Lögberg - 28.10.1954, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. OKTÓBER 1954
7
UPPREISN
I7INN af hinum alvarlegustu og
^ um leið hættulegustu at-
burðum, sem komið gátu fyrir í
langsiglingum í gamla daga, var
ef til uppreisnar kom um borð í
skipinu, þ. e. ef einhver hluti
skipverja gerði samsæri gegn
yfirmönnum skipsins og þeim,
er friðsamir voru og ekki vildu
vera með í slíku. Nú á dögum
má slíkt kallazt afar sjaldgæft,
en þó alls ekki útilokað. Alla
tíð hefir verið tekið afar hart
á þeim, er stofnað hafa til upp-
reisnar, enda nauðsynlegt að
hafa þar ströng lög um, vegna
þess að ekki verður leitað að-
stoðar mannsterks lögregluliðs
og því undir hælinn lagt, hver
nær yfirhöndinni, hinir lög-
hlýðnu eða lögbrjótarnir.
Hér fer á eftir frásaga R.
Barry O’Brien, skipstjóra, af
einni slíkri uppreisn, er gerðist
á þessari öld, er hann var 2.
stýrimaður á brezku flutninga-
skipi.
Ég var 2. stýrimaður á brezka
flutningaskipinu Bisley, er ég
lifði hina taugaæsandi atburði,
er hér verður sagt frá.
Skipið var leigt frönsku félagi
til La Plata og aftur til Frakk-
lands. Auk skipstjórans voru
eftirtaldir yfirmenn á Bisley:
Þrír stýrimenn, fjórir vélstjórar
og tveir stýrimannslærlingar,
sem allir mötuðust í borðsal
yfirmanna. En er við komum til
Le Havre, skráði félagið, sem
leigði skipið, einn af starfs-
mönnum sínum, sem stýrimann
á skipið.
Undirmennirnir, sem skráðir
voru í Rotterdam, voru 20
manns frá 8 eða 9 þjóðum. Þar
á meðal 2 Grikkir, 1 Múlatti og
1 Armeníumaður. Að undan-
teknum einum manni, sem hét
Swartz, var ekkert sérstakt við
þessa skipshöfn, hvorki frá-
hrindandi né aðlaðandi. Hún
virtist ósköp venjuleg eða svipuð
flestum öðrum skipshöfnum á
flutningaskipum.
Hvað Swartz snerti var allt
öðru máli að gegna. Það var eitt-
hvað í fari hans, sem strax hafði
óþægileg áhrif á mann. Hann
var fremur lítill vexti, og undir-
leitur. Eitthvað um 40 ára að
aldri, flatnefja með framstand-
andi höku, eða yfirleitt sú teg-
und manna, sem maður leitar
ekki lags við. Strax við fyrstu
sýn kallaði ég hann „púður-
tunnuna“ í huganum og þóttist
viss um, að hann myndi gera
okkur erfitt fyrir.
Fyrsta losunarhöfn okkar var
Santos í Brasilíu, og á meðan
iosunin fór fram, kom í ljós, að
einum kassa með svissneskum
úrum hafði verið stolið af farm-
inum. Ennfremur hafði talsvert
áfengi horfið.
f fyrstu grunuðum við hafnar-
verkamennina um græsku, en er
hásetar okkar, við burtförina frá
Santos til Montevideo og Bue-
nois Aires, reyndust mjög
örukknir, vissum við hvar leita
skyldi sökudólganna.
Skipstjórinn valdi mig og
tyrsta stýrimann til þess, ásamt
sór, að leita í íbúðum háseta.
^rammi fundum við fyrst all-
^iargar tæmdar vínflöskur og
auk þess stóðu tvær hálftæmd-
ar á borðinu hjá matardiskum
hásetanna. Við sýn þessa reidd-
lst skipstjóri mjög og tók að
^ita í kojunum. í þeirri fyrstu,
sem leitað var í, fannst eitt hinna
stolnu úra. Hann stakk því í
yasann og ætlaði að fara að leita
1 annarri koju, er Swartz birtist
°g tók sér stöðu fyrir framan
hann.
„Hver fjandinn hefir boðið
yður hingað fram í“, hvæsti
hann öskuvondur. „Burt með
yður, ef þér ekki óskið eftir að
verða fleygt á dyr“.
