Lögberg - 09.09.1954, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.09.1954, Blaðsíða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT ■ SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 9. SEPTEMBER 1954 NÚMER 36 Fuglafræðingur og skógrækfarmaður ■ heimsókn Hér á landi hafa um nokkurt skeið dvalizt tveir Bandaríkja- ^ienn. Er annar þeirra prófessor 1 plöntufræði við háskólann í Michigan, dr. Dow Baxter að hafni, en hinn er ungur maður, fuglafræðingur, Richard Zusi að nafni. — Hann býr sig nú undir að semja doktorsritgerð. Hann kvaðst vera hingað kominn af alþjóðlegum fundi plöntu- og skógarfræðinga, sem haldinn var í París. — Maðurinn, sem vakti athygli mína á Islandi, var Fairfield Osborne, höfund- Ur bókarinnar Heimur á heljar- þröm, — Þá bók íslenzkaði Há- ^on skógræktarstjóri Bjarnason. Fór Osborne miklum viður- kenningarorðum um Hákon við Próf. Baxter og taldi hann í tölu fremstu skógræktarmanna. Hér hefur hann kynnt sér skógrækt- armálin og tilraunir íslendinga þess að koma upp nytjaskógi * landinu. Kvað hann Skógrækt ríkisins hafa unnið hreinasta þrekvirki á þessu sviði. Þekking íslenzkra skógraektarmanna væri mjög rnikil og góð. — Sem dæmi nefndi hann frætekjuna í Alaska, þar sem trén vaxa við svipuð skilyrði og hér. — Þá þótti honum skjólbeltin fyrir nytjaskóginn sýna þekkingu á þessum málum hér. — Með skjól beltunum ættuð þið að geta komið upp nytjaskógi á nokkr- um áratugum. Þið ættuð sjálfir a^ geta framleitt allan þann við, sem þarf til girðinga í sveitum ^ndsins, sagði hann. Prófessor Baxter hefur ferð- ast milli skógræktarstöðvanna í l^ndinu og kvað þær vera hverri annarri betri og fróðlegri að ^eimsækja. Þar er unnið mark- Vlst að vísindalegum athugun- Ufn á því, hvernig landnemun- um vestan frá Alaska eða öðrum ^ndum vegnar í moldu hér. Þá Hafði hann orð á því, að sér Psetti merkilegt, hve kynbótum a sviði trjáræktunar virtist miða Vel áfram. IHjög rómaði hann alla fyrir- Sreiðslu starfsmanna Skógrækt- arinnar. — Hér hefur prófessor- lnn einnig kynnt sér sjúkdóma * trjám, en það er sérgrein ans. — Taldi hann sig hafa undið þrjár skaðlegar sveppa- legundir. Myndi hann senda skógrasktinni skýrslur um það, er hann kæmi heim. En það var skoðun hans, að væntanlegum skógum landsins myndi ekki stafa hætta af sveppum eða annarri sýkingu, þar eð aðfluttu ren vaxa upp af fræi. H'uglafræðingurinn Richai Usi kvaðst hér hafa notið mi L,lar og góðrar hjálpar Fim uðmundssonar. Hefur Zu a- brugðið sér norður að M Vatnj og út í Vestmannaeyja 111 nokkra hríð var hann úti 1 lum grasi grónum hóln Undan landi Korpúlfsstaða. Þ; Verpir hettumáfurinn. — Kvað lehard Zusi hafa reynt < ynna sér lifnaðarháttu hai ar og annað í sambandi v ^°ktorsritgerð í fuglafræði u ettumáfinn, sem hann vinm undirbúningi að. Fuglalíf n^ennt í landinu kynnti har er að sjálfsögðu. j ^ann kvaðst vilja nota tæV ^rið til þess að vekja athyg almennings á hinu frábæra fuglasafni Kristjáns Geirmunds- sonar á Akureyri. — Það væri leitt til þess að vita, ef Akur- eyringar ekki nota sér þetta safn Kristjáns. Fuglasafn þetta er ómetanlegt, og ættu Akur- eyringar að forða því frá glötun og eyðileggingu, sagði hann. Þeir félagar eru nú á förum heim. — Báðu þeir Morgun- blaðið fyrir kveðjur til þeirra fjölmörgu, sem á einn eða annan hátt hefðu greitt götu þeirra hér. —Mbl., 6. ágúst íslenzkukennsla við háskólann íslenzkukennsla hefst við há- skólann 20. september að lokinni innritun dagana 15.