Lögberg - 09.09.1954, Blaðsíða 5

Lögberg - 09.09.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. SEPTEMBER 1954 5 Ál H Í AMÍL W IWtNNA \ \\h / Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ÁNÆGJULEGRI HEIMSÓKN LOKIÐ Frú GuSmunda Elíasdóttir Starfi lokið í Sumarbúðum Bandalags Lúterskra Kvenna Búnaður Ungverja í ólestri eins og hjó Rússum Frú Guðmunda Elíasdóttir, hin góðkunna íslenzka óperusöng- kona, sem dvalið hefir í Nýja- Islandi hjá vinum og vanda- mönnum í mánaðartíma ásamt hörnum sínum, Hans 6 ára og Sif 4 ára, lagði af stað heim- leiðis til New York á mánudags- kveldið. Hún söng á íslenzku há- tíðinni á Hnausum 14. ágúst og vakti söngur hennar mikla hrifn- ingu sem endranær. Hún hélt og nokkrar söngskemmtanir og var að lokum kvödd með veizlu, er Þjóðræknisdeildin á Gimli gekst fyrir. Söngkonan kvað móttökur Islendinga, alúð þeirra og gest- risni, verða sér ógleymanlegar. Aðdáendum hennar og vel- unnurum mun það fagnaðar- efni að hún hefir í hyggju að koma á þessar slóðir næsta sum- ar. Frændur hennar í Hnausa- byggðinni gáfu henni laglegan sumarbústað á vatnsbakkanum, og kvaðst hún mundi hlakka til að hverfa þangað ásamt fjöl- skyldunni að loknu starfsári; þar myndi þau finna hvíld og frið frá hraða, þrengslum og há- vaða stórborgarinnar um stund- arskeið. Frú Guðmunda mun eiga mjög annríkt á komandi ári; hún hefir tekið að sér hlutverk í Aida- óperunni hjá Broadway Grand Opera Association; ennfremur hefir hún verið ráðin sólóisti í stórri Methodista-kirkju í Rrooklyn. ' Frú Guðmunda hefir nýlega sungið inn á hljómplötu — á long-playing record — en það er sú tegund af hljómplötum, sem nú er mjög að ryðja sér til rúms, og ber af hinni gömlu gerð að því leyti að á einni plötu eru mörg lög. Á þessari plötu eru tólf lög, allt úrvals lög eftir kunn ísienzk tónskáld. Undirleikari frú Guð- mundu er Magnús Jóhannsson píanisti og tónskáld. Syngur frú Guðmunda mörg af þeim lögum, sem hún söng svo yndislega á samkomum sínum í fyrrahaust og í sumar. Lögin eru þessi: 1. Sólskríkjan, Jón Laxdal. 2. Erla, Sigvaldi Kaldalóns. 3. Kvöldbæn, Björgvin Guð- mundsson. 4. Nú andar suðrið sæla, Ingi T. Lárusson. 5. Friður á jörðu, Árni Thor- steinsson. 6. í dag skín sól, Páll ísólfsson. 7. Unglingurinn í skóginum, Jórunn Viðar. 8. Þjóðlag, raddsett af Jórunni Viðar. 9. Seinasta nóttin, Magnús Jóhannsson. 10. Hjá lygnri móðu, Karl O. Runólfsson. 11. Amma gamla er þreytt, Hallgrímur Helgason. 12. Fuglinn í fjörunni, Jón Þórarinsson. Verð hljómplötunnar er $5.50, og fæst hún hjá BJÖRNSSON’S BOOK STORE, 702 Sargent Ave., Winnipeg 3, Man. Mánudaginn 23. ágúst var lokið starfi í Sumarbúðunum lútersku við Húsavík. Hófst starf þar 20. júní með útiskemt- un Sunnudagaskóla Fyrsta lút- erska safnaðar í Winnipeg. — Laugardaginn 26. júní hélt Dansk-lúterski söfnuðurinn frá Winnipeg sína árlegu útiskemt- un þar. — 2. júlí var presta- fundur haldinn. 