„Einmitt, það eruð þá þér,
Seín standið fyrir þessu“, svar-
yði skipstjóri og hvessti augun
a rnanninn. „Það er hörð refsing
Vlð að stela af farminum, get ég
sagt yður og ég skal sjá um að
þér fáið slíka refsingu“.
Skipstjórinn hafði varla sleppt
orðinu, þegar tóm flaska kom
þjóttndi í loftinu og^brotnaði á
stoð um tvö fet frá höfði hans,
og á næsta augnabliki þutu
margir hásetar á hann, svo að
hann féll við, en reis brátt á
fætur og leitaði dyranna. Ein-
hver barði mig í andlitið, en ég
endurgalt það með hægri hand-
ar höggi, svo að maðurinn lá í
gólfinu. Fyrsti stýrimaður greip
tóma flösku og sveiflaði henni í
kringum sig og varðist þannig
hinum drukknu hásetum, um
leið og hann gat komið skipstjór-
anum út á þilfarið.
„Við skulum hörfa upp á
stjórnpallinn, hér er of mikill
liðsmunur“, hvíslaði hann.
Háðsyrði fylgdu okkur aftur
eftir þilfarinu og flaska kom
þjótandi, en brotnaði á dekkinu,
án þess að gera okkur tjón.
Skipstjórinn náði ekki upp 1
nefið á sér fyrir vonzku. „Þetta
er uppreisn“, muldraði hann, —
„og þeir skulu fá þá hegningu,
sem þeir munu seint gleyma“.
Klukkutíma síðar tilkynnti
fyrsti vélstjóri, að kyndararnir
hefðu lagt niður vinnu og geng-
ið í lið hásetanna. Þeir höfðu
yfirgefið vélarúmið án þess að
mæla orð við vélstjóra þann,
sem var á verði. Vegna þessa at-
burðar var eftir stutta ráðstefnu
á stjórnpalli, en við hinir þrír
stýrimennirnir með aðstoð báts-
manns, timburmanns og dag-
manns í vél, áttum að halda lif-
andi undir kötlunum. Hinir
tveir lærlingar skyldu skiptast
á við stýrið.
Áður en dimmdi lögðum við
sjóslöngu til reiðu á efsta þilfar,
þar eð við gátum búizt við árás
í myrkrinu. Okkur kom og sam-
an um, að eitt stutt merki
frá eimflautu skipsins skyldi
merkja að við, sem niðri vorum,
áttum að setja sjódæluna af
stað, en þeir okkar, sem ekki
voru á verði, áttu að flýta sér
upp á stjórnpall. Á meðan við
störfuðum að þessum undir-
búningi komu hásetarnir alla
leið að lestaropi nr. 2, en skip-
stjóri hafði varað þá við að voga
sér lengra.
„Við erum reiðubúnir að hefja
vinnu aftur“, kallaði Swartz,- —
„en með því skilyrði, skipstjóri,
að þér gefið okkur skriflega yfir-
lýsingu um að þér séuð þess
fullviss, að það, sem þér funduð
fram í, sé ekki af farmi
skipsins“.
„Fjandinn fjarri mér“, kallaði
skipstjórinn. „Mér dettur ekki í
hug að ganga að þeim skil-
yrðum“..
Um kvöldið átti ég fyrstu
vöku í vélarúmi. Allt var ró-
legt, er ég kom upp á þilfar um
miðnættið. Til stjórnboða sá að-
eins grilla í brasilízku ströndina
í tunglsljósinu. Franski stýri-
maðurinn gekk fram og aftur á
stjórnpalli og ég gekk þangað
upp og ræddi stundarkorn við
hann, áður en ég fór til her-
bergis míns. Hann sagði mér, að
skipstjórinn hefði ákveðið að
halda áfram til Montevideo og
ekki viljað fallast á uppástungu
hans um að snúa aftur til Santos
og láta taka skipverja fasta þar.
„Ég vona bara að stífni hans
kosti ekki blóðsúthellingar“,
sagði franzkmaðurinn.
Ég yfirgaf hann og hans svart-
sýni og tók mér bað. Síðan lagð-
ist ég fyrir og sofnaði brátt.
Um klukkan 2 um nóttina
vaknaði ég skyndilega við sker-
andi hljóð eimpípunnar. Ég
flýtti mér upp á stjórnpall, en
þá var skipstjórinn kominn
þangað. Brátt komu einnig fyrsti
stýrimaður, timburmaðurinn og
lærlingur sá, sem ekki var á
verði.
