn hafði pressað
íðilgræn blöðin út á. Tréin
höfðu skotið út grænum laufum
sínum, er geymd voru til vors-
ins hið innra, er hinn freki,
falski hiti gekk yfir þau. En alt
sem þau mættu var hyrinn, er
brendi þau og vetrargaddurinn,
er nagaði og nísti hin ótíma-
bæru blöð þeirra.
„Þetta er ósköp að sjá“, sagði
Jón og var með smámæltasta
móti.
„Hvað um það?“ sagði Víg-
lundur. „Þetta eru bara tré og
gras“.
Jón horfði á þetta um stund.
gekk svo hnugginn í burtu. Enn
mintist hann þess, að hann átti
ekki að láta smámuni fá vald
yfir sér.
Tvær konur komu þarna að,
önnur konan stundi lágt og
þungt eins og hún hefði verið
stungin en vildi leyna því. Hin
konan hló.
Jón og Víglundur urðu sam-
ferða inn í þorpið. Þeir gengu
framhjá kirkjunni. Kirkjan
stóð nú hljóð ár af ári að mestu
eða öllu. Stundum mörg ár í
einu. Gluggar voru brotnir,
málið máð, girðingin fallin niður
og horfin að mestu. Fuglar lofts-
ins flugu út og inn um brotna
gluggana.
„Það er leiðinlegt að sjá kirkj-
una svona“, sagði Jón. „Gætir
þú nú ekki hrest eitthvað upp á
hana, Víglundur?“
Jón tók fast í skeggið. Það
þurfti mikinn kjark til þess að
ráðast að Víkingi þessum með
svona mál og fyrverandi hús-
bónda hans í tilbót.
En kjarkur og áræði Jóns ork-
aði ekki á huga Víglundar til
samþyktar þessu máli. Víglund-
ur rendi hröðu og hálfgerðu
hornauga til Guðshússiris um
leið og hann sagði; „Ég held
maður hafi nú næsta lítinn tíma
og alls enga peninga til þess að
leggja í kirkjur. Ég hugsa ég
eigi fyrir útförinni minni. Ef
mönnum finst það þurfi þar
klerk, þá geta þeir hugsað um
það sem eftir lifa. Sama er mér,
hvort hann er hafður þar eða
ekki“.
Jón slepti skegginu, laut höfði
og saug upp í nefið.
III.
Árin liðu, ekki svo kynja
mörg fyrir tíðindin, sem þau
fluttu. Þurkur var á meðal þess
fyrsta. Fjöldi akra visnaði upp
á miðri leið. Þetta gekk í nokkur
ár. Þá komu rigningarnar aftur.
Enn sveigði græna skrúðið sig
fyrir sól og sumri, þykt, fagurt,
ilmandi og fult af lífrænum
efnum. Brauðið, fitan, ketið,
fötin. Svo ótal margt, sem enn
var að stíga upp á jörðina.
Skepnurnar vögguðu sílspikað-
ar í haga og úr og átu fylli sína
af grænu grasi og glóandi blóm-
um, drukku lyst sína af ný-
rigndu vatni, gengu svo í skóg-
arlundinn, þar sem hann var enn
til, sér til hvíldar og skýlis fyrir
hádegissólinni. Jórtruðu og
dreymdu drauma sumarsins á
meðan þær framleiddu næring-
una fyrir manninn.
Hún Dumba hans Jóns var á
meðal dýranna í þessum hópum.
Hún var komin í heldri kúahóp.
Átti fallegan kálf og mjólkaði
vel. Jóni fanst þetta mikil og
góð eign. Það kom sér líka vel
að eiga góðar skepnur núna. As-
lákur átti það og Dumba var
með búpeningi Ásláks. Eftir því
sem fleiri fluttu í þorpin varð
því meiri eftirspurn eftir bú-
peningsafurðum.
Það rigndi og aftur rigndi. A
vaxandi hveitistönginni settist
ryð. Sýkjandi fungus. Fungus-
inn vildi lifa og hann lifði vel á
vaxandi kornstönginni. Þar lifði
fungusinn vel og útbreiddi sína
ætt til eyðileggingar jurtunum,
sem hann lifði á. Búnaðarvísind-
in segja, að hann komi fyrst á
rósir, nái sér þar niðri, fljúgi
svo um loftið í nýju landnámi.
þegar hann sé töluvert mikið
vaxinn. Landnám hans að þessu
sinni eyðilagði þá fögru akra
Dess héraðs, er hér um ræðir. A
vel miðju sumri var ekkert eftir
nema rusl.
