Lögberg - 23.09.1954, Síða 3

Lögberg - 23.09.1954, Síða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. SEPTEMBER 1954 3 hernámi, en síðari atburðir virt- ust benda til þess, að Bandaríkin hafi viljað styrkja þennan veika hlekk í varnarkeðju vestursins. Hverjar svo sem hvatirnar hafa verið, þá hófu Bandaríkjamenn alhliða umbótastarf í landinu. Gjörbreyting varð í heilbrigðis- uiálunum og landsbúar lærðu sumar algengustu reglur í þrifnaði. En hernámið var ekki vinsælt og Haitimenn vildu ekki ,ástand‘ í landi sínu undir nokkrum kringumstæðum. Sundrungar- öflin innanlands sameinuðust í baráttu gegn hinum erlenda stjórnara og fengu því loks til leiðar komið að herinn hvarf á brott til fulls árið 1933. Banda- n'kjamenn hættu öllum afskipt- um af málefnum landsins og má gera ráð fyrir, að þeir hafi verið búnir að fá sig fullsadda. Því miður vildi fljótt sækja í sama horfið með marga hluti, sem herinn hafði komið í betra horf. Máske má að einhverju leyti rekja orsakirnar til þeirrar staðreyndar að í raun og veru fyrirlíta Haitimenn hvíta kyn- stofninn og flestar hans tiltektir. Fram til ársins 1889 gat enginn hvítur maður fengið borgara- réttindi á Haiti og enn gagnar Það þeim lítt til mannvirðinga að eiga mikið fé eða stórar lend- ur. Hvítir menn komast ekkert afram í pólitík. Þannig eru metin jöfnuð í þessu litla eyríki, fyrir htað fólk um allan heim. Það furðulega er þó, að það eru ekki svertingjarnir, sem uiesta virðingu hafa á Haiti heldur kynblendingar, fólk, sem hefir hörundslit eins og kaffi, blandað til helminga með mjólk. Um 300 fjölskyldur með þennan htarhátt mynda lokaðan hring í Hort au Prince. Kynblending- arnir eru laglegri en svertingj- urnir, eftir okkar smekk. Þeir eru eðlisgreindir og glaðlyndir °g þeir, sem eru í lokaða hringn- um, sækja menntun sína til Parísarborgar. Fáir komast inn á heimili aðalsins, þó er forset- anum stundum boðið í veizlur, með nokkurri tregðu. En for- setar eru flestir eins og kaffið svart. 20. öldin Mjög virtist mér hreinlætis- °g hollustuháttum ábótavant í Port au Prince og vildi ég þó gjarnan sjá það sem betur fór. Peir hafa ekki byggt þar yfir lækinn ennþá og víða má sjá °pin skolpræsi. Geta allir THIS SPACI CONTRIIUTID B Y DREWRYS MANITOBA O I V I S I ON WESTERN CANADA BREWERIES IIMITID ímyndað sér hversu slíkt er þokkalegt í hita brunabeltisins. Ástandið kvað þó vera barna- leikur hjá því, sem var fyrir her- námið. Þá gerðu Port au Prinsar sér lítið fyrir og fleygðu öllum úrgangi út á göturnar. Illfært var frá höfninni upp í bæinn fyrir skarnhaugum. Sárafáir eru læsir eða skrif- andi. Ég sá af hendingu á hótel- inu einfalt dagblað, sem mér var sagt að væri aðalblaðið í bænum, en fáir læsu nema menntamenn. Ég fór um bæinn þveran og endilangan til þess að ná í ein- tak af þessu blaði, en það lukk- aðist ekki. Tilraun til þess að finna ritstjórnarskrifstofurnar tókst ekki heldur. Heimsfréttirn- ar skipta litlu máli fyrir þetta fólk og ég held að fáir hafi nokkra hugmynd um hvað gerist erlendis. Það virðist eins og árin og ald- irnar hér hafi runnið saman í eitt, mér fannst ég vera horfinn inn í löngu liðna tíð. Landið er vel fallið til rækt- unar, en jarðvegurinn er víða orðinn rýr af margra alda rán- yrkju. Svo stendur kunnáttu- leysið landsbúum fyrir þrifum og fátækt er mikil. UNESCO hefir á síðustu árum reynt að efla sjálfsbjargarvið- leitni Haitimanna og draga úr hinum útbreiddustu sjúkdóm- um. Einföld hollráð, eins og til dæmis það að kasta ekki úr- gangi í vatnsbólin, hafa stórum bætt heilsufarið. Ekki trúðu dala bændur því að UNESCO væri stofnun. „Hvað er stofnun?