Lögberg - 14.10.1954, Page 2

Lögberg - 14.10.1954, Page 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. OKTÓBER 1954 SIGURÐUR ÞORSTEINSSON: Brugge, borg lista og fornrar frægðar Þegar komið er út af járn- brautarstöðinni í Brugge mæt- ir manni ekki strax stórborgar- ys, heldur vinalegt, vel hirt hringaksturstorg með fögrum trjálundi. Rétt handan við það er lygnt síki og á bakka þess stendur srloturt veitingahúis, sem líikst meira greiðasölustað í sveit en ferðamannahóteli. Góðan spöl verður maður að ganga eftir vegi sem líkist mest Hringbrautinni í Reykja- vík, nema hvað tré og blóm eru á báðar hendur, áður en komið er inn í borgina sjálfa. Þannig kemur Brugge ferðamanninum fyrir sjónir, frekar sem vin- gjarnlegt lítið sveitaþorp, en sem ein af stærri borgunum á strandlengju Belgíu. Þegar kom- ið er inn í borgina sjálfa, er margt merkilegt að sjá, sem ó- kunnan ferðalang norðan frá ís- landi hefði ekki grunað við fyrstu sýn. Það er því ekki á- stæðulaust, að Brugge er nefnd listaborg Belgíu, enda er hún mikið heimsótt af ferðamönnum. Forn verzlunarmiðsiöð Á 13. og 14. öld mátti segja, að Brugge væri verzlunarmið- stöð Vestur-Evrópu. Þá hittust þar helztu verzlunarjöfrar mið- aldanna og höndluðu með góss sitt. 1 borginni er því fjöldi merkra og listrænna bygginga frá þessum tímum, svo sem Ráð- húsið, Dómkirkjan, Vorrar Frú- ar Kirkja, Gyldishallirnar með hinum 107 metra háa Belfroi turni, Gruuthuse, og fjöldi ann- arra bygginga og minnisvarða sem bera fornri frægð greinileg merki, þó Brugge sé ekki lengur sú miðstöð lista og verzlunar sem hún áður var. Og í Flæmska skólanum voru gerð mörg af listaverkum Van Eyck, Hans Memling, Vender Goes, Van der Welden og Gerard David, svo þeir helztu séu nefndir, en verk þeirra skreyta nú ýms af helztu listaverkasöfnum heims- ins. Þó eru það ekki aðeins lista- verkin, sem gera Brugge að því, sem hún er, heldur jafnframt staðsetning hennar, umhirða og skipulag. Á fögrum síkjum, sem kvíslast um borgina þvera og endilanga, synda hnarreistir svanir eins og þeir væru klipptir út úr þjóðsagnamyndum. Út að síkjunum vita burstlaga gaflar gamalla húsa og yfir þau eru byggðar brýr úr hlöðnum steini. Sums staðar renna síkin bein- línis í gegnum húsin, eins og t. d. Gruuthuse. Götur borgarinnar eru ýmist mjóar og krókóttar eða breiðar og beinar, en allar eiga þær sammerkt í að vera frábærlega snyrtilegar, og í hlið- argötunum una glaðvær börn að leik, því að umferð farar- tækja er þar ekki mikil. Vafn- ingsjurtir flétta sig víða upp eftir húsunum, svo að sums staðar hylja þær þau að mestu. Ein af elztu byggingum í Brugge er Sankti Jans spítalinn, en í honum er til húsa safn af mál- verkum Hans Memling. Þetta er ekki stórt listasafn, heldur að- eins eitt herbergi með málverk- um, sem öll eru dásamlega falleg. Þarna er til dæmis skrín eitt fagurt með ámáluðum myndum úr lífi Heilagrar Ur- súlu. Myndirnar eru ekki stærri en stækkaðar ljósmyndir, en hver þeirra sýnir stóra atburði með fjölda fólks, enda eru gest- um lánuð stækkunargler til að virða myndirnar nánar fyrir sér. Eitt af málverkum Hans Meml- ing er á konunglega listasafninu í Kaupmannahöfn, og eiga þeir íslendingar sem þangað ferðast hægt með að sjá verk eftir þennan meistara. I þessum þúsund ára gamla spítala er ekki aðeins málverka- safn Hans Memling, heldur einnig nokkurs konar byggða- safn frá ýmsum tímum