„Það er eitthvað á seiði“,
sagði skipstjórinn, alvarlegur.
„Hafið nú augun opin“.
Á framþiljunum mátti sjá
nokkra háseta vera að læðast um
og brátt tóku þeir að skríða
aftur eftir, mjög varlega, í
skugganum frá lunningunni. Við
renndum okkur niður á efra þil-
far og gripum til sjóslöngunnar
og biðum. Ég hélt um opið, en
lærlingurinn hafði hendur á
lokanum. Þá tóku mennirnir
allt í einu undir sig stökk og
ruddust til okkar með sannköll-
uðu stríðsöskri. Lærlingurinn
opnaði fyrir lokann og sjóbunan
þeyttist úr slöngunni og skall á
mönnunum með miklum krafti.
Hóstandi og stynjandi hörfuðu
hásetarnir undan og gátu varla
staðið fyrir vatnsmagninu, en í
gegnum hávaðann heyrðist
Swartz hrópa: „Komið, nú
drepum við undir kötlunum“.
Og hásetarnir hlupu nú að vélar-
rúmsstiganum, en létu okkur
eftir þilfarið.
Skipstjórinn rak upp skelli-
hlátur. „Þeir fá heitar viðtökur
þarna niðri“, sagði hann — „en
komið nú, við skulum fara á
eftir þeim“.
Franski stýrimaðurinn var lát- ]
inn gæta stjórnpallsins, en við
hinir hlupum niður járnstigann
að kyndingarrúminu. Þá heyrð-
ist rödd fyrsta vélstjóra yfir-
gnæfa hávaðann: „Smakkaðu á
þessu, bannsettur uppreisnar-
seggurinn, og þessu, og þessu“.
Ég heyrði að barizt var með
kolaskóflum og síðan sársauka-
vein. Það var auðheyrt að upp-
reisnarmennirnir fengu mjög
heitar viðtökur. Tveir þeirra
lágu á gólfinu, með svöðusár á
höfði, en annar Grikkinn og
Múlattinn voru að bisa við að
raka eldinn undan kötlunum
með járnstöng, en tókst ekki.
vegna þrengsla. Vélstjórarnir,
ásamt sjálfboðaliðunum af þil-
farinu börðust nú þarna af
miklum móð, og þrátt fyrir liðs-
muninn tókst þeim að króa upp-
reisnarmennina af í einu horn-
inu, og er við komum þarna
óvænt til hjálpar, leizt hásetun-
um ekki á blikuna, sáu sitt ráð
vænna og ruddust nú að upp-
ganginum. Flestum tókst að
komast undan upp á þilfarið, en
Swartz og þrír aðrir voru hand-
samaðir og járnaðir, en síðan
lokaðir inni í verkfæraskáp
vélarúmsins. Einn vélstjóranna
var skipaður fangavörður, en
annar skyldi gæta eldanna. Við
hinir flýttum okkur upp á þil-
farið, — en þar var allt með
kyrru.m kjörum.
Stríðsmennirnir höfðu nú
flúið framm í og lokað sig inni í
íbúðunum, en til frekara ör-
yggis settum við slá og hengilás
fyrir bakkann að utanverðu, án
þess að þeir reyndu að hindra
það.
Þrjátíu og sex klukkustundum
síðar sigldum við inn Maldona
flóann með merkið „Uppreisn
um borð“ við hún, en þar lá fall-
byssubáturinn „Amethyst“, sem
síðan gat sér frægð við Yangtse
— Kiang. Báti var strax skotið
út á herskipinu og nokkrum
mínútum síðar kom sjóliðsfor-
ingi og nokkrir sjóliðar um borð
og tóku uppreisnarmennina
höndum, en við héldum ferðinni
áfram til Montevideo, með
vopnaða verði á þilfari.
Við yfirheyrzlurnar skýrðu
uppreisnarmennirnir frá því, að
tilgangurinn með því að slökkva
Um 200 manns sátu vegSega afmælis-
veizlu uppi á Öxnadalsheiði
undir kötlum skipsins hefði
verið sá, að stöðva skipið, en
síðan yfirgefa það í skipsbátun-
um. Sú staðreynd, að engin loft-
skeytastöð var í skipinu og það
all-nærri landi, hefir sennilega
komið þessari heimskulegu
hugsun inn hjá þeim.
