Lögberg - 14.10.1954, Qupperneq 1
ANYTIME
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
— ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
67. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 14. OKTÓBER 1954
NÚMER 41
Attlee segir frá Moskvudvölinni:
Við verðum að vona, að hægt sé að vera
ósammála á friðsamlegan hátt
Clement Attlee er nú byrj-
aður að skrifa greinarflokk
um för sína til Sovétríkj-
anna og Kína. Fyrsta greinin
fjallar um komu hans til
Moskvu. Aðalefni hennar er
endursagt í styttu máli hér
á eftir:
— Það eru 18 ár síðan ég kom
hæstseinast til Moskvu. Moskva
hefir mjög breytzt síðan. Ég
kannaðist við fátt aftur, nema
Kreml. Svo miklar hafa breyt-
ingarnar orðið í miðhverfi borg-
arinnar. Bílar voru nú miklu
fleiri og fólkið betur klætt. Eng-
inn efi er á því, að lífskjörin
hafa batnað. Einkum virðast
börnin hraustleg. Búðirnar virt-
nst fullar af vörum, en vörugæði
virtust lítil og vörurnar mjög
einhæfar.
Það er mikill munur á því
gamla og nýja í Moskvu. Stórar
búsasamstæður, ýmist með í-
búðum eða skrifstofum, hafa
risið meðfram aðalgötunum, en
a bak við í hliðargötunum eru
gamlar byggingar, sem eru að
falli komnar og naumast er hægt
að lappa upp á lengur. Húsnæðis
ástandið virtist í fyllsta ólagi og
eftir þeim áætlunum, sem okkur
yoru sýndar, mun það taka mörg
ár að bæta það.
Ép komst á þá skoðun ,að valú-
bafarnir gerðu sér far um að
sanna fólkinu mátt sinn. Þessa
ályktun dró ég af hinum miklu
stórbyggingum, eins og hinum
^aikla skýjakljúfi utanríkisráðu-
neytisins. Þessar framkvæmdir
stungu mjög í stúf við hið
börmulega ástand í húsnæðis-
^aálunum. Frá mínum bæjar-
öyrum séð hefði verið þjóðfé-
iagslega réttara að láta íbúðar-
byggingar ganga fyrir þessum
stórbyggingum. Þeir, sem ég tal-
aði við í Moskvu, réttlættu þetta
hieð því, að þessar stórbygging-
ar ykju metnað fólksins og
bjálpuðu því til að finna mátt
sinn. Hin mikla landbúnaðarsýn-
lng, sem nýlega hefir verið
°pnuð í Moskvu, virðist byggð á
Sama sjónarmiði.
Framkoma fólks virtis t mér
Vera frjálslegri nú en hún var
fyrir 18 árum. Fólkið virtist vera
úþvingaðra en það var þá og ó-
ragara við að láta álit sitt í ljós.
% er sannfærður um, að auð-
Velt væri að koma á persónuleg-
Urn kynnum við hina óbreyttu
borgara, ef aukin ferðalög væru
leyfð til landsins.
Kvöldið, sem við komum til
Moskvu, sátum við miðdegisverð
bjá Molotoff í bústað utan
Moskvu. Hér hitti ég þá Molo-
b)ff 0g Vishinsky, sem ég hafði
kynnzt áður, og einnig þá Malen-
koff, Krusheff, Mikoyan og
ybvernik, sem ég hafði ekki séð
aður. Það voru margir túlkar
vMstaddir, en oft var skálað
samkvæmt rússneskri venju og
slejt það samtölin nokkuð í
sundur. Samræður voru óþving-
a®ar, en ég komst samt að þeirri
niðurstöðu, að þótt Malenkoff
Segði ekki mikið, væri hann sá,
Sem mestu réði. Mér fannst enn
remur, að Genfarráðstefnan
efði létt andrúmsloftið.
f veizlu, sem enski sendiherr-
ann hélt daginn eftir, hafði ég
mkifæri til að ræða allmikið við
Mikoyan um frelsi og lýðræði.
Það kom brátt í ljós, að við gát-
um ekki skilið hvorn annan. Ég
reyndi að útskýra, hvað við í
Bretlandi teldum frelsi og lýð-
ræði, en fékk það svar, að þetta
væri alt einskisvert og ófull-
nægjandi, því að okkur vantaði
efnahagslegt lýðræði. Ég gat jafn
illa fallizt á röksemdir Mikoyan
og hann á mínar.
