Lögberg


Lögberg - 14.10.1954, Qupperneq 4

Lögberg - 14.10.1954, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. OKTÓBER 1954 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið fit hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENtTE, WINNIPEO, MaNITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrlft ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press L<td. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Líf í skákinni Aðsókn að bæjarstjórnarkosningunum í Winnipeg hefir á undanförnum árum verið kjósendum til lítillar sæmdar, því oftar en einu sinni hefir það brunnið við, að tæplega 40 af hundraði þeirra, er á kjörskrá stóðu teldi það ómaksins vert, að bregða sér yfir götuna til að greiða atkvæði;*með slíku háttalagi er lýðræðinu misboðið, eða réttara sagt kjörseðlinum, sem réttilega hefir verið nefndur fjöregg lýðræðisins; það er engin nýlunda, að þeir, sem einkum van- rækja skyldur sínar varðandi kjörsókn, bölsótist yfir úr- slitunum og úthúði þeim, sem kjörnir voru til að fara með völd; slík hugarfarsaðstaða ber vitni alvarlegri öfugþróun, ef ekki hreinni og beinni ómensku. Við bæjarstjórnarkosningarnar, sem fram fara í Win- nipeg þann 27. þ.m. bendir eitt og annað til þess, að nokkurt líf sé að færast í skákina, og víst er um það, að borgarstjóra- valið fer ekki alveg fram þegjandi og hljóðalaust, því hvorki meira né minna en sex frambjóðendur keppa um hnossið; um flesta þessa menn er kjósendum að miklu ljóst vegna langvarandi þátttöku þeirra í opinberum málum, að minsta kosti sumra hverra og stendur þar í fremstu röð núverandi borgarstjóri Mr. Coulter, er gegnt hefir þessu virðulega embætti öllum mönnum lengur við svo ágætan orðstír, að þar komast fáir til jafns við. Dagblaðið Winnipeg Free Press birti nýverið stutta en skilmerkilega greinargerð varðandi hina sex frambjóð- endur og eru upplýsingarnar um starfsferil þeirra, sem hér fara á eftir, teknar úr því dókúmenti. — Mr. Percival Brown rekur viðtækja- og sjónvarps- verzlun á Ellice Avenue hér í borg; hann er fertugur að aldri og er þetta í fyrsta skipið, sem hann leitar kosningar í bæjarstjórn og ræðst þá heldur ekki á garðinn þar, sem hann er lægstur; hann leitaði kosningar til fylkisþings í fyrra undir merkjum Social Credit-sinna og komst skamt áleiðis, vægast sagt. Mr. Coulter er fæddur í Dominion City, útskrifaður í lögum af Manitobaháskóla og gaf sig lengi að lögmanns- störfum; hann átti árum saman sæti í skólaráði og bæjar- stjórn sem fulltrúi 2. kjördeildar, auk síns langa borgar- stjóraferils. Mr. Draffin, er býður sig fram af hálfu C. C. F.-sinna, er sterkur flokksmaður og tjáist fús á að bjóða sig fram eins oft og flokkurinn vilji stinga upp á sér; hann er fæddur í þessari borg og hefir að atvinnu símritun hjá Canadian National járnbrautarfélaginu; hann sat á fylkis- þingi eitt kjörtímabil fyrir Assiniboia kjördæmið. Mr. Stpehen Juba er soriur Winnipegborgar og rekur hér fyrirtæki, er hann sjálfur stofnaði og nefnist Keystone Supply Company. í síðustu bæjarstjórnarkosningum kepti Juba um borgarstjóraembættið gegn þeim Coulter og Swailes og sópaði að sér 27 þúsund atkvæðum; ætlaði hann þá að liðka svo til um áfengislöggjöfina, að svo yrði skamt í kaupstað, að sem allra flestir háttvirtir kjósendur þyrftu ekki að leggja á sig nein heljarátök til að ná í sopanri. Mr. Juba var í fyrra kosinn á fylkisþing og þá varð það enn sopinn, sem varð aðal stefnuskráratriðið. Mr. William Kardash er síður en svo nýsveinn í pólitík þó þetta sé í fyrsta sinn, sem hann hefir í hyggju að her- nema borgarstjóraembættið; hann játar pólitísk trúarbrögð kommúnista og hefir fyrir hönd skoðanabræðra sinna setið samfleytt á fylkisþingi síðan 1941. Hann var sjálfboði í Spánarstríðinu, en hefir nú með höndum