Lögberg - 09.09.1954, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. SEPTEMBER 1954
V
GUÐRÚN FRA LUNDI:
DALALÍF
.r
Loksins voru dagblöðin þrotin að fróðleik. Jón sagði Línu að
láta þau öll í eldinn. Þau væru ekki nema til óþrifa. Hann teymdi
Fálka út úr húsinu, lagði á hann hnakkinn og reið ofan í kaupstað.
Þar var bókafélag. — Hann var fljótur, því að nú var komið ágætt
reiðfæri. Hann lét stóra bókahrúgu inn á eldhúsborðið, heilsaði
Línu með kossi, eins og hún væri eiginkona hans. Hún tók líka vel
á móti honum, leysti af honum skóna og klæddi hann úr ytri sokk-
unum og reiðbuxunum, hljóp inn eftir inniskónum. Hún sýndi það,
að hún ætlaði að verða góð eiginkona. Hann fór að athuga
bækurnar.
„Þessar ætla ég blessaðri konunni“, sagði hann og tók frá
þrjár bækur. „Hún lætur okkur þá í friði, meðan hún er að lesa
þær“, bætti hann við og hló dátt.
„Guð komi til!“ var allt í einu komið út fyrir varir hennar,
áður en hún vissi af.
„Vertu ekki að leggja nafn guðs við annan eins hégóma og
þetta“, sagði hann og hélt áfram að hlæja.
Þá var það sjálf húsfreyjan, sem kom alveg óvænt fram.
„Þú ert bara kominn aftur, og svona kátur?“ sagði hún fálega
og heilsaði honum með einum léttum kossi, því að hún þóttist vita,
að kæti hans stafaði af því, að hann hefði fengið sér í staupinu.
„Ég flýtti mér svona mikið heim með þessar fínu bækur
handa þér“, sagði hann og ýtti til hennar bókunum.
Hún blaðaði í þeim hverri eftir aðra og fór svo inn með þær,
án þess að segja neitt meira.
Lína sat í hnipri við vélina. Hún var hissa á því, hvað hugur
hennar var orðinn breyttur, síðan Borghildur fór að heiman. Hún
gat tæplega verið í návist húsmóður sinnar, óskaði helzt að hún
kæmi aldrei fram úr húsinu. Það hafði hún heldur ekki gert, nema
rétt um máltíðir. Hún vissi, að það var óhætt, að Lína væri eftir-
litslaus við niðri-verkin. Þau voru vel af hendi leyst, og matur og
kaffi alltaf á réttum tíma, eins og vant var. Henni létti fyrir brjósti,
þegar hurðin lokaðist á eftir henni. Hún réttist í sætinu og bar
höfuðið hærra. Þau sátu lengi þegjandi. Hún hrærði öðru hverju í
matarpottinum á vélinni. Henni fannst hann horfa á sig allt öðru-
vísi en hann var vanur, en hún gat ekki litið við. Hann sæi ekki
nema utan á vangann; en hún var ánægð yfir því, hvað hann var
rjóður og sællegur.
Það rökkvaði óðum, því að nú voru dagarnir orðnir stuttir.
Það var ómögulegt, að hann gæti lesið iengur. Hún spurði hann,
hvort hún ætti að kveikja.
„Nei, ég 'þarf að fara út að hugsa um hestana. En ég vil kaffi,
ef þú hefur það heitt“.
„En sú ómynd“, hugsaði hún, „að vera ekki búin að bjóða
honum kaffi fyrr“. Hún var fljót að hella í bollann.
„Komdu með svolítið út í, og svo færðu þér hérna kaffi
með mér“.
Hún sótti flöskuna. Hann hellti svo miklu út í bollann hjá
henni, að það flóði út úr.
„Nú er það alveg eins og það á að vera“, sagði hann. „Þú situr
hérna á hné mér, elsku stúlkan mín. Þykir þér ekki gott að fá út í
kaffið? Jú, náttúrlega. Þú átt að venja þig á að fá þér bragð, það
er svo hressandi. En venja þig af því að vera feimin og roðna.
Hingað til hefur þetta sæti þótt gott'
Hjarta hennar hoppaði af ánægju. Svona innilegur hafði hann
aldrei verið. Hann var líklega kenndur.
„Nú er að koma myrkur, og ég á eftir að hugsa um hestana.
Ég hef ekki getað yfirgefið eldhúsið og þig. Þú ert svo ung og falleg,
Lína. Þú veizt það ekki sjálf, hvað þú ert yndisleg. Og svo verð ég
vitlaus í myrkfælni“.