Það er vel þess vert, að festa
þetta vel í minni. Milli ákveðins
kommúnista og lýðræðissinna
Vesturlanda er andlegt djúp.
Við tölum ekki og skiljum ekki
sama mál. Maður verður hins
vegar að vona, að við getum
verið ósammála á friðsamlegan
hátt eins og við vorum við þetta
tækifæri.
Ég skildi þetta enn betur, þeg-
ar ég skoðaði Kreml nokkru
síðar og kom þar m. a. í sal, sem
helzt átti að vera hliðstæður
fundarsal neðri málstofu brezka
þingsins. Fátt minnti öllu minna
á þingsal. Þetta var langur salur
með um 2000 sætum, með upp-
hækkuðum palli innst og ræðu-
stól. Hingað koma menn ekki til
að ræða um málin, heldur til að
taka á móti fyrirskipunum. Ekki
ein einasta rödd stjórnarand-
stöðu lét til sín heyra í þessum
sal.
Við yfirgáfum Moskvu í þeirri
trú, að mikil nauðsyn væri fyrir
aukin gagnkvæm kynni Breta og
Rússa og þó einkum, að fleiri
Rússar gætu komið til Bretlands
og séð með eigin augum, hvernig
ástandið þar er. Við létum í ljós
ákveðna ósk um, að Malenkoff
kæmi til London. Við verðum að
gera okkur ljósa þá alvarlegu
staðreynd, að núverandi valda-
menn Rússa hafa vaxið upp í
einangrun og skortir kynni af
vestrænum þjóðum. Við urðum
varir mikillar andúðar í garð
Bandaríkjamanna, en við gerð-
um það ljóst, að við vildum góða
sambúð við Rússa og Kínverja,
án þess að slíta tengslum við
okkar gömlu bandamenn. Við
óskuðum vinsamlegrar sambúð-
ar við allar þjóðir.
—TÍMINN, 12. sept.
Nýr dócent í
guðfræði
Frétt hefir borizt frá séra
Braga Friðrikssyni á Lundar
þess efnis að hr. Þórir Kr.
Þórðarson í Chicago, hafi frá 1.
þ. m. verið skipaður dócent við
guðfræðideild Háskpla Islands.
Þórir á óvenjulega glæsilegan
menntaferil að baki. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík með mjög hárri
einkunn, stundaði síðan fram-
haldsnám í semetískum málum
í Danmörku og Svíþjóð, og tók
próf í þeim fræðum við Háskól-
ann í Lundi. Síðan stundaði
hann guðfræðinám við Háskóla
íslands og lauk þar embættis-
prófi 1951 með lofsamlegum
vitnisburði; einkum þótti sér-
efnisritgerð hans um gamla
testamentisfræðin bera vott um
mikinn lærdóm og vísindalega
nákvæmni. Fór hann síðan til
Chicago og hefir stundað þar
guðfræðinám og heimspeki. —
Þórir hefir í tvö skipti flutt er-
indi á þingum lúterska kirkju-
félagsins hér vestra og er því
mörgum Vestur-íslendingum að
góðu kunnur. Mun hann nú inn-
an skamms fara heimleiðis, á-
samt konu sinni Inger Schiöth,
ag taka við störfum.
Býður sig fram í
bæjarsf jórn
Bændum í Múlasýslum leyft að veiða
600 hreindýr á þessu ári
Sk'pulagðar hreindýraveiðar í
fyrsta sinn í sögu hreindýra-
ræktunar hér
Mr. S. E. Johnson
Svo hefir skipast til fyrir at-
beina hinnar borgaralegu kosn-
inganefndar — Civic Election
Committ'ee, að Mr. Stefán E.
Johnson, leiti kosningar í 2.
kjördeild við bæjarstjórnar-
kosningarnar í Winnipeg, sem
fram fara þann 27. yfirstandandi
mánaðar; kjörtímabilið verður
til tveggja ára.