Swartz var dæmdur í tveggja
ára hegningarvinnu, en hinir til
misjafnlega langrar fangelsis-
vistar, þó enginn í lengri en eitt
ár. Kyndararnir, sem Swartz
hafði neytt til fylgilags við sig,
sluppu með þriggja mánaða
fangelsisdóm hver, en allir voru
þeir dæmdir til kaupmissis og
sendir síðan í gæzlu til Eng-
lands, þar sem þeir áttu að taka
út refsinguna.
Uppreisnin um borð í Bisley
átti þó eftir að gleðja okkur
hina. Tryggingarfélagið afhenti
hverjum f.yrir sig velþegna pen-
ingaávísun, sem laun fyrir að
sigla skipinu heilu og höldnu til
hafnar, við erfiðar og hættu-
legar aðstæður.
Rælt við kanadiskan sérfræðing,
sem dvalið hefir hér um skeið
hjá Sandgræðslunni
Undanfarið hefir dvalið hér
kanadískur sérfræðingur, J.
B. Campbell, sem sendur er
af Matvæla- og landbúnað-
arstofun Sameinuðu þjóð-
anna (FAO), og er hér á
vegum Sandgræðslu Islands.
Hefir hann ferðazt hér um
landið undanfarnar 3 vikur
og athugað sandgræðslu-
svæðin og gróðrarstöðvar,
látið í ljós álit sitt á þeim og
gefið ráðleggingar.
CAMPELL hefir farið um
Rangárvallasýslu, Skaftafells
sýslu og um Norðurland allt
austur í Kelduhverfi og Axar-
fjörð og norður á Hólmasand,
sem er mesta uppblásturssvæði
hér á landi.
Hylliu þar sjötugan vegaverk-
stjóra, sem er að leggja veg um
skriðusvæði Norðurárdals.
Frá fréttaritara Tímans
á Sauðárkróki.
Töluvert óvenjuleg afmælis-
veizla var haldin hér í héraðinu
miðvikudaginn 15. sept. s.l. Þá
sóttu um 200 manns Rögnvald
Jónsson, vegaverkstjóra á Sauð-
árkrók heim í búðir hans vestan
í Öxnadalsheiði á sjötugsafmæli
hans, en hann dvelur þar nú við
vegagerð yfir skriðurnar miklu,
sem féllu í Norðurárdal í sumar.
Rögnvaldur Jónsson er kunn-
ur og vinsæll vegaverkstjóri.
Hefir hann gegnt þessu starfi
starfi síðan 1928, og séð um veg-
inn í Norðurárdal og upp á
Öxnadalsheiði, svo og nokkurn
kafla í Blönduhlíð og Skaga-
fjarðarbraut frá Sauðárkróki
fram að Mælifelli.
Aukning beitilandsins
Nautgripir, sauðfé og hross
vilja helzt þurrlendið til beitar,
en sniðganga mýrarnar. En með
uppþurrkun breytist mýrar-
gróðurinn í þurrlendisgróður,
og væri á þann hátt hægt að
auka beitiland hér geysilega. Á
Sámsstöðum hefir verið gerð til-
raun með að þurrka einn hekt-
ara lands og hefir komið í ljós,
að eftir 8 ár fæst af því bæði
margfalt magn og gæði.
Gefur skýrslu um dvöl sína
Þegar heim kemur mun Camp-
bell rita skýrslu um dvöl sína
hér, og tillögur þær, er hann
hefir gert. Hann vill beina því
til bænda, að skýrslur tilrauna-
stöðvanna hér og skýrslur At-
vinnudeildar Háskólans geti
komið þeim að góðu haldi, og
ráðleggur hann bændum ein-
dregið að notfæra sér þær.
Vegalagning í annað sinn
Þótt Rögnvaldur sé nú sjö-
tugur orðinn, hefir hann verk-
stjórn enn á hendi, enda hraust-
ur vel. Þegar skriðuhlaupin
miklu urðu í Norðurárdalnum í
sumar, var hann að viðgerð þar.
Þann veg hafði hann einnig upp-
haflega lagt. Nú lögðu örlögin
honum það verkefni í hendur að
leggja veginn þarna í annað1
sinn, og að því hefir hann unnið
í sumar.
200 menn í heimsókn
Skúrar vegavinnumannanna
standa í svonefndri Skógarhlíð
í Heiðarsporðinum, og þangað
fékk Rögnvaldur hina fjöl-
mennu heimsókn. Tók hann
rausnarlega á móti gestum. Eru
þar tveir skúrar rúmgóðir, og
fóru kaffivéitingar fram í öðrum
en aðrar veitingar fram í hinum.