og spítal- inn er ennþá starfandi, aðeins í nýrra húsi áföstu við hið gamla. Víða þar sem við gengum eftir götunum urðu fyrir okkur smá- hópar ferðamanna, er safnast höfðu saman til að horfa á gamlar konur, er voru að vefa knipplinga. Þær sáu á stól á gangstéttinni með lítið borð fyrir framan sig og á því var allt sem þær þurftu til vefn- aðarins, stuttir prjónar og nokkrar spólur með tvinna, stinga þær prjónunum í borðið og vefja tvinnanum um þá -'af hagleik miklum, unz úr þessu eru orðnar hinar haglegustu knipplingar. Leikni þeirra er mikil, enda er hér um alda- gamla handiðn að ræða. Fyrr á tímum söfnuðust þær saman í svonefndu Pelikanhúsi við eitt síkið og ófu þar knipplinga sína, en nú hefur iðn þessi færzt heim á heimilin. Og sem minjagrip frá Brugge völdum við auðvitað brúðu, sem sýnir eina af þessum gömlu konum að iðju sinni. Sá staður í Brugge sem mest aðdráttarafl hefur þó fyrir Belgíumenn sjálfa vafalaust Kapella hins heilaga blóðs, en í henni eru geymdir nokkrir dropar af blóði Krists. Segir sögnin að belgízkur riddari hafi farið til Landsins helga og kom- ið aftur með þennan helga dóm. Fram eftir öldum varð svo blóð- ið fljótandi á vissum tímum, þó svo það væri storkið þess á milli. Þessi undur ske þó ekki lengur, þó þau skeði enn í dag með blóð heilags Januariusar suður á Italíu. I byrjun maímánaðar ár hvert safnast hér saman ógrynni krist- inna manna úr Belgíu sjálfri og jafnvel frá nágrannalöndunum ti lað taka þátt 1 mikilli skrúð- göngu, eða svokallaðri Blóð- prósessíu og til að sjá viðhdfnar- sjónleik, sem leikinn er á torg- inu framan við kapelluna. Kap- ellan sjálf er lítil, snotur bygg- ing, sem kúrir hlédræg í horni torgs eins, en hún býr yfir helg- asta dómi Niðurlanda. Þegar komið er inn, er gengið upp stiga upp á loft, en þar er altarið, sem blóðið er geymt á. Altarið sjálft er úr marmara, en Guðs- líkamshúsið, sem á því stendur og blóðið er geymt í, er úr skýru silfri, og ofan á því hvílir mynd hins saklausa lambs. Til hliðar er svo önnur kapella og er í henni meðal annarra gripa forkunnarfögur Maríustytta. Á I neðri hæðinni eru svo styttur, sem sýna píningu Krists og haganlega gerð pieta. 1 miðborginni gengum við inn um stórt hlið er vissi út að göt- unni og vorum þá stödd í undur fögrum garði, sem var um- kringdur af smáhúsum, sem snúa framhliðinni að garðinum en bakhlið að götunni. Var það einna líkast ævintýri að koma af götunni inn í þennan friðsæla garð. Áður fyrr bjuggu hér kon- ur, sem ekki töldu sér fært að ganga í klaustur, en óskuðu þó að lifa lífinu í þögn og kristi- legum hugleiðingum fyrir utan skarkala heimsins. Margar eru þær minjar, ekki aðeins í Brugge, heldur í allri Belgíu og Mið-Evrópu, sem sýna oss og sanna hve mikil blóma- öld hinar „myrku miðaldir“ hafa verið. Listir og menning hafa þróast betur þá en jafnvel á þessum síðustu og beztu tímum. Á ferð um síkin Ekki var hægt að yfirgefa Brugge svo, að fara ekki í ferða- lag á bát um síkin. Að vísu var okkur ekki róið í gondól af söng- vísum ungling, heldur urðum við að rúsa í vélbát fullum af ferðamönnum og þegar við hvetjum skipherrann til að leggja frá landi áður en bátur- inn troðfyllist, spyr hann okkur hvort við höldum að við getum haft bátinn fyrir okkur ein. Leiðsögumaðurinn, bóndalegur Belgi, kann nær því reiprenn- andi fjögur tungumál og út- skýrir eftir beztu getu allt það markverðasta, sem fyrir