Mr. Johnson er fæddur í þess-
ari borg árið 1905 og voru for-
eldrar hans þau Magnús Johnson
og Jórunn kona hans; hér naut
hann alþýðuskólamentunar, en
tók ungur að gefa sig við at-
vinnurekstri. Fyrir fullum 25
árum stofnaði hann fyrirtækið
S. E. Johnson Plumbing &
Heating, sem hann hefir starf-
rækt með mikilli elju og við
góðum árangri; auk þess hefir
Mr. Johnson gefið sig við bygg-
ingum búða og fjölbýiishúsa;
hann er félagi í Shriners og
Eagles reglunum og telst einnig
til Karlaklúbbs Fyrsta lúterska
safnaðar.
Mr. Johnson er kvæntur Thor-
björgu Johnson, ættaðri frá
Gimli, hinni ágætustu konu og
eiga þau þrjú mannvænleg börn.
Islendingar í 2. kjördeild geta
allmiklu áorkað um bæjarfull-
trúaval þar, fylki þeir einhuga
liði, svo sem þeir vonandi gera,
á kosninga daginn. Mr. Johnson
þarf á forgangsatkvæðum þeirra
að halda.
Taugaveikibróðir
frá smurðu brauði
í Danmörku
NTB—Kaupmannahöfn, 9. sept.
Taugaveikibróðir er kominn
upp í Danmörku og hafa um 50
manns tekið veikina. Talið er nú
víst, að smitberinn að tauga-
veikinni sé verksmiðja ein í
Kaupmannahöfn sem framleiðir
smurt brauð, sú stærsta í land-
inu. Tíu af hinum sýktu vinna í
verksmiðjunni, en komið hefir í
ljós, að nálega allir sjúkling-
arnir höfðu nýlega neytt brauðs
frá verksmiðjunni.
Fundarhald
að Vogar
Síðastliðinn laugardag var
haldinn fjölsóttur fundur að
Vogar, er tók til umræðu vanda-
mál það, sem skapast hefði í
bygðarlögunum við Manitoba-
vatn vegna áflæðis, er mjög
hefði þjakað kosti fjölda bænda
í námunda við vatnið; forsæti
skipaði Mr. Óli Johnson, einn
hinna mestu áhuga- og athafna-
manna í Vogarhéraði; fundurinn
krafðist þess að gerðar yrðu
þegar róttækar ráðstafanir til
lausnar þessu vandamáli, en
kostnaði yrði skipt niður milli
sambandsstjórnar og fylkis-
stjórnarinnar. v
Á fundinum var mættur Chris
Halldórsson þingmaður St.
George kjördæmis.
í gærkvöldi tilkynnti mennta-
málaráðuneytið, að ákveðið hafi
verið að leyfa í ár hreindýra-
veiðar í allstórum stíl. Eru veið-
arnar leyfðar frá 10. ágúst til
septemberloka n.k. og á þeim
tíma er heimilt að veiða 600 dýr.
Er þetta í fyrsta sinn síðan hrein
dýrin yoru flutt til landsins
fyrir rúmlega 180 árum, að veið-
ar þeirra eru leyfðar í svo stór-
um stíl til nytja fyrir bændur.
Reglugerðin, sem ráðuneytið
hefir sett varðandi hreindýra-
veiðarnar, er ítarleg. — Sem
kunnugt er hefir hreindýrunum
fjölgað gífurlega á undanförn-
um árum, þar eð tekizt hefir að
halda réttu hlutfalli milli karl-
dýranna og kvendýranna. Al-
varleg röskun á hlutfalli þessu
var talin höfuðorsök þess, hve
dýrunum fækkaði gífurlega hér
fyrr á árum. Voru þau talin vera
um eða lítið yfir 100 árið 1939.
Hafa 20—60 tarfar verið
skotnir árlega til þess að við-
halda réttu hlutfalli milli dýr-
anna. —
I reglugerðinni er svo kveðið
á, að hreindýraveiðarnar skuli
fram fara undir umsjá hrein-
dýraeftirlitsmanns. Þessu starfi
hefir gegnt með stakri prýði um
margra ára skeið Friðrik Ste-
Fengu 7-800 funnur
síldar í einu „kasti"
Töluverð síldargengd hefir
verið í Mjóafirði síðustu vikur.
Hafa menn reynt að veiða síld-
ina í lagnet og fengið allt að
tveim tunnum í net.
Tangavik full af síld
Svo bar það við á fimmtudag-
inn 16. ágúst, að bændurnir í
Firði, þeir Benedikt Sveinsson
og Magnús Tómasson, urðu þess
varir, að síld var gengin inn í
svonefnda Tangavík. Sást gerla
að þetta var mjög stór og þykk
torfa.