Næsta vor voru bændurnir
aftur á ökrunum eins og ekkert
hefði ískorist, með endurnýjað-
ar vonir, endurnýjaða krafta, að
því er virtist, í allri sinni veru.
Snjórinn hafði verið mikill um
veturinn og vott sumarið áður,
svo bæði vetrarvþkvinn og fyrra
árs vökvinn gerði góða byrjun
sprettunnar.
Það grænkaði líka ágætlega
þetta vor. Hver jurtin af annari
kom eins og titrandi af gleði upp
af moldinni. Og gleðin endur-
tókst í hugum manna enn að
nýju. Það var svo dásamlegt að
sjá akrana vaxa.
Alt lék í lyndi fram á sumarið.
Þá kom frostið og sló akrana í
miðjum klíðum.
IV.
Stormur, ryk, þykt, svart,
ógurlegt á að líta. Sást ekki
nema rétt út úr höndunum á
manni.
Jón barðist áfram í veðrinu.
Hann var orðinn kolsvartur í
framan og mæðin sótti á hann.
Það var gott að hann tók þetta
stafprik með sér. Ekki var hann
nú orðinn svo hrumur að hann
þyrfti að ganga við staf, en 1
seinni tíð hafði honum einhvern
veginn geðjast svo vel að því,
að hafa þetta prik í. hendinni,
þegar hann var að bjástra við
skepnur. Og nú kom það sér
bara vel, er hann óð sandinn og
moldina, sem stormurinn hrúg-
aði saman. Við girðingar og þess
háttar var það aðallega sand-
urinn, sem hrúgaðist upp.
Stormurinn þeytti akurmold-
inni út í veður og vind, en það
virtist svo sem sandurinn ætti
ennþá það sjálfstæði í eðli sínu
— þyngdina — að ef um eitt-
hvert hlé var að ræða, þá hrúg-
aði hann sér þar upp fremur en
sjálf moldin. Já, hryggirnir þeir
arna voru mest úr sandi, moldin
undir fótum Jóns var líka æði
mikið „magrari“ af því svo
mikið var fokið úr henni af
moldarkornunum — næringar-
efnunum.
Jón barðist ennþá áfram. Það
var svo sem auðvitað, fyrst að
kýrnar komu ekki heim, þá
hefðu þær farið í skógarskýlin,
þarna langt suður á löndum
Ásláks. Það voru einu runnarnir,
sem sáust eftir í þessu héraði
Alt var svart og grátt hér um
slóðir, hvar sem augað eygði.
Áslákur sagðist ekki vilja eyði
leggja alla skóga á lendum sín-
um, hann væri nærri viss um,
að þá yrði hann bjargarlaus.
Fréttir af bersvæðunum víð-
feðmu lengra frá, sögðu eyði-
legginguna gífurlega þar. Beina-
grindur búpenings bæði hesta og
nauta, stóðu hér og þar upp úr
sandinum. Stjórnarmaðurinn,
sem var sendur út að líta eftir
fólkinu, kom við hjá Ásláki í
gær. Hann sagði að sumar fjöl-
skyldurnar hefðu aðeins saltað-
ar gaupur til að lifa á. Það fór
geigur um Jón, er hann hugsaði
um þessar fréttir.
Jón barðist áfram eftir beztu
getu. Með tíðindunum sein-
ustu, sveimaði það inst og dýpst
í huga hans, að svona væri nú
búið að blása, meira og minna
með sólskinsblettum á milli að
vísu — í síðastliðin tvö til þrjú
ár. Já, hann mundi eftir skýj-
unum í fyrrasumar, svörtum,
stórum skýjum, sem höfðu verið
svo „tælandi“ um það, að í þeim
væri vatn, að Áslákur hafði
þotið heim af engjunum, þar
sem hann var að slá og hirða
hálfdauð stráin, að heita mátti,
svo útpískuð var jurtin vegna
þurksins. Hann þaut heim með
hálft hlass á vagninum, til þess
að það lenti ekki í dembunni.
Svo horfði alt heimilisfólkið og
góndi á þetta svarta vonarský.
— Regn! — Það var að koma
regn!
En regnið kom ekki. Ekki einn
dropi. Svarta skýið var alt mold
úr ökrunum að sigla um loftið.
Þessi sýn og þessi atriði end-
urtókust oft á þurkaárunum.
Jón óð enn áfram. Stormur-
inn hamaðist á honum og hann
skyrpti með andköfum rykinu
úr munni sér.