augun ber. Og ekki er Brugge síður fögur séð frá síkjum en götum. Nú fór að líða að því, að Brugge, þessi borg lista og gam- alla minja skyldi kvödd. Við höldum niður á aðaltorgið, Groote Markt, og tökum þar strætisvagn til brautarstöðvar- innar. Og vissulega eigum við aðeins skemmtilegar minningar frá listaborg Belgíu. — Alþbl., 2. sept. Byrjendanámskeið í íslenzku The University of Manitoba Evening Institute, Broadway Building, announces a course in Beginning Icelandic, Tuesday nights at 8 p.m., commencing October 26th. This is an elementary course for those who wish to begin or to brush up the study of Ice- landic. Its aim is to provide an introduction to Icelandic gram- mar and a working knowledge of the language. Lecturer: Professor Finnbogi Guðmundsson. How To Enrol: You may enrol at the Evening Institute office, Room 203, Broadway Building (Centre Wing, Me- morial Blvd. Entrance). The office is open from 9:00 a.m, to 12:00 noon, and from 1:30 p.m. to 5:00 p.m. Monday through Fridays, and from 9:00 a.m. to 12:00 noon on Saturdays. If you cannot come personally to the office during the above hours, mail your application, with name, address, telephone number, course desired and the fee ($7.50) to Evening Institute Office, Room 203, Broadway Building, 200 Memorial Blvd., Winnipeg 1. You are urged to do this by October 18th if pos- sible. The office will be open from 7:00 p.m. to 8:00 p.m. each even- ing, Monday to Thursday, dur- ing the first week of classes only, i.e. for one hour before each class begins. If you cannot register before then, you may enrol during this hour. The class will meet once each week, an hour and a half, 8:00 p.m.—9:30 p.m., for at least twelve weeks. The text will be: Stefán Einarsson: Icelandic. Grammar, texts, glossary, Balti- more 1949. Engu a8 gleyma og „engu aS fresta til morguns." Þér getið keypt Canada Savings Bonds gegn mánaðargreiCslum i bankanum, sem þér skiptiS vi8, eSa með frádrætti af launum ySar, þar sem þér vinnið. Peningar ySar starfa í ySar þjónustu og veita ySur vexti, ef þeir eru I Canada Savings Bonds. Og hvar og hvenær, sem er, getiS þér skipt þeim í peninga hjá hvaSa banka, sem um ræSir fyrir fullvirSi og vexti. Canada Savings Bonds gefa af sér góSa vöxtu og þeim má ávalt koma I peninga, vextir nema 3 V4 per cent á ári og eru ySar eígn unz þér seljiS veSbréfin. ÞaS er á allra færi aS kaupa Canada Savings Bonds — $50, $100, 8500, $1000 eSa $5000. Þér getiS einnig keypt $500, $1000 eSa $5000 I skráséttum vevbréfum, en vextir af þeim verSa greiddir í ávlsunum. ?w s Þessi hlunnindi og önnur skipa Canada Savings Bonds í forusiusæii Hin níunda sala á Canada Savings Bonds hefst þann 18. oktéber. Vevbréf þessi verSa dagsett 1. nóvember 1954 og gllda um 12 ára skeiS eSa til 1. névember 1966. ArSmiSar hljóSa upp á 3%% vöxtu. Salan stervdur yfir til 15. nóvember 1954 á 100% jafnvirSi, en upphæSir eru $50, $100, $500, $1000 og $5000. Þau þurfa aS vera skrásett i nafni hlutaSeiganda, hvort heldur sá er aldinn eSa unvur; i þessu felst trygging gegn glötun, þjófnaSi eSa eySileggingu. 