Víkinni lokað
Hugðust þeir bændur nú að
reyna að króa síldina inni. Ekki
höfðu þeir þó tiltæka nógu stóra
og góða nót, en er þeir höfðu
orðið sér úti um hana, fóru þeir
ásamt heimilisfólki sínu og köst-
uðu fyrir torfuna 60 faðma langri
landnót og settu í „lás“ þar í
víkinni. N
700 tunur í lásnum
Þessa, daga, sem síðan eru
liðnir, hafa þeir verið að háfa
síldina úr lásnum og flytja til
Neskaupstaðar. Hafa þeir flutt á
einum bát, sem tekur um 100
tunnur í ferð. I Neskaupstað
hefir síldin verið fryst til beitu
þar á staðnum og einnig til út-
flutnings. Þegar síðast fréttist
höfðu verið fluttar um 600
tunnur úr lásnum, og virtist þá
enn eftir verulegt magn síldar,
svo að telja má víst að þarna
hafi þeir bændur í Firði veitt
að minnsta kosti 7—800 tunnur
síldar í einu kasti.
Gera má ráð fyrir, að fyrir
hverja tunnu af þessari síld fáist
um 100 krónur að minnsta kosti,
og er því „kast“ þetta um 70—80
þúsund króna virði og því all-
góð búbót.
Síld hefir ekki veiðst í Mjóa-
firði svo heitið geti nú um árabil,
en fyrir nokkrum árum var það
altítt.
—TÍMINN, 8. sept.
fánsson bóndi á Fljótsdal. Hefir
hann meðal annars séð um vöxt
og viðgang hreindýrastofnsins á
Brúaröræfum með jafngóðum
árangri og raun ber vitni.
Hreindýraveiðisvæðið n æ r
yfir Múlasýslurnar báðar.
Hverjum 12 hreppa sýslnanna
er leyft að veiða vissa tölu hrein
dýra og er talan mjög misjöfn
eða frá 7 dýrum upp í 160.
Bændurnir njóti arðsins
Ef í ljós kemur, að á sjálfu
veiðitímabilinu hafi ekki tekizt
að ná þeirri tölu hreindýra, sem
heimilt er, þá getur ráðuneytið
veitt leyfi síðar á árinu til veiða.
Skulu hreppsnefndirnar sjá um
veiði hreindýranna. Fyrst og
frémst eru það bændur, sem
verða fyrir mestum ágangi dýr-
anna á beitilönd, sem njóta eiga
arðs af veiðunum.
10.000 kr. sekt. ef . . .
Aðeins þeir menn geta stund-
að hreindýraveiðar, sem hrein-
dýraeftirlitsmaðurinn hefir sam-
þykkt. Ekki má veiða hreindýr-
in á þeim stöðum, þar sem þau
eru að nema ný lönd og talið
æskilegt að þau hagvenjist. Brot
gegn reglunum varðar 10,000 kr.
sekt, en fyrir hvert dýr, sem
veiðist, skal greiða 40 krónur.
Hreindýr voru flutt hingað til
landsins fyrstu árin eftir 1770.
—Mbl., 13. ágúst
Three Bursaries
Duncan McWhirter
Duncan McWhirter, son of Mr.
and Mrs. R. J. McWhirter af 742
Jessie Avenue, who has been
awarded three university en-
trance bursaries. A graduate of
the Fort William Collegiate
Institute this year with high
standing, the Port Arthur-Fort
William Kiwanis clube have
chosen him to receive the
Kiwanis bursary of $300 for each
of the two years of university
attendance Word has been re-
ceived from Toronto that Dun-
can has also been awarded a
$300 University College en-
trance bursary and a $400 At-
kinson Foundation bursary. In
addition to the high academic
standing he received at the Col-
legiate, Duncan was prominent
in the extra curricular program
of the school. He was associate
editor of the Oracle, the school
year book, member of the Boys’
Athletic Society executive and
the Drama Club, and a member
of the senior football team.
Duncan is registered in the
Honor Arts course at the Uni-
versity of Toronto.
Duncans mother is Gudrun
daughter of the late Thomas
Benjamínsson and his widow
Mrs. Soffía Benjamínsson. The
family farmed at Arborg, Elfros,
and during the later years at
Lundar.
