Lögberg - 14.10.1954, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. OKTÓBER 1954
3
sameinazt um, þótt þá greindi á um smærri atriði, eins og
prófessor Coert Rylaarsdam við University of Chicago hefir
nýskeð bent á.
Ef vér viljum skera úr því, hverju vér trúum í mót-
mælendakirkjunni, verðum vér fyrst að svara því, við hvað
vér eigum, er vér segjum: „Biblían er Guðs Orð“. Vér verð-
um að skilgreina, hvað vér eigum við með hugtakinu
„opinberun“.
Ef vér höfum opinn huga í þessu efni, hljótum vér að
fallast á meginniðurstöður biblíuvísindanna. Vér getum verið
ýmissa skoðana um margt það, sem ágreiningi kann að
valda og óljósar kenningar eru fyrir. En vér hljótum að
fallast á það, að Biblían er bók sögunnar. Hún er það ekki
aðeins í þeim skilningi, að hún segir sögulegt efni, heldur
einnig á þann veg, að hún er undirorpin þróun og breyting-
um sögunnar. Með þessu á ég við það, að Biblían er skrifuð
af mönnum, sem uppi voru við ýmsar sögulegar aðstæður
og á ýmsum tímabilum sögunnar. Þessi tímabil voru hvert
öðru ólík og hafa sett mót sitt á innihald Ritningarinnar og
í það mót er boðskapur hennar steyptur. Þetta verðum vér
fyrst og fremst að hafa í huga, er vér gerum grein fyrir því,
hvað við sé átt, þegar vér segjum Biblíuna vera Guðs Orð.
Þá vaknar þegar þessi spurning: Hefir Biblían þá nokk-
urt trúarlegt gildi lengur, og er hún þá framar grundvöllur
kenningar kirkjunnar, úr því að hún getur ekki lengur talizt
yfirnáttúrleg? Ef á síðum hennar má sjá móta fyrir hverful-
leik sögunnar, getur hún þá lengur talizt flytja oss eilífan og
óumbreytanlegan sannleika?
Þessi breytileiki er auðsær bæði innan Gamla testa-
mentisins og hins Nýja. í Gamla testamentinu sjáum vér
greinilega muninn á tímabili dómaranna í Israel annars
vegar og spámannastefnu 8. aldarinnar hins vegar. Einnig
er munur á hinum klassísku spámönnum og spámönnum
herleiðingartímans. Esekíel er frábrugðinn Amosi, jafnvel
frábrugðinn Jeremía.
Vér sjáum tímabundna lífsafstöðu og trú í sögunni um
Kain og Abel. Jahve segir við Kain, eftir að Kain hafði
tekið að öfunda Abel bróður sinn fyrir velgengni hans, en
áður en hann réði hann af dögum: „Hví reiðist þú, og hví
ert þú niðurlútur? Er því ekki þannig farið: ef þú gjörir
rétt, þá getur þú verið upplitsdjarfur; en ef þú gjörir ekki
rétt, þá liggur syndin við dyrnar og hefir hug á þér . . . .“
Þennan kafla má túlka þannig, að hann beri vitni þeirri trú,
að rétt guðsdýrkun og fórnfæring sé skilyrði þess, að
mönnum vegni vel.
Á annan veg lætur Jeremía í ljós frumvanda lífsins:
„Því að tvennt illt hefir þjóð mín aðhafzt: þeir hafa yfir-
gefið mig, uppsprettu hins lifandi vatns, til þess að grafa
sér brunna, brunna með sprungum, sem ekki halda vatni“.
Hér er synd mannsins sögð vera viðskilnaður hans við upp-
haf verundar sinnar, Guð. Hann var skapaður í Guðs mynd
og getur því aðeins fullnað tilgang tilveru sinnar, að hann
endurnærist í lífslind sinni, sem er Guð. Synd felst þá ekki
í því að brjóta settar reglur og boðorð, heldur í því að vilja
lifa lífi sínu án Guðs og ennfremur að ætla sér að grafa
eigin brunna, gjörast sjálfs sín Guð. Þessi leið liggur til
glötunar, segir Jeremía. Sá maður, sem fjarlægist lífslind
sína, honum fer eins og þeim, sem vatnslaus verður í eyði-
mörk.
Á enn annan hátt skýrir Esekíel frá hinu sama: „En
hverfi hinn óguðlegi frá öllum syndum sínum, sem hann
hefir drýgt, og haldi öll mín boðorð og iðki rétt og réttlæti,
þá skal hann vissulega lífi halda og ekki deyja“. Hér hefir
lögmálsstefnan komizt til valda.