„Ertu myrkfælinn?“ spurði hún hissa. Það var ólíkt honum,
svona miklu karlmenni, og svo hafði hún aldrei heyrt það fyrr.
„Já, auðvitað er ég vitlaus í myrkfælni, þó að ég láti engan
vita um það. En ef þú kemur með mér út og brynnir hestunum
fyrir mig, þá verðum við enga stund. Það er ekki nema sanngjarnt,
fyrst ég hef fórnað þér öllum birtutímanum. Er það ekki?
„Ég þarf hvort sem er að sækja vatn“, sagði hún.
Það voru ekki nema fáir faðmar frá vatnsbólinu til hesthússins.
Það tefði hana ekkert, þó að hún byði hestunum vatn.
Það var niðamyrkur í eldhúsinu, þegar Þórður og Siggi
komu inn.
„Hverslags þremilsins myrkur er þetta?“ sagði Siggi hávær.
„Það er óvenjulegt, að maður sjái ekki til að fara úr hérna í eld-
húsinu. Auðséð er, að hún Borghildur mín blessunin er ekki hérna
á heimilinu núna“.
Hann barði í borðið og kallaði hástöfum: „Ljós — við
þurfum ljós!“
Rétt á eftir kom Ketilríður fram og spurði, hvort hann væri
nú alveg búinn að missa þessa litlu vitglóru, sem hingað til hefði
hangið í hausnum á honum.
„Við þurfum að fá ljós!“ sagði hann. „Það er ekki vanalegt,
að hér sé niðamyrkur. Það sést hver er fjarverandi núna“.
„Það er svo sem ekkert, sem gengur á fyrir þér núna, hafi það
fyrr skeð. Hefurðu ekki eldspýtur sjálfur, svo að þú getir kveikt?“
„Hvar er Sigurlína eiginlega. Getur hún ekki haft vit á að
kveikja, eins og hver önnur almennileg fanggæzla?“ sagði Siggi.
„Hvað skyldi ég svo sem vita um það?“ sagði hún og þreifaði
eftir eldspýtunum. „Ætli að hún sé ekki einhvers staðar að gaufa
með Þórði?“
„Er það vanalegt, að við séum að gaufa eitthvað?“ spurði
Þórður allt annað en blíðlega.
„Hana nú! Þar hef ég þá líklega einu sinni hitt naglann á
höfuðið“, sagði Ketilríður. „Ekki gat ég vitað, að þú værir þarna,
steinþegjandi eins og draugarnir. Ég bið forláts, ef ég hef farið með
einhverja fjarstæðu. En mér þykir líklegt, að þú reiðist ekki stór-
höggunum, frekar en steðjinn. Þú líkist honum alltaf talsvert
hvort eð er“.
Siggi hló í sífellu. „Nú þykir mér Ketilríður tala spaklega“,
sagði hann.
„Og þú lætur nógu fíflslega, eins og þinn er vani“, sagði hún
og þreifaði eftir lampanum á þilinu, tók glasið af, en glopraði því
ofan á borðið. Það kurlaðist í ótal parta.
„Þér hefði verið nær að þvaðra minna“, sagði Þórður.
„Þvaðra!“ tók hún eftir honum. „Það var ekki vegna þess, að
ég væri að hugsa um neitt annað, heldur var bara eins og gripið
í handlegginn á mér. Það er einhver fylgja að þvælast hér í kring-
um okkur“, sagði Ketilríður og kveikti á lampanum; hún dró um
leið niður kveikinn, svo að ekki ósaði. Svo sópaði hún saman gler-
brotunum með berum höndunum.
„Ætlarðu að skaða þig á höndunum, manneskja?“ sagði Þórður.
Gremjan vék fyrir undruninni yfir aðförum þessarar konu, sem
líktist aldrei neinni annarri kynsystur sinni í einu eða neinu.
„Það er hart skinnið á höndunum á mér, en ekki skæni eins og
á þessum ungu“, sagði hún glottandi. „Kannske er það hraunhúð.
Það á bezt við að hugsa sér það eftir Kötlunafninu, sem þið
bregðið fyrir ykkur stundum“.
Hún lét öll glerbrotin á disk, sem hún setti síðan á eldavélina.
„En það megið þið vera vissir um, að það kemur hingað gestur
áður en kvöldið er liðið. Nú, þarna er þá Sigurlína á ferðinni.
Kannske hún geti snuðrað uppi eitthvert lampaglas“.
Lína kom inn með vatnsfötu og setti hana á bekk rétt við
dyrnar.
„Varstu þá að sækja vatn?“ sagði Siggi. „Ketilríður hélt, að
þú værir að gaufa einhvers staðar með Þórði“.