Loks kom hann að áfanga-
staðnum, runnanum, sem hann
stefndi að, þá sá hann enga
skepnuna. Hann litaðist um áður
en hann kastaði mæðinni.
Jú. — Inst irini í runnanum
hinumegin voru þær. Dumba
var ein sér.
Jón varð allshugar feginn að
finna dýrin, en hann mátti til
að hvíla sig ofurlítið áður en
hann legði af stað heim aftur.
Það var svo óskaplegt að berjast
áfram í þessu veðri, hvíldar-
laust alla leið til baka.
Jón settist í hlé undir runn-
an, tók að snýta sér og þurka
andlit sitt og skegg. Hér var hlé
fyrir storminum. Svo var nú
heldur að draga niður. Það var
mikil blessun. — Mikil blessun
Já, það mátti nú segja að það
væri blessun, ef virkilega væri
að draga úr þessum ósköpum.
Og Jón þurkaði sér ennþá vand-
lega um augun.
Það var eins og við manninn
mælt, svo djúpt og blítt varð
lognið á stuttum tíma. — Alt í
einu að heita mátti. Jón fann
hvíldina leggja um sig allan.
Hann litaðist um. Hann gat séð
allvíða frá þessari hæð sunnan
undir runnanum. —
„Einn, tveir, þrír“. — Sjö
bændabýli blöstu við augum í
mismunandi fjarlægð. — Öll
auð. Sjö býli með öllum bezt
þektu þægindum fyrir heimilis-
lífið og sveitavinnuna. Góðar
byggingar fyrir menn og skepn-
ur, nýmóðins verkfæri, sími, bif-
reiðar, útvarp á hverju þessu
heimili. — Alt horfið. — Öll
mannlaus. — Umhverfið auðn.
— Sandhólar, auðir akrar. Svart,
grátt, ömurlegt útsýni.
Þegar Jón horfði á auðnina,
þar sem áður hafði verið auðugt
og fjölbreytt jurtalíf og ágætur
búskapur, kom honum í hug
gamla spurningin.
„I hverju var vanþóknunin
fólkin?"
Hann átti enga nýja hugsun
að leggja við þetta enn. Hann
bara. stanzaði þarna til þess að
láta lúann líða úr sér. Hann var
bókstaflega „lúskraður" eftir
þetta ferðalag.
„Já, í hverju?“
Jón hallaði sér út af og stein-
sofnaði.
Hve lengi hann svaf vissi
hann ekki, en hann vaknaði
hægt. Meðvitundin var svo sem
á vegamótum svefns og vöku.
„Það var kærleikslaus fórn“,
sveif alt í einu fyrir meðvitund
hans svo sem úr feikna fjarlægð.
Jón settist upp glaðvakandi.
Hann varð alt í einu svo himin-
lifandi glaður. Honum fanst
þarna koma til sín svarið við
því, sem hann hafði spurt um
mikinn part æfi sinnar.
„Það var kærleikslaus fórn“.
„Það var kærleikslaus fórn".
Setningin sveimaði um sál
Jóns eins og blávængjaður fugl
með gullið brjóst og grænblik-
andi höfuð. Hún sveif yfir auð-
um akrinum, tilti sér niður á
sandhrúgurnar, snart með sam-
úð hálftæmdu moldarauðnina.
Það blikaði á hana undir blá-
loftin, sem voru að ryðja af sér
moldviðrisskýjunum.
Hvernig var þá hægt að fram-
leiða kærleiksfórn með mál-
lausri skepnunni? Ekki var hægt
að láta dýrið skilja eða taka
neinn þátt í því, er gerðist frá
sjónarmiði ráðsályktunar.
Auðvitað ekki.
Maðurinn einn hafði allan
skilninginn, alla ábyrð, alla
ráðsályktun.
Hver hugsunin rak aðra hjá
Jóni.
Rót hlutarins hér var sú,
hvort maðurinn viðurkendi að
hann hefði skyldur að rækja við
Guð almáttugan skapara sinn,
höfund lífsins og skapara himins
og jarðar, eða hvort hann hefði
þær ekki. Skyldur fram yfir all-
ar aðrar lífsins og dagsins
skyldur.
Þessi var mismunurinn á milli
Kains og Abels.