forstjórastarf hjá People’s Co-operative Limited á Dufferin Avenue. Mr. George Sharpe hefir gegnt bæjarfulltrúasýslan fyrir 1. kjördeild síðan 1947. Hann er 45 ára að aldri og út- skrifaður í rafurmagnsverkfræði af háskóla þessa fylkis; hann hefir látið samgöngumál borgarinnar mikið til sín taka og er í þeim efnum talinn fyrsta flokks sérfræðingur. Að þessu sinni leitast Mr. Sharpe við að feta í fótspor föður síns, Mr. Thomasar Sharpe, er gegndi borgarstjóraembætti frá 1904—1906. Það kostar $21,000,000 á ári að stjórna Winnipegborg og starfrækja bæjarfélagið. Mr. Sharpe tjáist þeirrar skoð- unar, að málefni borgarinnar eigi að vera rekin á sama grundvelli og einkafyrirtæki eða hlutafélag, þar sem íbúar borgarinnar séu hluthafar og hagsmuna þeirra beri fyrst og fremst að gæta. Þótt vitaskuld sé úr nógu að velja að því er borgar- stjóraembættinu viðkemur við næstu kosningar, verða kjós- endur að vanda val sitt svo serri framast má verða; pólitískir æfintýramenn eiga ekkert erindi upp í borgarstjórasess. Coulter eða Sharpe? Aðrir geta naumast komið til mála. ☆ ☆ ☆ Skýjarof eða hvað? ___ Þau tíðindi bárust út vítt um heim, sem vonandi fáir harma en fleiri fagna, að Dr. Daniel Malan, forsætisráðherra Suður-Afríkusambandsins, hefði ákveðið að leggja niður völd í lok næsta mánaðar. Dr. Malan hefir, svo sem kunnugt er, haldið uppi árum saman kynþáttahatri í landinu og skipað svo fyrir, að Negrarnir mættu helzt engin mök eiga við hvíta menn nema þá helzt að því leyti einu, að þræla þeim í hag. Dr. Malan hefir haldið sér við vöM lengur en flesta óraði fyrir með látlausum gyllingum á yfirburðum hins hvíta manns, er einn átti að vera til forustu fallinn og óskeikull í ráðstöf- unum sínum varðandi lausn þeirra vandamála, er glíma þurfti við í þann og þann svipinn. Þeir áttu sammerkt um margt Hitler og Dr. Malan, stærilætið það-samahjá báðum, og þjóðernisgorgeirinn hinn sami hjá báðum; samtíðin hefir þegar kveðið upp dóm sinn yfir Hitler og litlar líkur eru á, að dómurinn yfir Dr. Malan verði miklu vægari. Viðureignin um Quemoy Hjálpa Bandaríkjamenn kín- verskum þjóðernissinnum til að halda henni? SEINUSTU dagana hefir at- hygli manna beinzt að lítilli eyju, sem liggur við Kína- strendur, og fáir munu hafa heyrt nefnda áður. Ástæðan er sú, að hún þykir nú ekki ólíkleg til þess að verða þrætuepli, er vel getur haft styrjöld í för með sér. Eyja þessi er Quemoy, en hún liggur næst meginlandi Kína af þeim eyjum í hafinu milli Kína og Formósu, er þjóðernissinna- stjórn Chiang Kai Sheks hefir enn á valdi sínu. Allt síðan Chiang Kai Shek yfirgaf Kína, hefir hann lagt mikið kapp á að halda Quemoy, enda er það mikilvægt fyrir varnir Formósu, að kommúnistar nái henni ekki. Haustið 1949 gerðu kommúnist- ar öfluga til raun til að ná eynni, og segja þjóðernissinnar, að kommúnistar hafi beitt 30 þús. manna liði í þeirri viðureign. Henni var samt hrundið og segja þjóðernissinnar, að kommúnist- ar hafi misst um 15 þúsund manns í þeirri viðureign. Síðan hefir verið hljótt um Quemoy þangað til 23. ágúst s.l., er komm- únistar gerðu þar strandhögg, en síðan hafa þeir haldið uppi skot- árásum á bækistöðvar þjóðernis- sinna þar. Eyjan Quemoy liggur 4—5 mílur undan Kínaströndum og álíka langt frá stórborginni Amoy, sem stendur á eyju, en hún er stærsta hafnarborgin á þessu svæði og hefir löngum verið talið, að hún yrði aðalstöð innrásarheré kommúnista, ef þeir freistuðu að taka Formósu. Af þeim ástæðum er mjög mikil- vægt fyrir þjóðernissinna að halda Quemoy, því að þaðan geta þeir torveldað alla sjó- og loftflutninga til og frá Amoy. Af sömu ástæðum er það mikilvægt fyrir kommúnista að ná Quemoy áður en þeir ráðast á Formósu, ef þeir hafa það í huga. Quemoy er allstór eða um 30 km. á lengd og 20 km. á breidd. íbúa rhennar voru um 