„Með Þórði!“ át Lína eftir honum og gaut flóttalega augunum
til þess, sem hún hafði nefnt.
„Ójá“, sagði Ketilríður og glotti napurt. „Mér varð á að glopra
þessu út úr mér. Sigurður man það sjálfsagt svona fyrst um sinn.
En svo mölvaði ég lampaglasið, svo það má segja, að ég smíði
hvert axarskaftið eftir annað á þessu kvöldi“.
„Ég veit um glas“, sagði Lína og fór að leita inni í búrinu.
Hún kom bráðlega með lampaglas, þurrkaði það, lét það á
lampann og tendraði ljósið, svo að albjart varð í eldhúsinu.
„Þá held ég þú getir farið að komast úr utanyfirfötunum,
sörlinn þinn“, sagði Ketilríður við Sigga og fór inn.
Lína var snör í snúningum við eldhúsverkin. Hún vissi, að
hún hafði 'ekki staðið sig vel. Það var komið fram yfir hinn
venjulega tíma, sem piltarnir borðuðu miðdegismatinn. Þeir höfðu
mikið að gera, komu ekki inn allan daginn og borðuðu því ekki
fyrr en þeir höfðu lokið gegningum, en það var ekki fyrr en í
myrkri, því að nú var stutt til jóla.
Fyrst var að koma með þvottavatn, þá að sækja inn skóna og
taka plöggin og utanyfirfötin. Allt þurfti að komast á sinn vana-
stað. Þegar því var lokið, setti hún matinn á borðið; það var
kjötsúpa með gulrófum.
Þórður fylgdi henni með augunum. Hann tók eftir því, að
fátkenndur titringur var á höndum hennar, og allar hreyfingar
hennar öðruvísi en vant var. Skyldi það vera af því, að hún vissi
að hann var að horfa á hana. Siggi tók víst eftir því líka.
„Að sjá stelpubeygjuna“, sagði hann og stældi málróm Ketil-
ríði. „Loppurnar á henni skjálfa eins og á ketti“. Hann hló ertnis-
lega til þess að stríða Línu.
„Mér varð svo kalt úti við snúruna“, sagði hún.
„Hvað varstu svo sem að gera úti við snúru?“ spurði Þórður.
Það virtist bregða fyrir glotti á vörum hans.
„Nú, hvað gerir maður venjulega við snúrurnar, annað en að
taka inn þvott eða hengja hann út?“ sagði Lína dálítið afundin.
„Ég hef ekki séð neinn þvott úti í dag“, sagði Þórður.
„Ég gæti trúað því, að þú tækir kannske heldur lítið eftir því,
hvort þvottur er úti eða ekki“, svaraði hún í sama tón og áður.
„O, ég sé svo margt, sem álitið er að fari fram hjá mér“,
sagði hann.
Það vissi hún líka að hann gerði. Hún kafroðnaði og sagði:
„Eða þykist sjá það“.
Svo hvarf hún inn í búrið til þess að hylja hvað henni hafði
brugðið. Svona gat Þórður verið napur.
Þá heyrðist glaðvær rödd húsbóndans og mannamál framan
úr göngunum.
„Nei, sjáum til. Nú held ég, að Katla gamla þykist forspá'
sagði Siggi. „Það eru að koma gestir. Sífellt er maður að reka sig á
það, að þeim kjöftugu ratast oft satt á munn“.
Gesturinn var Borghildur og fylgdarmaður með henni vestan
frá Felli. Henni var fagnað eins og hún væri móðir allra á heimil-
inu, og hún var innilega glöð yfir því að vera komin heim aftur.
„Mér finnst ég vera búin að vera marga mánuði í burtu“, sagði
hún, þegar hún var setzt að matborðinu með fylgdarmanni sínum.
„Og það sem meira er, mér finnst eldhúsið mitt vera eitthvað öðru
vísi en það var, og þó er það með alveg sömu ummerkjum og þegar
ég skildi við það“.
Anna sat frammi og hafði verið að skrafa við Borghildi. Hún
sagði með aðdáun í röddinni:
„Það er ekki hætt við öðru en að það líti vel út hjá henni Línu
minni. Hún er alveg einstök“.
I
Borghildur tók lampann ofan af þilinu, þegar hún var orðin
ein eftir frammi, fór inn í búrið og athugaði allt, hátt og lágt, lýsti
inn í skápana og upp á hillurnar, en þa rvar ekkert nýtt að sjá.
Hvað var það, sem hafði komið fyrir meðan hún var í burtu?