3. og 4. júlí Sunnudagaskólakennaramót. Að því loknu hófst hið reglubundna sumarstarf fyrir börn og ungl- inga. Frá 5. til 13. júlí dvöldu þar drengir 13 ára o geldri undir leiðsögn séra Haraldar S. Sig- mar; honum til aðstoðar var séra Virgil Anderson; — þá viku dvöldu 51 alls á staðnum, að meðtöldum unglingum og starfs- fólki. — Næstu 8 daga voru þar drengir á aldrinum 10, 11 og 12 ára undir leiðsögn Gissurar Elí- assonar. Voru þá 66 manns alls í sumarbúðunum. Svo komu yngri drengir, 7, 8 og 9 ara. Aðalleiðsögn hafði séra Virgil Anderson — þá viku voru 54 í sumarbúðunum. — Yngri stúlk- ur komu næst á aldrinum 7, 8 og 9 ára. Voru þær fjölmennar að vanda; voru þá viku 76 manns í allt á staðnum. Aðalleiðsögn með þeim hóp hafði Mrs. Olive Stefanson frá Selkirk. — Fjöl- mennasti hópurinn kom næst, stúlkur á aldrinum 10, 11 og 12, að öllu starfsfólki meðtöldu voru þá 82 í sumarbúðunum; leiðsögn hafði Shirley Kerne- sted. — Síðustu 8 dagana voru stúlkur 13 ára og eldri — þá viku dvöldu 30 manns þar undir leið- sögn Mrs. Muriel Hart. — Alls dvöldu þar því í 8 daga hver flokkur, 361 manns þetta sumar. Unglingarnir, er skrásettir voru, eru 42 fleiri en síðastliðið sumar. Fyrir utan þá, er alla reiðu hafa verið nefndir, var eftir- fylgjandi starfsfólk á staðnum: Mrs. H. B. Hofteig og Rev. & Mrs. S. Ólafsson, er höfðu aðal- eftirlit með starfinu; Miss Ann Soruh, er kendi sund. — Hjúkr- unarkonur með hinum ýmsu hópum voru: Mrs. Margarethe Kristjánsson, Mrs. Magný Helga son, Mrs. Florence Paulson, Mrs. Elizabeth H. Bjarnason og Mrs. Margrete Henrikson. — Mrs. Wathne kendi eldri stúlkunum vefnað (tveimur hópum). Mat- reiðslukonur voru Mrs. E. Ozorif og Mrs. Thora Oliver. Umsjón á borðstofu höfðu þær Mrs. Guðrún Ingimundson og Mrs. S. Albertson. Mrs. Ingi- björg Kuzanak og Mary Pottin veittu aðstoð í eldhúsi, þegar fjölmennast var. — Leiðtogar drengja ' voru: Frank Scribner, Jr., Teddy Johnson, Gerry Bardal, Neal Bardal, Durkey Peterson, Fred Ingjaldson, Peter Erlendson og Clarence Stevens. Leiðtogar stúlkna voru: Janette Benson, Myrna Stefanson, Sheila Goodman, Diane Outhwaite, Helen Oliver, Mayola Ingi- mundarson, Dorothy Danielson, Joyce Yetman, Christine Good- man, Haraldine Magnússon, Dorothy Albright, Sigurrós Anderson, Kristjana Johannson og Hazel Einarson. Systir Elizabeth Hess var send af kvennadjáknareglu U n i t e d Lutheran Church. Dvaldi hún í tvær vikur og hafði kennslu með höndum. Eins og venja hefir verið hélt hver hópur skemtikvöld síðasta dvöld dvalar sinnar. Fjöldi fólks sótti allar þessar samkomur. Að loknu prógrammi voru veitingar fram reiddar í borðsalnum af kvennafélögum Bandalagsins. — Þetta ár tóku eftirfylgjandi fé- lög það verk að sér: Kvenfélag Selkirk-safnaðar, Kvenfélagið Framsókn, Gimli, Dorcas-félagið, Gimli, Kvenfélög Fyrsta lút- erska safnaðar í Winnipeg (W. A. og Ladies Aid), Dorcas-félag Fyrsta lúterska safnaðar og Kvenfélagið Sigurvon, Húsavík. Ennfremur sendi Kvenfélagið Undína höfðinglegar gjafir af heimatilbúnu kaffibrauði af beztu sort. Konur frá Langruth sendu með hverjum hóp ýmsar sortir af fyrirmyndar bakningu, niðursoðin aldina-jellees & jam o. fl. — Meðlimir sumarbúðar- nefndar sýndu frábæra árvekni og aðstoð eins og ávalt. Fyrir alla þessa undraverðu samvinnu vildi ég þakka. — Alt unga