“ sögðu þeir. En Monsieur UNESCO á auknum vinsældum að fagna og börnin eru skírð eftir honum. Göturnar í Port au Prince iða af gangandi fólki, en lítið er um farartæki. Tæplega er hægt að tala þar um verzlunargötur og fáar byggingar vekja athygli. Það skal þó játað, að húsakynni café-au-lait aðalsins sá ég ekki. Húsin eru yfirleitt mjög óvönd- uð. Mörg hvíla á hrörlegum staurum og sýnist manni að ekki þurfi mikinn jarðskjátakipp til að kollvorpa þeim eða vindgust til að feykja þeim burtu. Um eina götu varð mér reikað, þar sem ég sá inn í fangelsis- garð. Var ömurlegt að sjá svert- ingjana húka þar í hitanum, suma í hlekkjum. Verðir spík- sporuðu þar um á milli fang- anna með byssur við öxl. Ekki sá ég nema eitt kvik- myndahús, þó þau kunni að vera fleiri. Einn „næturklúbbur“ er í Port au Prince eða raunar útborginni Petionville. Þar er dansað í hringmynduðu bambus- húsi — Cabane Choucoune — opið aðeins á laugardögum. Svo sem geta má nærri, státar Port au Prince af myndastyttum gömlu konunganna og keisar- anna. Sérstaklega er stytta Dessalines eftirtektarverð. And- litsfallið er alls ekki líkt því sem er á negrum. Dessalines heldur sverði sínu hátt á loft og er hinn vígalegasti. En sagan segir, að þetta sé alls ekki hans eftirmynd. Stjórnin gerði út sendimann til Parísar til þess að láta steypa styttu Dessalines, en það fór fyr- ir honum eins og svo mörgum öðrum, að heimsborgin glapti hann. Svo vaknaði hann einn morgun og það rann upp fyrir honum, að hann var bæði styttu- laus og peningalaus. Hinn svarti embættismaður fór í öngum sín- um til styttusteypara og var þá svo heppinn, að hann gat fengið franskan admirál fyrir slikk. Þessa styttu sendi hann heim, með nýrri áletrun. — Stjórninni fannst styttan svo tilkomumikil, að hún tók við henni í þeirri von, að ekki yrði um of hugað að and- litsfallinu. Ég spurði einn Port au Prins- búa hvort hann tryði þessari sögu. „Já, ákveðið“, svaraði hann. „Þetta er ekki frekar Dessalines en ég eða þú“. — Lesb. Mbl. Sigvaldi Guömundsson Nordal Fæddur 15. ágúst 1857 — Dáinn 28. marz 1954 SIGVALDI Guðmundsson Nor- dal var fæddur í Kirkjubæ í Norðurdal í Húnavatnssýslu, 15. ágúst 1857. Foreldar hans voru Guðmundur Ólafsson, af eyfirzkum ættum kominn, og Margrét kona hans Jónsdóttir hreppstjóra og trésmiðs á Breiða bólsstað í Vatnsdal, Illugasonar og konu hans Rósu Grímsdóttur frá Koti í Eyjafirði, er var föðursystir séra Odds V. Gísla- sonar. Systkini Sigvalda voru níu að tölu, er til fullorðins- aldurs komust. Sum þeirra fluttu vestur um haf, urðu hér landnemar og leiðtogar, er koma víða við sögu vora. Börn þeirra, sem hafa til góðra mennta komist og eru kunn á því sviði, Dr. Sigurður Nordal, núverandi sendiherra íslands í Kaupmanna- höfn, er bróðursonur Sigvalda. Árla ævidags síns hóf Sig- valdi lífsbaráttuna. Hann var yngstur allra systkina sinna, og enn í bernsku er faðir hans dó. Um hríð dvaldi hann með móður sinni, en fór brátt að vinna hjá vandalausum, og var hann snemma kjarkmikill og áræðinn. Ungur að aldri kvæntist hann Sigurbjörgu Björnsdóttur, merk- iskonu og velgefinni. Þau fluttu vestur um haf 1887, í fylgd með Ólafi Nordal bróður Sigvalda, er þá fór vestur á ný eftir stutta dvöl í heimahögum sínum. Sigvaldi settist að í