Þarna kom fjöldi bænda úr hér-
aði og fólk frá Sauðárkrók, Siglu
firði, Akureyri og jafnvel frá
Reykjavík. Voru þarna á meðal
fjölmargir samverkamenn Rögn
valdar úr vegagerðinni.
Var setzt að borðum þarna á
Öxnadalsheiði um hádegi og stóð
veizlan samfleytt til miðnættis.
Vou þarna ræður fluttar, svo
vart varð tölu á komið, kvæði
flutt og mikið sungið. Afmælis-
barinu voru færðar góðar gjafir.
Verkstjórasambandið heiðraði
Rögnvald með fögrum silfur-
bikar, og mun hann vera fyrsti
verkstjórinn, sem það heiðrar
með þessum hætti. Karl Frið-
riksson, vegaverkstjóri á Akur-
eyri, gaf honum annan silfur-
bikar. Samverkamenn Rögn-
valdar í sumar gáfu honum stofu
skáp fagran og fyrri samverka-
menn ísskáp, og munu þó ekki
allar gjafir upptaldar.
Mun vart í annan tíma hafa
verið haldin veglegri afmælis-
veizla á heiðum uppi hér á landi.
—TlMINÍf, 21. sept.
Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
—VIKINGUR
Saltsteinn getur beint beit að
svæðum, er þola hann bezt
Leizt vel á árangurinn
Hvað tilraunir þær og fram-
kvæmdir, er hér hafa verið
gerðar til að koma í veg fyrir
uppblástur, snertir, lét Camp-
bell þess getið, að þær miðuðu
í rétta átt og góður árangur
hefði náðst en meiri reynsla og
víðtækari rannsóknir væru
nauðsynlegar.
Allt land ófriðað
Þar sem hér er allt land í
sameign manna, er mjög erfitt
um friðun einstakra svæða, án
þess að þurfa að leggja í mikinn
kostnað við að girða þau af.
Campbell segir, að gott ráð til
að beina'beitinni að þeim svæð-
um, sem menn vilja helzt beita,
sé að hafa saltstein á beitiland-
inu. Gripirnir sækja mjög að
saltsteininum og halda sig um-
hverfis hann, einkum á haustin
þegar grös eru tekin að sölna.
Slíkan saltstein, sem sérstaklega
er gerður í þessu augnamiði,
má nú fá hér, og hefir t. d. SIS
flutt hann inn. Með þessu má
koma í veg fyrir, að gripirnir
gangi hart að þeim landsvæð-
um, sem þola illa mikla beit.
Heimsótti gróðrarstöðvar
Campbell hefir skoðað ýmsar
gróðrarstöðvar hér og átt tal við
marga menn, sem að þeim
standa. Lét hann mjög vel af
heimsóknum sínum á stöðvarn-
ar og árangri þeim er þar hefði
náðst.
Að lokum lét Campbell þess
getið, að dvölin hér hefði verið
sér ánægjurík, gestrisni mikil
og fólkið alúðlegt, og þætti sér
verst að geta ekki staldrað við
lengur.
—TIMINN, 22. sept.
Það er _borið fram FEIS-EL
1 þessu felast aukin þægindi,
því þessir pappírs-klútar eru
kunnir að mýkt og fara vel
með nefið.
KAUPIÐ
KREFJIST!
VINNUSOKKA
THE WORD OF LOVE
(KÆRLEIKSORÐIÐ eftir Steingrím Thorsieinsson)
Með margstyrktum tám og hælum
Þeir endast öðrum sokkum betur
One word of love! I am alone
And no one seems to care;
No greater warmth to me is known
Than love thy life does share.
Without love’s warmth the sun seems cold
And every flower pale,
And heaven like a grave tent bold,
And life a torture vale.
One word of love, that sunray bright
On cold and cloudy day,
What comfort sweet it gives, and light
Upon thy weary way.
Penmans vinnusokkar
endast lengur — veita
yður aukin þægindi og
eru meira virði.
Gerð' og þykkt við
allra hæfi — og sé tillit
tekið til verðs, er hér
um mestu kjörkaup að
ræða.
EINNIG NÆRFÖT OG YTRI SKJÓLFÖT
Frægt firma síðan 1868
Translated by Kolbeinn Sæmundsson
AVS-9-4