fólkið, leiðtogar, hjúkrun- arkonur og prestar gáfu alt sitt starf eins og að undanförnu. Samúð og ánægja ríkti á staðn- um. Guðs vernd var yfir öllu, sem forðaði frá slysum og veikindum. — Vestasla og síðasta álma Grundar verður myndarleg og fulkomin bygging Erlendir kunnáttumenn full yrða, að elli- og hjúkrunar- heimilið Grund við Hring- braut sé vafalaust með hin- um fullkomnustu, sem til eru í Evrópu, og líklega bezt búið ýmsum tækjum til heilsugæzlu gamals fólks. Fyrir réttu einu ári var tekið til við að grafa fyrir vestustu og síðustu álmu þessa mikla fyrirtækis, og innan tveggja mánaða eða svo, verður efsta hæðin tekin í notkun, en þegar húsið verður fullgert eftir eitt ár eða svo, getur Grund tekið við um 350 vistmönnum samtals. Tíðindamaður Vísis brá sér vestur á elliheimili til þess að skoða hin nýju húsakynni og til þess að leita sér almennra upp- lýsinga um starfsemi heimilisins. í hinni nýju álmu, sem er 2600 rúmmetrar verður ný deild, sem eingöngu er ætluð rúmföstum vistmönnum, 35—40 talsins. Þá verða fluttar þangað úr elzta hluta heimilisins skrifstofur, lækningastofur, ýmisleg tæki, svo sem röntgen-, ljóslækninga-, gigtlækninga- og fleiri tæki og áhöld, en auk þess verður í kjallara nýju álmunnar sund- laug, og munu þess engin dæmi, að sundlaugar séu í elliheimil- um hér í álfu. Hin nýja bygging mun eiga að kosta um 2 mill. króna, og eru þá ekki með talin tæki og áhöld og annar útbún- aður, sem þar verður. Fyrsta bygging elliheimilisins var reist á árunum 1928—1930, Vonsviknir forsprakkar boða „járnaga" og bætt lífskjör með framkvæmd nýrrar fimm ára áætlunar Á þriðja þingi ungverska verkamannaflokksins kom margt fram, sem sýnir ber- lega að höfundum hinnar svonefndu „nýju stefnu“ kommúnista, hafa orðið mikil vonbrigði að því hvernig hún hefir reynzt. Allir, sem hugsanlegt var, að hægt væri að saka um mistök, hafa verið teknir til bæna — nema forsprakkarnir. Nú er það vitað mál, að þegar kommún- istar fara að hreinsa til í sínum eigin flokki — gagnrýna aðra og jafnvel sjálfa sig — er ekki verið að sýna neina miskunn. En allt ber að sama brunni um það, að Rakosi og félögum hans hafa orðið beisk vonbrigði að því hversu til hefir tekizt. Einkanlega hafa þeir áhyggj- ur, þungar og stórar, af^því að bændum hefir algerlega mistek- ist að framleiða svo mikið, að lausn fengist á matvælavanda- máli þjóðarinnar. — Rakosi lagði mikla áherzlu á hversu mikilvægt það væri, að land- búnaðarframleiðslan væri auk- in, en þrátt fyrir það var ræða hans ekki vel til þess fallin að draga úr tortryggni bænda um og kostaði þá 700 þúsund krónur með öllum útbúnaði. Síðan var byggt starfsmannahús árið 1946, er kostaði 1152 þúsund krónur. Næst kom viðbygging að norðan árið 1947, er kostaði um 611 þús. kr. og árið 1949 þvottahús, sem kostaði 362 þús. krónur. Síðan kom viðbygging að austan 1951—’52, er kostaði um 1700 þús. kr., en samtals hefur þá verið varið til byginga elliheim- ilisins 4,325,000 krónum, og eru þá ekki meðtaldar þær 2 milljón- ir, sem síðasta álman, sem er í smíðum, kostaði. Bærinn hefur lagt fram 1471 þús. krónur til byggingarframkvæmda, en