Selkirk,— má segja að hann ætti þar heima óslitið í meira en 66 ár, utan þess að hann dvaldi á Betel á annað ár. — Sigurbjörg kona Sigvalda andaðist 15. marz 1910. Börn þeirra éru: Björn, d. 24 ára að aldri. Steinunn, gift Capt. J. Sigurð- ur, Selkirk. Ágúst, Winnipeg, kvæntur Susie Oliver. Jónas (John), Winnipeg, kvæntur Maud Pruden. Guðrún Sigríður, Mrs. H. Helgason, Toronto. Valdina Margrét, Mrs. J. Conde, New York. Önnur kona Sigvalda var Sigfríður Jónsdóttir, er andaðist eftir fárra ára sambúð þeirra. — Þann 23. janúar 1942 kvæntist Sigvaldi Elínu Kjartansdóttur prests Einarssonar að Holti undir Eyjafjöllum, og fyrri konu hans Guðbjargar Sveinbjarnardóttur prests Guðmundssonar. Elín lifir mann sinn. Það er ærið vandasamt verk fyrir síðari tíðarmann, þótt full- orðinn sé, að gera fullnægjandi skil á baráttu frumlandnemanna íslenzku hér í landi, en í þeirri fylkingu stóð hann, þessi aldur- hnigni ættfaðir, er hér skal stutt- lega getið. Það lifir í minni barna hans, hve dugandi baráttu að foreldrar þeirra háðu. Áræði og bjartsýni, samfara miklu lífsfjöri, átti Sig- valdi í óvenjulega ríkum mæli — virtist honum jafnan flestir vegir færir. — Árum saman starfræktu Sigvaldi og kona hans gistihús fyrir ferðafólk — en afarmikil umferð var um Sel- kirkbæ á hinum fvrri árum, einkum þó á vetrum. Um nokkur ár stundaði hann verzlun. Mörg störf og mismunandi hafði hann með höndum. Hann naut sín betur að starfa á eigin spýtur en í annara þágu. Ávalt var hann skyldurækinn heimilis- faðir, er þráði mjög menntun og framsókn barna sinna, sem öll eru vel gefin, þrekmikið og dug- andi fólk, er barist hefir sigr- andi baráttu á vettvangi lífsins. Sigvaldi var félagslyndur maður, er ávalt tók virkan þátt í félagsmálum umhverfis síns, en einnig flestum þeim málum ís- lenzkum, er til heilla miðuðu fyrir þjóðarbrotið hér vestra — og heimaþjóðina, er hann unni af óskiptum hug. — Hann unni canadísku þjóðinni og hinu nýja fósturlandi sínu af hug og hjarta. Sigvaldi Guðmundsson Nordal Sigvaldi var einn af frum- stofnendum ísienzka-lúterska safnaðarins í Selkirk; ævilangt unni hann þeim félagsskap hug- ástum og var ábyggilegur stuðn- ingsmaður hans; sat oft í safn- aðarstjórn og var erindreki safnaðarins á kirkjuþingum. — Hann átti marga og stóra drauma um vaxtarmöguleika þess félagsskapar, og sýndi jafn- an mikla trúfesti við guðsþjón- ustur safnaðarins meðan heilsa og kraftar leyfðu. Mikils hlýleika nutu og prestar safnaðarins af hans hálfu — og hjálpsemi, þeg- ar það var á hans valdi að veita hana. Áræði og kjark átti hann í ríkulegum mæli; það sýndi sig meðal annars í því, er hann rosk- inn að aldri og þreyttur, tók að stunda matreiðslustörf á skipum á Winnipegvatni á sumrum. — Lengi vel virtist svo sem ellin næði lítt að lama krafta hans og ofurhug. Víkingshugurinn ent- ist honum langt fram á ævi- kvöldið. Hann var baráttumaður, ef því var að skipta, og lét þá lítt hlut sinn, hver sem í hlut átti, en var jafnan fús til sátta. Við lát hans minnast eftir- skildir ástvinir hans með hjart- ans þökk og geyma margar góðar minningar um hann. Steinunn, dóttir hans, hins eina af dætrum hans, er bjó í grend við föður sinn, gerði sitt ítrasta til að vitja hans í hinzta stríði hans, — þrátt fyrir örðugar eigin kringum- stæður. Guðrún, dóttir hans, kom frá Toronto til að heim- sækja hann í sjúkdómi hans. — Elín kona hans bar byrði elli hans og sjúkleika með honum af stakri