—18. septem- ber. Nemendur þeir, er hyggja á íslenzkunám í vetur, eru beðnir að koma til viðtals, áður en þeir láta innrita sig. Mun ég verða í skrifstofu minni innritunardag- ana, herbergi nr. 207 í Arts- byggingunni. Finnbogi Guðmundsson Batnandi horfur Að því er hveitiráðinu og ein- stökum kornkaupmönnum segist frá, hafa horfur um sölu hveitis héðan úr landi batnað til muna upp á síðkastið. Á Bretlandi hef- ir kornuppskeran orðið með allra rýrasta móti og þess vegna hefir eftirspurnin þaðan eftir canadisku hveiti aukist jafnt og þétt. í ýmsum öðrum löndum Norð- urálfu hefir uppskera einnig orðið næsta léleg. Gifting Á föstudaginn 3. sept. voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju þau Clara Hólm- fríður Stefánsson, og Leslie Gaven Will, bæði til heimilis hér í borginni. Brúðurin er dótt- ir þeirra Kristínar og Pálma Stefánssonar frá Steep Rock, en brúðguminn er af skozkum ættum, námsmaður við Manitoba háskólann. Að afstaðinni hjóna- vígslunni, sem dr. Valdimar J. Eylands framkvæmdi, var afar fjölmenn veizla að heimili þeirra Mr. og Mrs. S. M. Bjarna- son á Belvidere Ave., og var þar veitt af mikilli rausn. Heimili ungu hjónanna verður í Winnipeg. Appointed Miss Ásta Eggertson The board of directors of the Children’s Aid Society of Win- nipeg, Thursday accepted the resignation of the Society’s executive director, Miss Muriel Frith. Miss Asta Eggertson, assistant to the executive direct’or, was appointed by the board as executive director. Miss Eggertson, a graduate of the school of social work of the University of Manitoba in 1944, joined the staff of the Society in 1951. She had previously occup- ied positions on the staffs of the family welfare bureau in Ed- monton, the public welfare department of the Manitoba and the Winnipeg juvenile and family court. Miss Eggertson is the daughter of Mrs. Thorey Eggertson and the late Arni Eggertson. Til framboðs í Selkirk Sýnt þykir, að aukakosning til sambandsþings fari fram í Sel- kirk-kjördæmi að áliðnu hausti, en kjördæmið losnaði vegna frá- falls þingmannsins, Mr. Woods; nú er vitað um tvo frambjóð- endur, Mr. Bryce, C. C. F., fyrr- um þingmann kjördæmisins, og Mr. Veitz, er býður sig fram af hálfu íhaldsmanna og búsettur er að Petersfield. Víst má telja að Liberalar velji sér þingmannsefni, þó enn sé eigi vitað hver verði fyrir valinu, því enn hefir eigi verið kvatt til framboðsfundar; nokk- uð hefir þó verið talað um í þessu sambandi Mr. Morrison járnvörukaupmann í Selkirk, sem er vinsæll maður og vel metinn, en hvort hann gefur kost á sér, getur verið annað mál. STEPHAN G.: From a Speech on lcelandic Day You may visit each country, Through the world you may roam, And your soul will forever Bear the shape of your home. Niece to ice and volcano, Son of Longhill and lea, ’Kin to Gullfoss and Geyser, Grown by Skerry and sea. What you think o’er our kingdoms Or our heaven in hope, All the lands of your future Have their falls and a slope. In Eternity’s ocean Waits your island for you, Nightless midsummer country, Land of glorious view. An Icelandic Elysium, ’Tis the land of your dreams, Only bloom-clad the mountains, Every Baldjökull gleams. Niece to ice and volcano, Son of Longhill and lea, ’Kin to Gullfoss and Geysir, Grown by skerry and sea. —Translated by Sigurður Norland. Fréttir fré ríkisútvarpi íslands 29. ÁGÚST --------------- Vikuna, sem leið, var framan af hæg austlæg átt hér á landi, en hvessti af austri á miðviku- daginn og var þá mjög hvasst og rigning við tfuðurströndina. Síð- an hefir verið • breytilegt veður. Á föstudaginn var komin norð- austan átt og bjart veður sunn- anlands og í gær var bjart veður. í morgun var austan stormur í Vestmannaeyjum og rigning sunnanlands en úrkomulaust nyrðra. Hlýtt var framan af vik- unni en kalt seinni partinn, hrím mun hafa fallið sums staðar á jörð aðfaranótt laugardags, en hvergi mældist frost að ráði. 1 morgun var aðeins tveggja stiga hiti á Grímsstöðum á Fjöllum, en hlýrra talsvert í lágsveitum. ☆ Heyskapur hefir gengið sæmi- lega norðanlands og austan að undanförnu, en lakar sunnan- lands, m. a. hefir verið óþurrka- tíð í Vestur-Skaftafellssýslu. í sveitunum við Eyjafjörð er hins