Jón andaði djúpt og horfði enn
yfir auðnina. „Jú, þessi var mun-
urinn. Abel viðurkendi, að hann
hefði að rækja skyldur beinlínis
talað við Guð sjálfan, við skap-
ara sinn og lífsins höfund. Það
var ekkert spursmál um það,
hvort hann Abel væri mikill eða
lélegur búhöldur, ekki heldur
um það, hvort hann fyndi meiri
ánægju í því fólgna að rækta
korn og skepnur. Bara þetta.
Hann skuldaði lífsins Höfundi
og hann átti að greiða þá skuld
eftir beztu getu. Og bezta getan
var viðurkenning réttmætisins á
skuldinni og gott skap í af-
greiðslunni. Og á þennan hátt
hlaut Abel að hafa látið af hendi
fórnina. Það voru fyrstu skil-
yrðin fyrir því að það gæti verið
kærleiksfórn.
Kain aftur á móti neitaði því
fyrir sjálfum sér og Höfundi
sínum að hann skuldaði neitt
hirium Hæzta.
Franska skáldkonan Colette —Játin
Hún elskaði bækurnar sínar,
blómin og dýrin íil hins síðasla
HINN 3. ágúst s.l. var tilkynnt
andlát frönsku skáldkon-
unnar Colette. í fyrra, hinn 28.
janúar, minntust bókmennta-
vinir um allan heim 80 ára af-
mælis hennar. Með Madame
Colette, eins og hún var venju-
lega kölluð, hefir hnigið í valinn
einn hinn mikilhæfasti og vin-
sælasti nútímahöfundur Frakka.
Æit Colelie
Colette var aðeins rithöfunda-
nafn hannar. Hún hét í rauninni
Gabrielle de Jouvenel, fædd í
smáþorpi í Burgundarhéraði.
Föður hennar uppgjafakapteini
í franska hernum, er lýst sem
heldur óvenjulegri, jafnvel
skringilegri persónu, sem einnig
þótti kunna að fara með pennan,
þótt nafn hans, sem rithöfundar
sé ekki getið. Móðir hennar
Sidoníe, belgisk að ætt, var mjög
elskuleg kona, ákaflega bók-
hneigð. Hún elskaði bækurnar
sínar og kettina sína og hund-
ana — allt jafn innilega. Frá
henni hefir Colette vafalaust erft
dálæti sitt og elsku til allra dýra
og málleysingja — sér í lagi til
kattanna, sem voru henni jafn
óaðskiljanlegir og penninn
hennar.
Snemma beygist krókurinn
Um 8 ára aldur hafði Colette
þegar lagt barnabækurnar á hill-
una og tók fyrir aðra rithöfunda,
sem skrifuðu fyrir hina full-
orðnu, Mérimé, Daudet o. fl. 1
barnaskólanum í þorpinu, skar-
aði hún snemma fram úr öllum
jafnöldrum sínum, sérstaklega
lá vel fyrir henni að skrifa og
semja — stílarnir hennar runnu
úr pennanum hjá henni, svo að
hann virtist varla hafa við
ímyndunaraflinu, sem knúði
hann áfram.
Gifling Colette
Tvítug að aldri giftist hún
Henry Gauthier-Villars, tón-
listargagnrýnanda og rithöfundi,
þekktur undir nafninu Willy.
Undir því nafni gaf hann út
fyrstu skáldsögur Colette,
Claudine-bækurnar svokölluðu.
Löngu síðar leiddi Colette í ljós
sannleikann um, hvernig „sam-
vinnu“ þeirra hjónanna hafði
verið háttað. Það kom á daginn,
að þáttur eiginmannsins í samn-
ingu Claudine-bókanna var sá,
að hann hafði fléttað inn í sögu-
heildina nokkra „djörfustu“
kaflana.
Willy var 14 árum eldri en
Colette og eftir 16 ára sambúð
var hún búin að fá nóg af hjóna-
bandinu. Hún skildi við mann
sinn og nú tók hún fyrst af
alvöru til að skrifa.
Mikil afköst
Eftir hana liggja ekki færri
en rúmlega 50 skáldsögur og þar
Var hann ekki dugnaðar-
maður?
Jú.
Var hann ekki sívinnandi? Jú,
sýknt og heilagt. — Það var nú
það. Hann var sí og æ stritandi,
gaf hvorki sjálfum sér, þrælum,
ambáttum né skepnum nokkra
hvíld. Hann mátti ekki vera að
því. — Mátti ekki við því.
Og arðurinn var ágætur.
Því skyldi hann fara að gefa
Guði af því, sem hann sjálfur
hafði erfiðað fyrir?