þolinmæði og af fremsta megni til hinzta ævidags hans. Margir vinir hans og samferða- menn minnast þessa fjörmikla aldurhnigna manns, er átti svo margt í eigin skapgerð og per- sónu, sem gerði sérstæðan þenn- an víking með barnshjartað. — Fólk fjölmennti mjög við útför hans, er gerð var frá kirkju Sel- kirksafnaðar 31. marz s.l. Sókn- arprestur flutti kveðjumál. Og nú er þessi þreytti farmaður, er svo lengi sigldi á sæ tímans — og mætti oft mótbyr og andstreymi, kominn í friðsæla höfn — og allir stormar lægðir! Drottinn minn gef þú dánum ró, en hinum líkn, sem lifa. S. Ólafsson "A Realislic Approach to the Hereafier" by Winnipeg author Edith Hansson Bjornsson’s Book Store 702 Sargent Ave. Winnipeg Kaupið Lögberg VIÐLESNESTA ISLENZKA BLAÐIÐ Business and Professional Cards Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 132 Simcoe St. Winnipeg, Man. SEWING^MACHINES Darn socks in a jiffy. Mend, weave in holes and sew beautifully. 474 Poriage Ave. Winnipeg, Man. 74-3570 Dr. ROBERT BLACK SérfrœBingur 1 augna, eyrna, nef og hálssjúkdömum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusimi 92-3851 Heimasími 40-3794 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Wlnnipeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Öt- vega penlngal&n og elds&byrgB, bifreiöaábyrgC o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountanis Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.01 p.m. Hafið Höfn í huga Heimili sölsetursbarnanna, Icelandíc Old Foiks' Home Soc , 3498 Osler St„ Vancouver, B.C. Thorvaldson. Eggertson. Baslin & Slringer Barristers and Sol.icitors * 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 32-8291 9 ARLINGTON PHARMACY CANADIAN FISH Prescription Specialist Cor. Arlington and Sargent PRODUCERS LTD. Phone 3-5550 J. H. PAGE, Managing Dlrector We Handle School Supplies Wholesale Distributors of Fresh and We collect light, water and Frozen Fish phone bills. 311 CHAMBERS STREET Post Office Offlce: 74-7451 Re«.: 72-3917 Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 EUice & Home Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur s& bezti. StofnaC 1894 SlMI 74-7474 Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Acccmtant 505 Confederation Life Bulldlng WINNIPEG MANITOBA Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity Pavllion General Hospltal Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Wlnnipeg, Man. Phone 92-3561 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith Sl. Winnipeg PHONE 92-Ú624 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Gilbart Funeral Home Limited Selklrk, Manitoba, Wholesale Distributors of J. Roy Gilbart FRESH AND FROZEN FISH Licensed Embalmer 60 Loulse Street Slmi 92-6227 Phone 3271 Selkirk EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. SELKIRK METAL PRODUCTS Reykh&far, öruggasta eldsvörn, og &valt hreinir. Hitaelningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldl- vitS, heldur hita fr& aC rjúka út meC reyknum.—SkrlfiC, slmlC til KELLT 8VEIN8SON 121 Wall 8t Wtnnlpe* Just North of Portage Ave. Slmar 8-3744 — 3-4431 Van's Efectric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL K1JBC*FRIC —- ADMiKAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance ln ali lts branches Beal Estate - Mortgagei - RentaU 210 POWEB BUILDING Telephone 93-7181 Rei. 40-2480 LET US SERVE YOU

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.