40 þús. fyrir styrjöldina. Áður fyrr var hún miðstöð sjóræningja. Óvíst er, hvað herafli þjóðernissinna þar er mikill, en ágizkanir eru frá 20—60 þús. manns. Talið er, að þeir hafi komið sér þar upp mjög traustum vörnum. Seinustu mánuðina hafa borizt fregnir af því, að kommúnistar hefðu safnað saman liði miklu á ströndinni í nánd við Quemoy. Ýmsar getgátur voru þá um það, hverjar fyrirætlanir þeirra væru í sambandi við þessa liðssöfnun. Úr þessu fékkst skorið, þegar fyrsta árásin var gerð á Quemoy 23. f. m. Árás þessi var í því formi, að fámennt lið kommúnista gerði strandhögg á Quemoy. Felldi það 11 hermenn þjóðernissinna en hertók einn. í seinustu viku hófu svo kommúnistar skothríð á ýmsar stöðvar þjóðernissinna á Quemoy bæði úr flugvélum og strandvirkjum. Þjóðernissinnar segja, að þeir hafi til þessa ekki orðið fyrir neinu verulegu tjóni af völdum þessara árása. Ber- sýnilegt er þó, að mannfall hefir orðið nokkurt í liði þeirra, þar sem kunnugt er um, að tveir amerískir liðsforingjar hafa beðið bana af völdum árása, en þeir voru í eftirlitsferð á Quemoy. Kommúnistar segja, að tjón þjóðernissinna sé orðið mikið. Þjóðernissinnar hafa nú svar- að þessum árásum kommúnista á Quemoy með því að gera nú í vikunni miklar Ioftárásir á Amoy og herstöðvar í nánd við hana. Segjast þeir hafa unnið miklar skemmdir á höfninni og fleiri mannvirkjum og eyðilagt mikinn fjölda innrásarskipa, er kommúnistar hafa safnað þarna saman. Svo virðist, að þar hafi yfirleitt verið um smáskip að ræða, enda mun heppilegast fyrir kommúnista að nota mörg skip við innrás á Quemoy, þar sem þau gætu nær alls staðar tekið land og dreift þannig kröftum varnarhersins. Þessi vopnaskipti milli komm- únista og þjóðernissinna eru hin mestu, er átt hafa sér stað milli þeirra síðan haustið 1949, kommúnistar freistuðu að ná Quemoy, eins og sagt er frá hér á undan. Mikið er nú a ðsjálfsögðu um það rætt, hvað kommúnistar ætlist fyrir með því að hefja árásir á Quemoy. Sumir blaðamenn telja, að ætlun kommúnista sé að ganga úr skugga um, hve langt Banda- ríkjamenn vilja ganga í stuðn- ingi sínum við Chiang Kai Shek. Bandaríkjastjórn hefir nefnilega aldrei lýst yfir því, að hún muni hjálpa til að verja Quemoy eða nokkrar eyjar aðrar, sem þjóðernissinnar halda næst Kínaströndum. í yfirlýs- ingu þeirri, sem Truman birti eftir innrás kommúnista í Suður- Kóreu, var aðeins tekið fram, að 7. flotadeild Bandaríkjanna hefði fengið fyrirskipun um að verja Formósu og Pescadoreseyjar, sem liggja um 70 mílur undan Kínaströndum og um 30 mílur frá Formósu. Quemoy var ekki nefnd á nafn í þessari yfirlýs- ingu. Síðan Eisenhower kom til valda hefir þessari yfirlýsingu ekki verið neitt breytt að þessu leyti. Hins vegar stóð það í yfir- lýsingu Trumans, að 7. flota- deildin ætti einnig að hindra, að árásir væru gerðar frá Formósu á meginland Kína, en það atriði felldi Eisenhower úr gildi við valdatöku sína. Sú ákvörðun hans hefir verið mikið gagu rýnd, enda breytti hún mjög hlutverki 7. flotadeildarinnar á þessum slóðum. Áður hafði hún það hlutverk að hindra hvers konar árásir og halda uppi alls- herjarfriði, en nú hefir hún það hlutverk að hindra aðeins árásir annars aðilans. Árásir kommúnista á Quemoy gera það að verkum, að Banda- ríkjastjórn stendur nú frammi fyrir þeim vanda að ákveða, hvort Bandaríkin skuli hjálpa þjóðernissinnum að verja Que- moy eða ekki. Ef hún tæki slíka ákvörðun, myndu kommúnistar geta túlkað það það sem aukinn yfirgang af þeirra hálfu, þar sem hér sé m. a. um eyju að ræða, er alltaf hafi tilheyrt Kína. Allt öðru máli gegnir um Formósu, sem ekki hefir verið kínversk land nema öðru hvoru og hefir fullkomlega réttlætanlegt til- kall til sjálfstæðis. Ef Banda- ríkin láta hins vegar í það skína, að þau muni ekki hjálpa þjóð- ernissinnum