Seinna um kvöldið, þegar allt heimilisfólkið sat yfir dúkuðu
borði og drakk súkkulaði og kaffi með heitum lummum og mörgum
fleiri brauðtegundum, sem fram voru reiddar vegna heimkomu
hennar, þóttist hún allt í einu koma auga á hvað það væri, sem var
orðið breytt. Það var Þórður.
„Hefurðu verið lasinn, Þórður? Þú hefur bara grúthorazt
maðan ég var í burtu“, sagði hún.
„Kannske þér detti í hug, að ég hafi saknað þín svo mikið,
að ég hafi ekki þrifizt?" sagði hann.
„Eins og það geti ekki skeð? Við erum nú orðin svo vön því
að snúast hvort utan um annað. Kannske erum við eins og hestar,
sem svitna undir sama hnakk, að við getum ekki skilið“, sagði
Borghildur.
Allir höfðu litið á Þórð, nema Lína, og þeim sýndist hann hafa
lagt af og vera dálítið öðru vísi en hann var vonur. Það fór ekki
::ram hj henni Borghildi, hvernig hjúunum leið á þessu heimili.
Daginn eftir v$r prjónavélinni komið fyrir þar sem bjartast
var í baðstofunni, og Borghildur tók til starfa, fullnuma í sinni
fræðigrein. Margar spjarir voru prjónaðar á dag. Kvenfólkið stóð
allt í þvögu utan um Borghildi og horfði á þessi miklu afköst.
Jafnvel dugnaðarforkurinn hún Ketilríður viðurkenndi, að nú
gengi þó undan Borghildi. En allt var það náttúrlega að þakka
þessum vélavargi. Lína gerði ekki annað en sauma saman prjóna-
flíkur þær stundir, sem hún hafði afgangs frá niðri-verkunum.
Konurnar utan úr dalnum komu frameftir með band og biðu
venjulega, á meðan prjónað var fyrir þær. En þetta var erfitt
fyrir Borghildi. Hún varð þreytt, og kvartaði um verki í hand-
leggjunum á kvöldin, þegar hún hafði prjónað allan daginn.
Hún fór að kenna Línu að prjóna, og hún var lagin.
„Það er engin hætta á því, að Lína geti ekki komizt upp á að
prjóna, hún er svo lagin við allt, sem hún gerir“, sagði Anna. Hún
dáðist alltaf að Línu, enda var hún myndarleg til allra verka.
Og Lína flýtti sér eins mikið og hún gat með niðri-verkin, svo
að hún gæti snert á vélinni. Það var svo gaman. Venjulega sátu
þær þrjár kringum vélina á kvöldin. Anna snerti sjaldan á vélinni.
Það var alltof erfitt verk fyrir hana.
En framan úr eldhúsinu heyrðist undirgangur, dunur og
hlátrarsköll af áflogum karlmannanna.
„Alveg hreint er það yfirgengilegt, að fullorðnir menn* skuli
geta látið svona kvöld eftir kvöld“, sagði Anna eitt sinn, þegar
allt ætlaði um koll að keyra frammi. „Aldrei held ég að meira
hafi gengið á en þennan tíma sem þú varst í burtu, Borghildur.
Það gekk nú svo langt eitt kvöldið, að ég sagði Jóni, að mér dytti
ekki í hug að bæta buxurnar hans, ef hann þyrfti að rífa utan af
sér fötin eins og smástrákur. Og hvað heldurðu að hann hafi sagt?“
„Hann hefur líklega sagt, að þær gætu beðið eftir mér“, sagði
Borghildur og brosti.
„Já, hann sagði það“.
Ketilríður stanzaði rokkinn og færði til á hnokka.
„Það er nú áreiðanlegt11, greip hún fram í, „að fjandinn sjálfur
er algerlega hlaupinn í Þórð. Hann lætur húsbóndann aldrei í
friði. I gærkvöldi hellti hann vatni ofan á hálsinn á honum, til
þess að koma honum til við sig“.
„Ósköp eru að heyra til þín, Ketilríður“, sagði Anna. „Guð
fyrirgefi þér þetta tal“.
„Ójá, vonandi gerir hann það“, sagði Ketilríður. „En þetta er
nú samt satt, sem ég segi. Ég þekki ekki Þórð fyrir sama mann og
hann var fyrir nokkrum vikum“.
Þá sleppti Borghildur sveifinni á prjónavélinni og gekk fram í
eldhúsið. Hún stazaði rétt fyrir framan dyrnar, og virti fyrir sér
þá, sem þar voru. Jón sat í stiganum og neri mjöðmina hálf-
hlæjandi. Þórður sat á stól við borðið, dimmrauður í andliti eftir
áflogin. Siggi sat á öðrum stól. Hann hafði auðsjáanlega ekki verið
í tuskinu. Jakob og Dísa stóðu á gólfinu. Jakob var að reyna að
tálga fugl úr ýsubeini.