hitt hefur stofunin sjálf séð um. Nú leggur bærinn til helming bygg- ingarkostnaðar nýju álmunnar. Margir halda, að elliheimilið sé rekið með styrk frá hinu opin- bera, en það er rangt. Stofunin stendur sjálf undir sér. Að vísu leggur bærinn fram 8000 krónur á ári til stofnunarinnar, en ríkis- sjóður 30 þúsund, en styrkurinn svarar til þess, að hver vistmað- ur fái 17 aura á dag. Gjafir til heimilisins eru ekki teljandi, nema 25 þús. króna dánargjöf á s.l. ári. Geta má þess, að elliheimilið hefur tvisvar leitað eftir fram- lagi úr ríkissjóði vegna bygging- arframkvæmda, en í bæði skipt- in var þeim tilmælum hafnað. 1 fyrra sinnið bauð elliheimilið 30 sjúkrarúm handa fólki utan af landi gegn 300 þús. króna framlagi í eitt skipti fyrir öll, og síðast í vetur var leitað eftir fiamlagi, en í bæði skiptin var synjað um féð, eins og fyrr segir. Við elliheimilið starfa nú 7 læknar og einn tannlæknir. Heimilislæknir er Karl Sig. Jónasson, heilsugæzlulæknir Al- freð Gíslason, gigtarlæknir Björgvin Finnson, háls- nef- og eyrnalæknir Eyþór Gunnarsson, augnlæknir Guðmundur Björns- son, magasérfræðingur Bjarni Bjarnason, hjartasjúkdóma- læknir Þórður Þórðarson, en Þorsteinn Ólafsson er tann- læknir stofnunarinnar. Þá starfa við elliheimilið hárgreiðslukona, rakari og sérfræðingur í fóta- aðgerðum. —VÍSIR, 6. ágúst tilgang stjórnarinnar, og vekja pað traust, sem nauðsynlegt er til þess að markinu um aukna matvælaframleiðslu verði náð. Endanlegt mark óbreytt Rakosi tók það skýrt fram, að nú yrði lögð megin-áherzla á að treysta samyrkjubúskapinn. — Vafalaust hefir hann haft á- hyggjur, þungar og stórar, af mignun á því sviði, því að rekstur á búgörðum ríkisins og samyrkjubúum hefir verið í megnasta ólestri. 1 ræðu sinni tók hann af allan vafa um það, að hið endanlega mark, sem tefnt væri að á sviði landbúnað- ar, væri að koma þar á algerlega sósíalistísku fyrirkomulagi. En ungverskir bændur, með þeirri seiglu, sem þeim er í blóð borin. og tryggð til óðals og moldar, halda undir niðri tryggð við þá skoðun, sem ríkt hefir mann fram af manni, að það sé stétt þeirra sem og þjóðinni mestur hagur, að bændur eigi jarðir sínar og njóti ávaxtanna af erfiði sínu. Sá er og hugsunar- háttur rússneska bóndans enn í dag, enda við sömu erfiðleika að etja í Ráðstjórnarríkjunum, — þrátt fyrir nútímatækni er ekki haldið í horfinu með matvæla- framleiðslu og gripið til vafa- samra áforma um kúgunarland- nám, einhverra hinna stórfelld- ustu, sem sögur fara af, en eru þegar í byrjun sóknar að margra fróðra manna dómi, þegar dauða dæmdar. Óeining í flokknum Erfiðleikar stjórnarinnar í Ungverjalandi stafa ekki ein- vörðungu af því, að bændur hafa ekki aðhyllzt stefnu henn- ar í landbúnaðarmálum, heldur og vegna sundrungar í flokkn- um. Það er löngu kunnugt, að hin „nýja stefna“ leiddi til þess, að miklar deilur voru vaktar í helztu nefndum og ráðum flokksins. Rakosi hefir að vísu getað varist áföllum, en hann kvartaði yfir því, að enn reyndu róttækir menn að ota sínum tota og íhaldssamir tækifærissinnar reyndu á allan hátt að tor- tryggja gerðir og stefnu stjórn- arinnar. Járnagi