vegar heyskap að ljúka. Margir bændur hafa þegar hirt allt hey og er það fyrr en vanalega. Hey- fengur telst þar í góðu meðal- lagi. ☆ Margir bátar eru nú á rek- netaveiðum, bæði norðanlands og sunnan, en veiði hefir verið misjöfn. Um fyrri helgi hafði að- eins verið saltað í 2200 tunnur síldar sunnanlands, en talsvert var saltað í vikunni, sem leið. Nokkrir togarar eru nú komnir á veiðar fyrir Þýzkalands- markað. ☆ Á morgun hefst í Reykjavík fundur utanríkisráðherra Norð- urlanda og verður settur í há- skólanum kl. 10,30. Þar verður einkum rætt um afstöðu Norður- landa í ýmsum helztu málun- um, sem eru á dagskrá alls- herjarþings Sameinuðu þjóð- anna, er hefst í New York í næsta mánuði. Halvard Lange, utanríkisráðherra Norðmanna, kom til Reykjavíkur í gær- kveldi, H. C. Hansen, utanríkis- ráðherra Dana, er væntanlegur á morgun, og þá kemur enn- fremur Arne Lundberg, skrif- stofustjóri í sænska utanríkis- ráðuneytinu, er situr fundinn í stað Undéns utanríkisráðherra, sem ekki á heimangengt vegna kosningabaráttunnar. í för með hverjum þessara manna eru nokkrir starfsmenn utanríkis- ráðuneytanna, skrifstofu- og deildarstjórar. Af íslands hálfu sitja fundinn, auk dr. Kristins Guðmundssonar utanríkisráð- herra, þeir Magnús Vignir Magnússon skrifstofustjóri, Thor Thors sendiherra, og deildar- stjórarnir Hans G. Andersen, Henrik Sv. Björnsson og Sig- urður Hafstað. Fundinum lýkur á þriðjudaginn, og munu erlendu fulltrúarnir flestir halda heim- leiðis á miðvikudaginn. ☆ Sýning á norskri nútímalist var opnuð í Listasafni ríkisins í dag að viðstöddum fjölda gesta, og fluttu þar ræður Bjarni Bene- diktsson menntamálaráðherra og Halvard Lange utanríkisráð- herra Noregs. Sýningin er hald- in í boði ríkisstjórnar Islands, og eru þeir verndarar hennar for- seti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, og Hákon Noregskon- ungur. Þar eru 220 listaverk eftir 62 núlifandi norska lista- menn, — málverk, höggmyndir, vatnslitamyndir og svartlistar- myndir. Fimm norskir lista- menn komu til Reykjavíkur á miðvikudaginn var til þess að koma myndunum fyrir í sýning- arsölum Listasafns ríkisins, en meðal þeirra er Stinius Frede- riksen myndhöggvari, sem er formaður stjórnar Sambands myndlistarmanna, og Reidar Aulie listmálari, formaður dóm- nefndar opinberra listsýninga í Noregi. — Sýning íslenzkra listaverka var haldin í Noregi árið 1951 í boði norsku ríkis- stjórnarinnar, og voru þau lista- verk sýnd fyrst í Osló en síðan í fjórum öðrum borgum. Þá var um það talað, að æskilegt væri, að efnt yrði bráðlega til norskrar listsýningar í Reykjavík. í fram- haldi af þessu sendi Mennta- málaráð Islands norska mynd- listarfélaginu boð snemma á þessu ári, að undirlagi ríkis- stjórnarinnar, að norska mynd- listarfélagið efndi til almennrar listsýningar, þeirrar sem opnuð var í dag. ☆ Aðalfundur Sambands ís- lenzkra rafveitna var haldinn í Vestmannaeyjum og flutti Jakob Gíslason, raforkumála- stjóri, þar erindi um raforkumál Vestmannaeyja. Ræddi hann m. a. þá lausn á málinu að leiða rafmagn með sæstreng til Vest- mannaeyja. Samkvæmt laus- legri áætlun myndi það kosta um 10 miljónir króna að leiða raf- magnið á þann hátt til Eyja frá Hvolsvelli, og væri þá miðað við, að sæstrengurinn gæti flutt 3000 kílóvött. ☆ Aðalfundur Prestafélags Suð- urlands hófst í Haukadal í dag og messuðu aðkomuprestar í kirkjum í héraðinu. Á morgun verður farið í Skálholt, en auk venjulegra aðalfundarstarfa er nú endurreisn Skálholtsstaðar á dagskrá. ☆ Nú í vikunni voru undirritaðir samningar milli Reykjavíkur- bæjar og Stéttarfélags verkfræð- inga, en verkfræðingar hjá ríki og bæ sögðu upp samningum í vor og kröfðust hærri launa. — Ríkisstjórnin hefir ekki samið við félagið. ☆ Ferðafélag Islands hefir reist sæluhús á Þórsmörk. Er það átt- unda sæluhús félagsins og stærst þeirra. Þar