Hvað Nýja testamentið áhrærir, þekkjum vér allir
muninn á pistlum Páls annars vegar og Jakobsbréfi hins
vegar, svo að eitt dæmi sé nefnt. Mörg önnur mætti nefna.
En þessi munur olli því, að Lúther hafnaði Jakobsbréfi og
óskaði þess, að það hefði aldrei hlotið inngöngu í ritsafn
Nýja testamentisins.
Ihugum nú stuttlega, hvað þetta merkir. Franskur guð-
fræðingur hefir kallað Ritninguna „lifandi bók“. Með þessu
á hann við það, að Biblían er ekki safn reglna og laga, ekki
safn rita, sem orðið hafa til á sama tíma og endurspegla
eins háttar aðstæður. Hún er bók, sem orðið hefir til á
þúsund ára framrás trúarsamfélags, Hún ber vitni trú ísraels
og hinnar kristnu kirkju eins og hún var á hverjum tíma í
þúsund ár og boðar það, að Guð sé að verki í sögunni, í
öllum hennar margvíslegu myndbreytingum. Trúin ber því
mót hvers tímabils, sem er öðru frábrugðið, og þess vanda,
sem á hverri öld bar að höndum.
Vér sjáum einn þátt þessarar sögu, er ísrael lifir hirð-
ingjalífi. Annan þátt, þegar ísrael hefir tekið sér bólfestu og
ný siðferðisviðhorf myndazt við upphaf borgarmenningar.
Þá er meginvandinn orðinn sá, að hafa í gegn óréttvísi
hinna auðugu á hendur fátæklingunum og að andæfa áhrif-
unum frá heiðnum trúarbrögðum í landinu.
Enn annan þátt sjáum vér á herleiðingartímanum, þegar
svo virðist í svipinn, að sáttmálinn milli Guðs og þjóðarinnar
sé rofinn. Þá tekur hugsunin að snúast um einstaklinginn
og trú hans fremur en þjóðarinnar.
I Nýja testamentinu segja guðsspjöllin oss frá lífi hinna
fyrstu kristnu manna, sem voru gyðinglegur sérstrúarflokk-
ur. Síðan sjáum vér, hvernig hin nýja trú er boðuð mönnum,
sem ekki voru af hinni helgu þjóð, og loks sjáum vér í
bréfunum söfnuði vaxa og þróast og þann vanda, sem að
þeim steðjar, tímabundnar spurningar, sem spurt er og
svarað. Vér sjáum kirkju þeirra 'tíma í viðureign við þjóð-
félagsvandamál þeirra tíma, stjórnarháttu, fátækrafram-
færslu og þrælahalds.
Á þennan hátt er Biblían lifandi bók. Hún ber svipmót
sögu hverrar aldar og þeirrar baráttu, sem átrúendur Guðs
ísraels háðu á hverjum tíma.
En nú er svo háttað málum, að engin tvö tímabil sög-
unnar eru eins. Jafnvel tveir einstaklingar, sem uppi eru
á sama tíma, eiga ekki við sömu lífsvandamál að stríða.
Hefir þá Biblían, bók sögunnar, nokkra þýðingu fyrir okkur,
sem í dag lifum, þig og mig? Úr því að hún er mótuð af
þeim tíma, sem liðinn er, getur hún þá á nokkurn hátt átt
til skyldleika að telja við nútíðina? Þar sem Biblían er lif-
andi bók í þeim skilningi, að hún hefir lifað með hverri
kynslóð sögu sinnar, getur hún þá lifað með oss, án þess að
»vér eignumst nýja Biblíu, áframhald hennar, ef svo mætti
segja? Úr því að Ritningin boðar, að Guð sé að starfi í
sögunni, getur hún þá boðað hann starfandi í nútímanum?
Getur Guð Ritningarinnar tekið líf þitt og mitt í hönd sér
og skapað það á ný í sinni mynd?
Hér erum vér komnir að sjálfum kjarna málsins, þ. e. a. s.
hvernig Biblían getur orðið bók trúarinnar og ekki aðeins
sögunnar, bók nútímans og ekki aðeins bók hins liðna.
Lausnin er í tveim þáttum. Hinn fyrri snertir heimspeki
og sögu, hinn síðari guðfræði og trú.
Hvað fyrri þáttinn snertir, leiðir athugun í ljós, að
trúarreynsla og trúarbarátta liðinna kynslóða Biblíunnar
felur í sér sígild og ævarandi lífsvandamál og lausn þeirra,
og af þeim sökum lífsvandamál vor, sem nú lifum.