En — eitthvað ónáðaði hann
Annað slagið hafði hann bara
engan frið fyrir þeirri hugsun,
að hann ætli að gefa skapara
sínum eitthvað af erfiði sínu.
Svo, í rauninni þvert á móti
vilja sínum, þá lét hann fórnina
af hendi. — Já, með mikilli
ógleði.
„Það var kærleikslaus fórn“.
Jón rölti á eftir búpeningnum
heim.
Allur réttur áskilinn
höfundi.
—R. K. G. S.
að auki gagnrýni, frásagnir og
blaðagreinar og ritlingar. Hin
fyrsta skáldsaga hennar „Clau-
dine a l'école" kom út árið 1906
og síðan rak ein skáldsagan
aðra með næstum undarlega
skömmu millibili. Og lesendur
og aðdáendur Colette urðu æ
f.lölmennari með hverju ári, sem
leið. Hinn fágaði og lipri stíll á
bókum hennar og óvenjulega
næmt sálfræðilegt innsæi, sér-
staklega þar sem sálarlíf kvenna
var annars vegar, öfluðu henni
almennra vinsælda í heima-
landi hennar, Frakklandi, og se
víðar eftir því, sem árin liðu og
bækur hennar voru þýddar á er-
lend tungilmál. Allmargar bæk-
ur hennar hafa verið þýddar a
Norðurlandamálin, nema hér a
íslandi.
Meðlimur í heiðursfylkingunni
1 skáldsögu sinni „Sido“ lýsir
hún móður sinni, sem Colette
elskaði mjög og dáði. í »La
Maison de Claudine", sem ekki
kom út fyrr en 1922, lýsir hún
bernskuárum sínum 1 Bour-
gogne, foreldrum sínum og
heimili. í „La Vagabonde" (1910)
lýsir hún hinu ævintýralega ■—
og vafasama skeiði ævi sinnar,
þegar hún spreytti sig sem leik-
kona og dansmær í París og
fleiri borgum í Frakklandi. Það
var áður en hún helgaði sig al-
gerlega ritstörfunum.
Árið 1912 gifti hún sig aftur, í
þetta skiptið Henry de Jouvenil,
sem var henni mikilvægur
styrkur og uppörvun í ritstörf-
um hennar. Hann var í senn rit-
höfundur og stjárnmálamaður. í
fyrri heimsstyrjöldinni gerðist
hún hjúkrunarkona og breytti
sveitasetri eiginmanns síns, na-
lægt Saint-Malo í sjúkrahús.
Fyrir þetta líknarstarf var hún
gerð að riddara heiðursfylking-
arinnar.
Fékkst við margt um ævina
Ritstörf Colette taka yfir
meira heldur en skáldsögur
hennar þótt margar séu. Hún
hefir fengizt við leiklistar- og
bókmenntagagnrýni og ýmis-
konar skrif fyrir dagblöð og
tímarit. T. d. hefir hún verið rft-
stjóri kvennadálkanna hjá ýnas-
um stórblöðum, m. a. hjá Le
Figaro, Femina, Vogue, La Vie
Parisienne a. fl.
Kjörin var hún meðlimur t
tveimur bókmennta-akademíum,
Belgisku akademíunni og Con-
court-akademíunni frönsku.
Flestar hinar merkustu skáld-
sögur Colette, svo sem La Vaga-
bonde, Le gentille Libertine,
Chéri. eru um leið að meira eða
minna leyti sjálfsævisaga henn-
ar. Hin glögga athyglisgáfa
höfundarins, einlægni og samúð
með öllu, sem lifir kemur þar
alls staðar í Ijós, sett fram í hin-
um hlýja og persónulega stíl,
sem er eitt höfuðeinkenni alls
þess, sem Colette skrifaði fyrr
og síðar.
Síðuslu árin erfið
Á síðustu árum var Calotte
þjáð og illa farin af illkynjaðri
liðagigt, svo að hún var lengst af
rúmföst. Hún reyndi samt 1
lengstu lög að halda sambandinu
við lífið í kringum hana,. Hún
naut enn vorsins og sumarsins
liggjandi í hvílustólnum sínum
í garðinum fyrir utan húsið
hennar. Og henni þótti alltaf,
fram til hins síðasta, jafn inW-
lega vænt um eftirlaun sín: bæk-
urnar sínar, blómin og dýrin
kettina, einkum og sér í lagi-
—Mbl„ 16. ágúst
Kaupið Lögberg
VIÐLESNESTA
ISLENZKA BLAÐIÐ