eru 27 hvílurúm og geta 50 manns gist þar. Hús þetta er reist til minningar um Kristján Ó. Skagfjörð, sem var einn af forystumönnum Ferða- félags Islands og framkvæmda- stjóri þess um langan aldur. ☆ Norski tundurspillirinn Aren- dal kom í heimsókn til Reykja- víkur í gær og dvelst þar til fimmtudags. Sklp þetta, sem er rösklega 1000 lestir að stærð, er nótað sem æfingaskip fyrir norsk sjóliðsforingjaefni og eru 55 þeirra á skipinu. Til Reykjavíkur kom það frá Liverpool. ☆ Skáksamband Islands efndi til fjársöfnunar til að standa straum af kostnaði vegna farar skák- manna á skákmótið, sem hefst í Amsterdam á laugardaginn kemur. Skáksambandið taldi að safna þyrfti um 40,000 krónum, en á skömmum tíma söfnuðust rúmlega 60,000 krónur, og verður sendur 6 manna flokkur. ☆ Félagið Menningartengsl Is- lands og Ráðstjórnarríkjanna hefir ákveðið, að gera septem- bermánuð að kynningarmánuði, þannig að allar deildir félagsins, 16 að tölu, stuðli samtímis að menningarfræðslu um Sovét- ríkin. I því skyni hefir félagið boðið hingað lista- og vísinda- mönnum frá Sovétríkjunum, og hefst kynningarmánuðurinn með ballettsýningu og hljómleikum í Þjóðleikhúsinu 1. september. ☆ I sumar hefir verið unnið að rannsóknum í Skálholti í um- sjá þjóðminjavarðar og norsks fornleifafræðings. Fyrra laugar- dag urðu þeir, sem vinna að rannsóknunum, varir við stein- kistu, og telur þjóðminjavörður að það sé kista Páls biskups Jónssonar, er biskup var í Skál- holti frá 1195 til 1211. Páll var sonur Jóns Loftssonar og höfð- ingi mikill, lærður í Englandi og tók biskupsvígslu í Lundi. Um hann segir, að hann lét steinþró gera, ágæta haglega. Er hann eini biskupinn hér, sem getið er um að veittur hafi verið slíkur umbúnaður. Steinkista þessi er gerð úr heilum steinum. Hún er rösklega tveir metrar að lengd og mjög haglega höggvin. Stein- hella er yfir og virðist kistan hafa verið óhreyfð alla tíð. Kist- an liggur í suðurkrossálmu kirkjugrunnsins gamla, og hefir sennilega verið miðsvæðis í kirkju þess tíma. Kistan hefir ekki verið opnuð ennþá. Þetta er merkasti fundurinn í Skálholti síðan byrjað var að grafa þar. Skálholtsrannsóknirnar ganga vel, en töluvert er þar enn ógert, og munu þær eflaust standa langt fram í september. ☆ Leikflokkur frá Þjóðleikhús- inu er nú á ferðalagi austan- lands og sýnir franka sjónleikinn Topaze. ☆ Á föstudaginn kemur verður opnuð í Osló svartlistarsýning, sem haldin er á vegum norræna svartlistarsambandsins. íslenzk deild í sambandinu var stofnuð í vor, og er Jón Engilberts for- maður hennar. — Fjórir íslenzk- ir listamenn sýna samtals 30 myndir á sýningmnni í Osló. ☆ Karlakórinn Fóstbræður í Reykjavík leggur af stað í söng- för til meginlands Evrópu og Bretlands á miðvikudaginn kem- ur. Söngstjóri er Jón Þórarins- son, söngmenn 45. Sungið verður í Lubeck, Hamborg og Kiel í Þýzkalandi, ennfremur í Hol- landi og Belgíu, París, London, Glasgow og Edinborg. Einsöngv- ari með kórnum er Kristinn Hallsson. Á hverjum hljómleik- um verður að minnsta kosti helmingur laganna eftir íslenzka höfunda. Kórinn syngur víða í útvarp, og í sjónvarp í París. ☆ I gærmorgun lagði flokkur knattspyrnumanna af stað til Þýzkalands í kepnnisför. Það er íþróttabandalag Akraness, sem sendir knattspyrnuflokk til Þýzkalands, en knattspyrnulið frá Hamborg var í heimsókn hjá Akurnesingum í sumar. Akur- nesingar urðu Islandsmeistarar í knattspyrnu í sumar, og sex úr liði þeirra voru í íslenzka lands- liðinu, sem keppti við Svía í Kalmar á þriðjudaginn var, en þar töpuðu íslendingar með tveimur mörkum gegn þremur. Fyrsti leikur Akurnesinga í Þýzkalandsförinni er í Hamborg í dag'við úrvalslið borgarinnar, en næsti leikur þeirra verður á miðvikudaginn í Hannover gegn Þýzkalandsmeisturunum. Þriðji leikurinn verður á sunnudaginn Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.