Þegar Kain verður þess vísari, að Abel bróðir hans
vegnar vel, verður honum ljóst, að uppsprettulind lífsham-
ingju mannsins á sér stað utan mannsins. En hann hafnar
því að gera þessa vitund að sinni eigin og sigrast þannig á
hatrinu til bróður síns og ræður hann því af dögum.
Þegar Jeremía lýsir þannig synd lýðsins, að þeir hafi
hafnað uppsprettu hins lifanda vatns og grafið sér eigin
brunna, sem reynast vatnslausir, er hann að vísu að lýsa
ráðleysi þjóðar, sem komizt hefir í örþrif á sviði stjórnmála,
fjármála og þjóðfélagshátta. En um leið lýsir hann og lætur
í ljós grundvallarsannindi um líf mannsins, að hann hafi
fjarlægzt uppsprettulind sinnar eigin verundar, Guð sjálfan,
og sé þurfi þeirrar frelsunar, sem Guð einn getur látið í té.
Hið sama má segja um þessi orð Esekíels: „Og hver sá
maður, sem er ráðvandur, og iðkar rétt og réttlæti, sem etur
ekki fórnarkjöt á fjöllunum og hefur ekki augu sín til
skurðgoða ísraelsmanna, flekkar ekki konu náunga síns og
kemur ekki nærri konu meðan hún hefir klæðaföll, sem
engan undirokar og skilar aftur skuldaveði sínu, tekur ekki
neitt frá öðrum nieð ofbeldi, sem gefur brauð sitt hungruð-
um og skýlir nakinn mann klæðum, sem lánar ekki fé gegn
leigu og tekur ekki vexti af lánsfé, sem heldur hendi sinni frá
því, sem rangt er, og dæmir rétt í deilumálum manna, sem
breytir eftir boðorðum mínum og varðveitir skipanir mínar,
með því að gjöra það, sem rétt er, — hann er ráðvandur og
skal vissulega lifa, segir Drottinn Jahve“.
Grundvallarsjónarmið Esekíels er hér hið sama og
Jeremía, enda þótt áherzlan sé á öðrum þáttum málsins.
Hann skilur réttlætið vera hlýðni við ákveðin boð og reglur
lögmálsins, Torah, en grundvallarsjónarmið hans er samt
þetta: mælisnúran á réttláta breytni mannsins býr ekki
með rrvanninum sjálfum, heldur Guði. Vér kynnum að hafa
aðrar skoðnanir á siðalögmálinu en Esekíel. Vér kynnum
að neita því, að bankastjórar séu menn ósiðlegri en aðrir.
Að hinu gefum vér gaum, að Esekíel telur Guð hafa opin-
berað vilja sinn mönnunum. Það verður þá vort hlutverk
að túlka eðli þessarar opinberunar.
Hér höfum vér komið auga á viðlag eða uppistöðuþráð í
kenningu Biblíunnar, sem segir öss að allir hlutir eigi
að skiljast þeirri skilningu, að Guð sé veruleiki. Þennan
uppistöðuþráð höfum vér fundið í þrem textum, sem að
ytra borði virðast ólíkir. Þeir eru hver öðrum frábrugðnir
vegna þess, að þeir eru til orðnir á ýmsum tímum og hver
þeirra endurspeglar tímamót sinnar samtíðar. Samt sem
áður tengir þá sterkt band og þeir segja að vissu leyti
hið sama.
Á þennan hátt þurfum vér að finna uppistöðuþræðina í
kenningu Ritningarinnar, eins og prófessor Rylaarsdam hefir
bent á, á athyglisverðan hátt. I þessu er fólgin lausn þess
vanda, sem bent var á að framan, að skoða Ritninguna sem
eina heild og ekki sem safn ýmissa guðfræðiskoðana frá
ýmsum öldum. Um leið og vér skoðum Biblíuna sem bók
sögunnar, höfum vér nú nálgazt það mark að sjá hana sem
bók trúarinnar.
En vér höfum ekki enn komizt alla leið, að mínum
skilningi. Enda þótt vér komum auga á uppistöðuþræðina í
hinum litskrúðuga kenningavefnaði Ritningarinnar svo sem
frjálsræði Guðs (gagnvart náttúrulögmálinu), synd skoðaða
sem flótta frá Guði, eðli hjálpræðisins o. s. frv., höfum vér
ekki enn sýnt fram á hvers vegna t. d. kenning Biblíunnar
um hjálpræðið sé oss þýðingarmeiri en kenning Indverja, svo
að eitt dæmi sé nefnt.
Hér hefst því síðari þáttur þeirrar lausnar, sem ég vildi
benda á og drap á að framan, hinn guðfræðilegi og trúar-
legi þáttur.
Framhald á bls. 7
Góð vörumerki
að kynnast og
kaupa eftir . . .