Silfurbrúðkaup
Préstshjónin í Argyle presta-
kalli, Tína María og Jóhann
Fredriksson voru gefin saman í
hjónaband 7. september 1929 af
séra Oliver Seim í Ev. lútersku
kirkjunni í Bottineau, N. Dak.
Argyle-búar, ættingjar og vinir
prestshjónanna komu saman í
neðri sal kirkjunnar í Glenboro
þann 25. sept. s.l. til að halda
upp á 25 ára giftingarafmæli
þeirra.
Mrs. J. Nordal spilaði brúðar-
sálminn “Here Comes The
Bride.” Brúðurin var leidd til
sætis af Mrs. Ellis Sigurdson og
brúðguminn af frænda sínum
Fred. Frederickson. Börn hjón-
anna og tengdasonur, George
Walis, sátu í öndvegissæti með
foreldrum sínum.
Björn S. Jöhnson stýrði sam-
komunni af rausn sem honum er
lagin, bauð fólk velkomið,
skýrði tilgang mannfagnaðarins
og flutti kveðju frá G. J. Oleson,
sem ekki gat komið sökum veik-
inda. Það söknuðu allir þess
mæta manns á þessu gleði-
kvöldi, því hanji hefir lengi ver-
ið forstjóri alls mannfagnaðar í
bygðinni. Sonur hans, Dr. T. J.
Oleson, flutti snjalt erindi fyrir
hönd prestakallsins. Svo rak
hver ræðumaðurinn annan; Ben
Anderson bar kveðju frá Frí-
kirkjusöfnuðinum, Jónas Oliver
frá Immanúelsöfnuði, Björn S.
Johnson frá Frelsissöfnuði og
Fred Frederickson frá Glenboro
söfnuði. Rev. R. Stewart mælti
fyrir hönd United kirkjunnar og
þakkaði prestshjónunum fyrir
innilega samvinnu.
Halldór S. Johnson afhenti
prestshjónunum 58 stk. silfur-
borðbúnað í mahoganí-kassa frá
prestakallinu. Kvenfélög presta-
kallsins þökkuðu Mrs. Fredriks-
son fyrir starf hennar í öllum
kvenfélögunum. Mrs. Albert
Sigmar bar kveðju frá Glen-
boro, Mrs. B. K. Johnson frá Brú,
Mrs. R. H. Helgason frá Grund
og Baldur. Mrs. C. Nordman af-
henti gjöf, silfurgafla, frá Brú,
Mrs. T. E. Olson silfurskeiðar frá
Glenboro og Mrs. Árni Björns-
son silfurbakka, sykurker og
rjómakönnu frá Baldur og
Grund. Bróðir Mrs. Frendriks-
son, Albert Larson, afhenti pen-
ingagjöf frá skyldfólki í Bot-
tineau, silfursmjördisk og hníf.
Churchbridge-prestakall, sem
séra Jóhann hefir þjónað lengi,
sendi peningagjöf.
Mrs. J. Nordal spilaði á orgel
og sungnir voru viðeigandi
söngvar. Nordals-systur, þær
Dianne og Carol, sungu tvísöng;
ennfremur söng Dianne ein-
söng, samkvæmt sérstakri beiðni
prestshjónanna. — Prestshjónin
þökkuðu fyrir sig og svo var
setzt að rausnarlegum veiting-
um frambornum af kvenfélögum
safnaðanna.
Aðkomnir gestir voru: Mrs.
Lauga Jóhannesson frá Winni-
peg, Mr. George Jóhannesson
frá Edmonton, Mr. Nels Larson,
faðir Mrs. Fredriksson, Mr. og
Mrs. Albert Larson, Mr. og Mrs.
Orlando Larson, Mr. og Mrs.
Harold Larson, Mr. og Mrs.
Lloyd Moe, Gloria, Virginia og
Bud Larson, öll frá Bottineau,
North Dakota.
Því miður gátu ekki öll börn
hjónanna komið heim. Einn
sonur þeirra er í herþjónustu í
Kóreu, og annar sonur og dóttir
norður í Snow Lake, Man., en
þau verða öll heima um jólin.
Prestakallið, vinir og kunn-
ingjar fjær og nær óska prests-
hjónunum allra heilla í fram-
tíðinni.