1 viSbót viS arSmiSa fyrirkomulag veSbréfa, fást Canada Savings Bonds 1 skrásettum upphæSum $500, $1000 $5000; þessum veS- bréfum og arSmiSuf má skipta nær, sem vera vill. Enginn einn má kaupa yfir $5000 upphæS, en sérhver meSlimur fjölskyldunnar getur gert siík kaup, í hans eSa hennar nafni. FinniS bankastjórann aS máli, fésýslumann eða trónaSar- aSa lánsfélag og geriS ráS- stafanir varSandi kaup í hinu níunda útboSi af Canada Savings Bonds gegn peningum út I hönd eSa meS launafrádrætti, þar sem þér starfiS. Allir hafa ástæðu til að spara Kaupið Canada Savings Bonds Þórir Þórðarson: Biblían og kirkja nútímans Erindi jlutt á sjötugasta ársþingi Hins íslenzka evangelísk- lútherska kirkjufélags í Vesturheimi. í kvöld ætla ég að tala um það, á hvern hátt vér megum sameina tvö sjónarmið á Biblíunni, sem í fljótu bragði virðast stangast á: Biblían sem bók söngunnar og Biblían sem bók trúarinnar. Ég vil hefja mál mitt á því að skýrgreina stuttlega það vandamál, sem ég ætla að gera að umtalsefni. Það að Biblían er bók sögunnar merkir, í fyrsta lagi, að hún er bók hins liðna fremur en þess tíma, sem nú er að líða, þ. e. hún fjallar um sögu. í öðru lagi merkir það, að Biblían endurspeglar þróun sögunnar, þ. e. hún er ekki yfir- náttúrlegt fyrirbrigði. Það að Biblían er bók trúarinnar eða trúarbók, merkir, að hún upplýsir oss um eða opinberar fyrir oss meiningu lífsins, eðli Guðs og eðli mannsins. Þessi tvö sjónarmið virðast stangast á. Ef þeim er ekki haldið aðgreindum, virðast þau útiloka hvort annað. Ef Biblían endurspeglar þróun sögunnar, hvernig má það þa vera, að hún opinberi oss sannleika í heild sinni? Á vorum dögum eru margar stefnur uppi um afstöðu manna til Ritningarinnar. Fyrst tel ég þá stefnu, sem telur, að Ritningin sé innblásið orð Guðs í bókstaflegum skilningi- Samkvæmt þeirri skoðun er bókstafur hennar yfirnáttúr- legur vottur guðlegs sannleika. Samkvæmt þessum skilningi, sem vanalega er kallaður fundamentalismi, er opinberuninni lokið. Orð Guðs er hið sama og hin prentaða blaðsíða Ritn- ingarinnar. Sannleikurinn allur og óskertur er oss opin- beraður á pappír, á voru eigin máli. Vandamál eru engin, engra spurninga þarf að spyrja, í sannleika er sjálf guð- fræðin þar með óþörf, vegna þess að öll svör eru sjálfgefin. Að skilningi annarrar stefnu er Biblían verðmætar bók- menntir, sígildur skáldskapur, merkar siðgæðisbókmenntir, sem ungu fólki er hollt að lesa (ef þess er gætt að sleppa vissum köflum). Samkvæmt þessum skilningi er Biblían einn af gimsteinum heimsbókmenntanna, og geti enginn sa maður, sem kalla vill sig menntaðan, komizt hjá því að lesa hana. En hún er samt ekki talin vera öll þessa eðlis. Velja þarf þá kafla hennar og hluta, sem svo hátt má meta. Þessi skilningur á Ritningunni hefir það til síns ágætis, að fyrir hann hefir Biblían náð meiri útbreiðslu en ella og verið metin meir af fjölda manna en ella. Gallinn er sá, að eftir þessum skilningi er ekki litið á Ritninguna í heild sinni. Hún er ekki „tekin alvarlega“ sem heild, heldur aðeins valdir kaflar hennar. 1 þriðja lagi eru þeir til, sem hafna Biblíunni af ýmsum ástæðum, ýmist vegna anti-semitisma eða vegna óupplýstrar nútíðarstefnu. Þessir menn halda því fram, að átrúnaður Gyðinga, sem Gamla testamentið ber vitni, og sem er grund- völlurinn að trú Nýja testamentisins, sé frumstæð og fornleg trúarbrögð, sem þeir saka um að hafa innleitt hinar ferlegustu kenningar inn í kirkjuna. Menn þessir eru vanalega vel upplýstir um hina nei- kvæðu hlið á niðurstöðum biblíuvísinda nútímans. Þeir vita sem er, að flestir hafa yfirgefið trú gamla rétttrúnaðarins á óskeikulleik Ritningarinnar. En þeim er það ekki