í flokkatilskipunum frá í marz síðastliðnum var lögð áherzla á nauðsyn járnaga. Flokksdeild- irnar úti um land, einkanlega í óorpunum, hefðu ekki reynzt óess megnugar að fylkja þjóð- inni að baki stjórnarinnar. Kom aað fram í ræðu Imre Nagy for- sætisráðherra. Og í framhaldi Dar af boðaði hann nýja sam- fylkingu alþýðunnar með sjálf- stæði að marki, í stað hinnar gömlu, sem á að starfa á breið- ari grundvelli en hún, og vera tengiliður stjórnarinnar og fólksins, sá tengiliður, sem kommúnistaflokknum hefir ekki enn tekizt að smíða. Það er mjög líklegt, að stjórn- in hafi einlægan áhuga á að afla sér hylli þjóðarinnar, því að hún er áhyggjufull vegna þess, sem gerzt hefir á undangengn- um mánuðum og í fyrra og traustið á framtíðinni fráleitt öruggt. Hún hefir lofað því, að næsta 5 ára áætlun, sem hefst 1956, verði miðuð við það í hví- vetna, að bæta lífskjör hinna vinnandi stétta, en hefir ekki upp á mikið að bjóða þangað til nema erfiði og bága afkomu. —VÍSIR, 14. júlí — TIL SÖLU — Sameiningin í sjötíu ár. Elzta kirkjulegt tímarit á íslenzku frá upphafi; þrjá- tíu og tvær bækur vel bundnar, tölusettar og gyltar á kjöl. Frekari upplýsingar hjá Mrs. FLORA BENSON Columbia Press Ltd. Winnipeg. ☆ ☆ ☆ BRÉF OG LJÓÐ SEND KVENNASÍÐUNNI Seattle, Washington, 2. sept. 1954 Kæra Ingibjörg, — Frú Lára Árnadóttir frá Húsavík í S.-Þingeyjarsýslu, kona Snæbjarnar Jónssonar bóksala í Reykjavík, sendi mér fyrir skömmu síðan meðfylgjandi kvæði. — Ég bað hana um leyfi að senda þér það til birtingar núna í byrjun haustsins. Frú Lára átti sextugs afmæli þann 16. ágúst s.l., og var þess minnst af hinum mörgu vinum hennar norðan lands og gunnan. Hún er greind kona og vandar allt sgpi hún sendir frá sér, hvort heldur í bundnu eða óbundnu máli. Með kærum kveðjum Þín einlæg Jakobína Johnson HAUST Nú strýkur haustið vœngjum vítt um sveit það vaggar gróðri jarðar hægt í blund, og smárahlíð og grasivajin grund, er gulnuð jyrr en nokkur um það veit, því jölnar vanginn jögru blómi á það jinnur gustinn norðurpólnum jrá. Og hafið þyngir róm, við reistan drang, það reiðir löðurhramminn jast að strönd. Mér heyrist lífið hlusta og standa á önd er hrynja lauj, sem tár í moldarjang. 1 lœkjarnið á ekkinn undirspil, það er sem dropinn finni sáran til. Og allt er hljóðnað jjalls á víðum vang. Svo verður lyngið hært á einni nótt, og hélufingur líður yjir ótt það allt, er sumarhöndin tók í jang. Hin þyngstu álög eru vetrar vá sem valda því, að gróður jölna má. Og þó á vetur jegurð, fína mjöll og jrostrósir með demantsglitið bjart, og norðurljósa hörpur, himins skart, sem hafa strengjum tillt á gömul fjöll. Þœr Ijósahörpur hagir vindar slá, en hljómar þeirra aldrei jörðu ná. Ég finn er haustsins vængur hittir mig, því hef ég birtu júní lagt í sjóð, og horjið sumar geymir ennþá glóð, við geisla þess ég legg á vetrarstig. Ég sætti mig við sólardagsins hvarj, þó sjái ég nú hvað lítið varð mitt starf. LÁRA ÁRNADÓTTIR frá Húsavík Selkirk, 27. ágúst, Ingibjörg J. Ólafsson Fyrsta elliheimili ólfunnar, sem búið er sundlaug

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.