til að verja Que- moy, getur það orðið kommún- istum hvatning til að reyna að er ná henni, þar sem þeir þurfa þá ekki að óttast neinar víðtækar afleiðingar. Tækist þeim að ná Quemoy, væri það örlagaríkur sigur fyrir þá, þar sem það sýndi styrk þeirra og vanmátt þjóð- ernissinna. Slíkur atburðu rværi líklegur til að veikja mjög bar- áttuhug þjóðernissinnahersins á Formósu. Sennilegt er, að Bandaríkja- stjórn dragi það sem mest á lang- inn að segja nokkuð ákveðið um þetta. Hins vegar er líklegt að hún veiti þjóðernissinnum alla þá óbeinu aðstoð, er hún getur í té látið. Sum amerísk blöð hafa látið í ljós, að viðureignin um Quemoy geti nrðið góður mæli- kvarði á það, hvað her þjóðernis- sinna geti og hvort mikið se leggjandi upp úr honum. Ágizkanir herfræðinga eru yfirleitt þær, að ólíklegt sé, að kommúnistar reyni að gera inn- rás á Formósu á þessu ári. Veður séu nú farin að gerast ótrygg a hafinu milli Kína og Formósu og þá skorti enn ýmsan undirbun- ing til þess að geta hafið innrás. Að þessu sinni séu þeir aðeins að þreifa fyri rsér, hvort þeir hafi möguleika til að hertaka Quemoy. Ef það heppnaðist, vseri það líka verulegur áfangi að na Formósu síðar. Ýmsir blaðamenn segja, að erfitt sé fyrir kommúnista að hætta við að reyna að hertaka Quemoy úr því sem komið er. Þjóðernissinnar myndu telja það sigur fyrir sig og það gæti vel gefið mótspyrnuhreyfingunni i Kína byr í seglin. Þrátt fyrir það, þó að ekki sé búizt við árás kommúnista a Formósu í ár, hafa Bandaríkin aukið undirbúning sinn til að geta varið hana. Meðal annars hefir flugher og landher verið fluttur frá Kóreu í þeim tilgangi m. a. að geta verið til taks, ef ráðizt yrði á Formósu. Líklegt er samt, að ekki komi til slíkrar árásar að sinni. Kom- múnistar munu í því sambandi láta sér nægja taugastríð og það myndi mjög styrkja aðstöðu þeirra í því, ef þeim heppnaðist að ná Quemoy. Hins vegar mun það veikja aðstöðu þeirra, ef þær fyrirætlanir þeirra fara ut um þúfur. —TÍMINN, 11. sept. Veljið í öryggi hjá Tip Top Tailors Gamlir og nýir viSskiptavinir njóta hinna sömu kjörkaupa, hinnar sömu persönulegu afgreiöslu hjá elztu og frægustu fatagerCarverzlun í Canada eftir máli, jafnt fyrir konur sem karla. BútSir og umboSsmenn í hverri borg frá strönd tii strandar. r Tip Top tailors Hér fæst nýr bæklingur, sem greiðir götu yðar í Canada Með það fyrir augum, að fræða nýja innflytjendur um canadiska lifnaðarháttu og skyldur, hefir deild þegnréttinda og innflytjendamála, látið gefa út „Handbók til afnota nýjum innflytjendum“. Bókin útskýrir nákvæmlega þegnréttindakröfur, bankareglur, hvernig kaupa skuli hús, viðskiptafyrirtæki eða bújarðir; póstþjónustu, menntamálakerfi Canada, öflun leyfa, atvinnuhætti, læknaþjónustu og heilbrigðismál og reglugerðir um samfélagslegt öryggi; hún inniheldur margar aðrar nytsamar upp- lýsingar varðandi Canada og canadiskar venjur. Bókin er gefin út á fimm tungumálum, ensku, frönsku, þýzku, hollensku og ítölsku og fæst ókeypis með því að fylla inn eyðublaðið hér að neðan og senda The Citizenship Branch, Dept. of Citizenship and Immigration, Ottawa. Látið ekki undir höfuð leggjast, að tilgreina tungumál þeirrar bókar, er þér æskið að fá. Gefið út til afnota nýjum innflytjendum til Canada af DEPARTMENT OF CITIZENSHIP AND IMMIGRATION HON. J. W. PICKERSGILL, P.C., M.P. Minister LAVAL FORTIER, O.B.E., Q.C. Deputy Minister CITIZENSHIP BRANCH, 1>EPARTMENT of citizenship ANI) immigration, OTTAWA. Gerið svo vel að senda mér eintak af (tiltakið tungumái) “Handbook for Nexveomers.” Nafn ............................................-........*.. Heimilisfang .........,....................................... Bygðarlag ....................................................

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.