Veitið athygli þessum
nöfnum, er þér farið í
búð, því það, sem þér
þarnist ber að líkind-
um á sér eitthvert
þessara nafna.
— Verzlið í öryggi
— í vörugæðum og
verði.
. . einungis hjá
Business and Professional Cards
Phone 74-7855 ESTIMATES
FREE Dr. P. H. T. Thorlakson
J. M. Ingimundson
Re-Roofing — Asphalt Shingles WINNfPEG CLINIC
Insul-Bric Siding
Vents Installed to Help Eliminate Condensation St. Mary’s and Vaughan, Winnlpeg PHONE 92-6441
832 Slmcoe St. Winnipeg, Man.
J. J. Swanson & Co. LIMITED
SEWING MACHINES
Darn socks in a jiffy. Mend, 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG
weave in holes and sew Faateignasalar. Leigja hús. Öt-
beautifully. vega peningalán og eldsábyrgC, bifreifiaábyrgC o. s. frv.
474 Portage Ave. Phone 92-7538
Winnipeg. Man. 74-3570
Dr. ROBERT BLACK
SérfrætSingur I augna, eyrna, nef SARGENT TAXI
og hálssjðkdömum.
401 MEDICAL ARTS BLDG. PHONE 20-4845
Gr&ham and Kennedv St.
Skrifstofustmi 92-3851 For Quick, Reliable Service
Heimasími 40-3794
Dunwoody Saul Smith DR. E. JOHNSON
& Company
Chartered Accountants 304 Eveline Street
SELKIRK. MANITOBA
Phone 92-2468
100 Princess St. Winnlpeg, Man. Phones: Office 26 — Residence 230
And offices at: Office Hours: 2.30 - 6.0t p.m.
FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN *
Hafið Thorvaldson, Eggertson,
Höfn Bastin & Stringer
í huga Barristers and Solicitors
Heimili sólsetursbarnanna. 209 BANK OF NOVA SCOI7A Bldg.
Icelandic Old Folks’ Home Soc , Portage og Garry St.
3498 Osler St„ Vancouver, B.C. PHONE 32-8291
ARLINGTON PHARMACY CANADIAN FISH
Prescription Specialist Cor. Arlington and Saxgent PRODUCERS LTD.
Phone 3-5550 J. H. PAGE. Managing Dlrector
We Handle School Supplies Wholesale Distributors of Fresh and
We collect light, water and Frozen Fish
phone bills. 311 CHAMBERS STREET
Post Office Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917
Muir's Drug Store Ltd. Offlce Phone Res. Phone 92-4762 72-6115
J. CLUBB
FAMILY DRUGGIST Dr. L. A. Sigurdson
SERVING THE WEST END FOR 528 MEDICAL ARTS BUILDING
27 YEARS Office Hours: 4 p.m.—6 pjn.
Phone 74-4422 Elllce & Home and by appointment.
Minnist A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
BETEL 843 Sherbrook Street
í erfðaskróm yðar. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti.
StofnaC 1894 SÍMI 74-7474
Phone 92-7025 Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity Pavillon
General Hospital
H. J. H. PALMASON Nell's Flower Shop
Chartered Acccuntant Wedding Bouquets, Cut Flowers,
Funeral Designs. Corsages,
505 Confederatlon Llfe Bullding Bedding Plants
WINNIPEG MANTTOBA NeD Johnson Res. Phone 74-6753
Parker. Parker and S. O. BJERRING
Kristjansson Canadian Stamp Co.
Banristers - Solicitors Ben C. Parker. Q.C. B. Stuart Parker. A. F. Kriatjansaon RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
500 Canadian Bank of Commerce Chambers Wlnnlpeg, Man. Phone 92-3561 324 Smilh SL Winoipeg PHONE 92-4624
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries Gilbart Funeral Home
Limited Seiklrk, Manltoba.
Wholesale Distributors of J. Roy Gilbart
FRESH AND FROZEN FISH Licensed Embalmer
60 Loulse Street Simi 92-6227 Phone 3271 Selkirk
EGGERTSON SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfyndlng. Sparar eldl- vlC, heldur hita frá aC rjúka út meO reyknum.—SkrifiC, slmlC til
KELLT 8VEIN8SON
622 WaU St. Wlnnlpeg
Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. Just North of Portage Ave. Slmar 2-3744 — 8-4431
Van's Etectric Ltd. 636 Sargent Ave. J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in aU lta branchee
Authorized Home Appliance Reml Estate - Mortgagei • Rentals
Dealers
' 210 POWER BUILDING
McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890 Telephone 93-71S1 Res. 46-2466 LET US SERVE YOU