„Ég skil bara ekkert í þér, Þórður“, sagði Jón. „Þú ætlar alveg
að kreista holdið frá beinunum á mér. Ég hélt, að við værum þó
ekkert óvanir því að tuskast“.
„Eiginlega hélt ég, að þið ætluðuð að kollvarpa eldhúsinu",
sagði Borghildur. „Það er víst af því, að ég hef verið þennan tíma
fjarverandi, á ákaflega rólegu heimili, að mér ofbjóða svo lætin í
ykkur“.
„Það er Þórður, sem er orðinn alveg óviðráðanlegur“, sagði
Jón. „Hann klípur mig svo, að ég er alveg hissa. Ég get vel trúað
því, að gigt setjist að í mjöðminni á mér, svo að ég megi haltra við
prik með tímanum. Það yrði óskemmtilegt fyrir Þórð, að vera
orsök í því“.
„Þú færir þá bara ögn hægar“, sagði Þórður og sendi hús-
bónda sínum óblítt hornauga, sem Borghildi sýndist loga af hatri.
Dísa veltist um af hlátri: „Þá verður gaman að sjá pabba!“
sagði hún.
„Mikil déskotans óart er í þessari stelpu“, sagði Þórður. „Þú
mátt svei mér vera hreykinn af þessu fósturbarni þínu, Jón. Sú
launar einhvern tíma uppeldið. Henni finnst það skemmtileg til-
hugsun, ef þú þarft að haltra við prik“.
„Hún er nú svo ung, skinnið litla, að hún skilur ekki hvað
það er“, greip Borghildur fram í.
„Auðvitað er þetta kjáni, sem ekkert skilur. Hvernig getur
annað verið — undan Páli postula“, hélt Þórður áfram.
Dísa þaut til hans og beit hann í hendina áður en hann vissi af.
Hann hratt henni hart frá sér, og hefði hún eflaust dottið, ef
Borghildur hefði ekki gripið í hana.
„Hvernig stendur á því, að þú hegðar þér svona, barn?“ sagði
Borghildur ströng á svip, þó að henni væri það kunnugt áður, að
hún átti það til að koma þannig fram, þegar hjónin sáu ekki til.
„Ég segi mömmu þetta“, sagði Dísa reið.
„Ekki að hlaupa, Dísa“, sagði Jón skipandi. „Ef þú gerir það,
þá læt ég þig fara í burtu. Ég vil ekki hafa börn á heimilinu, sem
bíta eins og hundar“.
„Ég skal aldrei gera þáð oftar, ef ég þarf ekki að fara að Hóli
aftur, eða á einhvern annan vondan bæ“, sagði Dísa væluleg 1
málrómnum.
„Mundu þá að vera gott barn“, sagði Borghildur.
Jakob lagði hnífinn sinn og ýsubeinið á borðið og færði sig tU
Þórðar. Hann staðnæmdist við hné hans:
„Þórður minn“, sagði hann og greiddi með fingrunum hárið
frá enni hans, sem var í óreið ueftir áflogin. „Af hverju ertu svona
vondur við hann pabba? Viltu, að hann verði haltur og þurfi að
ganga við prik, eins og hann pabbi þinn?“
Þórður tók drenginn á hné sér. Þó að hann væri orðinn nokkuð
stór, þá var hann ekki óvanur því að vera kjöltubarn.
„Manst þú eftir pabba mínum?“ spurði Þórður; svipur hans
léttist og dimmrauði liturinn hvarf af andlitinu.
„Já, ég man vel eftir honum. Hann gekk svo skrítilega. Ég
vissi, að hann átti bágt. Og hann var svo góður við mig og kallaði
mig alltaf „dalaprinsinn“. Mér þykir það fallegt nafn; en það hefur
enginn annar en hann kallað mig því nafni. Ég man líka eftir
kistunni hans, þegar þú komst með hana. Það var svo kalt, að eg
treysti mér ekki til að fara út, ég sá hana bara út um stofu-
gluggann".
Þórður var farinn að strjúka gullbjart, silkimjúkt har
drengsins.
„Þú manst þetta allt rétt, góði drengurinn minn. Þú ert svo
indæll. Pabbi þinn er að segja þetta að gamni sínu. Hann verður
aldrei haltur. Ég skal ekki fljúgast svona harkalega á við hann,
svo að þú þurfir ekki að vera órólegur“, sagði Þórður í breyttuxn
málrómi.