ljóst, að skoða megi Biblíuna sem eina heild á neinn annan veg en gert var í rétttrúnaðinum. Biblíuvísindi nútímans eiga að miklu leyti sök á þessu. Vísindaleg rýning Biblíunnar hófst á hápunkt sinn í lok 19- aldarinnar og í byrjun þeirrar 20. Þetta voru aldamót liberalismans í Þýzkalandi, öld Wellhausens, Ritschls og Harnacks. Á þeim tíma börðust menn heitar en nokkru sinni fyrr um það, sem bar á milli frjálslyndu stefnunni og rétt- trúnaðinum. Vér stöndum í mikilli þakkarskuld við biblíuvísindi þessara ára, enda þótt sumar niðurstöður þeirra séu orðnar úreltar. Samt var á þeim mikill ágalli. Þeim tókst ekki að sýna fram á, á hvern hátt vér gætum skoðað Ritninguna sem eina heild. Rétttrúnaðurinn skoðaði Ritninguna sem eina heild í þeim skilningi, að hún væri safn samstæðra kenninga, sem hvergi væri á ósamkvæmni, til orðið á yfhc- náttúrlegan hátt. Biblíuvísindin hin nýju sýndu fram a haldleysi þessarar skoðunar, en þeim tókst ekki að setja neitt annað í staðinn. Þegar bezt gegndi varð Biblían vonar- kistill. Þegar verst gegndi, ruslakompa. Þessi nýju biblíuvísindi uppgötvuðu, að margt var a annan veg en kennt var í gamla rétttrúnaðinum. Þau komust að raun um, að sumar bækur Ritningarinnar áttu sér fremur langa sögu. Heimildarrit bókanna voru sundurgreind og skil- greind. Þessi kenning stenzt í aðalatriðum sínum enn í dag, enda þótt rannsóknarmenn nútímans leggi áherzlu á munn- lega sagnhefð samhliða hinni skriflegu. * Trúarbrögð Gamla testamentisins voru könnuð af kost- gæfni. Niðurstaðan varð sú, að átrúnaður ísraels var ekki se hinn sami á hverri öld. Guðfræði einnar aldar mátti greina frá guðfræði annarrar. En þessum þýðingarmiklu rannsóknum sleit einmitt hér. Illu heilli héldu menn ekki áfram þaðan, sem staðar var numið. Þeir sýndu því ekki fram á, hvers vegna vér ættum enn sem fyrr að nota Biblíuna í kirkjunni. Mönnum láðist að geta þess, á hvern hátt annan Biblían gæti skoðazt lífræn trúarbók, úr því að gamli rétttrúnaðurinn hafði rangt fyrir sér. Það kom í ljós, að Nietzsche hafði á réttu að standa, er hann sagði Guð vera dauðan. Sögulegar og málfræðilegar rannsóknir miðuðu að því einu að kryfja líkið. Biblíuvísindi nútímans hafa ekki til fullnustu sigrazt a þessari einhliða áherzlu á sundurgreininguna og vanrækslu heildarsjónarmiðsins (synthese). Enn er meiri áherzla á það lögð að sundurgreina rit Ritningarinnar og kanna það, a hvern hátt pörtum þeirra var skeytt saman, fremur en að nota þá þekkingu til þess að komast til botns í grundvallar- sjónarmiðum þeirrar trúar, sem Biblían endurspeglar. Ég hefi nú gert stutta grein fyrir þeim meginsjónar- miðum á Biblíunni, sem uppi eru. Ég hefi verið stuttorður og því ekki að öllu sanngjarn í dómum, svo sem vera mætti, °f mér gæfist lengri tími. Yður má nú vera Ijóst, að mótmælendur eru engan veg- inn á einu máli um það, hvernig túlka beri Biblíuna. Það kann að virðast sem smámunir einir, að menn eru ekki a einu máli um þetta atriði, þegar það er haft í huga, hversu mjög kirkjudeildir mótmælenda greinir á um margvísleg trúaratriði. En svo er ekki. Mótmælendum hefir ekki tekizt að komast að lausn þess, á hvern hátt beri að skilja heitið „Guðs Orð“, og hefir þeim af þeim sökum fyrst og fremst ekki tekizt það heldur að koma sér saman um, hver grund- vallaratriði mótmælendatrúarinnar eru, sem menn gætu

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.